SKEIFUBLADID
13:00
13:00
15:00
Sýningaratriði
Kynning búfræðinema
Úrslit
Úrslit
Kaffihlaðborð
Verðlaunaafhending
Dregið
Fyrir hönd Grana vil ég bjóða alla velkomna á Skeifudaginn. Hesta mannafélagið Grani er skemmtilegur félagsskapur, það er starf rækt af nemendum skólans og sér félagið alfarið um alla hesta tengda viðburði sem tengjast nemendum. Það hefur mikið ver ið gert á vegum Grana í vetur og hafa viðburðirnir heppnast heilt yfir vel. Farið var í Laufskálaréttir í haust, svokallað Granakveð jugrill var svo í lok október þar sem farið var á hrossaræktarbú og Helgi Gissurarson kvaddur úr sínum störfum. Sýnikennslur voru haldnar fyrir áramót og svo fjögur mót núna eftir áramót.
Það er komin löng hefð fyrir Skeifudeginum hérna á Hvann eyri eða síðan 1956. Það er því gaman að fá að vera í hópi fólks sem hefur séð um skipulagningu á þessum degi. Dagur sem þessi gæti aldrei orðið að veruleika nema fyrir það að stjórn Grana, nemendur í Hrossarækt III, Sig valdi reiðkennari og fleiri hafa lagt hönd á plóg við skipulagn ingu og framkvæmd. Sigvaldi Lárus Guðmundsson hóf störf við LbhÍ í haust og hefur alfarið séð um reiðkennsluna síðan.
Að lokum vonum við að þið njótið dagsins með okkur og hafið gaman af að sjá afrakstur
vetrarins, hvort sem er hjá okkur nemendum í Hrossarækt III eða nemendum í Reiðmanninum.
Gleðilegt sumar!
Grani byrjaði mótaröðina hjá sér í ár með svokall aðri Þríþraut, þar sem 3 voru saman í liði og þurftu að komast í gegnum þrautabraut á ákveðnum tíma. Hér má sjá Sigvalda Lárus Guðmundsson reiðkenn ara keppa fyrir kennaraliðið.
Einar Reynisson sýnir hér góða takta á Muna frá Syðri-Völlum, en þeir félagar sigruðu 1. flokkinn á Töltmóti Grana.
Hér má sjá þá sem lentu í úrslitum í 2. flokki á Töltmóti Grana.
Fjórgangsmót Grana var haldið með hefðbundnu sniði og hér má sjá efstu sex sætin í 2. flokki.
Haukur og Randi Skáney tóku á móti Grana og hans meðlimum þegar við sóttum hrossaræktabú í Borgarfirði heim og kvöddum Helga Gissurason í leiðinni, hér má sjá þá höfðingja saman.
Hvað er það við hestinn sem heillar okkur svona mikið - er það allur þessi tími sem við eyðum í hestana, streð og endalausa vinna? Það er alla vega nokkuð víst að það er ekki vegna peninganna, allavega ekki í mínu tilviki! Nei, það er eitthvað við þessa heillandi skepnu sem gefur lífinu gildi. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig lífið væri án hestanna minna og hef alltaf komist að þeirri niðurstöðu að það væri snauðara af gleði og hamingju. Hestarnir eru líkt og börnin mín – heiðarlegir og koma hreint og beint fram og því ekki hægt að hugsa sér betri félaga í vinnunni. Mín hestamennska er ekki bara áhugamál því að á meðan ég get sameinað í einni vinnu að þjálfa hestana mína, hafa stuðning og félagsskap af fjölskyldunni og kenna áhugasömum nemendum er ég hamingjusamur maður.
Í uppvexti mínum stundaði ég hestamennsku með fjölskyldu minni þar sem foreldrar mínir gáfu mér kost á að upplifa flesta þætti hestamennsk unnar. Það sem ég er hvað þakklátastur fyrir er að ég þurfti, undir leiðsögn þeirra, að hafa fyrir hlut unum sjálfur og mér hefur alltaf fundist það hafa verið minn besti skóli. Síðar meir með því námi og fræðslu sem ég hef sótt mér hefur það hjálpað mér að skilja betur atferli og hegðun hesta sem spilar einmitt svo stórt hlutverk í allri vinnu með hross.
Með tíð og tíma fór ég að fá áhuga á því að að stoða aðra við að skilja sína hesta betur. Eins gaman
ÚTGEFANDI:
Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri, grani@lbhi.is
RITSTJÓRN OG ÁBYRGÐARMENN:
Bragi Viðar Gunnarsson, nem.bvg1@lbhi.is Þórunn Edda Bjarnadóttir, thorunne@lbhi.is
HÖNNUN OG UMBROT:
Þórunn Edda Bjarnadóttir
PISTLAR UM NEMENDUR:
Nemendur í Hrossarækt III
TEIKNINGAR: Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir
og það er þegar ég finn að hesturinn fer að skilja það sem ég legg til við hann – þá er það ekki síður skemmtilegt að sjá þegar gagnkvæmur skilningur fer að myndast á milli nemanda og hests og að ég hafi kannski átt ein hvern þátt í að sá skilningur skapaðist.
Nú er mínum fyrsta vetri sem reiðkennara við Lbhí senn að ljúka. Í upphafi gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað biði mín en þegar ég hugsa til baka finnst mér vinna mín hafa spannað vítt svið, allt frá fortamningum upp í að bæta jafnvægi hesta og manna og allt þar á milli. Að mínu mati er skólinn fullur af frábærum nemendum sem hafa mikinn metnað fyrir því að læra meira um hestinn og verða um leið meiri og betri hestamenn. Skóli þeirra í hestamennskunni er þó ekki á enda því hann heldur áfram svo lengi sem þau lifa og kjósa lífsstíl hesta mennskunnar – maður hættir aldrei að læra!
Til hamingju með Skeifudaginn!
