Pólitíkin í Noregi - Tímaritið Þjóðmál haust 2017

Page 1

Norsk stjórnmál

Magnús Þór Hafsteinsson

Norska hægristjórnin vann nauman varnarsigur og heldur velli

Erna Solberg hefur sannað sig sem þjóðarleiðtogi sem veldur því að stjórna jafnvel þó að stundum þurfi að taka óvinsælar ákvarðanir. Hún virðist einnig njóta lýðhylli. Þrátt fyrir að hún fari í fararbroddi borgaralegra afla er hún afar blátt áfram í fasi og hún kemur úr röðum alþýðufólks í Björgvin á vesturströndinni.

Erna Solberg, formaður Hægriflokksins (sem er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins) og forsætisráðherra Noregs síðastliðin fjögur ár, verður áfram við stjórnvölinn þar í landi. Minnihlutaríkisstjórnarsamstarf Hægriflokksins við hinn frjálshyggjusinnaða Framfaraflokk, með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og frjálslynda flokksins Vinstri, hélt naumlega velli í norsku þingkosningunum sem fóru fram 18. september síðastliðinn. Þetta kosningabandalag hlaut 88 þingsæti og hefur þannig aðeins þrjú sæti umfram þau 85 sæti sem þarf til að mynda meirihluta á norska Stórþinginu.

Stjórnarandstaðan, það eru vinstriflokkarnir og Miðflokkurinn (systurflokkur Framsóknar á Íslandi), hlaut alls 81 þingsæti. Þetta eru, auk Miðflokksins, Verkamannaflokkurinn (systurflokkur Samfylkingar), Sósíalíski vinstriflokkurinn (systurflokkur Vinstri grænna), Umhverfisflokkur Græningja (sem ekki á jafningja sinn á Íslandi) og kommúnistaflokkurinn Rautt (sem svipar líklega mest til Alþýðufylkingarinnar). Önnur minni framboð í Noregi hlutu ekki brautargengi og voru langt undir einu prósenti. Til dæmis fékk norski Pírataflokkurinn aðeins 0,1%.

ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017

37


Góður sigur Miðflokksins Norski Miðflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna mælt í fylgisaukningu frá síðustu kosningum. Hann jók fylgi sitt um nálega helming frá 2013. Þegar upp var staðið fékk hann 10,3% atkvæða. Flokkurinn jók fylgið um 4,8% frá síðustu kosningum og fjölgaði þingmönnum úr níu í nítján. Í sumum sveitarfélögum fékk Miðflokkurinn ótrúlegt fylgi, jafnvel yfir 70% atkvæða, og hann er nú með geysisterka stöðu víða utan stórborganna. Þetta þykir vel af sér vikið því að Miðflokkurinn var í kreppu eftir kosningarnar 2013. Árið eftir kom til uppgjörs í flokknum. Boðað var til aukalegs landsfundar og skipt um formann. Við keflinu tók Trygve Slagsvold Vedum, þá 35 gamall bóndi úr sveitum Austur-Noregs. Hann varð yngsti formaður í langri sögu flokksins, sem var stofnaður 1920. Undir formennsku Vedum hefur Miðflokkurinn barist fyrir því að verja hinar dreifðu byggðir Noregs, sem hafa átt undir högg að sækja. Einörð byggðastefna hefur verið helsta baráttumálið. Flokkurinn er alfarið á móti ESB-aðild og hefur talað fyrir endurskoðun EES-samningsins. Hann hefur þótt slá á strengi þjóðernisstefnu með því að telja kjarkinn í norsku þjóðina og hvetja Norðmenn til að trúa á eigin land um leið og alþjóðavæðingin Niðurstaða kosninganna Niðurstaða norskunorsku kosninganna í september2017 2017 30%

er gagnrýnd. Flokkurinn olli nokkru írafári meðal andstæðinga sinna í mars síðastliðnum þegar samþykkt var á landsfundi að hafa í stefnu flokksins að setja ætti bann við því að íslamskar konur bæru andlitshyljandi blæjur í skólum Noregs. Í kjölfar allra þessara málefnaáherslna undir hinum nýja formanni skorti ekkert á brigsl um að flokkurinn væri heltekinn af þjóðernisofstæki og kynþátta­ fordómum. Þetta sló þó ekki Miðflokkinn út af laginu og hann vann sem fyrr sagði stórsigur nú.

Misheppnuð sókn Verkamannaflokksins Stórsókn Miðflokksins dugði þó ekki til að fella hægristjórnarbandalag Ernu Solberg. Meginástæðan er sú að vinstriflokkunum og Græningjum mistókst herfilega að svara væntingum um fylgisaukningu í þessum kosningum. Þar munaði mest um Verkamannaflokkinn, sem hefur verið langstærsti flokkur landsins um áratuga skeið. Hann fékk aðeins 27,4% og tapaði 3,4% frá kosningunum 2013. Þá fékk hann 30,8% og þótti afleitt. Aðeins einu sinni frá 1924 hefur flokkurinn fengið minna fylgi en í þingkosningum nú. Það var 2001. Þá hafði flokkurinn haft forystu í óvinsælli ríkisstjórn en nú á síðasta kjörtímabili var hann forystuafl stjórnarandstöðuflokkanna.

Stjórnarandstöðuflokkarnir / 81 þingsæti

Stjórnarmeirihlutinn / 88 þingsæti

25%

20%

15%

10%

Fjöldi þingsæta 5%

0%

1

11

49

19

1

8

8

45

27

Rautt

Sósíalíski vinstriflokkurinn

Verkamannaflokkurinn

Miðflokkurinn

Umhverfisflokkur Græningja

Kristilegi þjóðarflokkurinn

Frjálslyndi flokkurinn

Hægri flokkurinn

Framfaraflokkurinn

38   ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017


Norski Verkamannaflokkurinn er nú aðeins rétt stærri en Hægriflokkur Ernu Solberg forsætisráðherra, sem hlaut 25,0% og tapaði 1,8% frá síðustu kosningum. Ljóst er að Verkamannaflokksins bíða erfiðir tímar, jafnvel með innra uppgjöri. Undir forystu Jonasar Gahr Störe formanns klúðraði flokkurinn illilega tækifærum til að sauma nógu fast að sitjandi hægristjórn.

Öðrum vinstriflokkum mistókst einnig Hinir vinstriflokkarnir fengu ekki það fylgi sem margir höfðu vonir um, þó að þeir bættu sig. Þannig hlaut Sósíalíski vinstriflokkurinn 6%, jók fylgið um 1,9% og fjölgaði þingmönnum úr sjö í ellefu. Vonir um að Græningjum og kommúnistunum í Rautt tækist að ná upp í 4% prósenta þröskuldinn sem þarf til að eiga rétt á uppbótarþingsætum brugðust einnig hrapallega. Rautt fékk 2,4% (aukning um 1,3%) og þingmann í fyrsta sinn í sögu sinni. Hann hefði getað náð um sjö sætum ef hann hefði fengið uppbótarmenn. Svipað gildir um Umhverfisflokk Græningja. Hann fékk aðeins 3,2% og einn þingmann. Þessi flokkur svaraði hvergi væntingum um fylgisaukningu í kosningunum. Hann jók fylgið aðeins um 0,4% frá 2013.

Tæpara gat það vart orðið Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, sem hafa setið í ríkisstjórn síðustu fjögur árin, unnu báðir varnarsigra. Hægriflokkurinn missti sem fyrr greindi 1,8% og þrjú þingsæti. Hann á nú 45 þingmenn. Framfaraflokkurinn tapaði 1,2% og þingflokkur hans fór úr 29 í 27 þingmenn. Báðum litlu flokkunum sem studdu minnihlutastjórn þessa tveggja hægriflokka á síðasta kjörtímabili og vörðu falli á norska Stórþinginu, það er Kristilega þjóðarflokknum og Frjálslynda flokknum Vinstri, rétt tókst að komast yfir 4% múrinn og fá jöfnunarsæti. Vinstri fékk 4,3% og Kristilegir 4,2%. Hvor flokkur um sig hlaut átta þingsæti.

Ljóst er að Verkamannaflokksins bíða erfiðir tímar, jafnvel með innra uppgjöri. Undir forystu Jonasar Gahr Störe formanns klúðraði flokkurinn illilega tækifærum til að sauma nógu fast að sitjandi hægristjórn. Kristilegi þjóðarflokkurinn missti þó allnokkurt fylgi frá 2013. Hann tapaði 1,4% og varð að horfa á eftir tveimur þingsætum. Vinstri missti eitt þingsæti. Þannig töpuðu þeir fjórir flokkar sem stóðu að ríkisstjórn Ernu Solberg á kjörtímabilinu 2013-21017 alls átta þingsætum í þessum kosningum. Ljóst er að vart gat staðið tæpar að sitjandi meirihluta í norska Stórþinginu tækist að halda stöðu sinni. Ef Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri hefðu ekki náð upp fyrir 4% markið og fengið uppbótarþingsæti hefði stjórnin fallið.

Hin umdeilda Sylvi Listhaug Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála í hægristjórninni, skipuð af Framfaraflokknum, hefur verið mjög umdeild sem stjórnmálamaður. Vinstrimenn, bæði á fjölmiðlum og í stjórnmálaflokkum, réðust óspart að henni í kosningabaráttunni og gagnrýndu hana harðlega. Hún mátti sitja undir ótrúlegum svívirðingaflaumi vegna þess hvernig hún hefur tekið á innflytjendamálum, ekki síst málefnum hælisleitenda. Þar hefur hægristjórnin viðhaft strangar reglur með áherslu á skjóta afgreiðslu hælisumsókna. Það olli miklu uppnámi í kosningabaráttunni þegar Listhaug tók sig til og heimsótti Rinkeby, eitt af úthverfum Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar, sem hefur orð á sér fyrir að vera vandræðasvæði vegna misheppnaðar aðlögunar innflytjenda.

ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017

39


Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála í hægri­stjórn­ inni, skipuð af Framfaraflokknum, hefur verið mjög umdeild sem stjórnmálamaður. Vinstrimenn, bæði á fjölmiðlum og í stjórnmálaflokkum, réðust óspart að henni í kosningabaráttunni og gagnrýndu hana harðlega.

Listhaug sagðist vilja kynna sér hvernig Svíar hefðu klúðrað eigin innflytjendamálum og draga af því lærdóm svo að hindra mætti að Norðmenn gerðu sömu mistök. Vinstriflokkarnir, með Jonas Gahr Störe í farar­broddi, tóku bakföll af hneykslan og fjölmiðlar fjölluðu um málið dögum saman. Þrátt fyrir harða gagnrýni og jafnvel kröfur­um að Erna Solberg afneitaði þessum ráðherra í ríkisstjórn sinni gerðist það ekki. Slíkt hefði væntanlega þýtt að kjósendur sem létu sér vel líka við málflutning Sylvi Listhaug, og voru sjálfsagt flestir kjósendur Framfara­ flokksins, hefðu ekki kosið ríkisstjórnar­ flokkana. Erna Solberg vissi mætavel að ef stjórn hennar ætti að lifa yrði hvert atkvæði dýrmætt. Þó var urgur innan raða Kristilega þjóðarflokksins og Vinstri. Sem ráðherra hafði Sylvi Listhaug verið kölluð til úr borgarmálunum í Ósló, þar sem hún var borgarfulltrúi. Hún leiddi nú lista í fyrsta sinn í Stórþingskosningum og gerði það í heimafylki sínu, Mæri og Raumsdal. Þar vann hún stórsigur. Flokkur hennar, Framfara­ flokkurinn, hlaut þar 22,4% og bætti sig um 2,4%. Framfaraflokkurinn er nú hvergi sterkari í Noregi en einmitt í fylki Sylvi.

Sigurför kvenna Sé litið til annars en flokkadrátta vekur athygli að konur festa sig mjög í sessi í forystu norskra stjórnmála í þessum kosningum. Fjölmargir af fremstu stjórnmálamönnum Noregs eru konur og þær eru í öllum flokkum. Alls náðu 70 konur kjöri nú, sem gerir hlutfall þeirra á Stórþinginu 41,4%. Þær hafa aldrei verið fleiri þar. Síðan er forsætisráðherrann kona og formenn þriggja af fjórum stjórnarflokkum verða væntanlega konur. Það eru Erna Solberg forsætisráðherra, Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfara­ flokksins, og Trine Skei Grande, formaður frjálslynda flokksins Vinstri.

Stjórn Ernu bærilega farsæl Stjórnmálafræðingar eiga vafalaust eftir að liggja yfir aðdraganda og úrslitum Stórþingskosninganna 2017. Ein þeirra spurninga sem helst brenna á áhugafólki um stjórnmál er hvers vegna stjórnarandstöðunni tókst ekki að vinna meirihluta? Það var ekki auðvelt að stjórna Noregi á síðasta kjörtímabili. Mikil verðlækkun á olíu kallaði fram kreppu­ einkenni með atvinnuleysi.

Alls náðu 70 konur kjöri nú, sem gerir hlutfall þeirra á Stórþinginu 41,4%. Þær hafa aldrei verið fleiri þar.

40   ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017


Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, á við ímyndarvanda að stríða. Hann er auðmaður af Óslóarsvæðinu sem reis til metorða í Verkamannaflokknum með embættismannaferli sínum. Margir eiga erfitt með að skilja hvernig jafnaðarmannaflokkur sem kennir sig við verkalýðinn gat valið hann sem formann. Hann virðist skorta þann alþýðleika sem einkennir Ernu Solberg.

Farið var í umdeildar skattalækkanir, deilt var um sjávarútvegsmál, hælisleitendastraumur og innflytjendamál eru stöðugt hitamál og málefni hinna dreifðu byggða brunnu á mörgum eins og sigur Miðflokksins sannar. Margir hafa sagt að þetta hefði fyrir fram átt að vera unnin skák fyrir vinstriflokkana og Miðflokkinn. Kannski er meginástæða þess að tap hægristjórnarinnar varð ekki meira sú staðreynd að þrátt fyrir allt hefur Ernu Solberg og bandamönnum hennar í ríkisstjórnarsamstarfinu tekist bærilega að stýra Noregi í gegnum boðaföllin. Nú eru vísbendingar um að rofa fari til í efnahagslífinu. Norska þjóðin er að eðlisfari bæði varkár og íhaldssöm. Hún vill trauðla taka þá áhættu að skipta um hest í miðri á þegar útlit er fyrir að klárinn sem nú er setinn muni spjara sig og bera þjóðina til aukinnar velsældar.

Ólíkir leiðtogar Norsk stjórnmálabarátta, þar sem tvær skýrar fylkingar takast á um völd, snýst oftar en ekki um leiðtogana.

Erna Solberg hefur sannað sig sem þjóðarleiðtogi sem veldur því að stjórna jafnvel þó að stundum þurfi að taka óvinsælar ákvarðanir. Hún virðist einnig njóta lýðhylli. Þrátt fyrir að hún fari í fararbroddi borgara­ legra afla er hún afar blátt áfram í fasi og hún kemur úr röðum alþýðufólks í Björgvin á vesturströndinni. Jonas Gahr Störe, andstæðingur hennar og forsætisráðherra stjórnarandstöðunnar, á hins vegar við ímyndarvanda að stríða. Hann er auðmaður af Óslóarsvæðinu sem reis til metorða í Verkamannaflokknum með embættismannaferli sínum. Margir eiga erfitt með að skilja hvernig jafnaðarmannaflokkur sem kennir sig við verkalýðinn gat valið hann sem formann. Hann virðist skorta þann alþýðleika sem einkennir Ernu Solberg. Að sjálfsögðu eru þó ástæður þess að vinstrimönnum mistókst að fella hægristjórnarmeirihlutann í Noregi fleiri og miklu flóknari en persónur formanna Hægri­ flokksins og Verkamannaflokksins. Höfundur er ritstjóri.

ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017

41


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.