Skeifublaðið 2018

Page 1

SKEIFUBLADID

2018

ÁVARP FORMANNS GRANA

Sem formaður hestamannafélags lærir maður ansi margt. Viðburðarstjórnun og skemmtanastjóri ættu einnig að vera viðurnefni þess sem situr í formannsæti Grana. Þetta er búið að vera skemmtilegt ár og vil ég þakka stjórninni minni fyrir dugnað og vinnusemi.

Hestamannafélagið Grani var stofnað árið 1954 og heyrir nú undir nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið félagsins er að stuðla að hestamennsku nemenda við skólann, með félagslegum skemmtunum og námskeiðum. Allir nemendur skólans eru félagar í Grana og því er öllum velkomið að koma á viðburði og annað tengdu félaginu. Viðburðir Grana á þessu ári hafa ekki verið á verri endanum.

Árið byrjaði á hópferð í Laufskálaréttir þar sem félagar gistu saman á Hegranesi og tóku helgina með stæl. Hin árlega óvissuferð Grana er alltaf skemmtileg, við fórum á tveimur rútum og skoðuðum hestabú í Borgarfirði. Bændur á Sturlureykjum, Stóra-Kroppi og Skáney tóku vel á móti okkur og þökkum við þeim kærlega fyrir góðar móttökur. Þegar líða tók á haustönnina voru seldar Grana peysur og úlpur. Nemendur jafnt sem kennarar nutu góðs af því, þar seldust um 45 peysur og 20 úlpur frá 66°Norður.

Þríþraut Grana er einnig árlegur viðburður þar sem nemendur keppa þrír saman í liði. Þetta er nokkurs konar boðhlaupi, einn hlaupandi, einn á hjóli og sá síðasti á hestbaki. Þetta er alltaf mikið fjör og má segja að viðburðurinn hafi slegið í gegn bæði hjá keppendum og áhorfendum.

Á nýju ári kom tamningarmaðurinn og þjálfarinn Guðmar Þór og var með sýnikennslu fyrir nemendur, kennara og fólk úr sveitinni. Margir lögðu leið sína á Mið-fossa og fengu kennslu í uppbyggingu samskiptakerfi knapa og hests. Vakti það mikla lukku meðal áhorfenda. Fjórgangur og töltmót Grana voru einnig haldin á nýju ári. Keppt var í 3 flokkum frá byrjendum og upp í mikið vana keppnisknapa og gátu því allir sem vildu tekið þátt. Keppnirnar gengu vel, skráning var góð og buðu keppendur upp á sterka og skemmtilega keppni.

Að lokum er skeifudagurinn haldin hátíðlegur, á sumardaginn fyrsta. Þar sýna búfræði nemendur í Reiðmennsku II afrakstur vetrarins og keppa um Gunnarsbikarinn. Einnig eru veitt verðlaun fyrir þá nemendur sem hafa skarað fram úr í Hrossarækt. Morgunblaðsskeifan veitt, Framfarabikar Reynis, Eiðfaxabikarinn auk verðlauna sem FT gefur fyrir ásetu. Jafnframt keppa nemendur í Reiðmanninum um Reynisbikarinn en hann er gefinn til minningar um Reyni Aðalsteinsson.

Ekki má gleyma stóðhestahappdrætti Grana þar sem til vinnings voru folatollar undir flotta gæðinga og langar mig að nýta tækifærið til að þakka stuðning allra þeirra sem gáfu folatolla til að styrkja áframhaldandi áhuga á hestamennsku innan skólans og utan.

Við í stjórn Grana óskur öllum til hamingju með daginn og gleðilegs sumars.

2

DAGSKRÁ SKEIFUDAGSINS

13:00 Setningarathöfn

Töltgrúbba Vesturlands

Kynning nema í reiðmennsku II á tamningatrippum

Úrslit í Reynisbikarnum - Reiðmenn keppa til úrslita

Úrslit í Gunnarsbikarnum - fjórgangskeppni nemenda í reiðmennsku II

15:00 Kaffihlaðborð í mötuneyti skólans í Ásgarði, Hvanneyri - 1000 kr.

Verðlaunaafhending

Dregið í stóðhestahappdrætti Grana

AKKIR

Stjórn Grana og nemendur LbhÍ færa öllum innilegar þakkir fyrir að koma og halda Skeifudaginn hátíðlegan með okkur.

Okkur langar að þakka eftirfarandi aðilum fyrir samstarfið í vetur: Heiðu Dís Fjelsted fyrir reiðkennslu í reiðmennsku II og frumtamningum, Gunnari Reynissyni fyrir bóklega kennslu í Hestafræði, Kela í hesthúsinu sem er alltaf til taks fyrir okkur, sama hvað okkur vantar, Eddu og Gulla fyrir samstarfið og að hafa hlutina á hreinu á Mið-Fossum. Þórunni Eddu færum við sérstakar þakkir fyrir allt utanumhald og uppsetningu á Skeifublaðinu og Jósý fyrir prentunina á blaðinu.

Stóðhestaeigendur um allt land fá ástarþakkir frá Grana fyrir að gefa folatolla til styrktar hestamannafélaginu en þetta happdrætti er ein helsta fjáröflun hestamannafélgasins Grana.

Einnig þökkum við Líflandi fyrir styrki til okkar í vetur í formi vinninga fyrir mótin og alla viðburði.

Að lokum þökkum við öllum þeim yndislegu sjálfboðaliðum sem unnu óeigingjörn störf í þágu félagsins í vetur og óskum ykkur öllum gleðilegs sumars.

3
P

ÁVARP REIDKENNARA LbhÍ

Heiða Dís Fjeldsted

Nú er runninn upp minn þriðji skeifudagur sem reiðkennari við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Fyrir mér er þetta uppskerudagur nemenda minn. Þar sýna þau árangur sinn með tvo hesta sem þau komu með í námið um miðjan janúar. Ég er alltaf jafn spennt þegar námið hefst að sjá hvernig ótömdu trippin hjá nemendum þróast og temjast yfir veturinn. Það er fátt skemmtilegra en að frumtemja og þjálfa ung hross, maður sé nánast framfarir á hverjum degi. Í vetur má segja að þetta hafi tekist einstaklega vel, enginn datt af baki og þá var engin kaka fyrir reiðkennarann!

Hópurinn var samheldin og duglegur að hjálpast að við tamningarnar og það ber árangur. Gaman þótti mér hvað við gátum farið í marga útreiðartúra og rekstra í vetur sem ég tel mjög mikilvæga þjálfun í tamningu trippina. Nemendur komu líka með tamda hesta í námið. Þau notuðu þau til að öðlast betri þekkingu á ásetu, fimiæfingum, kenna trippunum að teymast og ýmislegt fleira. Ég tel það vera forrréttindi fyrir mig að geta starfað við þetta skemmtilega og gefandi starf og vona að allir njóti dagsins með okkur.

Gleðilegt sumar

ÚTGEFANDI:

Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri, grani@lbhi.is

RITSTJÓRN OG ÁBYRGÐARMENN:

Linda Margrét Gunnarsdóttir, nem.lmg1@lbhi.is Þórunn Edda Bjarnadóttir, thorunne@lbhi.is

HÖNNUN OG UMBROT:

Þórunn Edda Bjarnadóttir

PISTLAR UM NEMENDUR:

Nemendur í reiðmennsku II

TEIKNINGAR: Bjarni Þór Bjarnason

STJÓRN GRANA VETURINN 2017-2018:

Linda Margrét Gunnarsdóttir – Formaður Guðjón Hrafn Sigurðsson – Varaformaður Þórdís Karlsdóttir – Gjaldkeri

Hólmfríður Ruth Guðmundsdóttir – Ritari

Meðstjórnendur:

Heiðar Árni Baldursson

Rebekka Rún Helgadóttir

Gunnhildur Birna Björnsdóttir

Varamenn: Sólveig Arna Einarsdóttir Alexandra Rut Jónsdóttir

FORSÍÐUMYND:

Nemendur í reiðmennsku II, ljósm. Þorkell Þórðarson

4

Kvedja frá umsjónarmanni REIDMANNSINS

Hestamennskan er sannarlega lífsstíll og endalaus uppspretta gleði og áskoranna. Að vera hestamaður tekur stórann hluta af lífi þeirra sem hestamennskuna stunda.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á menntun og lifi og hrærist í því að kenna reiðmennsku víða um heim ásamt því að stunda eigin hestamennsku með fjölskyldu minni.

Námskeiðaröð LbhÍ; Reiðmaðurinn er að vaxa mikið og stækka. Hann er að verða stór hluti menntakerfis hins almenna hestamanns á Íslandi og er ég nokkuð viss um að við eigum töluverðan þátt í því að námskeiðshald ýmiskonar innan hestamennskunnar er að vaxa og blómstrar sem aldrei fyrr. Ný menning er að skapast í landinu um námskeið og árið að lengjast við ástundun hestamennskunnar, meira um að vera á haustin en áður og keppnistímabilið lengist jafnt og þétt.

Markmið Reiðmannsins er að bjóða upp á yfirgripsmikið og gott nám sem stenst háar kröfur um fagmennsku í allri kennslu og utanumhaldi fyrir hinn almenna hestamann. Fyrir fróðleiksfúsa hestamenn sem vilja bæta kunnáttu sína og þekkingu á reiðmennsku, hestahaldi, fóðrun og flestu því sem lítur að því að eiga hest og þjálfa hann til afkasta sem reiðhest.

Ég lít svo á að við höfum í raun tvo innganga að því að þjálfa og temja hest, tvö stór og spennandi ábyrgðarsvið.

Í fyrsta lagi er ég með dýr sem líkist mér lítið sem ekkert, og ég þarf að ná að skilja dýrið og gera mig skiljanlegan. Þ.e. að koma upp einhverskonar tungumáli sem við getum tjáð okkur á og skilið hvor annan.

Í öðru lagi, þegar hesturinn er farinn að skilja mig og við farnir að eiga samskipti þarf ég að sjá til þess að hesturinn beiti sér rétt, að hann hreyfi sig

þannig með mig á bakinu að það fari ekki illa með hann og geti jafnvel hjálpað honum að byggja sig upp líkamlega á góðann hátt.

Með þessi tvö atriði í huga er eins gott að kunnátta og færni sé aðgengileg þeim sem stunda hestamennsku að kappi árið um kring jafnvel og með heilu fjölskyldurnar með sér. Þarna stendur Reiðmaðurinn vörð um hestinn með því að bjóða upp á nám sem hinn almenni hestamaður getur sótt í sinni heimabyggð.

Nú á haustönn 2018 fara af stað nýir hópar í Skagafirði, Kópavogi og á Selfossi ásamt þeim fjórum hópum sem fara á sitt annað vinnuár á haustönninni. Þeir eru í Mosfellsbæ, Króki í Ásahreppi og tveir hópar í Borgarnesi.

Þar að auki höfum við boðið upp á framhaldsnám sem verður að þessu sinni í Hafnarfirði, Kópavogi og á Flúðum.

Ég vill óska öllum nemendum LbhÍ til hamingju með Skeifudaginn. Gleðilegt sumar

5

BIKARAR

MORGUNBLAÐSSKEIFAN var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri 4. maí 1957. Vildi Morg unblaðið með þessu framtaki sýna hug sinn til þess arar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Í ár er Morgunblaðsskeifan veitt þeim nemanda sem náð hefur bestum samanlögðum árangri í frum tamningaprófi og í reiðmennskuhluta knapamerkis III. Allir nemendur starfsmenntabrauta og háskóla deilda LbhÍ sem ekki hafa tekið þátt í skeifukeppni áður hafa þátttökurétt í Morgunblaðsskeifunni.

GUNNARSBIKARINN hefur verið veittur síðan 2008 og er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minn ingar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktar ráðunaut og kennara á Hvanneyri. Gunnar sýndi mikið frumkvæði í starfi sínu sem reiðkennari og var fyrstur til að kenna nemendum sínum að temja hesta sér til reiðar. Hefur slík kennsla haldist nær óslitin síðan. Gunnarsbikarinn er veittur þeim nem enda sem hlýtur hæstu einkunn í fjórgangi en fara úrslit úr keppninni fram á Skeifudaginn. Þátttökurétt í þessari keppni hafa allir nemendur reiðmennsku II.

EIÐFAXABIKARINN hefur verið veittur síðan 1978. Í ár er hann veittur þeim nemenda sem hlýtur bestu einkunn í bóklegum áfanga (hestafræði).

ÁSETUVERÐLAUN FÉLAGS TAMNINGAMANNA hafa verið veitt frá árinu 1971 og hlýtur þau sá nemandi sem þykir sitja hest sinn best. Ásetan skal vera falleg og notuð til að stjórna hestinum.

FRAMFARABIKAR REYNIS hefur verið veittur síðan 2013 þeim nemenda sem hefur sýnt hvað mestan áhuga, ástundun og tekið hvað mestum framförum í reiðmennsku II, sem saman stendur af knapamerki III og frumtamningaráfanga. Þessi bikar er gjöf Hestamannafélagsins Grana til minningar um Reyni Aðalsteinsson og alla þá frábæru hluti sem hann gerði fyrir hestamennsku á Hvanneyri og víðar.

REYNISBIKARINN. Nemendur reiðmannsins, sem er námskeiðsröð Endurmenntunardeildar LbhÍ, keppa sín á milli um Reynisbikarinn. Þessi keppni fer nú fram í tíunda sinn og er útgáfa af gangtegunda og fimikeppni útfærð af gefanda bikarins, Reyni Aðalsteinssyni tamningarmeistara og reiðkennara.

Verðlaun í Skeifukeppni Grana og LbhÍ eru eftirfarandi:

1. Sæti: Slingur frá Fossi, IS2011188660

Sæti: Abel frá Eskiholti II, IS2006136584

Sæti: Arnar frá Skipanesi,

Einnig er öllum nemendum í reiðmennsku II gefinn folatoll fyrir árangur sinn í vetur. Fyrirfram ákveðnir folatollar eru fyrir sæti 1.-3. og dregið er úr eftirfarandi tollum fyrir 4.-8. Sæti :

Ljósvíkingur frá Steinnesi, IS2012156291, Dalvar frá Dalbæ 2, IS2010188153, Fálki frá Geirshlíð, IS2000135888, Hver frá Hverhólum, IS2009157900, Glóbus frá Halakoti, IS2012182454

6
2.
3.
IS2009135407
7 MORGUNBLAÐSSKEIFAN 1._______________________________________________________________________ 2. _______________________________________________________________________ 3. _______________________________________________________________________ 4. _______________________________________________________________________ 5. _______________________________________________________________________ GUNNARSBIKARINN 1._______________________________________________________________________ 2. _______________________________________________________________________ 3. _______________________________________________________________________ 4. _______________________________________________________________________ 5. _______________________________________________________________________ EIÐFAXABIKARINN HLAUT:____________________________________________________ ÁSETUVERÐLAUN F.T. HLAUT: _________________________________________________ FRAMFARABIKAR REYNIS HLAUT: ______________________________________________ REYNISBIKARINN 1.___________________________________________________________________________________ 2. ___________________________________________________________________________________ 3. ___________________________________________________________________________________ 4. ___________________________________________________________________________________ 5. ___________________________________________________________________________________ TIL MINNIS

REIDMADURINN

– tveggja ára námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku

Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum hesta mönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Reiðmaðurinn er tveggja ára nám. Námskeiðið er byggt upp af námi í reiðmennsku og er megináherslan lögð á það í gegnum fjórar verklegar helgar á önn en einnig er þetta almennt bóklegt nám sem tekið er í fjarnámi og einni helgi í staðarnámi.

Námið er metið til samtals 33 framhaldsskólaein inga (Fein) og lýkur námskeiðsröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Slík einingagjöf metur þá lágmarks vinnu sem ætlast er til að nemendur leggi fram og er háð því að nem endur hafi sótt 90% verklegra tíma í staðarnámi og standist námsmat.

Að baki hverrar einingar er gert ráð fyrir 3 heilum vinnudögum nemandans, hvort sem um er að ræða verklega tíma eða heimanám. Mikil áhersla er lögð á markvissa heimavinnu á milli verklegra helga. Umsækjendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri. Reið menn eiga þess kost að taka þátt í Reynisbikarnum. Forkeppni fer fram innan hvers hóps en tveir til þrír frá hverjum námshópi taka þátt í undankeppni og svo úrslitum á Skeifudaginn.

Reynisbikarinn er til minningar um tamningameistarann Reynir Aðalsteinsson sem var upphafsmaður og hugmyndasmiður Reiðmannsins.

REIÐMAÐURINN 2016-2018

Kópavogur og Selfoss.

REIÐMAÐURINN 2017-2019

Borgarfjörður, Mosfellsbær og Krókur í Ásahrepp.

REIÐMAÐURINN 2018-2020

Skagafjörður, Selfoss, Kópavogur.

REIÐMAÐURINN (3 ár) 2018-2019

Kópavogur, Hafnarfjörður, Flúðir Opið er fyrir umsóknir!

Þeir sem áhuga hafa á náminu sækja um það í gegnum umsóknarsíðu skólans. Muna þarf að Reiðmaðurinn er starfsmenntanám á framhaldsskólastigi. Viðkomandi velur það landssvæði sem hann vill taka verklega hlutann. Þegar búið er að fara yfir umsóknir og veita jákvæð svör, kemur að því að staðfesta þátttökuna með greiðslu á staðfestingargjaldi.

Ef áhugahópur er til staðar innan ákveðins hestamannafélags kemur vel til greina að hefja næsta skólaár á viðkomandi stað, uppfylli staðurinn þær kröfur sem settar eru vegna kennslunnar og næg þátttaka fyrir hendi. Hafið samband við Endurmenntun LbhÍ og málið verður skoðað. – endurmenntun@lbhi.is eða sími 433 5000.

8

PÁTTTAKENDUR Í REYNISBIKARNUM 2018

SPRETTUR 2. ÁR

Jónína Björk Vilhjálmsdóttir

Bragi frá Efri-Þverá

7 vetra Brúnn

Birna Sif Sigurðardóttir

Hrannar frá Hárlaugsstöðum

15 vetra Rauðskjóttur

Elfa Hrund Sigurðardóttir

Riddari frá Ási 2

11 vetra Móálóttur blesóttur leistóttur

SELFOSS 2. ÁR

Sigurður Grímsson

Fáni frá Fossmúla

7 vetra Rauðstjörnóttur

Atli Fannar Guðjónsson

Emil frá Austurási

8 vetra Brúnn

KRÓKUR 1. ÁR

Bragi Birgisson Þröstur frá Efri-Gegnishólum 10 vetra Rauðskjóttur

Elísabet Sveinsdóttir

Hrammur frá Galtastöðum 16 vetra Brúnn

2009: Hanna Heiður Bjarnadóttir, Mið-Fossar

2010: Líney Kristinsdóttir, Mið-Fossar

2011: Guðfinna Lilja Sigurðardóttir, Dalland

2012: Eyrún Jónasdóttir, Flúðir

2013: Jón Óskar Jóhannesson, Flúðir

BORGARNES 1. ÁR

Ágústa Rut Haraldsdóttir

Gnýr frá Kvistum 7 vetra Rauðstjörnóttur

Elísabet Fjeldsted

Atlas frá Tjörn 14 vetra Brúnn

Halldóra Jónasdóttir

Kólugleði frá Nýjabæ 8 vetra Brún Kristín Kristjánsdóttir Elísa frá Bakkakoti 10 vetra Brún

MOSFELLSBÆR 1. ÁR

Sigurður Halldórsson Sproti frá Hjaltastöðum 9 vetra Brúnblesóttur

Sigríður Theodóra Eiríksdóttir Ægir frá Þingnesi 10 vetra jarpur

2014: Íris Björg Sigmarsdóttir, Mið-Fossar

2015: Hannes Ólafur Gestsson, Víðidalur

2016: Guðríður Eva Þórarinsdóttir, Flúðir

2017: Maja Vilstrup, Flúðir

2018:

9 VINNINGSHAFAR REYNISBIKARS •

ÁGÚST GESTUR GUÐBJARGARSON

TAMNINGATRIPPI

Skelfing frá Eyjarkoti

4.vetra brúnskjótt

F: Álvar frá Hrygg

M: Orða frá Eyjarkoti

Eig.: Guðbjörg Gestsdóttir

Brösulega gekk fyrir Ágúst að koma hrossunum sínum á svæðið í vetur. Þegar heiðin loksins opnaði mættu skjónurnar tvær á svæðið.

Jórunn frá Miðhjáleigu flýtti sér við hvert verk og vildi helst vera utandyra. Slökunaræfingar sem Ágúst prufaði á henni virkuðu öfugt og endaði það svo á að Jórunn fékk að fara heim. Í staðinn kom hún Orða frá Eyjarkoti Orða hefur verið í folaldseignum en var geld þetta árið. Var það lán í óláni fyrir Ágúst því hún stendur sig með stakri prýði. Dóttir Orðu, Skelfing frá Eyjarkoti , kunni sig vel í byrjun tamningar. Þar til að Ágúst fór í hnakkinn og vildi auka hraðann. Minna fer fyrir þessum uppátækjum hennar núna. Þá aðallega vegna þess að Ágúst hefur vanist þessu.

REIÐHESTUR I

Jórunn frá Miðhjáleigu

13 vetra brúnskjótt

F: Þristur frá Feti

M: Dröfn frá Staðarhúsum

Eig.: Guðbjörg Gestsdóttir

REIÐHESTUR II

Orða rá Eyjarkoti

12 vetra jörp

F: Glettingur frá Steinnesi

M: Sæunn frá Eyjarkoti

Eig.: Guðbjörg Gestsdóttir

10

BJARKI VILHJÁLMSSON

TAMNINGATRIPPI

Hróðný frá Hrísum

4 vetra, leirljós

F: Fálki frá Geirshlíð

M: Kjúka frá Hrísum

Eigandi: Dagbjartur Dagbjartsson

REIÐHESTUR

Tímon frá Hrísum

12 vetra, leirljós

F: Ljóður frá Refsstöðum

M: MIskunn frá Refsstöðum

Eigandi: Bjarki Vilhjálmsson

Bjarki kemur frá Helgavatni í Þverárhlíð og hestamenskan þar tíðkast aðallega að sportreiðum. Bjarki mætti með, að hans eigin sögn tvo hvíta hesta (aðalega til að hrekkja fólk sem tekur það nærri sér ef litir eru ekki til). Hrossin komu bæði frá Dagbjarti stórræktanda á Hrísum í Flókadal. Tímon er klár sem er á besta aldri . Hann hefur aðalega verið notar sem útreiðar hross og leitar hross. Hann var taminn fyrir nokkrum árum í knapamerki 3 rétt eins og merinn Hróðný og hafði hann gott af þessari upprifjun. Hann hefur mjög sérstakan persónuleika og líkist meira hundi en hesti. Hann eltir fólk og rótar í skápum í leit að góðgæti. Tímon og Bjarka var bannað að æfa tölt og fara út í reiðtúr. Þessar leiðbeiningar komu í kjölfar þess að brestur kom í jafnaðargeð reiðkennarans. Nú brokkar Tímon eins og enginn sér morgundagurinn rétt við að segja brokk við hann. Hróðný er stutt og þolimæði hennar fyrir ókunnum hrossum líka. Nafnið fær hún frá því að eiga afa sem heitir Hróður og fannst eiganda við hæfi að skýra hana í höfuð á honum eftir pressu frá tamningar manni að fá nafn á merina. Samstarfið hjá henni og Bjarka hefur gegnið eins og í góðri lygasögu, fyrir utan blessuðu stökkæfingarnar inní reiðhöll. Hún var mjög spennt í byrjun að læra, en þegar fer að líða ferð áhugin aðeins að dala að hanga mikið inní höll. Þá er ekkert annað en að skella sér í útreiðartúra og er hún mjög gott hross í þá brúkun þrátt fyrir ekki mikla stærð.

11

DAGRÚN KRISTINSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Stormur frá Bjarnarnesi

5 vetra, brúnn

F: Sæmundur frá Vesturkoti

M: Skálm frá Bjarnarnesi

Eigandi: Friðgeir Höskuldsson

Strandamærin mætti galvösk með tvo risa beint af Ströndunum. Klerkur hafði áður verið á MiðFossum og þekkti svæðið því vel. Honum þótti það frekar leiðinlegt að fara hægt yfir og er Dagrún orðin því ansi flink í að segja „hóóó!“. Þau tóku þátt í öllum mótum hjá Grana og gekk vel hjá þeim. Stuttu fyrir próf heltist Klerkur og fékk Dagrún snillinginn Sigur-Skúf lánaðann frá Eddu og Gulla til að komast í próf og gengu æfingar á honum vel. Stormur er stór hestur með lítið hjarta og tók dvölin á MiðFossum mikið á hann fyrstu vikurnar. Fyrstu dagana var allt í bremsu og var hann borinn upp úr stíunni þegar kom að æfingum. En fljótt sættist hann á hlutina og þegar á bak var komið sá Stormur fram á það að geta ekki haft betur og sætti hann sig við þetta nýja hlutverk. Þykir þeim lang skemmtilegast að fara út í reiðtúra því áhorfendastúkan í höllinni finnst Stormi stórhættuleg og alveg sérstaklega ef fólk vogar sér að sitjast þar.

REIÐHESTUR

Klerkur frá Gíslabæ

19 vetra, rauður

F: Glaumur frá Auðholtshjáleigu

M: Lýsa frá Möðruvöllum

Eigandi: Victor Örn Victorsson

12

DANÍEL ATLI STEFÁNSSON

TAMNINGATRIPPI

Saga frá Hjarðarholti

4 vetra, fífilbleikstjörnótt

F: Þytur frá Skáney

M: Gloría frá Hjarðarholti

Eigandi: Sigríður Þorvaldsdóttir

Frá hjara veraldar mætti Daníel með bros á vör. Vegna hrossaskorts og fjarlægðar fékk hann hross í láni frá Siggu mágkonu sinni í Hjarðarholti. Gloría frá Hjarðarholti er ýmsu vön eftir veturinn. Þau tóku þátt í öllum mótum hestamannafélagsins Grana og toldi Daníel á baki, í næstum öll skiptin. Verst af öllu þótti honum þó að hafa tapað fyrir 9 ára barni en það þykir nú varla frásögufærandi. Dóttir Gloríu, Saga frá Hjarðarholti er ákveðin en meðfærileg. Tamningarnar eru búnar að genga vel hjá þeim í vetur og óhætt að segja að hún sé orðinn gangnafær. Það er að minnsta kosti hægt að taka í nefið á baki, hún er dugleg og orkumikil, hún teymist ljómandi vel og meira þykir óþarft í göngum að mati tamningamannsins.

REIÐHESTUR

Gloría frá Hjarðarholti

16 vetra, móálótt

F: Logi frá Skarði

M: Fluga frá Flugumýri

Eigandi: Sigríður Þorvaldsdóttir

13

GUNNHILDUR BIRNA BJÖRNSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Natan frá Snartarstöðum

4 vetra, brúnn

F: Trausti frá Blesastöðum

M: Saga frá Nýja-bæ

Eigandi Gunnhildur Birna Björnsdóttir

Gunnhildur mætti með reiðhestinn sinn hann Sóma. Sómi og Gunnhildur höfðu farið í gegnum Reiðmanninn saman og kunnu þau ýmsar æfingar, en þurftu þó að rifja upp og fínpússa hlutina. Sómi er viðkvæm sál, sérhlífinn og þarf að semja við hann og fara vel að honum, en með nokkrum molum má galdra margt og náðist samkomulag um flest. Sóma er Gunnhildur búin að eiga í langan tíma og þekkja þau hvort annað ansi vel og er virðing og traust þeirra á milli mikið.

REIÐHESTUR

Sómi frá Skáney

12 vetra, jarpur

F: Piltur frá Sperðli

M: Gná frá Skáney

Eigandi: Gunnhildur Birna Björnsdóttir

Tryppið Natan er úr ræktun Gunnhildar, þó var móður hans haldið undir rangan hest, sem kom í ljós þegar DNA greining passaði ekki. Natan kynnti sig vel í byrjun, rólegur, og full yfirvegaður. Ef hann ætti að velja uppáhalds gangtegund væri það sennilega kyrrstaða. Í reiðtúrum fannst honum lang skemmtilegast þegar snúið var við, þá tók hann iðulega á rás. Gamanið varði þó yfirleitt stutt þegar Gunnhildur ákvað að láta hann hlaupa alla leið heim, þau hlaup entust stutt. Óhætt er að segja að hin tryppin séu orðin vön að rokið og hrekkt sé framhjá þeim, en regulega reyndi Natan að fæla undan hinum. Stundum langaði eigandanum að breyta nafninu í Satan. Þrátt fyrir þessi reglulegu skemmtiatriði náðist að temja Natan ágætlega, mögulega hjálpaði þrjóska og ákveðni eigandans til. Lífslati Natan verður því ánægður að fá frí eftir Skeifudaginn.

14

HEIÐAR ÁRNI BALDURSSON

TAMNINGATRIPPI

Mörk frá Múlakoti

4 vetra, rauð

F: Markús frá Langholtsparti

M: Fluga frá Múlakoti

Eigandi: Baldur Árni Björnsson

Heiðar lét utanlandsferð reiðkennarans í byrjun vetrar ekki stoppa sig og mætti með tamið trippi. Mörk er sérlunda og lætur ekki vaða yfir sig. Reglulega tók Mörk gleðihopp en henni fór greinilega að leiðast þegar leið á veturinn og hætti því. Mörk og Heiðar hafa ekki alltaf verið sammála og má sá gat á veggnum í reiðhöllinni eftir ágreining þeirra. Fyrir utan þetta er Mörk efnileg klárhryssa sem jafnvel er stefnt á dóm með hana. Frama líkar inniveran ekki og vill helst vera úti, hann nýtur sín mun betur þar. Annars hefur veturinn hjá þeim félögum gengið nokkuð hnökralaust fyrir sig, og þeir farnir að þekkja nokkuð vel inná hvern annan. Mottó Heiðars þennan veturinn er að það er betra að vera seinn og sætur en ljótur og fljótur!

