5. tbl janúar 2010 - Útgefandi: Guðmundur R Lúðvíksson,myndlistamaður Meðal efnis: Myndlist frá Venezuela - Listamaðurinn - Troðningur vill vita - Töfradrykkurinn Gardiner Museum of Ceramic Art - Bláa lónið - Saltfisksetrið - Veist þú - ofl.
Menning &List
Forsíðumyndin er af undirbúningi á trúarhátíð hjá Múslimum.
Töfradrykkurinn Guðmundur R Lúðvíksson Fyrir austan bæinn Junkaragerði á Suðurnesjum er hæð sú, er nefnist Stóri-Dilkur. Hæð þessi er gróðurlaus á alla vegu, há og glögg frá umhverfinu af sjó að sjá. Í gamla daga bjó einhverju sinni í Junkaragerði bóndi sá er Eyvindur hét. Hann var vænn yfirlitum, mikill að vexti og burðum og fáskiptinn um hag annarra. Hann var ókvæntur er saga þessi gerðist og stundaði sjó sumar og vetur og græddist fé. Hann var talinn hafa draumkonu, er varaði hann við veðrum og þóttust hjú hans hafa séð hana hverfa stundum frá svefnstofu hans á nóttum. Fór það þá stundum þannig að búsýsla hans og sjósókn varð mjög næturblendin. Eitt sinn, er leið að jólum, þóttust heimamenn verða varir meiri umferðar í bænum á nóttum en nokkru sinni fyrr, en á
sama tíma hafði Eyvindur draumfarir miklar á hverri nóttu, svo að dreymni hans gerði hann loks afhuga heimilisstörfum. Daginn fyrir þrettándann brá hann sér inn að Kirkjuvogi. Segir ekki af för hans og leið svo þrettándanóttin að hann kom eigi heim. Þennan morgun með birtu bar svo við í Junkaragerði að gamall maður, er Egill hét, gekk út og ætlaði niður til nausta en í því sá hann Eyvind vera kominn heim undir bæinn. Asi mikill var á honum og var svipur hans sem hefði hann munnhörpur. Hann kom úr þeirri átt, sem Dilkurinn var. framhald á síðu 7