Skeifublaðið 2014

Page 1

SKEIFUBLADID 2014

ÁVARP DEILDARFORSETA AUDLINDADEILDAR LbhÍ

Jóhannes Sveinbjörnsson

Enn eitt sumarið er að ganga í garð – samkvæmt dagatalinu – og jafnvel samkvæmt hitastiginu einnig. Vonandi verður það okkur öllum gott og gjöfult. Við skólann okkar hefur Skeifudagurinn um áratuga skeið verið öruggur sumarboði, punkturinn yfir árangursríkan vetur í hestamennskunni. Árið 2014 er þar engin undantekning, hestamennskan blómstrar hjá okkar áhugasömu nemendum undir öruggri leiðsögn úrvals kennara. Þegar ég var hér í hrossarækt hjá þeim mikla meistara Ingimar Sveinssyni fyrir meira en tveimur áratugum síðan var metnaður kennarans fyrir hönd okkar nemendanna þannig að öllum var sinnt í takt við þeirra þarfir og hestakost. Þannig er það enn, nema hvað nú er aðstaðan allt önnur og betri, kennararnir fleiri og afar færir sem fyrr, hestarnir ennþá betri og keppnisgreinarnar mun fjölbreyttari. Við LbhÍ er í boði úrvals nám í hestamennsku og hrossarækt bæði á starfsmenntastigi, háskólastigi og sem símenntun áhuga- og atvinnufólks í hestamennsku vítt og breitt um landið. Öllu þessu er

sinnt af þeim eldmóði og natni sem þarf til að ná því besta út úr hestafólkinu og okkar einstaka íslenska hesti, sem í gegnum aldirnar hefur bæði flutt okkur Íslendinga á milli staða, hjálpað okkur við smalamennskur og veitt okkur ótal gleðistundir. Það eru til margar góðar aðferðir til að kanna okkar fallega land, en ein sú allra besta er að gera það í félagi við íslenska hestinn.

Nú er hestamennska og hrossarækt orðin stór atvinnugrein, einn af burðarásum íslensks landbúnaðar og ferðaþjónustu. Íslenskir hestar og hestafólk bera hróður landsins heimshorna á milli sem aldrei fyrr. Hlutverk námsins hér við LbhÍ og Skeifudagsins í þeirri góðu þróun er mjög mikið. Ég á von á því að dagskráin hér í dag staðfesti það enn eina ferðina.

Ég óska öllum hestamönnum til hamingju með Skeifudaginn.

ÚTGEFANDI:

Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri, grani@lbhi.is

RITSTJÓRN OG ÁBYRGÐARMENN:

Skafti Vignisson, nem.skv1@lbhi.is Þórunn Edda Bjarnadóttir, thorunne@lbhi.is

PISTLAR UM NEMENDUR:

Nemendur í Hrossarækt III

TEIKNINGAR:

Bjarni Þór Bjarnason

HÖNNUN OG UMBROT:

Þórunn Edda Bjarnadóttir

STJÓRN GRANA VETURINN 2013-2014:

Skafti Vignisson - Formaður

Aðalsteinn Orri Arason – Varaformaður Karen Björg Gestsdóttir – Gjaldkeri

Erla Rún Rúnarsdóttir – Ritari

Meðstjórnendur:

Birgir Þór Haraldsson

Hilmar Smári Birgisson

Björgvin Búi Jónasson

2

DAGSKRÁ SKEIFUDAGSINS

13:00 Setningarathöfn

Sýningaratriði þriðja árs nemenda Reiðmannsins

Kynning búfræðinema á tamningatryppum

Úrslit í Reynisbikarnum

Úrslit í Gunnarsbikarnum - fjórgangskeppni búfræðinemenda

15:00

Kaffihlaðborð í mötuneyti skólans í Ásgarði, Hvanneyri - 800 kr.

Verðlaunaafhending

Útskrift Reiðmanna

ÁVARP FORMANNS GRANA

Skafti Vignisson

Á sumardaginn fyrsta hefur skeifudagurinn verið haldinn hér í mörg ár og er litið á hann sem vorboða á Hvanneyri. Stjórn Grana, nemendur í Hrossarækt III, starfsmenn LbhÍ og ýmsir sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum undanfarna daga til þess að gera þennan dag sem ánægjulegastan. Í ár hafa nemendur Hrossaræktar III verið undir stjórn Heimis Gunnarssonar og hefur hann haft Elsu Albertsdóttir sér innan handar.

Hestamannafélagið Grani er starfsrækt af nemendum LbhÍ. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna hestamennsku nemenda, stuðla að bættri

meðferð hrossa, efla hestaíþróttir og kynbætur reiðhrossa og styrkja félagslegt samstarf hestamanna. Töluvert var um að vera hjá Grana í vetur og má þar nefna vetrarmótaröð Grana, keppt var í smala, fjórgang og tölti. Grillveisla var haldin í haust til þess að bjóða nýnema velkomna og styrkja tengsl eldri nemenda. Haldið var trippamót þar sem nemendur í Hrossarækt III kepptu til þess að venja trippin við fólksfjöldann sem er í stúkunni á Skeifudaginn. Hólanemar komu og héldu sýnikennslu um þjálfunarstiga Háskólans á Hólum. Guðmundur. M Skúlason kom og var með sýnikennslu og fór hann yfir það hvernig hann myndi þjálfa í byrjun vetrar. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg í starfi félagsins í vetur. Við í stjórn Grana óskum ykkur til hamingju með daginn. Vonum að þið munið hafa ánægju af því sem fer fram hérna í dag og óskum ykkur gleðilegs sumars.

3

BIKARAR

MORGUNBLAÐSSKEIFAN var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri 4. maí 1957. Vildi Morgunblaðið með þessu framtaki sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunar. Í ár er Morgunblaðsskeifan veitt þeim nemanda sem náð hefur bestum samanlögðum árangri í frumtamningaprófi og í reiðmennskuhluta knapamerkis III. Allir nemendur starfsmenntabrauta og háskóladeilda LbhÍ sem ekki hafa tekið þátt í skeifukeppni áður hafa þátttökurétt í Morgunblaðsskeifunni.

GUNNARSBIKARINN er nú veittur í sjöunda sinn. Hann er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minningar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráðunaut og kennara á Hvanneyri. Gunnar sýndi mikið frumkvæði í starfi sínu sem reiðkennari og var fyrstur til að kenna nemendum sínum að temja hesta sér til reiðar. Hefur slík kennsla haldist nær óslitin síðan. Gunnarsbikarinn er veittur þeim nemenda sem hlýtur hæstu einkunn í fjórgangi en fara úrslit úr keppninni fram á Skeifudaginn. Þátttökurétt í þessari keppni hafa allir nemendur Hrossaræktar III.

EIÐFAXABIKARINN hefur verið veittur síðan 1978. Í ár er hann veittur þeim nemenda sem hlýtur hæstu einkunn úr bóklegum hluta knapamerkis III.

ÁSETUVERÐLAUN FÉLAGS TAMNINGAMANNA hafa verið veitt frá árinu 1971 og hlýtur þau sá nemandi sem þykir sitja hest sinn best. Ásetan skal vera falleg og notuð til að stjórna hestinum.

FRAMFARABIKAR REYNIS er veittur í annað sinn þeim nemenda sem hefur sýnt hvað mestan áhuga, ástundun og tekið hvað mestum framförum í Hrossarækt III, sem saman stendur af knapamerki III og frumtamningaráfanga. Þessi bikar er gjöf Hestamannafélagsins Grana til minningar um Reyni Aðalsteinsson og alla þá frábæru hluti sem hann gerði fyrir hestamennsku á Hvanneyri og víðar.

REYNISBIKARINN. Nemendur reiðmannsins, sem er námskeiðsröð Endurmenntunardeildar LbhÍ, keppa sín á milli um Reynisbikarinn. Þessi keppni fer nú fram í þriðja sinn og er útgáfa tölt- og fjórgangskeppni útfærð af gefanda bikarins, Reyni Aðalsteinssyni tamningarmeistara og reiðkennara.

1. sæti: Hrafn frá Efri-Rauðalæk, IS2008165645

2. sæti: Blær frá Torfunesi IS1999166214

3. sæti: Þytur frá Skáney, IS2005135813

4. sæti: Hvatur frá Dallandi, IS2006125112

5. sæti: Sæmundur frá Vesturkoti, IS2008187115

Grani veitir öllum nemendum í Hrossarækt III folatoll fyrir árgangur sinn í vetur. Fyrirfram ákveðnir folatollar eru fyrir sæti 1. - 5. og dregið er úr eftirfarandi tollum fyrir sæti 6 - 11: Glymur frá Leiðólfsstöðum, IS2006138450. Leiknir frá Vakurstöðum, IS1999181675. Prinsinn frá Efra-Hvoli, IS2008184860. Sveipur frá Miðhópi, IS2006155652. Stormur frá Leirulæk, IS2001136756. Brennir frá Efri-Fitjum, IS2008155050.

4
Verðlaun í Skeifukeppninni eru gefin af hestamannafélaginu Grana og eru eftirfarandi:
5 MORGUNBLAÐSSKEIFAN 1._______________________________________________________________________ 2. _______________________________________________________________________ 3. _______________________________________________________________________ 4. _______________________________________________________________________ 5. _______________________________________________________________________ GUNNARSBIKARINN 1._______________________________________________________________________ 2. _______________________________________________________________________ 3. _______________________________________________________________________ 4. _______________________________________________________________________ 5. _______________________________________________________________________ EIÐFAXABIKARINN HLAUT:____________________________________________________ ÁSETUVERÐLAUN F.T. HLAUT: _________________________________________________ FRAMFARABIKAR REYNIS HLAUT: ______________________________________________ REYNISBIKARINN 1.___________________________________________________________________________________ 2. ___________________________________________________________________________________ 3. ___________________________________________________________________________________ 4. ___________________________________________________________________________________ 5. ___________________________________________________________________________________ TIL MINNIS

REIDMADURINN

– tveggja ára námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku

Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum hestamönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Reiðmaðurinn er tveggja ára nám. Námskeiðið er byggt upp af námi í reiðmennsku og er megináherslan lögð á það í gegnum fjórar verklegar helgar á önn en einnig er þetta almennt bóklegt nám sem tekið er í fjarnámi og einni helgi í staðarnámi.

Námið er metið til samtals 33 framhaldsskólaeininga (ECVET) og lýkur námskeiðsröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Slík einingagjöf metur þá lágmarks vinnu sem ætlast er til að nemendur leggi fram og er háð því að nemendur hafi sótt 90% verklegra tíma í staðarnámi og standist námsmat.

Að baki hverrar einingar er gert ráð fyrir 3 heilum vinnudögum nemandans, hvort sem um er að ræða verklega tíma eða heimanám. Mikil áhersla er lögð á markvissa heimavinnu á milli verklegra helga. Umsækjendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri. Reiðmenn eiga þess kost að taka þátt í Reynisbikarnum. Forkeppni fer fram innan hvers hóps en tveir til þrír frá hverjum námshópi taka þátt í undankeppni og svo úrslitum á Skeifudaginn.

Reynisbikarinn er til minningar um tamningameistarann Reynir Aðalsteinsson sem var upphafsmaður og hugmyndasmiður Reiðmannsins.

REIÐMAÐURINN 2012-2014

Er kenndur á Miðfossum, Akureyri, Selfossi, Víðidal í Reykjavík og á Flúðum. Útskrifast á Skeifudaginn!

REIÐMAÐURINN 2013-2015

Er kenndur í Mosfellsbæ og Víðidal í Reykjavík.

REIÐMAÐURINN 2014-2016

Opið er fyrir umsóknir!

Þeir sem áhuga hafa á náminu sækja um það í gegnum umsóknarsíðu skólans. Muna þarf að Reiðmaðurinn er starfsmenntanám á framhaldsskólastigi. Viðkomandi velur það landssvæði sem hann vill taka verklega hlutann. Þegar búið er að fara yfir umsóknir og veita jákvæð svör, kemur að því að staðfesta þátttökuna með greiðslu á staðfestingargjaldi.

Ef áhugahópur er til staðar innan ákveðins hestamannafélags kemur vel til greina að hefja næsta skólaár á viðkomandi stað, uppfylli staðurinn þær kröfur sem settar eru vegna kennslunnar og næg þátttaka fyrir hendi. Hafið samband við Endurmenntun LbhÍ og málið verður skoðað. – endurmenntun@lbhi.is eða sími 433 5000.

6
VINNINGSHAFAR REYNISBIKARS • 2009: Hanna Heiður Bjarnadóttir, Miðfossar • 2010: Líney Kristinsdóttir, Miðfossar • 2011: Guðfinna Lilja Sigurðardóttir, Dalland • 2012: Eyrún Jónasdóttir, Flúðir • 2013: Jón Óskar Jóhannesson, Flúðir • 2014:

PÁTTTAKENDUR Í REYNISBIKARNUM 2014

A K UREYRI :

Hjördís Ýr Bessadóttir

Skari frá Skarði, 7 vetra , grár

F: Gustur frá Hóli - M: Sandra frá Hvassafelli

Linette Olsen

Klettur frá Lönguhlíð, 8 vetra, grár

F: Töfri frá Selfossi - M: Nótt frá Lönguhlíð

Þórdís Þórisdóttir

Léttir frá Forsæti, 7 vetra, jarptvístjörnóttur

F: Heljar frá Stóra-Hofi - M: Léttúð frá Sauðárkróki

F L ÚÐIR :

Jón Óskar Jóhannesson

Eldur frá Gljúfri, 7 vetra, rauðstjörnóttur, glófextur

F: Kolvakur frá Syðri-Hofdölum - M: Alda frá Kommu

Erna Óðinsdóttir

Þöll frá Hvammi, 8 vetra, jörp

F: Þjótandi frá Svignaskarði - M: Buska frá Hvammi

Birgir Leó Ólafsson

Vinkill frá Ósabakka, 6 vetra, brúnskjóttur

F: Úlfur frá Ósabakka 2 - M: Gletta frá Ósabakka

M I ÐFOSSAR :

Íris Björg Sigmarsdóttir

Nói frá Árdal, 7 vetra, bleikálóttur

F: Sær frá Bakkakoti - M: Von frá Bæ

Kari Berg

Kolbeinn ungi frá Syðra-Skörðugili, 9 vetra, brúnn

F: Huginn frá Haga I - M: Krossa frá Syðra-Skörðugili

Friðrik Tryggvason

Blær frá Eystra-Fróðholti, 11 vetra, móálóttur

F: Sær frá Bakkakoti - M: Brúnka frá Eystra-Fróðholti

Ví Ð IDALUR II:

Birgir Már Ragnarsson

Losti frá Kálfholti, 11 vetra, brúnstjörnóttur

F: Asi frá Kálfholti - M: Sprengja frá Kálfholti

Silja Hrund Júlíusdóttir

Erpir frá Mið-Fossum, 14 vetra, jarpur

F: Oríon frá Litla-Bergi - M: Krafla frá Mið-Fossum

Þórunn Ansnes Bjarnadóttir

Ósk frá Hafragili, 9 vetra, sótrauð

F: Hágangur frá Narfastöðum - M: Gæfa frá Skefilsstöðum

S E LFOSS : Jónas Már Hreggviðsson

Sigð frá Hrafnsholti, 8 vetra, rauð

F: Sjóður frá Galtastöðum - M: Náttdís frá Langholti II

Valgerður Gunnarsdóttir

Jalda frá Arnarsstöðum, 9 vetra, brún F: Sikill frá Sperðli - M: Jóra frá Arnarsstöðum

Elísabet Gísladóttir Mökkur frá Litlu-Sandvík, 10 vetra, brúnn F: Flipi frá Litlu-Sandvík - M: Irpabrún frá LitluSandvík

Ví Ð IDALUR I: Páll Kr. Svansson

Hrannar frá Hólsgerði, 8 vetra, steingrár

F: Hrymur frá Hofi - M: Röskva frá Eyhildarholti 2

Margrét Helga Vilhjálmsdóttir

Burkni frá Sandhóli, 7 vetra, rauður

F: Arður frá Brautarholti - M: Freyja frá Hafnarfirði

MOSFELLSBÆR

Einar Guðbjörnsson

Taktur frá Ragnheiðarstöðum, 12 vetra, brúnn/tvístjörnóttur F: Sjóli frá Dalbæ - M: Tanja frá Ragnheiðarstöðum

7

REIDMADURINN III

Reiðmaðurinn III er sjálfstætt framhald af fyrsta og öðru ári reiðmannsins. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér aukið sjálfstæði í vinnubrögðum og að þeir nýti sér þær æfingar og aðferðir sem þeir hafa lært á fyrstu tveimur árum námsins til þess að bæta sinn hest. Nemendur vinna þjálfunaráætlun í upphafi námsins út frá úttekt á hestinum sem unnin er af kennara og prófdómara í samráði við nemandann. Þjálfunaráætlunin tekur mið af stigum þjálfunar og nemendur setja sér markmið fyrir sig og sinn hest sem síðan er metið í lok námskeiðs hvernig til tókst að framfylgja. Námið samanstendur af fimm verklegum helgum og nær yfir tímabilið frá desember og fram í mars. Eftirfarandi nemendur hafa stundað nám í Reiðmanni III á Hellu 2013-2014 undir stjórn Ísleifs Jónassonar:

Andrés Magnússon

Birgitta Magnúsdóttir

Eydís Indriðadóttir

Eyrún Jónasdóttir

Finnur Ingólfsson

Guðmundur Þór Jónsson

Hörn Guðjónsdóttir

Ingibjörg Stefánsdóttir

Kim Maria Viola Andersson

Lárus Finnbogason

María Weiss

Soffía Sveinsdóttir

Stella Björg Kristinsdóttir

8

Baldur stefánsson

TAMNINGATRIPPI

Biskup frá Litla-Hóli

4 vetra, grár

F: Hrókur frá Glúmsstöðum 2

M: Skjóna frá Litla-Hóli

Eigandi: Baldur Stefánsson

Baldur og Lýsingur komu hingað beinustu leið úr útreiðartúrum í Öxarfirði og hafði hvorugur mikla þolinmæði fyrir svona innidútli. Oftar en ekki kom fyrir í vetur að Heimir leit upp eftir að hafa verið að aðstoða einhvern úr hópnum, leit í kringum sig og

REIÐHESTUR

Lýsingur Rist frá Litla-Hóli

6 vetra, Leirljós, tvístjörnóttur

F: Tengill frá Guðrúnarstöðum

M: Blesa frá Litla-Hóli

Eigandi: Baldur Stefánsson

sagði „Nei andskotinn, missti ég hann út?“ Þá var vitað mál að Baldur var einhversstaðar í útreiðartúr, enda bæði knapi og hestur frekar sjálfstæðir. Það var Lýsingur líka í rekstrum vetrarins og gekk hann þar undir nafninu Vega-Lýsingur. Þó svo að bíll væri staðinn afturundir hann með flautuna á fullu damlaði klárinn áfram á malbikinu þar til Baldur stóð hálfur út um bílrúðuna og skipaði honum harðorður að vinsamlegast koma sér niður af veginum. Hann Biskup er allt annar tebolli. Hann mætti í janúar skíthræddur og skjálfandi yfir því sem yfir hann gekk. Í dag er hann alveg pollrólegur í öllum tilfellum nema þegar eitthvað er að gerast í kringum hann. Við hin ýmsu tilfelli hefur hann reynt að fyrirfara sjálfum sér og öðrum, skrapað málningu af veggjum, rifið úlpur og ýmislegt fleira. Að vísu hefur allt af ofantöldu gerst við járningar, en þær eru ekki í uppáhaldi. Um leið og komið er upp í hann beisli umbreytist hann hins vegar algjörlega og er hinn rólegasti.

Svo verður nú hér að koma fram að barbíhestarnir hans Baldurs stungu í stúf við tættu reiðbuxurnar hans. Hann bætti þó úr því og mætti í nýjum buxum þegar leið á.

9

Björgvin Búi jónasson

TAMNINGATRIPPI

Örvar frá Steinnesi

4 vetra, jarpur

F: Gammur frá Steinnesi

M: Snerra frá Steinnesi

Eigandi: Sigrún Lóa Jósefsdóttir

Búi hafði fyrir því að flytja hana Ljúfu sína alla leið úr heimahéraði sínu norður í Þistilfirði, en fékk hann Örvar lánaðan úr Skagafirðinum. Strax í upphafi var erfitt að sjá hvort hrossið væri trippið og hvort væri reiðhesturinn.

REIÐHESTUR

Ljúfa frá Ísafirði

13 vetra, brún

F: Bragur frá Njarðvík

M: Stilka frá Sperðli

Eigandi: Soffía Björgvinsdóttir

Hvað Örvar varðar var Heimir viss um að þarna hafi verið illa svindlað á honum og hann fengið í hendurnar þrítugan gangnajálk, en klárinn tók þessum æfingum í upphafi með alveg einstakri stóískri ró. Sem dæmi má nefna þá var Búi yfirleitt uppgefnari en klárinn þegar hann var í hringteymingunum í janúar og fannst okkur aðeins spurning um hver var að hringteyma hvern.

Svo þegar kenna átti hestinum að bakka gekk það þannig fyrir sig að Búi hoppaði, veifaði útlimum eins og hann gat og stóð á orginu og á meðan tók Örvar eitt skref afturábak, ábyggilega bara til þess að vera ekki fyrir. Nú í vor hefur það einnig þótt hin mesta skemmtun að fylgjast með Búa og Örvari æfa það að leggjast. Í ferlinu afrekar klárinn alls konar auka fítusa eins og að standa á haus og fara í kollhnís. Svo þarf þrjá menn og korter til að koma honum aftur á lappir. Hin „geðgóða“ og afspyrnu ljúfa Ljúfa hefur alveg einstaklega gaman að fimiæfingum og öðru dúlleríi. Athygli hefur vakið hversu ákveðið Búi stígur brokkið og hefur Heimir komið með ansi skemmtileg komment út á það, en þar sem þau þykja ekki hæfa börnum þá förum við ekki nánar út í það hér.

10

dagBjört diljá einþórsdóttir

TAMNINGATR I P PI

Vilji frá Syðra Seli

5 vetra, leirljós

F: Ísadór frá Efra-Langholti

M: Glæra frá Götu

Eigandi: Böðvar B Thorsteinson

Dagbjört kemur frá Egilsstöðum og ber hún þess greinilega merki. Hún kom hingað eftir áramót með hinn mjög svo agaða og hámenntaða Þrótt, sem hefur meðal annars farið í gegnum reiðmanninn og það meira að segja með Heimi okkar sem kennara.

