Outstallation

Page 1

2003

Art Outstallation

Guðmundur R Lúðvíksson



Gudmundur R Ludviksson, artist

Outstallation

2003




Í túninu heima. 2002 setti ég upp sýningu í túni rétt við heimdragann í Garði. Verkin á sýningunni voru unnin út frá æskuminningum, þegar ég var í sveit og maður lék sér að hlutum sem voru manni næstir. Engin keypt leikföng þurfti til, til þess að ævintýraheimur gæti skapast í leiknum. Minnsta prik eða horn gat fengið hlutverk í leiknum sem oftast var eins og heilt óskrifað ævintýri í huga ungs geranda. Hljóð fylgdu leik hverju sinni sem framkölluð voru frá munni. Brumm, fiss, búmm og gobbidi gobb voru orð sem öll áttu sér fótfestu í tungumáli ungs leikenda. Og allir hlutu að skilja sem þau heyrðu. Öllum hlutum var komið fyrir á haganlegan hátt, en áttu sér í raun ekkert annað hlutverk en að vera þar sem þeir voru settir hverju sinni, og gat því næsti dagur verið allt annar en sá sem var í gær. Hverjum degi var gefið nýtt ævintýri til að vinna úr. Sýning þessi var sem sé sett upp fyrst og fremst sem leikur að minningum. Minningum sem hlaðist höfðu upp og áttu sér í raun stoð í raunveruleikanum, nema hér var þeim gefið nýtt myndmál hugans. Ég sló göngubraut í háu grasinu, sem náði á milli verkanna á túninu. Bjó til rými fyrir hvert þeirra, svona nokkurskonar hugskot. Ekkert var keypt að til að skapa verkin, aðeins notaðir hlutir sem fylgt höfðu mér frá einum stað til annars.

Stóll, símaskrár, gangstéttahella, dúkka, dagblað, spegill, skrúfur, fáni, rauðvínsflaska og jafnvel götuskilti frá því ég bjó í Hollandi fengu hlutverk í verkunum, og áttu sér tilvísun í þessar minningar. Þessa sýningu kaus ég að kalla “ Outstallation “ eða gagnstætt við orðið innstallation þar sem sýningin var utandyra og á opnu svæði. Sýningin stóð uppi í nærri tvo mánuði og óx grasið því utan um verkin og hurfu þau smátt og smátt, og á endanum mátti greina þau svona hér og þar í túninu, rétt eins og minningar í huganum. Gera þurfti sér því sérstaka nærskoðun og gramsa í grasinu til að sjá verkin í lokin. Rétt eins og maður gerir við minningar frá liðnum tíma, þegar maður rótar í minningum sínum Ekkert af verkunum er til lengur, nema á þessum ljósmyndum, en sumar ljósmyndirnar voru teknar á símamyndavél og eru því í lélegri upplausn, en það er einnig gert með ásettu ráði til að undirstrika einnig þann þátt sem snýr að óræðum minningum.

















Guðmundur R Lúðvíksson 1954 Education / Menntun 1992 -1995 Willem de Kooning Academy Rotterdam Holland Contemporary art 1995 - Staatliche Hochschule fur bildende Kunste Frankfurt am Main 1987 - 1991 Icelandic College of Arts and Crafts, Contemporary art 1971 - 1974 Hotel and Restautant School of Iceland & Hotel Saga -Cook Chef

