Uppgjör2013

Page 1

Uppgjör 2013

Guðmundur R Lúðvíksson Myndlist - tónlist - kennsla



Uppgjör 2013

1.0 Tónleikar í Reykjanesbæ - Janúar 2013 2.0 Sýning í Seattle USA - Febrúar 2013 3.0 Brúðuverk lánað í Kornið - Reykjanesbæ - Mars 2013 4.0 Tónleikar á Rosenberg Reykjavík - Mars 2013 5.0 Strætóskýlin í Reykjanesbæ - Apríl 2013 6.0 Íslenski jólasveinninn í Reykjanesbæ - Póstkassar jólasveinsins 7.0 NordArt Þýskalandi - Júní til nóvember 2013 8.0 Krossar í Eivindvik Noregi - Júlí 2013 9.0 6 konur í Reykjanesbæ námskeið - Október 2013 10.0 Tónleikar á Kaffi Knús Reykjanesbæ - Nóvember 2013 11.0 Gömlu góðu barnalögin og 8 örsögur. Útgáfa á geisladisk með frumsömdum smásögum. Nóvember 2013 12.0 Bærinn minn og húsin þeirra -lokasýning -Desember 2013



Tónleikar & myndlistasýning á Icelandair Hotel Keflavik fimmtudaginn 17. janúar 2013 kl. 20.00. ( Sýningin opnar kl. 18.00 )

Guðmundur Rúnar & Combósveitin Frumflutt verða ný lög við ljóð eftir Kristján Hreinsson.

Fram koma:

Adólf Marinósson áslátt, Ágúst Ingvarsson slagverk Brynjar H Brynjólfsson bassa, Hlöðver S Guðnason mandólín og gítara Birta Sigurjónsdóttir söngur.

Hótelið býður upp á tilboð á gitingu og mat; Mateðillinn; Þriggja rétta með frönsku ívafi kr: 4,900,Tilboð á gistingu tveggja manna herbergið kr: 13,700, og eins manns á kr: 9,700,- Morgunverður innifalinn. Miðasala á tónleikanna er í móttökunni á hótelinu. Miðaverð aðeins 1.000.- ( diskur með lögunum fylgir ).



Sýning í Seattle USA “Hringborð” Febrúar 2013



Brúður eftir teikningum barna. Lánaði brúðurnar í Kornið yfir sumarið.


Mars 2013 Tónleikar á Cafe Rosenberg . Frumsamið efni. Fram koma: Guðmundur R Lúðvíksson - Birta Sigurjónsdóttir - Adólf Marinósson Brynjar Björgvinsson - Ágúst Ingvarsson




Í febrúar 2013 byrjun hafði Guðlaug María Lewis,fræðslufulltrúi menningasviðs Reykjanesbæjar samband við undirritaðan og óskaði eftir samstarfi að verkefni fyrir skjólstæðinga Geðræktarmiðstöðina Björgina í Reykjanesbæ. Stuttu síðar sótti ég fund með Guðlaugu ásamt Guðlaugi H. Sigurjónssyni ofl. Á þessum fundi lagði ég fram hugmynd að verkefni sem gekk út á það að vinna með nokkur strætóskýli í bænum og breyta þeim í einhverskonar lítin samverustað sem gæt minnt á sumarbústaði. Strax á fundinum var tekið mjög jákvætt í hugmyndina og hún samþykkt. Farið var yfir nokkra praktíska hluti s.b skipulag og á fluttningi á “propsi” að húsunum. Ákveðið var að leita eftir samstarfi við Fjölsmiðjuna Kompuna.


Póstkassi Íslensku jólasveinana í göngugötunni á Akureyri. Póstkassi Íslenska jólasveinsins við Litlu jólabúðina í Reykjavík hefur vakið mikla lukku og nánast allir ferðamenn sem framhjá fara smella mynd af honum.

Umslag, bréf og gjöf. Þannig lítur pakkinn út sem börnum verður sendur frá Íslenska jólasveininum.


Íslensku jólasveinarnir komnir í Reykjanesbæ og með sína eigin póstkassa á helstu ferðamannastaði á Íslandi.

Þótt kassarnir hafi ekki verið nema stutt í umferð þá er þegar ljóst að um 2000 börn, flest erlend, fá bréf og gjafir frá Íslenska jólasveininum. Gjafirnar eru framleiddar hér í heimabænum eða hjá Ravendesign .



8.júní var ein stærsta samsýning á nútímalist opuð í Þýskalandi. Valdir höfðu verið 178 listamenn frá flestum löndum heims. Sýninguna sækir fjöldinn af listunnendum. Svæðið sem sýningin fer fram á er 120.000 fermetrar á stærð og fer fram í nokkrum byggingum. Sýningin stóð til 25.október.

NordArt



Verkið 64 krossar sett upp í Eivindvik í Noregi. Eivindvik er í Gulen, þar sem fyrsta alþingi var komið á fót um árið 800. Í Eivindvik eru tveir stórir steinkrossar frá þessum tíma sem enn standa uppi. Verk þetta er sótt í þann veruleika að frá árunum 800 - 1200 voru ´64 ræðarar á venjuleg venjulegu víkingaskipi þess tíma. En á hverju skipi má þá gera ráð fyrir að ekki færri en 70-80 manns um borð. Innan í verkinu voru fimm leiser ljós sem hvert og eitt vísaði á þingstaði af sömu gerð sem komið var á fót á þessu tímabili. Noregi - Skotlandi - Shetlandi Færeyjum og Íslandi. Verkið stendur við höfnina í Eivindvik.


Marta

Dóra

Odda

Þóra

Silla

Svana


Námskeið og sýning. 6 Konur - í Svarta Pakkhúsinu. Troðfullt hús á opnun. Ætla má að á annað hundrað manns hafi komið og verið við opnunina. Boðið var upp á léttar veitingar að hætti Íslenskra kvenna.


Tónleikar á Knús Caffé í Reykjanesbæ “Ást, englar og trú”


Bauð á tónleika með frumsömdu efni sem fjallaði um ást,engla og trú. Fullt hús var á tónleikunum.


Útgáfa á geisladisknum “ Gömlu góðu barnalögin og 8 barnasögur. Á disknum eru 12 gömul þekkt barnaþjóðlög og íslenskir textar. Einnig eru 8 frumsamdar “örsögur” fyrir börn lesnar upp af höfundi.


Nýr geisladiskur fyrir börn kom út 18. nóvember 2013



BÆRINN MINN OG HÚSIN ÞEIRRA Námskeið sem fram fór í Listasmiðjunni . Sýning haldin á verkunum við Hafnargötu 57 12 nemendur ljúka 4 stigi í myndlist með sýningu og gleðskap.


Š Gudmundur R Ludviksson 2013


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.