ÁRBÓK AKURNESINGA 2008
„ . . . fór á Þjótinn og stóð þar . . .“ Afdrifaríkar afleiðingar húsamálunar á Akranesi
A
ð morgni 21. ágúst árið 1931 var togarinn Barðinn RE 274 að veiðum á miðju Sviðinu svokallaða, sem eru þekkt aflamið í Faxaflóa um 7 sjómílur vestur af Akranesi. Barðinn var fallegt skip og einn af stærstu togurum Íslendinga. „Feikn mikið og gott sjóskip, manna íbúðir hinar vistlegustu“, skrifaði Hallfreður Guðmundsson (f. 1896 – d. 1989) síðar hafnsögumaður á Akranesi í endurminningum sínum, en hann var bátsmaður á Barðanum 1927 – 1929. Þennan dag reyndi hins vegar lítt á sjóhæfni skipsins. Þó að sumri væri tekið að halla þá var blanka logn og glaða sólskin þennan dag.
Siglingin
Laust fyrir hádegi ákvað skipstjór inn að hætta veiðum og halda til Akraness. Trollið var híft um borð og mennirnir á vakt hófu að gera að afl anum. Ársæll Jóhannsson skipstjóri (f. 1893 – d. 1974) tók stefnuna á Akranes. Brátt sigldi togarinn á 7 – 8 sjómílna hraða með beina stefnu á suðurenda Akrafjalls. Ársæll skip stjóri hafði verið með skipið í tæpt ár. Hann var 37 ára gamall. Fyrir 10 árum
Magnús Þór Hafsteinsson.
hafði hann lokið skipstjórnarstigi 3. stigs frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Hann bjó nú í Reykjavík ásamt eiginkonu og þremur ungum börnum. Ársæll var einn í brú Barðans á siglingunni til Akraness. Út um glugga stýrishússins gat hann horft á karlana vinna á dekkinu. Þeir voru alls 19 um borð, en nú hafði Ársæll tekið þá ákvörðun að fjölga um einn í áhöfninni. Hann hafði hug á því að reyna frekar fyrir sér með afla á miðum sem hann þekkti lítið. Á Akranesi var hins vegar maður sem gat tekið það hlutverk að sér að leið beina yfirmönnum Barðans við veiðar á þessum slóðum. Slíkir menn voru kallaðir fiskilóðsar. Nú stóð til að sækja einn slíkan til Akraness áður en áfram yrði haldið. Þetta var Magnús Guðmundsson á Hólavöllum, síðar að Traðarbakka á Akranesi (f. 1891d. 1956). Ársæll skipstjóri taldi sig sjálfsagt vita hvernig haga ætti innsiglingu til Akraness þegar komið væri að landi úr vestri þó hann væri lítt kunnugur á siglingaslóðum við Skipaskaga. Um borð var venjulegt sjókort „númer 260“ yfir Faxaflóa sem menn notuðu við fiskveiðar. Ársæll sá þó ekki 129
ÁRBÓK AKURNESINGA 2008 „Den islandske lods“.
ástæðu til að rýna í það, en hélt sig við stýrið enda einn í brúnni. Þó að leiðsögubókin „Den islandske lods“, sem innihélt upplýsingar um siglinga leiðir og hafnir við landið væri ekki til um borð, þá mundi Ársæll glöggt hvað í henni stóð um innsiglinguna til Akraness. Halda átti stefnu á suðurenda Akrafjalls þar til komið var í þá línu að Brautarholtskirkju bæri í rætur Esju „Esja S-lige Affald“ um kirkjuna. Þetta mundi hann. Þá átti að beygja og halda þessu merki sem bakmerki norður eftir þar til „gult hús kom upp fyrir rætur Akrafjalls“. Eða eins og sagði í dönsku leiðsögubók
130
inni – „Akrafjall N-lige Affald til et kendeligt gult Hus“. Já, hann mundi þetta alveg. Í þessu síðara merki átti að beygja inn á Krossvík og þar með var komið á leiðarenda. Þegar við þetta bættust aðstæður með afbragðs skyggni, blíðuveðri og að nú var rétt komið yfir háflóð fyrir einum og hálfum tíma, þá gat þetta vart verið auðveldara. En að sjálf sögðu var vissara að hafa varann á. Ársæll skipstjóri horfði ákaft til lands þegar nálgast tók Akranes. Þegar hann leit til vinstri gat hann séð út um bakborðsgluggana á stýrishúsinu hvar hvítmálaður vitinn á Suðurflös inni leið hjá. Akranesbær sást nú vel. Þar bjuggu um 1.300 manns. Svona var kauptúninu lýst í samtímaheimild Jóns Sigurðssonar frá Yztafelli: „Kauptúnið stendur á lágum flöt um odda. Frá Reykjavík hillir upp húsin, sem virðast rísa úr hafinu, því að láglendið í kring er hulið bungu sjávarins. Kauptúnið á Akranesi er ekki ásjálegt um vetur. Húsin eru smá og lág og hafa verið skreytt „skúrum“ og útskotum. Þau eru dreifð og sand garðar í kring. En með vorinu skiptir bærinn um svip. Allt á milli húsanna, og láglendið langt út frá þorpinu grær þá garðjurtum, og ber þá þorpið betur nafn með rentu en flest önnur … Sumt á Akranesi minnir á enskan garðabæ. En þó skortir á, að þorpsbúar hafi prýtt þorpið sem vert
ÁRBÓK AKURNESINGA 2008
Akrafjall
AKRANES
Garðar Kross
A
Þjótur
H
V
A
L
F
J
Ö
R
Ð
U
R
B
Brautarholt
E SJA
MIÐ: A Affald af Esja overet med Brautarholt Kirke B Akrafjall N.-lige Affald til et kendeligt gult Hus Sennilegur ferill skv. vitnaleiðslu fyrir dómi 0
5 km
Kort sem sýnir þau merki sem miða átti við samkvæmt lóðsbókinni „Den islandske lods“ þegar siglt var inn á Krossvík við Akranes. Skipin áttu að sigla í mynni Hvalfjarðar þar til Brautarholtskirkju bæri í Esjurætur (lína A). Þá áttu þau að beygja og fylgja þeirri stefnu að Brautarholtkirkju bæri í fjallsræturnar beint aftur af skipinu. Miðið leiddi fyrir sunnan Þjótinn og einnig skerin út af flösunum vestast á Akranesi. Þannig skyldi sigla þar til komið væri að næsta miði sem var að „gult hús á Akranesi kæmi upp fyrir rætur Akrafjalls“. Þetta var gamla prestsetrið að Görðum (lína B). Þá átti að beygja þvert á stjórnborð og sigla inn á Krossvík eftir þessari línu. Skipstjóri „Barðans“ miðaði hins vegar við bæjarhúsin á Krossi (rauða línan). Þegar þau bar í fjallsræturnar beygði hann á stjór og lenti þá á Þjótnum. Kort: Árni Þór Vésteinsson.
væri. Það mætti vera perla Faxaflóa, með hvítum húsum og skrúðgörðum, með bláum sjó á þrjá vegu, en græna akra að baki, og í fjarska víðan fjalla hringinn“.
Þarna sá Ársæll gult hús á bakk anum innan við þorpið. Þetta hlaut að vera húsið sem nefnt var í Den islandske lods. Ársæl rak ekki minni til að hafa heyrt að nein sker væru á
„Akrafjall N-lige Affald til et kendeligt gult Hus“.
131
ÁRBÓK AKURNESINGA 2008
Barðinn var smíðaður í Englandi árið 1913. Togarinn var 415 brl., búinn 700 hestafla þriggja þjöppu gufuvél. Hingað til lands kom hann sumarið 1925 þegar útgerðarmenn á Þingeyri sem allir höfðu eftirnafnið Proppé keyptu hann og gáfu nafnið Clementína ÍS 450. Árið eftir var nafni skipsins breytt í Barðinn ÍS 450. Haustið 1929 var togarinn seldur til Reykjavíkur. Hélt hann áfram sama nafni en fékk einkennisstafina RE 274. Þessi kennimerki bar hann þegar hann steytti á Þjótnum 21. ágúst 1931. Ljósm.: www.snorrason.com
siglingaleiðinni vestanvert á Kross vík en hann ákvað að hafa varann á sér varðandi dýpið svo skipið tæki örugglega ekki niðri við sjálfa strönd ina. „Best að bíða þar til gula húsið ber ofar í rætur fjallsins áður en ég beygi í átt að Krossvíkinni. Þá verð ég þeim mun öruggari um dýpið sem húsið kemur lengra upp í fjallið áður en ég beygi inn á víkina“, hugsaði hann. Það var liðinn rúmur klukku tími frá háflæði og því byrjað að falla út. Ársæll leit ekki á kompásinn, né heldur athugaði hann sjókort. Veðrið var svo gott og skyggnið frábært. Hann mundi glöggt hvaða leiðbein ingar stóðu í lóðsbókinni og efaðist ekki augnablik um að hann væri að sigla eftir réttum merkjum. Gula húsið blasti jú við honum. Þetta gat ekki verið einfaldara. 132
Strandið
Klukkan 12:45, réttum þremur stundarfjórðungum eftir að Barðinn hóf siglinguna af Sviðinu til Akra ness dundi ógæfan yfir. Skipið fékk skyndilega á sig mikið högg. Því fylgdi hávaði; - brak og brestir áður en það stöðvaðist. Öllum dauðbrá um borð. Hvað hafði gerst? Skipið sat fast, þeir hlutu að hafa strandað. En á hverju? Mennirnir um borð vissu ekki af neinu skeri á þessum slóðum. En þeir voru strand, það var augljóst. Skipið sat fast. Ársæll skipstjóri gaf fyrirskipun um að senda loftskeyti til Reykjavíkur og biðja um hjálp til að draga skipið af skerinu. Það hélt áfram að falla út og skipið tók að halla. Klukkan 13:30 var hallinn orðinn svo mikill að Ársæll ákvað að láta áhöfnina fara í björgunarbáta.
ÁRBÓK AKURNESINGA 2008
Barðinn, sokkinn til hálfs á Þjótnum. Myndin er sennilegast tekin daginn eftir strandið, árdegis 22. ágúst. „. . . er sokkinn niður að framan aftur að (brú), afturendinn uppí loftið”, skrifaði Benedikt í Skuld í dagbók sína þennan dag. Ólafur Frímann Sigurðsson tók margar ljósmyndir á Akranesi á þessum árum. Þær hafa ómetanlegt heimildagildi á Akranesi í dag. Myndirnar af Barðanum á Þjótnum eru úr safni hans. Ljósm. Ó.F.S. /Ljósmyndasafn Akraness
Hann bað stýrimann og 1. vélstjóra að verða eftir með sér um borð í Barð anum. Karlarnir fóru í skipsbáta, en héldu sig í grennd við strandaðan togarann viðbúnir að taka yfirmenn sína með sér ef allt færi á versta veg og skipið sykki. Vélstjórinn og stýrimaðurinn fóru um skipið og leituðu leka. Þeir urðu ekki varir við að sjór væri kominn í skipið. Ársæll skipstjóri ákvað þá að hóa í karlana um borð í skipsbátunum. Þeim væri óhætt að koma aftur um borð. Áhöfnin ætlaði að freista þess að losa sjálf skipið af skerinu. En það hélt áfram að falla út og hallinn jókst stöðugt á skipinu. Klukkan 15:30 urðu þeir varir við að sjór var kominn í togarann. Dælur voru gangsettar en það gagnaðist lítið. Skipið lá nú þannig að framendinn hallaðist út
af skerinu niður á við. Afturendinn hallaði hins vegar upp eftir því sem lækkaði í sjó með útfallinu. Dælurn ar voru staðsettar þannig að við þær náðu ekki sjónum sem safnaðist í framskipið við þessar aðstæður. Mennirnir gerðu sér grein fyrir því að þeir voru komnir í mjög hættulega klípu. Í örvæntingu reyndu þeir að tengja hjálparslöngu frá dælunum fram í skipið. En þetta stoðaði lítið. Klukkan 16:15 barst nýtt skeyti frá Barðanum til útgerðarinnar í Reykja vík. Nú væri stutt þar til sjór kæmist að ljósavélinni. Það þýddi að drepa þyrfti á henni. Þeir yrðu að fá hjálp. Beðið var um að togarinn Gyllir eða annað gufuskip kæmi til hjálpar. Karl arnir reyndu að ausa og dælurnar gengu án afláts. En allt kom fyrir ekki. Klukkan 16:45 neyddust vélstjórarnir 133
ÁRBÓK AKURNESINGA 2008
Þessi mynd sýnir glöggt víra sem hanga niður frá skut hins strandaða skip. Þessi vírar voru eflaust notaðir þegar reynt var að draga skipið af Þjótnum. Við sjáum einnig á þessari mynd og öðrum af strandstað, að einungis annar af tveimur björgunarbátum (stjórnborðsbátur inn) hefur verið settur út. Bakborðsbáturinn er enn á sínum stað.
134
til að drepa á ljósavélinni. Hún sló þá í sjó. Enn var ausið en klukkan 18:00 gáfust menn upp. Dælan var látin vera í gangi en Ársæll skipstjóri skipaði mönnum sínum að fara aftur í bátana. Sjálfur varð hann eftir um borð, og eins og í fyrra skiptið með stýrimanni og 1. vélstjóra. Eina vonin nú var að önnur skip kæmu og hjálpuðu til við að dæla úr Barðanum. Þeir sáu að dráttarbátur nálgaðist frá Reykjavík. Þetta var Magni. Nokkru lengra í burtu sáu þeir togara færast nær. Það hlaut að vera Gyllir. Magni lagðist upp að Barðanum klukkan rúmlega 19:00. Slöngum var strax komið yfir og dælur Magna hófu að pumpa sjónum úr togaranum. Gyllir kom skömmu síðar. Menn urðu ásáttir um að gera klárt til að reyna að draga Barðann lausan. Frá klukkan 20:00 var unnið að því að ganga frá dragstrengjum milli Barðans og Gyllis. Þeir voru lagðir út aftur af skut Barðans. Á meðan dældi Magni stöðugt. Loks
klukkan 23:35 reyndi Gyllir að kippa í Barðann. Þetta bar engan árangur. Togarinn haggaðist ekki. Mennirnir skynjuðu að baráttan var töpuð þegar þeir uppgötvuðu að sjór var tekinn að renna milli forlestar og afturlestar. Gyllir lét af tilraununum til að draga Barðann af skerinu. Togarinn hélt aftur til Reykjavíkur. Hér var ekkert frekar fyrir þá að gera. Ársæll og menn hans vissu nú að þeir höfðu steytt á skeri sem kallað var Þjótur. Þeir á Magna höfðu tjáð þeim að Barðinn hefði siglt á blind sker sem alla jafna sæist þegar bryti á því. En í þetta sinn hefði ekkert sést þar sem sjórinn var svo sléttur. Ársæll skipstjóri skynjaði að hann hafði gert hroðaleg mistök, en hann skildi ekki hvers vegna. Hann hélt sig hafa fylgt siglingaleiðbeiningum til hins ýtrasta. En nú var ekki mikill tími til að velta þessu fyrir sér. Magni hélt áfram að dæla sjó úr Barðanum þó þetta liti mjög illa út. Skipið seig stöðugt meir
ÁRBÓK AKURNESINGA 2008
niður að framan eftir því sem yfirborð sjávar lækkaði með útfirinu. Allir menn um borð í Barðanum fóru yfir í Magna. Með sér tóku þeir allar sínar persónulegu pjönkur, föt og plögg. Akurnesingar höfðu að sjálfsögðu orðið varir við það úr landi hvað væri að gerast. Fréttin um að togari væri strandaður á Þjótnum fór eins og eldur í sinu um bæinn. Benedikt Tómasson skipstjóri í Skuld (f. 1897 – d. 1961) færði dagbækur samviskusamlega. Að kveldi þessa dags gefur að líta þessa færslu: „Föstudagur 21. ágúst 1931. Stilt og bjart veður. Togarinn Barðinn úr Reykjavík ætlaði að sækja mann hingað en fór á Þjótinn og stóð þar. Magni reyndi að ná honum en tókst ekki“.
Tapið
Akurnesingar lögðust til hvíldar um kvöldið en úti á Þjótnum hélt dramatíkin áfram. Klukkan var langt gengin í tvö um nóttina þegar hætt
var að dæla sjó úr skipinu. Það seig hratt á ógæfuhliðina. Barðinn var að renna af skerinu og sökkva. Klukk an þrjú um nóttina var framskip togarans komið í kaf alveg aftur að stjórnpalli. Skipstjórinn á Magna gaf upp alla von. Árla morguns, klukkan rúmlega sex, gaf hann skipun um að yfirgefa strandstaðinn og stefndi dráttarbátnum til Reykjavíkur. Um borð var öll áhöfn Barðans nema Ársæll skipstjóri, 1. vélstjóri og tveir hásetar. Síðar um morguninn gáfust þeir einnig upp. Engu yrði bjargað úr þessu. Akurnesingar höfðu að sjálfsögðu fylgst með úr landi og nokkrir þeirra haldið út til að fylgjast með atburðum. Klukkan rúmlega 10 litu Ársæll skipstjóri og menn hans Barðann augum í hinsta sinn og héldu siglandi til Reykjavíkur. Svona hljóðaði dagbókarfærsla Benedikts í Skuld þennan dag: „22. ágúst. Sama blíða. Barðinn er sokkinn niður að framan aftur að (brú), afturendinn uppí loftið. Skipstjórinn fór suður
Barðinn hefur verið nýkominn úr botnhreinsun þegar slysið varð. Stýri skipsins liggur í bakborð. Kannski reyndi skipstjórinn að beygja af skerinu þegar skipið lenti á því?
135
ÁRBÓK AKURNESINGA 2008
Dráttarbáturinn Magni frá Reykjavík reyndi björgunaraðgerðir án árangurs. Skipið var smíðað í Þýskalandi árið 1920 og var í eigu Reykjavíkurhafnar. Dæmdur ónýtur árið 1960. Ljósm.: www.snorrason.com
Akranesbáturinn Víðir MB 63 var smíðaður í Danmörku árið 1929. Með þessum vélbát fór Ársæll skipstjóri til Reykjavíkur eftir strandið. Í eigu Ólafs B. Björnssonar, Níels Kristmannssonar og Jóhannesar Sigurðssonar Akranesi, frá 15. nóvember 1930. Árið 1935 var báturinn seldur til Suðurnesja. Ónýtur og afskráður 1967. Óþ. ljósmyndari/ Ljósmyndasafn Akraness.
136
með mb „Víðir“. Hér er mjög senni lega átt við mótorbátinn Víði MB 63. Þennan dag greindi Morgunblaðið frá strandinu. Þetta var stórfrétt. Eitt stærsta fiskiskip landsmanna strand að uppi á Akranesi: „Um hádegi í gær, var togarinn Barðinn á leið utan úr Flóa og inn á Akranes, til þess að taka þar fiskilóðs. Rjett framan við Akranesvitann, á svonefndum Þjót, tók togarann niður og komst hvergi. Þetta var laust eftir hádegi. Var það rjett um háflóð. Skip stjóri sendi þegar skeyti til Þórðar Ólafssonar kaupmanns, sem annast afgreiðslu togarans, og segir hvernig komið var. Bað skipstjóri þess að dráttarbáturinn Magni yrði sendur sem fyrst til þess að ná togaranum út af skerinu. Tveim tímum seinna fjekk Þórður skeyti um það frá togaranum, að kominn væri leki að skipinu, og ekki væri hægt að dæla úr því. Um kl. 6 var Magni kominn á vettvang til þess að athuga á hvern hátt togar anum yrði helst náð út með flóðinu um miðnætti. Togarinn Gyllir fór upp eftir nokkru seinna, til þess að verða til aðstoðar ef með þyrfti. Kunnugir menn á Akranesi, er Þórður Ólafsson átti símtal við, töldu allar líkur til þess, að Barðinn myndi nást út þarna. Við stefni hans var 7 faðma dýpi, en afturhlutinn lá á klettinum. Togarinn sást vel hjeðan úr Reykjavík, og var auðsjeð hjeðan kl. um 6 í gærkveldi, að hann hallaðist mikið og bar hátt á honum á skerinu. Togarinn er vátrygður hjá Sjóvátryggingafjelagi Íslands“. Ekki er að sjá að nokkuð hafi verið aðhafst daginn eftir strand Barðans í þá veru að ná skipinu af skerinu, enda vafalítið vonlaust verk eins og komið
ÁRBÓK AKURNESINGA 2008 21
19
18 6
17 1
76
21 16 5
17 4 2
23 16 5
63 3
72
Þjótur 117 23 6
13 3
96
18
12 5
75
22 12 5 15 5
7
17 1
20
86
21 8
116
107 64
83
11
13 9
5
13 16 5
4
45
20
16 2
57 12 5
18
20
26
100 m
26
17 1 13 8
S.Sh
27
14 2
24
22
146
23
24
1
21
25 3
7
16
19 2
1
15 4 115
88
16 4
0
47
Fornajaðarsboði
65
1
19 2
53
10
21
28
21
10 8
39
59 73
15 3
2
5
87
10
17 2
107
1 7
12
68
53
47
14 77
37 53
5
62
78
2
76
8
16 12 5
75
57
118
10
var. Benedikt í Skuld minnist ekki á strandið í dagbókarfærslu sinni þann 23. ágúst. Þar stendur einungis þetta: „NV andvari með sólfari. „Haf þór“ og „Kveldúlfur“ fóru vestur á Ísafjörð að sækja síld fyrir sig til vertíðarinnar“. Morgunblaðið hélt áfram að flytja landsmönnum fréttir af slysinu. Þennan dag blasti þessi fyrirsögn við lesendum: „Barðinn – Vonlítið að ná honum út – Skipið stingst fram af skerinu“. Fréttin var afdráttarlaus: „Í blaðinu í gær var frá því skýrt að tvö skip voru í fyrrakvöld komin á vettvang til þess að reyna að bjarga Barðanum af Þjótnum, hafnarbáturinn Magni og togarinn Gyllir. Er hafnarbáturinn Magni kom að Þjótnum kl. að ganga sjö á föstudagskvöld, voru skipverjar af Barðanum allir í skipsbátunum, og höfðu verið þar um hríð, því þá var togarinn farinn að hallast svo mikið á skerinu, og kominn svo mikill sjór í hann, að búast mátti við því, að hann kynni að sökkva skyndilega. Var nú tekið til óspiltra málanna að dæla úr togaranum. Tókst þá að dæla úr lestarrúminu, en Magni hafði ekki við að dæla úr vjelarrúminu. Um miðnætti á laugardagsnótt var gerð tilraun til þess að draga togarann af skerinu. Var sín dráttartaugin sett í hvort skipið, Magna og Gyllir. En Barðinn bifaðist ekki. Aftari helming ur Barðans var á skerinu, en fram endinn stóð fram af því. Er hætt var tilraunum þessum, var haldið áfram að dæla úr skipinu. En nú höfðu dælurnar ekki við, skipið fyltist af sjó, og varð þá svo fram þungt, að klukk an að ganga þrjú um nóttina, stakkst það fram af skerinu, svo stefni þess stendur í botni, en afturendinn upp úr
26
21
Dýpi er miðað við meðalstórstraumsfjöru Sjávarhæð á meðalstórstraumsflóði +4 m
27
N 26
28 27
22
20
28
sjó. Gyllir sneri nú til Reykjavíkur, en Magni kom ekki fyr en kl. 8 í gærmorg un, og þá með skipshöfn Barðans, nema skipstjóra og vjelstjóra. Þeir komu síðar með vjelbát. Er skipverj ar af Barðanum fóru í bátana, tóku þeir allan farangur sinn með sjer. En veiðarfæri skipsins voru ekki tekin, sakir þess, að allir bjuggust þá við því að skipið næðist út. Sker þetta, Þjóturinn, sem Barðinn strandaði á, er, að sögn 3 klettahnjótar, svo sem mótorbátslengd hver. Á skeri þessu brýtur altaf, nema þegar sjór er ládauður, eins og hann var í þetta sinn. Barðinn var smíðaður í Eng landi árið 1913, 416 smálestir að stærð. Eigendur h. f. Heimir hjer í Reykjavík. Með veiðarfærunum og afla var skipið vátrygt fyrir kr. 270.000. Farið hefir verið fram á, að Ægir kæmi á vettvang í dag, til þess að athugað yrði enn hvort nokkur von sje til þess að ná skipinu út“.
Skerið Þjótur hefur yfir sér nokkurn dul úðarblæ þar sem oft brýtur mikið á því í stormum. Þetta eru í raun fjórir skerkollar þar sem Þjótur og Fornajaðarsboði eru stærstir. Eins og sjá má er dýpið ekki mikið um hverfis skerin. Kort: Árni Þór Vésteinsson.
137
ÁRBÓK AKURNESINGA 2008
Adolf Kristinn Ársæll Jóhanns son var skipstjóri þegar Barðinn strandaði á Þjótnum. Ársæll stundaði sjómennsku um áratuga skeið, og var skipstjóri og stýrimaður á ýmsum skipum þar til hann fór endanlega í land árið 1950. Hann lést 81 árs í Reykjavík árið 1974.
Togarinn virðist hafa legið á sker inu 23. og 24. ágúst því þann dag skrifar Benedikt í Skuld eftirfarandi í dagbók sína: „Vestan strekkingur með kalsa. Varðskipið „Ægir“ kom hingað til að líta á Barðann enn hefur víst ekki lit ist á því hann fór sem sagt samstund is og hann ( Barðinn) alveg orðinn strand“. Daginn eftir, þann 25. ágúst dró síðan til tíðinda því nú skrifaði Bene dikt þetta: „Sunnan stormur og væta. Nú er Barðinn alveg kominn í kaf og er farið að reka úr honum ímislegt smávegis, tunnur og fl. Aungvu hefur verið bjargað úr honum og er það alveg sérstakt í annari eins blíðu og undanfarið hefur verið. Varðskipið „Ægir“ kom í morgun og leit yfir strandstaðinn og fór svo vestur án þess að gera nokkuð“. Barðinn var horfinn í sína votu gröf. Um borð voru 800 körfur af fiski, 15 – 20 tonn af ís og nokkuð af kolum.
Réttarhöldin
Mönnum var að vonum brugðið eftir tap Barðans. Heimskreppan var komin til Íslands. Atvinnuleysi fór vaxandi. Það var mikið áfall fyrir fátæka þjóð að missa svo verðmætt atvinnutæki. Strandið varð Morgun blaðinu tilefni til hugleiðinga sem birtust undir fyrirsögninni Strand þann 29. ágúst: „Menn harma það, sem eðlilegt er, þegar íslensk sjómannastjett, íslenska þjóðin missir eitt af veiði skipum sínum eins og Barðann um daginn, sem fyrir fádæma slysni rakst á blindsker hjer úti í Flóanum. Við strand, sem þetta missa menn atvinnu, framleiðslan minkar, o. s. 138
frv.“ Blaðið hafði greinilega áhyggj ur af því að slæm afkoma togaraút gerðar fældi athafnamenn frá því að leggja fé í slíkan útveg: „En hvernig fer ef landsmenn hætta að leggja fje í veiðiskip og útgerð? Hvernig fer þegar reynslan hermir, að útgerðin er orðin svo dýr, að hún gefur eigend um veiðitækjanna ekki annað en tap? Þegar öll arðvonin hverfur í háar kaupgreiðslur, tolla og skatta, þrátt fyrir alla fiskauðlegðina skamt frá landsteinum? Því hvað stoðar, þó mikill sje aflinn, ef tilkostnaður við útgerðina er orðinn svo mikill, að fyrirsjáanlegt tap er á rekstrin um, hvað lítið sem út af ber? Þegar landsmenn hætta að leggja sparifje sitt í framleiðslutæki þjóðarinnar, er framförum og velmegun vorri siglt í strand. Er ekki þjóðarskútan okkar á reki einhvers staðar nálægt því blind skeri?“ Stórt var spurt en fátt um svör. En strand Barðans fékk eftirköst. Sjópróf voru haldin og úr varð dómsmál sem fór alla leið fyrir Hæstarétt. Ársæll greindi þar frá siglingu sinni til Akraness og hvaða merkjum hann hefði fylgt. Skipstjórinn sagði að hann hefði ekki vitað af neinum grynningum eða skerjum vestan til á Krossvík innan við Flösina. Hann hefði ekki siglt eftir kompás eða athugað sjókort, því hann var sannfærður um að hann mundi öll merki á innsiglingunni rétt og í svo björtu veðri væru þau auðséð af hafi. Ársæll sagði sjódómnum einnig frá því að Akurnesingar hefðu upplýst sig eftir strandið um að gula húsið sem hann hafði miðað við í innsiglingunni hefði verið bærinn Kross. Ársæll sagði að þetta hefði verið eina gula húsið sem hann sá
ÁRBÓK AKURNESINGA 2008
er hann miðaði á land. Í framhaldi af þessu fékk sjódómurinn Einar M. Einarsson skipherra varðskipsins Ægis til að fara á vettvang strandsins og athuga málið. Í ljós kom að með gula húsinu sem nefnt var í leiðar lýsingu dönsku lóðsbókarinnar sem Ársæll hafði numið af, var átt við hið forna prestsetur að Görðum. Þetta steinhús hafi verið byggt fyrir um hálfri öld og réttilega haft gulan lit. En fyrir tíu árum hefði það hins vegar verið málað í öðrum lit (sennilega hvítt). Bæjarhúsið á Krossi sé hins vegar gult, og eina húsið með þeim lit „frá Hólmunum að Akranesþorpi“. Skipherra varðskipsins taldi einsýnt að Ársæll hefði miðað bæjarhúsið að Krossi í svokallaða Reynisása í miðju Akrafjalls í staðinn fyrir að Garða hefði átt að bera í norðurrætur Akrafjalls þegar beygja átti inn á Krossvíkina. Þann 20. desember 1932 var dómur kveðinn upp í Hæstarétti. Í dóms orðum sagði meðal annars: „Líkur benda til, að hið oftnefnda gulmálaða hús, sem hafði einmitt þau einkenni, sem greind eru í sjókortinu og leiðarbók frá 1927, hafi leitt kærðan í þá villu, að hann tók ranga innsiglingarleið og setti skip sitt í strand. Á aðra hlið hefir hinn hábjarti dagur, sumarblíðan og hinn ládauði sjór, sem var svo spegilsléttur, að ekkert braut á Þjót, en svo gerir jafnan ef nokkur hreyf ing er í sjó, deyft hvöt kærðs til að gæta þeirrar varúðar, sem verður að vera sívakandi hjá hverjum skip stjórnarmanni, sem siglir um slóð, þar sem sker og grynningar eru. Og sjórétturinn telur það gáleysi af kærðum að sigla í höfn, sem hann er í rauninni lítt kunnur, án þess að hafa
Benedikt Tómasson skipstjóri frá Skuld (yst til vinstri) skrifaði færslur um strandið í dagbók sína. Hallfreður Guðmundsson hafsögumaður (yst til hægri) sem í mörg ár var formaður Sjómannadagsráðs Akraness hafði verið bátsmaður á „Barð anum“ 1927 til 1929. Á milli þeirra er Ólafur G. Gunnlaugsson frá Hraungerði en ekki er vitað til að hann hafi komið nærri sögu „Barðans“. Myndin er tekin um 1960 við hátíðarhöld á sjómannadaginn á Akranesi. Ljósm.: Ó. Á.
annan mann við stýri, svo hann gæti sjálfur athugað stefnur og mið inn í höfnina eftir sjávaruppdrættinum, sem honum bar að hafa við hönd, og áttavitanum. Þá er það og yfirsjón af kærðum að draga eigi úr ferð skipsins nógu tímanlega þótt hann í nánd við innsiglinguna vissi af skeri, sem hann veit eigi mið á (aths. greinarhöfundar: þetta stangast á við framburð Ársæls en hann sagði að hann hefi ekki vitað af skerinu), en heldur áfram með sömu ferð inn á skipaleguna aðeins eftir minni sínu, í stað þess að biðja um hafnsögumann.“ Hæstiréttur dæmdi Ársæl Jóhanns son skipstjóra fyrir brot á siglinga lögum „yfirsjónir og hirðuleysi“. Hann fékk 600 króna sekt eða 30 daga fangelsi ella, og var látinn 139
ÁRBÓK AKURNESINGA 2008
greiða verjanda sínum málskostnað. Ársæll, sem hafði að baki fjögurra ára farsælan feril sem stýrimaður á togurum og þrjú ár sem skipstjóri bæði fyrir og eftir strandið, slapp hins vegar við að verða sviptur skipstjórn arréttindum. Ástæðan fyrir því var sú að réttilega þótti sannað að á lög giltum sjókortum þessa tíma „hefði verið gefin upp röng lýsing á ónafn greindu húsi sem innsiglingamerki á Krossvík, en lýsingin á heima við hús,
sem hægt er að miða í sama bakmerki sem hið rétta hús, Garðahús, skammt frá hinni réttu innsiglingaleið“. Með öðrum orðum; sú staðreynd að Skagamenn höfðu tekið sig til og málað prestsetrið að Görðum hvítt í stað þess að halda gula litnum hafði haft þær afleiðingar að Íslendingar töpuðu einum af sínum fínustu togur um.
Ég þakka Árna Þór Vésteinssyni deildarstjóra hjá sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar fyrir góðar athugasemdir og kortagerð eftir kortum Sjómælinga Íslands. Júlíus Víðir Guðnason hafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum las handrit yfir og kom með ágætar ábendingar. Gerður Jóhannsdóttir skjalavörður og deildarstjóri Héraðsskjala safns Akraness veitti góða aðstoð við leit að heimildum. Magnús Þór Hafsteinsson.
Heimildir: Ari Gíslason. Æviskrár Akurnesinga I. – IV. bindi. Akranes 1982 – 1987. Ásmundur Ólafsson. „Nú er bjart um Skipaskaga – skín á nes og vör“. Örnefni við Akranes – Gönguferð með sjónum. Grein í 40 ára afmælisblaði Lionsklúbbs Akraness. Síður 8 – 15. Akranes 1996. Benedikt Tómasson skipstjóri frá Skuld á Akranesi. Dagbækur hans geymdar í skjalasafni Akraness. Dómur Hæstaréttar númer 159/1932 þriðjudaginn 20. desember 1932. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) gegn Ársæli Jóhannssyni (Lárus Fjeldsted). Hallfreður Guðmundsson skipstjóri og hafnsögumaður á Akranesi. Endurminningar. Handrit í einkaeigu. Jón Sigurðsson frá Yztafelli. Land og lýður, drög til íslenskra héraðslýsinga. Bls. 33 – 34. Reykjavík 1933. Morgunblaðið 22., 23. og 29. ágúst 1931. Aðgengilegt á www.timarit.is Þorsteinn Jónsson. Skipstjórnarmenn. Æviskrár og sögulegt efni um íslenska skipstjórnarmenn. 1. bindi. Reykjavík 2006.
140