2 minute read

Meðalhiti sólarhringsins á Korpu JH

Veður á Korpu Meðalhiti sólarhringsins á Korpu sumarið 2011 (°C).

Skil milli sólarhringa eru kl. 9 að morgni. Meðalhiti sólarhringsins er meðaltal hámarks- og lágmarkshita, lesið af mælum kl. 9. Dagsetning við hitastig á við athugunardag. Það þýðir að meðaltalið á við næsta sólarhring á undan. Lágmarkshiti var leiðréttur eftir sprittstöðu lágmarksmælis eins og undanfarin 19 ár.

Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September

1. 4,9 0,9 8,1 13,5 13,4 11,9 2. 4,4 3,5 9,4 12,2 12,5 12,4 3. 3,4 10,2 5,3 13,5 13,6 12,9 4. 1,6 9,1 7,0 11,8 13,6 11,4 5. 3,4 6,3 7,3 12,3 12,3 13,4 6. 4,8 7,7 6,3 14,5 14,9 10,5 7. 4,0 7,6 3,8 12,3 13,4 9,7 8. 6,6 8,7 7,6 12,5 12,4 5,9 9. 8,2 12,6 5,7 12,6 10,0 5,6 10. 7,3 12,6 6,2 13,7 12,2 6,9 11. 4,4 10,7 9,6 12,3 12,7 6,8 12. 2,7 8,4 7,7 10,5 10,7 8,0 13. 4,8 7,0 11,7 11,9 10,1 8,6 14. 5,5 7,6 10,4 12,5 11,4 5,7 15. 1,9 5,6 9,8 11,3 10,7 10,2 16. 3,0 5,2 11,6 14,7 9,1 11,2 17. 1,9 2,9 10,4 12,3 9,2 11,6 18. 3,0 4,1 9,8 14,0 8,8 11,1 19. 1,1 9,1 12,5 12,8 8,8 8,6 20. 3,8 5,5 13,1 13,9 9,2 8,8 21. 3,9 4,0 10,6 12,6 9,8 5,1 22. 6,1 6,0 11,5 12,1 9,9 6,5 23. 4,3 6,5 11,1 13,0 10,1 6,6 24. 4,3 4,3 9,2 13,0 10,2 9,2 25. 1,9 4,5 9,8 12,2 7,1 11,1 26. 4,4 6,1 9,5 11,2 7,9 9,8 27. 6,6 6,7 9,6 11,9 7,0 8,2 28. 6,8 7,0 10,4 11,6 9,7 9,2 29. 5,8 8,2 10,3 10,7 10,2 9,3 30. 4,7 7,9 8,1 11,3 11,7 10,0 31. 7,1 13,2 12,7 Meðaltal 4,32 6,89 9,11 12,38 10,81 9,21 Hámark 11,0 17,7 18,4 21,4 19,8 17,8 Lágmark -3,0 -2,1 -2,4 5,4 -0,6 -2,0 Úrkoma mm 166,8 69,1 18,5 53,1 29,1 103,8 Úrkd.≥0,1mm 30 9 17 16 14 19

Nýtanlegt hitamagn frá maíbyrjun til septemberloka var 1025 °C. Nýtanlegt hitamagn er summan af meðalhita hvers dags að frádregnum 3,0 en er 0,0 ef meðalhiti er minni en 3,0. Hitasumma þá daga, sem búveðurathugun átti að standa (15. maí-15. september, sjá Jarðræktarskýrslur 1981–1996), var 1227 daggráður og meðalhiti þá daga 9,97 °C. Þótt nýliðið sumar þætti svalt með köflum var það rétt í meðallagi síðustu 30 ára. Sumurin 2003 og 2010 voru þau hlýjustu síðustu 30 ár en þau sumur var meðalhiti umrædds tímabils 11,9°C Meðalhiti þessara fjögurra mánaða árin 1981–2010 var 10,02 °C. Eins er þó að geta. Trjágróður kringum veðurstöðina á Korpu hefur vaxið mjög á síðustu árum og hitamælar eru því í skjóli. Þegar sólfar er að sumarlagi og útræna síðdegis, mælist hámark hitans hærra á veðurstöðinni en á bersvæði. Því er hugsanlegt, að í þessari töflu sé hitinn ofreiknaður, einkum þá daga og tímabil þegar sólfar hefur verið hvað mest. Síðustu fimm sumur (2007–2001) hafa verið þurrka- og sólskinssumur með eindæmum og ekki er loku fyrir skotið að það geti hafa sett mark sitt á hitamælingar.

This article is from: