6 minute read

125-09. Samanburður á byggyrkjum, Korpu, Þorvaldseyri, Möðruvöllum og Vindheimum JH

Kornrækt og kornkynbætur

Byggtilraunir ársins snerust að stórum hluta um prófun á íslenskum kynbótalínum. Í stórum reitum voru í prófun og fjölgun 110 íslenskar kynbótalínur – meirihlutinn á öðru ári prófunar – og 14 erlend yrki. Í smáreitum – 4 m2 eða minni – voru 230 línur. Tilraunareitir í fullri stærð – 10 m2 – voru 904 talsins, þar af 436 á Korpu. Korntilraunir ársins voru á fjórum stöðum eins og oft hefur verið áður. Þær voru á Korpu, Þorvaldseyri, Borgarey í Skagafirði og Möðruvöllum í Hörgárdal. Kuldi og þurrkur framan af sumri og frost í ágúst bagaði mjög tilraunir norðanlands. Sunnanlands varð ekki sáð fyrr en langt var liðið á vorið og kom það niður á kornþroska.

Tilraun nr. 125-11. Samanburður á byggyrkjum. Samanburður byggyrkja hefur tvennan tilgang. Annars vegar er leitað eftir nýjum erlendum yrkjum, sem að gagni gætu komið í íslenskri kornrækt og hins vegar eru íslenskar kynbótalínur reyndar í sömu tilraunum og erlendu yrkin. Í fyrra voru óvenjumargar íslenskar línur í fyrstu prófun eða 108 talsins. Eftir úrval þess árs hefur þeim verið fækkað niður í 62. Auk þeirra tilrauna sem hér eru taldar voru tvær tilraunir á Korpu þar sem eingöngu voru bornar saman íslenskar kynbótalínur, áburðartilraun í Borgarey og tilraun með áburð og sáðmagn á Möðruvöllum.

Tilraunirnar voru á eftirtöldum stöðum:

Tilraunastaður Land Áburður Sáð Upp- kg N/ha tegund skorið Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum Þo mýri 90 16-7-10 3.5. 23.9. Möðruvöllum í Eyjafirði Mö mólendi 90 16-7-10 28.4. 16.9. Borgarey í Skagafirði Bo sandur 110 20-5-8 29.4. 15.9. Korpu í Mosfellssveit Ko mýri/mólendi 60 16-7-10 10.5. 29.9.

Sáð var með raðsáðvél í allar þessar tilraunir. Sáðmagn var 200 kg/ha og reitastærð 10 m2 . Tilraunirnar voru skornar með þreskivél. Þá var allur reiturinn skorinn, uppskera vegin, og eitt sýni tekið til að ákvarða þurrefni og kornhlut. Samreitir voru 3 í hverri tilraun. Á Þorvaldseyri voru 32 liðir (yrki og línur), 52 á Möðruvöllum, 52 í Borgarey og 72 á Korpu. Sáðkorn af íslensku línunum var allt ræktað á Korpu 2010. Í tilraununum, sem hér eru til umfjöllunar voru 12 yrki erlend, 2 íslensk, 1 sænsk kynbótalína og 64 íslenskar. Erlendu yrkin voru norsk (Arve, Olsok, Tiril, Brage, Vilde og Trym), sænsk (Judit, Filippa og Barbro) og finnsk (Kunnari, Elmeri og Wolmari). Alls voru því í tilraunum, sem hér eru til umfjöllunar, 79 yrki og línur, langflest í að minnsta kosti 3 tilraunum hvert og þó nokkur í öllum tilraununum fjórum. Sexraðalínur voru fáar einar á Þorvaldseyri og tvíraðalínur voru ekki reyndar á Möðruvöllum. Hér verður látið nægja að sýna uppskeru af skráðum yrkjum og þeim 8 línum sem valdar voru til prófunar þriðja árið. Endanlegt val milli þeirra verður gert að loknu næsta sumri. Tilraunirnar urðu ekki fyrir tjóni af vindi. Á Möðruvöllum lagðist kornið nokkuð og mismikið eftir yrkjum. Ekki varð þó annað séð en að uppskera hafi öll náðst. Kuldi og þurrkur framan af sumri setti mark sitt á kornið á öllum stöðum en síst þó á Þorvaldseyri. Að auki hafði verið sáð í of blauta jörð í Borgarey og jarðvegur klesstist af þeim sökum. Frost gerði norðanlands um miðjan ágúst en stöðvaði ekki þroska í tilraununum. Það gerði aftur á móti frost aðfaranótt 9. september. Vaxtartími kornsins á Möðruvöllum varð þannig 133 dagar. Meðalhiti á Akureyri þann tíma var aðeins 8,4°C og daggráður alls 1.123. Uppskeran þar varð ótrúlega mikil miðað við hitafar, en vissulega vantaði nokkuð á fyllingu kornsins

Í meðfylgjandi töflu er sýnd uppskera skráðra yrkja sem voru á fleiri en einum tilraunastað og einnig uppskera valinna kynbótalína. Heiti á sexraðayrkjum í töflunni eru skáletruð. Yrkjum er raðað eftir meðaluppskeru, þannig að þau uppskerumestu eru efst. Eins er tilraunastöðum raðað eftir uppskeru frá vinstri til hægri.

Kornuppskera, hkg þe/ha

Yrki/staður Mö Þo Ko Bo Mt

1. 06-149 66,7 ─ 52,0 ─ 52,1 2. 265-46 ─ ─ 45,9 33,1 51,8 3. 06-49 ─ ─ 43,0 33,9 51,1 4. 265-41 63,9 ─ 53,8 28,6 50,3 5. 06-120 70,3 ─ 50,8 29,6 50,1 6. 06-72 72,7 ─ 44,3 28,6 49,9 7. 293-6 72,3 54,4 44,5 27,6 49,9 8. Brage 69,3 ─ 46,4 27,4 49,1 9. Wolmari 69,5 ─ 42,9 30,4 49,0 10. 06-88 61,8 ─ 48,6 32,2 48,5 11. 291-13 62,9 50,7 46,1 30,4 48,2 12. Tjaldur 64,7 47,2 40,0 32,9 48,2 13. Trym 63,8 ─ 42,1 28,2 46,1 14. Kunnari 59,1 ─ 43,9 27,5 44,9 15. 05-59 ─ 49,4 45,5 21,1 44,9 16. Skúmur 57,4 51,2 ─ 24,5 44,0 17. Tiril 64,9 ─ 36,3 25,0 43,4 18. Judit 61,9 ─ 35,3 28,0 43,1 19. Elmeri 62,3 ─ 33,1 24,5 41,3 20. Kría 52,0 48,0 38,9 22,0 40,6 21. Vilde 56,7 ─ 34,8 21,0 38,9 Meðaltal alls 61,8 47,3 42,2 26,0 46,9 Staðalfrávik 4,69 2,83 5,17 2,89 Frítölur f. sk. 102 62 142 102

Ýmsar mælingar, sem birtar eru í töflu á næstu síðu undir fyrirsögninni Þroski, eru meðaltal úr öllum tilraununum fjórum. Þroskaeinkunn er summa þúsundkornaþyngdar, rúmþyngdar og þurrefnis. Skriðdagur var aðeins skráður í tilraununum á Korpu. Að meðaltali skreið kornið á Korpu þann 21. júlí eða 10 dögum seinna en sumarið 2010. Á Korpu var hæðin mæld 31.7. og hlutfall visinna blaða (mælikvarði á sýkingu) 2.9. Lega var metin á Möðruvöllum við skurð. Talan í skriðdálkinum táknar fjölda daga frá 30. júní, hæðin er í sm undir ax. og smit er hundraðshluti visinna blaða á plöntunni á athugunardegi.

Þroski

Þús. Rúmþ. Þurrefni, Þroska- Korpu Möðruvöllum Yrki korn, g g/100ml % einkunn Skrið Hæð Smit Lega, %

1. 06-120 35 61 63 158 16 95 57 80 2. 06-72 35 58 65 158 20 80 87 3 3. 06-149 36 59 62 156 19 90 30 37 4. 265-41 34 59 64 156 20 83 43 57 5. 05-59 38 61 56 156 20 72 50 ─ 6. 291-13 35 56 62 152 17 92 90 13 7. Brage 31 59 60 150 24 82 27 20 8. Kría 37 59 55 150 21 75 73 73 9. 06-49 32 57 61 149 23 87 63 ─ 10. Tiril 32 56 61 149 23 82 80 10 11. 265-46 33 57 58 148 23 85 27 ─ 12. 293-6 34 55 59 148 22 82 47 10 13. 06-88 33 56 60 148 19 93 60 57 14. Trym 35 56 56 146 23 87 40 33 15. Judit 34 54 58 145 21 87 90 60 16. Wolmari 32 53 60 144 23 77 90 30 17. Tjaldur 30 51 58 139 21 82 97 63 18. Kunnari 30 54 54 138 23 85 87 20 19. Elmeri 31 52 55 138 21 80 87 27 20. Skúmur 29 53 54 135 ─ ─ ─ 0 21. Vilde 29 49 53 131 27 80 47 3

Þús. Rúmþyngd Þurrefni Þroska- korn, g g/100ml % einkunn

Þorvaldseyri 33,2 59,0 63,8 156,0 Möðruvöllum 34,5 54,3 60,9 149,6 Borgarey 32,7 52,0 62,3 147,0 Korpu 32,9 55,8 52,6 141,3

Meðaltal 33,3 55,3 59,9 148,5

Meðaltal þroskaeinkunnar sýnir að kornið var lakar þroskað nú en nokkru sinni síðan 2006, þá var meðalþroskaeinkunn sú sama og nú. Árið 2010 var sambærileg tala fyrir þroskaeinkunn 163, en bestum þroska náði kornið árið 2004. Það ár var meðalþroskaeinkunn allra staða 176.

This article is from: