Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2019

Page 33

Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjósarhreppur 

Árið 2019 voru 243 hegningarlagabrot framin í Mosfellsbæ. Á Kjalarnesi voru framin 61 brot og tvö brot áttu sér stað í Kjósarhreppi.

Fjölgun brota átti sér stað í öllum brotaflokkum árið 2019 að undaskildum nytjastuldum. Vert er að nefna að í sumum brotaflokkunum er um að ræða fá brot og geta hlutfallslegar breytingar sýnt mikla breytingu þó um sé að ræða fjölgun um fá brot. Verður því fjallað um mun á fjölda milli ára frekar en hlutfallslegar breytingar milli ára í brotaflokkunum kynferðisbrot og nytjastuldur. Eignaspjöllum fjölgaði hlutfallslega mest eða um tæp 42 prósent frá 2018. Innbrotum fjölgaði að sama skapi töluvert eða um tæplega 41 prósent á milli áranna 2018 til 2019.

Kynferðisbrotum fjölgaði um fjögur brot árið 2019 samanborið við árið á undan. Kynferðisbrotum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2016.

Auðgunarbrotum í heild fjölgaði um rúm fjögur prósent árið 2019 miðað við árið á undan.

Ofbeldisbrotum fjölgaði um tæp sex prósent árið 2019 miðað við árið 2018. Slíkum brotum hefur fjölgað ár frá ári síðan 2016 og er fjöldi brota árið 2019 tæplega 29 prósent fleiri en meðalfjöldi brota á árunum 2016 til 2018.

Nytjastuldum fækkaði um fimm brot árið 2019 miðað við árið á undan.

33


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.