1 minute read

Áhrif jarðvinnsluaðferða á uppskeru og þroska byggs JH, ÞS

Áhrif jarðvinnsluaðferða á vöxt og þroska byggs, Keldudal. Um er að ræða mastersverkefni Þórarins Leifssonar við LbhÍ, sem birtir niðurstöður í sinni lokaritgerð árið 2015. Viðfangsefnið er að reyna nýjar aðferðir við jarðvinnslu fyrir kornrækt á íslenskum jarðvegi. Auk uppskeru verður kannað hver áhrif mismunandi jarðvinnsla hefur á rakabúskap jarðvegs. Líkur eru á því að reynsla sú sem fást mun af rannsókn þessari geti orðið til þess að lækka kostnað við kornrækt hér á landi. Aðalmarkmið verkefnisins eru:

• Að bera saman hefðbundnar jarðvinnsluaðferðir (haust- eða vorplægingu) við óhefðbundnari og ódýrari jarðvinnsluaðferðir (herfingu). • Að fá upplýst hvaða áhrif þessar óhefðbundu aðferðir hafa á uppskeru og gæði kornsins. • Að fá upplýst hvort jarðvegsgerðir, sáðmagn og áburðarmagn hafi áhrif á árangur jarðvinnsluaðferðanna m.t.t. uppskeru og gæða kornsins. • Að bera saman kostnað og tekjur við hinar ólíku jarðvinnsluaðferðir.

Tilraunin mun standa í tvö ár og hófst haustið 2012 með jarðvinnslu og að settir voru upp veðurmælar og mælar til að skrá hita og raka í jarðvegi. Sáð var í fyrri tilraunina vorið 2013 og tilraunin verður svo endurtekin 2014. Sama byggyrki, Judit, er í öllum reitum. Tilraunin er gerð á þrenns konar jarðvegi: 1. 2. 3. Framræstri mýri Mólendi Sandi

Borin eru saman á hverjum stað áhrif mismunandi jarðvinnslu. Jarðvinnsla er eftirfarandi: I Haustplæging, vorherfing II Haustherfing, vorplæging og herfing III Óhreyft um haustið, vorplæging og herfing IV Óhreyft um haustið, vorherfing V Óhreyft um haustið, vorherfing með plógherfi Í hverjum stórreit eru annars vegar mismunandi nituráburður og hins vegar mismunandi sáðmagn: a1 áb. 30 kg N/ha b1 sáð 150 kg/ha a2 áb. 60 kg N/ha b2 sáð 200 kg/ha a3 áb. 90 kg N/ha b3 sáð 250 kg/ha

This article is from: