7 minute read

Sævar Stefánsson rannsóknarlögreglum. viðtal á bls

Sævar Stefánsson rannsóknarlögreglumaður man tímana tvenna: „Fannst nýja lögreglustöðin vera afskaplega stór“

Það var auðvitað mikill munur á gömlu og nýju aðstöðunni, líkt og sjá má á þessum myndum. Önnur tekin í Pósthússtræti en hin á Hverfisgötu.

„Það var mjög mikil breyting að flytja hingað á Hverfisgötuna úr Pósthússtrætinu. Aðstaðan var auðvitað á allan hátt betri, við fengum t.d. fataskápa og gátum farið í sturtu. Það var nú ekki í boði á gömlu stöðinni enda þröngt þar á þingi og allir lögreglumenn nánast í einum hnapp. Nýja lögreglustöðin var svo gott sem fullbúin þegar við fluttum inn. Kaffistofan var tilbúin og líka setustofan og það var nú aldeilis munur á þessum vistaverum í samanburði við þær gömlu,“ segir Sævar Stefánsson rannsóknarlögreglumaður þegar hann rifjar upp þau merku tímamót þegar lögreglan flutti í nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar við Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík þann 4. nóvember árið 1972. „Okkur yngri mönnunum þótti frekar spennandi að flytja úr lögreglustöðinni við Pósthússtræti 3 og á Hverfisgötuna. Þeir eldri voru hins vegar dálítið kvíðnir og fannst nýja lögreglustöðin vera afskaplega stór. Svo stór reyndar að þeir skildu ekki alveg hvað átti að gera við allt þetta húsnæði. En flutningarnir gengu ágætlega fyrir sig og samheldnin á meðal lögreglumannanna var áfram jafn mikil og hún hafði verið á gamla staðnum. Það breyttist ekkert.“ Á þessum tímamótum lögreglunnar má segja að Sævar hafi ennþá verið nýliði í starfi.

ÓRÁÐINN MEÐ FRAMTÍÐINA „Ég byrjaði sem héraðslögreglumaður á Blönduósi, en fór svo í bæinn og var óráðinn með framtíðina. Haustið 1971 var ég sölumaður hjá Ræsir en hitti þá Guðmund Hermannsson, aðstoðaryfirlögregluþjón og síðar yfirlögregluþjón, en hann færði þetta í tal, þ.e. lögreglustarfið. Það varð síðan úr að ég sendi inn umsókn og var fljótlega kallaður í viðtal þar sem þeir Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og yfirlögregluþjónarnir Óskar Ólason og Bjarki Elíasson lögðu fyrir mig spurningar. Þeim hlýtur að hafa litist ágætlega á piltinn því ég var ráðinn og fékk inngöngu í lögregluna. Í framhaldinu sagði ég upp sölumannsstarfinu og tók sæti í Lögregluskólanum. Og þann 10. desember 1971, eftir að hafa lokið fyrri önninni í skólanum var ég kominn í lögreglubúninginn og farinn út á götu að sinna verkefnum í jólaösinni í Reykjavík.“ Sævar segir þetta hafa verið eftirminnilegt tímabili en hann var á svokallaðri millivakt þetta tæpa ár sem hann var á lögreglustöðinni í Pósthússtrætinu. Aðbúnaðurinn var kannski ekki upp á marga fiska en menn létu það ekki á sig fá. „Kaffistofan á gömlu lögreglustöðinni var ekki stór. Í henni var skenkur og tveir bekkir og menn gátu því lagt sig ef svo bar undir. Í kaffistofunni voru líka tvö borð. Á öðru var spilað á spil en á hinu var teflt. Á hæðinni var líka herbergi en þar inni var unnið við skýrslugerð og teikningar. Vissulega var þetta þröngt en svona var þetta bara. Ég man að Guðmundur Hermannsson og Bjarki Elíasson deildu herbergi á efri hæðinni en þar uppi var líka skrifstofa Sigurjóns lögreglustjóra. Reyndar voru Guðmundur og Bjarki ekki aðeins í sama herberginu heldur máttu þeir einnig gera sér að góðu að nota sama skrifborðið.“

HÁTT TIL LOFTS OG VÍTT TIL VEGGJA Það gat orðið nokkuð hávaðasamt á lögreglustöðinni en Sævar segir að þar hafi oft verið erilsamt á daginn. Trégólf var á stöðinni og það dró víst lítið úr hávaðanum.

S Í Ð A 2

Í nýju aðallögreglustöðinni, eins og hún var kölluð, var hátt til lofts og vítt til veggja enda húsakynnin samanlagt um 6000 fermetrar. Í byrjun var ekkert kallkerfi í húsinu og þótti bagalegt en þar var hins vegar strax komið upp fjarskiptamiðstöð, sem þótti flott. Ný tæki voru keypt vegna þessa og óhætt er að segja að hugur hafi verið í mönnum. Einnig var rætt um að fjölga í lögregluliðinu í Reykjavík og því voru þetta á margan hátt spennandi tímar. „Ég fór á D-vaktina en henni stýrði þá Greipur Kristjánsson og var á þeirri vakt í allmörg ár. Í gegnum tíðina hef ég auðvitað unnið með mörgum eftirminnilegum mönnum og má nefna menn eins og Gísla Guðmundsson og Björn Jónsson, en sá síðarnefndi var mikill áhugamaður um kveðskap. Af yfirmönnum má nefna Pál Eiríksson, en upplesturinn hjá honum gat verið hressilegur. Ég hafði ekki mikið af lögreglustjóranum að segja og minnist þess ekki að Sigurjón hafi komið og drukkið kaffi í setustofunni hjá okkur. Aðrir lítu þó þar við og ég minnist sérstaklega Óskars Ólasonar, yfirlögregluþjóns og pípureykingamanns.“

SMURT BRAUÐ ALLA DAGA Til glöggvunar má geta þess að setustofan, sem Sævar vísar til, var staðsett á Hverfisgötunni þar sem í dag er upplestrarsalur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kaffistofan var og er enn í hinum enda hússins, en hefur verið minnkuð frá því sem áður var. „Kaffistofan var tilbúin þegar við fluttum inn og þar var hægt að fá smurt brauð alla daga vikunnar. Þetta fyrirkomulag var lengi við lýði því mötuneytið á 4. hæðinni var ekki opnað fyrr en löngu seinna. Á gömlu stöðinni var það þannig að menn komu með nesti að heiman. Því hættu flestir þegar á Hverfisgötuna var komið. Á þessum árum var líka bannað að fara heim í hádeginu og um jól og áramót var því líka borðað á stöðinni.“ Sævar segir margt annað hafa breyst í gegnum árin og segir raunar ótrúlegt að hugsa til þess tíma þegar lögreglumenn höfðu engar talstöðvar á sér. Allt gekk samt sinn vanagang og þetta var bara spurning um að aðlagast aðstæðum hverju sinni. Tölvur voru auðvitað ekki komnar til sögunnar á upphafsárum Sævars í lögreglunni og því var t.d. skýrslugerð með öðrum hætti.

SKÝRSLURNAR HANDSKRIFAÐAR „Í Pósthússtrætinu voru skýrslurnar auðvitað handskrifaðar lengi vel. Sjálfur man ég hvað eldri mennirnir áttu erfitt með að vélrita. Það verður líka að segjast að ritvélarnar voru oft ansi lélegar og það auðveldaði mönnum ekki verkið. Löngu seinna fengum við rafmagnsritvélar og það var mikil framför.“ Sævar brosir þegar hann rifjar upp árin í lögreglunni, en hann lét sáttur af störfum fyrir nokkrum mánuðum. „Mér leið vel í Fangageymslunni í Pósthússtræti var lokað áður en Sævar kom til starfa í lögreglunni, en vistin þar var ansi dapurleg og stundum flæddi inn í klefana.

lögreglunni og leiddist aldrei. Það var tekið vel á móti mér strax í Lögregluskólanum og ég sótti þar seinna mörg námskeið, sem hefðu jafnvel mátt vera enn fleiri. Mér líkaði vel að starfa sem lögreglumaður og sé ekki eftir því að hafa valið það. Hvort sama fag yrði fyrir valinu í dag, ef ég væri ungur maður, veit ég ekki. Í dag er nefnilega úr svo miklu að velja og tækifærin eru óþrjótandi. Ég ítreka samt að mér leið afskaplega vel í lögreglunni og það var gott að starfa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu.“

Sævar Stefánsson Eftir árin á D-vaktinni sinnti Sævar, sem er menntaður búfræðingur, ýmsum störfum innan lögreglunnar. Hann vann m.a. í svokallaðri boðunardeild og var líka í SRD (slysarannsóknum). Um tíma var Sævar í skýrsluskráningunni og síðan alllengi í veitingahúsaeftirlitinu, en starfsmenn þess höfðu aðstöðu í Borgartúninu. Síðasta hluta starfstímans var Sævar í „Búrinu“ og tók þá jafnan á móti fólki með bros á vör. Um leið og Sævari er þakkað fyrir að rifja upp þessa gömlu tíma fáum við hann að endingu til að segja okkur frá einu eftirminnilegu útkalli. „Það er svo sem af nógu að taka og t.d. voru útköll í skipin oft mjög erfið. Þá kannski logaði allt í slagsmálum, ástandið var hreinlega kolvitlaust og við þurftum að stilla til friðar og handjárna menn. Það var nú eitt en annað kannski öllu verra var að koma hinum sömu upp úr skipunum. Það gat verið þrautin þyngri. Annars held ég að hræddastur hafi ég orðið þegar við vorum kallaðir að húsi í Teigunum eitt kvöldið. Við fórum tveir á staðinn og hittum fyrir áhyggjufullan mann, sem var kominn á miðjan aldur. Sonur hans, sem stóð í skilnaði, var í kjallaraíbúðinni og svaraði engu, en útidyrahurðin var læst. Pabbinn óttaðist hið versta og hafði því óskað eftir hjálp lögreglunnar. Við bönkuðum líka árangurslaust á hurðina en svo sá ég opinn glugga á íbúðinni og íhugaði að skríða inn um hann. Aftur var kallað inn en sem fyrr kom ekkert svar og þá var ekki um annað að ræða en að fjarlægja stormjárnið. Síðan skreið ég inn um gluggann en innandyra var kolniðamyrkur og ég sá því ekki handa minna skil. Ég reyndi að fálma þarna í myrkrinu og rak þá fótinn í eitthvað. Í sömu andrá kviknaði ljósið í herberginu og yfir mér stóð ungi maðurinn stjarfur af hræðslu og með kreppta hnefana. Mér brá rosalega við þetta en ég náði að tala við hann á rólegum nótum og afstýra því sem hefði allt eins getað orðið mjög hættulegt ástand.“

This article is from: