Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2019

Page 18

Háaleiti Árið 2019 voru skráð 583 hegningarlagabrot í Háaleitishverfi. 

Fækkun var í öllum brotaflokkum árið 2019 miðað við árið á undan og meðaltal brota frá árunum 2016 til 2018.

Innbrotum fækkaði hlutfallslega mest árið 2019 miðað við árið á undan eða tæplega 60 prósent. Auðgunarbrotum í heild sinni fækkaði um tæplega 18 prósent frá árinu á undan og rúmlega 13 prósent frá meðaltali áranna 2016 til 2018.

Eignaspjöllum fækkaði einnig töluvert milli ára eða um 35 prósent miðað við árið á undan og 28 prósent miðað við meðaltal frá 2016 til 2018.

Ofbeldisbrotum fækkaði um rúmlega 20 prósent frá árinu á undan og tæplega 19 prósent sé miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.

Fíkniefnabrotum fækkaði töluvert á árinu 2019 og er þá sérstaklega um að ræða fækkun frá árinu 2018 þar sem brotum fækkaði um rúmlega 23 prósent milli ára. Ef miðað er við meðaltal áranna 2016 til 2018 hefur þeim fækkað um tæplega 8 prósent. Að sama skapi varð töluverð fækkun á kynferðisbrotum árið 2019 samanborið við árið á undan þar sem brotum fækkaði um 30 prósent milli ára. Sé litið til meðaltals áranna 2016 til 2018 hefur þeim fækkað um tæpleg 9 prósent.

Nytjastuldum fækkaði einnig milli áranna 2019 og 2018, eða um 20 prósent, samanborið við rúm 10 prósent miðað við meðaltal áranna 2016 til 2018.

18


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.