1 minute read
946-11. Samanburður á hreinu vallarfoxgrasi og sáðblöndum – með og án smára ÁH, GÞ
Tilraun nr. 946-11. Samanburður á hreinu vallarfoxgrasi og sáðblöndum – með og án smára,
Korpu, Möðruvöllum og Stóra-Ármóti.
Vorið 2011 voru lagðar út tilraunir með 5 mismunandi sáðblöndur með vallarfoxgrasi. Til viðbótar voru liðir, þar sem allar grasblöndurnar voru í blöndu með smára, rauðsmára og hvítsmára. Í tilraununum eru því alls 10 liðir og endurtekningar eru 2. Á Korpu og Möðruvöllum verða einnig bornir saman þrenns konar áburðarskammtar, 60N, 90N og 150N. Fjöldi reita þar því alls 60 (10×3×2). Í þeim tilraunum verður uppskera mæld með hefðbundnum hætti, en á Stóra-Ármóti er tilraunin í túni og verður þekja sáðgresis einungis metin, en uppskera ekki mæld á einstökum reitum. Þar var einnig sáð fleiri yrkjum í hreinrækt, alls voru liðir 20 í 2 endurtekningum. Sáð var á Korpu þann 7. júní og borið á 50N. Á Möðruvöllum var sáð þann 19. júlí og áburður við sáningu var 30N. Á Stóra-Ármóti var sáð 3. júní og áburður var 50N. Áburður var hvarvetna Blákorn (12-5-14). Sáðmagn er hlutfall af fullu sáðmagni viðkomandi tegundar; vallarfoxgras 20 kg/ha, hávingull og rýgresi 30 kg/ha, vallarsveifgras 24 kg/ha, rauðsmári 12 kg/ha og hvítsmári 10 kg/ha.
Liðir í tilraunum:
Snorri Kasper Birger Knut Betty Litago
Liður V.foxgras Hávingull Rýgresi V.sveifgras Alls gras Rauðsmári Hvítsmári 1. 100% 100% 2. 50% 50% 100% 3. 50% 50% 100% 4. 40% 40% 20% 100% 5. 40% 20% 20% 20% 100% 6. Grasblanda 1 60% 20% 20% 7. Grasblanda 2 60% 20% 20% 8. Grasblanda 3 60% 20% 20% 9. Grasblanda 4 60% 20% 20% 10. Grasblanda 5 60% 20% 20% Aukaliðir á Stóra- Ármóti 11. 100% 12. 60% 20% 20% 13. 100% 14. 60% 20% 20% 15. Grindstad 100% 16. Lidar 100% 17. Rakel 100% 18. Switch 100% 19. Ivar 100% 20. Stórvingull Swaj 100%
Tilraunin leit vel út að hausti á Korpu, jöfn og þekja góð. Á Möðruvöllum spíraði fræið illa og ójafnt, líklega of djúpt sáð og því óvíst um framhaldið þar.