Rit LbhÍ nr 2

Page 1

Rit LBHÍ nr.

Uppgræðsla vegfláa með innlendum úthagategundum

Jón Guðmundsson

2 2005
Jón Guðmundsson Uppgræðsla vegfláa með innlendum úthagategundum 2001-2007 Samantekt mælinga 2003-2004 Mælingar á fræforða yfirborðsjarðvegs Verkefni styrkt af Vegagerðinni Júní 2005 Landbúnaðarháskóli Íslands, umhverfisdeild ISSN 1670-5785Rit LBHÍ nr. 2

Tilgangur og hugmyndafræði þessarar rannsóknar er að reyna innlendar tegundir sem ekki hafa verið reyndar áður við uppgræðslu vegfláa. Þetta er langtímaverkefni.

Grastegundir hafa áður verið í vegfláatilraunum og segja má að til sé veruleg þekking hvernig á að nota grastegundir og þær eru almennt notaðar við uppgræðslu vegfláa. Augljós galli þeirrar notkunar er þó að vegfláinn sker sig oft úr umhverfinu með þeim hætti að ekki eru sömu tegundir í honum og fyrir utan hann. Grastegundir þarfnast einnig áburðargjafar ef þær eiga að vaxa vel. Um haust er efsti hluti vegfláans oft sleginn til að minnka snjósöfnun.

Margar innlendar tegundir vaxa vel án áburðargjafar og falla algjörlega um haust. Þá verður lítil sem engin sina eftir sem bundið getur snjó.

Bakgrunnur og forsaga

Verkefnið hófst árið 2001 með sáningu og útplöntun innlendra úthagaplantna í vegfláa í Hrunamannahreppi.

Sáning: Sáð var í sex tilraunareiti haustið 2001

Sáðblanda / reit. (Tegund, yrki, uppruni)

10,0 g rauðsmári. (Bjursele).

5,0 g baunagras (frá Snösum)

5,0 g umfeðmingur (frá Odda)

5,0 g hvítsmári (innlend blanda) 2,0 g gullkollur (frá Korpu)

1,0 g birki (úr Fossvogi)

1,0 g túnvingull ( Sámur).

0,2 g blámjalta

Ræktað bakteríusmit var notað fyrir smára og blámjöltu en jarðvegssmit var notað fyrir gullkoll, baunagras, umfeðming.

Þessari sáðblöndu var einnig sáð í tilraun vorið 2002 og gaf það færi á að bera saman síðsumarssáningu og vorsáningu.

Útplöntun: Flutningur grenndargróðurs inn í vegkanta haustið 2001. Í nágrenni voru sóttar torfur og plantað í 4 reiti. Torfustærð var um 15 x 10 cm og um 15 cm þykkar. Plantað var í 6 m2 reiti.

Tegundir í torfum voru:

Gulmaðra, sem var ríkjandi tegund Hvítmaðra Krossmaðra , sem var í nærri öllum torfum Hálíngresi

Túnvingull Vallhæra Stinnastör

Þursaskegg Blóðberg. Kornsúra Vallelfting Klóelfting Túnsúra Hrafnaklukka

3

júní 2002 var tilraunin metin.

Við athugun á útplöntunarreitum voru gulmaðra og língresi mest áberandi. Krossmaðra, hrafnaklukka og blóðberg fundust aðeins í sumum hnausunum. Stinnastör, kornsúra og elftingar virtust hafa þolað flutninginn illa.

Athuguð var spírun í sáðreitum og höfðu eftirtaldar tegundir spírað:

Baunagras Umfeðmingur.

Hvítsmári.

Rauðsmári

Gullkollur

Túnvingull

Ekki sást spírun hjá birki og blámjöltu.

Í júní 2002 fengu allir reitirnir lágan skammt af áburðarsalti (blákorn 12-12-17-2 , 300 kg/ha). Þetta er eina áburðargjöfin sem tilraunareitirnir hafa fengið.

Mælingar í október 2002

Sáningarreitir.

Rauðsmári og hvítsmári voru áberandi í vorsáningarreitum. Þekjan var 60-80%. Á milli sáðreita var talsvert af ljónslöpp, vegarfa og skurfu. Fræ þeirra tegunda hefur komið með jarðvegi sem ýtt var í fláann. Umfeðmingur fannst svo og gullkollur sem var meira áberandi þar sem ekki hafði verið borið á.

Í haustsáningarreitum voru rauðsmári og hvítsmári einnig áberandi. Þekja þeirra var 10-20 % . Baunagras fannst og var fölt en samt smitað með rótarhnýðisbakteríum og plönturnar voru stórar þar sem þær voru. Umfeðmingur, gullkollur og varpasveifgras fundust svo og túnvingull sem var þó lítt áberandi.

Útplöntunarreitir 2002-2003 Eftirtaldar tegundir voru ræktaðar í gróðurhúsi og plantað út í reiti.

Vallerta Eyrarrós Baunagras. Holtasóley Umfeðmingur Gulmaðra Giljaflækja Kattartunga

Samantekt mælinga í reitum 2003 og 2004

Mælingar miðuðu að því af finna hvernig einstökum tegundum hefur reitt af. Myndir voru teknar af öllum reitum og er hluti þeirra birtur hér aftar í skýrslunni.

4 Í

Úttekt á vegfláa í Hrunamannahreppi. Mæling á þekju og framvindu. Sáningarreitir haust 2003 haust 2003 haust 2004 haust 2004

Reitanúmer Tegundir Mesta útþensla plöntu með renglum Lengd x breidd

Þekja % af reit

Mesta útþensla plöntu með renglum Lengd x breidd

Þekja % af reit

1 hvítsmári 30x30 30 40 rauðsmári 20 30 túnvingull 20 20 vallarsveifgras 10 10 hundasúra 15 x umfeðmingur 10x15 (3 pl) 5 30x40 20

3 hvítsmári 3x3 10x10 5 rauðsmári 5 10 túnvingull 40 50 varpasveifgras x hundasúra 15 5 umfeðmingur 30x30 5 (4pl) 30x40 15 gullkollur 5 10 giljaflækja x 5

5 hvítsmári 5x5 10 10x10 15 rauðsmári 5 túnvingull 5 15 vallarsveifgras x x hundasúra x umfeðmingur 10x10 10 30x30 15 língresi 5 5 vegarfi x

6 hvítsmári 40x40 20 40x40 20 rauðsmári x 15 túnvingull 5 5 vallarsveifgras 5 5 hundasúra x umfeðmingur 40x40 25 40x50 30 gullkollur 5 5 giljaflækja x 15x15 10

8 hvítsmári 5x5 10 10x10 10 rauðsmári x 10 túnvingull 5 10 vallarsveifgras 5 5 hundasúra 5 X umfeðmingur 10x10 10 10x15 15 gullkollur 5 10

10 hvítsmári 20x20 5 25x25 10 rauðsmári x(3 pl) 5 túnvingull 5 15 vallarsveifgras 5 x hundasúra 10 5 umfeðmingur 30x30 x(4 pl) 15 gullkollur x(1 pl) 5 giljaflækja x 10x15 5

5

Útplöntun tegunda frá næsta nágrenni. haust 2003 haust 2003 haust 2004 haust 2004

Reitanúmer og athugasemdir.

Tegundir í reit Mesta útþensla plöntu með renglum Lengd x breidd

2

Möðrur, vegarfi, elftingar og língresi voru áberandi í torfunum. Língresi var mest áberandi Einnig finnast hundasúra, gulmaðra krossmaðra og stórar plöntur af gullkolli. Fræ hans hefur fokið inn í reitinn.

4

Rauðsmári var kominn í torfurnar 2003. Língresi var mest áberandi. Gulmaðra og hvítmaðra, vegarfi og hundasúra fundust.

7

Gulmaðra ásamt língresi var öflug í torfum. Umfeðmingur fannst neðst í reitnum. Fræ hefur fokið þangað.

9

Língresi var áberandi Gulmaðra, hvítmaðra, krossmaðra, vegarfi og hundasúra fundust í torfum. Baunagras og rauðsmári voru neðst í fláa, hvorttveggja aðkomið. Gullkollur, baunagras og umfeðmingur fundust í varðbeltum.