Exhibitions / Sýningar 1985 - Nordic house Foryar island 1986 - AKOGES Gallery Vestmannaeyjum Iceland 1987 - AKOGES Gallery Vestmannaeyjum Iceland 1990 - Grottu Seltjarnarnesi Iceland 1990 - Blue Showbox Gallery Reykjavik Iceland 1990 - Gallery Djúpid Reykjavík Iceland 1991 - Video Gallery Umeå Sweden 1991 - Akraborg “ Hafsauga “ Iceland 1991 - Gallerí 11 Reykjavík Iceland 1991 - Art museum Hafnarborg Hafnarfirdi Iceland 1992 - Indenpended Art Festival Reykjavík Iceland 1992 - Gallery Kaffi Splitt Reykjavik Iceland 1991 - Gallery Djúpid Reykjavík Iceland 1992 - Art museum Hafnarborg Hafnarfirdi Iceland 1992 - Mokka kaffi Reykjavík Iceland 1992 - Gallery 17 Reykjavík Iceland 1992 - Indenpendet art festival Reykjavik Iceland 1994 - Oge hostspital RotterdamHollandi 1994 - Modern art museum Reykjavik Iceland 1994 - Gallery Shade Thames London England 1993 - Modern art museum Reykjavik Iceland 1993 - Kunstpavillon Aalborg Denmark 1994 - Gallerie Black 10 Rotterdam Holland 1994 - FineArt museum Hafnarborg Hafnarfirdi Iceland 1995 - The living art museum Reykjavik Iceland 1995 - Delft Gallery Delft Holland 1995 - Gallery NEFTU Rotterdam Holland 1995 - Gallery Blaak 10 RotterdamHolland 1995 - Gallery 39 Hafnarfirði Iceland 1995 - Art museum Kirkjuhvoll Akranesi Iceland 1995 - Art museum Hafnarborg Hafnarfirdi Iceland 1995 - INK BANK - Gallerie Rotterdam Holland

1995 - Toronto Canada 1996 - Art festival Ketilhúsi AkureyriIceland 1996 - Gallery Showbox Iceland 1996 - Art festival of Akureyri Iceland 1996 - The city theatre Reykjavík Iceland 1997 - Art museum of Hafnarfjordur Iceland 1997 - The living art museum Reykjavik - On Iceland show Iceland 1997 - The living art museum Reykjavik - 13 Young artist Iceland 1997 - The living art museum Reykjavik - 16 dagar. Iceland 1997- Gallery MAERZ Linz Austria 1997 - Sound gallery Iceland 1997 - Galleri Barmur Iceland 1997 - Gallery Slunkaríki Ísafirði Iceland 1998 - Gallery Fold Reykjavik Iceland 1998 - Höfn Hornarfirði Iceland 1999 - Art festival of Akureyri Iceland

2001/2002 - Reykjavik Art museum Iceland 2003 - OK Temporary Art Museum Linz Austria 2003 – Gallerí Elliðakotsland Iceland 2004 - Gallery Smidjan Reykjavi Iceland 2004 - Gallery In my Field @ home Iceland 2005 - AA/80b Gallerie Rotterdam Holland 2006 - GS Iceland 2006 - Novosibirsk State Art Museum Russia 2006 - Art festival Reykjanesbæ Ljosanott Iceland 2006 - Gallery New Building Reykjanesby Iceland 2007 - Zig Zag Gallery Svarta Loft Ljósanótt í Reykjanesbæ Iceland 2007 - Gallery Art Domain Leipzig Germany 2007 - Gallery Svarta Loft Reykjanesby Iceland 2008 - Gallery Art Domain Leipzig ( First prize ) Germany 2008 - Gallery Cosy Corner Reykjanesby Iceland 2008 - Art and Cultur Center Grindavik Iceland 2008 - Gallery 1og8 Reykjanesbæ Iceland 2008 - Karolina Gallery Akureyri Iceland 2008 - Art festival “Ljosanott 2008 “ Reykjanesbæ Iceland 2008 - 400 company Gallery Reykjanesbæ Iceland 2008 - Gallery Kotturinn Cosy Iceland 2008 - Art project with children Iceland - Germany 2008 - Gallery Kotturinn Cosy / Cartoon drawings Iceland 2009 - Art Domain Gallery Leipzig Germany 2009 - Light Night Reykjanesbæ - Rainbowdance Iceland 2010 - Art Museum Of Reykjanesbær Iceland