REIÐHESTUR

Frami frá Gunnlaugsstöðum

8 vetra, grár

F: Hrímnir frá Ósi

M: Drífa frá Gunnlaugsstöðum

Eigandi: Heiðar Árni Baldursson

15

HÓLMFRÍÐUR RUTH GUÐMUNDSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Regína frá Reynisvatni

4 vetra, sótrauð

F: Orri frá Þúfu

M: Vordís frá Dalsmynni

Eigandi: Valdimar A Kristinsson

REIÐHESTUR

Skeggi frá Munaðarnesi

17 vetra, brúnn

F: Þokki frá Munaðarnesi

M: Fjöður frá Munaðarnesi

Eig.: Kristjana Þórarinsdóttir & Gunnar Halldórsson

Úr rokinu frá Kjalarnesinu fauk hún Fía til Hvanneyris og lét hún ekki duga að mæta bara með eitt trippi í hesthúsið á MiðFossum svo hún mætti með tvær merar frá góðkunningja sínum úr Mosfellsbænum. Eftir yfirfærslu reiðkennarans í upphafi annar fékk Regína svo samþykki um að vera í áfanganum og var Fía að temja hitt trippið samhliða náminu. Regína er síðasta afkvæmi Orra frá Þúfu, því var mikil pressa á þeim stöllum. Regína veit hvað hún vill og er mjög fljót að læra. Hún mikil vinkona Fíu og kemur hlaupandi til hennar þegar hún er sótt út í gerði og er alltaf til í smá dekur. Regína hefur allan gang og hefur gaman að tölta og leggjast á skeið. Skeggja fékk Fía í láni frá nágrönnum sínum af Kjalarnesinu en Skeggi er ættaður af Vesturlandi og er reyndur keppnishestur. Skeggi er mjög ákveðinn hestur og finnst gaman að dunda sér í æfingum í reiðhöllinni. Úti í reiðtúrum var parið ekki alltaf sammála um það hvar ætti að stoppa en samkomulagi náðist frábærlega þegar leið á veturinn. Fía og fjölskyldan hefur fiktað aðeins með ræktun á seinustu árum og er markmiðið að koma upp góðum og traustum reiðhrossum. Eftir útskrift ætlar Fía að flytja sig um sess og prófa reiðleiðirnar á Suðurlandinu.

16

THELMA BJÖRK JÓNSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Ævör frá Efri-Hrepp

4 vetra, bleik

F: Ægir frá Efri-Hrepp

M: Askja frá Efri-Hrepp

Eigandi: Guðrún Jóhanna Guðmundsd & Ingibergur Helgi Jónsson

Thelma fékk Ævör í láni frá EfriHrepp. Ævör og Thelma eru miklar vinkonur og hneggjar hún á móti Thelmu þegar hún mætir í hús. Þær vinkonur hafa æft ýmis sirkusatriði og bíða spenntar eftir svari frá Sirkus Íslands. Fyrst mætti Thelma með Vals frá Hrísdal. Hann var aðeins of lítið tamin til að henta í prófið þannig að Þau náðu ekki samkomulagi um í hvaða átt átti að fara, svo Vals var sendur aftur heim. Thelma var þá ekki í vandræðum með að ná í annan hest og kom með Hring frá Akranesi. Hringur er vanur knapamerkjahestur en er lítið fyrir að fara hægt. Thelma hefur verið alltaf eitthvað í hrossin sem hennar aðal atvinnu bæði í tamningum og ræktun.

REIÐHESTUR

Hringur frá Akranesi

11 vetra, brúnn blesóttur

F: Dynur frá Hvammi

M: Maístjarna frá Akranesi

Eigandi: Thelma Björk Jónsdóttir

17

ALLTAF LÍF OG FJÖR Í HESTHÚSINU.

18 ÚR STARFI GRANA Í VETUR VINNINGSHAFAR. Myndataka: Gunnhildur Lind. STEFÁN BRAGI BIRGISSON SÝNIR LISTIR SÍNAR Á GRÍNLEIKUM GRANA. Myndataka: Gunnhildur Lind.
Myndataka: Gunnhildur Lind Hansdóttir.
19 ÚRSLIT 2.FLOKKI Í TÖLTMÓTI GRANA 8. MARS Myndataka: Gunnhildur Lind. ÚRSLIT 1.FLOKKI Í TÖLTMÓTI GRANA 8. MARSMyndataka: Gunnhildur Lind. GUÐMAR ÞÓR MEÐ SÝNIKENNSLU.Myndataka: Gunnhildur Lind. INGVAR HERSIR LEGGUR Á RÁÐIN MEÐ SIGURÐI YNGVA. Myndataka: Gunnhildur Lind.
20 VINNINGSHAFAR Í FJÓRGANGSKEPPNI GRANA. Myndataka: Gunnhildur Birna. VINNINGSHAFAR Í FJÓRGANGSKEPPNI GRANA.Myndataka: Gunnhildur Birna. HEIÐA DÍS Á FULLRI FERÐ Í FJÓRGANGSKEPPNI GRANA. Myndataka: Gunnhildur Birna.