Þekja % af reit

Mesta útþensla plöntu með renglum Lengd x breidd

Þekja % af reit

língresi 50 45 rauðsmári 30 (3 pl) 30 hundasúra 5 5 gullkollur 10 15 vallarsveifgras 10 10 vegarfi 10 5 gulmaðra 5 5 klóelfting x krossmaðra x x hvítmaðra 5 x

língresi 25 25 rauðsmári 2 (2 pl) 15 hundasúra 3 X gullkollur x vallarsveifgras 10 5 gulmaðra x x hvítmaðra 5 x vegarfi x

língresi 40 40 rauðsmári x X hundasúra 5 X gullkollur X vallarsveifgras 5 5 umfeðmingur 40x40 5 10 gulmaðra 5x10 10 10x15 10

língresi 45 50 rauðsmári x 10 gulmaðra 5 5 hvítmaðra x x krossmaðra x x hvítsmári 10x10 5 10x10

hundasúra x gullkollur x

vallarsveifgras x

túnvingull 5

vegarfi

baunagras

Prófun einstakra tegunda.

Í þennan hluta voru valdar tegundir sem líklegar eru til að spjara sig á röskuðum svæðum og var þar stuðst við fyrri reynslu. Tegundirnar voru forræktaðar í pottum í gróðurhúsi og þeim plantað út í reitina. Síðan var fylgst með þessum tegundum og framvinda skráð. (Sjá einnig myndir og myndatexta aftar í skýrslunni).

6
X
x
x
5
x
x x

Samantekt framvindumælinga.

Reitir. Framvinda 2003 Fræ 2003 Framvinda 2004 Fræ 2004 Vallerta Vallertureitur. Ljónslöpp og vegarfi voru í reit

Eyrarrós Mikil renglumyndun. Allar plöntur mynduðu fræ

Baunagras Baunagras breiðist út með renglum

Holtasóley Lítill vöxtur

Umfeðmingur Plöntur stækka með renglum.

Engin æmyndun

Um 80 % afföll af vallertuplöntum en þær sem lifa stækka ört

Fræ þroskast

Fræ þroskast

Fræ þroskast

Fræ þroskast hjá 20% plantna

Gulmaðra Renglumyndun mikil og hver planta er farin að þekja 0,01-0,015 m2 Gulmaðra ber mikið fræ.

Giljaflækja

Renglumyndun nokkur. Plöntur vaxa vel og einstakar plöntur þekja um 0,25 m2. Uppskera er mikil. Plöntur efst í fláa mynda fyrst fræ.

Fræ þroskast

Fræ þroskast

Fræ þroskast um miðjan ágúst

Plöntur þekja um 20 % af reit Fræ þroskast

Ágæt renglumyndun Fræ þroskast

Engin framför frá 2003, plöntur litlar og þekja sama og engin

Fræ þroskast

Plöntur þekja um 80 % af reit Mikið fræ þroskast. Fræ að falla af plöntum í 30-40 daga.

Þekja einstakra plantan vex lítið frá árinu áður en allmargar fræplöntur komast á legg

Uppskera er mikil og giljaflækjan þekur um 50 % af reit

Fræ þroskast

Fræ þroskast

Kattartunga Mikil renglumyndun, og einstakar plöntur þekja um 0,01 m2.

Geysimikið fræ Mikið um smáplöntur en plöntur uppskerulitlar.

Umfeðmingur og baunagras voru mest áberandi. Enn kemur ekki fram samkeppni á milli tegundanna.

Fræ þroskast

Fræ þroskast Reitur með ofangreindum tegundum.

Umsögn um vorsáningarreiti 2004. Í vorsáningarreitum hefur rauðsmári verið mjög öflugur svo og hvítsmári. Umfeðmingur náði sér á strik á nokkrum stöðum og hékk þá í öðrum plöntum einkum rauðsmára. Túnvingull náði að vaxa með rauðsmáranum á nokkrum stöðum. Gullkollur fannst fyrir utan aðalbreiðuna en ekki í rauðsmárabreiðunni sem bendir til að hann nái sér ekki á strik þar sem rauðsmári er þéttur. Lítið fannst af vallarsveifgrasi. Þétt sáning rauðsmára er varasöm með tilliti til fjölbreytni.

7

Umsögn um tilraunina.

Eins og við var að búast gefur það að flytja tegundir frá gróðurlendi sem eru í næsta nágrenni í vegfláann gróðurfar sem minnst sker sig frá umhverfinu (sjá myndir aftast). Gróðursamsetningin varð þó ekki nákvæmlega eins, þar sem misjafnt er hve vel einstakar tegundir þola flutninginn. Grastegundir eru almennt taldar þola vel flutning, en margar tvíkímblaða tegundir þola flutning verr. Í þessari tilraun var það einkum blóðberg, kornsúra, vallhæra og stinnastör sem þoldu flutninginn illa. Torfurnar voru fluttar um haust, en það veldur líklega miklu álagi á þær tegundir sem ekki fella laufblöð um haust.

Flutningur tegunda frá gróðurlendi í næsta nágrenni í vegfláa er aðferð sem virðist í fljótu bragði sjálfsagt að nota. En það er ekki alltaf hægt. Til að þessi aðferð verði fýsilegur kostur þarf að vélvæða þennan flutning. Til þess eru vissulega möguleikar.

Í ljós kom að þær tegundir sem eru breiðumyndandi verða mjög áberandi ef þær á annað borð ná fótfestu. Langflestar tegundir sem hér voru reyndar náðu fótfestu. Þess ber að geta að aðeins voru reyndar tegundir sem búist var við að myndu spjara sig við aðstæður sem eru í vegfláa. Allt voru þetta tegundir sem hafa einhvern tíma verið í uppgræðslutilraunum, en samt sem áður kom hæfni sumra þeirra dálítið á óvart. Í því sambandi má nefna kattartunguna sem strax sáði sér út, af miklum krafti engu síður en fljótustu grastegundir.

Tilraunareitir fengu lágan skammt af áburðarsalti sumarið 2002, en hvorki árið 2003 og 2004. Viðhaldskostnaður sem felst í áburðargjöf og slætti er enginn.

Ef til vill má spyrja sig þeirrar spurningar hvort þetta tilraunasvæði sé of auðvelt að græða upp. Þarna er halli móti vest-norð-vestri sem dregur úr líkum á að spírandi fræ ofþorni þegar sólin skín á þurran jarðveg og jarðvegur virðist einnig nokkuð vatnsheldinn. Hins vegar er þessi jarðvegur líklega einnig viðkvæmur fyrir kulferlum svo sem ísnálamyndun með frostlyftingu. Það veldur miklu álagi á plöntur.

Gæði yfirborðsjarðvegs.

Annar hluti rannsóknarinnar var að reyna að mæla gæði yfirborðsjarðvegs með tilliti til þess hvort tilefni væri til að taka þann jarðveg frá þegar vegir eru lagðir og nota hann svo sem yfirborðsefni í vegfláann við verklok. Þessi hluti tilraunarinnar í vegfláanum í Hrunamannahreppi mistókst, einkum vegna þess að mikil umferð var um tilraunaspilduna sumarið 2002 sem raskaði yfirborðinu mikið. Þessi mæling byggir hins vegar á því að yfirborðslagið sé stöðugt og af þekktri þykkt.

Þar sem þessi spurning er áhugaverð til frekari rannsókna var sett upp tilraunaaðstaða í gróðurhúsi þar sem gæði yfirborðsjarðvegs voru mæld í janúar–maí 2005. Yfirborðsjarðvegi úr vegstæði var safnað haustið 2004. Eftirtaldar tegundir fundust þar sem jarðvegurinn var tekinn.

blóðberg gleymmérei gullkollur geldingahnappur holtasóley hundasúra túnfífil hvítmaðra gulmaðra

8

klóelfting kornsúra kattartunga undafífill vallhæra vallarsveifgras maríustakkur stinnastör skriðlíngresi túnvingull vegarfi

Tilraunauppstilling til að mæla gildi yfirborðsjarðvegs.

Yfirborðsmoldin var tætt í moldartætara og sett í geymslu rök og á myrkan stað í nóvember 2004. Við þessar aðstæður var moldin geymd í 3, 5 og 6 mánuði. Frá nóvember og fram í janúar var geymslan köld (0-5 °C), en frá janúarlokum og út tilraunatímann var geymsluhitinn hærri (10-25°C).

Mælingar á fræforða voru gerðar með eftirfarandi hætti. Pottar voru nærri fylltir með áburðarlítilli mold sem var frælaus og lag af yfirborðsjarðveginum úr geymslunni sett ofan á þá mold. Þykkt þessa moldarlags var 0,3 1,0 3,0 og 6,0 cm. Tilraunin var gerð í 4 endurtekningum. Pottarnir voru hafði í gróðurhúsi í 60 daga. Á þeim tíma var skráð hvaða tegundir spíruðu.

Fjöldi plantna/m2 af viðkomandi tegund sem spíra á 60 dögum eftir að moldin hefur verið geymd köld í þrjá mánuði. Liðir eru þykkt yfirborðslags

Tegund 0,3 cm 1,0 cm 3,0 cm 6,0 cm blóðberg 67 58 75 160 gleymmérei 41 33 8 gullkollur 25 20 25 geldingahnappur 16 hundasúra 15 16 40 30 kattartunga 30 20 25 58 klappardúnurt 2 kornsúra 10 16 28 klóelfting 7 16 18 25 hvítmaðra 30 72 83 70 skriðlíngresi 23 35 41 túnvingull 25 81 80 80 túnfífil 25 17 16 undafífil 3 8 8 6 vallhæra 30 21 13

Heildarfjöldi tegunda 10 13 13 12

Heildarfjöldi plantna/m2 246 430 459 564

Klóelfting og skriðlíngresi hafa líklega komið með jarðveginum sem plöntuhlutar en ekki sem fræ. Mest er af fræi blóðbergs, en það er smávaxin tegund. Flestar tegundir, að hundasúru undanskilinni, eru líklegar til að mynda varanlega gróðurþekju.

9

Fjöldi plantna/m2 af viðkomandi tegund sem spíra á 60 dögum eftir að moldin hefur verið geymd í fimm mánuði. Liðir eru þykkt yfirborðslags

Tegund 0,3 cm 1,0 cm 3,0 cm 6,0 cm blóðberg 15 17 30 30 gleymmérei 2 10 14 gullkollur geldingahnappur hundasúra 13 16 32 8 kattartunga 8 12 52 44 klappardúnurt kornsúra 5 12 klóelfting 6 8 10 hvítmaðra 8 8 16 21 skriðlíngresi 5 11 túnvingull 8 4 16 33 túnfífil 10 8 12 33 undafífil vallhæra 4 15 33 25

Heildarfjöldi tegunda 7 9 11 11

Heildarfjöldi plantna/m2 58 88 219 241

Fjöldi plantna/m2 af viðkomandi tegund sem spíra á 60 dögum eftir að moldin hefur verið geymd í sex mánuði. Liðir eru þykkt yfirborðslags

Tegund 0,3 cm 1,0 cm 3,0 cm 6,0 cm blóðberg 10 23 20 32 gleymmérei 8 gullkollur geldingahnappur hundasúra 2 2 5 8 kattartunga 10 12 10 10 klappardúnurt kornsúra 2 3 klóelfting 8 hvítmaðra 5 6 13 10 skriðlíngresi 1 túnvingull 3 2 20 26 túnfífil 33 30 undafífil vallhæra 8 9 6

Heildarfjöldi tegunda 6 5 7 8

Heildarfjöldi plantna/m2 69 58 102 137

10

Af þeim tegundum sem fundust á moldartökustað komu holtasóley, vegarfi, geldingahnappur, gulmaðra, vallarsveifgras, maríustakkur og stinnastör ekki fram í mælingum.

Eftir geymslu í þrjá mánuði við kaldar aðstæður er enn það mikið af spírunarhæfu fræi í moldinni að þær plöntur sem spíra ná að þekja yfirborðið á innan við mánuði í gróðurhúsi. Þar eru aðstæður mun betri en í venjulegum vegfláum, en samt er óhætt að segja að þessi yfirborðsjarðvegur hefur allmikið gildi til að nota sem yfirborðsefni í nýgerða vegfláa. Hve mikið gildið er er ekki hægt að segja mikið um eftir þessa athugun. Ljóst er þó að fræforðinn er það mikill yfir 400 spírunarhæf fræ eru í yfirborði hvers fermetra ef lagið er haft meira en þriggja sentimetra þykkt. Þessi fræfjöldi er í flestum tilfellum það mikill að hann nægir til að mynda mikla gróðurþekju fljótt.

Þegar jarðvegurinn er geymdur við raka og hita virðist vera hætta á að fræið spíri eða drepist með öðrum hætti. Fræforðinn virðist minnka hratt við þær aðstæður.

11

Haustsáning.

