Ávarp formanns Grana
Helgi Valdimar SigurðssonHestamannafélagið Grani er hestamannafélag innan LbhÍ og þar koma áhugasamir hestamenn innan skólans saman. Félagið var stofnað árið 1954 og er því orðið 68 ára gamalt. Tilgangur félagsins er einmitt að koma hestamönnum skólans saman og hafa hagsmuni þeirra í fyrirrúmi og stuðla þannig að bættri meðferð hrossa, efla nemendur, styrkja félagslegt samstarf hestamanna í skólanum og vekja athygli á nemendur við hestamennsku í skólanum.
Fyrri hluti vetrar litaðist af samkomutakmörkunum eins og hjá öðrum en náðum þó að halda okkar árlegu fatasölu. Sala var góð og komu fötin frá Líflandi og voru frá hinum ýmsu merkjum. Annað var ekki gert fyrir áramót en það stóð til að fara í menningarferð í nóvember en henni var frestað með dags fyrirvara vegna hertra samkomutakmarkanna.
Eftir áramót fór að birta til í samfélaginu og í febrúar héldum við Grímutölt þar sem markiðið er að ríða fallegt tölt og vera í besta búningnum.
Það var gríðarlega góð þátttaka og voru ansi mikið af fallegum hrossum og búningarnir lituðust af miklum metnaði. Þetta var vel heppnaður viðburður og það skein á fólki að gaman væri að geta komið saman, haldið gott mót og skemmt sér saman. Sérstakar þakkir fara á dómarana sem voru þau Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og Sigurborg Hanna Sigurðardóttir
Þann 31. mars héldum við opið töltmót og var þátttakan gríðarlega góð. Keppt var í þremur flokkum og skein góð reiðmennska og góður hestakostur í gegn. Keppt var í T3 opinn flokkur, T3 minna vanir og T7 og var þátttakan góð í öllum flokkur og var þetta vel heppnað og gríðarlega skemmtilegt.
Skeifudagurinn 2022 verður svo haldinn hátíðlegur sumardaginn fyrsta, 21. apríl og stefnir allt í stórglæsilegan dag þar sem öllu verður til tjaldað og vonum við að það láti sig engan vanta á þennan stórglæsilega viðburð.
Dagskrá Skeifudagsins
13:00 Setningarathöfn opnunaratriði
Ávarp frá Ragnheiði I Þórarinsdóttur, rektor
Ávarp Sigríðar Bjarnadóttur, brautarstjóra í Hestafræði BS
Sýningaratriði Hestafræðibrautar
Kynning nemenda í Reiðmennsku III á tamningartrippum
Forkeppni í fjórgangi nemenda í BS í Hestafræði og búfræðinema í
Reiðmennsku III
Úrslit Hestafræði BS
Úrslit Reiðmennska III
15:30 Kaffihlaðborð upp á Miðfossum, eftir dagskrá lokinni í boði skólans
Ávarp frá Helga Eyleifi Þorvaldssyni, brautarstjóri í búfræði
Verðlaunaafhending
Dregið í stóðhestahappdrætti Grana
Stjórn Grana og nemendur Lbhí færa öllum þeim sem sem hafa komið að Skeifudeginum innilegar þakkir fyrir aðstoðina við þennan hátíðlega dag sem er haldinn fyrir okkur nemendur.
Okkur langar að þakka sérstaklega eftirfarandi aðilum fyrir samstarfið: Gunnar Reynisson og Hinrik Þór Sigurðasson fyrir reiðkennslu og bóklega kennslu í reiðmennsku I. Þökkum Randi Holaker fyrir reiðkennslu í reiðmennsku II og III ásamt Guðbjarti fyrir frumtamningaráfangann.
Kela, Guðbjarti og Bjarna í hesthúsinu á Miðfossum sem eru alltaf til taks og tilbúnir að hjálpa ef þörf er á.
Lindu Sif fyrir utanumhald og aðstoð í gegnum ferlið, Þórunni Eddu fyrir uppsetningu á Skeifublaðinu og Jósý fyrir prentunina á blaðinu.
Einnig þökkum við Kaupfélagi Borgfirðinga, Líflandi fyrir styrki til okkar í vetur í formi vinninga fyrir mótin sem voru haldin.
Að lokum viljum við þakka öllum þeim yndislegu sjálfboðaliðum sem komu að starfinu í vetur.
Gleðilegt sumar!
Ávarp reiðkennara LbhÍ
Randi Holaker og Guðbjartur Þór StefánssonUpp er runninn dagurinn sem allir hafa beðið eftir, Skeifudagurinn á Hvanneyri. Þessi dagur sem skipað hefur stóran sess í hestamennsku á Íslandi síðan 1957. Hér á þessum degi er hin rómaða Morgunblaðsskeifa sem Skeifudagurinn rekur nafn sitt til afhent.
Reiðmennsku áfangi 2. árs búfræðinema er tvíþættur þau koma með reiðhestana sína sem þau nýta til að auka færni sína við að byggja upp og þjálfa hest sér til gagns hvort sem er lokatakmarkið er keppni eða almennar útreiðar. Því uppbyggileg þjálfun hests eykur getu og endingu hans svo við megum njóta hans sem lengst.
Um miðjan janúar var tekið til við að temja trippi sem nemendur höfðu með sér. Fátt er jafn skemmtilegt og sjá vel taminn trippi sem treysta knapa sínum og fara fús hverja þá leið sem óskað er.
