Skeifublaðið 2016

Page 1

SKEIFUBLADID

2016

ÚR STARFI GRANA Í VETUR

Mótaröð Grana: Jón Atli að rúlla í mark.

Mótaröð Grana: Haltur leiðir blindan, þríþraut.

ÚTGEFANDI:

Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri, grani@lbhi.is

RITSTJÓRN OG ÁBYRGÐARMENN:

Karen Björg Gestsdóttir, nem.kbg1@lbhi.is Þórunn Edda Bjarnadóttir, thorunne@lbhi.is

HÖNNUN OG UMBROT:

Þórunn Edda Bjarnadóttir

PISTLAR UM NEMENDUR:

Nemendur í Hrossarækt III

TEIKNINGAR:

Bjarni Þór Bjarnason

Mótaröð Grana: Embla leysir þrautirnar af mikilli snilld.

STJÓRN GRANA VETURINN 2015-2016:

Karen Björg Gestsdóttir - Formaður Sigríður Þorvaldsdóttir – Varaformaður Auður Ingimundardóttir – Gjaldkeri

Þorbjörg Helga Sigurðardóttir – Ritari Meðstjórnendur:

Jón Kristján Sæmundsson

Halldóra Halldórsdóttir

Hjalti Sigurðsson

Varamenn:

Markús Ingi Jóhannsson

Rakel Ösp Elvarsdóttir

FORSÍÐUMYND:

Nemendur í hrossarækt III, ljósm. Jón Helgi Sigurgeirsson

2

DAGSKRÁ SKEIFUDAGSINS

13:00 Setningarathöfn

Eldri skeifuhafar kynntir

Sýningaratriði - Ísólfur Líndal

Kynning nema í hrossarækt III á tamningatrippum

Úrslit í Reynisbikarnum

Úrslit í Gunnarsbikarnum - fjórgangskeppni nemenda í hrossarækt III

15:10 Kaffihlaðborð í mötuneyti skólans í Ásgarði, Hvanneyri - 1000 kr.

Verðlaunaafhending

Útskrift Reiðmanna

Dregið í stóðhestahappadrætti Grana

PAKKIR

Stjórn Grana og nemendur LbhÍ færa ykkur öllum kærar þakkir fyrir að koma og halda Skeifudaginn hátíðlegan með okkur.

Ekki síst gömlum skeifuhöfum sem gerðu sér ferð til að fagna með okkur 60 ára afmæli. Einnig langar okkur að þakka eftirfarandi aðilum fyrir samstarfið í vetur: Heiðu Dís Fjeldsted fyrir reiðkennslu í knapamerki III og frumtamningum og Heimi Gunnarsyni fyrir bóklega kennslu fyrr í vetur auk íhlaupareiðkennslu ásamt Gunnari Reynissyni. Við þökkum honum Kela okkar í hesthúsinu og Eddu og Gulla fyrir mikla hjálpsemi og gott samstarf í vetur og einnig Sigvalda Lárusi sem var staðarhaldari og reiðkennari á Mið-Fossum framan af vetri.

Einnig þökkum við Þórunni Eddu sérstaklega fyrir utanumhald og uppsetningu Skeifublaðsins og stelpunum í Rannsóknarhúsinu fyrir að prenta blaðið út fyrir okkur.

Velviljaðir stóðhestaeigindur um land allt sem gáfu folatolla til styrktar hestamannafélagsins í verðlaun og happadrættisvinninga, auk Kaupfélags Borgfirðinga og Líflandi sem voru ötul við að styrkja okkur í vetur.

Ekki má svo gleyma öllum þeim frábæru sjálfboðaliðum sem unnu óeigingjörn störf í þágu félagsins í vetur. Gleðilegt sumar!

3

HESTAMANNAFÉLAGID GRANI

Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri býður til sannkallaðrar veislu á Sumardaginn fyrsta, 21. apríl nk, á Mið-Fossum í Borgarfirði. Þann dag verður Skeifudagurinn haldinn hátíðlegur í sextugasta skipti og vegna afmælisins verður dagurinn enn hátíðlegri en ella. Hátíðin hefst í hestamiðstöðinni Mið-Fossum kl 13.00 og eru allir velkomnir að líta við og fylgjast með dagskrá. Að henni lokinni verður kaffisala í Ásgarði á Hvanneyri og hið vinsæla fola tollahappdrætti þar sem vinningar eru gjafabréf fyrir handhafa að leiða hryssu sína undir hina ýmsu stóðhesta og búa til framtíðargæðinga. Í Ásgarði verður einnig hægt að kynna sér nám við Landbún aðarháskólann sem og námsaðstæður nemenda garðana á svæðinu.

Upphaf Skeifudagsins má rekja til stofnunar Hesta mannfélagsins Grana á Hvanneyri árið 1954 en það var Gunnar Bjarnason, sem þá var kennari við skólann, sem stofnaði félagið ásamt nemendum við Bændaskólann á Hvanneyri, sem áhuga höfðu á hestamennsku. Gunnar var upphafsmaður kennslu í reiðmennsku og tamningum við skólann árið 1951. Mikill áhugi var meðal nemenda á þessháttar námi þó að aðstaða og húsakynni hefðu ekki verið upp á marga fiska í upphafi.

Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og í dag hefur Grani aðgang að frábærri aðstöðu að Mið-Fossum í Andakíl auk þess sem að allir nemendur Landbún aðarháskólans hverju sinni eru fullgildir meðlimir hestamannafélagsins Grana. Félagið stendur reglu lega fyrir hinum ýmsu viðburðum yfir skólaárið jafnt fyrir hestaunnendur sem og aðra. Sem dæmi má nefna þríþraut Grana, árlega óvissuferð og hefð bundin hestaíþróttamót auk Skeifudagsins.

Skeifudagurinn er sannkölluð uppskeruhátíð nem enda í reiðmennskuáföngum skólans þar sem veitt eru hin ýmsu verðlaun. Þar má nefna Gunnars bikarinn, sem fer til þess nemenda sem fær hæstu einkunn í fjórgangskeppni, ásetuverðlaun Félags Tamningamanna og Morgunblaðskeifuna sem fer til þess nemenda sem hlýtur hæstu meðaleinkunn úr verklegum reiðmennskuprófum. Morgunblaðs skeifan hefur verið veitt árlega síðan 1957, en mikill heiður þykir að hljóta Skeifuna og hafa sumir hand hafar hennar seinna meir orðið einhverjir ástsæl ustu hestamenn landsins. Í tilefni afmælisins hafa fyrrum Skeifuhafar verið boðnir sérstaklega á hátíð ina og eru allir fyrrum keppendur jafnframt boðnir velkomnir.

4
Stjórn Grana 2016. F.v. efri röð: Markús Ingi, Sigríður Þorvalds, Karen Björg, Karen Helga, Rakel Ösp, Jón Kristján og Hjalti Sig. Neðri röð, f.v.: Auður Ingimundar, Halldóra Halldórs og Þorbjörg Helga.

ÁVARP FORMANNS GRANA

Karen Björg Gestsdóttir

Ég vil byrja á því að bjóða ykkur velkomin á Skeifudaginn okkar. Það að vera hluti af hesta mannafélaginu Grana hefur veitt mér mikla ánægju þau ár sem ég hef verið við nám hér í skól anum, en félagið er starfrækt af nemendum skólans og sér um alla viðburði sem tengjast hesta mennsku á einhvern hátt. Í vetur höfum við gert ýmislegt okkur til skemmtunar, við byrjuðum haustið á því að fara í Laufskála réttir, síðan fórum við í heimsókn á hrossaræktarbúin Steinsholt og Skipanes þar sem var glatt á

hjalla. Við fengum Sigvalda, sem sá um kennslu í reiðmennsku fyrri hluta vetrarins, til að halda eina sýnikennslu þar sem við kvöddum hann og þökkuðum fyrir vel unnin störf. Eftir áramót höfum við haldið þrjú mót sem hafa heppnast vel. Síðast en ekki síst komum við að Skeifudeg inum, uppskeruhátíð nemenda í Hrossarækt III og nemenda í Reiðmanninum. Margar hendur hafa komið að því að skipuleggja og framkvæma svo dagurinn heppnist sem best og langar mig til að þakka þeim kærlega fyrir

óeigingjörn störf. Að lokum vona ég að þið njótið dagsins með okk ur og óska ykkur öllum gleðilegs sumars.

ÁVARP REIDKENNARA LbhÍ

Heiða Dís Fjeldsted

Hugleiðing um Skeifudaginn. Þegar ég var barn þá fannst mér Skeifudagurinn á Hvanneyri vera merkilegur dagur og hlakkaði ég alltaf til að fara og horfa á og missti helst ekki af. Alltaf var ég svo heppin að fá að fara með Gunnu frænku og horfa á þennan merkisviðburð sem haldinn var á reiðvellinum á Hvanneyri. Ing imar Sveinsson var þá kennari. Ef ég man rétt þá komu nemend urnir einn og einn inn á í einu og byrjuðu á því að teyma tryppin við hendi upp á báðar hendur og

fóru svo á bak og sýndu svo gangtegundir í 2-3 hringi. Í minning unni gekk allt svo vel og maður horfði stjarfur á.

Ef ég hugsa til baka þá finnst mér reiðkennarinn á þessum tíma hafa gert kraftaverk að geta kennt nemendunum svona vel að temja tryppin við þessar aðstæður sem í boði voru. Ég sæi ekki marga gera þetta í dag á þessum tímum þar sem flestir eru vanir að temja í reiðhöllum af ýmsum gerðum. En framfarir eru góðar og við njótum þess en ég held að við

megum þó ekki gleyma gömlum og góðum aðferðum.

Til hamingju með skeifudaginn.

5

BIKARAR

MORGUNBLAÐSSKEIFAN var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri 4. maí 1957. Vildi Morg unblaðið með þessu framtaki sýna hug sinn til þess arar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunar. Í ár er Morgunblaðsskeifan veitt þeim nemanda sem náð hefur bestum samanlögðum árangri í frum tamningaprófi og í reiðmennskuhluta knapamerkis III. Allir nemendur starfsmenntabrauta og háskóla deilda LbhÍ sem ekki hafa tekið þátt í skeifukeppni áður hafa þátttökurétt í Morgunblaðsskeifunni.

GUNNARSBIKARINN hefur verið veittur síðan 2008 og er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minn ingar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktar ráðunaut og kennara á Hvanneyri. Gunnar sýndi mikið frumkvæði í starfi sínu sem reiðkennari og var fyrstur til að kenna nemendum sínum að temja hesta sér til reiðar. Hefur slík kennsla haldist nær óslitin síðan. Gunnarsbikarinn er veittur þeim nem enda sem hlýtur hæstu einkunn í fjórgangi en fara úrslit úr keppninni fram á Skeifudaginn. Þátttökurétt í þessari keppni hafa allir nemendur Hrossaræktar III.

EIÐFAXABIKARINN hefur verið veittur síðan 1978. Í ár er hann veittur þeim nemenda sem hlýtur best einkunn í bóklegum áfanga (Hrossarækt II).

ÁSETUVERÐLAUN FÉLAGS TAMNINGAMANNA hafa verið veitt frá árinu 1971 og hlýtur þau sá nemandi sem þykir sitja hest sinn best. Ásetan skal vera falleg og notuð til að stjórna hestinum.

FRAMFARABIKAR REYNIS hefur verið veittur síðan 2013 þeim nemenda sem hefur sýnt hvað mestan áhuga, ástundun og tekið hvað mestum framförum í Hrossarækt III, sem saman stendur af knapamerki III og frumtamningaráfanga. Þessi bikar er gjöf Hestamannafélagsins Grana til minningar um Reyni Aðalsteinsson og alla þá frábæru hluti sem hann gerði fyrir hestamennsku á Hvanneyri og víðar.

REYNISBIKARINN. Nemendur reiðmannsins, sem er námskeiðsröð Endurmenntunardeildar LbhÍ, keppa sín á milli um Reynisbikarinn. Þessi keppni fer nú fram í sjöunda sinn og er útgáfa af gangtegunda og fimikeppni útfærð af gefanda bikarins, Reyni Aðal steinssyni tamningarmeistara og reiðkennara.

1. sæti: Hildingur frá Bergi, IS2010137336

2. sæti: Milljarður frá Barká, IS2008165279

3. sæti: Kiljan frá Árgerði, IS2003165665

4. sæti: Kulur frá Háholti, IS2010188026

5. sæti: Abel frá Eskiholti, IS2006136584

Grani veitir öllum nemendum í Hrossarækt III folatoll fyrir árgangur sinn í vetur. Fyrirfram ákveðnir folatollar eru fyrir sæti 1. - 5. og dregið er úr eftirfarandi tollum fyrir sæti 6 - 10:

Glaumur frá Geirmundarstöðum, IS2010157668. Eðall frá Torfunesi, IS2010166206. Þjóstur frá Hesti, IS2009135587. Klakinn frá Skagaströnd, IS2009156957. Skörungur frá Skáney, IS2010135811.

6
Verðlaun í Skeifukeppninni eru gefin af hestamannafélaginu Grana og eru eftirfarandi:
7 MORGUNBLAÐSSKEIFAN 1._______________________________________________________________________ 2. _______________________________________________________________________ 3. _______________________________________________________________________ 4. _______________________________________________________________________ 5. _______________________________________________________________________ GUNNARSBIKARINN 1._______________________________________________________________________ 2. _______________________________________________________________________ 3. _______________________________________________________________________ 4. _______________________________________________________________________ 5. _______________________________________________________________________ EIÐFAXABIKARINN HLAUT:____________________________________________________ ÁSETUVERÐLAUN F.T. HLAUT: _________________________________________________ FRAMFARABIKAR REYNIS HLAUT: ______________________________________________ REYNISBIKARINN 1.___________________________________________________________________________________ 2. ___________________________________________________________________________________ 3. ___________________________________________________________________________________ 4. ___________________________________________________________________________________ 5. ___________________________________________________________________________________ TIL MINNIS

REIDMADURINN

– tveggja ára námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku

Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum hesta mönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Reiðmaðurinn er tveggja ára nám. Námskeiðið er byggt upp af námi í reiðmennsku og er megináherslan lögð á það í gegnum fjórar verklegar helgar á önn en einnig er þetta almennt bóklegt nám sem tekið er í fjarnámi og einni helgi í staðarnámi.

Námið er metið til samtals 33 framhaldsskólaein inga (Fein) og lýkur námskeiðsröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Slík einingagjöf metur þá lágmarks vinnu sem ætlast er til að nemendur leggi fram og er háð því að nem endur hafi sótt 90% verklegra tíma í staðarnámi og standist námsmat.

Að baki hverrar einingar er gert ráð fyrir 3 heilum vinnudögum nemandans, hvort sem um er að ræða verklega tíma eða heimanám. Mikil áhersla er lögð á markvissa heimavinnu á milli verklegra helga. Umsækjendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri. Reið menn eiga þess kost að taka þátt í Reynisbikarnum. Forkeppni fer fram innan hvers hóps en tveir til þrír frá hverjum námshópi taka þátt í undankeppni og svo úrslitum á Skeifudaginn.

Reynisbikarinn er til minningar um tamningameistarann Reynir Aðalsteinsson sem var upphafsmaður og hugmyndasmiður Reiðmannsins.

REIÐMAÐURINN 2014-2016

Er kenndur á Selfossi og hjá Spretti í Kópavogi. Brautskráning á Skeifudaginn 2016.

REIÐMAÐURINN 2015-2017

Er kenndur á Flúðum, Króki og í Hafnarfirði.

REIÐMAÐURINN 2016-2018 Kópavogur og Selfoss.

Opið er fyrir umsóknir!

Þeir sem áhuga hafa á náminu sækja um það í gegnum umsóknarsíðu skólans. Muna þarf að Reið maðurinn er starfsmenntanám á framhaldsskóla stigi. Viðkomandi velur það landssvæði sem hann vill taka verklega hlutann. Þegar búið er að fara yfir umsóknir og veita jákvæð svör, kemur að því að staðfesta þátttökuna með greiðslu á staðfestingar gjaldi.

Ef áhugahópur er til staðar innan ákveðins hesta mannafélags kemur vel til greina að hefja næsta skólaár á viðkomandi stað, uppfylli staðurinn þær kröfur sem settar eru vegna kennslunnar og næg þátttaka fyrir hendi. Hafið samband við Endurmenntun LbhÍ og málið verður skoðað. – endurmenntun@lbhi.is eða sími 433 5000.

VINNINGSHAFAR

REYNISBIKARS

• 2009: Hanna Heiður Bjarnadóttir, Mið-Fossar

• 2010: Líney Kristinsdóttir, Mið-Fossar

• 2011: Guðfinna Lilja Sigurðardóttir, Dalland

2012: Eyrún Jónasdóttir, Flúðir

Jón Óskar Jóhannesson, Flúðir

Íris Björg Sigmarsdóttir, Mið-Fossar

Hannes Ólafur Gestsson, Víðidalur

8
• 2013:
• 2014:
• 2015:
• 2016:

PÁTTTAKENDUR Í REYNISBIKARNUM 2016

SPRETTUR, 2. ÁR: Esther Ósk Ármannsdóttir

Skuggi frá Mið-Fossum

7 vetra, brúnn

F: Orri frá Þúfu

M: Saga frá Strandarhöfði Eigandi: Esther Ósk Ármannsdóttir

Snorri Traustason

Örvi frá Hellubæ

7 vetra, rauðglófextur

F: Hágangur frá Narfastöðum

M: Fiðla frá Hofi

Eigandi: Snorri Traustason

Gunnar Kjartansson

Frumherji frá Hjarðartúni 9 vetra, brúnn

F: Gaumur frá Auðsholtshjáleigu

M: Pandra frá Reykjavík Eigandi: Finnur Árni Viðarsson

SELFOSS, 2. ÁR: Davíð Sigmarsson

Moli frá Selfossi 12 vetra, bleikur

F: Andvari frá Ey

M: Diljá frá Hveragerði Eigandi: Davíð Sigmarsson

Gyða Árný Helgadóttir Marþöll frá Efri-Þverá 9 vetra, móbrún F: Glymur frá Innri-Skeljabrekku M: Móheiður frá Vatnsleysu Eigandi: Gyða Árný Helgadóttir

Hallgrímur Óskarsson

Ný Dönsk frá Lækjarbakka 8 vetra, rauðnösótt

F: Gustur frá Lækjarbakka M: Írafár frá Akureyri Eigandi: Hallgrímur Óskarsson

HAFNARFJÖRÐUR, 1. ÁR: Ástey Gunnarsdóttir

Rita frá Ketilhúsahaga 7 vetra, brún

F: Mídas frá Kaldbak M: Brá frá Litla-Saurbæ Eigandi: Ástey Gunnarsdóttir

Hafdís Svava Níelsdóttir Páll frá Naustum 6 vetra, brúnn

F: Mídas frá Kaldbak M: Snörp frá Naustum Eigandi: Eiríka Benný Magnúsdóttir

KRÓKUR, 1. ÁR: Bára Másdóttir Snoppa frá Fossi 8 vetra, jörp

F: Arður frá Brautarholti M: Spóla frá Oddakoti Eigandi: Bára Másdóttir

Gunnar Jónsson Blakkur frá Skeiðháholti 9 vetra, brúnn F: Blær frá Efri-Brúnavöllum

M: Hrönn frá Kjarnholtum Eigandi: Gunnar Jónsson

FLÚÐIR, 1. ÁR:

Guðríður Eva Þórarinsdóttir Framsókn frá Litlu-Gröf 10 vetra, brúntvístjörnótt F: Hreimur frá Flugumýri II M: Álfdís frá Litlu-Gröf Eigandi: Guðríður E. Þórarinsd. & Guðlaug Arngrímsd. Bragi Viðar Gunnarsson Bragur frá Túnsbergi 11 vetra, brúnn F: Rökkvi frá Hárlaugsstöðum M: Staka frá Litlu-Sandvík Eigandi: Gunnar Kristinn Eiríksson & Magga Brynjólfsd.

9

ÁRDÍS H. JÓNSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Fífill frá Hjarðarholti

4 vetra, fífilbleikur, álóttur

F: Fáni frá Kirkjubæ

M: Gloría frá Hjarðarholti

Eigandi: Sigríður Þorvaldsdóttir

REIÐHESTUR

Taktur frá Hjarðarholti

6 vetra, brúnn

F: Alvar frá Brautarholti

M: Brák frá Hjarðarholti

Eigandi: Hrefna Bryndís Jónsdóttir

Árdís mætti galvösk norðan úr Öxarfirðinum spennt að takast á við tamningarnar og öðlast nýja þekkingu. Hrossin lánaði Sigríður Þorvaldsóttir frá Hjarðarholti henni, þá Takt og Fífil. Þeir komu á Mið-Fossa á undan Árdísi, enda styttra fyrir þá að fara og búið var að taka þá út þegar hún kom. Þegar Árdís mætti hafði hún heyrt tröllasögur af því að Fífill væri mjög ör og yrði sennilega einna erfiðastur viðureignar af tryppunum. Hann sá til þess að eftir sér yrði tekið þegar hann mætti á svæðið, tók sóló og sleit taum. Árdís lét þessar sögusagnir ekki hræða sig heldur varð bara spenntari fyrir vikið, staðr áðin í að gera gæðing úr hestinum. Þegar hún mætti á svæðið heilsaði henni fallegur fífilbleikur foli með lítið hjarta. Þau náðu strax vel saman og Fífill fór fljótt að treysta Árdísi. Tamningin hefur gengið vel þrátt fyrir smá hnökra hér og þar sem þau Árdís og Fífill hafa leyst úr í sameiningu. Í dag er Fífill sallarólegt, sjálfstætt ljúfmenni og veturinn hefur verið honum og Árdísi lær dómsríkur. Nafn Fífils hefur aðeins verið rætt en beygingin á því er skondin þegar sagt er „hér kemur Árdís á Fífli“. Lúsin hefur plagað fífilbleika folann í vetur og knapinn hefur reynt allt til að reyna að hrekja hana burt. Hún virðist nú loksins vera á undanhaldi. Um tíma minnti Fífill helst á litla ljóta andarungan sem engin vildi neitt með hafa, en nú hefur hann blómstrað hjá Árdísi og breyst í „svan“ eins og í sögunni sem við þekkjum öll. Gaman er frá því að segja að Taktur var hér á Miðfossum fyrir tveimur árum, þá sem tamningatrippi hjá Siggu Þorvalds. Hann er góður inn við beinið þó hann eigi til að taka þrjósku- og pirringsköst. Taktur vill helst fara sínar eigin leiðir og finnst þessar fimiæfingar óþarfar og tilgangslausar, til hvers að vera að flækja málin svona? Hann er þægilegur í umgengni, traustur og stend ur sko undir nafni því þeir eru fáir hestarnir sem betra er að læra stígandi ásetu á.

10

ELÍSABET ÝR OTTÓSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Gustu (Tímóteus) frá Vestri-Leirárgörðum

5 vetra, brúnn

F: Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu

M: Fenja frá Vestri-Leirárgörðum

Eigandi: Elísabet Ýr Ottósdóttir

Lísa fékk Gýgjar lánaðan í Borgar nesi en hafði sjálf splæst í tamn ingatrippi árið áður.Gýgjar kom þaul reyndur, nú þegar búinn með knapamerki 3 og tilbúinn að leiða Lísu í gegnum þetta allt saman. Hann átti það þó til að leiða hana full hratt og mátti Lísa stundum standa ansi fast á bremsunum. Þeim Lísu hefur samt gengið vel að ná saman í vetur og er Gýgjar allur að róast.

Gustur, sem er fyrsti hesturinn hennar Lísu, reyndist nokkuð auð taminn að flestu leyti nema því að hann gat aldrei lært að skilja hví Lísa þurfti að vera að ónáða hann á öllum mögulegum og ómöulegum tímum. Hann var ekki hrifinn af því þegar taka átti hann út úr stí unni á matartíma eða þegar setja átti hann inn ef veður var gott úti. Lísa virtist heldur ekki skilja þegar Gustur var að reyna að segja henni að hann væri þreyttur þann dag inn og nennti ekki að vinna inni í reiðhöll. Gustur er japlari af Guðs náð og elskar að naga tauma og annað slíkt en er ekki hrifin af dag legum fótsnyrtingum sem fara þarf í gegnum áður en inngönguleyfi fæst í höllina. Gustur er ljúfur og hlustar vel á knapa sinn þegar hann er kominn á bak og er skemmtilega viljugur. Hann og Lísa eru góð sam an. Í fyrstu óttaðist hann mjög að þurfa að fara yfir klaka og polla en þau hafa nú unnið bug á þeim ótta í sameiningu.

REIÐHESTUR

Gýgjar frá Jaðri

14 vetra, rauður

F: Jór frá Gýgjarhóli

M: Stjarna 2 frá Jaðri

Eigandi: Stefán Logi Haraldsson

11

EVA MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Gló Magnaða frá Deildartungu II

5 vetra, ljósrauð, blesótt

F: Flóki frá Giljahlíð

M: Rák frá Deildartungu II

Eigandi: Bára Einarsdóttir og Dagur Andrésson

Eva mætti með prinsessu hest inn sinn frá Deildartungu II í tamningu og fékk að láni klár sem gengur undir nafninu Askur. Þegar taka átti út reiðhestana í byrjun áfangans sýndi Askur ek kert nema stökk og þó að Eva vilji jafnan að hlutirnir gangi hratt fyrir sig þá var þetta full mikið af því góða. Því varð úr að Edda og Gulli lánuðu henni hinn trausta Sigur skúf sem gæti staðið rólegur tím unum saman og beðið eftir því að Eva brölti á bak, svo lengi sem hann fengi mola fyrir. Milli þess sem Eva söng í glimmer regni í Ísland got talent reið hún út á Skúfsen og tamdi Gló Mögnuðu. Sú Magnaða er yfirleitt vör um sig og stekkur heldur einum of oft en sjaldan og á það til að skilja Evu sína eftir í loftinu. Gló hefur afrekað það að hrekkja hnakkin fram á háls, slíta þrjá tauma, berja reiðkennarann og slíta móttökin á hnakknum með þeim afleiðingum að Eva fékk að sitja í sjúkrabíl niður í Borgarnes. Eva mátti gjöra svo vel að liggja róleg uppi í rúmi í nokkrar vikur eftir þá byltu. Hún lætur þó aldrei bugast og er komin á bak eins fljótt og auðið er, tilbúin að takast á við næstu áskorun. Gló kom svo öllum á óvart þeg ar kom að því að járna hana en þá stóð kella eins og klettur.

REIÐHESTUR

Sigurskúfur frá Hvanneyri

11 vetra, brúntvístjörnóttur

F: Sólon frá Skáney

M: Hremming frá Hvanneyri

Eigandi: Guðlaugur V. Antonsson og Edda Þorvaldsdóttir

12

GABRÍELA MARÍA REGINSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Spurning frá Laugarvatni

6 vetra, brúnstjörnótt

F: Hlekkur frá Þóroddsstöðum

M: Spá frá Laugarvatni

Eigandi: Elfar Reynisson

Gabríela kom með Viðar gamla úr borginni og Spurningu alla leið frá Ísafirði í janúar. Viðar hefur hún átt frá því að hún var 14 ára en þá var hann 8 vetra. Engin ellimerki er þó hægt að sjá á honum þó vel sé að gáð. Hann hrekkur enn í kút við það að sjá vörubretti og annað kynlegt en slíkt atvik varð Gabríelu að falli nú í vetur. Honum til varnar geta illa smíðuð vörubretti verið stórhættuleg með nöglum sem standa út hér og þar. Tamningin á Spurningu hefur gengið vel, ekki spurning. Í fyrstu hélt hún sig mest megnis á brokkinu en eftir að hún upgötvaði töltið fer hún helst ekki um á öðrum gangi. Þó hefur öll þessi töltreið sennilega verið henni ofviða því hún tók sér mánaðafrí um miðja önn til að hvíla mjaðmirnar, enda ekki kynnst svona púli fyrr. Gabríela tekur þessu öllu með stóískri ró, hóflegu æðruleysi og jafnri lundu eins og öðru. Nú er komið svo að Viðar má vart af Spurningu sjá en þá verður hann vitlaus og flýgur fiski sag an um það að þau eigi í ástar sambandi. Einhversstaðar hefði þessi aldursmunur nú verið lit inn hornauga...

REIÐHESTUR

Viðar frá Ásólfsstöðum

17 vetra, brún tvístjörnóttur

F: Prins frá Skammbeinsstöðum

M: Náttsól frá Kirkjuferju

Eigandi: Gabríela María Reginsdóttir

HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Aría frá Hverhólum

5 vetra, móálóttur

F: Kraftur frá Bakkakoti

M: Tildra frá Hverhólum

Eigandi: Halldóra Halldórsdóttir

Halldóra mætti með Mökk frá Víði dalstungu og fékk lánaðan höfð ingjann Hróbjart frá Höfðabrekku hjá þeim Eddu og Gulla fyrir knapa merkið. Hróbjartur sem er 17 vetra er algjör reynslubolti þegar kemur að knapamerkjum. Halldóra og Hró bjartur tóku þátt í fjórgangsmóti og töltkeppni Grana í vetur sem gekk bærilega. Þó misskildi Hróbjartur eitthvað þegar koma að brokkinu í fjórganginum og sýndi bara fyrsta flokks slaktaumatölt.

Þegar leið á önnina fékk Hall dóra nóg af því að láta Mökk henda sér af, enda komin með leið á því að baka kökur. Mökkur fékk því heimfaraleyfi og kom Aría frá Hverhólum í hans stað. Aría er hið efnilegasta trippi en á það stundum til að festast í bakk gírnum. Í sínum fyrsta reiðtúr fóru þær af stað með háleit markmið um að sigra heim inn en Aría náði Halldóru niður á jörðina aftur á leið inni heim og náði Halldóra ágætis jarðvegssýnum með hjálminum í leiðinni. Þannig að Halldóra losnaði ekki undan kökubakstrinum þó hún skipti um trippi. Aría er snotur og fögur jalda og gerir sér fullkom lega grein fyrir því sjálf. Hún hefur fengið viðurnefnið prinsessan á Mið-Fossum.

REIÐHESTUR

Hróbjartur frá Höfðabrekku

17 vetra, brúnstjörnóttur

F: Hrynjandi frá Hrepphólum

M: Gola frá Höfðabrekku

Eigandi: Guðlaugur V. Antonsson

14

JÓN KRISTJÁN SÆMUNDSSON

TAMNINGATRIPPI

Skvísa frá Hrútatungu

6 vetra, rauðskjótt

F: Fönix frá Starrastöðum

M: Fluga frá Hrútatungu

Eigandi: Sæmundur Jónsson

Jón kom með Skvísu sína frá nýkeyptu óðalinu í Hrútafirðinum og Glófaxa frá systur sinni. Glófaxi kemur alltaf vel fyrir, enda frá Skáney. Helst að Skvísa gat ruglað í honum þegar kom að því að teyma hana. Já, henni Skvísu leist ekkert á hámenninguna í Borgarfirðin um og vildi helst vera inni í stíunni sinni og láta sig dreyma um Hrútatunguna. Því þeg ar sumir áttu í brasi með að koma hrossum sínum inn í stíurnar áttu aðrir við þver öfugan vanda að etja. Þetta jafnaði sig þó allt, því þó Skvísa væri þrjósk þá var Jón þrjóskari. Þrátt fyrir eftirvæntingu margra virtist hún ekki ætla að henda Jóni af baki, enda mikið í húfi þar sem eitt systkini hennar hefur nú þegar lent í tunnunni. Þó kom að því undir lok annar að Jón fékk eina flugferð. Í byrjun tamningar í vetur þegar eitt hvað var sem ekki féll Skvísu í geð, sem var ýmislegt, þá lét hún Jóni það í ljós með að fíla grön í gríð og erg. Það hlýtur að vera eitthvað Húnverskt dæmi. Jón var í stakasta basli með að fá merina til að hætta þessum ósið og var farinn að sjá fram á það í angist sinni að hann yrði að athlægi á Skeifudaginn. Í vonleysi sínu brá hann á það ráð að leita til dáleiðslutæknis sem sérhæfir sig í klínískri dáleiðslu sem byggir á samtalsmeðferð og hentað getur pör um sem eiga í samskiptavanda í kjölfari breyttra aðstæðna í daglegu lífi. Og viti menn, það svínvirkaði og Skvísa hefur varla lyft efri vörinni síðan! Annað sem hjálpað hefur Jóni í gegnum áskoranir vetrarins er sú gífurlega þolinmæði sem honum er gefin, en þeir sem þekkja Jón vita að hann skiptir aldrei skapi...

REIÐHESTUR

Glófaxi frá Skáney

8 vetra, rauð tvístjörnóttur

F: Hágangur frá Narfastöðum

M: Snót frá Skáney

Eigandi: Sólveig S. Sæmundsdóttir

15

KAREN HELGA STEINSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Gáski frá Hrauni

4 vetra, brúnn

F: Jörmuni frá Syðri-Gegnishólum

M: Filma frá Hrauni

Eigandi: Gunnar Rögnvaldsson

REIÐHESTUR

Vinur frá Hvalnesi

9 vetra, jarpur

F: Hlynur frá Vatnsleysu

M: Aðventa frá Ásgeirsbrekku

Eigandi: Merete Rabølle

Karen mætti eftir áramót með þá Gáska og Vin. Vinur hafði reyndar verið á Miðfossum frá því í nóvember í andlegum undirbúningi fyrir átök vetrarins. Gáski kom hins vegar í janúar og leist alls kostar ekki á blikuna. Hann þverneitaði fyrstu dagana að fara inn í stíuna sína svo við lá að bera þyrfti hann á höndunum inn, enda er Hrauns þráinn umtal aður. Tamningunni tók hann að öðru leyti með mikilli ró, fullmi killi ró. Blóðið varla rann og sama hve mikið var hamast og djöflast lét Gáski það að jafnaði lítið á sig fá. Hann damlaði bara áfram í rólegheitunum með hugann í órafjarrilíu. Þó tók hann aðeins að glæðast með vorinu er farið var í útreiðatúra en kjörgangur hans næst á eftir feti er val hopp. Mesta furða er hvað ræst hefur úr Vin frá því að hann kom í Borgarfjörðinn. Hann tók fimiæfingunum mun betur en knapinn hefði þorað að vona og skapvonskuköstin urðu töluvert færri en óttast var. Klárinn hefur tamist helling og breyst í dekurrófu. Hann hefur löngum haft þann ósið að setja hausinn upp í loft í reið og fara á móti taumnum ef honum misbíður eitthvað, og jafnvel þó honum sé ekkert misboð ið. Það hefur samt stórlega lagast í vetur. Þegar fólk sér hann í dag hugsar það ef til vill með sér að hann beri höf uðið nú ekkert sérlega vel, en það getur þá rétt ímyndað sér hvernig höfuðburðurinn var!

16

RAKEL ÖSP ELVARSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Ronja frá Bakka

6 vetra, móálótt

F: Svörður frá Sauðárkróki

M: Ronja frá Bakka

Eigandi: Guðmundur Sveinsson

REIÐHESTUR

Glóinn frá Efri-Þverá

6 vetra, rauður

F: Eldjárn frá Tjaldhólum

M: Salka frá Syðra-Skörðugili

Eigandi: Snæbjörg Guðmundsdóttir

Hornfirðingurinn okkar hún Rakel rakst á Glóinn og Ronju á leið sinni á Hvanneyri eftir jólafrí og skellti þeim í skottið á rollunni. Fór yfirleitt vel á með þeim í vetur en smá byrjunarörðugleikar voru í tamningu á henni Ronju í fyrstu enda merin skapstór. Þegar dýralæknirinn kom að gefa ormalyf og raspa varð að dópa mósu niður svo hún myndi ekki stórs lasa sig og aðra. Þá hafði Rakel orð á því hvort ekki væri best að nýta tækifærið og skella sér á bak í fyrsta skiptið meðan að hún væri svona kærulaus. Ann ars verður ekki annað sagt en að Rakel hefur gengið vel að tjónka við Ronju í vetur og er hún hið efnilegasta reiðhross. Tæpt ár er frá því að kúlurnar hans Glóins voru fjarlægðar og því kom það á óvart að hægt var að hafa hann úti með ná nast hvaða hrossi sem er. Reiðhallar dúlleríið var samt ekki alveg hans tebolli, enda ekki vanur svona snobbi. Með vorinu tók Glóinn allur að gleðjast og vildi hann helst skeiða í gegnum lífið milli þess sem fiðringur kom í það sem fjarlægt hafði verið. Þá skildi greyið hvorki upp né niður í því hvers vegna þetta gekk ekkert hjá honum, mósu til mikilla vonbrigða. Nú glímir Rakel við það vandamál að hrossin hafa verið í svo góðu atlæti á Miðfossum í vetur að óvíst er að hún komi þeim í skottið aftur þegar hún fer heim í vor. Í versta falli fer hún ríðandi.

TINNA KRISTJÁNSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Blævar frá Meiri-Tungu

5 vetra, jarpskjóttur

F: Tangó frá Torfunesi

M: Skvísa frá Meiri-Tungu 3

Eigandi: Tinna Kristjánsdóttir

REIÐHESTUR

Fóa-Feykirófa frá Meiri-Tungu

14 vetra, rauð

F: Piltur frá Sperðli

M: Glíma frá Meiri-Tungu 3

Eigandi: Ketill Gíslason

Tinna mætti með Fóu Feykiróu og fallegt og efnilegt trippi, Blævar. Smá misskilningur olli því í fyrstu að Blævar hélt að hann ætti að temja fólkið en það var leiðrétt fljótt og örugglega. Tinna fékk að fjúka af einu sinni eða svo og þótti það nokkuð skondin sjón fyrir utan það að hún meiddi sig nú greyið. Til að gera stutta sögu styttri þá skoppaði hún einhvernvegin aftur af klárn um í nokkrum áföngum og endaði á jörðinni fyrir aftan hann. Tinna lét það nú ekki á sig fá frekar en fyrri daginn, þurfti reyndar að taka nokk urra daga frí frá reiðmennsk unni, en um páskana var svo komið að hún var farin að skeiðleggja skjóna niður af leggjarann í Meiri Tungu. Eða allt að því. Blævar er mjög háður henni Fóu en ef merin er sett út en hann hafður inni bergmálar skerandi hnegg um hesthúsin sem greina má lang leiðina niður á Hvann eyri, fyrir þá sem heyra vel. Nú í lokinn reyndi svo á taugarnar hjá heimasætunni í Meiri Tungu en Blævari þótti það ósanngjarnt að Tinna fengi bara frí svo hann tók sér tveggja vikna veikindaleyfi tæplega mánuði fyrir próf. Þráu rollunar á Landmannaa frétti mega vara sig þegar Tinna mætir í göngur á þeim Fóu og Blævari sem verður líklega úrvalstöltari.

18

HELGA SIGURÐARDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Brjánn frá Skollagróf

5 vetra, brúnn

F: Sjór frá Ármóti

M: Rauðkolla frá Skollagróf

Eigandi: Þorbjörg Helga Sigurðardóttir

REIÐHESTUR

Grandi frá Skollagróf

10 vetra, dökkjarpur

F: Ófeigur frá Þorláksstöðum

M: Hugsýn frá Skollagróf

Eigandi: Sigurður Haukur Jónsson

Þorbjörg mætti til leiks í janúar með Granda og Brján úr Hrunamannahreppnum. Grandi og Þorbjörg eru einstakt par og vinna sem heild. Þó að hann Grandi geti víst stundum verið erfiður við Þorbjörgu tekur yfirleitt enginn eftir því, því Þorbjörg fer einhvernveginn svo vel með það. Það fylgir því kannski að vera frá Skollagróf. Brjánn tamdist vel og hafði Þorbjörg hann í hendi sér. Skemmst er þó frá því að segja að einn góðann dag eftir páskafrí ætluðu Þorbjörg og ónefnd vin kona hennar að bregða sér saman í reiðtúr. Hún á Brjáni og vinkonan á Granda. Þennan dag réð Grandi engann veginn við krafta sína, hvað þá knapinn. Allt fór þetta á fljúgandi siglingu þar til sú gestkomna lá í jörðinni. Þá áttaði Grandi sig, dauð skammaðist sín og snar stoppaði. Þorbjörg hafði svo miklar áhyggjur af vinkonunni að hún varaði sig ekki á því þegar Brjánn negldi niður, flaug fram yfir hann og þar lágu þær svo báðar. Allt fór þetta vel að lokum sem betur fer svo við hin getum hlegið skammlaust að þessu. Brjáni fer hratt fram og stefnir í að hann verði hinn efnilegasti töltari í framtíðinni.

ÞORBJÖRG

BENEDIKT LÍNDAL ÞORBJÖRNSSON Skeifuhafi árið 1973

Einu sinni var 16 ára gaur sem var upp alinn í Reykja vík en hafði verið í sveit sem unglingur. Þessi gaur hafði heyrt um skóla þar sem hægt var að fræðast um landbúnað og það sem var eins og sjálfsagður hlutur var að þaðan komu þeir sem voru starfandi tamningamenn.

Vá, þetta þurfti að kanna nánar.

Gaurinn var að klára 10.bekk í gagnfræðaskóla og einhvernveginn kom hann því til leiðar, algerlega upp á sínar eigin spítur að hann fékk að koma í tvo daga í einhverskonar skólastarfskynningu. Þetta fór svo þannig, að eftir þessa 2 daga sótti hann um skólavist fyrir næsta vetur. Það sem fór svo vel í hann í þessari fyrstu heimsókn í bændadeildina á Hvanneyri var t.d. að í fyrstu kennslustundinni sem hann mætti í var Gunna Fjeldsted og Svenni hestastrákur úr Gusti að syngja “Kvöldið er fagurt” á meðan sá þriðji spilaði á píanó sem var inni í kennslustofunni. Það var mikið tamið og einhverjir menn úr svokallaðri framhaldsdeild voru á flottum hestum, m.a. dr. Þorvaldur Árnason, sem gaurinn tamdi síðar með tvö sumur austur á Bjarnastöðum í Grímsnesi. Hvern hefði órað fyrir því þá !

Til að toppa þetta allt var svo árshátíð um kvöldið, ball í gamla íþróttasalnum sem var líka gamall þá,

sumir voru góðglaðir, aðrir voru bara glaðir og svo var fullt af gellum frá Húsó á Varmalandi. Þetta var greinilega frábær skóli og hann ætlaði sko hingað næsta vetur !

Næsti vetur á Hvanneyri var kannski pínu öðruvísi, nýr skólastjóri var tekinn til starfa. Nýjar áherslur, nýjar reglur (strangari), hesthús var opið í tvo tíma á dag, annars læst fyrir nemendur. Ég held að þessi náungi hafi ekki verið slæmur, hann var bara að átta sig á stöðu mála og gera sitt besta til að búa til fyrirmyndar nemendur ...

Jæja, þessi margumtalaði gaur fékk eins og aðrir nemendur sent eitt ótamið trippi, til að spreyta sig á um veturinn. Þetta var hryssa og var fljótlega köll uð Ólund. Yfirleitt stóð hún vel undir þessu nafni. Nemendur hjálpuðust að, lítið var um eiginlega kennslu í tamningu þessara tryppa. Reynir Aðal steinsson heitinn kom þó einu sinni eða tvisvar og var bara fínt. Vetur líður og trippi temjast, þó mis vel. Einhverjir nemendur slasast, einn reið utan í olíutank og braut sig. Þessi tankur var inni í aðal ródeó-gerðinu við hesthúsið.

En nú var komið að því, Skeifukeppni. Auðvitað voru áhugaverð fög innan skólans (ekki áburðar fræði eða bókhald), en Skeifukeppnin var eitthvað

20

sem menn höfðu í huga allan veturinn – þó mis mikið. Gaurnum gekk frekar illa með Ólund, lítið um sameiginlegar ákvarðanir, oft ekki sammála um hvert skyldi fara og því síður um eitthvað sem myndi kallast hreinleiki gangtegunda. Dagurinn mikli nálg aðist, það var stofnaður veðbanki meðal nemenda, enginn veðjaði á gaurinn með Ólund. Hann sjálfur gerði sér engar vonir en ætlaði samt að reyna við svokölluð ásetuverðlaun, sem gátu verið sér verðlaun. En vitið þið hvað, Ólund átti góðan dag – kannski þann eina í sínu lífi og sigraði keppnina en gaurnum var tjáð að hann hefði aldrei átt sjens í hin verðlaunin (ásetu). Ok, en gaurinn telur sig ennþá eiga inni veðbankaféð þar sem enginn veðj aði á hann, en svona er lífið. Kannski kemur í ljós að þetta fé liggur inni á aflandsreikningi á Tortola eða Panama. Ef svo er þá er ég viss um að hann væri til í að setja það aftur í gamla, góða skólann sinn.

Þessi vetur gleymist þessum gaur aldrei. Þetta var einfaldlega grunnur að svo mörgu, t.d. vina- og kunningjalega séð og staðfesting á því að hann vildi eiga líf sitt í sveit og temja hross. Ekki mjög flókið en svo satt.

Daginn eftir Skeifukeppni var hringt í hann og honum boðið að reka tamningstöð á Hornafirði, sautján ára gamall. Þarna urðu tímamót hjá þessum aðila og framhaldið verður ekki rakið hér.

Eftir 43 ár er gaurinn enn að í bransanum, á fullu að temja, kenna, framleiða hnakka og allt og það í sveit.

Niðurlag þessarar merku greinar er, að Hvanneyri skiptir máli.

Allar deildir innan skólans hafa þróast og eru áhugaverðar, en það er hestamennskan líka. Ekki gleyma öllu unga fólkinu; “gaurnum” og “gaurynjunum” sem Hvanneyri getur haft svo gríðalega mikil áhrif á, alveg eins og mig.

Nemendum LbhÍ er margt til lista lagt, þessa fallegu mynd tók Árdís H. Jónsdóttir í Öxarfirði, af hesti sínum.

21

GUÐLAUGUR V. ANTONSSON

Skeifuhafi árið 1989

Hratt flýgur stund, í minningunni er það ekki eins langt og árin segja til um síðan ég tók þátt í skeifu keppninni á Hvanneyri. Allar götur síðan hef ég búið á Hvanneyri og fylgst með nýjum „björtustu vonum“ birtast með nýjum tamningamönnum sem nær allir eru sannfærðir um að þeir eigi „séns“, séu með besta og fallegasta trippið. Alltaf er það jafn spennandi, verður það „best ættaða“ trippið, það „fallegasta“ eða það „gangbesta“ sem reynast mun besti gripurinn eftir veturinn eða verður það trippið sem lætur lítið yfir sér, er svona „venjulegt“ að útiliti sem reynist það besta. Þarna hefur reynslan kennt manni að ýmislegt getur gerst á vegferðinni frá óbönduðu trippi til frumtamins unghross á tveimur til þremur mánuðum.

Fleira kemur líka til s.s. hinn mikli reynslumunur hinna verðandi tamningamanna. Sumir koma fullir sjálfstrausts, hafa tamið talsvert af hrossum og telja sig færa í flestan sjó, margir eru nokkuð hestvanir en hafa aldrei tamið hross og enn aðrir eru ekki mikið hestvanir hvað þá að þeir hafi tamið hross. Stundum ræður líka miklu það grundvallaratriði að tamningarmaðurinn hafi tamið sjálfan sig áður en hann tekst á við tamningu hesta.

Hvernig munu svo trippin raðast niður, klár og reyndur tamningamaður getur komist af með og gert að gæðingi erfitt trippi sem væri þeim reynslu lausa ofviða. Hluta af þessum þætti mætti kalla klókindi tamningamannsins, sá stendur alltaf betur að vígi sem getur sett sig sem mest og best í spor hestsins, hvernig mun hesturinn bregðast við þessu eða hinu og hvernig kemst tamningarmaðurinn hjá

því að lenda í þessu eða hinu sem seinka mun tamn ingunni. Allir sem stundað hafa tamningar vita að góðir hlutir lærast með endurtekningu og stundum hægt en slæmir hlutir lærast miklu hraðar, þurfa stundum bara eitt tilfelli og valda oft stórfelldum töfum á tamningunni.

En 27 ár aftur í tímann. Hún var jörp hét Vaka og var á fimmta vetri. Hún var vel ættuð undan hinum fræga Hrafni 802 frá Holtsmúla og móðirin fyrstu verðlauna hryssan Hrefna 3641 frá Presthúsum. Þannig að ættin var vænleg og stór var Vaka og löguleg en bar ekki með sér mikla ganglagni, hafði ekki sýnt tölt undir sjálfri sér. Hún var spök en nokk uð mikil fyrir sér, frek og yfirgangssöm í byrjun.

