Skólanámskrá Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar - Heiðarskóli

Page 80

Skólanámskrá Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar – Heiðarskóli

2021

Markmið verkefnisins er að: • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku. • Efla samfélagskennd innan skólans. • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan. • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn. • Veita börnum menntun og færni til að takast á við umhverfismál. • Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu. • Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning. Útinám Vettvangsferðir og skólaferðir hafa fylgt skólastarfinu í Heiðarskóla frá stofnun. Með innleiðingu Grænfánaverkefnisins fer skólinn að stunda markvissara útinám með því að tengja útinámið við ákveðnar námsgreinar og tíma í töflu. Ýmsar leiðir hafa verið prófaðar með fyrirkomulag eins og að kennarar velji sjálfir hvenær þeir fara í útinám, tímar ákveðnir með fyrirvara nokkrum sinnum yfir skólaárið og að hafa fastan tíma í töflu. Auk einstakra útinámstíma eru fastir útinámsdagar eins og „survivordagur“ og dagur íslenskrar náttúru“. Markmið með útinámi: • Auka skilning barna á náminu. • Dýpka kunnáttu. • Styrkja minnið. • Skapa aðstæður til að sjá samhengi og þróa tilfinningar og ábyrgð fyrir umhverfinu og náttúrunni. • Tengja námið við raunveruleikann. • Auka hreyfingu, heilbrigði og velferð barna. • Efla þekkingu á nánasta umhverfi og heimabyggð. • Styrkja börn félagslega, efla sjálfsmyndina og sjálfstraustið. • Efla sköpunargleði og hugmyndarvinnu.

9.5.

Uppbyggingarstefna

Heiðarskóli tók upp Uppbyggingarstefnuna árið 2007. Meginmarkmið uppbyggingar er að styrkja einstaklinginn í að vera sá sem hann vill vera með hliðsjón af eigin sannfæringu frekar en að stjórnast út frá geðþótta annarra. Það er gert með því að kenna börnum sjálfsaga, sjálfsstjórn og sjálfsstyrkingu sem leiðir til betri samskipta. Uppeldi til ábyrgðar leggur áherslu á lífsgildi fremur en reglur og ábyrgð fremur en blinda hlýðni og samræmist því vel meginþáttum aðalnámsskrár. Stefnan byggir á þeirri hugmyndafræði að öll hegðun stjórnist af fimm grundvallarþörfum sem eru öllum mönnum sameiginlegar; öryggi, ánægja, styrkur, umhyggja og frelsi. Unnið er með börnum að því að átta sig á þörfum sínum. Til að hjálpa börnum inn á þessa braut og fá þá til að skoða eigið gildismat er áhersla lögð á spurningar eins og: „Hvernig viljum við vera?“ og „Hvað við þurfum að gera til að ná takmarki okkar?“ 80


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.