1) Dúðaðir sjóliðar á breska beitiskipinu Suffolk, sem er statt norður í höfum, standa vakt á útsýnispalli herskipsins yfir stjórnpallinum og skima yfir hafið eftir flugvélum, kafbátum og herskipum óvinarins. Svona stóðu menn sólarhringum saman, daga og nætur.
2) Úlpuklæddur sjóliði á bresku herskipi stendur við loftvarnabyssu og horfir yfir Íshafið.
3) Morsmerki, sem send voru út með ljósalömpum, og merkjaflögg voru notuð til að koma á orðsendingum milli skipa í skipalestunum. Notkun loftskeytatækja var alla jafna óheimil af ótta við að óvinurinn lægi á hleri og gæti miðað skipalestirnar út. Það gat verið kalsamt að standa vaktina við morslampann.