Á þessum árum voru hrossin á neðri hæðinni í gamla Þórulágarhesthúsinu og engin inniaðstaða til tamninga og ekki hringgerði aðeins stórt reiðgerði. Ingimar Sveinsson var kennarinn og hafði sér til halds og trausts stólpagripinn Glanna sem mörg trippin voru bundin utaná og svo riðið á stað með tamningamanninn í hnakknum; obb, obb, obb, full ferð, halda sér.

Hvað Vöku mína varðar þurfti hún ekki á þeim trakteringum að halda, var hrekk laus en fannst skólinn lítið áhugaverður þ.e.a.s. sá engan tilgang í því að fara frá húsi með knapann. Varð því ráð mitt framan af tamningunni að við Vaka fórum gang andi norður fyrir Báreksstaði, þar steig ég á bak og reið heim og viti menn eftir nokkur slík skipti var kergjan gleymd. Ekki leit heldur björgulega út með töltið í byrjun, aðeins hast brokk og vilji í meðallagi. Hún kom þó fljótt í beisli og þá var hægt að fara að

22

möndla til við töltið spotta og spotta. Svo gerðist það einn daginn þegar mér var nú farið að finnast tíminn ansi knappur að riðið var skammlaust á tölti meiri part heimleiðar og þá var sá þátturinn unninn. Svo rann skeifudagurinn upp, keppnin fór fram á hringvellinum fyrir norðan Þórulág. Prógrammið teyming og stigið á bak, fet, brokk og stökk, hægt að fá aukastig fyrir tölt og skeið ef var til staðar. Einnig gilti áseta og reiðmennska helming muni ég rétt. Keppnin var hörð; Guðröður frá Sauðanesi flugvel

ríðandi svo og Ólöf Björg frá Lambeyrum og fleiri. Enda varð mjótt á munum og ekkert hefði mátt út af bera svo niðurstaðan yrði önnur, en skeifan varð mín, Guðröður annar og Ólöf þriðja.

Keppendur í Skeifukeppninni 2016, innilega til hamingju með daginn!

Hestamúslí og hörfrækögglar

„Besti fóðurbætir sem ég hef notað.

Fjölbreytt og lystugt fóður sem hefur skilað góðum árangri hvort sem er við að auka orku, byggja upp vöðva eða fita“

Þórarinn Eymundsson

„Ég vel fóðrið frá Equifirst til þess að ná

HALLFRÍÐUR ÓSK ÓLAFSDÓTTIR

Skeifuhafi árið 2000

„ef inni er þröngt tak hnakk þinn og hest“ orti eitt af þjóðskáldunum á sínum tíma. Þessar ljóðlínur hljóma ítrekað í höfðinu á mér. Sérstaklega eftir að ég uppgötvaði að umrædd þrengsli eiga líklega ekki eingöngu við utanaðkomandi aðstæður, takmark aðan húsakost og mannafjöld. Þrengslin geta einnig verið í manns eigin huga og það eru ekki síst þau sem nauðsynlegt er að losa sig frá endrum og eins. Að gleyma áhyggjum, streitu og kvíða og að ná að „logga sig út“ úr vinnunni og amstri hversdagsins endrum og eins er hverri manneskju nauðsynlegt.

Að gleyma stund og stað í nærveru hestsins síns og hugsa ekki um neitt annað en samskiptin við hann er einver besta hvíldin fyrir hugann sem ég þekki. Maður gleymir stund og stað, tíminn flýgur og allt í einu er reiðtúrinn eða þjálfunarstundin orðin miklu lengri en áætlað var og sál og líkami endurnærð.

Við vorum ekki mörg sem stunduðum nám í hrossarækt III á vorönn fyrir 16 árum síðan en skemmtileg vorum við og skemmtilegar stundirnar sem við áttum saman í hesthúsinu. Hesthússtund irnar gátu líka orðið margar – oft mun fleiri en stærð námskeiðsins gaf í sjálfu sér tilefni til. Tilbúin í hest húsgallann um leið og síðasti bóklegi tími dagsins var liðinn og út í hesthús og dundað þar fram eftir degi – já eða fram á kvöld. Kannski hefði stundum verið skynsamlegra að nota eitthvað af tímanum í að sinna námsgreinum sem meira gáfu í aðra hönd hvað einingar varðar en sumt verður einfaldlega ekki metið til fjár – eða eininga og einhvern veginn blessaðist þetta nú allt

Smám saman þokaðist maður í rétta átt skref fyrir skref þó inn á milli kæmu skref afturábak en þá var bara leist úr því og lært af reynslunni.

Þannig á líka að læra hestamennsku. Það er enda laust hægt að læra fleiri aðferðir, fara á fleiri nám skeið hlusta á fleiri fyrirlestra en þegar upp er staðið er það (með fullri virðingu fyrir öllum reiðkenn urum) hesturinn sjálfur sem er besti kennarinn. En maður má ekki gleyma að hlusta á hvað hesturinn hefur að segja eða og vaða áfram í sannfæringu um að nú sé maður búinn að finna einu réttu leiðina að tilteknu markmiði. Bókstafstrú á ekkert betur við í hestamennsku en annars staðar og einstaklingarnir eru eins breytilegir og þeir eru margir

„þekking er fjársjóður sem fylgir eiganda sínum hvert sem hann fer“ stóð á viðurkenningarskjali sem ég fékk á dögunum fyrir þátttöku í enn einu reiðnámskeiðinu.

Með þann fjársjóð í farteskinu og skynsamlega nýtingu hans til hagsbóta fyrir mann og hest fæst svo upplifunin sem Einar Benediktsson lýsti svo fal lega í fyrrnefndu ljóði og hvíldin og sálarróin sem hestamennskan getur gefið: „knapinn á hestbaki er kóngur um stund//kórónu laus á hann ríki og álfu“

24

SVALA GUÐMUNDSDÓTTIR

Skeifuhafi árið 2012

Þegar þess var farið á leit við mig að ég skrifaði smá pistil í Skeifublaðið var mér það bæði ljúft og skilt.

Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Fædd inní fjölskyldu þar sem daglegt líf hefur ætíð snúist um hesta og hestamennsku í sinni fjölbreyttustu mynd. Fékk ég strax á unga aldri innsýn í hina fjölmörgu þætti hestamennskunar, daglegu stússi, sigrum og ósigrum, gleði og sorg og öllu því sem fylgir dag legum rekstri á hrossaræktarbúi. Einnig hef ég haft ágæt tengsl í sveitina og hef mikinn áhuga á sauðfé og ræktun þess og vonandi get ég einhvern tíma komið mér upp álitlegum fjárstofni.

Ég lauk stúdentsprófi frá FNV vorið 2010 af félags og íþróttafræðibraut.

Hóf nám við Háskólann á Hólum haustið 2010 og lauk þar fyrsta árinu.

Eftir dvölina á Hólum var hugurinn aðeins á reiki en úr varð að ég skráði mig til náms á Hvanneyri og hóf þar nám haustið 2011. Þetta var ákvörðun sem ég sé ekki eftir og á ég aðeins góðar minningar frá veru minni þar þennan vetur. Frá fyrsta degi var vel tekið á móti manni, námsefnið skemmtilegt en krefjandi. Félagslífið var mjög gott og mikil sam heldni hjá nemendum hvort heldur sem þeir voru komnir á Hvanneyri til að læra um ræktun hrossa, nautgripa eða skóga.

Eftir áramót fékk ég hrossin mín suður og þá hófst verklega námið í reiðmennsku og tamningum. Það var auðvelt fyrir mig að velja tamda hrossið í námið. Ég og Héla þekktumst vel vorum miklar vin konur. En Héla var samt ekki auðveldasta hrossið, mikill karakter og þurfti ég oft að anda inn og út en við lærðum báðar mikið hvor af annari. Erfiðara var að velja frumtamningatrippið. Pabbi hafði rétt fyrir sér þegar hann benti mér á að Búi gæti hentað vel í námið. Yfirvegað og forvitið trippi. Búi reyndist

drauma trippi í tamningu, yfirvegaður og náms fús og auðveldaði það verkefnið mikið fyrir mér. Haukur og Randi frá Skáney voru kennarar í þessum verklega þætti, frábærir kennarar sem ég lærði mikið af. Sýndu þau mikinn metnað og ótakmark aða þolinmæði gagnvart okkur. Að Mið-Fossum þennan veturinn var ólíkur hópur nemenda með ólíkann bakgrunn í hestamennsku en á milli okkar myndaðist góð stemming og úr varð samheldinn og skemmtilegur hópur. Það var alltaf líf og fjör í hesthúsinu á Mið-Fossum þennan veturinn og ekki skemmdi fyrir að Helgi vildi allt fyrir okkur gera. Uppskera vetrarins hjá mér var góð og á ég það mörgum að þakka.

Ég mun ætíð minnast Hvanneyrar með hlýhug og ekki skemmir fyrir að á Hvanneyri kynntist ég manninum mínum og má því segja að Hvanneyrar dvölin hafi orðið örlagavaldur í mínu lífi.

Þegar vorið vermir reit og vaknar gróður jarðar. Reikar hugur sveit úr sveit suður til Borgarfjarðar.

25
26 ÚR STARFI GRANA Í VETUR Mótaröð Grana: Töltmót, úrslit í 1. flokki. Mótaröð Grana: Töltmót, úrslit í 2. flokki. Úrslit úr mótaröð Grana er að finna á facebook síðu félagsins: https://www.facebook.com/grani.lbhi?fref=ts
27
28 http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3923433 http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1310201

VINNINGSHAFAR SKEIFUNNAR

• 1956: Sigurgeir Ísaksson (engin skeifa)

• 1957: Örn Þorleifsson, Reykjavík (Húsey, N-Múl.)

• 1958: Þórður Ólafsson, Hlíðarenda, Ölfusi (Þorláks höfn)

• 1959: Jónas Jónsson, Norðurhjáleigu, V-Skaft. (Kálf holt, Rang.)

• 1960: Sigfús Guðmundsson, Reykjavík (Vestra-Geldin holt, Árn.)

• 1961: Haraldur Sveinsson, Hrafnkelsst., Árn.

• 1962: Guðmundur Hermansson, Reykjavík (Fjall, Skag., Reykjavík)

• 1963: Guðmundur Þór Gíslason, Reykjavík (Torfastað ir, Árn.)

• 1964: Reynir Aðalsteinsson, Rvík. (Sigmundarstaðir, Borg., Hvanneyri)

• 1965: Þröstur Bjarkar Snorrason, Stardal, Stokkseyri (Tóftir)

• 1966: Sigurbjörn Ómar Ragnarsson, Hvalgröfum, Dal. (Rvík.

• 1967: Bjarni Kristjánsson, Reynivöllum, Kjós (Þorláks staðir)

• 1968: Agnar Kristjánsson, Norðurhlíð, S-Þing.

• 1969: Karl Ölvirsson, Þjórsártúni, Rang.

• 1970: Guðni Vignir Jónsson, Götu, Rang.

• 1971: Ragnar Hinriksson, Reykjavík (Borgarnes, nú Rvík)

• 1972: Guðmundur S. Einarsson, Dalsmynni, Árn.

• 1973: Benedikt Líndal Þorbjörnsson, Reykjavík (Stað ur, Borgarnes)

• 1974: Guðmundur Jónsson, Reykjum, Mosfellssveit

• 1975: Jón G. Halldórsson, Krossi, Borg. (Borgarnes)

• 1976: Óskar E. Sverrisson, Andakílsárvirkjun, Borg. (Borgarnes)

• 1977: Hreggviður Eyvindsson, Reykjavík (Svíþjóð)

• 1978: Þórir Magnús Lárusson, Þórukoti, V-Hún. (Holts múli)

• 1979: Hróðmar Bjarnason, Hvoli, Ölfusi

• 1980: Meyvant Lúter Guðmundsson, Reykjavík

• 1981: Sverrir Möller, Reykjavík

• 1982: Sigurjón Bjarnason, Hvoli, Ölfusi

• 1983: Elín Rósa Bjarnadóttir, Reykjavík (Blönduós)

• 1984: Rúna Einarsdóttir, Mosfelli, A-Hún. (Þýskaland)

• 1985: Þór Bjarnar Guðnason, Selfossi (Flúðir, Kóps vatn)

• 1986: Vignir Sigurðsson, Húsavík (Litla-Brekka, Eyjaf.)

• 1987: Jóhann Þorvarður Ingimarsson, Eyrarlandi, SMúl.

• 1988: Böðvar Baldursson, Ysta-Hvammi, S-Þing.

• 1989: Guðlaugur V. Antonsson, Vík, V-Skaft. (Hvann eyri)

• 1990: Friðrik H. Reynisson, Hlíðarbergi, A-Skaft.

• 1991: Ragnhildur Guðrún Benediktsdóttir, Krossanesi, V-Hún.

• 1992: Jósep Guðjónsson, Strandhöfn, Vopnafirði

• 1993: Þórður Þorbergsson, Akranesi

• 1994: Hallgrímur Sveinn Sveinsson, Vatnshömrum

• 1995: Brynja S. Birgisdóttir, Hveragerði

• 1996: Jón Kristinn Garðarsson, Brennu, Borg. (Mos fellsbær)

• 1997: Camilla Munk Sörensen, Danmörku (Fagranes, Skag.)

• 1998: Ísólfur Líndal Þórisson, Lækjarmóti, V-Hún (Hólar)

• 1999: Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Skriðu, Hörgárdal

• 2000: Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V-Hún.

• 2001: Erlendur Ingvarsson, Hvolsvelli (Skarð, Rang.)

• 2002: Guðmundur Bjarni Jónsson, Hóli, N-Ís. (Bolung arvík)

• 2003: Einar Atli Helgason, Snartarstöðum, N-Þing.

• 2004: Sigríður Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V-Hún.

• 2005: Hallveig Guðmundsdóttir, Reykjavík

• 2006: Þorsteinn Logi Einarsson, Egilsstaðakoti, Flóa

• 2007: Halla Kjartansdóttir, Ölvisholti, Flóa

• 2008: Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir, Kópavogi

• 2009: Hlynur Guðmundsson, Ytri-Skógum, Rang.

• 2010: Franziska Kopf, Lýsuhól, Snæf.

• 2011: Ditte Clausen, Sauðárkrókur

• 2012: Svala Guðmundsdóttir, Sauðárkróki

• 2013: Harpa Birgisdóttir, Kornsá

• 2014: Elísabet Thorsteinsson, Króki

• 2015: Jón Óskar Jóhannesson, Brekku, Blásk.

• 2016:

29

FOLATOLLAR

IS2008187115

SÆMUNDUR FRÁ VESTURKOTI

F. Sædynur frá Múla M. Stelpa frá Meðalfelli

Ae. 8,44

IS2011188560

RAUÐSKEGGUR FRÁ

KJARNHOLTUM I

F. Kiljan frá Steinnesi

M. Hera frá Kjarnholtum I

Ae. 8,16

IS2013157345

HAFÍS FRÁ HAFSTEINSSTÖÐUM

F. Fannar frá Hafsteinsstöðum

M. Fjöður frá Hafsteinsstöðum

IS2011164493

BÖRKUR FRÁ EFRIRAUÐALÆK

F. Kvistur frá Skagaströnd M. Framtíð frá Bringu

IS2011158844

ELDJÁRN FRÁ MIÐSITJU

F. Knár frá Ytra-Vallholti

M. Elja frá Ytri-Hofdölum

IS2011157591

KYNDILL FRÁ YTRAVALLHOLTI

F. Kappi frá Kommu M. Gletta frá Ytra-Vallholti

IS2004186182

SNÆVAR ÞÓR FRÁ EYSTRAFRÓÐHOLTI

F. Ás frá Ármóti M. Grimma frá Bakkakoti

Ae. 8,41

IS2011156115

KLAUFI FRÁ HOFI

F. Ljóni frá Ketilsstöðum M. Klóra frá Hofi

IS2012136131

ÓÐUR FRÁ BJARNASTÖÐUM

F. Ómur frá Kvistum

M. Tjáning frá Engihlíð

IS2012125050

REYR FRÁ EFRI-FITJUM

F: Sær frá Bakkakoti

M. Ballerína frá Grafarkoti

IS2009137914

KÁTUR FRÁ HALLKELSSTAÐAHLÍÐ

F. Auður frá Lundum II

M. Karún frá Hallkelsstaðahlíð

IS2012186177

VONAR FRÁ EYSTRAFRÓÐHOLTI

F. Arion frá Eystra-Fróðholti

M. Von frá Bakkakoti

IS2012135616

RÓMUR FRÁ NEÐRI-HREPP

F. Kvistur frá Skagaströnd M. Gletta frá Neðri-Hrepp

IS2008187983

HREYFILL FRÁ VORSABÆ II

F. Dugur frá Þúfu í Landeyjum M. Kolbrún frá Vorsabæ II

Ae. 8,54

IS2007177158

GLÆSIR FRÁ LÆKJARBREKKU

F. Vilmundur frá Feti

M. Gullveig frá Feti

Ae. 8,18

IS2009138736

HERSIR FRÁ LAMBANESI

F. Forseti frá Vorsabæ II M. Elding frá Lambanesi

Ae. 8,57

IS2010145020

DÓRI FRÁ FREMRI-GUFUDAL

F. Kiljan frá Steinnesi M. Hera frá Gamla-Hrauni Ae. 7,85

IS2009157783

HLEKKUR FRÁ SAURBÆ

F. Þeyr frá Prestsbæ M. Njóla frá Miðsitju

Ae. 8,41

Hreyfill frá Vorsabæ. Ljósmynd: Jón Björnsson 2014.

30

IS2012137971

TOPPUR FRÁ HRAUNHOLTUM

F. Þristur frá Feti

M. Fífa frá Hjarðarholti

IS2010135610

SPROTI FRÁ INNRI-SKELJA

BREKKU

F. Kvistur frá Skagaströnd

M. Nánd frá Miðsitju

IS2013135612

FUNI FRÁ INNRI-SKELJA

BREKKU

F. Eldur frá Torfunesi

M. Brá frá Innri-Skeljabrekku

IS2014135550

SÓLFARI FRÁ INNRI-SKELJA -

BREKKU

F. Sproti frá Innri-Skeljabrekku

M. Sól frá Úlfsstöðum

IS2014135610

KRAFTUR FRÁ INNRI-SKELJA -

BREKKU

F. Arion frá Eystra-Fróðholti

M. Nánd frá Miðsitju

IS2008187882

AMPER FRÁ KÍLHRAUNI

F. Helmingur frá Hlemmiskeiði 2

M. Elding frá Stokkseyri

Ae. 8,12

IS2008186807

PÚKI FRÁ LÆKJARBOTNUM

F. Hróður frá Refsstöðum

M. Hekla-Mjöll frá Lækjarbotnum

Ae. 8,49

IS2009135715

BRÁINN FRÁ ODDSSTÖÐUM I

F. Sær frá Bakkakoti

M. Brák frá Oddsstöðum I Ae. 8,13

Ath: Bráinn er til sölu og ef hann verður seldur kemur Silfurtoppur frá Oddsstöðum I í staðinn.