Þó slípist hestur og slitni gjörð, slettunum ekki kvíddu, hugsaðu hvorki um himin né jörð, haltu þér fast og ríddu.
Þórður á Strjúgi
Bragi Viðar Gunnarsson - Formaður
Jón Óskar Jóhannesson – Varaformaður
Harpa Birgisdóttir – Gjaldkeri Guðdís Jónsdóttir – Ritari
Meðstjórnendur:
Ágústa Rut Haraldsdóttir
Ásdís Rún Ólafsdóttir
Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir
FORSÍÐUMYND:
Ágústa Rut Haraldsdóttir
MORGUNBLAÐSSKEIFAN var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri 4. maí 1957. Vildi Morg unblaðið með þessu framtaki sýna hug sinn til þess arar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunar. Í ár er Morgunblaðsskeifan veitt þeim nemanda sem náð hefur bestum samanlögðum árangri í frum tamningaprófi og í reiðmennskuhluta knapamerkis III. Allir nemendur starfsmenntabrauta og háskóla deilda LbhÍ sem ekki hafa tekið þátt í skeifukeppni áður hafa þátttökurétt í Morgunblaðsskeifunni.
GUNNARSBIKARINN hefur verið veittur síðan 2008 og er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minn ingar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktar ráðunaut og kennara á Hvanneyri. Gunnar sýndi mikið frumkvæði í starfi sínu sem reiðkennari og var fyrstur til að kenna nemendum sínum að temja hesta sér til reiðar. Hefur slík kennsla haldist nær óslitin síðan. Gunnarsbikarinn er veittur þeim nem enda sem hlýtur hæstu einkunn í fjórgangi en fara úrslit úr keppninni fram á Skeifudaginn. Þátttökurétt í þessari keppni hafa allir nemendur Hrossaræktar III.
EIÐFAXABIKARINN hefur verið veittur síðan 1978. Í ár er hann veittur þeim nemenda sem hlýtur best einkunn í bóklegum áfanga (Hrossarækt II).
ÁSETUVERÐLAUN FÉLAGS TAMNINGAMANNA hafa verið veitt frá árinu 1971 og hlýtur þau sá nemandi sem þykir sitja hest sinn best. Ásetan skal vera falleg og notuð til að stjórna hestinum.
FRAMFARABIKAR REYNIS hefur verið veittur síðan 2013 þeim nemenda sem hefur sýnt hvað mestan áhuga, ástundun og tekið hvað mestum framförum í Hrossarækt III, sem saman stendur af knapamerki III og frumtamningaráfanga. Þessi bikar er gjöf Hestamannafélagsins Grana til minningar um Reyni Aðalsteinsson og alla þá frábæru hluti sem hann gerði fyrir hestamennsku á Hvanneyri og víðar.
REYNISBIKARINN. Nemendur reiðmannsins, sem er námskeiðsröð Endurmenntunardeildar LbhÍ, keppa sín á milli um Reynisbikarinn. Þessi keppni fer nú fram í sjöunda sinn og er útgáfa af gangtegunda og fimikeppni útfærð af gefanda bikarins, Reyni Aðal steinssyni tamningarmeistara og reiðkennara.
1. sæti: Þristur frá Feti, IS1998186906
sæti: Valur frá Úlfsstöðum, IS20071762
sæti: Ódeseifur frá Möðrufelli, IS2003165520
4. sæti: Fálki frá Geirshlíð, IS2000135888
5. sæti: Amper frá Kílhrauni, IS2008187882
Grani veitir öllum nemendum í Hrossarækt III folatoll fyrir árgangur sinn í vetur. Fyrirfram ákveðnir folatollar eru fyrir sæti 1. - 5. og dregið er úr eftirfarandi tollum fyrir sæti 6 - 10:
Prestur frá Borgarnesi, IS2009136036. Aðall frá Hrepphólum, IS2008188170. Lykill frá Stóra-Ási, IS2010135936. Hákon frá Ragnheiðarstöðum, IS2007182575 Hrafn frá Ósi, IS2009165247.
Verðlaun í Skeifukeppninni eru gefin af hestamannafélaginu Grana og eru eftirfarandi:
Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum hesta mönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Reiðmaðurinn er tveggja ára nám. Námskeiðið er byggt upp af námi í reiðmennsku og er megináherslan lögð á það í gegnum fjórar verklegar helgar á önn en einnig er þetta almennt bóklegt nám sem tekið er í fjarnámi og einni helgi í staðarnámi.
Námið er metið til samtals 33 framhaldsskólaein inga (ECVET) og lýkur námskeiðsröðinni með sér stakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Ís lands. Slík einingagjöf metur þá lágmarks vinnu sem ætlast er til að nemendur leggi fram og er háð því að nemendur hafi sótt 90% verklegra tíma í staðar námi og standist námsmat.
Að baki hverrar einingar er gert ráð fyrir 3 heilum vinnudögum nemandans, hvort sem um er að ræða verklega tíma eða heimanám. Mikil áhersla er lögð á markvissa heimavinnu á milli verklegra helga. Umsækjendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri. Reið menn eiga þess kost að taka þátt í Reynisbikarnum. Forkeppni fer fram innan hvers hóps en tveir til þrír frá hverjum námshópi taka þátt í undankeppni og svo úrslitum á Skeifudaginn.
Reynisbikarinn er til minningar um tamningameistarann Reynir Aðalsteinsson sem var upphafsmaður og hugmyndasmiður Reiðmannsins.
Er kenndur í Mosfellsbæ og Víðidal í Reykjavík. Útskrift á Skeifudaginn 2015.
Er kenndur á Selfossi og hjá Spretti í Kópavogi.
Akureyri, Flúðir og Mosfellsbær
Þeir sem áhuga hafa á náminu sækja um það í gegnum umsóknarsíðu skólans. Muna þarf að Reið maðurinn er starfsmenntanám á framhaldsskóla stigi. Viðkomandi velur það landssvæði sem hann vill taka verklega hlutann. Þegar búið er að fara yfir umsóknir og veita jákvæð svör, kemur að því að staðfesta þátttökuna með greiðslu á staðfestingar gjaldi.
Ef áhugahópur er til staðar innan ákveðins hesta mannafélags kemur vel til greina að hefja næsta skólaár á viðkomandi stað, uppfylli staðurinn þær kröfur sem settar eru vegna kennslunnar og næg þátttaka fyrir hendi. Hafið samband við Endurmenntun LbhÍ og málið verður skoðað. – endurmenntun@lbhi.is eða sími 433 5000.
• 2009: Hanna Heiður Bjarnadóttir, Mið-Fossar
2010: Líney Kristinsdóttir, Mið-Fossar
2011: Guðfinna Lilja Sigurðardóttir, Dalland
2012: Eyrún Jónasdóttir, Flúðir
Jón Óskar Jóhannesson, Flúðir
Íris Björg Sigmarsdóttir, Mið-Fossar
Sveinbjörn Guðjónsson
Prímadonna frá Syðri-Reykjum
10 vetra, brún
F: Blær frá Ási 1
M: Vera frá Syðri-Reykjum Eigandi: Sveinbjörn Guðjónsson
Hannes Ólafur Gestsson
Nótt frá Kálfhóli 2 6 vetra, brún
F: Sveinn-Hervar frá Þúfu
M: Nös frá Kálfhóli 2 Eigandi og ræktandi Gestur Þórðarson
Margrét Helga Vilhjálmsdóttir Þorri frá Núpstúni 6 vetra, grár
F: Illingur frá Tóftum
M: Afrótíta frá Grund Eigandi Margrét Helga Vilhjálmsdóttir
Sigurbjörn Magnússon Þór frá Austurkoti
9 vetra, jarpur
F: Kjarni frá Þjóðólfshaga
M: Þoka frá Selfossi Eigandi: Sigurbjörn Magnússon
Gunnar Kjartansson Náttfari frá Sauðárkróki 9 vetra, brúnn F: Hágangur frá Narfastöðum M: Skyggna frá Miðsitju Eigandi: Miðsitjuhestar ehf.
Þórdís Þorleifsdóttir
Bjartur frá Stafholti 8 vetra, leirljós blesóttur
F: Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1 M: Birta frá Heiði Eigandi: Þorvarður Björgúlfsson
Þorvarður Björgúlfsson
Fröken frá Frostastöðum 13 vetra, brún
F: Garður frá Litla Garði
M: Fallega-Brúnka frá Frostastöðum Eigandi: Þórarinn Magnússon
Anna Dís Arnarsdóttir
Valur frá Laugabóli 11 vetra. jarpur F: Óður frá Brún
M: Von frá Neðstabæ Eigandi: Anna Dís Arnarsdóttir
SELFOSS: Hallgrímur Óskarsson
Hvinur frá Mosfellsbæ 10 vetra, brúnn
F: Dynur frá Hvammi M: Eining frá Mosfellsbæ
Gyða Árný Helgadóttir Marþöll frá Efri-Þverá 8 vetra, móbrún
F: Glymur frá Innri-Skeljabrekku M: Móheiður frá Vatnsleysu
Bjarni Birgisson
Stakkur frá Blesastöðum 2a 7 vetra, rauðblesóttur
F: Straumur frá Sauðarkróki
M: Sandra frá Laugardælum Eigandi: Bjarni Birgisson
Dimmbrá frá Breiðdalsvík
5 vetra, brún
F: Hörður frá Höskuldstöðum
M: Dimma frá Hofstaðaseli
Eigandi: Arna Silja Jóhannsdóttir
Rós frá Sléttu
17 vetra, brún-tvístjörnótt
F: Kórall frá Austvaðsholti
M: Fruma frá Hafnarfirði
Eigandi: Arna Silja Jóhannsdóttir
Arna Silja kemur alla leið frá Breiðdalsvík. Dimmbrá er tamninga trippið hennar og fyrst gekk allt eins og í sögu, þar til að Dimmbrá sá drauginn bregða fyrir í hesthúsglugganum og bauð Silju þá upp á fría flugferð sem endaði upp á bráðamóttökunni á Landspítalanum í Fossvogi. Hugur ber mann aðeins hálfa leið, Dimmbrá ber þig rest. Rós er í miklu uppáhaldi hjá Silju og er hún líkt og barnið hennar. Hún er mjög ákveðin eins og eigandinn. Rós saknar heimahaganna og telja má holurnar sem hún hefur grafið í stíunni sinni í tugum metra.
Demantur frá Hraunholtum
4 vetra, grár
F: Hrímnir frá Ósi
M: Iða frá Garðabæ
Eigandi: Ásberg Jónsson
Axel er geysimikill reiðmaður, hann ríður út dag sem dimma nótt. Hann leggur mikla áherslu á að hrossin séu tóbaks fær. Fyrst mætti Axel með hinn bleika Fífil en ákvað þó að skipta honum út þegar kraftur tóbaksins tók yfir höndina og Fífill gerðist fullslakur. Þá kom hinn þaulreyndi Sproti til bjargar. Hann hefur ekki brugðist Axel hingað til og mun líklega ekki gera það úr þessu, enda þvílíkur gæðingur eins og Axel segir. Litur Demants skein vel á móti demöntum í eyrum knapans. Demantur mun verða fínn í útreiðartúrum framtíðarinnar því auð velt verður fyrir Axel að komast á bak honum þegar líða tekur á kvöldið vegna þess hve rólegur hann er í tíðinni.
Sproti frá Hjarðarholti
14 vetra, rauður
F: Goði frá Auðsholtshjáleigu
M: Snót frá Hjarðarholti
Eigandi: Sigríður Jóna Sigurðardóttir
Perla frá Dalsmynni
4 vetra, rauð
F: Arður frá Brautarholti
M: Von frá Söðulsholti
Eigandi: Svanur Guðmundsson
Dala-Gústa sleit barnskónum í hesthúsunum Hafna firði en áttaði sig fljótt að lífið væri ekki einn stór Hafnfirðingabrandari og skellti sér í sveitasæl una í Dölunum. Hún kom með hesta frá verknáms bænum. Fljótlega slasaðist trippið Dreyri á tönn og fékk spangir, þá þurfti hún að skipta honum út og fékk litlu systir hans hana Perlu í staðinn. Hún er töluvert fjörugri heldur en Dreyri. Ágústa byrjaði með reiðhestinn Dökkva en hann tók þó lífinu heldur rólega og þá kom Óskar í staðinn. Óskar er bleikur bar bie hestur sem sæmir Ágústu, en þess ber að geta að hestar hennar teymast ekki nema með bleikum vaði. Oft er DalaGústa með aðra hönd á taum og hina í símanum.
Óskar frá Hafragili
11 vetra, bleikur
F: Tígull frá Gígjarhóli
M: Hvönn frá Skefilsstöðum
Eigandi: Sveinbjörn Eyjólfsson
Litla-Stjarna frá Ferjukoti
4 vetra, rauðstjörnótt
F: Brjánn frá Blesastöðum
M: Litla-Löpp frá Nýjabæ
Eigandi: Heiða Dís Fjeldsted
Berglind er Borgfirsk blondína sem hefur stundað hestamennsku alla sína tíð. Hún kom með agalega rólegt trippi sem fór mjög vel af stað. Berglind nýtir stærð sína og Stjörnu vel og spyrnir henni áfram með löppunum þannig að hún nær góðri yfirferð. Stjarna sá sér ekki fært um að bíða lengi eftir gang setningu svo hún ákvað að sýna strax hvað hún getur í fyrsta reiðtúr! Bergl ind hefur mikla mætur á Blesa besta. Hjartað í Blesa er ekki alltaf stórt en Berglindi langaði agalega að taka þátt í þríþraut en Blesi besti tók það ekki í mál og móðgaðist mikið yfir breyting unum sem gerðar voru á höllinni og snarhætti við keppnina með tilheyr andi látum og asagangi. Þegar hann fékk loksins að fara í hópreið, gaf guð honum fulla ferð en engar bremsur.
Blesi frá Lundum II
7 vetra, rauðblesóttur
F: Leiftri frá Lundum II
M: Brana frá Lundum II
Eigandi: Ragna Sigurðardóttir
Freyr frá Túnsbergi
4 vetra, brúnn
F: Freymóður frá Feti
M: Limra frá Hreiðurborg
Eigandi: Gunnar Eiríksson og Magga Brynjólfsdóttir
Bragur frá Túnsbergi
10 vetra, brúnn
F: Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
M: Staka frá Litlu-Sandvík
Eigandi: Gunnar Eiríksson og Magga Brynjólfsdóttir
Bragi Viðar kemur frá því mikla búi Túnsbergi, Hrunamannahreppi. Þar hefur hann alist upp við kýr og hross frá unga aldri. Áhuginn jókst jafnt og þétt á hrossarækt inni ekki síst eftir að hann kynntist maka sínum. Braga hefur þótt gaman að stjórna í gegnum tíðina og lá því beinast við að hann yrði gerður að formanni Grana og stendur hann sig með eindæmum vel í því starfi. En fyrir þá sem ekki þekkja er hann væntanlega með sixpensarann að benda í allar áttir með mikla ábyrgðartilfinningu. Braga gekk vel í byrjun vetrar en eitthvað stirðnaði sambandið milli hans og Kjalar, traustið brast og Bragi lá kylliflatur og faðmaði fósturjörð.. Bragi lagði þá á Brag, geysimikinn fák og fer þeirra samstarf vel fram. Margir söknuðu þeirra þó á vetrarmótunum, en eins og sönnum hestamanni sæmir kunni hann alltaf að afsaka sig. Freyr sem ein nig er ættaður frá Túnsbergi er efnilegt trippi sem veður um á gangi, er rétt að verða pelafær og er alls ekki óvíst að hann verði að drekka vatn úr lindum fjallana og bíta gras við jökul rönd með knapa sínum áður en langt um líður.
Aþena frá Hofsstaðaseli
4 vetra, brún
F: Roði frá Garði
M: Stína frá Bakka
Eigandi: Ingvi Þór Bessason
Viðja frá Hofsstaðaseli
12 vetra, jarpstjörnótt
F: Drómi frá Bakka
M: Spurning frá Hofsstaðaseli
Eigandi: Bessi Freyr Vésteinsson
Ingvi er stolt Skagafjarðar og skárra væri það nú ef hann kæmi ekki á almennilegum hestakosti enda hefur fjörðurinn marga gæðinga að geyma. Ingvi gef ur sér góðan tíma að snyrta hrossin áður en hann tek ur þau til brúks. Aþena er tamningatrippið hans, lítil og brún og þekkist langar leiðir á frostmerkinu “Sel”. Tamningin hefur gengið vel, en það er líklega tamn ingabeislinu góða að þakka. Viðja hefur alla þá kosti sem Skagfirskur gæðingur þarf að hafa. Hver þarf svo sem bremsur??
Óðinn frá Skipholti III
4 vetra, rauðstjörnóttur
F: Váli frá Valhöll
M: Þyrla frá Hurðabaki
Eigandi: Bjarni Valur Guðmundsson
Aría frá Skipholti III
9 vetra, rauð
F: Hljómur frá Túnsbergi
M: Perla frá Skipholti III
Eigandi: Jón Bjarnason
Jón er alinn upp langt inní sveitum Árnessýslu, nánar tiltekið í Skipholti III í Hrunamannahreppi. Þar á bæ hafa lengi vel hrossin verið notuð til að ná til kinda á haustin og sem faraskjótar á milli bæja á sumrin, oftast á kvöldin þegar sólu tekur að halla. Óðinn var upp um veggi þegar hann kom á MiðFossa og tók eftir öllum hljóðum og nýjum hlutum. Óðinn var mjög næmur og leist Jóni ekkert á það til að byrja með, enda vill hann geta riðið á milli bæja án þess að hrossunum bregði við fugl eða þess háttar smámuni. Þegar tímarnir liðu róaðist hins vegar Óðinn og varð reyndar óþarflega rólegur um tíma. Óðinn hefur síðan farið stig vaxandi í vilja og gæðum og er efni í fínasta hest. Kjarkur og Jón eiga orðið nokkurra ára samleið og eru þeir líkir félag ar að því leiti að þeir vita hvað þeir vilja, og sækjast fast eftir því. Þetta olli nokkrum erjum milli þeirra í byrjun annar en fór svo minnkandi með hverjum deginum sem leið. Upp hafa komið umræður um að Jón hafi of langt í ístöðunum en af tvennu illu vill hann hafa það þannig frekar en að þurfa koll til að komast á bak á Kjarki sínum. Kjarkur er nefnilega í rúmri meðalstærð og Jón kannski í tæpri með alhæð. Jón skipti svo Kjarki út fyrir Aríu á miðju tímabili enda efnileg meri þar á ferð.
Gnýr frá Brekku
4 vetra, brúnstjörnóttur
F: Galsi frá Sauðárkrókur
M: Ör frá Gljúfri
Eigandi: Jón Óskar og Jón Hólm Stefánsson
Jón Óskar er úr Bláskógabyggð eða hinum fornfrægu
Biskupstungum á Suðurlandi. Þar ólst hann upp án þess að hafa mikinn áhuga á hrossum þangað til hann komst á unglingsár að áhuginn kom og það af fullu afli. Gnýr var vel vakandi fyrstu skiptin sem var átt við hann, Jón Óskar var þó fljótur að kippa honum niðrá jörðina og hefur gengið vel síðan. Gnýr hefur sýnt allan gang og gæti reyndar verið mjög efnilegur 5. gír í honum. Eldur er traustur hestur sem Jón Óskar hefur haft í nokkur ár og hefur hann að mestu séð um tamninguna á honum. Þeir eru rólegir saman fé lagarnir og kann Eldur alveg að stoppa og doka þegar Jón Óskar þarf að sinna sím anum. Jón Óskar hefur svo róandi áhrif á hrossin að Gnýr gleymdi að setja lappirnar undir sig eitt skiptið og hrundi í jörð ina með knapann á. Þetta hafði þó ekki alvar legar afleiðingar.
Eldur frá Gljúfri
8 vetra, rauðstjörnóttur, glófextur
F: Kolvakur frá Syðri-Hofdölum
M: Alda frá Kommu
Eigandi: Jón Óskar og Finnur Jóhannesson
Glóðar frá Innri-Kleif
5 vetra, rauður/glófextur – stjörnóttur
F: Þytur frá Innri-Kleif
M: Hrefna frá Innri-Kleif
Eigandi: Sigurður Max Jónsson
Sigurður kemur úr Fljótsdal á Héraði. Tamningatrippið hans er Glóðar sem er stór hestur með lítið hjarta. Stáltaugar Sigga hafa leitt hann á góðan veg fyrir utan eitt atvik þegar skugga sveinn birtist á glugganum og þá blæddi úr efnilegu tó baksnefi Sigurðar er hann lenti í jörðinni. Sigvaldi og Siggi voru ekki alveg á sama máli hvort Glúmur væri tilbúin í verkefnið. Siggi er ekki vanur því að skipta um hest í miðri á og fannst því óþarfi að gera það í þetta skiptið. Þrátt fyrir baldna byrjun gengur framar vonum hjá þeim félög um núna. Þarna sannaði þrautseigja Sigurðar sig. Sannar það málsháttinn að oft verður gæðingur úr göldnum fola.
Glúmur frá Glúmsstöðum 1
10 vetra, grár
F: Gustur frá Hóli
M: Gjóla frá Glúmsstöðum 1
Eigandi: Jón Þór Þorvarðarson
Þráður frá Smáhömrum
4 vetra, rauðblesóttur
F: Sólon frá Skáney
M: Stjarna frá Smáhömrum
Eigandi: Björn H. Karlsson
Smáhamrapæjan Þórdís mætti galvösk með stóru hestana sína á Mið-Fossa. Hún hefur riðið um allt milli fjalls og fjöru enda stutt þar á milli á hennar heimaslóðum. Þess vegna er áseta hennar ákaflega góð. Þráður er voðlega ljúfur og góður þrátt fyrir að í upphafi hafi verið spurning hvort Þórdís væri að temja Þráð eða Þráður að temja Þórdísi, en eftir að það komast á hreint hefur tamningin gengið eins og í lygasögu. Goði er svo stór að hún hefur það af með herkjum að komast á bak og líkist helst rifsberi þegar á bak er komið. Goða fékk hún lánaðann úr Gullhreppum, hann er voðalega rólegur í tíðinni líkt og Þórdís og stundum er spurning hvort blóðið í þeim renni yfir höfuð. Margur er knár þótt hann sé smár.
Goði frá Holtsmúla
10 vetra, jarpskjóttur/stjörnóttur
F: Þröstur frá Holtsmúla
M: Stjarna frá Ármúla
Eigandi: Hafdís Ellertsdóttir
ABEL FRÁ ESKIHOLTI II
IS2006136584
F: Klettur frá Hvammi
M: Alda frá Úlfljótsvatni
Birna Kristín Baldursdóttir s. 8971796
KONUNGUR FRÁ HOFI
IS2011156107
F: Orri frá Þúfu
M: Kantata frá Hofi Eline Manon Schrijver s: 8448649
ÁRVAKUR FRÁ TUNGUHÁLSI
IS2009157995
F: Ágústínus frá Melaleiti
M: Fema frá Miðsitju Líney María Hjálmarsdóttir s. 861 9829
ÁBÓTI FRÁ SÖÐULSHOLTI EÐA
KAPALL FRÁ KOMMU
IS2008137863 / IS2008165890
F: Álfur frá Selfossi
M: Sunna frá Akri / Kjarnorka frá Kommu
Einar s. 899 3314 Verður í Söð ulsholti
SÆMUNDUR FRÁ VESTURKOTI
IS2008187115
F: Sædynur frá Múla
M: Stelpa frá Meðalfelli Þórarinn s: 846 1575
EINHAMAR
Folatollur af eigin vali Hjörleifur eða Sif s. 8645559/8645421
HLYNUR FRÁ HAUKATUNGU
SYÐRI 1
IS2005137959
F: Gustur frá Hóli
M: Kolfinna frá Haukatungu Syðri Siggi 8488010
KRAPI EÐA DÓRI FRÁ FREMRIGUFUDAL
IS2009145001 / IS2010158392
F: Álfur frá Selfossi / Kiljan frá Steinnesi
M: Sunna frá Hofi / Hera frá Gamla-Hrauni Styrmir 8478097
KILJAN FRÁ ÁRGERÐI
IS2003165665
F: Nagli frá Þúfu M: Blika frá Árgerði Stefán Birgir s:8961249
HRÆRINGUR FRÁ VÍÐIVÖLL UM FREMRI
IS2010175330
F: Hæringur frá Litla Kambi
M: Sonnetta frá Sveinatungu Jósef Valgarð s: 8635215
Eigið val undir ungfola ASKUR FRÁ SKIRÐU
IS2012165302
F: Fláki frá Blesastöðum
M: Dalrós frá Arnarstöðum Sigga og Þór sími: 8991057 eða
HLYNUR FRÁ SKRIÐU
IS2012165300
F: Fróði frá Staðartungu M: Hetja frá Garðsá Sigga og Þór 8991057
NN FRÁ VÍÐIVÖLLUM FREMRI
IS2013175278
F: Alexander frá Lundum
M: Varða frá Víðivöllum fremri Jósef Valgarð s:8635215
GLAUMUR FRÁ GEIRMUNDARSTÖÐUM
IS2010157668
F: Spuni frá Vesturkoti
M: Súla 914 frá Búðarhóli Helgi s. 6988370
FREMRI
IS2013175329
F: Óskasteinn frá Íbishóli
M: Mæra frá Valþjófsstað 2 Jósef Valgarð s:8635216
GAMMUR FRÁ STEINNESI
IS1996156290
F: Sproti frá Hæli
M: Sif frá blönduósi Magnús Jósefsson s: 897-3486
LJÓSVÍKINGUR FRÁ STEINNESI
IS2012156291
F: Óskasteinn frá Íbishóli
M: Djörfung frá Steinnesi Magnús Jósefsson s: 897-3486
AÐALL FRÁ STEINNESI
IS2012156293
F: Gangster frá Árgerði
M: Díva frá Steinnesi Magnús Jósefsson s: 897-3486
ÞORINN FRÁ VATNI
IS2013138377
F: Spuni frá Vesturkoti
M: Hrefna frá Vatni 8.28 Siggi s. 661 0434
TENÓR FRÁ TÚNSBERGI
IS2003188277
F: Garri frá Reykjavík
M: Staka frá Litlu-Sandvík Gunnar s: 893-8058 Magga s: 849-0546
Glaumur frá Geirmundarstöðum - IS2010157668
NÁTTHRAFN FRÁ VARMALÆK
IS2010157801
F: Huginn frá Haga M: Kolbrá frá Varmalæk ósýndur Björn S. 894 7422.
PENNI FRÁ EYSTRA-FRÓÐ HOLTI
IS2006186178
F: Glóðar frá Reykjavík
M: Framtíð frá Bakkakoti Ársæll í síma s. 663-2002
ÓÐINN FRÁ EYSTRA-FRÓÐHOLTI IS2004186183
F: Sær frá Bakkakoti
M: Særós frá Bakkakoti Ársæll í síma 663-2002
ÆSIR FRÁ EFRI-HREPP
IS2011135606
F: Stáli frá Kjarri M: Elka frá Efri-Hrepp Guðrún J. Guðmundsdóttir s. 4370046
PRINS FRÁ SKIPANESI
IS2006135407
F:Þeyr frá Akranesi
M: Drottning frá Víðinesi 2 Stefán G. Ármansson s. 8975194
SIGUR FRÁ STÓRA-VATNS
SKARÐI
IS2013157651
F: Álfur frá Selfossi
M: Lukka frá Stóra-Vatnsskarði kvistir@gmail.com benni@lukka.is / s. 8989151
SVAKI FRÁ MIÐSITJU
IS1999158707
F: Hugi frá Hafsteinsstöðum M: Katla frá Miðsitju Anna Bára Ólafsdóttir 861-4186
BLÆR FRÁ MIÐSITJU
IS2005158843
F: Arður frá Brautarholti
M: Björk frá Hólum Magnús Andrésson s. 8956673
ELDHUGI FRÁ ÁLFHÓLUM
IS2010184670
F: Kappi frá kommu
M: Gáska frá Álfhólum Sara Ástþórsdóttir s. 898 8048
SKÖRUNGUR FRÁ SKÁNEY
IS2010135811
F: Ómur frá Kvistum
M: Nútíð frá Skáney Skáney - Hrossaræktarbú s. 435 1143
BRÁINN FRÁ ODDSSTÖÐUM 1
IS2009135715
F: Sær frá Bakkakoti
M: Brák frá Oddsstöðum 1
Sigurður Oddur s. 895 0913
ÁS FRÁ HOFSSTÖÐUM
IS2008125426
F: Álfur frá Selfossi
M: Brúnka frá Varmadal Erla Guðný Gylfadóttir s. 862 3646
FRÓÐI FRÁ GILJAHLÍÐ
IS2009135855
F: Arður frá Brautarholti
M: Flóka frá Giljahlíð Edda s. 892 3552
ÖRVAR FRÁ GLJÚFRI
IS2008187040
F: Stáli frá Kjarri
M: Ör frá Gljúfri Helga María s:893-8735
FRIÐUR FRÁ MIÐHÓPI
IS2004155060
F: Huginn frá Haga I
M:Þrinna frá Skarði Helga María s: 89 38735
ÞRÖSTUR FRÁ HVAMMI
IS2001187041
F: Þorri frá Þúfu
M: Löpp frá Hvammi Pétur s:862 7523
Skörungur frá Skáney, IS2010135811
LAXNES FRÁ LAMBANESI IS2009138737
F: Kiljan frá Steinnesi
M: Sveifla frá lambanesi Reynir Örn s: 691 9050
VÍÐIR FRÁ PRESTBAKKA IS2001185028
F: Keilir frá Miðsitju
M: Gleði frá Prestbakka Reynir Örn s: 6919050
FÓKUS FRÁ STÓRA-VATNS SKARÐI IS2010157657
F: Kiljan frá Steinnesi
M: Kría frá Stóra-Vatnsskarði Hildur s:867 9434
PJAKKUR FRÁ GARÐABÆ
IS1997125413
F: Börkur frá Reykjavík
M: Von frá Akureyri Skjólbrekka
LYKILL FRÁ SKJÓLBREKKU IS2009136589
F: Baugur frá Víðinesi M: Ófeig frá Skjólbrekku Skjólbrekka
GNÝFARI FRÁ RÍP IS2011157016
F: Óskasteinn frá Íbishóli
M: Jara frá Ríp Sigurlína s. 662 6822
FUNI FRÁ INNRI-SKELJABREKKU IS2013135612
F: Eldur frá Torfunesi M: Brá frá Innri-Skeljabrekku Þorvaldur Jónsson s. 893-4049
ABRAHAM FRÁ LUNDUM IS2008136409
F: Vilmundur frá Feti
M: Auðna frá Höfða Sigurbjörn Björnsson s. 847 2434
ÆGIR FRÁ LITLALANDI
IS1998187140
F: Orri frá Þúfu í Landeyjum M: Hrafntinna frá Sæfelli Sveinn og Jenný s. 892 1661
NÖKKVI FRÁ SYÐRA-SKÖRÐ UGILI IS2008157517
F: Aðall frá Nýjabæ M: Lára frá Syðra-Skörðugili Frímann s: 690-6009 frimann@afhus.is
Þór frá Skáney - IS2011135813
TOPPUR FRÁ HRAUNHOLTUM
IS2012137971
F: Þristur frá Fetri
m: Fífa frá Hjarðarholti Axel s: 857 1585
ÞÓR FRÁ SKÁNEY
IS2011135813
F: Hrímnir frá Ósi
M: Þóra frá Skáney Skáney - Hrossaræktarbú s. 435 1143
FRÆGUR FRÁ STRANDARHÖFÐI
IS2009184745
F: Hnokki frá Fellskoti M: Framtíð frá Árgerði Auður Margrét Möller 894 3980
ÁS FRÁ ÁRMÓTI
IS2000186130
F: Sær frá Bakkakoti M: Bót frá Hólum Hafliði Halldórsson s. 896 3636
STAPI FRÁ DALLANDI
IS2008125113
F: Stáli frá Kjarri M: Fljóð frá Dallandi Hestamiðstöðin Dalur ehf s. 896 2772
VEGUR FRÁ KAGAÐARHÓLI
IS2010156418
F: Seiður frá Flugumýri M: Ópera frá Dvergsstöðum Víkingur Gunnarsson s. 864 6937
BRENNIR FRÁ EFRI-FITJUM
IS2008155050
F: Krákur frá Blesastöðum M: Ballerína frá Grafarkoti Gunnar Þorgeirsson s. 894 2554
ODDI FRÁ HAFSTEINSST.
IS2009157352
F: Sær frá Bakkakoti
M: Linsa frá Hafsteinsstöðum Skapti Steinbjörnsson s. 699 5535
SPARISJÓÐUR FRÁ HALLKELSSTAÐAHLÍÐ
IS2006137914
F: Gustur frá Hóli
M: Karún frá Hallkelsstaðahlíð Sigrún Ólafsdóttir s. 862 8422
KÁTUR FRÁ HALLKELSST.HLÍÐ
IS2009137914
F: Auður frá Lundum
M: Karún frá Hallkelsstaðahlíð Sigrún Ólafsdóttir s. 862 8422
ÞÓRODDSTAÐIR
Folatollur að eigin vali Bjarni s: 844-5758
NÁTTHRAFN FRÁ DIMMUBORG IS2011101548
F: Andri frá Vatnsleysu
M: Vakning frá Reykjakoti Perluhestar Þorlákshöfn
DRAUPNIR FRÁ STUÐLUM
IS2011187105
F: Kiljan frá Steinnesi
M: Þerna frá Arnarhóli Haukur s: 664-8000
BRAGUR FRÁ TÚNSBERGI
IS2005188276
F: Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
M:Staka frá Litlu-Sandvík Gunnar s: 893-8058 Magga s: 849-0546
• 1956: Sigurgeir Ísaksson (engin skeifa)
• 1957: Örn Þorleifsson, Reykjavík (Húsey, N-Múl.)
• 1958: Þórður Ólafsson, Hlíðarenda, Ölfusi (Þorláks höfn)
• 1959: Jónas Jónsson, Norðurhjáleigu, V-Skaft. (Kálf holt, Rang.)
• 1960: Sigfús Guðmundsson, Reykjavík (Vestra-Geldin holt, Árn.)
• 1961: Haraldur Sveinsson, Hrafnkelsst., Árn.
• 1962: Guðmundur Hermansson, Reykjavík (Fjall, Skag., Reykjavík)
• 1963: Guðmundur Þór Gíslason, Reykjavík (Torfastað ir, Árn.)
• 1964: Reynir Aðalsteinsson, Rvík. (Sigmundarstaðir, Borg., Hvanneyri)
• 1965: Þröstur Bjarkar Snorrason, Stardal, Stokkseyri (Tóftir)
• 1966: Sigurbjörn Ómar Ragnarsson, Hvalgröfum, Dal. (Rvík.
• 1967: Bjarni Kristjánsson, Reynivöllum, Kjós (Þorláks staðir)
• 1968: Agnar Kristjánsson, Norðurhlíð, S-Þing.
• 1969: Karl Ölvirsson, Þjórsártúni, Rang.
• 1970: Guðni Vignir Jónsson, Götu, Rang.
• 1971: Ragnar Hinriksson, Reykjavík (Borgarnes, nú Rvík)
• 1972: Guðmundur S. Einarsson, Dalsmynni, Árn.
• 1973: Benedikt Líndal Þorbjörnsson, Reykjavík (Stað ur, Borgarnes)
• 1974: Guðmundur Jónsson, Reykjum, Mosfellssveit
• 1975: Jón G. Halldórsson, Krossi, Borg. (Borgarnes)
• 1976: Óskar E. Sverrisson, Andakílsárvirkjun, Borg. (Borgarnes)
• 1977: Hreggviður Eyvindsson, Reykjavík (Svíþjóð)
• 1978: Þórir Magnús Lárusson, Þórukoti, V-Hún. (Holts múli)
• 1979: Hróðmar Bjarnason, Hvoli, Ölfusi
• 1980: Meyvant Lúter Guðmundsson, Reykjavík
• 1981: Sverrir Möller, Reykjavík
• 1982: Sigurjón Bjarnason, Hvoli, Ölfusi
• 1983: Elín Rósa Bjarnadóttir, Reykjavík (Blönduós)
• 1984: Rúna Einarsdóttir, Mosfelli, A-Hún. (Þýskaland)
• 1985: Þór Bjarnar Guðnason, Selfossi (Flúðir, Kóps vatn)
• 1986: Vignir Sigurðsson, Húsavík (Litla-Brekka, Eyjaf.)
• 1987: Jóhann Þorvarður Ingimarsson, Eyrarlandi, SMúl.
• 1988: Böðvar Baldursson, Ysta-Hvammi, S-Þing.
• 1989: Guðlaugur V. Antonsson, Vík, V-Skaft. (Hvann eyri)
• 1990: Friðrik H. Reynisson, Hlíðarbergi, A-Skaft.
• 1991: Ragnhildur Guðrún Benediktsdóttir, Krossanesi, V-Hún.
• 1992: Jósep Guðjónsson, Strandhöfn, Vopnafirði
• 1993: Þórður Þorbergsson, Akranesi
• 1994: Hallgrímur Sveinn Sveinsson, Vatnshömrum
• 1995: Brynja S. Birgisdóttir, Hveragerði
• 1996: Jón Kristinn Garðarsson, Brennu, Borg. (Mos fellsbær)
• 1997: Camilla Munk Sörensen, Danmörku (Fagranes, Skag.)
• 1998: Ísólfur Líndal Þórisson, Lækjarmóti, V-Hún (Hólar)
• 1999: Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Skriðu, Hörgárdal
• 2000: Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V-Hún.
• 2001: Erlendur Ingvarsson, Hvolsvelli (Skarð, Rang.)
• 2002: Guðmundur Bjarni Jónsson, Hóli, N-Ís. (Bolung arvík)
• 2003: Einar Atli Helgason, Snartarstöðum, N-Þing.
• 2004: Sigríður Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V-Hún.
• 2005: Hallveig Guðmundsdóttir, Reykjavík
• 2006: Þorsteinn Logi Einarsson, Egilsstaðakoti, Flóa
• 2007: Halla Kjartansdóttir, Ölvisholti, Flóa
• 2008: Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir, Kópavogi
• 2009: Hlynur Guðmundsson, Ytri-Skógum, Rang.
• 2010: Franziska Kopf, Lýsuhól, Snæf.
• 2011: Ditte Clausen, Sauðárkrókur
• 2012: Svala Guðmundsdóttir, Sauðárkróki
• 2013: Harpa Birgisdóttir, Kornsá
• 2014: Elísabet Thorsteinsson, Króki
• 2015:
Einnig langar okkur að þakka eftirfarandi aðilum fyrir samstarfið í vetur: Sigvalda Lárusi Guðmundssyni reiðkennara og staðarhaldara á Mið-Fossum fyrir hjálpsemi og gríðar gott samstarf við atburði vetrarins og reiðkennslu í knapamerki III og frumtamningum. Gunnari Reynissyni reiðkennara fyrir reiðkennslu.
Heimi Gunnarssyni fyrir bóklega kennslu fyrr í vetur.
Velviljaðir stóðhestaeigendur um land allt fyrir að gefa folatolla til verðlauna og sem happdrættisvinninga.
Hestamannafélagið Grani þakkar sérstaklega sjálfboðaliðum fyrir óeigingjörn störf í þágu félagsins í vetur.
Stjórn Grana í allri sinni dýrð 2015. F.v. Aron, Harpa, Ásdís, Ágústa, Elís, Guðdís, Bragi, Tíbrá, Jón Óskar og Þórdís.
Lið Staðarhúsa mætti galvaskt í Þríþrautina og hirti annað sætið. Linda Rún, Ingvar og Guðjón.
Gunnar Halldórsson var með sýnikennslu í heitjárningum.
Bragi formaður Grana að segja dömunni til.
Lið Borgarverks rúllaði upp Þríþraut Grana og hneppti fyrsta sætið. Arnar, Jakob Arnar og Jóhann Ingi.
er góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk, má þar nefna nemendagarða, leikskóla og grunnskóla. Félagslíf nemenda er gott.