"...fór á Þjótinn og stóð þar..."

Page 1

ÁRBÓK AKURNESINGA 2008

„ . . . fór á Þjótinn og stóð þar . . .“ Afdrifaríkar afleiðingar húsamálunar á Akranesi

A

ð morgni 21. ágúst árið 1931 var togarinn Barðinn RE 274 að veiðum á miðju Sviðinu svokallaða, sem eru þekkt aflamið í Faxaflóa um 7 sjómílur vestur af Akranesi. Barðinn var fallegt skip og einn af stærstu togurum Íslendinga. „Feikn mikið og gott sjóskip, manna­ íbúðir hinar vistlegustu“, skrifaði Hallfreður Guðmundsson (f. 1896 – d. 1989) síðar hafnsögumaður á Akra­nesi í endurminningum sínum, en hann var bátsmaður á Barðanum 1927 – 1929. Þennan dag reyndi hins vegar lítt á sjóhæfni skipsins. Þó að sumri væri tekið að halla þá var blanka logn og glaða sólskin þennan dag.

Siglingin

Laust fyrir hádegi ákvað skipstjór­ inn að hætta veiðum og halda til Akraness. Trollið var híft um borð og mennirnir á vakt hófu að gera að afl­ an­um. Ársæll Jóhannsson skipstjóri (f. 1893 – d. 1974) tók stefnuna á Akra­nes. Brátt sigldi togarinn á 7 – 8 sjómílna hraða með beina stefnu á suðurenda Akrafjalls. Ársæll skip­ stjóri hafði verið með skipið í tæpt ár. Hann var 37 ára gamall. Fyrir 10 ár­um

Magnús Þór Hafsteinsson.

hafði hann lokið skipstjórnarstigi 3. stigs frá Stýrimanna­skólanum í Reykja­vík. Hann bjó nú í Reykjavík ásamt eiginkonu og þremur ungum börnum. Ársæll var einn í brú Barðans á siglingunni til Akraness. Út um glugga stýrishúss­ins gat hann horft á karlana vinna á dekkinu. Þeir voru alls 19 um borð, en nú hafði Ársæll tekið þá ákvörðun að fjölga um einn í áhöfninni. Hann hafði hug á því að reyna frekar fyrir sér með afla á miðum sem hann þekkti lítið. Á Akranesi var hins vegar maður sem gat tekið það hlutverk að sér að leið­ beina yfirmönnum Barðans við veið­ar á þessum slóðum. Slíkir menn voru kallaðir fiskilóðsar. Nú stóð til að sækja einn slíkan til Akraness áður en áfram yrði haldið. Þetta var Magnús Guðmundsson á Hólavöllum, síðar að Traðarbakka á Akranesi (f. 1891d. 1956). Ársæll skipstjóri taldi sig sjálfsagt vita hvernig haga ætti innsiglingu til Akraness þegar komið væri að landi úr vestri þó hann væri lítt kunnugur á siglingaslóðum við Skipaskaga. Um borð var venjulegt sjókort „númer 260“ yfir Faxaflóa sem menn notuðu við fiskveiðar. Ársæll sá þó ekki 129


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.