1 minute read

Beit

Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður úr prófunum á svellþoli plantna sem gerðar hafa verið bæði utanhúss og í frystikistum (Gudleifsson o.fl. 1986; Bjarni Guðleifsson 2010). Samkvæmt þeim niðurstöðum eru grös svellþolnari en smári og mun svellþolnari en vetrarkorn. Af grösunum höfðu, í rannsóknum Bjarna, beringspuntur, snarrótarpuntur, vallarfoxgras og vallarsveifgras mesta svellþolið. Í næsta hópi voru knjáliðagras, strandreyr, túnvingull og háliðagras en hávingull, axhnoðapuntur og rýgresi lökust. Hvítsmári reyndist svellþolnari en rauðsmári. Í frostþolsprófi breyttist röðin nokkuð. Þar voru vallarfoxgras, vallarsveifgras og túnvingull í efsta flokknum. Næst komu háliðagras, hávingull, knjáliðagras, snarrótarpuntur og beringspuntur. Restina ráku axhnoðapuntur og strandreyr en strandreyrinn var þó lakari.

Beit Þar sem tilraunirnar voru beittar töldu menn að yfirleitt hefðu allar tegundir verið bitnar. Það var helst að língresi hefði verið skilið eftir við haustbeit enda sækir í það sveppur á haustin. Þegar tilraunin í Svínaskógi var skoðuð vorið 2013 sást að kind, álft eða gæs hafði komist í tilraunina. Tveir reitir voru nánast alveg bitnir en lítið annað (sjá mynd). Báðir þessir reitir voru með vallarrýgresinu Ivari sem greinilega er lostætt. Átta af tilraununum voru alveg friðaðar allan tilraunatímann, sex voru hóflega beittar en fimm mikið beittar. Í sumum tilvikum var gæsin ágeng við beitina. Hófleg beit á tilraunirnar virðist ekki hafa dregið úr endingu grasanna. Ekki er með óyggjandi hætti hægt að segja að mikil beit hafi skaðað því sumar tilraunirnar sem mikið voru beittar lentu einnig undir svellum. Með nokkurri vissu má þó segja að mikil beit sáningarárið hafi orðið til tjóns og að líklega hafi mikil beit dregið úr endingu sáðgresis.

Rýgresið Ivar bitið í Svínaskógi

This article is from: