Tillaga nr 14034
LAUGAVEGUR þráður menningar og mannlífs
Laugavegur hรถnnunarsamkeppni Tillaga nr. 14034
2
Laugavegurinn er svo formfull og laðandi gata, að hreinasta yndi
er að ganga hana, ef hún bara væri hreinlegri en hún er og ef hún
væri sléttuð og snyrtilega um hana hugsað frá Smiðjustíg alla leið inn að Rauðárlæk, má segja að gatan lokki mann og seyði. Þessi
ör fíni halli, sem laðar augað og tilfinninguna inneftir - inneftir eða niðureftir á víxl.
Jóhannes S. Kjarval, Reykjavík og aðrar borgir, Morgunblaðið, 1923
3
LAUGAVEGUR Á Laugaveginum er umhverfið sögulegt í ýmsum skilningi og gatan á stóran sess í huga og hjarta allra
landsmanna. Um leið og það er er styrkur hans er vert að huga að því í hverju sá styrkur liggur, hvað er það
sem gerir hann sögulegan og sérstakan. Árið 1885 samþykkti bæjarstjórn að hefja lagningu Laugavegar til að
auðvelda fólki ferðir í þvottalaugarnar í Laugardalnum og dregur hann nafn sitt af þeim. Fram að lagningu hans kom fyrir að þvottakonur féllu í læk eða mýrarpytt og drukknuðu undan þungum byrðum.
Gatan byggðist hratt upp og um aldamótin 1900 var Laugvegur orðin langfjölmennasta gata bæjarins. Aðalsmerki Laugavegar er saga verslunar og veitingahúsareksturs í meira en 100 ár. Í langan tíma var
Laugavegurinn aðalverslunargatan á landinu, gata sem allir þekktu. Þrátt fyrir að Laugavegurinn deili nú viðskiptavinum sínum með stóru verslunarkjörnunum, þá hefur hann verðmæta sérstöðu.
Á Laugaveginum upplifum við tímann í fjölbreytileika húsanna sem hvert segir sína sögu. Hér finnum við fyrir veðrinu og njótum sólarinnar, speglum okkur í rigningunni, horfum á snjóinn setjast á húsþökin eða sólsetrið
gylla sjóinn vesturhiminn. Við göngum á milli verslana og kaffihúsa, hittum fólk og horfum á mannlífið um leið við njótum þess að vera hluti af samfélagi í sögulegu umhverfi.
4
Undanfarin áratug hafa vinsældir miðbæjar Reykjavíkur aukist mjög. Þetta er meðal annars hluti af alþjóðlegri vitundarvakningu þar sem borgarbúar sjálfir taka í sí auknum mæli göturými í notkun á ýmsan hátt.
Laugavegurinn er meira en aldargamall og stærðir hans eru mannlegar og auðlesnar, breidd og skali húsanna
gerir það að verkum að nálægðin er mikil og upplifunin er síbreytileg. Til að Laugavegurinn geti notið þessarar sérstöðu sinnar og vegfarendur fái notið Laugavegarins – þarf að gera það auðveldara að staldra við, dvelja
og taka þátt. Þannig heldur Laugavegurinn aðdráttaraflinu sínu og hefur burði til að þróast og lifa áfram við breyttar aðstæður.
5
GREINING Hús
Eitt sterkasta einkenni Laugavegar er fjölbreytni í húsagerð. Stórar og íburðarmiklar byggingar standa við
hliðina á litlum timburhúsum í ýmsum litum sem hafa oft á tíðum tekið miklum breytingum eftir starfsemi og
þörfum hverju sinni. Svo til öll húsin við Laugaveg, bæði þau gömlu og einnig mörg þeirra sem nýrri eru, eiga það sameiginlegt að eiga mikla sögu bæði íbúa og verslunar.
Umferð
Laugavegurinn er á þessum kafla nokkuð þröngur eða ekki nema um 12 m milli húsa að meðaltali. Ein akrein er fyrir bílaumferð með einstefnu í vesturátt ásamt viðbótar afreinum út í hliðargötur eða bílastæðahús. Í
nærliggjandi götum má finna fjölmörg bílastæði og fjögur bílastæðahús. Akrein fyrir bílaumferð og bílastæði
taka mikið pláss auk þess sem allur búnaður s.s. ljósastaurar, ruslatunnur, götutré, pollar, umferðarskilti, skilti frá rekstraraðilum við Laugaveginn, merkingar og kantsteinar þrengja að gönguleiðum.
6
Mannvist
Þótt mannlífið sé fjölbreytt eru dvalarmöguleikar takmarkaðir á Laugaveginum í dag. Nokkrir bekkir eru
staðsettir á þeim stöðum sem sólar nýtur. Kaffihús eru fjölmörg við Laugaveginn og undanfarin ár hafa þau
farið með reksturinn í auknum mæli út í göturýmið með borð og stóla. Pláss til þess er þó afar takmarkað og oft
verður búnaður að hindrun fyrir gangandi vegfarendur. Þröngar gönguleiðir takmarka einnig aðgengi fólks með lítil börn og barnavagn. Engin leiksvæði eru við Laugaveginn, né dvalarsvæði þar sem auðvelt er að stoppa með börn.
Aðgengi
Illmögulegt er fyrir blinda og sjóndapra að fylgja húshliðum eða kantsteinum og engar sérstakar leiðilínur eru í yfirborði. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er einnig erfitt, gönguleiðir eru þröngar og fjöldi götugagna er mikill.
Þrep eru við innganga margra húsa við Laugaveg og gangstétt iðulega ekki löguð að hæð innganga. Á nokkrum stöðum hafa verið gerðir rampar inn í byggingar en vegna þess hve mikið pláss ramparnir taka af gangstétt myndast óæskilegir flöskuhálsar og því eru þeir takmarkandi þáttur í aðgengi á gangstéttunum sjálfum.
7
8
MARKMIÐ
Markmið tillögunar er að skapa aðlaðandi borgarrými sem myndar ramma um mannlíf og styður við þá
skemmtilegu þróun í notkun miðborga sem er að ryðja sér til rúms. Gangandi vegfarendum er gert hærra undir höfði og aðgengi fyrir alla haft í huga um leið og virðing er borin fyrir sögunni og húsin fá meira pláss og meiri
athygli. Lögð er áhersla á Laugaveginn sem stað þar sem umhverfið hvetur fólk til að staldra við, dvelja, njóta og taka þátt í mannlífi borgarinnar.
Meginhugmynd
Að ganga, njóta, skoða, upplifa og taka þátt er meginstefið sem í hugmyndinni. Unnið er markvisst með
ákveðin svæði með yfirborði, lýsingu, litum og notkun vatns. Horfið er frá hefðbundnum aðskilnaði bíla og gangandi umferðar og akandi umferð takmörkuð. Á milli húsanna verður gatan, vegurinn, í einum fleti frá húsvegg til húsveggjar. Flöturinn býður gangandi vegfarendum upp (í dans) á frjálst flæði milli verslana, kaffihúsa og dvalarsvæða frá norðurhlið að suðurhlið, uppeftir, niðureftir og aftur til baka. Við bjóðum
bílstjórum og farþegum þeirra að stíga út og taka þátt með okkur, við viljum hitta ykkur, sjá ykkur og heyra. Með víkjandi bílaumferð opnast Laugavegurinn og pláss verður fyrir þann fjölda gangandi vegfarenda sem njóta þess
að fara um og dvelja á Laugaveginum, það verður til pláss fyrir stór og lítil dvalarsvæði, það verður til pláss til að leysa aðgengismál í fjölda verslana og ekki síst, þá verður til pláss fyrir húsin – hin fjölbreyttu hús sem einkenna Laugaveginn og segja sögu síðustu 130 ára.
9
Götugólfið
Yfirborð Laugavegarins fær nýja ásýnd, varfærið mynstur myndar rólegt grunnstef og götunni og tengir saman ólíka hluta og ólíkar byggingar. Mynstrið er klassískt stef tígulforms sem rennur saman í einn sléttan flöt.
Mynstrið skírskotar til hins þjóðlega; klömbruhleðsla/prjónamynstur eða hins sögulega Laugavegar og tengir við sjóinn – sundin blá í hliðargötum, merki Reykjavíkur.
Yfirborð á Laugaveginum myndar undirstöðuna, heildina. Upp við húsin er breytt band af dökkgráum
náttúrusteini sem myndar fót fyrir byggingarnar, tengir húsin saman og gefur þeim rými. Dökki flöturinn
tilheyrir húsunum og verslanir og kaffihús geta komið út í göturýmið með lausa hluti; varning, stóla og borð, skilti og blómaker. Dökki flöturinn er örlítið hrjúfur meðan á götunni sjálfri er mynstraði flöturinn sléttur
með varfærnum litabrigðum, ljós, dökkur, rauðleitur. Kannski er þetta náttúrusteinn – kannski steypa með mismunandi áferð – endanlegt val yrði í samræmi við áherslur borgarinnar á bílaumferð um Laugaveginn.
10
Umferð
Hefðbundinni akstursstefna akandi umferðar í vesturátt er óbreytt en Laugaveginum skipt upp í svæði með mismunandi áherslum á akandi umferð.
Frá Snorrabraut að Vitastíg er akstursbraut malbikuð, opið er fyrir alla almenna umferð og á stöku stað eru 15 mínútna stæði fyrir vöru og þjónustu. Reiknað er með að þessi hluti Laugavegar verði eingöngu opnaður fyrir gangandi um stórhátíðir eins og t.d. Þorláksmessu eða Menningarnótt. Umferðahraði er 15 km/klst og liggur akstursbraut í nokkuð kröppum hraðatakmarkandi hlykkjum.
Frá Vitastíg að Bankastræti er gatan opnuð fyrir gangandi umferð og akandi umferð eingöngu leyfð með
takmörkunum. Mynstur gólfsins nær yfir allt göturýmið og afmörkun akandi umferðar verður ósýnilegri. Línur ljósastaura og götugatna ásamt varfærni litabreytingu í yfirborði stýrir bílstjórum um götuna. Rými er gefið
fyrir þjónustustæði á ákveðnum stöðum. Leyfð akandi umferð getur verið t.d. aðkoma með vörur og þjónustu á morgnanna. Á ákveðnum tímum árs mætti leyfa almenn akstur fyrir hádegi, þó gangandi umferð yrði ávalt í forgangi. Útfærslumöguleikar eru margir en mikilvægt er að útfæra einfaldar og skýrar reglur.
11
Aðgengi - hæðarsetning
Með breiðari gönguleiðum og endurskoðun á hæðarsetningu verður mögulegt að bæta aðgengi hreyfihamlaðra
að meirihluta þeirra bygginga sem standa við Laugaveginn. Náttúrugrjótsbandið upp við hvert hús er heppilegt til að leysa lítinn hæðarmun, en einnig verður hægt að taka hæðarmun lengra út í gönguleiðarnar meðfram
húsunum og jafnvel stutta rampa án þess að trufla flæði gangandi vegfarenda of mikið þar sem gönguleiðir eru orðnar mun breiðari en í dag. Leiðilínur úr stáli liggja báðum megin í götunni svo og merkja inn gatnamót.
12
Gatnamót
Þar sem hliðargötur þvera Laugaveginn mætast gangandi og akandi vegfarendur og mikilvægt að mismunandi ferðamátar taki tillit til hvors annars. Með vilja er aðskilnaður umferðamáta gerður nokkuð óljós sem fær alla vegfarendur til að hægja á sér og fara varlega um. Yfirborðsefni Laugavegarins teygir sig inn í hliðargöturnar,
gefur vegfarendum til kynna að breyting sé í vændum og rétt að fara varlega. Mynstrið tekur utan um hornhúsin og tengir þau götunni. Bílastæði hliðargatna sem næst liggur Laugavegi eru ætluð hreyfihömluðum.
Á gatnamótunum er tígullaga formið dregið fram og sett inn sem lína í yfirborði þar sem er greypt nafn þeirrar hliðargötu sem á við hverju sinni.
13
Dvalarsvæði
Þar sem áhugavert umhverfi og sólin mætast er formið brotið upp og skapaðir möguleikar fyrir ný dvalarsvæði við Laugaveginn . Hér verða til kennileiti, rými þar sem borgarbúar geta stoppað - dvalið - spjallað - hangið - leikið. Í tillögunni er gert ráð fyrir sex sérstökum dvalarsvæðum og eru þau afmörkuð í yfirborði með
litabreytingum. Þar er lögð áhersla á að svæðin skeri sig frá öðrum hlutum Laugavegar og hefur hver staður sín sérkenni.
Í ljósi sögunnar spilar vatn stórt hlutverk í tillögunni. Á dvalarsvæðum verður vatn í mismunandi hlutverkum, sem stærri skúlptúrar eða sem einfaldir vatnsfontar.
Tvö af þessum dvalarsvæðum verða það stór að með réttu væri hægt að nefna þau torg. Annað neðst við
Laugaveg “Skólavörðutorg” og hitt fyrir utan Kjörgarð að Laugavegi 59, “Laugatorg”. Við Laugaveg 21 (Hljómalind) er rótgróið lítið torg “Megasartorg”.
Skólavörðutorg
Neðst á mótum Laugavegar, Skólavörðustígs og Bankastrætis er sérlega sólríkt og skjólgott svæði og hefur þessi staður notið vaxandi vinsælda til dvalar undanfarin ár. Aðliggjandi kaffihús mæta með borð og stóla með fyrstu vorsólinni og gangstéttin er yfirfull á sólríkum dögum. Hér breiðir nýtt yfirborð Laugavegar úr sér og myndar
torg á vegamótunum. Lagt er til að gönguleiðin verði opnuð betur upp á Skólavörðuholtið með nýjum þrepum
og lágum, leikandi vatnsgosbrunnum komið fyrir í gangstétt. Þrepin mynda bogadregið svið fyrir uppákomur og gjörninga.
14
Laugatorg
Nýtt kennileiti ofarlega á Laugaveginum. Hér stendur bygging, Kjörgarður, áberandi innar en önnur hús við Laugaveginn og myndar vísi að torgi. Sunnan við götuna er lágreist timburhúsbyggð sem gerir svæðið bjart
og sólríkt og háar byggingarnar norðan við götuna veita skjól frá norðangjólunni. Tillagan sýnir möguleika á
glerbyggingum við Kjörgarð þar sem t.d. blóma- og grænmetissala yrði staðsett í skjóli fyrir veðri og vindum. Einnig er gert ráð fyrir lýsingu í stálhellum í gólfi sem gefur torginu sérkenni.
Á Laugatorgi verður þvottakvennanna minnst með vatnslaug sem vísar í þvottalaugarnar. Á sumrin geta
vegfarendur notið þess að setjast á bakkann og horft á sólina speglast á vatnsfletinum, á kvöldin munu ljós í
botni laugarinnar brotna í vatninu og á veturna mun gufan minna á hita þvottalauganna. Frá lauginni rennur vatnið í mjórri rennu stutta leið um torgið og gefur möguleika á leik.
Á móti Kjörgarði er gamalt timburhús og stór bakgarður sem vantar hlutverk. Lagt er til að húsið verði hluti af torginu og þar verði starfsemi á borð við upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Húsið er opnað út í bakgarðinn - þarna verður uppáhaldsstaður barnafjölskyldna á ferð í miðbænum – leiksvæðið sem Laugaveginn vantar.
Með því að taka skúrbyggingu við Laugaveg 54 væri hægt að tengja bakgarðana saman og veitingasala myndi blómstra í grænu laufskrúði að sumri til en með heitt kakó og hitalampa á veturna.
15
Götugögn
Tillagan gerir ráð fyrir sérhönnuðum, samræmdum götugögnum fyrir Laugaveginn. Trjágrindur, hjólastandar, skilti og ruslatunnur eru unnar í samræmdum einingum. Hugmyndin sem sett er fram byggir á stáli og
ljósi. Kringum götutré eru stálgrindur í hæð við götuyfirborð, þannig tekur trjágróður takmarkað pláss af göngusvæðum um leið og trjánum er gefið gott vaxtarrými.
Sérvaldir bekkir standa víða á Laugaveginum en á dvalarsvæðum eru sérstakar lausnir þar sem hugað er að mismunandi setmöguleikum.
16
Lýsing
Gert er ráð fyrir hefðbundinni götulýsingu meðfram öllum Laugarveginum. Dvalarsvæðin eru með
mismunandi lýsingu sem skapa ólík hughrif og
stemningu. Stálhellur með lýsingu eru lagðar á völdum stöðum upp eftir Laugavegi, þær vísa á gönguleiðir, afmarka hjólastæði og skilti og mynda sérstaka
stemningu á Laugatorgi. Á Megasartorgi mynda
ljóslínur stjörnuþak yfir kvöldgestum og skapa notalega stemningu.
Á Skólavörðutorgi leika vatnssprauturnar sér í stemningsmyndum kastarana.
Þegar dimma tekur lýsa götunöfn hógvært í yfirborði gatnamóta.
Gróður
Á Laugavegi hafa götutré um langa hríð skapa notalega stemningu, Laugavegurinn er í hugum margra “græn
gata”. Til að fá ásýnd Laugavegar sem grænasta eru staðsett götutré báðum megin við götuna á svipaðan hátt og gert er í dag. Gert er ráð fyrir stofntrjám með léttri krónubyggingu sem hæfir hverjum stað fyrir sig. Við
undirbúning og gróðursetningu er mikilvægt að taka tillit til vöxt trjánna og sem best búið að þeim í hvívetna, svo sem með rótarvænu burðarlagi og vökvunarkerfum.
17