Skeifublaðið 2019

Page 1

SKEIFU BLAÐIÐ 2019

Þakkir

Stjórn Grana og nemendur LbhÍ færa öllum innilegar þakkir fyrir komuna og halda Skeifudaginn hátíðlega með okkur.

Okkur langar að þakka eftirfarandi aðilum fyrir gott samstarfi í vetur: Gunnari Reynissyni fyrir reiðkennslu í reiðmennsku II og frumtamningum og einnig fyrir bóklega kennslu í Hestfræði. Kela í hesthúsinu sem alltaf tilbúinn að hjálpa okkur og er alltaf til taks. Eddu og Gulla fyrir samstarfið og hafa hlutina á hreinu á MiðFossum. Þórunni Eddu færum við sérstakar þakkir fyrir allt utanumhald og uppsetningu skeifublaðinu. Jósy fyrir prentunina á blaðinu.

Sérstakar þakkir til allra þeirra stóðhestseigenda um allt land fyrir að gefa okkur folatolla til styrktar hestamannafélaginu en happdrættið er ein helsta fjáröflun okkar. Einnig viljum við þakka Kaupfélagi Borgfirðinga fyrir styrkja okkur í vetur í formi vinninga fyrir mótin og í Gunnarsbikarnum.

Að lokum þökkum við öllum þeim yndislegu sjálfboðaliðum sem unnu óeigingjörn störf í þágu félagsins í vetur og óskum ykkur öllum gleðilegs sumars.

F.v. Jóna Þórey Árnadóttir frá Vík, Guðjón Örn Sigurðsson frá Skollagróf, Eydís Anna Kristófersdóttir frá Finnmörk, Þuríður Inga G Gísladóttir frá Skammadal 2, Gunnar Reynisson kennari, Elín Sara Færseth frá Njarðvík og Bjarki Már Haraldsson frá Sauðárkróki.

Dagskrá

13:00 Opnunaratriði – fánareið, uppstillingar

13:20 Sýningaratriði – Borgfirzkir krakkar

13:35 Kynning á frumtamningatrippum

14:00 Tölthópurinn

14:15 Kynning á reiðhrossum Úrslit í Gunnarsbikarnum

15:00 Kaffi í Ásgarði, Hvanneyri, kr. 1000 Verðlaunaafhending - Dregið í folatollahappadrætti

Útgefandi: Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri, grani@lbhi.is

Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Þuríður Inga G Gísladóttir, nem.thg2@lbhi.is Þórunn Edda Bjarnadóttir, thorunne@lbhi.is

Pistlar um nemendur: Nemendur í reiðmennsku II

Teikningar af nemendum: Bjarni Þór Bjarnason

Ljósmyndir í blaðinu: Rósa Björk Jónsdóttir, Dagrún Kristinsdóttir & Steinþór Logi Arnarsson

Stjórn Grana veturinn 2018-2019: Þuríður Inga G Gísladóttir – Formaður Jóna Þórey Árnadóttir – Varaformaður Elín Sara Færseth – Gjaldkeri Bjarki Már Haraldsson – Ritari Meðstjórnendur: Guðjón Örn Sigurðsson

Berglind Ýr Ingvarsdóttir Ágústa Rut Haraldsdóttir Varamenn:

Hera Sól Hafsteinsdóttir

Freyja Fannberg Þórsdóttir

Formaður Grana

Mig langar að bjóða ykkur velkomin á Skeifudaginn okkar, sem er sannkölluð uppskeruhátíð hjá okkur í Grana. Þetta er síðasti dagurinn sem ég sit sem formaður Grana. Með því að gegna því hlutverki hef ég stigið langt út fyrir minn þægindaramma. Ég er afar þakklát fyrir það, þetta hefur verið mjög skemmtilegt og ég hef lært mjög mikið á þessum tíma. Hestamannafélagið Grani var stofnað árið 1954 og heyrir undir nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna hestamennsku nemenda í LbhÍ og stuðla þannig að bættri meðferð hrossa, efla hestaíþróttir, kynbætur reiðhrossa, styrkja félagslegt samstarf hestamanna og vekja áhuga nemenda á hestaíþróttinni. Allir þeir nemendur sem stunda nám við Landbúnaðarháskóla Íslands eru félagar í Grana og þeim eru öllum velkomið að taka þátt í því félagsstarfi sem Grani bíður upp á.

Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum ár hvert og í vetur höfum við gert margt skemmtilegt. Eftir að ný stjórn tók við formlega við var okkar fyrsta verk að selja fatnað merktan félaginu. Við vorum með til sölu peysur og jakka frá 66° norður sem bæði var hægt að fá merkt og ómerkt, salan gekk þokkalega vel.

Þann 20. nóvember, var haldið í hina árlegu óvissuferð Grana. Alls tóku um 60 nemendur þátt í ferðinni. Þrír bæir tóku á móti okkur, hrossaræktunarbúið Skipaskagi, Steinsholt og síðan enduðum við í Skipanesi þar sem við fengum að grilla pylsur. Hér með vil ég þakka þeim kærlega fyrir góðar móttökur.

Eftir áramót héldum við tvö mót í reiðhöllinni á Mið-Fossum. Fyrst var keppt í fjórgangi og síðan í tölti. Þátttakan var mjög góð og keppnin bæði sterk og skemmtileg.

Hermann Árnason kom á Hvanneyri og hélt fyrirlestur fyrir okkur um hestaferðir. Það var mjög fróðlegt og áhugavert að fá hann til okkur.

Að lokum er það svo dagurinn í dag! Skeifudagurinn mikli sem haldinn er hátíðlegur sumardaginn fyrsta ár hvert. Á þessum degi koma nemendur í Reiðmennsku II fram og sýna afreksur sinn í vetur og etja kappi í fjórgang um Gunnarsbikarinn. Einnig verða veitt verðlaun fyrir nemendur sem skara fram úr í Hrossarækt, Morgunblaðsskeifan,

Framfarabikar Reynis, Eiðfaxabikarinn og auk verðlauna sem FT gefur fyrir ásetu. Til þess að hægt sé að halda Skeifudaginn þarf margar hendur til að undirbúa daginn og setja saman skemmilegt verk. Mig langar að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera daginn að veruleika.

Ekki má gleyma stóðhestahappdrætti Grana þar sem til vinnings eru folatollar undir flotta gæðinga. Stjórn Grana er afar þakklát fyrir þann stuðning sem stóðhestseigendur hafa sýnt okkur með því að gefa folatolla og um leið styrkja áframhaldandi áhuga á hestamennsku innan og utan skólans.

Reiðmaðurinn er tveggja ára nám ætlað fróðleiksfúsum hestamönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi.

Haustið 2019 fara af stað hópar í Mosfellsbæ, Hellu og víðar. Nánari upplýsingar veitir Hinrik Þór Sigurðsson, hinrik@lbhi.is, gsm: 843-5377

www.lbhi.is/namskeid • endurmenntun@lbhi.is • 433 5000

Ávarp reiðkennara

Góðan daginn kæru hestamenn

Hestamennska á sér langa sögu hér á Hvanneyri og skeifudagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá 1956 það má því með sanni segja að hér sé einn elsti reiðskóli Íslands. Hér hafa bæði margir góðir kennarar starfað og margir af fremstu knöpum Íslands fengið sína fyrstu menntun í reiðmennsku. Það var því spennandi og skemmtilegt verkefni að kenna nemendum um reiðmennsku þennan veturinn. Þó hópurinn hafi verið fámennur þá höfðu þau flest töluverða reynslu og voru vel ríðandi og með efnileg unghross. Nemendur komu að venju með einn reiðhest til framhaldsþjálfunar og eitt trippi til frumtamningar.

Eitt helsta verkefni reiðkennarans er að ákveða hvar helst á að leggja áherslurnar í tamningu og þjálfun hrossanna, því tíminn er stuttur og af mörgu af taka. Við verðum að hafa í huga að hver nemandi fá einn tíma í viku með hvorn hest því erfitt að komast mjög ítarlega í alla þætti þjálfunar. Það er því undir hverjum og einum komið hversu miklum tíma hann eyðir í að fylgjast með öðrum og síðan æfa og þjálfa það kennda á milli tíma. Markmið mitt var fyrst og fremst að kenna nemendum að lesa hestinn skilja hugarástand hans ásamt því að kenna nemendum sem fjölbreyttastar vinnuaðferðir, bæði við hendi og í reið til þess að kalla fram rétt hugarástand. Því það er ekki fyrr en að hesturinn er óhræddur og treystir okkur að hann skilur og svarar ábendingum rétt. Þetta er síðan lykilþátturinn í því að geta haft stjórn á hraða og stefnu, fá hestinn mjúkan og þjálan sem leiðir síðan sjálfkrafa til betra jafnvægis á gangtegundum.

Veturinn gekk að mestu leiti vel þó ekki áfallalaust, veikindi og meiðsl voru aðeins að hrjá okkur og veðrið spilaði ekki alltaf með og gafst því oft lítill tími til útikennslu. Við létum það samt ekki slá okkur út af laginu og nemendur leystu verkefnin með mestum sóma og ég vona að þeir hafi haft gagn og gaman af.

Takk fyrir mig Gunnar Reynisson

Tölt

og fjórgangskeppni 2019 Töltkeppni Grana 2019 - úrslit úr bráðabana í fyrsta flokki Töltkeppni Grana 2019 - úrslit í öðrum flokki Töltkeppni Grana 2019 - úrslit í þriðja flokki Fjórgangskeppni Grana 2019 - úrslit í fyrsta flokki Fjórgangskeppni Grana 2019 - úrslit í öðrum flokki Fjórgangskeppni Grana 2019 - úrslit í þriðja flokki

BJARKI MÁR HARALDSSON

TAMNINGATRIPPI

Muni Frá Kagaðarhóli 4 vetra, grár

F: Vaskur Frá Kagaðarhóli

M: Mugga Frá Narfastöðum

Eig.: Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir & Víkingur Gunnarsson

REIÐHESTUR

Fiðla Frá Brúnastöðum 7 vetra, jarpskjótt

F: Toppur Frá Auðholtshjáleigu

M: Gloría Frá Árgerði Eig.: Bjarki Már Haraldsson Ræktandi: Ketill Ágústsson

Bjarki kemur frá Skagafirðinum fagra, þar sem Kaupfélag Skagfirðinga ræður ríkjum. Hann er uppalin í hestamennsku frá sjálfum sér en skammt frá honum er þjóðarleikvangur Íslenska hestsins, Hólar í Hjaltadal en þetta mælti hann Guðni Ágústsson. Bjarki Már mætti fyrstur allra eftir jólafrí, enda ekki búinn að hitta hana Eddu sína í tæpan mánuð og var söknuðurinn orðin mikill. Mætti hann með tvö hross í áfangann en það er fagurskjótta merin Fiðla frá Brúnastöðum, en hún er ræktuð af stórbóndanum Katli Ágústsyni á Brúnastöðum í Flóa, sem er ekki bara einn stærsti kúabóndi landsins en hann er einnig einn fremsti hrossaræktandi Íslands. Fiðla er í miklu uppáhaldi hjá Bjarka og sást í hann baða hana í tíma og ótíma, en það hefur verið sagt að Bjarka þyki vænna um hana Fiðlu sína en hana Sigríði Vöku, kærustu sína. Bjarki og Fiðla hafa það sameiginlegt að þykja það leiðinlegt að fara hægt yfir og voru því oft kominn á meiri ferðina í tímum vetrarins. Einnig er hann með Muna frá Kagaðarhóli en það er tamningartrippið hans. Muni er ræktaður af tengdaforeldrum hans Bjarka og er Kagaðarhólsblóðið í honum sterkt. Samstarf Bjarka og Muna hefur gengið vel í vetur, þrátt fyrir að hann hafi flækst í girðingu og var frá þjálfun í 3 vikur.

ELÍN SARA FÆRSETH

TAMNINGATRIPPI

Bergey frá Litla-landi Ásahreppi 4 vetra, brún

F: Jóhannes frá Borg

M: Drangey frá Miðhjáleigu

Eig.: Gunnarsson ehf

REIÐHESTUR

Hreyfing frá Þóreyjarnúpi 12 vetra, móálótt

F: Sólon frá Hóli v/Dalvík

M: Kólga frá Þóreyjarnúpi

Eig.: Elín Sara Færseth

Elín Sara er alin upp í urð og grjóti suður í Njarðvík. En hún hefur ættir sínar að rekja í Fljótin í Skagafirði, þar sem hún hefur fengið að dvelja í sveit. Hingað mætti hún í skólann og varð stálslegin af fegurðinni í Borgarfirði og settist að hér... Hún mætti eftir áramót með tvö hross í áfangann en það eru þær Hreyfing frá Þóreyjarnúpi sem er í hennar eigu, en Hreyfing er fallega móálótt að lit og fer um á fallegu tölti. Einnig kom hún með hana Bergey frá LitlaLandi Ásahreppi, sem er hennar tamningartrippi. Bergey og Elín byrjuðu með óttaleg læti í byrjun áfangans en núna eru þær eitthvað farnar að sættast og stefnir í bjarta framtíðin hjá þeim. Þegar Elín Sara leggur á eru allavega þrjú korter framundan í vinnu, enda eru merarnar eins og ný komnar útaf fínustu snyrtistofu í 101.

EYDÍS ANNA KRISTÓFERSDÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Sunna frá Finnmörk

5 vetra, rauð

F: Grettir frá Grafarkoti

M: Snerting frá Efri-Þverá

Eig.: Eydís Anna Kristófersdóttir

REIÐHESTUR

Sædís frá Kanastöðum 8 vetra, rauðtvístjörnótt

F: Sædynur frá Múla

M: Snót frá Kanastöðum

Eig.: Eyþór Eiríksson

Eydís Anna kemur af fjöllum, nánar tiltekið Finnmörk í Fitjardal í Vestur Húnavatnssýslu en áhugasamir geta fundið staðsetninguna í kortabók. Þar sem Eydís býr á tilteknum stað sjást náttúrulega ekki flugeldar á nýársnótt og því mætti hún frekar seint á nýju ári því það tók einhverja daga að fatta að nýtt ár væri gengið í garð. Eydís sótti sér reiðhross í Landeyjarnar nánar tiltekið Sædísi frá Kanastöðum og trippið er ræktað af henni sjálfri og er hreinræktaður Vestur Húnvettningur. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun að sögn Eydísar enda ekki furða þar sem hún þurfti hvorki að moka né sópa í vetur þar sem margir drengir komu að verki og hreinlega slógust um að mæta upp á Mið-fossa og sjá um hrossin fyrir Eydísi. Loftið er oft þungt í reiðhöllinni á Mið-fossum og fer oft ansi illa í Eydísi og verða samnemendur vel varir við það en þó aðalega kennarinn.

GUÐJÓN ÖRN SIGURÐSSON

TAMNINGATRIPPI

Örk frá Skollagróf 4 vetra, móálótt

F: Ölnir frá Skollagróf

M: Ára frá Skollagróf Eig.: Sigurður H. Jónsson & Fjóla Helgadóttir

REIÐHESTUR

Kotra frá Steinnesi 11 vetra, brún

F: Hófur frá Varmalæk

M: Kylja frá Steinnesi Eig.: Guðjón Örn Sigurðsson

Guðjón Örn kemur frá Skollagróf í Hrunamannahreppi eða næstum því Tungunum. Guðjón hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini enda á hann ekki hestaáhuga sinn langt að sækja. Mikill missir var fyrir uppsveitamenn að missa Guðjón í Borgarfjörðinn enda voru þeir að íhuga það að hætta með uppsveitardeildina á meðan námi hans stæði. Guðjón stundar tamningar að miklu kappi meðfram skóla og þarf því mörg stíupláss og þótti því öruggast að setja hann í stíurnar þar sem flestu myndavélarnar eru. Reiðhryssa hans kemur frá stór ræktunarbúinu Steinnesi í Húnavatnssýslu og Örk er heimaræktuð af móður hans Fjólu, Guðjón sýnir miklar fimleika kúnstir á henni Örk og mætti stundum halda að hann sé búinn að æfa hjá fimleikafélagi Gerplu til margra ára. Guðjón dvelur upp á Mið-fossum allan daginn og alla daga, hann er sennilega með bedda inni á kaffistofu sem hann leggur sig á.

JÓNA ÞÓREY ÁRNADÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Hrefna frá Prestsbakka

4 vetra, brún

F: Rökkvi frá Mýrum

M: Flétta frá Prestsbakka

Eig.: Jón Jónsson & Ólafur Oddsson

REIÐHESTUR

Trú frá Vík í Mýrdal

8 vetra, brún

F: Klængur frá Skálakoti

M: Von frá Núpakoti

Eig.: Jóna Þórey Árnadóttir

Túristinn Jóna Þórey kemur frá Vík í Mýrdal og býr í eina húsinu þar sem er ekki leigt undir ferðamenn. Jóna mætti með pomp og prakt en segja má að Jóna sé með tvær gæðingshryssur og slær stór tamningamönnum í Borgarfirði engu eftir. Segja má að Jóna sé mamma hópsins í reiðmennsku, vegna þess að hún róar þandar taugar hjá samnemendum sínum og stappar stálinu í þau þegar þess þarf. Reiðhryssan hennar Jónu er einnig frá Vík í Mýrdal og er úr hennar eigin ræktun, en hún Trú er algjör töltmylla með stórt skap eins og eigandinn, samband þeirra eftir því. Trippið hennar hún Hrefna er úr ræktun frá bænum Prestbakka, en hún er einstaklega meðfærileg og er eins og barn í höndum hennar Jónu.

ÞURÍÐUR INGA G. GÍSLADÓTTIR

TAMNINGATRIPPI

Elding frá Miðkrika

5 vetra, rauðstjörnótt

F: Stormur frá Köldukinn

M: Nn frá Miðkrika

REIÐHESTUR

Sólbirta frá Skjólbrekku í Lóni 10 vetra, rauð/milli-, stjörnótt

F: Þóroddur frá Þóroddsstöðum

M: Frigg frá Þingeyrum

Eig.: Andri Berg Jóhannsson

& Daði Steinn Jóhannsson

Eig.: Þuríður Inga G. Gísladóttir Þuríður Inga Geirdal kemur úr Mýrdalnum, en þar mun hún ekki endast lengi þar sem hún fann draumaprinsinn sinn á Hvanneyri. Saman munu þau enda í Borgarfirðinum, nánar tiltekið Helgavatni í Þverárhlíð. Þar mun Þuríður opna tamningastöð og hafa hann Bjarka sinn Vilhjálmsson undir hægri hendinni til að aðstoða hana við ýmis verk, enda mjög meðfærilegur drengur. Þuríður mætti galvösk, nýútskrifuð af hestabraut FSU með hryssuna sína Sólbirtu frá Skjólbrekku í Lóni og ætlaði aldeilis að mála bæinn rauðan. Tamningartrippið hennar, hún Elding sem stendur undir nafni sem er í eigu yngri bræðra Þuríðar, oft fengu áhorfendur að horfa upp á flugferðir hjá þeim stöllum og endaði Þuríður á hausnum eins og WOW air trekk í trekk og þegar þær fóru í reiðtúr saman kom bara önnur þeirra heim. Allt gekk þetta eins og í sögu fyrir rest og verður Elding ein eftirsóttasta reiðhryssan heima í Skammadal.

BIKARAR

MORGUNBLAÐSSKEIFAN var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri 4. maí 1957. Vildi Morgunblaðið með þessu framtaki sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Í ár er Morgunblaðsskeifan veitt þeim nemanda sem náð hefur bestum samanlögðum árangri í frumtamningaprófi og í reiðmennskuhluta. Allir nemendur starfsmenntabrauta og háskóladeilda LbhÍ sem ekki hafa tekið þátt í skeifukeppni áður hafa þátttökurétt í Morgunblaðsskeifunni.

GUNNARSBIKARINN hefur verið veittur síðan 2008 og er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minningar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráðunaut og kennara á Hvanneyri. Gunnar sýndi mikið frumkvæði í starfi sínu sem reiðkennari og var fyrstur til að kenna nemendum sínum að temja hesta sér til reiðar. Hefur slík kennsla haldist nær óslitin síðan. Gunnarsbikarinn er veittur þeim nemenda sem hlýtur hæstu einkunn í fjórgangi en fara úrslit úr keppninni fram á Skeifudaginn. Þátttökurétt í þessari keppni hafa allir nemendur reiðmennsku II.

Morgunblaðsskeifan - úrslit 2019 1.__________________________________________________________ 2. _________________________________________________________ 3. _________________________________________________________ 4. _________________________________________________________ 5. _________________________________________________________
Gunnarsbikarinn 2019 - úrslit 2019 1._________________________________________________________ 2. _________________________________________________________ 3. _________________________________________________________ 4. _________________________________________________________ 5. _________________________________________________________

hlýtur bestu einkunn

verið veittur

bóklegum áfanga (hestafræði).

er hann veittur þeim nemenda

ÁSETUVERÐLAUN FÉLAGS TAMNINGAMANNA hafa verið veitt frá árinu 1971 og hlýtur þau sá nemandi sem þykir sitja hest sinn best. Ásetan skal vera falleg og notuð til að stjórna hestinum.

F.T.

FRAMFARAVERÐLAUN REYNIS hefur verið veittur síðan 2013 þeim nemenda sem hefur sýnt hvað mestan áhuga, ástundun og tekið hvað mestum framförum í reiðmennsku II. Þessi bikar er gjöf Hestamannafélagsins Grana til minningar um Reyni Aðalsteinsson og alla þá frábæru hluti sem hann gerði fyrir hestamennsku á Hvanneyri og víðar.

Framfaraverðlaun Reynis 2019:

Verðlaun í Skeifukeppni Grana og LbhÍ eru eftirfarandi:

1. sæti: Kolskeggur frá Kjarnholtum IS2008188560

2. sæti: Ljósvíkingur frá Steinnesi, IS2012156291

3. sæti: Þróttur frá Akrakoti, IS2010135328

Einnig er öllum nemendum í reiðmennsku II gefinn folatoll fyrir árangur sinn í vetur. Fyrirfram ákveðnir folatollar eru fyrir sæti 1.-3. og dregið er úr eftirfarandi tollum fyrir 4.-6. sæti :

Heiður frá Eystra Fróðholti IS2014186187, Jarl frá Steinnesi IS2013156299, Kolfinnur frá Varmá IS2013182060

EIÐFAXABIKARINN hefur
síðan 1978. Í ár
sem
í
Eiðfaxabikarinn 2019:_____________________________________________
Ásetuverðlaun
2019: __________________________________________
_____________________________________

HLYNUR FRÁ

HAUKATUNGU SYÐRI 1

IS2005137959

F: Gustur frá Hóli

M: Kolfinna frá Haukatungu Syðri

Aðaleinkunn: 8,37

FORLEIKUR FRÁ LEIÐÓLFSSTÖÐUM

IS2015138446

F: Konsert frá Hofi

M: Sóldís frá Leiðólfsstöðum

Aðaleinkunn: ósýndur

FÁLKI FRÁ GEIRSHLÍÐ

IS2000135888

F: Oddur frá Selfossi

M: Dögg frá Geirshlið Aðaleinkunn: 8,07

FLÁKI FRÁ GILJAHLÍÐ

IS2013135855

F: Lukku-Láki frá StóraVatnsskarði

M: Flóka frá Giljahlið Aðaleinkunn: ósýndur

VAL UNDIR TAKT FRÁ HRÍSDAL EÐA HRYNJANDA FRÁ

HRÍSDAL

F: Þóroddur frá Þoroddsstöðum / Steggur frá Hrísdal

M: Sigurrós frá Strandarhjáleigu Aðaleinkunn: ósýndir

FOLATOLLAR

LEIFTUR FRÁ FREMRIGUFUDAL IS2017145016

F: Ljósvaki frá Valstrítu

M: Þórdís frá Hvammsvík Aðaleinkunn: ósýndur

STYRKUR FRÁ STOKKHÓLMA IS2009158988

F: Tindur frá Varmalæk

M: Tollfríður frá Vindheimum Aðaleinkunn: 8,48

HERVAR FRÁ INNRISKELJABREKKU IS2015135610

F: Hersir frá Lambanesi

M: Nánd frá Miðsitju Aðaleinkunn: ósýndur

ÞRÓTTUR FRÁ LINDARHOLTI IS2006138790

F: Aron frá Strandarhöfði

M: Perla frá Lindarholti Aðaleinkunn: 8,13

SJARMI FRÁ SAUÐANESI IS2015167175

F: Spuni frá Vesturkoti

M: Sóllilja frá Sauðanesi Aðaleinkunn: ósýndur

KANSLARI FRÁ HOFI

IS2016156107

F: Ölnir frá Akranesi

M: Kantanda frá Hofi

Aðaleinkunn: ósýndur

TÍMI FRÁ

BREIÐABÓLSSTAÐ

IS2015135727

F: Konsert frá Hofi

M: Tíbrá frá Breiðabólsstað Aðaleinkunn: ósýndur

Val á milli:

I. FORNI FRÁ

BREIÐABÓLSSTAÐ

IS2013135727

F: Fláki frá Blesastöðum

M: Orka frá Tungufelli

Aðaleinkunn: ósýndur

II. FORÐI FRÁ

BREIÐABÓLSSTAÐ

IS2014135728

F: Sveinn-Hervar frá Þúfu

M: Orka frá Tungufelli

Aðaleinkunn: ósýndur

III. FONTUR FRÁ

BREIÐABÓLSSTAÐ

IS2014135725

F: Forkur frá Breiðabólsstað

M: Lyfting frá Reykholti

Aðaleinkunn: ósýndur

STÖKULL FRÁ SKRÚÐ

IS2014135847

F: Markús frá

Langholtsparti

M: Sandra frá Skrúð

Aðaleinkunn: 8,06

FORSETI FRÁ

SÖÐULSHOLTI

IS2009137864

F: Arður frá Brautarholti

M: Rebekka frá Króki

Aðaleinkunn: 7,96

HAMUR FRÁ

HOLTSMÚLA

IS2013181099

F: Þeyr frá Holtsmúla

M: Hrafnkatla frá Hala

Aðaleinkunn: ósýndur

ÓFEIGUR FRÁ

ÞORLÁKSSTÖÐUM

IS1996125014

F: Nökkvi frá VestraGeldingaholti

M: Komma frá Þorláksstöðum

Aðaleinkunn: 8,52

KLERKUR FRÁ

BJARNARNESI

IS2003177188

F: Glampi frá Vatnsleysu

M: Snælda frá Bjarnarnesi

Aðaleinkunn: 8,14

HRUNI FRÁ

BREIÐUMÖRK 2

IS2001175151

F: Hrannar frá

Höskuldsstöðum

M: Hetta frá Breiðumörk 2

Aðaleinkunn: 8,09

SÖRLI FRÁ

BRÚNASTÖÐUM

IS2012187370

F: Loki frá Selfossi

M: Evíta frá Litla Garði Aðaleinkunn: 8,44

HVINUR FRÁ BLÖNDUÓSI

IS2008156500

F: Álfur frá Selfossi

M: Hríma frá Hofi

Sköpulag: 8,31

FLINKUR FRÁ STEINNESI

IS2015156297

F: Snillingur frá Íbishóli

M: Ólga frá Steinnesi

Aðaleinkunn: ósýndur

KRAKI FRÁ EYSTRA

FRÓÐHOLTI

IS2015186186

F: Arion frá Eystra Fróðholti

M: Smástund frá Köldukinn

Aðaleinkunn: ósýndur

DJÁKNI FRÁ EYSTRA

FRÓÐHOLTI

IS2014186180

F: Ómur frá Kvistum

M: Áslaug frá Eystra

Fróðholti

Aðaleinkunn: ósýndur

NÁTTHRAFN FRÁ

VARMALÆK

IS2010157801

F: Huginn frá Haga

M: Kolbrá frá Varmalæk Aðaleinkunn: 8,72

DROPI FRÁ STEINNESI

IS2017156292

F: Draupnir frá Stuðlum

M: Hnota frá Steinnesi

Aðaleinkunn: ósýndur

HESTUR AÐ EIGIN VALI

Í EIGU LIMSFÉLAGSINS, KOLFINNUR EÐA FORLEIKUR

FLYGILL FRÁ STÓRA-ÁSI

IS2011135936

F: Straumur frá Breiðholti

M: Nótt frá Stóra-Ási

Aðaleinkunn: 8,58

MJÖLNIR FRÁ BESSASTÖÐUM

IS2011155574

F: Álfur frá Selfossi

M: Vilma frá Akureyri

Aðaleinkunn: 8,54

HÁLFMÁNI FRÁ HAFSTEINSSTÖÐUM

IS2015157345

F: Arion frá Eystra Fróðholti

M: Blálilja frá

Hafsteinsstöðum

Aðaleinkunn: ósýndur

VAL Á MILLI GANDÁLFS

FRÁ HOFI EÐA BISKUPS

FRÁ SIGMUNDASTÖÐUM

Aðaleinkunn Gandálfs: 7,98

Aðaleinkunn Biskups: 7,71

KVARÐI FRÁ PULU

IS2014181604

F: Barði frá Laugarbökkum

M: Kemba frá

Austvaðsholti Sköpulag: 8,05

FRAMARI FRÁ STRANDARHÖFÐA

IS2014184742

F: Framherji frá

Flagbjarnarholti

M: Framtíð frá Árnagerði

Aðaleinkunn: ósýndur

SNÚÐU VAXANDI ÁSKORUNUM Í UMHVERFISMÁLUM OG MATVÆLAFRAMLEIÐSLU ÞÉR Í VIL LBHI.IS … TIL AÐ VAXA MEÐ NÁTTÚRUNNI 5. JÚNÍ

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.