IS2011135404

DYNJANDI FRÁ SKIPANESI

F. Blær frá Torfunesi

M. Hjördís frá Dalvík

IS1996125014

ÓFEIGUR FRÁ ÞORLÁKSSTÖÐUM

F. Nökkvi frá Vestra-Geldinga holti

M. Komma frá Þorláksstöðum

Ae. 8,52

IS1996156290

GAMMUR FRÁ STEINNESI

F. Sproti frá Hæli

M. Sif frá Blönduósi Ae. 8,03 IS2012156291

LJÓSVÍKINGUR FRÁ STEIN

NESI

F. Óskasteinn frá Íbíshóli M. Djörfung frá Steinnesi

IS2012137855

STOLTUR FRÁ SÖÐULSHOLTI

F. Krákur frá Blesastöðum 1A M. Donna frá Króki

IS2014136409

ANDI FRÁ LUNDUM

F. Arður frá Brautarholti M. Auðna frá Höfða

IS2011184666

DJARFUR FRÁ ÁLFHÓLUM

F. Herjólfur frá Ragnheiðarst. M. Dimma frá Miðfelli

IS2008182729

ASKUR FRÁ LAUGAMÝRI

F. Stáli frá Kjarri

M. Krafa frá Ingólfshvoli Ae. 8,11

IS1994184553

SVEINN-HERVAR FRÁ ÞÚFU Í

LANDEYJUM

F. Orri frá Þúfu í Landeyjum M. Rák frá Þúfu í Landeyjum Ae. 8,25

IS2010187189

SJÚSS FRÁ ÓSEYRI

F. Ómur frá Kvistum

M. Hera frá Stóra-Sandfelli 2 Ae. 8,12

IS1997125413

PJAKKUR FRÁ GARÐABÆ

F. Börkur frá Reykjavík M. Von frá Akureyri

IS2011186194

BRYNJAR FRÁ BAKKAKOTI

F. Frakkur frá Langholti M. Smella frá Bakkakoti

IS2010135450

GREGORÍUS FRÁ MELALEITI

F. Kraftur frá Efri-Þverá M. Glás frá Hofsósi

31
Hlekkur frá Saurbæ.

IS2009187654

KERFILL FRÁ DALBÆ

F. Gaumur frá Auðsholtshjáleigu

M. Flauta frá Dalbæ

Ae. 8,4

IS2008187040

ÖRVAR FRÁ GLJÚFRI

F. Stáli frá Kjarri

M. Ör frá Gljúfri Ae. 8,41

IS2012186180

BARÓN FRÁ EYSTRAFRÓÐHOLTI

F. Arion frá Eystra-Fróðholti

M. Aska frá Bakkakoti

IS2005181964

KETILL FRÁ KVISTUM

F. Nagli frá Þúfu í Landeyjum

M. Katla frá Skíðbakka III Ae. 8,22

IS2011186545

ÖÐLINGUR FRÁ HÁRLAUGSSTÖÐUM

F. Tinni frá Kjarri

M. Steinborg frá Lækjarbotnum

IS2011184366

ÝMIR FRÁ SKÍÐBAKKA I

F. Adam frá Ásmundarstöðum M. Ísold frá Skíðbakka I

IS2012186185

ÞÓR FRÁ EYSTRA-FRÓÐHOLTI

F. Penni frá Eystra-Fróðholti M. Særós frá Bakkakoti

IS2012188806

GIKKUR FRÁ ÞÓRODDSSTÖÐUM

F. Sær frá Bakkakoti M. Blökk frá Sóleyjarbakka

IS2008135847

BLUNDUR FRÁ SKRÚÐ

F. Stikill frá Skrúð M. Yrja frá Skrúð

Oddaverji frá Leirubakka. Knapi: Matthías Leó Matthíasson. Ljósmynd: Bára Másdóttir.

IS2008125426

ÁS FRÁ HOFSSTÖÐUM, GARÐABÆ

F. Álfur frá Selfossi M. Brúnka frá Varmadal Ae. 8,17

IS2011135936

FLYGILL FRÁ STÓRA-ÁSI

F. Straumur frá Breiðholti, Gbr. M. Nóta frá Stóa-Ási Ae. 8,03

IS2008188170

AÐALL FRÁ HREPPHÓLUM

F. Stáli frá Kjarri M. Fluga frá Hrepphólum Ae. 8,08

IS2009186700

ODDAVERJI FRÁ LEIRUBAKKA

F. Aron frá Strandarhöfði M. Emstra frá Árbakka Ae. 8,07 IS2009184745

FRÆGUR FRÁ STRANDAR HÖFÐA

F. Hnokki frá Fellskoti M. Framtíð frá Árnagerði Ae. 7,93

Val um toll undir einn af þremur eftirfarand hestum: IS2007187660

ÁLFFINNUR FRÁ SYÐRIGEGNISHÓLUM

F. Orri frá Þúfu í Landeyjum M. Álfadís frá Selfossi Ae. 8,37 IS2011187660

ÁLFGRÍMUR FRÁ SYÐRIGEGNISHÓLUM

F. Orri frá Þúfu í Landeyjum M. Álfadís frá Selfossi Ae. 8,11 IS2009187660

ÁLFARINN FRÁ SYÐRIGEGNISHÓLUM

F. Keilir frá Miðsitju M. Álfadís frá Selfossi Ae. 8,51 REIÐKENNSLA HJÁ SIGURÐI SIGURÐARSYNI

32

IS2009186228

PRINS FRÁ HELLU

F. Þóroddur frá Þóroddsstöðum M. Perla frá Árbæ

Ae. 8,39

IS2009138737

LAXNES FRÁ LAMBANESI

F. Kiljan frá Steinnesi

M. Sveifla frá Lambanesi

Ae. 8,46

IS2008186507

ÓSKAHRINGUR FRÁ MIÐÁSI

F. Hróður frá Refsstöðum M. Ósk frá Hestheimum

Ae. 8,45

IS2001165222

RAMMI FRÁ BÚLANDI

F. Keilir frá Miðsitju

M. Lukka frá Búlandi Ae. 8,18

IS1996181791

GEISLI FRÁ SÆLUKOTI

F. Gustur frá Grund M. Dafna frá Hólkoti Ae. 8,28

IS1997186772

VÍGAR FRÁ SKARÐI

F. Ófeigur frá Flugumýri M. Vaka frá Strönd Ae. 8,08

IS2012186759

SNORRI FRÁ ÁRBÆJARHJÁLEIGU II

F. Jarl frá Árbæjarhjáleigu II

M. Fjóla frá Hafnarfirði

IS2002158511

SINDRI FRÁ VATNSLEYSU

F. Glampi frá Vatnsleysu M. Silja frá Vatnsleysu

IS2012186822

SEIFUR FRÁ NEÐRA-SELI

F. Orri frá Þúfu í Landeyjum M. Sunna frá Lundi

IS2012180603

HRAFNKELL FRÁ HEMLU II

F. Þóroddur frá Þóroddsstöðum M. Hafrún frá Hemlu II

IS2013137870

STRAUMUR FRÁ HÖMLU HOLTI

F. Eldur frá Torfunesi M. Staka frá Fáskrúðarbakka Folatollur frá Ræktunarbúinu Garðshorni, Þelamörk (Ræktun áður kennd við Lambanes)

IS2012135816

SKÖRUNGUR FRÁ SKÁNEY

F. Þytur frá Skáney M. Reynd frá Skáney

IS2009157806

LAUKUR FRÁ VARMALÆK

F. Hófur frá Varmalæk

M. Tilvera frá Varmalæk Ae. 8,04

IS2005188276

BRAGUR FRÁ TÚNSBERGI

F. Rökkvi frá Hárlaugsstöðum M. Staka frá Litlu-Sandvík Ae. 8,02

IS2012165302

ASKUR FRÁ SKRIÐU

F. Fláki frá Blesastöðum 1A M. Dalrós frá Arnarstöðum

IS2010156418

VEGUR FRÁ KAGAÐARHÓLI

F. Seiður frá Flugumýri II M. Ópera frá Dvergsstöðum Ae. 8,39

IS2005137959

HLYNUR FRÁ HAUKATUNGU

SYÐRI 1

F. Gustur frá Hóli M. Kolfinna frá Haukatungu Syðri 1 Ae. 8,37 IS2003156956

KVISTUR FRÁ SKAGASTRÖND

F. Hróður frá Refsstöðum M. Sunna frá Akranesi Ae. 8,58 IS2011186134

FINNUR FRÁ ÁRMÓTI

F. Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum M. Nist frá Ármóti Ae. 8,21

IS2000135888

FÁLKI FRÁ GEIRSHLÍÐ

f. Oddur frá Selfossi m. Dögg frá Geirshlíð Ae. 8,07

IS2009135855

FRÓÐI FRÁ GILJAHLÍÐ

f. Arður frá Brautarholti m. Flóka frá Giljahlíð

33
Laukur frá Varmalæk.

ÚR STARFI GRANA Í VETUR

Granaferðin - Borgfirðingarnir Bragi, Reynir, Jónas, Guðmundur og Hafsteinn, auk þess Þráinn og Gunnar. Granaferðin - Glatt á hjalla í Skipanesi. Granaferðin - Hluti af grillmeisturunum; Karen Helga, Sigga Þorvalds og Auður Ingimundar. Granaferðin - Þessi voru nokkuð kát. F.v. Eva Margrét, Linda Margrét, Hólmfríður Ruth, Þráinn, Þuríður Lilly og Haukur. Granaferðin - Félagsskapurinn ekki af verri end anum. Auður, Sólrún, Þráinn, Fanney, Silja og Sigga. Granaferðin - Pissustopp

Mótaröð Grana: Verðlaunahafar þríþrautar.

Mótaröð Grana: Sigurlið þríþrautar, umhverfisskipulag. Elís Guðmunds, Þorsteinn Már og Sigríður Embla.

35
Mótaröð Grana: Fjórgangur, úrslit í B-flokk. Mótaröð Grana: Fjórgangur, úrslit í A-flokk
Háskóli lífs & lands www.LBHI.IS | LandBúnaðarHáSkóLI íSLandS | HvanneyrI, 311 BorgarneSI | 433 5000 | LBHI@LBHI.IS UMHverfISSkIpULag náttúrU- & UMHverfISfræðI SkógfræðI- & LandgræðSLa BúvíSIndIgarðyrkja & BúfræðI vilt þú hafa áhrif á nýtingu, verndun og viðhald náttúrunnar? kynntu þér spennandi nám í landbúnaðarháskóla íslands þar sem nálægðin við viðfangsefnið og kennara er í forgrunni. lítill skóli með mikla sérstöðu! HeStafræðI umhverfisskipulagBúvísindi hestafræði framhaldsnám starfs- & endurmenntun náttúru- & umhverfisfræði skógfræði & landgræðsla

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.