FLÆÐI HAUSTRÁÐSTEFNA FÉLAGS LANDFRÆÐINGA 30. OKTÓBER 2015 KL. 13:00 Í ÖSKJU NÁTTÚRUFRÆÐIHÚSI HÁSKÓLA ÍSLANDS STURLUGÖTU 7 101 REYKJAVÍK
Bjarni Reynarsson Frá Catal Huyak til Reykjavíkur: Saga borga í 5000 ár
Friðþór Sófus Sigurmundsson Jökulvatnsflæði í suðursveit
Ívar Örn Benediktsson Múlajökull – einstök landmótun og áhrif á Þjórsárver
Edda R.H. Waage og Karl Benediktsson. „Hið salta sjóarvatn“: Upplifun á náttúrunni um borð í íslenskum frystitogara
SKRÁNING ER HAFIN Á LANDFRAEDI.IS
Ágrip erinda
Frá Katal Huyak til Reykjavíkur: Stiklur úr sögu borgarskipulags með áherslu á skipulagssögu Reykjavíkur. Bjarni Reynarsson Bók Bjarna, Borgir og borgarskipulag, kom út hjá bókaútgáfunni Skruddu í október 2014. Bjarni þekkir þetta efni vel því hann starfaði á Borgarskipulagi í aldarfjórðung og hefur um langt árabil kennt háskólanemum um þróun og skipulag borga. Markmiðið með útgáfunni var að taka saman alþýðlegt fræðirit, sem jafnframt nýttist fagfólki og námsmönnum, þar sem hin stutta saga Reykjavíkur sem þéttbýlisstaðar er sett í samhengi við sögu borga sem spannar yfir 5 þúsund ár. Bókin skiptist í þrjá þætti: Þróun borga á Vesturlöndum – Kaupmannahöfn, höfuðborg Íslands í hartnær 5 aldir, og þróun og skipulag Reykjavíkur. Um 500 ljósmyndir, gröf og kort prýða bókina. Í erindinu mun Bjarni leggja áherslu á sérkenni Reykjavíkur sem höfuðborgar með því að draga fram áhugaverða þætti úr skipulagssögunni.
Suðursveit 1800 Friðþór Sófus Sigurmundsson Fá svæði á Íslandi eru jafn næm fyrir loftslagsbreytingum og héruðin sunnan Vatnajökuls. Þar fara saman mikil úrkoma og fjöldi skriðjökla sem teygja sig niður á láglendi auk þess sem fjöldi jökuláa fellur frá þessum jöklum. Á hámarki litlu ísaldar teygðu jöklar sig niður í dali Suðursveitar, stífluðu hliðardali og breyttu farvegum jökuláa. Samfélagið í Suðursveit hafði að mestu byggst upp á landbúnaði en útræði var þó alltaf stundað sem aukagrein. Landbúnaður var með hefðbundnum hætti, þ.e.a.s. nautgriparækt til mjólkurvinnslu og kjöts en sauðfjárrækt til mjólkur, ullar og kjötvinnslu. Í byrjun 19. aldar bjuggu 208 einstaklingar í Suðursveit með 744 sauðfjár 121 nautgrip og 95 hesta. Heimili voru 26 á 13 jörðum. Fyrstu skráðu jökulhlaupin úr Vatnsdal, innst í Kálfafellsdal, komu í kringum 1820 og voru nokkuð árviss atburður til 1870. Þessi hlaup eyddu landi jarðanna Kálfafells, Kálfafellsstaðar og Steina. Breiðamerkurjökull gekk hratt fram á 19. öld og fór yfir land jarðarinnar Fells en þar voru flestar hjáleigur komnar í eyði um 1820 en þó var enn tvíbýli á Felli árið 1850. Bústofn Suðursveitar árið 1850 var 909 sauðfjár 113 nautgripir og 116 hestar. Íbúafjöldi var þá 252 sem bjuggu á 31 heimili á 13 jörðum. Milli 1850 til 1900 náði framgangur jökla og jökulvatns hámarki í Suðursveit. Jökulhlaup tók af bæinn á Felli árið 1868 og Sævarhólar voru yfirgefnir 1892, skömmu áður en Kolgríma fór í kringum bæjarhólinn. Engu að síður jókst velferð í Suðursveit og afkoma fólks batnaði til muna alla 19. öldina. Bústofn Suðursveitar árið 1900 var 3282 sauðfjár, 78 nautgripir og 130 hestar. Íbúafjöldi var 211 á 19 heimilum á 11 jörðum.
1
Múlajökull – einstök landmótun og áhrif á Þjórsárver Ívar Örn Benediktsson Múlajökull er framhlaupsjökull sem flæðir úr öskju Hofsjökuls niður í gegnum þröngan dal og breiðir úr sér á sléttlendi Þjórsárvera. Þar myndar hann formfagran, bogadreginn sporð. Framan við sporðinn eru greinileg ummerki landmótunar jökulsins þar sem mest ber á jökulöldum (e. drumlins) og jökulgörðum (e. moraines). Jökulöldurnar eru 142 talsins og mynda þær sveim sem er einstakur fyrir það að vera sá eini á jörðinni sem þekktur er við samtímajökla. Flæði Múlajökuls og sprungumynstur stýrðu myndun og dreifingu jökulaldanna í upphafi en með tíð og tíma hefur bygging þeirra og lögun þróast við samspil setmyndunar og rofs í endurteknum framhlaupum jökulsins. Arnarfellsmúlar, ystu jökulgarðar Múlajökuls, mynduðust þegar jökullinn gekk lengra fram en áður og vöðlaði upp ósnertum votlendisjarðvegi. Sögulegar heimildir og efnagreiningar á gjóskulögum benda til að þetta hafi gerst á milli 1717 og 1758, sem sýnir að Múlajökull náði sinni mestu útbreiðslu um 140‐170 árum fyrr en stórir framhlaupsjöklar í Vatnajökli. Ennfremur benda aldursgreiningar á lífrænum leifum til að votlendisjarðvegurinn sem í görðunum finnst sé um 4000 ára, sem aftur gefur hugmyndir um lágmarksaldur og útbreiðslu votlendisins í Þjórsárverum.
„Hið salta sjóarvatn“: Upplifun á náttúrunni um borð í íslenskum frystitogara Karl Benediktsson & Edda Ruth Hlín Waage Hafið er að mörgu leyti tákngervingur hugmyndarinnar um ægifegurð: Það hefur frá fornu fari verið uppspretta ógnar og yndis í senn í hugmyndaheimi Vesturlandabúa. Allt frá tímum Ódysseifs hefur myndin af hinum hrausta sjómanni, sem býður náttúruöflunum byrginn, verið fyrirferðarmikil. En hefur þetta nokkuð að gera með nútímann? Hvernig birtist náttúran þeim sem stendur við snyrtingu og pökkun á vinnsludekki stórs frystitogara? Niðri í vél? Uppi í brú? Í erindinu er sagt frá tilraun til að komast inn í flæði náttúruupplifana handan stórstraumsfjöruborðs.
2
Veggspjöld CO2 evolution in highland soils of different land cover types at Sporðöldulón Utra Mankasingh, Guðrún Gísladóttir, Jóhann Þórsson og Minna Palomäki
Soil evolution in the active enviroment of Öræfi district, S.E Iceland Höskuldur Þorbjarnarson, Guðrún Gísladóttir, Egill Erlendsson og Utra Mankasingh
Jarðvegur á Þingvöllum næringarefni og kolefnisbinding mólendi – laufskógur – barrskógur María Svavarsdóttir, Guðrún Gísladóttir og Utra Mankasingh
Weathering of Öræfajökull 1362 and the Vatnaöldur 1477 tephra and soils south of Vatnajökull glacier Theresa Bonatotzky, Franz Ottner og Guðrún Gísladóttir
Saga Birkiskóga og loftslagsbeytinga í Austur‐Húnavatnssýslu á nútíma varðveitt á botnum stöðuvatna Sigrún Dögg Eddudóttir, Egill Erlendsson og Guðrún Gísladóttir
The effects of vegetation succession and landscape on the evolution of soil properties: A chronosequnce study along the proglacial area of Skaftafellsjökull glacier, SE Iceland Olga Kolbrún Vilmundardóttir, Guðrún Gísladóttir og Rattan Lal
Kortlagning á hnignun skóglendis á miðöldum. Lilja Bjargey Pétursdóttur, Egill Erlendsson og Guðrún Gísladóttir
3