FOLATOLLAR

SÓKRATES FRÁ SKÁNEY

IS2013135811

F: Stáli frá Kjarri

M: Nútíð frá Skáney Aðaleinkunn:Ósýndur

FYLKIR FRÁ ODDSTÖÐUM

IS2014135715

F: Brák frá Oddsstöðum

M: Hersir frá Lambanesi Aðaleinkunn: Ósýndur

ASKUR FRÁ BRÚNASTÖÐUM

IS2013187370

F: Loki frá Selfossi

M: Gloría frá Árgerði Aðaleinkunn: Ósýndur

HERVAR FRÁ INNRISKELJABREKKU IS2015135610

F: Hersir frá Lambanesi

M: Nánd frá Miðsetju Aðaleinkunn:Ósýndur

FORNI FRÁ BREIÐABÓLSSTAÐ IS2013135727

F: Fláki frá Blessastöðum 1A

M: Orka Tungufelli Aðaleinkunn: Sýndur í vor

ANDI FRÁ LUNDUM II

IS2014136409

F: Arður frá Brautarholti

M: Auðna frá Höfa Aðaleinkunn: Ósýndur

GLAÐUR FRÁ PRESTSBAKKA IS2009185070

F: Aris frá Akureyri

M: Gleði frá Prestbakka Aðaleinkunn: 8,73

STÖKKULL FRÁ SKRÚÐ IS2014135847

F: Markús frá Langholtsparti

M: Sandra frá Skrúð

Aðaleinkunn: -Sköpulag : 8,13

SIRKUS FRÁ GARÐSHORNI Í ÞELAMÖRK IS2012164070

F: Fáfnir frá Hvolsvelli

M: Sveifla frá Lambanesi

Aðaleinkunn: 8,61

FRAMI FRÁ

GUNNLAUGSSTÖÐUM

IS2010136490

F: Hrímnir frá Ósi

M: Drífa frá Gunnlaugsstöðum Aðaleinkunn: 7,85

JARL FRÁ STEINNESI

IS2013156299

F: Kiljan frá Steinnesi

M: Díva frá Steinnesi Aðaleinkunn: 8,05

YMUR FRÁ REYNISVATNI

IS2002125165

F: Orri frá Þúfu

M: Ilmur frá Reynisvatni Aðaleinkunn: 8,15

PRINS FRÁ HELLU IS2002125165

F:Þóroddur frá Þóroddsstöðum

M: Perla frá Árbæ Aðaleinkunn: 8,39

BJARMI FRÁ BÆ 2

IS2011135202

F: Álffinur frá Syðri-Gegnishólum M: Blika frá Nýjabæ Aðaleinkunn: 8,45

FARSÆLL FRÁ LITLA-GARÐI

IS2011135202

F: Gangster frá Árgerði M: Sónata frá Litla- Hóli Aðaleinkunn: 8,21

PÚKI FRÁ LÆKJABOTNUM

IS2008186807

F: Hróður frá Refsstöðum

M: Hekla-Mjöll frá Lækjarbotnum Aðaleinkunn: 8,49

KONSERT FRÁ HOFI

IS2011135202

F: Ómur frá Kvistum M: Kantata frá Hofi Aðaleinkunn: 8,72

ELDFARI FRÁ STÓRAÁSGEIRSÁ IS2011135202

F: Huginn frá Haga M: Eldspýta frá StóraAðaleinkunn: 8,33

MÁRI FRÁ HVOLI II

IS2012182199

F: Máttur Frá Leirubakka M: Frilla frá Heiði Aðaleinkunn: Ósýndur

KAFTEINN FRÁ HOFI

IS2014156107

F: Arion frá Eystra- Fróðhoti M: Kantata frá Hofi Aðaleinkunn: Ósýndur

TENINGUR FRÁ VÍÐIVÖLLUM

FREMRI IS2014175280

F: Dagfari frá Sauðárkróki M: Duld frá Víðivöllum fremri Aðaleinkunn:Ósýndur

21

FRÆGUR FRÁ STRANDARHÖFÐI

IS2009184745

F: Bjartur frá Úlfsstöðum M: Sýn frá Söguey

Aðaleinkunn:8,13

KÓRALL FRÁ LÆKJARBOTNUM

IS 2005186809

F: Sær frá Bakkakoti

M:Hraundís frá Lækjabotnum

Aðaleinkunn: 8,50

LJÓSVÍKINGUR FRÁ ÚLFSSTÖÐUM

IS2015176233

F: Bjartur frá Úlfsstöðum M: Sýn frá Söguey

Aðaleinkunn: Ósýndur

AUSTRI FRÁ ÚLFSSTÖÐUM

IS2009176234

F: Bragi frá Kópavogi

M: Sýn frá Söguey

Aðaleinkunn: 8,29

NÓI FRÁ STÓRA-HOFI

IS2008186002

F: Illingur frá Tóftum M: Örk frá Stóra-Hofi

Aðaleinkunn: 8,67

DANS FRÁ ÁLFHÓLUM

IS2009157900

F: Pan frá Breiðstöðum M: Díva frá Álfhólum Aðaleinkunn: Sýndur í vor

ROÐI FRÁ ÓSI

IS2014165247

F: Gangster frá Árgerði M: Tinna frá Ósi Aðaleinkunn: Sýndur í vor

BRYNJAR FRÁ BAKKAKOTI

IS2011186194

F: Frakkur frá Lanholti

M: Smella frá Bakkakoti

Aðaleinkunn: 8,37

ÁLFARINN FRÁ SYÐRI- GEGNISHÓLM IS2009187660

F: Keilir frá Miðsitju M: Álfadós frá Selfossi Aðaleinkunn: 8,65

ATLAS FRÁ TJÖRN IS2004186363

F: Orri frá Þúfu í Landeyjum

M: Blökk frá Tjörn Aðaleinkunn: 8,09

ÓFEIGUR FRÁ ÞORLÁKSSTÖÐUM IS1996125014

F:Nökkvi frá Vestra- Geldingaholti M: Komma frá Þórláksstöðum Aðaleinkunn: 8,52

MIÐILL FRÁ KISTUFELLI IS2009135783

F: Hlynur Frá Haukatungu Syðri M: Brá frá Kistufelli Aðaleinkunn: 8,03

HAMUR FRÁ HOLTSMÚLA IS2013181099

F: Þeyr frá Holtsmúla M: Hrafnklukka frá Hala Aðaleinkunn: Ósýndur

HÁLFMÁNI FRÁ HAFSETINSTÖÐUM IS2015157345

F: Arion frá Eystra- Fróðholti M: Blálilja frá Hafsteinsstöðum Aðaleinkunn:Ósýndur

HESTUR AÐ EIGIN VALI FRÁ TORFUNESI

FLÓKI/FRÓÐI FRÁ GILJAHLÍÐ Aðaleinkunn: 7,96/Ósýndur

22

VINNINGSHAFAR SKEIFUNNAR

• 1956: Sigurgeir Ísaksson (engin skeifa)

• 1957: Örn Þorleifsson, Reykjavík (Húsey, N-Múl.)

