Vid erum lika bok

Page 1

List án landamæra á Suðurnesjum 2014

“Við erum líka...”


Listahátíðin List án landamæra er einstök hátíð, hátíð fjölbreytileikans, þar sem fatlaðir og ófatlaðir vinna saman að ýmsum listtengdum verkefnum. Hátíðin var fyrst haldin á Evrópuári fatlaðra árið 2003 og voru viðbrögðin svo góð að ákveðið var að hátíðin yrði hér eftir árlegur viðburður. Í ár erum við Suðurnesjamenn stoltir þátttakendur í sjötta sinn. List án landamæra vill koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu, í samfélagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum. Það má því með sanni segja að listverkefni Guðmundar R Lúðvíkssonar hafi smellpassað inn í hugmyndafræði hátíðarinnar og afraksturinn magnaður. Guðmundur vann með 21 einstaklingi frá Hæfingarstöðinni og Björginni geðræktarmiðstöð og grennslaðist fyrir um drauma þeirra og þrár, væntingar til lífsins og síðast en ekki síst draumastarfið. Þá fór hann á vettvang með fólkinu og myndaði það í „draumastarfinu.“ Myndirnar hefur svo Guðmundur látið prenta á stóra segldúka sem hengdir verða upp á sýningu í Ráðhúsi Reykjanesbæjar og víða um bæinn. Myndirnar eru sterkar og vekja okkur til umhugsunar um stöðu fatlaðra og þeirra sem einhverra hluta vegna feta ekki hinn dæmigerða meðalveg í samfélaginu. Það blasir við að við sitjum ekki öll við sama borð þegar kemur að möguleikum til starfsframa þótt vissulega hafi gríðarlega margt áunnist í seinni tíð. Það eru verkefni eins og þetta sem líta dagsins ljós á listahátíðinni List án landamæra og leiða til aukins skilnings manna á milli með ávinningi fyrir samfélagið allt. Guðlaug M. Lewis


List án landamæra á Suðurnesjum 2014 Þátttakendur: Hæfingarstöðin - Björgin geðræktarmiðstöð Helga, Steingrímur, Emil, Bjarni Valur , Ólafur Ingi, Valgeir, Bergdís, Arngrímur, Guðný, Þóra, Daði, Ari Páll, Guðrún Halla, Unnur, Davíð, Ingólfur, Ástvaldur, Ási. Bestu þakkir fá fyrir veitta aðstoð:

Sjúkrahúsið - Lögreglan - Slökkviliðið - Langbest - Eysteinn Örn (Stafnesið) Landsbankinn - Vatnaveröld - Danskompaníið - RÚV íþróttadeild - Árni Sigfússon Knús kaffi - Leikskólinn Tjarnarsel - Sr. Erla Keflavíkur kirkju - Flugakademían Keili Allir stuðningsaðilar við verkefnið fá bestu þakkir fyrir að veita okkur brautargengi. Verkefnastjóri; Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistarmaður Aðstoð: Jenný Magnúsdóttir, Guðlaug M. Lewis, Verkefnastjóri Listar án landamæra á Suðurnesjum , starfsfólk Hæfingastöðvar og Björgin og MSS

“Við erum líka...”


B Æ J A R S T J Ó R I N N


B A N K A S T J Ó R I N N


B Ó K A S A F N S V Ö R Ð U


D A N S K E N N A R I N N


F L U G M A Ð U R I N N


F O R N L E I F A F R Æ Ð I N G U R I N N


H J Ú K R U N A R F R Æ Ð I N G U R


Í Þ R Ó T T A F R É T T A M A Ð U R


K A F F I B A R Þ J Ó N N


L E I K S K Ó L A K E N N A R I


L Ö G R E G L U M A Ð U R


P I Z Z A B A K A R I


P R E S T U R


H A N N Y R Ð A K O N A


S J Ó M A Ð U R


S K I P S T J Ó R I


B R U N A V Ö R Ð U R


S U N D L A U G A R V Ö R Ð U R



V Í K I N G U R


Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er úrræði fyrir fólk með geðheilsuvanda og aðstandendur þeirra. Markmið Bjargarinnar er að styðja fólk til sjálfshjálpar og vinna gegn fordómum. Þetta er þriðja árið sem Björgin tekur þátt í hátíðinni list án landamæra. Þar hafa félagar fengið tækifæri til þess að láta listhæfileika sína skína og hafa gaman af. Verkefnið ,,við erum líka...“ gerir fólki með geðheilsuvanda kleift að sýna fram á að þrátt fyrir andleg veikindi þá búum við öll yfir okkar draumum og stefna margir hverjir að því að fara í sitt draumastarf. Bestu kveðjur Sunna Björg Hafsteinsdóttir Iðjuþjálfi


Fyrir mig - sem myndlistarmann hér í Reykjanesbæ hefur það verið mín lukka að af og til hefur

verið leitað til mín með aðkomu að verkefnum sem tengjast sköpun með litríkri flóru af fólki sem hefur áhuga á myndlist. Í nánast öll þau skipti sem leitað hefur verið til mín hef ég lagt áherslu á hugmyndina, gjörninginn og framkvæmdina sem aðalatriði í samvinnunni. Eða kannski er rétta orðið “innihaldið”. Sem betur fer hef ég líka verið svo heppinn að hafa fengið að vinna með frábæru, jákvæðu og djörfu fólki sem hefur þorað að leyfa hugmyndunum að verða að veruleika. Það er ekkert sjálfgefið að svo sé. Mín upplifun af öllu fólki, hvaðan sem það kemur úr samfélaginu, er að, ef markmiðið er skírt og hugmyndin rökræn, þá sé hægt að beisla ótrúlegan sköpunarkraft úr hverjum og einum. Vilji og áræðni verður þá að krafti sem á sér engin landamæri.

Í verkefninu hér lögðu allir sitt af mörkum. Í svona verkefni vinnur ekki einn aðili, eða á einn heiður. Margir koma þar að. Leita þurfti til margra aðila til að gera verkefnið að veruleika. Og það var sammerkt hjá öllum, að hvert sem leitað var fengust aðeins jákvæð svör, jákvæð viðmót og jákvæðar lausnir. Öllum þeim sem ég þurfti að leita til með aðstoð vil ég færa mínar bestu þakkir fyrir að leggja okkur lið. Án ykkar verða svona verkefni ekki til. Virðingarfyllst, Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistarmaður Reykjanesbæ



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.