REIÐHESTUR

Þróttur frá Ketilsstöðum

12 vetra, brúnn

F: Gauti frá Reykjavík

M: Þalía frá Ketilsstöðum

Eigandi: Dagbjört Diljá Einþórsdóttir

Vilji er hins vegar... fallegur á litinn. Hann var frekar erfiður af stað greyið, en tamdist þó fyrir rest á síðustu metrunum. Betra seint en aldrei! Helsti kostur Vilja fyrir utan litinn er hvað honum þykir ægilega vænt um reiðhallargólfið, en sést hefur einmitt til hans sofandi kylliflatan í tímum. Það var þá eitthvað hægt að kenna honum. Þróttur er algjör andstæða við Vilja, rífur í sig hafra og tekst þannig að halda sér vakandi í tímum. Hann er mjög rólegur og algjörlega forritaður eftir huga Dagbjartar og má vart sjá hvar Dagbjört endar og Þróttur tekur við.

11

elísaBet thorsteinson

TAMNINGATR I P PI

Fiðla frá Eskiholti 2

4 vetra, brúnskjótt

F: Klettur frá Hvammi

M: Brá frá Eskiholti 2

Eigandi: Birna Kristín Baldursdóttir

Elísabet kemur frá Syðri-Gróf í Flóa. Hún verður tveggja barna móðir fljótlega, verður kvænt Axel fljótlega og munu þau verða lukkuleg í sveitinni. Hún fékk mikið gæðingsefni lánað hjá Birnu í Eskiholti til að temja, eftir að hitt trippið gafst upp á lífinu á Mið-

REIÐHESTUR

Sylgja frá Steinsholti 2

7 vetra, grá

F: Töfri frá Selfossi

M: Fló frá Steinsholti 2

Eigandi: Elísabet Thorsteinson

Fossum og þurfti það því að fá heimfararleyfi eftir viku. Fiðla var hálf sofandi svona til að byrja með og þótti hálf viðbragðslítil, eða að minnsta kosti þangað til tókst að vekja hana. Heimir kom með þá góðu líkingu að það að biðja Fiðlu um eitthvað væri eins og að fá sér tómatsósu. Fyrst kemur ekkert en svo kemur allt! Sylgja og Elísabet þykja einkar glæsilegt par og þá sérstaklega vegna þess að merin er í stíl við lopapeysuna hennar Elísabetar sem hún er svo gjarnan í uppi í hesthúsum. Hún er hins vegar betur þekkt fyrir það að hræða líftóruna úr hinum og þessum sem ganga um hesthúsið um helgar, en þá liggur hún gjarnan kylliflöt í stíunni og steinsefur svo korrar í henni. Fleiri en einn hafa farið í heljarinnar aðgerðir við að vekja hana til að ganga úr skugga um að hún sé ekki að steindrepast, og hefur það jafnan tekið dágóðan tíma þar til merin lyftir upp höfðinu ringluð og mjög svo óánægð með þessa truflun.

12

helga lucie andrée káradóttir

TAMNINGATR I P PI

Reykur frá Hæli

5 vetra, brúnn

F: Kjerúlf frá Kollaleiru

M: Hófí frá Hrafnhólum

Eigandi: Jón Kristófer Sigmarsson

Það veit eiginlega enginn nákvæmnlega hvaðan Helga er, en hún telur sig allavega að einhverju leiti vera frá „Frakkalandi“. Það eina sem við vitum fyrir víst er að hún hefur verið alveg ægilega mörg ár á Hvanneyri. Helga kom með tvö hross sem

REIÐHESTUR

Spaði frá Auðsholti 2 7 vetra, rauðskjóttur

F: Þeyr frá Akranesi

M: Tígla frá Tóftum

Eigandi: Hilmar Smári Birgisson

misskildu sín hlutverk. Spaði kom og hélt að hann væri tamningartrippi en Reykur hélt að hann væri full taminn. Mest hefur verið sett út á útbúnað Helgu af öllum. Engar reiðbuxur og hjálmur sem er eldri en Helga, en þá er nú mikið sagt. Undir vorið fjárfesti Helga þó í reiðbuxum, okkur öllum til mikillar gleði. Flottur rass! Helga sá okkur hinum fyrir mikilli skemmtun þennan veturinn en það er algjört bíó að horfa á hana detta af baki. Það hefur nefnilega komið fyrir við hinar ótrúlegustu aðstæður. Einhver komst svo að orði að henni hafi tekist að svoleiðis fljúga af baki í AB æfingum, þegar Reykur hinn rólegi tók mjög svo óvænta beygju á feti. Hvað Spaða varðar, þá sáum við þennan mikla viljagamm í byrjun janúar sem alltaf var tilbúinn að stökkva af stað við minnsta tilefni. Þegar fram liðu stundir kom hins vegar í ljós að það var ekkert nema dulargervi. Spaði er nefnilega alveg sultuslakur og þarf meira að segja stundum hvatningu núorðið.

13

jósef gunnar magnússon

TAMNINGATR I P PI

Freydís frá Steinnes

4 vetra, brún

F: Þristur frá Feti

M: Freyja frá Steinnesi

Eigandi: Jósef Gunnar Magnússon

Hann Jobbi okkar kemur frá Sauðárkróki... Næstum

því frá Steinnesi.

Hann hefur þann kost helstan að geta tyllt niður fótum beggja vegna af baki. Hann hleypur því stundum með til að komast hraðar og fer yfirleitt

REIÐHESTUR

Frigg frá Steinnesi

6 vetra, brún

F: Smári frá Skagaströnd

M: Freyja frá Steinnesi

Eigandi: Jósef Gunnar Magnússon

um á yfirferðatölti hvort sem um er að ræða eldri merina eða yngri. Frigg er harðákveðinn í að verða einhvern daginn að manneskju þar sem henni finnst hestalífið einhvernveginn heldur óspennandi. Að minnsta kosti velur hún mannlegan félagsskap fram yfir sína eigin tegund. Hún Freydís litla átti aðeins erfitt með sig til að byrja með en var þó eiginlega sjálfri sér verst. Væri hún manneskja hefði hún sennilega verið greind með kvíðaröskun á háu stigi. Ef einhver annar en eigandinn nálgaðist hana átti hún það til að hríðskjálfa, frjósa algjörlega í sporunum og leka hreinlega niður af hræðslu.

Þessar tvær hryssur eru með eindæmum líkar og er alls óvíst að prófdómarinn hefði tekið eftir því ef Jobbi hefði ákveðið að skipta um hross í prófinu.

14

karen Björg gestsdóttir

TAMNINGATR I P PI

Ófeig frá Kaldárbakka

6 vetra, rauð, blesótt

F: Lokkur frá Vallanesi

M: Kyrrð frá Kaldárbakka

Eigandi: Karen Björg Gestsdóttir

Kolhreppingnum okkar, henni Karen, hlotnast sá heiður þetta árið að hafa dottið oftar af baki en nokkur annar í hópnum, og við hin grátum það svo sem ekkert enda er hún alveg dýrindis bakari. Karen á einnig langflottustu byltuna af tveimur jafnfljótum.

REIÐHESTUR

Amor frá Árholti

6 vetra, sótrauður, vindhærður, blesóttur

F: Kaspar frá Kommu

M: Venus frá Fremstagili

Eigandi: Karen Björg Gestsdóttir

Það má allavega með sanni segja að Karen sleppir ekki spottanum undir neinum kringumstæðum! Þó hún þurfi að dragast eftir reiðhallargólfinu einhverja tugi metra þar til merin stoppar þá verður bara að hafa það.

Hún Ófeig tamdist nú frekar hægt og illa til að byrja með og sáu ekki allir fyrir sér að hún yrði nokkurn tímann að hesti, enda hryssan með eindæmum þrjósk og gleymin á allan lærdóm. Heimir lýsti henni með þeim orðum að hún væri göfuglynd frekja. En Karen var frekari og nú gengur þetta allt saman eins og í lygasögu.

Amor er mikið ólíkindatól, en hann tók meðal annars upp á því í vetur að fella hárin á furðulegustu stöðum. Hann er þó án efa einn sá hestur sem hefur tekið hvað mestum breytingum á tímabilinu. Nú er hann meira að segja farinn að þola það að einhver smelli í góm úr hinum endanum á höllinni án þess að stökkva af stað í stífniskrampa. Það má því segja að líkur á kökum frá Karen séu orðnar hverfandi en við höldum þó enn í vonina.

15

sigríður þorvaldsdóttir

TAMNINGATR I P PI

Taktur frá Hjarðarholti

4 vetra, brúnn

F Fáni frá Kirkjubæ

M: Brák frá Hjarðarholti

Eigandi Hrefna B. Jónsdóttir

Sigríður er okkar heimamanneskja, en hún er Borgfirðingur í húð og hár. Henni fannst svo gaman í knapamerkjunum og kveið fyrir því fjórða, svo að hún ákvað að taka knapamerki 3 aftur. Hún kom með jarpa hryssu og hinn stífa Flygil. En hún var fljót

REIÐHESTUR

Flygill frá Hjarðarholti

6 vetra, jarpur

M: Flauta frá Hjarðarholti

F: Þytur frá Skáney

Eigandi: Hrefna B. Jónsdóttir

að skipta jörpu hryssunni út þegar hún sá fram á að eingöngu væri skeið og fet í merinni. Fékk hún þá hinn geðvonda Takt og fór herra Taktur sínar eigin leiðir og var bakkgírinn mjög vinsæll til að byrja með en var Sigga fljót að sjá við honum. Í dag er herra Taktur ljúfur sem lamb. Sigga er sú af okkur sem hefur án efa riðið meira skeið en flestir. Síðustu vikur hafa farið í stökkþjálfun á hringnum til að leiðrétta skeiðið og kemst Sigga varla á milli staða án þess að ganga í hringi. Þær æfingar hafa þó borið árangur og er Flygill allur að koma til á stökkinu.

16

sigrún Björg kristinsdóttir

TAMNINGATR I P PI

Hrísla frá Bjarnarnesi

4 vetra, rauðskjótt

F: Álmur frá Bjarnarnesi

M: Una frá Enni

Eigandi: Friðgeir Höskuldsson

Það fer ákaflega mikið fyrir Strandamærinni okkar henni Sigrúnu - eða þannig. Heimir kom með þá tillögu að setja á hana hálfvita (blikkljós fyrir vinnuvélar), til þess að fljótlegra væri að koma auga á hana. Sproti og Hrísla eru trúlega mestu ólátabelgir

REIÐHESTUR

Sproti frá Bjarnarnesi

11 vetra, brúnn

F: Fáni frá Bjarnarnesi

M: Blesa frá Birtingarholti

Eigandi: Victor Örn Victorsson

hesthússins, en ef einhvers staðar heyrist spark í hesthúsinu er nánast bókað mál að þar séu í gangi hjónaerjur þeirra á milli. Eitthvað fór tamningin á Hríslu hægt af stað, eða þar til hún fattaði að í hringteymingu ætti að fara áfram. Eftir það small allt og hefur gengið eins og í sögu síðan ef frá eru talin nokkur frekjuköst og tilraun til að taka niður skeiðvöllinn í eitt skipti fyrir öll. Sigrún hefur reyndar þótt með eindæmum klók í að krækja sér í grindverk og annað handhægt á baki, en þau Sproti reyndu einnig í eitt skipti að rífa niður innréttingarnar í reiðhöllinni rétt eins og skeiðvöllinn. Sproti er mikill skriðdreki og þykir Sigrún mikil hetja að sitja þetta grófa og mikla brokk. Það hefur þó gert henni mjög auðvelt fyrir í stígandi ásetunni þar sem hún er varla komin niður aftur fyrr en í öðru skrefi og í millitíðinni er hægt að telja bæina í Andakílnum í gegnum klofið á henni.

17

skafti vignisson

TAMNINGATR I P PI

Skemill frá Höfnum

10 vetra, rauður, stjörnóttur

F: Haukur Freyr frá Höfnum

M: Skeggja frá Skeggjastöðum

Eigandi: Vignir Ásmundur Sveinsson

Skafti kom seinna með sín hross heldur en við hin, því hann hafði í þrjósku sinni ákveðið að koma ríðandi norðan af Skaga, en hann býr jú á hjara veraldar. Það hins vegar gekk ekki eftir og var „trippið“ orðið 10 vetra þegar loks var komið á Hvanneyri.

REIÐHESTUR

Penni frá Sólheimum

7 vetra, brúnn

F: Adam frá Ásmundarstöðum

M: Kyrja frá Sólheimum

Eigandi: Skafti Vignisson

Reiðhesturinn Penni var hins vegar ennþá 7 vetra. Samband þeirra Skafta og Penna er svo farsælt að nú hefur Skafti fest kaup á klárnum og borgaði fyrir hann heil 250 + 20 þúsund nú í vor. Hvað Skafta varðar þá virðist hann að einhverju leiti hafa misskilið eitthvað aðeins konseptið með tamningatrippið. Fyrir utan það að koma með 10 vetra „trippi“, þá hefur hesturinn sem virtist nánast taminn í byrjun vetrar algjörlega skipt skapi og er nú fyrst farinn að haga sér eins og hann sé lítið taminn. Þegar umræðan hófst í vetur um trixin sem við máttum sýna í prófinu til að hífa einkunnina upp hristi Skafti nú bara hausinn og sagði að þetta ætti að verða reiðhestur en ekki sirkusdýr og þótti okkur það mjög góð lýsing á Skafta.

18

þorBjörg helga sigurðardóttir

TAMNINGATR I P PI

Glæsir frá Fjarðarhorni

4 vetra, rauður, stjörnóttur

F: Sleipnir frá Heiði

M: Doppa frá Fjarðarhorni

Eigandi: Þorbjörg Helga Sigurðardóttir

Þorbjörg kemur úr Hrútafirðinum, nánar tiltekið Staðarskála, en það er að minnsta kosti okkar meining. Fyrra reiðhross Bobbu var hin 19 vetra Perla. Við héldum öll að hún væri þarna komin með þægt barnahross úr Hrútafirðinum, en svo var nú

REIÐHESTUR

Sprækur frá Eiríksstöðum

12 vetra, rauðblessótur

F: Vonar-Neisti frá Skollagróf

M: Hausta frá Skollagró

Eigandi: Berglind Ýr Ingvarsdóttir

ekki raunin og á Perla metið í að standa lengst kyrr á tveimur fótum. Perla fékk heimfaraleyfi eftir að hafa reynt að rota Elsu og heigt mikinn bardaga við Heimi, sem hún að vísu tapaði og lá kylliflöt fyrir. Í staðinn kom hinn pollrólegi og spikfeiti Sprækur, en var þó langt frá því að gamanið væri búið þar sem ekki liðu margir dagar frá komu hans þar til Bobba kom gangandi heim úr reiðtúr einn góðviðrisdag – löngu á eftir klárnum. Flottasta bylta Bobbu var hins vegar af hinum krúttlega Glæsi, þegar klárinn hrasaði á fyrstu dögunum og Bobba fór í kollhnís framan af honum og var það með eindæmum tignarleg sjón. Þau tvö hafa síðan þá brallað ýmislegt saman og eru þau til dæmis þau einu í hópnum sem hafa afrekað það að ríða yfir rafmagnsgirðingu.. Tvisvar!

19

FOLATOLLAR

S T YRMIR F RÁ S K AGASTRÖND

IS2009156955

F. Sólon frá Skáney

M. Þjóð frá Skagaströnd Upplýsingar veitr Þorlákur Sveinsson í síma 895-9571

L J ÓSV í K INGUR F RÁ S T EINNESI

IS2012156291

F. Óskasteinn frá Íbishóli M. Djörfung frá Steinnesi Upplýsingar veitir Magnús Jósefsson í síma 897-3486

G A MMUR F RÁ S T EINNESI

IS1996156290

F. Sproti frá Hæli M. Sif frá Blönduósi Upplýsingar veitir Magnús Jósefsson í síma 897-3486

Ó D ESEIFUR F RÁ M Ö ÐRUFELLI

IS2003165520

F. Flótti frá Borgarhóli M. Ólga frá Möðrufelli Upplýsingar veitir Magnús Ólafsson í síma 869-0705

B E STI F RÁ U P PHAFI

IS2009101370

F. Akkur frá Brautarholti M. Ræsa frá Blönduósi Upplýsingar veitir Hjálmar Þór Aadnegard í síma 868-4475

G L AÐUR F RÁ P R ESTSBAKKA

IS2009185070

F. Aris frá Akureyri M. Gleði frá Prestsbakka Upplýsingar veitir Jón Jónsson í síma 487-4754. Gsm 891-6009

H Á ST í G UR F RÁ S T ÓRU

Á S GEIRSÁ

IS2009155026

F. Meyvant frá Feti

M. Píla frá Stóru-Ásgeirsá Upplýsingar veitir Magnús Ásgeir Elíasson í síma 866-4954

P R í M US F RÁ B R EKKUKOTI

IS2003156420

F. Parker frá Sólheimum

M. Drottning frá Hemlu I Upplýsingar veitir Pétur Snær Sæmundsson í síma 897-3392

B R IMNIR F RÁ E F RI F I TJUM

IS2009155050

F. Hnokki frá Fellskoti

M. Ballerína frá Grafarkoti Upplýsingar veitir Gunnar Þorgeirsson í síma 894-2554

K A RRI F RÁ G A UKSM ý R I

IS2009155501

F. Álfur frá Selfossi

M. Svikamylla frá Gauksmýri Upplýsingar veitir Jóhann Albertsson í síma 869-1992

K A PALL F RÁ KO MMU

IS2008165890

F. Álfur frá Selfossi

M. Kjarnorka frá Kommu Upplýsingar veitir Jón Kristófer Sigmarsson í síma 898-9402

P U NTUR F RÁ VATNSLEYSU

IS2009158507

F. Andri frá Vatnsleysu M. Pen frá Vatnsleysu Upplýsingar veitir Björn Friðrik Jónsson í síma 894-2833

F R AKKUR F RÁ N A RFASTÖÐUM

IS2010158460

F. Þristur frá Feti M. Erla frá Hofsstaðaseli Upplýsingar veitir Berg Gunnarsson í síma 898-6755

D Y NUR F RÁ D A LSMYNNI

IS2007158370

F. Þokki frá Kýrholti M. Iða frá Dalsmynni Upplýsingar veitir Bjarni Jónasson í síma 863-9610

T R ISTAN F RÁ Á R GERÐI

IS2000165660

F. Orri frá Þúfu í Landeyjum M. Blika frá Árgerði Upplýsingar veitir Stefán Birgir Stefánsson í síma 896-1249

D A GUR F RÁ S T RANDARHÖFÐI

IS1995184716

F. Gandur frá Skjálg M. Sóley frá Tumabrekku Upplýsingar veitir Stefán Friðgeirsson í síma 897-0278

T I NNI F RÁ K J ARRI

IS2004187001

F. Sjóli frá Dalbæ M. Jónína frá Hala Upplýsingar veitir Helgi Eggertsson í síma 897-3318

A B EL F RÁ E S KIHOLTI II

IS2006136584

F. Klettur frá Hvammi M. Aldra frá Úlfljótsvatni Upplýsingar veitir Birna Kristín Baldursdóttir í síma 897-1796

20

H E RJANN F RÁ S Y ÐRI - V Ö LLUM

IS2010155900

F. Dofri frá Steinnesi

M. Venus frá Sigmundarstöðum Upplýsingar veitir Pálmi Ríkharðsson í síma 849-0752

S J ÁLFUR F RÁ A U STURKOTI

IS2008182653

F. Álfur frá Selfossi

M. Ófelía frá Austurkoti Upplýsingar veitir Páll Bragi Hólmarsson í síma 897-7788

A S KUR F RÁ S Y ÐRI R E YKJUM

IS2008155510

F. Akkur frá Brautarholti

M. Nös frá Syðri-Reykjum Upplýsingar veitir Haukur Baldvinsson í síma 664-8000

E L DHUGI F RÁ Á L FHÓLUM

IS2010184670

F. Kappi frá Kommu

M. Gáska frá Álfhólum Upplýsingar veitir Sara Ástþórsdóttir í síma 898-8048

S I GUR F RÁ D A LBÆ

IS2010187654

F. Oliver frá Kvistum

M. Flauta frá Dalbæ Upplýsingar veitir Ari Björn Thorarensen í síma 898-9130

A M PER F RÁ Kí L HRAUNI

IS2008187882

F. Helmingur frá Hlemmiskeið 2 M. Elding frá Stokkseyri Upplýsingar veitir Bára Sævaldsdóttir í síma 868-6742

KO RMÁKUR F RÁ F L UGUM ý R I IS1991158626

F. Kveikur frá Miðsitju M. Kolskör frá Gunnarsholti Upplýsingar veitir Páll Bjarki Pálsson í síma 8957814

D A GFARI F RÁ S A UÐÁRKRÓKI

IS2009157001

F. Hróður frá Refsstöðum M. Hvíta-Sunna frá Sauðárkróki Upplýsingar veitir Guðmundur Sveinsson í síma 8947460

G N ý FARI F RÁ Rí P

IS2011157016

F. Óskasteinn frá Íbishóli

M. Jarða frá Ríp Upplýsingar veitir Sigurlína Erla Magnúsdóttir í síma 6626822

H Ó FADYNUR F RÁ H A FSTEINSSTÖÐUM

IS2011157350

F. Loki frá Selfossi M. Hróarskelda frá Hafsteinsstöðum Upplýsingar veitir Skapti Steinbjörnsson í síma 6995535

FA x I F RÁ H Ó LI

IS1991157370

F. Feykir frá Hafsteinsstöðum M. Blesa frá Hóli Upplýsingar veitir Jónína Stefánsdóttir í síma 8648208

B R AGUR F RÁ T Ú NSBERGI

IS2005188276

F. Rökkvi frá Hárlaugsstöðum

M. Staka frá Litlu-Sandvík Upplýsingar veitir Gunnar Kristinn Eiríksson í síma 8938058

G L AÐUR F RÁ P R ESTSBAKKA

IS2009185070

F. Aris frá Akureyri

M. Gleði frá Prestsbakka Upplýsingar veitir Ólafur Hafsteinn Einarsson í síma 8968709

Þ Ó RODDSSTAÐIR gefur toll að eigin vali fyrir utan Þórodd. Upplýsingar veitir Bjarni Þorkelsson í síma 844-5758

KÓ RALL F RÁ E Y STRAF R ÓÐHOLTI

IS2008186178

F. Aron frá Strandarhöfði

M. Gletta frá Bakkakoti

Upplýsingar veitir Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir í síma 6900079

Ví G AR F RÁ S K ARÐI

IS1997186772

F. Ófeigur frá Flugumýri

M. Vaka frá Strönd

Upplýsingar veitir Kristinn Guðnason í síma 847-1179

A L DUR F RÁ B R AUTARHOLTI

IS2005137637

F. Dynur frá Hvammi M. Askja frá Miðsitju Upplýsingar veitir Snorri Kristjánsson í síma 8616325

K J ARKUR F RÁ S K RIÐU

IS2008165300

F. Moli frá Skriðu M. Sunna frá Skriðu Upplýsingar veitir Þór Jósteinsson í síma 899-1057

S K ÚMUR F RÁ S K RIÐU

IS2009165305

F. Moli frá Skriðu M. Svala frá Hurðarbaki Upplýsingar veitir Jón Jósteinsson í síma 899-1057

G LYMUR F RÁ L E IÐÓLFSSTÖÐUM

IS2006138450

F. Álfur frá Selfossi

M. Sólvá frá Akureyri Upplýsingar veitir Edda Rún í síma 777-8002

21

Þ R ÁÐUR F RÁ Þ Ú FUM í

L A NDEYJUM

IS2008184553

F. Þorsti frá Garði

M. Sameind frá Þúfum í Lande. Upplýsingar veitir Guðni Þór í síma 8682615

J Ó STEINN F RÁ V O TMÚLA 1

IS2005187605

F. Álfasteinn frá Selfossi M. Rut frá Kirkjubæ Upplýsingar veitir Freyja í síma 896-9554

H R AUNAR F RÁ

H E RR í Ð ARHÓLI

IS2010186599

F. Fróði frá Staðartungu M. Hera frá Herríðarhóli Upplýsingar veitir Renata í síma 899-1759

L O GI F RÁ O D DSSTÖÐUM

IS2010135715

F. Oliver frá Kvistum M. Brák frá Oddsstöðum Upplýsingar veitir Sigurður Oddur Ragnars. í síma 895-0913

FÁ LKI F RÁ G E IRSHL í Ð

IS2000135888

F. Oddur frá Selfossi M. Dögg frá Geirshlíð Upplýsingar veitir Edda Þórarinsdóttir í síma 8923552

F R ÓÐI F RÁ G I LJAHL í Ð

IS2009135855

F. Arður frá Brautarholti M. Flóka frá Giljahlíð Upplýsingar veitir Edda Þórarinsdóttir í síma 8923552

Á B ÓTI F RÁ S Ö ÐULSHOLTI

IS2008137863

F. Álfur frá Selfossi M. Sunna frá Akri Upplýsingar veitir Halldór Sigurkallson í síma 899-56257

Þröstur frá Hvammi IS2001187041

LY KILL F RÁ S T ÓRA - Á S I

IS2010135936

F. Fróði frá Staðartungu M. Nóta frá Stóra-Ási Upplýsingar veitir Kolbeinn Magnússon í síma 820-7649

G L ÓÐAR F RÁ R E YKJAV í K

IS1997125217

F. Roði frá Múla M. Glóð frá Möðruvöllum Upplýsingar veitir Ásmundur Ingvarsson í síma 840-1606

S Ó MI F RÁ H Ó LABAKI

IS2010156275

F. Ómur frá Kvistum M. Sigurdís frá Hólabaki Upplýsingar veitir Björn Magnússon í síma 895-4473

N ÁTTHRAFN F RÁ VA RMALÆK

IS2010157801

F. Huginn frá Haga I M. Kolbrá frá Varmalæk Upplýsingar veitir Björn Sveinsson í síma 894-7422

F E LDUR F RÁ H Æ LI

IS2004156470

F. Huginn frá Haga I M. Dáð frá Blönduósi Upplýsingar veitir Eysteinn Leifsson í síma 896-5777

Þ R ÖSTUR F RÁ H VAMMI

IS2001187041

F. Þorri frá Þúfum í Landeyjum M. Löpp frá Hvammi Upplýsingar veitir Pétur Guðmundsson í síma 862-7523

FJ ÖRÐUR F RÁ F L UGUM ý R I

IS2009158627

F. Hnokki frá Fellskoti M. Klara frá Flugumýri II Upplýsingar veitir Eyrún Ýr Pálsdóttir í síma 849-9412

H U GINN F RÁ H A GA

IS1994166620

F. Sólon frá Hóli M. Vænting frá Haga I Upplýsingar veitir Þorvaldur Kristjánsson í síma 866-2199

22

P Ó STUR F RÁ L I TLA - D A L

IS2009165101

F. Kappi frá Kommu M. Kolka frá Litla-Dal Upplýsingar veitir Jónas Vigfússon í síma 861-8286

N A RFI F RÁ Á S KOTI

IS2009186513

F. Ágústínus frá Melaleiti

M. Súld frá Helgadal Upplýsingar veitir Jakob í síma 865-6356

S N ÆVAR Þ Ó R F RÁ E Y STRA F R ÓÐHOLTI

IS2004186182

F. Ás frá Ármóti

M. Grimma frá Bakkakoti Upplýsingar veitir Kristín Svandís Jónsdóttir í síma 862-0141

K R API F RÁ F R EMRI - G U FUDAL

IS2009145001

F. Álfur frá Selfossi

M. Sunna frá Hofi Upplýsingar veitir Styrmir Sæmundsson í síma 847-8097

G Á SKI F RÁ R E YKJAV í K

IS2009125220

F. Gígjar frá Auðholtshjáleigu M. Karon frá Múlakoti Upplýsingar veitir Atli Arnþórsson í síma 663-2279

B L ÆR F RÁ T O RFUNESI

IS1999166214

F. Markús frá Langholtsparti M. Bylgja frá Torfunesi Upplýsingar veitir Baldvin Kr Baldvinsson í síma 863-9222

Þ Ó R F RÁ S K ÁNEY

IS2011135813

F. Hrímnir fá Ósi M. Þóra frá Skáney Upplýsingar veitir Haukur Bjarnason í síma 894-6343

Ví Ð IR F RÁ P R ESTSBAKKA

IS2001185028

F. Keilir frá Miðsitju M. Gleði frá Prestsbakka Upplýsingar veitir Reynir Pálmason í síma 691-9050

S P ROTI F RÁ I N NRIS K ELJABREKKU

IS2010135610

F. Kvistur frá Skagaströnd M. Nánd frá Miðsitju Upplýsingar veitir Þorvaldur Jónsson 893-4049

G R ETTIR F RÁ G R AFARKOTI

IS2002155416

F. Dynur frá Hvammi M. Ótta frá Grafarkoti Upplýsingar veitir Herdís Einarsdóttir í síma 848-8320

H N OKKA F RÁ Þ ÚFUM

IS2003158162

F. Hróður frá Refsteinsstöðum

M. Lygna frá Stangarholti Upplýsingar veitir Gísli Gíslason í síma 897-7335

Á S F RÁ Á R MÓTI

IS2000186130

F. Sær frá Bakkakoti

M. Bót frá Hólum Upplýsingar veitir Hafliði Halldórsson í síma 896-3636

Á R VAKUR F RÁ T U NGUHÁLSI

IS2009157995

F. Ágústínus frá Melaleiti M. Fema frá Miðsitju Upplýsingar veitir Líney María Hjálmarsdóttir í síma 453-8078 eða 861-9829

E I NIR F RÁ Y T RI - B Æ GISÁ

IS2005165559

F. Orri frá Þúfum í Landeyjum M. Eik frá Dalsmynni

Upplýsingar veitir Líney María Hjálmarsdóttir í síma 453-8078 eða 861-9829

G R UNUR F RÁ O D DHÓLI

IS1996186060

F. Kraflar frá Miðsitju M. Gola frá Brekku Upplýsingar veitir Fríða í síma 897-5139

L A x D AL F RÁ S K ÁNEY

IS2009135810

F. Adam frá Ásmundarstöðum M. List frá Skáney Upplýsingar veitir Heiða Dís í síma 862-8932

A B RAHAM F RÁ L UNDUM IS2008136409

F. Vilmundur frá Feti

M. Auðna frá Höfða Upplýsingar veitir Sigbjörn Björnsson í síma 847-2434

23

VINNINGSHAFAR SKEIFUNNAR

• 1956: Sigurgeir Ísaksson (engin skeifa)

• 1957: Örn Þorleifsson, Reykjavík (Húsey, N-Múl.)

• 1958: Þórður Ólafsson, Hlíðarenda, Ölfusi (Þorlákshöfn)

• 1959: Jónas Jónsson, Norðurhjáleigu, V-Skaft. (Kálfholt, Rang.)

• 1960: Sigfús Guðmundsson, Reykjavík (VestraGeldinholt, Árn.)

• 1961: Haraldur Sveinsson, Hrafnkelsst., Árn.

• 1962: Guðmundur Hermansson, Reykjavík (Fjall, Skag., Reykjavík)

• 1963: Guðmundur Þór Gíslason, Reykjavík (Torfastaðir, Árn.)

• 1964: Reynir Aðalsteinsson, Rvík. (Sigmundarstaðir, Borg., Hvanneyri)

• 1965: Þröstur Bjarkar Snorrason, Stardal, Stokkseyri (Tóftir)

• 1966: Sigurbjörn Ómar Ragnarsson, Hvalgröfum, Dal. (Rvík.

• 1967: Bjarni Kristjánsson, Reynivöllum, Kjós (Þorláksstaðir)

• 1968: Agnar Kristjánsson, Norðurhlíð, S-Þing.

• 1969: Karl Ölvirsson, Þjórsártúni, Rang.

• 1970: Guðni Vignir Jónsson, Götu, Rang.

• 1971: Ragnar Hinriksson, Reykjavík (Borgarnes, nú Rvík)

• 1972: Guðmundur S. Einarsson, Dalsmynni, Árn.

• 1973: Benedikt Líndal Þorbjörnsson, Reykjavík (Staður, Borgarnes)

• 1974: Guðmundur Jónsson, Reykjum, Mosfellssveit

• 1975: Jón G. Halldórsson, Krossi, Borg. (Borgarnes)

• 1976: Óskar E. Sverrisson, Andakílsárvirkjun, Borg. (Borgarnes)

• 1977: Hreggviður Eyvindsson, Reykjavík (Svíþjóð)

• 1978: Þórir Magnús Lárusson, Þórukoti, V-Hún. (Holtsmúli)

• 1979: Hróðmar Bjarnason, Hvoli, Ölfusi

• 1980: Meyvant Lúter Guðmundsson, Reykjavík

• 1981: Sverrir Möller, Reykjavík

• 1982: Sigurjón Bjarnason, Hvoli, Ölfusi

• 1983: Elín Rósa Bjarnadóttir, Reykjavík (Blönduós)

• 1984: Rúna Einarsdóttir, Mosfelli, A-Hún. (Þýskaland)

• 1985: Þór Bjarnar Guðnason, Selfossi (Flúðir, Kópsvatn)

• 1986: Vignir Sigurðsson, Húsavík (Litla-Brekka, Eyjaf.)

• 1987: Jóhann Þorvarður Ingimarsson, Eyrarlandi, S-Múl.

• 1988: Böðvar Baldursson, Ysta-Hvammi, S-Þing.

• 1989: Guðlaugur V. Antonsson, Vík, V-Skaft. (Hvanneyri)

• 1990: Friðrik H. Reynisson, Hlíðarbergi, A-Skaft.

• 1991: Ragnhildur Guðrún Benediktsdóttir, Krossanesi, V-Hún.

• 1992: Jósep Guðjónsson, Strandhöfn, Vopnafirði

• 1993: Þórður Þorbergsson, Akranesi

• 1994: Hallgrímur Sveinn Sveinsson, Hvanneyri

• 1995: Brynja S. Birgisdóttir, Hveragerði

• 1996: Jón Kristinn Garðarsson, Brennu, Borg. (Mosfellsbær)

• 1997: Camilla Munk Sörensen, Danmörku (Fagranes, Skag.)

• 1998: Ísólfur Líndal Þórisson, Lækjarmóti, V-Hún (Hólar)

• 1999: Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Skriðu, Hörgárdal

• 2000: Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Víðidalstungu, VHún.

• 2001: Erlendur Ingvarsson, Hvolsvelli (Skarð, Rang.)

• 2002: Guðmundur Bjarni Jónsson, Hóli, N-Ís. (Bolungarvík)

• 2003: Einar Atli Helgason, Snartarstöðum, N-Þing.

• 2004: Sigríður Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V-Hún.

• 2005: Hallveig Guðmundsdóttir, Reykjavík

• 2006: Þorsteinn Logi Einarsson, Egilsstaðakoti, Flóa

• 2007: Halla Kjartansdóttir, Ölvisholti, Flóa

• 2008: Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir, Kópavogi

• 2009: Hlynur Guðmundsson, Ytri-Skógum, Rang.

• 2010: Franziska Kopf, Lýsuhól, Snæf.

• 2011: Ditte Clausen, Sauðárkrókur

• 2012: Svala Guðmundsdóttir, Sauðárkróki

• 2013: Harpa Birgisdóttir, Kornsá

• 2014:

24

AKKIRP

Stjórn Grana og nemendur LbhÍ færa ykkur öllum kærar þakkir fyrir komuna

og halda daginn hátíðlegan með okkur.

Einnig langar okkur að þakka eftirfarandi aðilum fyrir samstarfið í vetur: Heimir Gunnarsson, reiðkennari fyrir reiðkennslu í knapamerki III og frumtamningum. Elsa Albertsdóttir, reiðkennari fyrir reiðkennslu en hún hefur verið Heimi innan handar í vetur. Helgi Gissurarson, ráðsmaður á Mið-Fossum fyrir hjálpsemi og gríðar gott samstarf við atburði vetrarins.

Velviljaðir stóðhestaeigendur um land allt fyrir að gefa folatolla til verðlauna og sem happdrættisvinninga.

Hestamannafélagið Grani þakkar sérstaklega sjálfboðaliðum fyrir óeigingjörn störf í þágu félagsins í vetur.

Gleðilegt sumar!

25

Hestar og vísindi

Nám í hestafræðum nýtur sívaxandi vinsælda. LbhÍ býður upp á sérhæft nám sem miðar meðal annars að rekstri hrossabúa, sérhæfðri þjónustu, ráðgjöf og hverskyns miðlun þekkingar við hrossaræktendur og hestamenn. Einnig er möguleiki á frekara rannsóknanámi á þessu sviði til doktorsgráðu.

Kynntu þér nám í hestafræðum á heimasíðu skólans: www.lbhi.is

AUÐLINDADEILD PLÁNETAN

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.