Other projects / Önnur verkefni Northen light towers sculpture / Norðurljósaturnarnir Vordur on Reykjanes / Vörður á Reykjanesi Crisis Christmas / Kreppu jól 2008 Crisis Art exhibition / Kreppusýning 2009 Handworks - 100 photos / Daniel & Gudmundur / Handverk, samstarfverk Lessons in art / Kennsla í myndlist Working with childrens / Iceland & Germany / Unnið með leikskólabörnum

Awards / Viðurkenningar City Reykjanesbær / Reykjanesbær City Hafnarfjördur / Hafnarfjarðarbær City Gardur / Garður City Sandgerdi / Sandgerði Myndstef Icelandair The Ministry of Education, Science and Culture Iceland / Menntamálsráðuneytið Ministry for Foreign Affairs, Iceland / Utanríkisráðuneytið 1st Prize of the 2007 Palm Art Award. Art Domain Gallery Leipzig 2008 Manngildissjodur Reykjanesbæjar 2008 Impra 2008 Menningaráð Suðurnesja 2008 Menningaráð Suðurnesja 2010

Other works / Önnur verkefni: Vídeo work for the Icelandic TV / Vídeó verk fyrir RÚV Stadement for theatre / Sviðsmyndir fyrir leikhús Poem envelop / Ljóðaumslag Teaching art / Ýmis kennsla í myndlist Artist music Súputeningurinn ( With; Bjarna Þórarinssyni - 50 cassettur ) Wall work ( 32 meter x 3,70 meter ) Café Bleu Kringlunni og Breidin Akranesi / Veggverk Play show for Children “ Daði dvergur í stóra skógi. / Leikrit fyrir börn


7 storys for radio / 7 smásögur fyrir útvarpsflutning Workshops in Iceland, Holland, Canada, Belgium, Norway, Sweden,Denmark, Poland Cartoon drawings for LK ( Theatre ) / Teiknimyndir fyrir leikhús Independed art festival Reykjavik 1992 / Óháða listahátíðin Music Composer - Nýtt líf / film / Kvikmyndatónlist Art without of border / List án landamæra

Books,newspaper. TV / Bækur, blöð, sjónvarp; Iceland by number - Book Hafnarborg 1988 - 1993 - Book Morgunbladid - Newspaper Helgarposturinn - Newspaper Visir - Newspaper DV - Newspaper Vikurfrettir - Newspaper Gestgjafinn - Magasin Mosaik - TV Cultur O.K Center for Contemporary Art Upper Austria Newspapers Linz Leipzig News - Newspaper Living Art Museum - Book Gudmundur R Ludviksson 1991 - 2006 - Book A medan ljosin loga - Poem 2008 God & the animals - Book Troðningur / Art Magazine

CD / LP / Cassett / Tónlist, útgefið efni 1. Selfoss ( LP ) - 2. Vinna og ráðningar ( LP ) 3. Ég lifi ( LP ) - 4. Gallabuxur ( LP ) - 5. Í skóinn ( LP ) 6. Jólasnjór ( LP ) - 7. Án vörugjalds ( LP ) - 8. Stóra Barnaplatan ( CD ) 9. Barnaspil ( CA ) - 10. Litlu jólin ( LP ) - 11. Brekkusyrpa ( CA ) 12. Guðmundur R “Live” ( CA ) - 13. Á kránni ( CD ) 14. Í fréttum er þetta helst ( CA ) - 15. Laddi “ Einn voða vitlaus “ ( CD ) 16. Papar ( CD ) - 17. Á móti sól ( CD ) - 18. Súputeningurinn ( CA ) 19. Undir Norðurljósum ( CD ) - 20. Dinglad upp a folkid ( CD ) 21. Ljósanætur lokka ( CD )

Cartoon Drawings / Skopteikningar Vikurspaug Annað 18 sinnum sótt um starfslaun listamanna / 18 sinnum verið hafnað um starfslaun.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.