Til þess að komast á þennan skemmtilega stað með trippin sín liggur þó mikil vinna, elja og metnaður. Vilji til að læra, prófa, setja sér markmið og síðast en ekki síst reka sig á því þar ásamt því að temja sér rétt vinnubrögð og viðhorf til hestsins liggur oft mesti lærdómurinn.
Við erum ofboðslega stolt af nemendunum okkar sem hafa sýnt flest það sem prýða má góðan hestamann; dugnað, áræðni, þolinmæði og væntumþykju fyrir hestinum. Við fáum í dag að njóta afraksturs vetrarins frá væntanlegum búfræðingum.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn
ÚTGEFANDI:
Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri, grani@lbhi.is
RITSTJÓRN OG ÁBYRGÐARMENN:
Erla Björg Björnsdóttir & Linda Bjarnadóttir
HÖNNUN OG UMBROT: Þórunn Edda Bjarnadóttir
PISTLAR UM NEMENDUR:
Sigríður Magnea Kjartansd. & Sigurður Anton Péturs.
FORSÍÐUMYND:
Nemendur í Reiðmennsku III, ljósm. Sigurður Anton Pétursson
STJÓRN GRANA VETURINN 2021-2022:
Helgi Valdimar Sigurðsson – Formaður
Gissur Gunnarsson – Varaformaður
Erla Björg Björnsdóttir – Gjaldkeri Linda Bjarnadóttir – Ritari
Meðstjórnendur:
Magnús Þór Guðmundsson
Vibeke Thoresen
Varamenn:
Vigdís Anna Sigurðardóttir Sigurður Anton Pétursson
Stefán Berg Ragnarsson
MORGUNBLAÐSSKEIFAN
Var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri þann 4.maí 1957. Morgunblaðið vildi sýna virðingu fyrir þessari fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Morgunblaðskeifan er veitt þeim nemenda sem hefur náð bestum samanlögðum árangri í frumtamningarprófi og í reiðmennsku III.
GUNNARSBIKARINN
Hefur verið veittur árlega síðan 2008 og er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minningar um hinn merka mann Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráðunaut og kennara á Hvanneyri. Gunnar sýndi mikið frumkvæði í starfi sínu sem reiðkennari við skólann. Hann var fyrstur til að kenna nemendum sínum að temja hesta sér til reiðar. Hefur slík kennsla haldist nær óslitin síðan. Gunnarsbikarinn hlýtur sá nemandi sem fær hæðstu einkunn í fjórgangi, úrslit fjórgangsins fer fram á Skeifudaginn. Allir í reiðmennsku III hafa þátttökurétt í þessari keppni.
EIÐFAXABIKARINN
Hefur verið veittur síðan 1978, hann er veittur þeim nemenda sem hlýtur bestu einkunn í bóklegum áfanga (REIM2RB04 Reiðmennska II).
ÁSETUVERÐLAUN FÉLAGS TAMNINGAMANNA
Hafa verið veitt frá árinu 1971 og hlýtur þau sá nemandi sem þykir sitja hest sinn sem best. Ásetan skal vera falleg og notuð til að stjórna hestinum.
FRAMFARABIKAR REYNIS
Hefur verið veittur síðan árið 2013 þeim nemenda sem hefur sýnt hvað mestan áhuga, ástundun og tekið sem mestum framförum í reiðkennslu I III. Þessi verðlaun er gjöf frá Hestamannafélagi Grana til minningar um Reyni Aðalsteinsson og alla þá kunnáttu sem hann kom með og þá frábæru hluti sem hann gerði fyrir hestamennskuna á Hvanneyri og víðar.
TAMNINGATRIPPI
Hrafnagaldur frá Hrafnagili 2017
Grár/brúnn einlitt
M: Rauðhetta frá Holti 2
F: Hrímnir frá Hrafnagili
Eigandi: Erla Björg Björnsdóttir
REIÐHESTUR
Óðinn frá Grenstanga 2013
Rauður/milli stjörnótt
M: Bylgja frá Grenstanga
F: Arður frá Brautarholti
Eigandi: Herdís Þórðardóttir
Fauk Erla af Kjalarnesinu alla leið upp á Hvanneyri með goðin Óðinn og Freyju í farteskinu. Notaði hún Óðinn í reiðtímum og lék sér á Freyju. Hafði Erla það umfram okkur hin að bæði hross og knapi eru kunnug rokinu og stóðu þau alla storma sem riðu yfir Borgarfjörðin allan þann tíma sem hún var hér við nám. Fyrir tamningaráfangann fjárfesti Erla í Hrafnagaldri frá Hrafnagili, stóran, myndarlegan gráan klár. Tæklaði hún hann vel eftir að hafa komist yfir nokkra þröskulda enda fer ekki Erla að láta hross vaða yfir sig frekar en eitthvað annað, og er hann einungis kallaður dúllukall og sæti minn. Eins
hávær og fyrirferðamikil hún Erla er finnst henni ekki gaman að koma fram, þrátt fyrir það voru teknar tvær æfingar í vetur og til að fela feimnina skellti Erla sér í búning á mót og taldi fólk ekki þekkja sig, þrátt fyrir það þá er Óðinn vel kunnugur enda stór og virkilega fallegur hestur sem grípur augað hvar sem hann er staddur. Gengur þessar æfingar hjá þeim vel og teljum við það mjög trúlegt að við munum sjá meira af Erlu í framtíðinni. Einnig má ekki gleymi hversu metnaðarfullur sópari Erla er, munu umsjónarmenn Mið Fossa eflaust sakna hennar.
GISSUR GUNNARSSON
TAMNINGATRIPPI
Skuggi frá Litla Hofi 2018
Brúnn/milli einlitt
M: Ósk frá Bitru
F: Djarfur frá Litla Hofi
Eigandi: Gunnar Sigurjónsson
REIÐHESTUR
Andvari frá Litla Hofi 2015
Jarp/milli skjótt
M: Ósk frá Bitru
F: Kórall frá Eystra Fróðholti
Eigandi: Gunnar Sigurjónsson
Alla leið úr Öræfunum kemur Gissur Gunnarsson. Gissur veit allt mest og best og ekki orð um það meir. Mætti hann með Andvara frá Litla Hofi stóran, jarpskjóttan, frekan bangsa sem fer sýnar eigin leiðir, líkt og eigandinn. Gekk vel hjá þeim félögum, reyndar var klárinn rétt dauður á fyrsta árinu en náði sér furðu fljótt og er við hestheilsu í dag. Seinni tvær annirnar héldu þeir félagar áfram að bæta sig, vaxa og dafna. Framtíð Andvara liggur jafnvel í brautina og þá með krakka ef þess er að skipta, enda einstaklega geðgóður hestur. Í tamningaráfangann mætti Gissur með Skugga frá
Litla Hofi. Skugga má lýsa sem ákveðnu, sjálfstæðu og fljót tömdu trippi, sem finnst frábært að narta í allt sem á vegi hans verður. Skuggi stefnir á að verða frábær fjölskyldu hestur sem allir geta riðið og haft virkilega gaman að. En áður en það verður þarf að gera honum skýrt um hvað persónulegt rými er, eftir það verður hann fullkominn! Bíða allir spenntir eftir því að merin hans Gissurar toppi sig í sumar á kynbótavellinum. En ef einhver vafi er á því hvaða hest maður á að halda undir er Gissur með svarið.
TAMNINGATRIPPI
Hringaná frá Skollagróf 2018
Rauður/milli stjarna/nös eða tvístj. Auk leista eða sokka vagl í auga
M: Snjöll frá Skollagróf
F: Hringur frá Gunnarsstöðum I
Eig.: Fjóla Helgad. og Sigurður H. Jónsson
Mikil eftirvænting er eftir næsta knapa til leiks en það er hann Helgi Valdimar, þess má geta að bróðir hans og systir hafa áður unnið Morgunblaðaskeifuna og því er mikið í húfi. Helga má hrósa fyrir mikinn dugnað, en hann er sveittur bæði dag og nótt, að vinna að því markmiði að vinna skeifuna. Á fyrsta ári var hann með Kolfreyju sína. Brún meðalstór meri og var faxið ekki mikið að flækjast fyrir henni. Kolfreyja gerði vel með Helga og skiluðu þau góðu verki eftir önnina.
Á annað árið um haustið mætti Helgi svo með 1. VERÐLAUNA merina Auðbjörgu með heila 8.0 í aðaleinkunn. Helgi tók það samt á sig að taka við af Vilborgu þessa önnina og heltist merin hjá honum rétt fyrir lokapróf eftir framúrskarandi árangur alla önnin. Dró hann þá úr pokahorninu hjá sér hana Dögg frá Flugumýri og kláraði áfangann á henni.
REIÐHESTUR
Dögg frá Flugumýri II 2013
Brúnn/mó einlitt
M: Sóldögg frá Flugumýri II
F: Hrannar frá Flugumýri II
Eigandi: Ólafur Björnsson
Í reiðmennsku III mætti Helgi með þær Dögg frá Flugumýri og Hringaná frá Skollagróf í trippa áfangann. Dögg hefur ekki gert hlutina auðvelda fyrir Helga, þrátt fyrir að vera fas mikil og algjör töffari, er hún ekki sú samstarfs fúsasta. En vill svo heppilega til að Helgi vill helst ekki fara auðveldu leiðina að hlutunum. Með mikill þrjósku, ákveðni og mikilli þolinmæði er allt á uppleið hjá þeim. Teljum við þau munu gera stóra hluti saman í framtíðinni ef Helgi tapar ekki ró sinni. Hringaná mætti á Hvanneyri og fékk vægast sagt menningarsjokk. En með góðmennsku og væntumþykju Helga varð hún alveg hans með tímanum. Hringaná gerði nokkrar tilraun til að láta Helga baka köku en tókst ætlunarsemi hennar ekki, því miður fyrir samnemendur hans. Nú eru þeim allir vegir færir og eiga þau virkilega bjarta framtíð fyrir sér.
LINDA BJARNADÓTTIR
TAMNINGATRIPPI
REIÐHESTUR
Úr værum Mosfellsdalnum kemur Linda þar sem hún er vön að ráða ríkjum. Hefur hún stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini og hefur það gengið vel. Kom hún á Hvanneyri í fyrstu með hann Háfeta sinn frá Tjarnalandi og Skjónu sem fékk síðar nafnið Spurning því lítið var vitað um hana greyið. Gekk svo vel með Háfeta fyrsta árið að Linda ákvað að taka hann aftur seinna árið ásamt Dimmu frá Þúfum í tamningaráfangann. Háfeti er stór dökk rauður gæðingur sem Linda stefnir á að gera góða hluti með enda yfirburða klárhestur. Dimma er virkilega efnileg meri enda úr
Skagafirðinum, fax mikil meri sem geislar af enda stórstíg með mikinn fótaburð. Eins og margir vita gengur hestamennskan ekki alltaf hrakfallalaust fyrir sig og kom það upp að bæði Háfeti og Dimma forfölluðust stuttu fyrir próf. Sem betur fer leynist margt í pokahorninu hennar Lindu og var hún ekki lengi að redda því og skipti inn á völlinn Spurningu og Línu í stað slasaðra leikmanna. Lína er einnig frá Þúfum, fíngerð, næm og glöð hryssa sem þarf mikla væntumþykju. Spurning stendur sig með prýði þrátt fyrir að vera lítið gerð. Enda vantar ekki þrjósku og metnað í Lindu til að gera vel.
DAMALEE VILHJÁLMSDÓTTIR
TAMNINGATRIPPI
Kafteinn Kálfagerði 2016
Brúnn/mó einlitt
M: Höfgi frá Grund II
F: Grunnur frá Grund II
Eigandi: Hulda Sigurðardóttir
REIÐHESTUR
Ísbjörg Auðkúlu 3 2009
Rauður/milli einlitt
M: Lína frá Auðkúlu 3
F: Eyfirðingur frá GrundII
Eigandi: Ágúst Ásgrímsson
María kom inn í reiðmennsku á öðru árinu, hún sá hvað það var gríðarlega gaman hjá okkur hinum og varð einfaldlega að vera með! Alla leið úr Eyjafirðinum kom María með Ísbjörgu sína og tryppið hann Kaptein. Einhverra hluta vegna tókst Maríu að vera með stæðust hestana þrátt fyrir að vera minnst af okkur, gaman að sjá hana klífa hestana eins og ekkert sé. Ísbjörgu finnst mjög
gaman að fara hratt og er hún og María ekki alltaf sammála um hver hraðinn sé. Trippið hennar hann Kapteinn, sem lítur þó út fyrir að vera 20 vetra gamall jálkur sem myndi ekki kippa sér upp við það þótt sinnep væri sett í rassgatið á honum. Það voru fjölmagrir tímarnir María var eins og fjörfiskur á baki en þetta er allt á réttri braut núna og brúnki er orðinn sprækari.
RAGNA SÆVARSDÓTTIR
TAMNINGATRIPPI
Blær frá Kolbeinsá 2 2017
Rauður/milli einlitt
M: Skjóna frá Fögrubrekku
F: Jaðrakan frá Hellnafelli
Eigandi: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir
Frá nafla alheimsins á Borðeyri í Hrútafirði mætti Salbjörg (Dalla) með tvo eðal garpa. Djákni gamli er orðinn gamalreyndur smala og ferðahestur sem á það til að hrekkja við alveg sérstök tilefni. Í vetur hefur hann verið í ströngu prógrammi til að reyna að láta hann hætta að góna beint upp í sólina í reiðtúrum. Þetta loftgláp á klárnum hafði orðið til þess að Dalla þorði ekki lengur að ríða klárnum í rigningu af ótta við að hann myndi drekkja sjálfum sér. Stífar æfingar vetrarins hafa borið árangur og sést hefur til Döllu á útreiðum í borgfirskri einkennisveðráttu (kalsa sudda rigningar slyddu roki).
Þegar Dalla hafði loksins fundið Blæ eftir að
REIÐHESTUR
Djákni frá Stórhól 2006
Bleikur/álóttur einlitt
M: Ekki vitað
F: Hrappur frá Sauðárkróki
Eigandi: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir
hann hafði verið týndur í lengri tíma á afrétt, mætti hún með hann í Borgarfjörðinn. Rauður litli er gömul sál í ungum líkama og mætti nánast taminn á hús, kletttraustur eins og hver annar gamaldags heimilishestur. Ýmsar æfingar hafa verið reyndar á rauð til að kanna þolmörk hans, t.d. boltaæfingar og berbakts innireiðar. Hann er afar fiktinn og í forvitni sinni sprengdi hann m.a. gúmmíboltann sem notaður hefur verið í trippatamningar í mörg ár. Ekkert hefur spurst meira til boltans í vetur en rauður kippti sér ekkert upp við hvellinn. Blær hefur haft sérstakt lag á að láta knapa á öðrum hrossum detta af baki og nú þegar er von á tveimur kökum.
MAGNEA KJARTANSDÓTTIR
TAMNINGATRIPPI
Skarphéðinn frá Bræðratungu 2018
Rauður/milli einlitt
M: Eykt frá Bræðratungu
F: Roði frá Lyngholti
Eigandi: Kjartan Sveinsson
REIÐHESTUR
Sindri frá Bræðratungu 2015
Bleikur/fífil einlitt
M: Eskja frá Bræðratungu
F: Stáli frá Kjarri
Eig.: Kjartan Sveins. Guðrún S. Magnúsd.
Úr Tungunum mætti hún Sigríður Magnea í Bræðratungu dóttir Gunnu ef það hefur farið fram hjá einhverjum, til leiks með hann Stjörnufák á fyrsta árið. Stjörnufákur var viljugur úrvals töltari sem telst vart hafa fyllt upp í klof Sigríðar.
Á seinna ári tók hún þá Sindra og Skarphéðinn, sem eru báðir heimaræktaðir gæðingar. Sindri er ljósbleikur töffari sem finnst fátt skemmtilegra en að sýna sitt fas mikla brokk undir sjálfum sér. Annars leikur hann létt á fingrum Sigríðar, þó svo að hæðin sé ekki mikið fyrir honum. Enda Sigríður
þaul vön að ríða þeim litlum. Skarphéðinn lipur og næmur hestur sem vill helst vera í höndum Sigríðar. Vinna frá jörðu er tilgangslaust fyrir Skarpa, en útreiðar og vinna þegar knapinn er á baki finnst honum virka talsvert betur. Skarpi fór úr því að vera næmur og skeptískur hestur en með tíma og þolinmæði knapans var komin hinn efnilegi gangnahestur og fimmgangari. Skarpi ætlar að verða mikið vakur og stefna hann og Sigríður á það að verða heimsmeistarar í skeiði árið 2027.
VILBORG HRUND JÓNSDÓTTIR
TAMNINGATRIPPI
Sómi frá Böðmóðsstöðum 2 2017
Jarpur/milli einlitt
M: Staka frá Böðmóðsstöðum 2
F: Barði frá Laugarbökkum
Eigandi: Hulda Karólína Harðardóttir
REIÐHESTUR
Öldís frá Böðmóðsstöðum 2 2016
Brúnn/milli einlitt
M: Jódís frá Höfðabrekku
F: Spuni frá Vesturkoti
Eigandi : Vilborg Hrund Jónsdóttir
Vilborg Hrund hefur ekki átt sjö dagana sæla hér
á Mið Fossum síðastliðin 2 ár. Reyndar flestir sem hefðu lent í hrossahrakförum Vilborgar væru löngu hættir í þessum í bransa, skiptir ekki máli hvort það sé hún eða hrossin, en Vilborg hefur alltaf verið þekkt fyrir að taka hlutina á þrjóskunni. Byrjaðu hún á því að koma með Kaftein en hann var sleginn rétt fyrir próf, var Barmur kallaðir til og gerðu þau vel á fyrsta reiðmennsku prófinu. Á öðru ári mætti hún með Véstein, skildu leiðir þeirra fljótlega eftir komu hans í haust þar sem hann tók upp á því að henda henni af baki inn í reiðhöll. Það illa að
Vilborg reið ekki meira út það árið. Eftir góða hvíld mætti hún vel hestuð eftir áramót með hana Öldísi sína úr eigin ræktun (fyrstu verðlauna klárhryssa;) ) og Barón frá Böðmóðsstöðum í trippaáfangann. Hrakfarir Vilborgu héldu áfram og þurfti Vilborg að skipta um trippi þegar var liðið á önnina. Enn eina ferðina héldu hrakfarirnar áfram eins og gerist alltaf korter í próf hjá henni, en Öldís datt úr leik fjórum dögum fyrir próf. Vilborg er lánsöm að eiga góða vinkonu sem reddaði henni VEL. En eins og í góðri lygasögu gengur þetta alltaf upp hjá henni.
Svipmyndir af
viðburðum Opið töltmót
Morgunblaðsskeifuhafi 2021
Laufey Rún Sveinsdóttir
Er fædd og uppalin í Skagafirði þar sem ég bý enn. Eins og er stunda ég mína hestamennsku á Sauðárkróki þar sem fjölskyldan á hesthús og er ég þar með nokkur hross í þjálfun samhliða annarri vinnu. Hestamennskan mín byrjaði nokkuð snemma, fannst ægilegt sport að fá að fara í hesthúsið með frænda mínum þegar ég var lítil en svo fékk ég að fara í reiðskóla og þá var ekki aftur snúið. Með árunum hef ég verið heppin að fá að læra meira, vinna á nokkrum tamningastöðum, verið sjálfstætt og prófað að fara út að vinna sem var mjög góð lífsreynsla.
Ég skráði mig í búfræðina því að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á búskap og öllu því tengdu og langaði að auka þekkingu mína á því sviði þar sem draumurinn er að starfa við það í framtíðinni. Mæli hiklaust með þessu námi, bæði fjölbreytt og skemmtilegt. En þar sem áhuginn er mikill á hrossum að þá að sjálfsögðu skráði ég mig í reiðmennskuáfangana sem er eitt af því námi sem við gátum valið um.
Til að byrja með var Gunnar Reynisson að kenna en svo tóku Randi Holaker og Hinrik Sigurðsson við. Námið var fjölbreytt og skemmtilegt þar sem við unnum með bæði ung og óreynd hross en einnig eldri og reyndari. Í náminu var ég með hryssu sem ég á, Vár frá Frostastöðum undan Glampa frá Vatnsleysu og Brellu frá Frostastöðum og sem tamningatrippi var ég með graðhest sem ég á helminginn í, mjög efnilegan fimmgangshest sem verður sýndur í vor undan Trausta frá Þóroddsstöðum og Kristínu frá Frostastöðum II.
Áður en ég byrjaði í náminu var ég með þokkalegan grunn en maður getur alltaf lært meira og safnað endalaust í reynslubankann Ég nýti námið við vinnuna á þeim hrossum sem ég er með í dag og mun þetta nám gagnast mér í framtíðinni
Morgunblaðsskeifuhafi 2020
Vildís Þrá Jónsdóttir
Ég heiti Vildís Þrá Jónsdóttir og er fædd og uppalin í Hítarnesi, Borgarbyggð. Ég hef verið í hestamennsku frá því að ég man eftir mér, foreldrar mínir hafa verið að rækta og temja heima í Hítarnesi og ég hef fengið bakteríuna frá þeim en þau kláruðu 3 ár í reiðmaninnum svo ég hef lært mikið af þeim. Áður en ég byrjaði í náminu var ég mest að þjálfa heima og aðstoða aðeins við tamningar en helst er ég í sportinu mér til yndisauka. Ég varð svo stálheppin að fá að leiðsegja á löngufjörum og vinna í hestaleigu á Hótel Eldborg þegar ég var 16 ára og lærði mikið af því.
