1 minute read

Efnainnihald og nýting á hálmbundnu taði ÞS

Efnainnihald og nýting á hálmbundnu taði. Sem hluti af BS námi Guðrúnar Jónsdóttur við LbhÍ var kortlögð nýting á hálmbundnu taði á 14 bæjum á Norðausturlandi vorið og sumarið 2012. Tekin voru 34 hálmtaðssýni undan kindum, geldneytum, mjólkurkálfum og blönduðum bústofni og þau efnagreind. Verkefninu lauk með BS ritgerð vorið 2013 (http://skemman.is/en/item/view/1946/15534). Hér eru sýndar helstu efnagreininganiðurstöður.

Samanburður á meðalefnainnihaldi hálmtaðs undan geldneytum og sauðfé Geldneyti (n=12) Sauðfé (n=19) MS error P-gildi

Þurrefni, % 26,6

Heildar N í þ.e., %

3,2 NH4-N af heildar N, % 23,6 Ca, g/kg þ.e. Mg, g/kg þ.e. K, g/kg þ.e. Na, g/kg þ.e. P, g/kg þ.e. S, g/kg þ.e. Ca/P 11,3 5,5 22,9 3,8 4,1 3,8 2,6 30,7 3,7 24,0 11,3 6,9 34,0 4,0 6,5 5,0 1,8 5,900 0,073 e.m. 0,600 0,034 * 13,200 0,936 e.m. 3,429 0,989 e.m. 1,657 0,028 * 9,472 0,003 ** 1,940 0,787 e.m. 1,789 0,001 ** 1,230 0,013 * 0,590 <0,001 ***

Nær allir bændurnir í verkefninu nýta hálmbundið tað fyrst og fremst í grænfóðurflög. Við dreifingu taðsins notuðu flestir keðju- eða taðdreifara, þó nokkrir flytji það á sturtuvögnum að flögum og dreifa úr því með ámoksturstækjum véla. Það er breytilegt hversu lengi taðið er látið brotna niður áður en það er nýtt sem áburður. Tæpur helmingur bændanna lætur taðið brotna niður í upp undir átta mánuði, nokkrir í a.m.k. eitt ár en fáir dreifa því beint út í flögin.

This article is from: