2 minute read

Ályktanir

Next Article
Mismunandi vetur

Mismunandi vetur

ÁLYKTANIR 1) Frá upphafi byggðar í landinu hafa skipst á köld og hlý tímabil. Síðastliðin 20 ár hefur verið tiltölulega hlýtt hér á landi en 30 árin þar á undan, 1960-1990, voru hins vegar fremur köld.

Hlýskeið var svo frá 1930-1960. Þessar sveiflur í tíðarfari munu halda áfram þó svo að spár um hlýnandi loftslag gangi eftir. Þegar tegundir og yrki eru valin til sáningar í tún þarf að hafa slíkar langtímasveiflur í huga sem og aðrar náttúrulegar aðstæður á hverjum stað. Árin sem þessar tilraunir stóðu voru í heildina fremur hlý en miklir snjóa- og svellavetur komu í sumum landshlutum. 2) Vallarfoxgras hefur verið okkar aðalgras í túnrækt undanfarna áratugi. Það gefur mikla uppskeru og gott fóður. Það er einnig vetrarþolið en þolir illa að vera slegið snemma eins og tíðkast í nútímabúskap. Það verður skammlíft við slík skilyrði m.a. vegna samkeppni frá öðrum tegundum.

Það má kallast gott ef það lifir í 4-5 ár þar sem snemma er slegið. Það gefur minni endurvöxt en sumar aðrar tegundir. Vegna þessa er þörf á fleiri valkostum í túnrækt. 3) Hávingull, axhnoðapuntur og vallarrýgresi eru tiltölulegar nýjar grastegundir í túnrækt hér á landi.

Reynslan úr þessum tilraunum og eldri tilraunum sýnir að þessar tegundir henta ágætlega víða hér á landi, a.m.k. á hlýskeiði eins og hér hefur verið undanfarin ár. Þær gefa meiri eða svipaða uppskeru og vallarfoxgras og meiri endurvöxt. Þessar tegundir hafa hins vegar allar minna svellþol en vallarfoxgras og ætti því ekki að nota þar sem svellhætta er mikil. Hávingull hefur hins vegar ágætt kuldaþol en axhnoðapuntur og vallarrýgresi eru lakari að þessu leyti. Vallarrýgresi er mjög gott fóður og hávingull fylgir fast á eftir. Axhnoðapuntur virðist einnig ágætt fóður ef þess er gætt að slá hann snemma. 4) Vallarsveifgras og hálíngresi eru vetrarþolnar tegundir sem þola vel beit og slátt. Vallarsveifgras er ágætt fóður en þó ekki eins lystugt og bestu fóðurgrös okkar. Það er heldur ekki eins uppskerumikið og þau grös sem mesta uppskeru gefa. Hálíngresið er lakara fóður en vallarsveifgrasið en gefur jafnvel meiri uppskeru. Þessar tegundir eru því ekki efst á listanum yfir uppskerumikið hágæðafóður en henta vel þar sem mikið mæðir á túnum bæði vegna sláttar, beitar og tíðarfars og einnig til framleiðslu fóðurs sem ekki þarf að hafa fóðrunarvirði í hæsta gæðaflokki. 5) Tágavingull hefur ekki mikið verið prófaður hér á landi. Lifun hans í tilraununum var ekki nógu góð, en niðurstöðurnar gefa þó tilefni til að skoða betur hvort rétt sé að mæla með honum í túnrækt. 6) Smári bindur nitur úr andrúmsloftinu og í blöndu með grösum bætir hann fóðrið. Vegna þessa er æskilegt að nota hann í grasfræblöndur fyrir tún. Hvítsmárinn hefur lifað ágætlega í tilraunum en ending rauðsmárans er breytilegri. 7) Grastegundirnar sem hér voru prófaðar er hægt að nota einar sér eða í blöndu með öðrum tegundum. Smáranum þarf hins vegar alltaf að sá með grösum. Vallarrýgresi og axhnoðapuntur eru mjög ágengar tegundir í samkeppni og því best að rækta þær einar eða hafa mjög lítið af þeim í blöndunum. Vallarfoxgras er hins vegar veikt í samkeppni þar sem snemma er slegið. Það endist því best ef það er eitt sér. Þó því sé sáð hreinu sækja náttúrulegar tegundir að því eins og t.d. snarrótarpuntur og hálíngresi og taka að lokum yfir. Það getur því verið betri kostur að sá því með öðrum tegundum eins og t.d. hávingli eða vallarsveifgrasi. Það er betra að þessar tegundir

This article is from: