ÁRBÓK AKURNESINGA 2008
„ . . . fór á Þjótinn og stóð þar . . .“ Afdrifaríkar afleiðingar húsamálunar á Akranesi
A
ð morgni 21. ágúst árið 1931 var togarinn Barðinn RE 274 að veiðum á miðju Sviðinu svokallaða, sem eru þekkt aflamið í Faxaflóa um 7 sjómílur vestur af Akranesi. Barðinn var fallegt skip og einn af stærstu togurum Íslendinga. „Feikn mikið og gott sjóskip, manna íbúðir hinar vistlegustu“, skrifaði Hallfreður Guðmundsson (f. 1896 – d. 1989) síðar hafnsögumaður á Akranesi í endurminningum sínum, en hann var bátsmaður á Barðanum 1927 – 1929. Þennan dag reyndi hins vegar lítt á sjóhæfni skipsins. Þó að sumri væri tekið að halla þá var blanka logn og glaða sólskin þennan dag.
Siglingin
Laust fyrir hádegi ákvað skipstjór inn að hætta veiðum og halda til Akraness. Trollið var híft um borð og mennirnir á vakt hófu að gera að afl anum. Ársæll Jóhannsson skipstjóri (f. 1893 – d. 1974) tók stefnuna á Akranes. Brátt sigldi togarinn á 7 – 8 sjómílna hraða með beina stefnu á suðurenda Akrafjalls. Ársæll skip stjóri hafði verið með skipið í tæpt ár. Hann var 37 ára gamall. Fyrir 10 árum
Magnús Þór Hafsteinsson.
hafði hann lokið skipstjórnarstigi 3. stigs frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Hann bjó nú í Reykjavík ásamt eiginkonu og þremur ungum börnum. Ársæll var einn í brú Barðans á siglingunni til Akraness. Út um glugga stýrishússins gat hann horft á karlana vinna á dekkinu. Þeir voru alls 19 um borð, en nú hafði Ársæll tekið þá ákvörðun að fjölga um einn í áhöfninni. Hann hafði hug á því að reyna frekar fyrir sér með afla á miðum sem hann þekkti lítið. Á Akranesi var hins vegar maður sem gat tekið það hlutverk að sér að leið beina yfirmönnum Barðans við veiðar á þessum slóðum. Slíkir menn voru kallaðir fiskilóðsar. Nú stóð til að sækja einn slíkan til Akraness áður en áfram yrði haldið. Þetta var Magnús Guðmundsson á Hólavöllum, síðar að Traðarbakka á Akranesi (f. 1891d. 1956). Ársæll skipstjóri taldi sig sjálfsagt vita hvernig haga ætti innsiglingu til Akraness þegar komið væri að landi úr vestri þó hann væri lítt kunnugur á siglingaslóðum við Skipaskaga. Um borð var venjulegt sjókort „númer 260“ yfir Faxaflóa sem menn notuðu við fiskveiðar. Ársæll sá þó ekki 129