1 minute read

Nytjastuldur ökutækja

• Skráðar voru 17 tilkynningar um nytjastuld á vélknúnum ökutækjum í febrúar.

• Tilkynningum fækkaði miðað við útreiknuð neðri mörk fyrir síðustu sex og síðustu 12 mánuði á undan.

• Það sem af er ári hafa borist um 13 prósent færri tilkynningar um nytjastuldi en bárust að meðaltali á sama tímabili sl. þrjú ár á undan.

Fjöldi 3 mánaða meðaltal 12 mánaða meðaltal

Fjöldi brota það sem af er ári samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára og meðaltal þeirra.

Fíkniefnabrot

• Í febrúar voru skráð 66 fíkniefnabrot á höfuðborgarsvæðinu.

• Skráð fíkniefnabrot voru innan útreiknaðra marka fyrir síðustu sex og síðustu 12 mánuði á undan.

• Sjö stórfelld fíkniefnabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í febrúar.*

• Það sem af er ári hafa verið skráð um 37 prósent færri fíkniefnabrot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili sl. þrjú ár á undan.

This article is from: