>> SEX ÁRA Í GRÆNLANDSTÚR
RÆTT VIÐ KRISTJÁN VILHELMSSON UM SJÓMENNSKUNA OG SAMHERJA >> 8
Nýsmíði og hönnun úr rústfríu stáli Sími: 424 6650 | www.beitir.is
fimmtudagur 15. desember 2011 50. tbl. 29. árg.
Sannar grobbsögur Björgvin Gunnarsson fyrrum skipstjóri segir frá ævintýralegu fiskiríi á vertíðum áður fyrr. » 22
Eitt sviplegasta sjóslys í sögu Noregs Alls misstu 85 lítil börn feður sína og 45 konur urðu ekkjur þegar fimm norskir selveiðibátar fórust í ofsaveðri norðan Íslands árið 1952. » 34
Árekstur ólíkra menningarheima Bjartmar Pétursson segir frá reynslu sinni af störfum í sjávarútvegi í Austur-Evrópu. » 17
MESTA SJÓSLYS ÍSLANDSSÖGUNNAR » 59
Síldin kraumar í sundunum. » 40 Mynd/kristinn benediktsson
2|
fimmtudagur 15. desember 2011
Afli krókaaflamarksbáta eftir tegundum 2010 Þorskur
„Þegar við komumst í þorskinn fyrir austan fylltist maður bjartsýni. Það er örugglega víða þorskur í þessum djúpköntum.“
53%
Ýsa
26%
Steinbítur
10%
Ufsi
4%
Langa
3%
Keila
2%
Annað
3% 0
5
10 15 20 25 30 35 Þ Ú SU N D TO NN
FISKMARKAÐIR
Bíldsey SH kemur inn til löndunar með 10 tonna afla.
Bíldsey SH komin til baka til veiða í Breiðafirði
Allir markaðir* Slægður fiskur = S/Óslægður = Ó
Teg
S/Ó
KG KR/KG
BLÁLANGA
Ó
1.290
Alls
251
324.389
BLÁLANGA
S
1.878
250
469.830
GELLUR
S
157
1.104
173.316
GRÁLÚÐA
S
2
400
800
GULLKARFI
Ó
36.244
369
13.371.233
HARÐF/STB
S
5
4.900
24.500
HARÐF/ÝSA
S
5
4.900
24.500
HLÝRI
Ó
60
387
23.201
HLÝRI
S
2.112
524
1.106.536
HROGN/LANGA
S
36
58
2.103
HROGN/UFSI
S
83
33
2.723
HROGN/ÝSA
S
53
81
4.279
HROGN/ÞORSKUR S
1.008
233
234.409
HVÍTASKATA
S
203
52
10.632
KEILA
Ó
7.602
164
1.243.143
KEILA
S
2.445
189
461.524
KINNAR
S
16
279
4.464
KINNFISK/ÞORSKUR S
32
1.058
33.862
Ó
13.103
209
2.740.665 4.026.857
LANGA LANGA
S
15.523
259
LANGLÚRA
Ó
105
217
22.778
LANGLÚRA
S
159
191
30.345
LAX
S
150
600
90.000
LIFUR
S
53.287
97
5.163.336
LITLI KARFI
Ó
38
10
380
LIVER MONKFISH S
396
252
99.792
LIVER MONKFISH S LÚÐA
S
478
252
120.705
2.287
1.205
2.756.503
LÝR
S
4
28
112
LÝSA
Ó
4.247
157
666.023
LÝSA
S
4.525
187
844.002
NÁSKATA
S
11
19
212
SANDHVERFA
S
4
542
2.168
SANDKOLI
Ó
157
43
6.775
SANDKOLI
S
1.733
89
153.955
SKARKOLI
S
70.844
250
17.699.031
SKATA
S
854
143
122.535
SKRÁPFLÚRA
Ó
738
25
18.494
SKRÁPFLÚRA
S
222
65
14.430
SKÖTUSELUR
S
23.274
904
21.033.164
STEINBÍTUR
Ó
2.071
334
691.650
STEINBÍTUR
S
21.282
494
10.515.629
STÓRKJAFTA
S
474
153
72.480
Stóra Brosma
Ó
1
136
136
SÍLD
Ó
2.780
103
287.684
TINDASKATA
Ó
7.015
36
253.968
UFSI
Ó
5.556
209
1.161.643
UFSI
S
10.057
259
2.602.632
UNDÝSA
Ó
7.858
205
1.610.053
UNDÝSA
S
2.287
227
520.249
UNDÞORSKUR
Ó
21.520
222
4.776.598
UNDÞORSKUR
S
10.375
263
2.724.114
ÝSA
Ó
115.506
334
38.595.378
ÝSA
S
38.393
326
12.498.142
ÞORSKUR
Ó
182.882
386
70.637.379
ÞORSKUR
S
70.251
403
28.333.701
ÞYKKVALÚRA
S
2.324
1.305
3.033.381
Þorsklifur
S
1.207
97
117.070
Samtals: 747.209
MYND/GUNNLAUGUR ÁRNASON
Eltu þorskinn austur „Við erum að draga í Flákakantinum og hér er ágætisýsukropp. Aflinn hefur verið um fimm tonn í róðri. Annars erum við nýkomnir að austan en við vorum þar í rúman mánuð og rerum frá Breiðdalsvík,“ sagði Óskar Eyþórsson, skipstjóri á Bíldsey SH, í samtali við Fiskifréttir er rætt var við hann um aflabrögðin. KJARTAN STEFÁNSSON kjartan@fiskifrettir.is
B
íldsey SH, sem er krókaafla marksbátur með beitningarvél, byrjaði fiskveiðiárið fyrir norð an en færði sig austur fyrir land í lok október. „Við fórum austur til að eltast við þorskinn. Ýsukvóti okkar er minni en verið hefur og við fengum of mikið af ýsunni á grunnslóð. Þorsk veiðin fyrir austan var mjög góð. Eini gallinn var sá að við þurftum að fara svo langt eftir þorskinum, um 30 míl ur og lengra út. Það var hins vegar ekki allt af hægt vegna veðurs. Mesta veiðin varð þeg ar farið var fram í kant inn sem er 55 mílur frá landi,“ sagði Óskar.
Karlinn í brúnni
Meðalvigtin 6,4 kíló í einum túrnum Bíldsey SH komst mest upp í um 14 tonn í róðri Óskar Eyþórsson, fyrir austan og fékkst skipstjóri á Bíldsey SH. aflinn á 9 rekka, eða alls 10.800 króka. Þetta sam svarar um 630 kílóum á bala miðað við að 500 krókar séu í balanum. Aflanum var ekið að austan til Þórsness í Stykkishólmi þar sem þorskurinn var unninn í salt. ,,Þorskurinn var yfirleitt mjög vænn. Í einum túrnum var meðalvigt
in um 6,4 kíló sem jafnast á við neta fisk. Þorskurinn hentaði því mjög vel í saltfiskvinnsluna en þó lá við að hann væri of stór suma dagana. Að minnsta kosti þegar unnið var fyrir Grikklandsmarkað. Við erum búnir að veiða rúm 300 tonn á fiskveiðiárinu og það sleppur alveg. Núna höfum við snúið okkur að ýsunni aftur. Við spöruðum hana svo mikið í haust að við eigum um 100 tonn eftir af kvótanum. Við för um í þorskinn þegar hann lætur sjá sig hér í Breiðafirði þegar hann kemur til að hrygna,“ sagði Óskar. Gott ástand á þorski og ýsu Óskar gat þess að gott ástand væri að hans dómi á þeim tveim fisktegund um sem þeir leggja sig mest eftir, þ.e. þorski og ýsu. „Þegar við komumst í þorskinn fyrir austan fylltist mað ur bjartsýni. Það er örugglega víða þorskur í þessum djúpköntum sem á eftir að koma inn til hrygningar. Þá er töluvert af ýsu á grunnslóð. Við höf um til dæmis ekki veitt minna af ýsu en undanfarin ár þegar við leggjum okkur eftir henni. Í september veidd um við til dæmis rúm 100 tonn og þar af voru um 80 tonn ýsa,“ sagði Óskar. Skortir skilning á sjávarútvegi Talið barst að áformum stjórnvalda um breytingar á fiskveiðistjórnarkerf inu. „Mér finnst skorta verulega á skilning á sjávarútvegi hjá því fólki sem er að véla um þessi mál. Í mínum huga eru fáein vandamál í kerfinu sem
þyrfti að laga. Kvótakerfið hefur skilið sum byggðalög eftir algerlega kvóta laus. Það mætti bæta úr því með því að skipta landinu upp í atvinnusvæði og úthluta kvóta með sama hætti og gert er í dag til þeirra sem eru að veiða á viðkomandi svæðum. Auk þess hefði aldrei átt að leyfa mönnum að leigja frá sér kvóta í stórum stíl. Girða þarf fyrir það. Ég er hins vegar ekki hrif inn af þessu pottafyrirkomulagi sem á að innleiða. Það hefur ekki gefið góða raun. Sem dæmi má nefna skelbætur. Aðeins helmingi þeirra var úthlutað í haust. Nú eru bátar búnir að veiða það sem þeir fengu og eru stopp sem og vinnsla í landi. Enginn veit hvort eða hvenær seinni helmingnum verður út hlutað. Pottarnir kalla á geðþóttaákv arðanir sem er ólíðandi,“ sagði Óskar. Línuívilnun óréttlát Óskar gagnrýndi einnig línuíviln unina og sagði að hún drægi úr því að hagkvæmustu leiða væri leitað við veiðarnar. „Þegar vorum fyrir austan sáum við að bátar sem voru með beitn ingarvél báru alveg af. Hátt í helm ingi meiri afli fékkst á þá en balabáta. Ástæðan held ég að sé sú að við áttum auðveldara að beita með nýrri síld. Þá kom það niður á gæðum beitunnar þegar verið var að keyra bölum sem búið var að beita langar leiðir. Mér finnst óréttlátt að þessi vinnubrögð skuli verðlaunuð með línuívilnun. Einnig eru nokkur brögð að því að línubátar í aflamarkskerfinu hafi sett beitningarvélina í land og rói með bala til að fá línuívilnun. Þeir eyða um 60% meira af olíu fyrir bragðið því þeir þurfa að keyra í land á hverju kvöldi; línuívilnunin miðast við dag róðra. Svona rugl þarf að stoppa,“ sagði Óskar Eyþórsson.
337 251.559.593
* Reiknistofa fiskmarkaða 09.12.2011 - 13.12.2011
ÚTGÁFUFÉLAG: Myllusetur ehf., ÚTGEFANDI: Pétur Árni Jónsson.
RITSTJÓRI: Guðjón Einarsson gudjon@fiskifrettir.is Sími 569 6625
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Kjartan Stefánsson kjartan@fiskifrettir.is Sími 569 6624
AÐSETUR: Nóatúni 17, 105 Reykjavík Áskrift: 569 6622
AUGLÝSINGAR: Sími: 569 6609 PRENTUN: Landsprent ehf.
GLORIA
®
Þantroll
Nýr og léttari Helix þankaðall
Þanorkan þenur trolli› út. Stærra trollop. Trolli› heldur sér vel í miklum og strí›um straumi. Myndin af trollopi helst sk‡r og stö›ug á sónarnum. Au›veldara a› hífa og slaka trollinu.
– fyrir öll heimsins höf
4|
fimmtudagur 15. desember 2011
Hrollvekjandi heimildarmynd í sjónvarpi
Áróður og blekkingar H
ún var hrollvekjandi heimildarmyndin sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu fyrir stuttu og fjallaði um stóru matvælaframleiðslufyrirtækin í Bandaríkjunum. Hún var ekki hrollvekjandi fyrir þær sakir að vera uppfull af ómerkilegum áróðri og vísvitandi blekkingum. Hún var það vegna þess að hún var að uppistöðu sönn. Ósönn ímynd Sú ímynd sem stærstu matvælaframleiðslufyrirtæki heims draga upp af sér er einfaldlega röng. Það kannast hver við það sem farið hefur í matvælaverslanir, hvort heldur hérlendis eða t.d. í Bandaríkjunum, að hillurnar svigna undan vörum sem skarta fallegum myndum og teikningum af bændabýlum og búgörðum þar sem kýr og hænsni ráfa um á grænum grundum í hamingju sólríkra daga. Þessi ímynd gefur neytendum þægilega tilfinningu um heilbrigt samband vörunnar við náttúruna annars vegar og þá sjálfa sig hins vegar. Hún þjónar sannarlega ekki þeim tilgangi að draga upp sannleikann um „búreksturinn“. Væri það gert myndi tæpast nokkur maður snerta viðkomandi vörur með glóandi töngum. Virðingarleysið fyrir náttúrunni, hvort heldur það eru dýr,
gróður, vatn eða starfsfólk: allt er fótum troðið í nafni hins heilaga Mammons. Ætli hafi ekkert staðið í þeim sem hafa gert hann að leiðtoga lífs síns? Buddan er áttavitinn Í myndinni var að auki viðtal við bandarískan bónda sem hefur enn sem komið er þorað að standa í eigin lappir og framleiðir matvörur sem standa undir þeim umbúðarmyndum sem getið er um. Hann benti með réttu á þann kostnað sem stórfyrirtækin reikna aldrei inn: Það eru spjöllin sem unnin eru á náttúrunni og heilsufari fólks. Því miður er staðreyndin sú að neytendur, í Bandaríkjunum sem á Íslandi, láta sér þessi mál yfirleitt í léttu rúmi liggja. Buddan er áttavitinn í innkaupunum. Þeirri fullyrðingu er oft haldið á lofti að „neytendasamtök annars staðar en á Íslandi“ láti nú aldeilis finna fyrir sér. Ég held að munurinn sé sáralítill ef nokkur. Samtök neytenda geta aldrei orðið sterkari en meðvitund félagsmannanna. Sannleikurinn er sá að í landbúnaði eru gríðarleg átök milli raunverulegra bænda og iðnaðarfyrirtækja.
Skoðun
Arthur Bogason
„Á fjölmörgum umbúðum utan um sjávarafurðir má sjá myndir og teikningar af litlum bátum og gömlum fiskimönnum, „hetjum hafsins” Fiskveiðar og fiskrækt Í fiskveiðum og fiskrækt er þessu svipað farið. Annars vegar eru það smábátaflotar heimsins og hins vegar iðnaðarveið-
arnar sem takast á. Því er oft slegið upp, sérstaklega hérlendis, að það sé leitt að átök milli þessara aðila skuli enn eiga sér stað og vitaskuld ættu þessi útgerðarform að taka höndum saman - og svo framvegis. Staðreyndin er auðvitað sú að þetta er ekkert að ástæðulausu. Þessi tvö útgerðarform eru í mörgu gerólík og því fjarri lagi að þau eigi samleið á öllum sviðum. Formúlan sú sama Stórfyrirtækin í sjávarútvegi hafa fyrir löngu áttað sig á því að á þau muni halla, þegar umræðan um umhverfismál verður alls ráðandi um fiskveiðarnar. Þess vegna hafa fjölmörg þeirra leitað skjóls á bak við umhverfismerkið MSC og ætti ekki frekar að þurfa að kynna það flestum lesendum Fiskifrétta. Formúlan er alveg sú sama og í landbúnaðinum og sömu brögðum er beitt: Á fjölmörgum umbúðum utan um sjávarafurðir má sjá myndir og teikningar af litlum bátum og gömlum fiskimönnum, „hetjum hafsins“ og allur sá pakki. Ég velti því oft fyrir mér, hvort þeir sem reka þessi stóru og öflugu fyrirtæki, hvort heldur er í landbúnaði eða sjáv-
Skipstjórnarmaður í brú.
Food Inc., heimildarmyndin sem fjallað er um í greininni. arútvegi, trúi því sjálfir að framleiðsluferlarnir sem þessi fyrirtæki byggja á, fái staðist til lengdar. Ég leyfi mér að efast um það. Mér er nær að halda því fram að ástæða þess að svo algengt er að þau nota myndir af smábátum sé sú, að innst inni vita þau að í framtíðinni munu fiskveiðarnar að langstærstum hluta verða stundaðar af slíkum flotum. Ég óska lesendum Fiskifrétta gleðilegra jóla. Höfundur er formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.
MYND/ KRISTINN BENEDIKTSSON.
Skipstjórnarmenn og vélstjórar snúa aftur
Undanþágum fækkar Umsóknum um undanþágur til að starfa sem skipstjórnar- og vélstjórnarmenn á íslenskum skipum fækkaði um rúm 20% á fyrstu níu mánuðum ársins að því er fram kemur á vef Siglingastofnunar Íslands. Alls bárust 66 umsóknir um undanþágu til skipstjórnarstarfa; 60 þeirra voru samþykktar og 6 var hafnað. Á sama tímabili á árinu 2010 höfðu borist 94 umsóknir, 71 voru sam-
þykktar og 23 hafnað. Umsóknum um undanþágur fækkaði því um 30%. Á tímabilinu janúar-september bárust 225 umsóknir um undanþágu til vélstjórnarstarfa; 221 þeirra voru samþykktar og 4 var hafnað. Á sama tímabili á árinu 2010 höfðu borist 273 umsóknir, 254 voru samþykktar og 19 hafnað. Umsóknum um undanþágur fækkaði því um 18% á tímabilinu.
Frá veiðum til neytanda
Lausnin er hjá okkur Marel óskar lesendum Fiskifrétta gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári! Við þökkum íslenskum framleiðendum farsælt samstarf á liðnu ári.
Kynntu þér nánar lausnir okkar á www.marel.is
fimmtudagur 15. desember 2011
Jökull ÞH er gerður út af GPG fiskverkun ehf. á Húsavík.
MYND/HAFÞÓR HREIÐARSSON
Netabáturinn Jökull ÞH frá Húsavík
Ker og bretti
Promens kynnir með stolti
öryggisfótinn
Setjum aukið öryggi á fótinn! Sæplastkerin hafa haft gott orð á sér fyrir stöðugleika í gegnum tíðina og nú eru þau enn stöðugri en áður eftir að nýjung sem kallast öryggisfóturinn hefur verið sett undir þau. Tveimur tám hefur verið bætt við fætur keranna svo nú skorðast þau enn betur. Stæðan stendur á traustari fótum fyrir vikið þegar kerunum er staflað og matvælin flutt. Stæðurnar eru stöðugri en áður hefur þekkst og mun öruggari í meðförum.
Sæplastkerin — til öryggis!
www.promens.com/saeplast PROMENS DALVÍK • GUNNARSBRAUT 12 620 DALVÍK • SÍMI: 460 5000 • FAX: 460 5001
Dúndurgóð ufsaveiði J ökull ÞH frá Húsavík hefur verið að rótfiska ufsa í net á svæðinu norðan Grímseyjar og norður undir Kolbeinsey í haust og vetur. Báturinn landar á Húsavík yfirleitt eftir 3-4 daga og hefur mikið verið með 25-40 tonn í túr, að sögn Hjalta Hálfdánarsonar skipstjóra. Seint í nóvember landaði báturinn 87 tonnum eftir sex daga veiðiferð. ,,Við höfðum verið þrjá daga á veiðum en vorum við ekki komnir með neinn sérstakan afla og ákváðum því að framlengja túrinn um aðra þrjá daga. Þá fengum við 20 tonn tvo daga í röð, aðallega í þrjár trossur,” sagði Hjalti í samtali við Fiskifrétt-
ir. ,,Algengur dagsafli er 8-10 tonn sem auðvitað er bara fínt. Þannig hefur þetta verið hér fyrir norðan síðustu árin. Við höfum verið með 8-10 trossur í sjó í einu og komumst ekki til að draga þær allar á dag. Við höldum okkur mest á hólum frá Grímsey og norður undir Kolbeinsey.” Afli Jökuls í netin er nær eingöngu ufsi, meðaflinn er aðeins 1-2 kör af þorski og nokkur af karfa. ,,Þorskurinn er ekkert uppi á þessum hólakollum þar sem ufsinn heldur sig,” sagði Hjalti. Ufsinn af Jökli ÞH er aðallega þverskorinn og þurrkaður á Húsavík fyrir Nígeríumarkað. »» gudjon@fiskifrettir.is
Gullár í norska nótaflotanum
100 milljarða aflaverðmæti Árið sem nú er að líða hefur verið gullár í norska nótaflotanum. Hringnótaskipin 79 hafa fiskað fyrir 4,8 milljarða norskra króna, jafnvirði rétt tæplega 100 milljarða íslenskra. Það er 20% meira en í fyrra sem þó var metár líka. Sum skip hafa aukið aflverðmæti sitt um meira en 40%. Þetta kemur fram í Fiskeribladet/Fiskaren í Noregi. Þar segir að meginástæða aukins aflaverðmætis sé hækkun á verði allra uppsjávartegunda í ár því afli flestra bátanna hafi verið svipaður og árið 2010. Verðhækkunin eigi sérstaklega við um norsk-íslensku síldina sem komist hafi upp í 7,50 norskar krónur kílóið í haust (155 ISK). Þá hafi fengist metverð fyrir makríl eða allt að 16 NOK kílóið (330 ISK). Fyrir norðursjávarsíld hafi verið greiddar 7-10 NOK (144-206 ISK) og fyrir kolmunna 4-5 NOK (82-103 ISK).
H. Östervold skilaði mestu verðmæti hringnótabáta á árinu eða 122 milljónum norskra króna (2.513 milljónum ISK). Úthaldsdagar skipsins voru 200 talsins þannig að hver dagur hefur gefið jafnvirði 12,5 milljóna íslenskra króna.
H. Östervold er það norska nótaskip sem mestu aflaverðmæti hefur skilað í ár.
TM sendir þér og þínum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is
8|
fimmtudagur 15. desember 2011
Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja og einn af aðaleigendum félagsins.
MYND/BIG
Sex ára í Grænlandstúr kjartan stefánsSON kjartan@fiskifrettir.is
S
egja má að Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja og einn af aðaleigendum félagsins, hafi alist upp með salt bragð í munninum. Fjaran og fjörukamb urinn var leiksvæði hans á æskuárum og snemma fékk hann að fara á sjó með föður sínum, Vilhelm Þorsteinssyni, sem var skipstjóri á síðutogaranum Harðbak EA. Þegar Kristján var 10 ára varð faðir hans framkvæmdastjóri ÚA. Nálægðin við sjóinn og sjávarútveginn var til stað ar frá blautu barnsbeini. Sjómennskan í blóðinu Sjómennskan var líka í blóðinu því for feður Kristjáns í báðar ættir voru margir hverjir sjómenn og skipstjórar. Móðir Kristjáns, Anna Kristjánsdóttir, er ætt uð frá Flateyri í Önundarfirði og Fróð árhreppi á Snæfellsnesi. Báðir bræður hennar, faðir og afar voru allir skipstjór ar. Föðurætt Kristjáns er úr Eyjafirði; frá Höfðahverfi, Svarfaðardal og Hrísey.
Saltfiskstúr við Austur-Grænland „Sumarið sem ég varð 6 ára fór ég í fyrsta sinn á sjó með föður mínum. Það var árið 1960 og farið var í 22 daga saltfisks túr á miðin við Austur-Grænland. Ég held að það hafi ekki þótt neitt tiltöku mál á þeim tíma þótt strákar færu með. Við vorum þrír strákarnir um borð í túrnum og ég yngstur. Okkur voru settar fáar en einfaldar reglur og við þorðum ekki annað en að hlýða þeim. Vökul augu áhafnarinnar fylgdust einnig með okkur þannig að okkur var ekki nein hætta búin. Við þóttumst vera að hjálpa til með því að ýta á eftir fiskinum úr pontinu niður í lest en sjálfsagt gerðum við lítið gagn. Ég fór fleiri slíkar ferð ir með föður mínum áður en hann fór í land,“ sagði Kristján Vilhelmsson í sam tali við Fiskifréttir er rætt var við hann um fyrstu árin á sjó og þátt hans í stofn un og rekstri Samherja. „Einnig var ég svo heppinn að komast í sveit hjá frábærri fjölskyldu í Fagrabæ í Höfðahverfi. Þar var ég í sjö sumur. Fjar an var í aðeins 50 metra fjarlægð og hana mátti ég nytja að vild. Silunginn sótti ég
bæði á stöng og í net og þorskur var auð sóttur á árabáti eða kajaknum mínum,“ sagði Kristján ennfremur þegar æskuár in voru rifjuð upp. Háseti í jólatúr Kristján fór fyrst til sjós sem háseti þeg ar hann var 16 ára. „Ekki var óalgengt
Við þóttumst vera að hjálpa til með því að ýta á eftir fiskinum úr pontinu niður í lest en sjálfsagt gerðum við lítið gagn.
á þessum árum að strákar byrjuðu sem hásetar 16 ára og margir yngri. Ég notaði jólafríið og fór í jóla- og áramótatúr með Harðbak. Við vorum fimm skólabræður sem fórum í þennan túr og enduðum í Grimsby þar sem aflinn var seldur. Þetta var gríðarleg upplifun fyrir okkur en ég hafði þó það forskot að ég hafði farið með föður mínum í siglingu þegar ég var 11 ára og séð staðinn áður. Þá voru gjaldeyrishöft eins og nú og voru okkur skömmtuð 35 pund sem var gremjulega lítið,“ sagði Kristján. Hvalurinn hrein villibráð Eftir veturinn lá leiðin á Hval 9 þar sem Kristján var með þeim mæta manni Ingólfi Þórðarsyni, skipstjóra og kennara í Stýrimannaskólanum. „Ég var þarna eina vertíð sem varð þó nokkru styttri en ráðgert hafði verið því Hvalur 9 var tekinn til gæslustarfa þegar landhelgin var færð út í 50 mílur árið 1972. Ég var einn af fjórum háset um sem höfðu það hlutverk að vera á stýrinu eða í tunnunni uppi í mastri á útkíkki eftir hval.
|9
fimmtudagur 15. desember 2011
arhringinn. Mig langaði þó aftur á sjóinn og fór sem vélstjóri á Súlunni í nokkra mánuði, þá með Bjarna Bjarnasyni skip stjóra, og síðan á vélaverkstæði ÚA. Þar var Freysteinn Bjarnason vélvirkjameist arinn minn. Hann og vinnufélagar fylltu í mörg skörð í vélaþekkingu minni.“
Þetta var ómetanlegur reynslutími. Ég held að fáir skipstjórar hafi alið upp jafnmarga unga menn til sjós sem seinna urðu dugandi skipstjórar eins og Áki Stefánsson. Þetta var mjög skemmtilegur tími og lærdómsríkur. Hvalveiðar voru og eru frumstæður veiðiskapur. Engri berg málstækni var beitt og bráðin hafði góða möguleika á því að sleppa, ekki ósvipað og í sportveiðum. Hvalurinn er hrein villibráð og í því liggur kannski spennan. Við veiddum búrhval, sand reyði og langreyði. Við máttum koma með fimm dýr að landi í einu en ekki öll af sömu tegund. Keppnin snerist um að ná fimm dýrum áður en báturinn átti að koma í land. Stundum náðum við því marki. Langafi minn í móðurætt, Kristj án Bjarni Guðmundsson, sigldi lengi sem stýrimaður á hvalbátum með Ellefsen á Íslandi sem síðast lagði upp í hvalstöð inni í Mjóafirði.“ Festa og agi Kristján ætlaði að setjast á skólabekk á Akureyri veturinn eftir hvalveiðarn ar en Gagnfræðaskólinn bauð þá upp á framhaldsnám fyrir nemendur að loknu gagnfræðaprófi. „Ég kom seint heim þetta haust og frétti þá að búið var að leggja niður deildina sem ég ætlaði í. Ég réði mig því á skuttogarann Sólbak hjá Áka Stefánssyni skipstjóra. Í framhaldi af því fór ég á Súluna og var þar í þrjú ár með frænda mínum, Baldvin Þorsteins syni skipstjóra, á loðnu og síld. Báðir þessir skipstjórar voru miklir fiskimenn, hjá þeim ríkti festa og agi en með góðum húmor. Þetta var ómetanlegur reynslu tími. Ég held að fáir skipstjórar hafi alið upp jafnmarga unga menn til sjós sem seinna urðu dugandi skipstjórar eins og Áki Stefánsson,“ sagði Kristján. Vélstjóranámið bauð upp á fleiri möguleika Kristján kvaðst ekki hafa verið búinn að gera upp hug sinn á unglingsárun um um að leggja sjómennskuna fyrir sig. „Tilviljun réði því kannski. En það voru auðvitað hæg heimatökin því ég þekkti vel til sjómennskunnar. Ég var hins vegar ákveðinn í því að mennta mig og þá var aðeins um tvennt að velja fyrir sjómenn; Stýrimannaskólann eða Vél skólann. Vélstjóranámið bauð upp á fleiri og fjölbreyttari atvinnumöguleika og það réði valinu. Ég innritaðist í Vélskólann haustið 1975.“ Með námi í Vélskólanum var Kristján til sjós á sumrin og í jóla- og páskafrí um, aðallega á togurum ÚA. Eftir að fjögurra ára vélstjóranámi lauk vann Kristján á annað ár hjá rafeindafyrirtæki í Reykjavík sem framleiddi og setti upp olíueyðslumæla og vélgæslukerfi. „Þetta var frábær tími og víkkaði sjóndeild
Nánast ekkert sambærilegt Kristján var beðinn að lýsa helsta mun inum á sjómennsku á togurum fyrstu árin hans til sjós og því sem þekkist í dag. „Breytingarnar eru svo miklar að það er fátt sambærilegt. Skipagerðin er allt önnur og tæknin er allt önnur. Þegar ég fór í túrinn árið 1960 var að eins einn pappírsdýptarmælir í brúnni og einn radar sem var hafður aftan við brúna hjá loftskeytamanninum. Það var því algerlega upp á nef skipstjórans komið að þekkja hólana og landslagið á botninum til að hitta á rétta staði við veiðarnar. Nú er með notkun rafeinda búnaðar hægt að fylgjast með ótrúleg ustu hlutum; veiðarfærinu, botnlaginu, hitastigi sjávar, veðurspá og ölduhæð og óteljandi fleiri atriðum. Efni í veiðar færunum er heldur ekki saman að jafna. Menn voru gjarnan að glíma við lélegan hamp en eru nú með háþróuð plastefni. Toghlerarnir voru úr timbri en eru í dag úr hertu stáli. Aflabrögðin voru hins vegar oft á tíðum mjög góð og trúlega hefur verið meira af fiski í sjónum þótt ekki hafi alltaf tekist að finna hann. Meðferð á fiskinum var heldur ekki sambærileg við það sem gerist nú á tím um. Aðbúnaður áhafnar er mjög breytt ur hvað varðar vistarverur, hreinlætis aðstöðu, mat, fatnað, samskipti í land, vinnuaðstöðu og fleira. Það eina sem hefur tekið litlum breytingum er að á flestum fiskiskipum er enn mikil vinna á mannskapnum,“ sagði Kristján. Upphaf útgerðar Bróðir Kristjáns, Þorsteinn Vilhelmsson, var aflasæll skipstjóri á Kaldbak EA-301. Hann hafði orðið skipstjóri óvanalega ungur, fór sinn fyrsta túr sem skipstjóri 22ja ára. Frændi þeirra bræðra, Þorsteinn Már Baldvinsson, hafði einnig gengið svipaða braut, var á skuttogurum á sumr in og í fríum, hafði tekið skipstjórnarpróf og var menntaður skipaverkfræðingur. Feður þeirra, Vilhelm og Baldvin, voru tvíburabræður og báðir þekktir skip stjórar. Samherjafrændurnir eins og þeir voru nefndir voru allir á svipuðum aldri og voru í kringum þrítugt þegar þeir hófu útgerð saman. „Við stefndum kannski ekki að því að gerast útgerðarmenn. Áhuginn lá samt þarna og þegar ég lít til baka man ég að við gældum við þessa hugmynd sem strákar. Pabbi átti trillu sem við bræður höfðum aðgang að þegar við vorum 12 ára. Þá voru gerðar áætl anir um hvað hægt væri að gera á þeim báti. Auðvitað voru þetta allt loftkastalar en breytir því ekki að hugmynd af þessu tagi hafði kviknað tveimur áratugum áður á leiksvæðinu okkar, sem var fjar an, kamburinn, fiskhjallarnir og trillan,“ sagði Kristján. Stundin rann hins vegar ekki upp, eins og oft hefur komið fram þegar saga Samherja er sögð, fyrr en árið 1983. Þor steinn Már keyrði þá starfs síns vegna tvisvar á dag fram hjá Hafnarfjarðar höfn þar sem skuttogarinn Guðsteinn lá verkefnalaus. Í einni af þeirri ökuferð kviknað sú hugmynd að þeir frændur keyptu skipið. Þeir létu verða af því og hófu útgerð saman. Guðsteini var breytt í frystitogara og fékk nafnið Akureyrin EA. Þetta var í upphafi frystitogaravæð ingarinnar.
Um borð í Harðbak í saltfisktúr við Austur-Grænland. Á efri myndinni er Kristján að lyfta þorski sem er næstum því jafnstór og hann sjálfur. Á neðri myndinni stillir Kristján sér upp fyrir ljósmyndarann en fyrir aftan má sjá annan síðutogara á miðunum.
Ég held ég megi fullyrða að fyrsti hausskorni karfinn sem fluttur var frá Íslandi á Japansmarkað hafi komið af Akureyrinni.
Mættu velvilja Hvernig var að hefja útgerð á þessum tíma? „Það var fyrst og fremst gríðarleg vinna sem beið okkar. Við áttum ákveðið eiginfjárframlag. Hvað mig varðar þá keypti ég mína fyrstu íbúð þegar ég var 19 ára. Þegar hér var komið sögu átti ég skuldlaust hús og lagði það að veði. Hús ið var allt sem ég átti og sú áhætta var tekin auk þess sem ég sagði upp fastri vinnu. Við lögðum fram rekstraráætlun, teikningar og framkvæmdaáætlun um breytingar og viðgerð á skipinu. Þar sem verkið var unnið á Akureyri hlutuðust bæjarstjórnarmenn til um að Akureyr arbær veitti ábyrgð fyrir hluta af fram
10 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Hugmynd af þessu tagi hafði kviknað tveimur áratugum áður á leiksvæðinu okkar, sem var fjaran, kamburinn, fiskhjallarnir og trillan.
kvæmdaláni. Bankastjórum Landsbank ans leist þannig á rekstraráætlunina að þeir tóku fyrirtækið í viðskipti. Margir höfðu trú á verkefninu, aðrir ekki eins og gengur. Það sem við vissum ekki þá en kom síðar í ljós að 1983 var eitt alversta árið fjárhagslega hjá íslenskri útgerð samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Í ljósi þessa skilur maður betur varnaðar orð frá karli föður mínum sem hafði staðið í þessum slag í áratugi fyrir ÚA. Það er sennilega heppni að hafa byrjað í dalbotni.“ Dæmið gekk upp frá fyrstu tíð Kristján sagði að á þessum tíma hefðu ekki allir haft trú á útgerð frystitogara. Sagt var að túrarnir væru of langir og áhöfnin myndi ekki tolla. Annað hefði komið á daginn. Mönnum þótti gott að hafa túrana langa því þá voru frítúrarn ir einnig langir. „Dæmið gekk upp hjá okkur frá fyrstu tíð. Við vorum með góða áhöfn og afburða skipstjóra. Við náðum fljótt tökum á gæðamálum og vinnslu um borð og gátum selt afurðirnar á ágætu verði. Mest vorum við í þorski, ýsu, ufsa, grálúðu og karfa. Við flökuðum karfa um borð. Þá var Japansmarkaður farinn að sýna áhuga á hausuðum, sjófrystum karfa. Við vorum með Japana um borð. Hann var í fyrstu ekki ánægður með lit inn, var að leita að eldrauðum karfa sem er ekki til hér við land, en ferskleikinn var góður. Ég held ég megi fullyrða að fyrsti hausskorni karfinn sem fluttur var frá Íslandi á Japansmarkað hafi komið af Akureyrinni. Megnið af karfa á Íslands miðum og úthafskarfa er nú selt þannig sem kunnugt er. Þessi markaður er Ís lendingum gríðarlega mikilvægur.“ Kristján var vélstjóri á Akureyrinni EA þar til hann fór í land í desember 1986 og tók við daglegum rekstri skip anna. Um það leyti höfðu þeir hafið út gerð á tveimur skipum til viðbótar, Mar gréti EA og Oddeyrinni EA, skipi sem þeir áttu með öðrum. Velta tæpum 70 milljörðum Ekki verður farið nákvæmlega út í sögu Samherja hér en félagið hefur vaxið hratt og er nú stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi. Starfsmenn Samherja og dótt urfyrirtækja hér á landi eru ríflega 700. Auk þess tekur Samherji þátt í útgerð og eftir atvikum fiskvinnslu í Færeyjum, Póllandi, Lettlandi, Þýskalandi, Bret landi, Frakklandi, Spáni, Kanaríeyjum og Kanada. Heildarvelta Samherja hf. var um 420 milljónir evra á síðasta ári sem sam svarar tæpum 70 milljörðum íslenskra króna. Starfsemi Samherja erlendis
Akureyrin EA (áður togarinn Guðsteinn) kom til Akureyrar 1. maí 1983 og fyrir höndum var mikið verk við að koma skipinu í stand og breyta því í frystitogara. Kristján Vilhelmsson er fremst á myndinni við ryðhreinsun. Fjær til hægri er Þorsteinn bróðir hans. vegur þar þyngst og er um 70% af heild arveltunni. „Samherji hefur vaxið meira en vænt ingar stóðu til. Á bak við þennan vöxt eru ótal margar ákvarðanir, sumar rang ar en fleiri sem reyndust réttar. Rangar ákvarðanir í sjávarútvegi eru dýrar. Bara það eitt að stefna stóru fiskiskipi í ranga átt þar sem lítið veiðist getur kostað sitt. Að sjálfsögðu hafa verið teknar ákvarð anir sem hafa ekki gengið upp í útgerð, fiskvinnslu og fiskeldi. Við höfum þó verið lánsamir og oft tekist að vinna okkur í gegnum erfiðar stöður sem koma alltaf upp í rekstri,“ sagði Kristján. Gott starfsfólk Er eitthvað eitt sem skýrir velgengni Samherja? „Í upphafi höfðum við engar aðrar vænt ingar en að láta útgerð Akureyrarinnar ganga upp. Fljótlega töldum við okkur í stakk búna að fjölga skipunum og taka meiri áhættu. Atvinnurekstur er áhætta. Við vorum nokkuð hugmyndaríkir og framkvæmdaglaðir. Frábæra þjón ustu er að fá hér í bæ varðandi nýsmíðar og breytingar á tækjum og tólum. Karl Garðar Þórleifsson véltæknifræðingur útfærði hugmyndirnar. Hann hafði tök á ótrúlega mörgum þáttum sem hann teiknaði og fylgdi eftir í framkvæmd. Frábær maður sem lést fyrir aldur fram og mikill söknuður er að. Akureyri er togaraútgerðarbær og hér eru mjög margir sjómenn sem kunna vel til verka. Stór hluti af velgengninni er að hingað hefur valist gott starfsfólk með þekkingu, metnað og áræðni bæði til sjós og lands. Þetta hefur verið einn hópur sem vinnur að sama markmiði. Við höfum ávallt vandað til verka og verið íhaldssamir í mannaráðningum. Ráðning skipstjóra er til að mynda alltaf vandasöm enda ábyrgð þeirra mikil og þeirra hlutverk er að velja bestu áhöfn ina. Við höfum líka alltaf horft mikið til kostnaðarþáttanna. Stjórnendur, áhöfn og aðrir starfsmenn hafa borið virðingu fyrir og farið vel með hluti, bæði skip, veiðarfæri og annan búnað eins og okk ur var kennt. Við höfum lagt kapp á að hámarka verðmæti aflans. Síðast en ekki síst hafa markaðsmálin alltaf verið ofar lega á dagskrá. Mikilvægi markaðsstarfs ins verður seint ofmetið,“ sagði Kristján.
Á síld í Norðursjó. Verið að dæla síldinni úr nótinni. Síldin var ísuð niðri í lest í trékassa sem sjást fremst á myndinni.
Í upphafi höfðum við engar aðrar væntingar en að láta útgerð Akureyrarinnar ganga upp. Fljótlega töldum við okkur í stakk búna að fjölga skipunum og taka meiri áhættu.
Kunningsskapur í Færeyjum Hvernig kom til að Samherji fór að hasla sér völl í útgerð erlendis? „Við vorum meðvitaðir um að hægt væri að gera út frá fleiri stöðum en Ís landi. Við vorum í kunningsskap við fjölskyldu í Færeyjum sem var í útgerð og árið 1994 átti að bjóða upp togara í Færeyjum sem brösuglega hafði reynst að gera út í gegnum tíðina. Við tókum höndum saman með vinum okkar í Færeyjum og var skipið keypt í nafni félags sem þá hafði ekki verið stofn að en heitir Framherji. Togarinn hafði veiðiheimildir í þorski og ýsu í Bar entshafi og úthafskarfa á Reykjanes hrygg. Fjölskyldan sem við keyptum togarann með hefur séð um daglegan rekstur og hefur fyrirtækið vaxið og tekið nokkrum breytingum frá upp hafi.“
New York
N o r ður
Norfolk
LABRADOR
h e ims k
Boston / Everett B
N Nuuk
au t sb a
Halifax
6°N
Argentia
ug ur 6
St. Anthony Antho
St. John’s Harbour Grace
Ísafjörður Grundartangi Reykjavík
Akureyri
Vestmannaeyjar Reyðarfjörður
Fuglafjörður Klaksvík Þórshöfn
Aber Aberdeen Grimsbyy Lisbon
Vii Vigo Port Porto
Aalesund A Aa al alesu nd d Maaloy Stavanger stian i Bergen Kristiansund Egersund d
Immingham Gatwick Antwerp p
rtlaaand nd Sortland T omsø Tromsø
Velsen Aalborg Árósar Rotterdam R tt d Hamburg Kaupmannahöfn
Genoa
Hammersfest Fredrikstad d Helsingborg H
Kirkenes
Szczecin
rma Murmansk Klaipeda
H Helsinki R Riga St. Petersburg S
Ameríkuleið
Suðurleið
Noregsleið
Norðurleið
Noregsleið II
Austurleið
Leið samstarfsaðila Árstíðabundnar leiðir
Aukin þjónusta Eimskips um Norður-Atlantshaf
Styttra á milli ferða – meiri flutningsgeta
Fíton ehf. / SÍA
Eimskip hefur styrkt leiðakerfi sitt á Norður-Atlantshafi. Nýtt skip hefur bæst í flotann og eru nú tvö skip í siglingum til Norður-Ameríku í stað eins áður. Með þessu fjölgar ferðum og við bætast nýir áfangastaðir, sem bætir þjónustu enn frekar við viðskiptavini félagsins.
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is
12 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Daglegur rekstur erlendis Kristján gat þess að útgerð vægi hlut fallslega ekki þungt í atvinnulífi ESBríkja og því væri tæpast sömu fjölbreytni í þjónustu að fá þar og hér heima. Á Ís landi væri meiri og víðtækari þekking í sjávarútvegi og hlutfallslega fleiri fyr irtæki sem sérhæfðu sig í þjónustu við sjávarútveg. „Áhöfnum erlendu skipanna þykir gott að koma hingað til lands vegna góðrar og metnaðarfullrar þjónustu. Í þeim fyr irtækjum erlendis þar sem Samherji á allt hlutafé eru framkvæmdastjórarnir Íslendingar. Þeir eru búsettir á staðn um og hafa búið lengi erlendis með sínar fjölskyldur. Í öðrum fyrirtækjum eru framkvæmdastjórarnir heimamenn. Okkur hefur gengið vel að fá sjómenn til starfa erlendis. Íslenskir skipstjórar hafa alist upp í sjávarútvegsumhverfi, unnið sig upp í gegn um flest störf um borð. Auðvitað eru samskipti okkar við þá auðveldari, meðal annars þess vegna sækjumst við eftir því að fá þá til starfa á mörgum skipum erlendu félaganna. Þeir þurfa hins vegar að umgangast sína áhöfn af virðingu, hverrar þjóðar sem hún er,“ sagði Kristján.
Veiðar í Norðursjó „Eftir á að hyggja velti ég því fyrir mér hvort það kunni ekki að hafa átt sinn þátt í áhuga okkar á að fara í útgerð erlendis að við höfðum allir verið til sjós í Norðursjónum sem ungir menn. Við vorum á skipum sem veiddu síld í Norð ursjó, Skagerak, vestur af Hjaltlands eyjum og norður af Írlandi. Aflinn var seldur í Danmörku og Þýskalandi. Þarna var síldin ísuð í kassa, 42 kíló í hverjum kassa. Það var gríðarlega mikil vinna á tiltölulega litlum skipum. Einhverra hluta vegna var þetta aldrei gert á Ís landi, kannski vegna þess að svo mörg ár liðu án síldveiða. Nú er komin önnur tækni við að halda aflanum ferskum fyrir vinnslu. Við höfðum upplifað það sjálfir að hægt var að fiska annars staðar en á Íslandsmiðum og markaðurinn er þarna fyrir hendi. Hjá okkur starfaði og starfar einnig margt gott fólk sem hefur metnað og þor til að takast á við ný ögr andi verkefni á erlendri grundu þegar að því kom,“ sagði Kristján. Góð samskipti við stjórnvöld erlendis Hver er munurinn á því að reka útgerð erlendis og hér heima? „Reglur og aðstæður eru mismunandi á
kvótaþak í einstökum tegundum til við bótar við önnur skerðingaráform munu bitna á fiskvinnslunni okkar. Lands bankinn, ríkisbankinn, tekur þessa áhættu með okkur. Þú spyrð hvort þetta sé ekki skrítið en er það svo? Stjórnendur bankans hafa eins og við augljóslega trú á atvinnurekstrinum. Varla gerðum við þetta annars,“ sagði Kristján.
Eins og hver annar starfsmaður Kristján kemur að stjórn og rekstri Sam herja bæði sem einn af aðaleigendum MYND/PÁLL A. PÁLSSON félagsins og sem framkvæmdastjóri Framtíðin í óvissuuppnámi útgerðarsviðs. Kristján sagði, þegar þetta „Undanfarin ár hefur orðið samþjöppun bar á góma, að hann upplifði sig sem í útgerð og henni hefur fylgt gríðarleg hvern annan starfsmann innan fyr hagræðing, meðal annars með fækkun irtækisins sem gengi til daglegrar vinnu. skipa og fiskvinnsluhúsa, sem greinin Hann var spurður hvernig samvinnu sjálf hefur borgað fyrir. Skuldir útgerð þeirra Þorsteins Más, framkvæmdastjóra arinnar eru að hluta tilkomnar vegna Samherja, væri háttað. þessa og fjárfestingar í aflaheimildum. Nú á að snúa þessum góða árangri við, „Fjölmargir starfsmanna Samherja draga úr hagræðingunni, fjölga skipum, hafa unnið mjög lengi hjá fyrirtækinu og dreifa heimildum. Það er ótrúleg hug og ég held að það segi flest sem segja myndafræði að stórum hluta heimilda þarf um stjórnendur. Við Þorsteinn höf verði úthlutað í boði ráðherra hver svo um unnið náið saman í tæp 30 ár. Að sem það verður hverju sinni. Útgerðin og mörgu leyti er sýn okkar á útgerð og fiskvinnslan verður aftur óarðbær, mark fiskvinnslu mjög lík. Við erum ólíkar aðssetning ómarkviss sem hefur þær persónur og getum haft skiptar skoð afleiðingar að afraksturinn af auðlind anir á einstökum málum. Þá tölum við inni verður miklu minni. Til viðbótar á okkur niður á lausnir. Öll áætlanagerð, að leggja ofurskatta á útgerðarfyrirtæki. stefnumótun og framtíðarsýn er sameig inleg ákvörðun þar sem margir koma að. Gangi þetta eftir verður framtíð útgerð Í daglegum rekstri stjórnum við aðskild arinnar erfið og margir munu heltast úr lestinni. um sviðum og tökum ákvarðanir þar Við höfum ekki alltaf verið sammála hvor í sínu lagi eftir því sem við á. Svo stjórnvöldum í sjávarútvegsmálum í koma upp mál í rekstrinum sem krefj gegnum tíðina en það hefur alltaf verið ast þess að við leysum úr þeim saman hægt að setjast niður, ræða málin og oft og oftar en ekki eru þá aðrir stjórnendur ar en ekki komist að niðurstöðu. Núver milli einstakra landa. Í löndum Evrópu kallaðir til. Fyrirtækið samanstendur andi ríkisstjórn og sjávarútvegsráðherra sambandsins er í grunninn unnið eftir af mörgum rekstrareiningum sem allar hafa ekki boðað útgerðarmenn til funda aflamarkskerfi. Heimildir á skip eru hafa sína stjórnendur og ákvarðanir um breytingar á fiskveiðistjórnunar stöðugar frá ári til árs nema heildarkvót eru teknar í samræmi við þá stefnu sem kerfinu. Þessu eiga menn erfitt að trúa. inn breytist. Ef menn nýta heimildir sín hefur verið mörkuð hverju sinni,“ sagði Stjórnmálamenn sem ráða í dag vilja ar eru þeir tryggir með endurúthlutun. Kristján. fara sínar eigin leiðir og taka ekki tillit Hægt er að skipta á heimildum milli út til skoðana annarra eða umsagna fræði gerða innan hvers lands og einnig á milli Varnarleikir í stöðunni manna. Hitt er verra að þeir neita að landa. Það er gert en slíkt þarf að fara Samherji hefur vaxið gríðarlega undan horfast í augu við þær hrikalegu afleið í gegnum ráðuneyti viðkomandi landa. farin ár og Kristján var spurður hvort ingar sem stefna þeirra gæti haft í för Samskipti við stjórnvöld eru góð og við hann sæi einhver ný sóknarfæri fyrir með sér,“ sagði Kristján. mætum yfirleitt skilningi og jákvæðu félagið innanlands. „Því er fljótsvarað. viðhorfi embættismanna sem hafa vilja Sóknarfærin virðast ekki vera í augsýn. Í Nýtingarsamningar gætu gengið til að leysa úr okkar málum. stöðunni í dag er spiluð vörn.“ Hvað finnst þér um þá hugmynd að Stjórnmálamenn gera sér grein fyr ir því að atvinnulífið er mikilvægt og Þið keyptuð samt kvóta fyrir veiðar og útgerðin geri nýtingarsamning við stjórnþeir eru mjög jákvæðir í garð fyrirtækja. vinnslu ÚA af Landsbankanum í sumar? völd um veiðar úr einstökum fiskstofnStjórnvöld vinna með fyrirtækjunum, Er ekki jafnframt skrítið að ríkisbanki um? ekki á móti þeim sem því miður gerist of selji kvóta þegar fyrir liggur að ríkið, eig- „Sú hugmynd ein og sér getur gengið upp. oft hér heima í dag. Það var löng hefð fyr andi bankans, ætlar að innkalla sama Slíkir samningar þurfa að vera til langs tíma með skýrum rétti til framlengingar. ir því á Íslandi að sjávarútvegsráðuneyt kvóta og það hefur nýlega selt? Útgerð fiskiskipa krefst mikillar fjárfest ið byði til fundar með starfsmönnum „Við fjárfestum fyrir um 14,4 milljarða í ingar og menn ráðast ekki í slíka fjárfest ráðuneytisins og fulltrúum sjávarútvegs þessu verkefni, þar af lögðum við fram ingu nema samningar um veiðiheimildir fyrirtækja hér á landi. Þar var ráðuneyt eigið fé upp á 3,5 milljarða og Lands séu til langs tíma. Langtímasamningar ið, starfsfólk þess og starfsemi kynnt til bankinn fjármagnaði 10,9 milljarða. Við stuðla líka að betri umgengni um auð að auðvelda samskipti og nauðsynlegt tökum þarna umtalsverða áhættu en telj lindina og hagkvæmari sókn. Skamm samstarf í mörgum sameiginlegum mál um okkur geta spilað úr þessu ef kerfinu tímasamningar og skammtímahugsun um. Þetta var því miður aflagt,“ sagði verður ekki kúvent. Nýjustu hugmynd leiða til verri umgengni.“ Kristján. ir frá stjórnarheimilinu um að lækka
Samherjafrændur og eigendur félagsins fyrir framan Akureyrina EA 1986. Frá vinstri: Kristján Vilhelmsson vélstjóri, Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri og Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri.
Virða siði og venjur í hverju landi Kristján sagði að þeir hefðu öðlast dýr mæta reynslu í Færeyjum sem nýttist þeim vel í fjárfestingum erlendis síðar. „Við lærðum það að mikilvægt er að virða siði og venjur í hverju landi. Siðirnir er mismunandi eftir löndum og þeim breyt ir gesturinn ekki. Það er afar mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu. Við reynum að miðla þekkingu og reynslu íslenskra sjómanna þegar við á. Árið eftir, haustið 1995, keyptum við svo DFFU, sjávarút vegsfyrirtæki í Þýskalandi. Þar sáum við líka ákveðið tækifæri en fyrirtækið hafði lent í rekstrarerfiðleikum þegar þorskstofnar á Flæmingjagrunni og við Grænland hrundu. Eigendur þess höfðu ekki brugðist við breyttum aðstæðum. Umsvif félagsins höfðu dregist verulega saman en veiðiheimildastaða þess var engu að síður góð fyrir réttan skipakost,“ sagði Kristján.
Stjórnvöld erlendis vinna með fyrirtækjunum, ekki á móti þeim sem því miður gerist of oft hér heima í dag.
Við lærðum það að mikilvægt er að virða siði og venjur í hverju landi. Siðirnir er mismunandi eftir löndum og þeim breytir gesturinn ekki.
Óskum viðskiptavinum til sjávar og sveita
prentun.is
Gleðilegra Jóla Þökkum viðskiptin á árinu
Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ / Furuvellir 3 • 600 Akureyri Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is
14 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Við erum ólíkar persónur og getum haft skiptar skoðanir á einstökum málum. Þá tölum við okkur niður á lausnir.
Gagnrýni á framsalið Sú mynd hefur verið dregin upp af útgerðarmönnum í kvótakerfinu að þeir væru braskarar sem seldu og leigðu kvóta, færu með fjármagn út úr greininni og legðu það í verslunarhallir. Kristján var spurður hvort þessi umræða hefði ekki ýtt undir kröfur um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hann sagði að þessi gagnrýni ætti að hluta til rétt á sér en henni væri ekki beint að réttum aðilum. „Ég er í þessari atvinnugrein, búinn að vera það í þrjátíu ár, og ætla að halda því áfram. Segja má að leigufram salið hafi verið of auðvelt og of mikið. Ég minni hins vegar á að það er langt síðan útgerðarmenn og sjómenn tóku höndum saman og báðu ríkisvaldið um að fram salið yrði takmarkað. Það var ekki gert. Hvað sem því líður þá er ákveðinn hópur í þjóðfélaginu, stjórnmálamenn og aðrir, sem þrífast og nærast á því að skapa og viðhalda óánægju í garð útgerðarinnar. Þeim hefur því miður orðið vel ágengt. Margir virðast trúa rangfærslum þeirra og ósannindum,“ sagði Kristján. Látum fiskinn frekar njóta vafans Talið barst að fiskveiðistjórnunarkerfinu og ráðgjöf fiskifræðinga. „Ég tel að fisk veiðikerfið á Íslandi sé nokkuð gott og sama má segja um eftirlitið. Þá er um gengni Íslendinga um auðlindina góð, ég tel hana betri en annars staðar. Ég hef frekar verið fylgjandi því að láta fiskinn njóta vafans. Ávallt á að ganga vel um auðlindina, það er dagskipunin til skip stjóranna. Ég ætla mér að vera áfram í útgerð. Forfeður mínir lifðu á þessari auðlind og framtíðin er svo barnanna. Ég hef þó ekki alltaf verið sammála fiski fræðingum um það hve mikið sé óhætt að veiða hverju sinni. Ég velti því oft fyrir mér hvort ekki megi taka meira. Ég
Vilhelm Þorsteinsson EA, flaggskip Samherjaflotans á Íslandsmiðum, að veiðum undir Jökli.
MYND/ÓLAFUR ÓSKAR STEFÁNSSON
ist honum hringnótin langskemmti legust. „Þar er spennan mikil; annað hvort ná menn torfunni eða „búmma“. Ég held að ég sé veiðimaður í eðli mínu. Ég fæ aðallega útrás fyrir veiðieðlið við stangaveiðar. Ég hef þó ekki gefið mér mikinn tíma fyrir sportveiðarnar. Ég hef hins vegar stundað skíðin, mér passar betur vetrarfrí en sumarfrí. Ég starfaði í stjórn Skíðasambands Íslands í þrettán ár en er reyndar hættur nú. Það hefur verið hreint ævintýri að umgangast þær hetjur sem sækja upp í fjöllin í kulda og snjó; nefndir skíðamenn og konur,“ sagði Kristján.
Kristján er mikill skíðaáhugamaður og starfaði í stjórn Skíðasambands Íslands í þrettán ár. Myndin er tekin á skíðasvæðinu á Garmisch Partenkirchen árið 2010. ljái þeim sjómönnum eyra sem halda því fram að óhætt sé að veiða meira af þorsk inum. Þessir menn eru á miðunum allt árið og hafa mikla þekkingu og reynslu. Það er hins vegar svo að betra er að hafa meira af þorski í sjónum en minna. Þá er auðveldara og ódýrara að sækja hann.
Ef við tökum þorskinn ekki í dag skilum við stærri þorskstofni til næstu kynslóð ar,“ sagði Kristján. Stangaveiðar og skíði Fram kom hjá Kristjáni að af þeim veiðiskap sem hann hefði stundað fynd
Ekki hvarflað að mér að selja Hefur aldrei hvarflað að þér að selja þinn hlut, hætta þessu daglega amstri? „Það hefur ekki hvarflað að mér. Ég tel mig lifa góðu lífi í dag. Ég starfa við það sem ég kann best og vinnan er ekki kvöð heldur frekar áhugamál. Ég hef mikla ánægju af því að eiga samskipti við fjöl margt fólk á mörgum og ólíkum stöðum, geta spáð í og talað daglega um veiði og vinnslu, flutning og sölu og síðast en ekki síst veður og veðurútlit sem allir þessir þættir tengjast. Verðmætin mín liggja í fyrirtækinu og eru best geymd þar,“ sagði Kristján Vilhelmsson.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á liðnum árum
.