Ég skellti mér í búfræði helst til undirbúnings til frekara náms en núna er ég í búvísindum, það er líklega besta og skemmtilegasta ákvörðun sem ég hef tekið að skrá mig í búfræðina. Ég ákvað að skrá mig í reiðmennsku til þess að læra meira, ná mér í einingar og hafa góða og gilda ástæðu fyrir því að hafa hest með mér í námið. Gunnar Reynisson var að kenna reiðmennsku 1 3. Í reiðmennsku eitt var ég með Garún frá Hítarnesi Gaumsdóttir. Ég held að við höfum báðar lært mjög mikið í þeim
áfanga þar sem það var einblínt mikið á æfingar bæði í hendi og úr sæti sem við vorum ekki mjög lærðar í. Í reiðmennsku II og III. kom ég með Úlf frá Hítarnesi. Ég má kannski þakka honum mest fyrir að hafa unnið Skeifuna. Sá klár hefur kennt mér mjög mikið og lærðum við að beita okkur og ná valdi á æfingum hjá Gunnari. Úlfur er mjög skemmtilegur hestur sem lætur mann hafa fyrir hlutunum. Í frumtamningar áfanganum var ég með Þeysu frá Hítarnesi Goðadóttir sem er mjög skemmtileg meri og flugvökur og var mjög róleg í tamningu. Árið sem við vorum í reiðmennsku III kom covid svo við kláruðum áfangann í fjarnámi og þar með tókum prófin með öðrum hætti og sendum þau inn á upptöku.
Ég lærði heilan helling í náminu, hvernig ég get notað hinar ýmsu fimiæfingar og margt fleira, ég hef nýtt mér það mikið í minni reiðmennsku í dag og svo hef ég nýtt mér frumtamningaráfangann mikið og hef verið að fikra mig áfram í að frumtemja og temja sjálf síðan ég útskrifaðist.
SÓLON FRÁ SKÁNEY
IS2000135815
F: Spegill frá Sauðárkróki
M: Nútíð frá Skáney
Aðaleinkunn: 8,48
BRIMNIR FRÁ EFRI-FITJUM
IS2009155050
F: Hnokki frá Fellskoti
M: Ballerína frá Grafarkoti
Aðaleinkunn: 8,75
SIGUR FRÁ STÓRAVATNSSKARÐI
IS2013157651
F: Álfur frá Selfossi
M: Lukka frá Stóra Vatnsskarði
Aðaleinkunn: 8,29
YMUR FRÁ REYNISVATNI
IS2002125167
F: Orri frá Þúfu
M: Ilmur frá Reynisvatni
Aðaleinkunn: 8,15
BLÆR FRÁ TORFUNESI
IS1999166214
F: Markús frá Langholtsparti
M: Bylgja frá Torfunesi
Aðaleinkunn: 8,55
STÚFUR FRÁ KJARRI
IS2008187001
F: Stáli frá Kjarri
M: Nunna frá Bræðratungu
Aðaleinkunn: 8,06
Folatollar
KASPAR FRÁ STEINNESI
IS2018156285
F: Jarl frá Árbæjarhjáleigu
M: Kolfinna frá Steinnesi Ósýndur
PÁLMI FRÁ TÚNPRÝÐI
IS2018187654
F: Sær frá Bakkakoti
M: Flauta frá Dalbæ Ósýndur
NASI FRÁ SYÐRI-VELLI
IS2018182813
F: Álfarinn frá Syðri Gegnishólum
M: Spöng frá Syðri Velli Ósýndur
SALVAR FRÁ FORNUSÖNDUM
IS2013184228
F: Spuni frá Vesturkoti
M: Hviða frá Skipaskaga Aðaleinkunn: 8,1
RÁÐGJAFI FRÁ REYNISVATNI
IS2018125958
F: Kveikur frá Strangarlæk
M: Ráðhildur frá Reynisvatni Ósýndur
HEIÐUR FRÁ EYSTRAFRÓÐHOLTI
IS2014186187
F: Ómur frá Kvistum
M: Glíma frá Bakkakoti Aðaleinkunn: 8,36
BJARTUR FRÁ HLEMMISKEIÐI
IS2014187849
F: Hrannar frá Flugumýri
M: Dagbjört frá Hlemmiskeiði 3
Aðaleinkunn: 8,29
JARL FRÁ STEINNESI
IS2013156299
F: Kiljan frá Steinnesi
M: Díva frá Steinnesi
Aðaleinkunn: 8,4
VALMAR FRÁ SKRIÐU
IS2016165397
F: Kjarkur frá Skriðu
M: Dama frá Garðsá
Aðaleinkunn: 8,02
KONSERT FRÁ GARÐI
IS2017157065
F: Dagfari frá Sauðárkróki
M: Sónata frá Garði Ósýndur
SEÐILL FRÁ ÁRBÆ
IS2015186939
F: Sjóður frá Krikjubæ
M: Verona frá Árbæ
Aðaleinkunn: 8,68
VARGUR FRÁ LEIRUBAKKA
IS2012186704
F: Svaki frá Miðstiju
M: Embla frá Árbakka
Aðaleinkunn: 8,39
YLUR FRÁ SKIPANESI
IS2016135403
F: Skaginn frá Skipaskaga
M: Þoka frá Laxholti
Aðaleinkunn: 8,15
ÓRI FRÁ STÓRA-HOFI
IS2016186002
F: Ómur frá Kvistum
M: Örk frá Stóra Hofi Ósýndur
SKÁLKUR FRÁ KOLTURSEY
IS2016180376
F: Lexus frá Vatnsleysu
M: Hnoss frá Koltursey
Aðaleinkunn: 8,07
JAÐAR FRÁ HVOLSVELLI
IS2018184978
F: Ljósvaki frá Valstrýtu
M: Vordís frá Hvolsvelli Ósýndur
SKUTULL FRÁ SKÁLAKOTI
IS2016184156
F: Sólon frá Skáney
M: Vök frá Skálakoti
Aðaleinkunn: 7,85
SKJÓNI FRÁ SKÁLAKOTI
IS2017184158
F: Skýr frá Skálakoti
M: Baldursbrá frá Hveragerði
Aðaleinkunn: 7,82
ELDJÁRN FRÁ TJALDHÓLUM
IS2000184814
F: Hugi frá Hafsteinsstöðum
M: Hera frá Jaðri
Aðaleinkunn: 8,55
TÍBERÍUS FRÁ HAFNAFIRÐI
IS2015125525
F: Lexus frá Vatnsleysu
M: Gleði frá Hafnafirði
Aðaleinkunn: 8,04
BARÓN FRÁ HAFNAFIRÐI
IS2017125521
F: Trausti frá Þóroddsstöðum
M: Díana frá Hafnafirði
Aðaleinkunn: 7,83
HLJÓMUR FRÁ BAKKAKOTI
IS2010186195
F: Ómur frá Kvistum
M: Hrund frá Hrappsstöðum
Aðaleinkunn: 8,11
KAPTEINN FRÁ SKÁNEY
IS2015135803
F: Hrannar frá Flugumýri
M: Líf frá Skáney
Aðaleinkunn: 7,95
NÖKKVI FRÁ HRÍSAKOTI
IS2013137017
F: Rammi frá Búlandi
M: Hugrún frá Strönd II
Aðaleinkunn: 8,55
ABEL FRÁ ESKIHOLTI
IS2006136584
F: Klettur frá Hvammi
M: Alda frá Úlfljótsvatni
Aðaleinkunn: 8,29
ORRI FRÁ ÁRBÆJARHJÁLEIGU II
IS2018186751 M: Ósk frá Lækjarbotnum
F: Sveinn Hervar frá Þúfu í Landeyjum Ósýndur
RÓSA BIRNA/ÞÓR
Ósýndur hestur að eigin vali.
SKJÁR FRÁ SKAGASTRÖND
IS2013156955
F: Hrímnir frá Ósi
M:Þruma frá Skagaströnd
Aðaleinkunn: 8,30
FÁLKI FRÁ GEIRSHLÍÐ
IS2000135888
M: Dögg frá Geirshlíð
F: Oddur frá Selfossi
Aðaleinkunn : 8,07
FORLEIKUR FRÁ LEIÐÓLFSSTÖÐUM
IS2015138446
M: Sóldís frá Leiðólfsstöðum
F: Konsert frá Hofi
Aðaleinkunn: 8,34
ÖLVALDUR FRÁ FINNASTÖÐUM
IS2018165226
M: Saga frá Bakka
F: Þráinn frá Flagbjarnarholti Ósýndur
LAKKRÍS FRÁ EYVINDARMÚLA
IS2014184837
M: Náttdís frá Smáratúni
F: Klerkur frá Bjarnarnesi
Aðaleinkunn: 7,60
LJÓSVAKI FRÁ AKUREYRI
IS2020165330
M: Aþena frá Hrafnagili
F: Lakkrís frá Eyvindarmúla Ósýndur
Vinningshafar Skeifunnar
2021: Laufey Rún Sveinsdóttir, Sauðárkróki
2020: Vildís Þrá Jónsdóttir, Hítarnesi
2019: Guðjón Örn Sigurðsson, Skollagróf
2018: Gunnhildur Birna Björnsdóttir, Bæjarsveit
2017: Harpa Björk Eiríksdóttir, Gríshóli
2016: Þorbjörg Helga Sigurðardóttir, Skollagróf
2015: Jón Óskar Jóhannesson, Brekku, Blásk.
2014: Elísabet Thorsteinsson, Króki
2013: Harpa Birgisdóttir, Kornsá
2012: Svala Guðmundsdóttir, Sauðárkróki
2011: Ditte Clausen, Sauðárkrókur
2010: Franziska Kopf, Lýsuhól, Snæf.
2009: Hlynur Guðmundsson, Ytri Skógum, Rang.
2008: Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir, Kópavogi
2007: Halla Kjartansdóttir, Ölvisholti, Flóa
2006: Þorsteinn Logi Einarsson, Egilsstaðakoti, Flóa
2005: Hallveig Guðmundsdóttir, Reykjavík 2004: Sigríður Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V Hún. 2003: Einar Atli Helgason, Snartarstöðum, N Þing. 2002: Guðmundur Bjarni Jónsson, Hóli, N Ís. (Bolungarvík)
2001: Erlendur Ingvarsson, Hvolsvelli (Skarð, Rang.) 2000: Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Víðidalstungu, V Hún. 1999: Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Skriðu, Hörgárdal 1998: Ísólfur Líndal Þórisson, Lækjarmóti, V Hún (Hólar) 1997: Camilla Munk Sörensen, Danmörku (Fagranes, Skag.)
1996: Jón Kristinn Garðarsson, Brennu, Borg. (Mosfellsbær)
1995: Brynja S. Birgisdóttir, Hveragerði 1994: Hallgrímur Sveinn Sveinsson, Vatnshömrum 1993: Þórður Þorbergsson, Akranesi 1992: Jósep Guðjónsson, Strandhöfn, Vopnafirði 1991: Ragnhildur Guðrún Benediktsdóttir, Krossanesi, V Hún.
1990: Friðrik H. Reynisson, Hlíðarbergi, A Skaft. 1989: Guðlaugur V. Antonsson, Vík, V Skaft. (Hvanneyri) 1988: Böðvar Baldursson, Ysta Hvammi, S Þing. 1987: Jóhann Þorvarður Ingimarsson, Eyrarlandi, S Múl. 1986: Vignir Sigurðsson, Húsavík (Litla Brekka, Eyjaf.) 1985: Þór Bjarnar Guðnason, Selfossi (Flúðir, Kópsvatn) 1984: Rúna Einarsdóttir, Mosfelli, A Hún. (Þýskaland) 1983: Elín Rósa Bjarnadóttir, Reykjavík (Blönduós)
1982: Sverrir Möller, Reykjavík
1981: Sigurjón Bjarnason, Hvoli, Ölfusi
1980: Meyvant Lúter Guðmundsson, Reykjavík 1979: Hróðmar Bjarnason, Hvoli, Ölfusi 1978: Þórir Magnús Lárusson, Þórukoti, V Hún. (Holtsmúli) 1977: Hreggviður Eyvindsson, Reykjavík (Svíþjóð) 1976: Óskar E. Sverrisson, Andakílsárvirkjun, Borg. (Borgarnes) 1975: Jón G. Halldórsson, Krossi, Borg. (Borgarnes) 1974: Guðmundur Jónsson, Reykjum, Mosfellssveit 1973: Benedikt Líndal Þorbjörnsson, Reykjavík (Staður, Borgarnes) 1972: Guðmundur S. Einarsson, Dalsmynni, Árn. 1971: Ragnar Hinriksson, Reykjavík (Borgarnes, nú Rvík) 1970: Guðni Vignir Jónsson, Götu, Rang. 1969: Karl Ölvirsson, Þjórsártúni, Rang. 1968: Agnar Kristjánsson, Norðurhlíð, S Þing. 1967: Bjarni Kristjánsson, Reynivöllum, Kjós (Þorláksstaðir) 1966: Sigurbjörn Ómar Ragnarsson, Hvalgröfum, Dal. (Rvík. 1965: Þröstur Bjarkar Snorrason, Stardal, Stokkseyri (Tóftir) 1964: Reynir Aðalsteinsson, Rvík. (Sigmundarstaðir, Borg., Hvanneyri) 1963: Guðmundur Þór Gíslason, Reykjavík (Torfastaðir, Árn.)
1962: Guðmundur Hermansson, Reykjavík (Fjall, Skag., Reykjavík) 1961: Haraldur Sveinsson, Hrafnkelsst., Árn. 1960: Sigfús Guðmundsson, Reykjavík (Vestra Geldinholt, Árn.)
1959: Jónas Jónsson, Norðurhjáleigu, V Skaft. (Kálfholt, Rang.)
1958: Þórður Ólafsson, Hlíðarenda, Ölfusi (Þorlákshöfn) 1957: Örn Þorleifsson, Reykjavík (Húsey, N Múl.) 1956: Sigurgeir Ísaksson (engin skeifa)
REIÐMAÐURINN
Reiðmaðurinn er nám á framhaldsskólastigi á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands ætlað fróðleiksfúsum reiðmönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi.
Nemendur fá tækifæri til að þróast í eigin reiðmennsku óháð fyrri reynslu og um leið að takast á við nýjar áskoranir og aukna ábyrgð. Námið er í senn blanda af fræðilegri nálgun og verklegum æfingum þar sem fjölbreytt, hagnýtt og einstaklingsmiðað nám er í forgrunni. Nemendur vinna markvisst að settum markmiðum þar sem vel menntaðir og þjálfaðir reiðkennarar leiðbeina út frá einstaklingsviðmiðum í þéttu aðhaldi sem hópastarf gefur.
upplýsingar
Holaker
NÁM Í REIÐMANNINUM 2022 – 2023
Reiðmaðurinn I
• Sprettur í Kópavogi
• Sörli í Hafnarfirði
• Dreyri á Akranesi
• Freyfaxi á Egilsstöðum
• Freyfaxi á Egilsstöðum
• Svaðastaðahöllin á Sauðárkróki Reiðmaðurinn II
• Sprettur í Kópavogi
• Sleipnir á Selfossi
• Hörður í Mosfellsbæ
• Léttir á Akureyri Reiðmaðurinn III
• Mið-Fossar í Borgarfirði
• Reiðhöllin á Flúðum
• Reiðhöllin Vesturkoti
• Sörli í Hafnarfirði
Frumtamningar
• Mið-Fossar í Borgarfirði Kennarar: Ólafur Andri Guðmundsson og Haukur Bjarnason
endurmenntun.lbhi.is