Haustsáningarreitir haustið 2004. Nýting fræs er verri en í vorsáningarreitum. Yfir 90% af rauðsmarafræinu drapst um veturinn. Engin ein tegund verður áberandi þvíað lítil spírum veldur þvíað samkeppni milli tegunda verður einnig lítil.

Haustsáning.

Við haustsáningu verður fláinn ekki mjög ólíkur næsta umhverfi. Það er einkum vegna þess að aðeins hluti af þeim plöntum sem sáð var náðu að spíra. Inni íreitnum spíra einnig tegundir sem ekki var sáð. Mest áberandi voru það hundasúra, vegarfi og língresistegundir.

Af þeim tegundum sem sáð var ber einna mest árauðsmára, túnvingli og umfeðmingi.

12 1
Reitur 1
Reitur
3 Reitur 5 Reitur 8
Reitur
6
Reitur
10
2

Haustsáning.

Myndin er tekin frámiðlínu vegar. Hvítsmári er mest áberandi efst ífláanum, rauðsmári í bakgrunni, umfeðmingur og fleiri tegundir finnast íreitnum.

Með þessum tegundum má mynda ,,blómaengi”.

Vorsáningarreitur. Í

vorsáningarreitum er rauðsmárinn ríkjandi Hvítsmári er einnig algengur. Aðrar tegundir en þessar tvær sjást lítt úr fjarlægð. Þær tapa fyrir rauðsmáranum í samkeppninni

13 3
4

Vorsáningarreitur. Rauðsmárinn hindrar aðrar tegundir þegar hann er þéttur. Hvítsmárinn skríður undan rauðsmárabreiðunni með smærum.

Hvítsmárinn er lægri en rauðsmárinn og myndaði fræen rauðsmárinn ekki.

Haustsáning.

Haustsáningarreitir eru allir með minni gróðurþekju en vorsáningarreitir.

Áefri myndinni er rauðsmári íforgrunni og blómgun er lokið. Umfeðmingsbrúskur sést í bakgrunni neðst ífláanum.

Áneðri myndinn er hvítsmári íforgrunni og rauðsmári og umfeðmingur íbakgrunni. Báðar myndirnar eru teknar frá miðlínu vegar íseptember 2004.

14 5
6

Vorsáning.

Til samanburðar við haustsáningarreitina er hér mynd af vorsáningarreit þar sem rauðsmárinn er algjörlaga ríkandi.

Myndin er tekin frá miðlínu vegar í september 2004

Myndir af reitum þar sem tegundir úr gróðurlendi í nágrenni voru fluttar íhaustið 2001. Flestar tegundirnar þoldu flutninginn vel. Þær tegundir sem eru með djúpar rætur eða sígrænar þoldu flutninginn verst.

15 7
8
Reitur 2 2004 Reitur 4 2004 Reitur 9 2004 Reitur 7 2004

Fyrir utan beinar sáningar og flutning með hnausum voru nokkrar tegundir forræktaðar í gróðurhúsi og plantað út íreiti.

Vallertureitur.

Um 1/5 hluti plantna sem plantað var voru lifandi 2004.

Vallertan er öflug neðst ífláanum, en hefur ekki spjarað sig ofarlega. Ljónslöpp og vegarfi fundust í reitum 2004. Báðar þær tegundir hafa komist þangað með fræi.

Ljónslöpp er tegund sem virðist dreifast með vegum og er víða áberandi með vegum á Suðurlandi.

Vallerta myndar fræ.

Vallerta myndaði fræ2004 sem er óvenjulegt. 27 skálpar voru á plöntu sem er neðst íflánum.

Vallerta þarf annað hvort á hunangsflugum að halda sem eru með langa tungu til að frævast, eða t.d hunangsflugunni Bombus lucorum sem bítur getur bitið gat áblóm og þá komast aðrar skordýrategundir að blómi og fræva það.

16 9
10

Eyrarrósareitur.

Allar eyrarrósirnar sem plantað var út lifðu.

Plöntur voru smærri haustið 2004 en 2003. Plöntur hafa breiðst mikið út með renglum og eru nú um allan reit. Neðst ífláanum er planta með mikið fræ.

Eyrarrós.

Ein planta myndaði fræsumarið 2003 en flestar aðrar breiddust út með renglum. Almenn fræmyndun varð sumarið 2004

Allmargar fræplöntur fundust sumarið 2004.

17 11
12

Baunagrasreitur.

Baunagrasplöntur þola vel útplöntun og eru þurrkþolnar. Talsverð fræframleiðsla varð 2003 og enn meiri 2004.

Holtasóleyjarreitur.

Holtasóley lifir en vex afar lítið miðað við aðrar tegundir. Á efri myndinn er erfitt að sjá plönturnar og reiturinn er lítt gróinn. Áneðri myndinn sést að einstakar plöntur lifa vel og ekki er ósennilegt að með þessari aðgerð sétegundinni varanlega komið innásvæðið. Holtasóley er núþjóðarblóm og það er kostur að prýða vegfláa með þeirri tegund.

18 13
14

Umfeðmingsreitur

Sumarið 2003 myndaði umfeðmingur í útplöntunarreitum fræ. Útplöntunarreitirnir voru nærri algrónir 2004 og fræframleiðsla varð mikil.

Nokkuð af umfeðmingi komst álegg ívorsáningarreitum og íhaustsáningarreitum var hann orðinn áberandi sumarið 2004. Hann hangir íöðrum plöntun t.d. hér ítúnvingli

Umfeðmingur fjölgar sér með fræi. Í vegfláatilrauninni er fræframleiðsla þegar mikil og fyrirsjáanlegt að umfeðmingur mun setja svip áfláann ánæstu árum.

Plöntur sem voru neðst íflánum mynduðu fyrst fræen þær sem voru ofarlega þroskuðu fræið seinna. Fræþroski dreifðist þvíyfir langan tíma.

19 15

Gulmöðrureitur.

Plöntur breiðast út með renglum og fræframleiðsla er einnig mikil en einstakar plöntur eru litlar og ekki áberandi

Gulmaðra.

Sumarið 2004 varð þekja ígulmöðrureitum ekki meiri en sumarið 2003. Hins vegar héldu plöntur áfram að breiðast úr með renglum eins og sést ámyndinni.

Fræframleiðsla gulmöðrunnar virðist vera stöðug og að öllum líkindum hefur tegundin náð fótfestu.

Krossmaðra og hvítmaðra eru náskyldar tegundir og voru íþeim torfum sem fluttar voru, en ekki hafa þær tegundir breiðst út á sama hátt og gulmaðran.

20 17
18

Giljaflækjureitur.

Giljaflækjan myndar stórar og áberandi breiður. Breiðumyndunin gerist með renglum sem vaxa út frámóðurplöntunni rétt undir yfirborði jarðvegs..

Giljaflækja.

Giljaflækjureitur séður frámiðlínu vegar. Í september er giljaflækjan ekki áberandi enda fullþroska náð. Giljaflækja hefur mikil áhrif á frjósemi jarðvegsins.

21 19
Svartir fræbelgir sjást íágúst. Fræer fullþroskað.
20

Kattartungureitur.

Allar plöntur kattartungu mynda geysimikið fræen eru ekki áberandi úr fjarlægð enda plöntur litlar.

Kattartungan er að breiðast út.

Reitur með nokkrum tegundum.

Íreit þar sem tegundum var blandað saman bar mest á umfeðmingi og baunagrasi. Báðar þessar tegundir mynduðu mikið fræ.

22 21
22

Gullkollur fjölgar sér ört með fræi. Sáning gullkolls hefur skilað miklu. Plöntur mynda fræáöðru ári frásáningu. Gullkollur er farinn að dreifast út um vegfláann og það gerist eingöngu með fræi. Fræþroski virðist vera öruggur og árlegur og fræið spírar vel. Hver einstök planta er lítil og ekki áberandi úr fjarlægð.

Í

haustsáningrreitum er önnur kynslóð af gullkolli. Gullkollur spírar fyrir utan tilraunareitina og er farinn að nema land íflánum.

Yfirlitsmynd. Íþessari tilraun reyndist flutningur grenndargróðurs vera besta aðferðin til að gera vegfláa líka umhverfinu. Þessi aðferð ætti að vera gerleg við sumar aðstæður, eða þar sem nóg er af plöntum ínæsta nágrenni.

23
24

Miðreitur er ,,flutningur hnausa frágróðurlendinu ínágrenni”og er líkastur umhverfi í bakgrunni þar sem língresi er mest áberandi. Myndin er tekin frávegi.

24 25

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.