Landbúnaðarháskóli Íslands hyggst vera í fararbroddi hvað varðar rannsóknir og hágæðanám á sviði sjálfbærrar nýtingar umhverfis og auðlinda.
Námsumhverfi nemenda er í fyrirrúmi og góð aðstaða laðar fremstu vísindamenn víðsvegar að úr heiminum til samstarfs.
Þannig styður háskólinn við markmið ríkisstjórnarinnar, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, einstaklingum, samfélagi og atvinnulífi til heilla.