• 1958: Þórður Ólafsson, Hlíðarenda, Ölfusi (Þorláks höfn)

• 1959: Jónas Jónsson, Norðurhjáleigu, V-Skaft. (Kálf holt, Rang.)

• 1960: Sigfús Guðmundsson, Reykjavík (Vestra-Geldin holt, Árn.)

• 1961: Haraldur Sveinsson, Hrafnkelsst., Árn.

• 1962: Guðmundur Hermansson, Reykjavík (Fjall, Skag., Reykjavík)

• 1963: Guðmundur Þór Gíslason, Reykjavík (Torfastað ir, Árn.)

• 1964: Reynir Aðalsteinsson, Rvík. (Sigmundarstaðir, Borg., Hvanneyri)

• 1965: Þröstur Bjarkar Snorrason, Stardal, Stokkseyri (Tóftir)

• 1966: Sigurbjörn Ómar Ragnarsson, Hvalgröfum, Dal. (Rvík.

• 1967: Bjarni Kristjánsson, Reynivöllum, Kjós (Þorláks staðir)

• 1968: Agnar Kristjánsson, Norðurhlíð, S-Þing.

• 1969: Karl Ölvirsson, Þjórsártúni, Rang.

• 1970: Guðni Vignir Jónsson, Götu, Rang.

• 1971: Ragnar Hinriksson, Reykjavík (Borgarnes, nú Rvík)

• 1972: Guðmundur S. Einarsson, Dalsmynni, Árn.

• 1973: Benedikt Líndal Þorbjörnsson, Reykjavík (Stað ur, Borgarnes)

• 1974: Guðmundur Jónsson, Reykjum, Mosfellssveit

• 1975: Jón G. Halldórsson, Krossi, Borg. (Borgarnes)

• 1976: Óskar E. Sverrisson, Andakílsárvirkjun, Borg. (Borgarnes)

• 1977: Hreggviður Eyvindsson, Reykjavík (Svíþjóð)

• 1978: Þórir Magnús Lárusson, Þórukoti, V-Hún. (Holts múli)

• 1979: Hróðmar Bjarnason, Hvoli, Ölfusi

• 1980: Meyvant Lúter Guðmundsson, Reykjavík

• 1981: Sigurjón Bjarnason, Hvoli, Ölfusi

• 1982: Sverrir Möller, Reykjavík

• 1983: Elín Rósa Bjarnadóttir, Reykjavík (Blönduós)

• 1984: Rúna Einarsdóttir, Mosfelli, A-Hún. (Þýskaland)

• 1985: Þór Bjarnar Guðnason, Selfossi (Flúðir, Kóps vatn)

• 1986: Vignir Sigurðsson, Húsavík (Litla-Brekka, Eyjaf.)

• 1987: Jóhann Þorvarður Ingimarsson, Eyrarlandi, SMúl.

• 1988: Böðvar Baldursson, Ysta-Hvammi, S-Þing.

• 1989: Guðlaugur V. Antonsson, Vík, V-Skaft. (Hvann eyri)

• 1990: Friðrik H. Reynisson, Hlíðarbergi, A-Skaft.

• 1991: Ragnhildur Guðrún Benediktsdóttir, Krossanesi, V-Hún.

• 1992: Jósep Guðjónsson, Strandhöfn, Vopnafirði

• 1993: Þórður Þorbergsson, Akranesi

• 1994: Hallgrímur Sveinn Sveinsson, Vatnshömrum

• 1995: Brynja S. Birgisdóttir, Hveragerði

• 1996: Jón Kristinn Garðarsson, Brennu, Borg. (Mos fellsbær)

• 1997: Camilla Munk Sörensen, Danmörku (Fagranes, Skag.)

• 1998: Ísólfur Líndal Þórisson, Lækjarmóti, V-Hún (Hólar)

• 1999: Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Skriðu, Hörgárdal

• 2000: Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V-Hún.

• 2001: Erlendur Ingvarsson, Hvolsvelli (Skarð, Rang.)

• 2002: Guðmundur Bjarni Jónsson, Hóli, N-Ís. (Bolung arvík)

• 2003: Einar Atli Helgason, Snartarstöðum, N-Þing.

• 2004: Sigríður Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V-Hún.

• 2005: Hallveig Guðmundsdóttir, Reykjavík

• 2006: Þorsteinn Logi Einarsson, Egilsstaðakoti, Flóa

• 2007: Halla Kjartansdóttir, Ölvisholti, Flóa

• 2008: Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir, Kópavogi

• 2009: Hlynur Guðmundsson, Ytri-Skógum, Rang.

• 2010: Franziska Kopf, Lýsuhól, Snæf.

• 2011: Ditte Clausen, Sauðárkrókur

• 2012: Svala Guðmundsdóttir, Sauðárkróki

• 2013: Harpa Birgisdóttir, Kornsá

• 2014: Elísabet Thorsteinsson, Króki

• 2015: Jón Óskar Jóhannesson, Brekku, Blásk.

• 2016: Þorbjörg Helga Sigurðardóttir, Skollagróf

• 2017: Harpa Björk Eiríksdóttir, Gríshóli

• 2018:

23
... TIL AÐ LÁTA DRAUMANA RÆTAST WW W . LBHI . I S · L AN DBÚ NA ÐA RHÁSK ÓL I ÍS LAN DS UMSÓKNARFRESTUR TIL AÐ SÆKJA UM ER TIL 5. JÚNÍ. BÚVÍSINDI SKÓGFRÆÐI NÁTTÚRU- & UMHVERFISFRÆÐI UMHVERFISSKIPULAG FRAMHALDSNÁM BLÓMASKREYTINGAR BÚFRÆÐISKÓGUR OG NÁTTÚRA GARÐYRKJUFRAMLEIÐSLA SKRÚÐGARÐYRKJA STARFS- & ENDURMENNTUN

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.