Tunguhálsi 10 110 Reykjavík
. S: 544 5466 . www.kemi.is
Persónuleg og traust þjónusta um allan heim. Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.
www.samskip.is
Saman náum við árangri
| 17
fimmtudagur 15. desember 2011
Ólíkir menningar heimar rekast á Bjartmar Pétursson: „Fólkið sem ég vann með á þessum tíma var margt á aldrinum 40-50 ára og þekkti ekkert annað en að vera lokað inni í kerfi þar sem enginn mátti hugsa sjálfstætt.“
GUÐJÓN EINARSSON gudjon@fiskifrettir.is
Þ
egar tveir menn starfa saman og annar talar í austur en hinn í vestur er augljóslega mikil hætta á misskilningi. Þennan vanda þekkir Bjartmar Pétursson, framkvæmdastjóri Fishproducts Iceland ehf., vel en hann starfaði um árabil í löndum Austur-Evrópu við ráðgjöf í sjávarútvegi og síðar við sölu á sjávarafurðum þaðan. „Þekktur mannfræðingur að nafni Edward T. Hall, sem er sérfræðingur í menningarmun milli landa og hefur stundað viðamiklar rannsóknir á því sviði, hefur látið svo ummælt að munur á menningu þjóða sé stærsta hindrunin í vegi þess að árangur náist í alþjóðaviðskiptum. Þetta kemur algjörlega heim og saman við mína reynslu af störfum í löndum Austur-Evrópu,“ segir Bjartmar í samtali við Fiskifréttir, en hann flutti erindi um málið á Sjávarútvegsráðstefnunni í Reykjavík í haust. ÚA kaupir 60% í MHF Marga rekur sjálfsagt minni til að Útgerðarfélag Akureyringa festi á sínum tíma kaup á meirihluta í þýska útgerðarfyrirtækinu Mecklenburger-Hochseefischerei (MHF) í Rostock í fyrrum Austur-Þýskalandi. Bjartmar kom við sögu í aðdraganda þess. „Verkefnið byrjaði á því að ég og Jón Atli Kristjánsson hagfræðingur ræddum útgerðarmöguleika í fyrrum AusturÞýskalandi haustið 1991 eða fyrir 20 árum. Við vissum að Þjóðverjar áttu þá stóran karfakvóta við Grænland sem þeir nýttu ekki. Með aðstoð viðskiptafulltrúa Íslands í Berlín náðum við sambandi við útgerðarfyrirtækið Mecklenburger-Hochseefischerei í Rostock sem hafði þennan kvóta til umráða, en fyrirtækið var þá til sölu eins og allt annað í fyrrum Austur-
Þýskalandi. Við fórum í fyrstu ferðina í mars 1992 og sannfærðum síðan nokkra málsmetandi menn í íslenskum sjávarútvegi um að skoða þetta fyrirtæki með kaup í huga. Það endaði svo með því að skrifað var undir kaupsamning milli Útgerðarfélags Akureyringa og Treuhandanstalt í Berlín þann 14. desember 1992, þar sem ÚA keypti 60% í fyrirtækinu en fylkið Mecklenburg-Vorpommern og Fiskihöfnin í Rostock eignuðust samtals 40%,“ segir Bjartmar.
stock eru aðeins 180 kílómetrar. Menningarmunurinn var hins vegar svo mikill að þrátt fyrir nálægðina og það að sama tungumál væri talað á báðum stöðum skildu íbúar þessarra borga ekki hver annan til fulls. Þetta er sambærilegt við það að Reykvíkingar yrðu að vanda sig sérstaklega við að gera sig skiljanlega þegar þeir færu að nálgast Blönduós eða Vík í Mýrdal. Við Guðmundur kölluðum þetta ekki misskilning heldur mismunandi skilning eða menningarmismun.“
Léleg þýskukunnátta? Fljótlega eftir að Bjartmar tók við stjórnunarstarfi hjá MHF rak hann sig á það að starfsfólkið virtist stöðugt vera að misskilja hann. „Ég taldi að þessi misskilningur allur stafaði af því að ég talaði ekki nógu góða þýsku. Ég fór því að leggjast yfir kennslubækur og linguaphone á kvöldin og um helgar til að reyna að bæta þýskukunnáttuna. Það var hins vegar ekki fyrr en haustið 1995 eða tveimur árum eftir að ég hóf störf hjá MHF að ég gerði mér grein fyrir því að misskilningurinn milli mín og annarra starfsmanna stafaði ekki af lélegri þýskukunnáttu minni heldur menningarmismun. Augu mín opnuðust fyrir þessu þegar Guðmundur Tulinius, sem ráðinn hafði verið framkvæmdastjóri MHF nokkrum mánuðum fyrr, kom að máli við mig og sagði: ‘Bjartmar, ég veit ekki hvað er að mér. Menn hér eru alltaf að misskilja mig, en fjandinn hafi það, ég tala betri þýsku en þeir!’ Þegar við skoðuðum þetta betur komumst við að raun um að samstarfsmenn okkar höfðu allt annan skilning á því sem við sögðum við þá en við meintum. Guðmundur var menntaður í VesturÞýskalandi og hafði búið þar í meira en 30 ár. Hann bjó í Hamborg sem var í Vestur-Þýskalandi fyrir sameiningu þýsku ríkjanna. Milli Hamborgar og Ro-
Þegar við skoðuðum þetta betur komumst við að raun um að samstarfsmenn okkar höfðu allt annan skilning á því sem við sögðum við þá en við meintum. Kallaði skipið í land Í hverju var þessi mismunandi skilningur fólginn? „Ég get nefnt eitt dæmi. Stjórn MHF ákvað að selja eitt skipið vegna þess að ekki voru nægar veiðiheimildir fyrir allan flotann. Þetta tiltekna skip var í miðri
MYND FISKIFRÉTTIR/BIG
veiðiferð þegar ákvörðunin var tekin. Eftir fund stjórnar félagsins fór þýskur yfirmaður fyrirtækisins upp á skrifstofu sína og kallaði skipið í land, lét leggja því við bryggju og sagði upp áhöfninni. Það var ekki ætlun Íslendinganna í stjórninni að láta skipið hætta veiðum í miðjum túr og binda fast. Það mátti fiska áfram þótt það væri til sölu. Yfirmaðurinn sem var frá austurhluta Þýskalands skildi hins vegar ekki að hægt væri að hafa skip til sölu sem væri úti á sjó. Eftir á að hyggja var þetta mjög skiljan legt. Í gömlu Sovétblokkinni voru skip hreinlega aldrei auglýst til sölu eða yfirleitt nokkrar aðrar eigur hins opinbera. Menningarheimurinn fyrir austan járntjald var svo gjörólíkur því sem tíðkaðist fyrir vestan. Fólkið sem ég vann með á þessum tíma var margt á aldrinum 40-50 ára, fætt eftir stríð og þekkti ekkert annað en að vera lokað inni í kerfi þar sem enginn mátti hugsa sjálfstætt. Það var því tortryggið og mjög hrætt við að taka ákvarðanir. Ein konan sem ég vann með á skrifstofunni átti til dæmis vinafólk sem hafði lent öfugu megin á vinsældarlistanum hjá Stasi, austurþýsku leynilögreglunni, og var sonur þeirra farinn að njósna um þau á vegum Stasi. Hverjum var hægt að treysta ef ekki sinni eigin fjölskyldu? Það var ekkert traust á þessum tíma.“ Frosið kerfi Lýsti þetta sér þá í því að fólk vildi frekar halda að sér höndum en að gera eitthvað sem kynni að vera andstætt því sem ætlast væri til? „Já, það var ein birtingarmyndin. Það gætti þess að fara nákvæmlega eftir fyrirmælum eins og það hélt að fyrirmælin væru. Í fyrirtækjum í fyrrum AusturÞýskalandi var í upphafi hvers árs gerð áætlun eins og gert er í öllum fyrirtækjum. Það fór þannig fram að allir söfnuðu
18 |
fimmtudagur 15. desember 2011
saman sínum upplýsingum og komu þeim á framfæri. Ein stór nefnd tók svo ákvörðun um hvað gera skyldi á komandi ári þannig að enginn var ábyrgur. Hlutverk framkvæmdastjórans var að fylgja því sem nefndin hafði ákveðið, hversu vitlaust sem það var orðið sex mánuðum síðar. Við sem unnið höfum í útgerð vitum að ekki er hægt að sjá fiskigengd í sjónum marga mánuði fram í tímann. Þrátt fyrir það var kerfið þannig að skipunum var gert að vera á ákveðnum stað á ákveðnum tímum og veiða ákveðnar fisktegundir þrátt fyrir að fiskurinn hefði fært sig á önnur mið. Við slíkar aðstæður var auðvitað ekkert fiskirí hjá skipunum. Þetta var frosið kerfi enda hrundi það.“ Skipin nútímavædd En hvernig gekk ykkur sem utanaðkomandi aðilum að umbylta ríkjandi venjum? „Þegar við komum að fyrirtækinu voru fleiri að reyna að kaupa það, meðal annars vestur-þýska sjávarútvegsfyrirtækið DFFU sem seinna komst í eigu Samherja. Í Austur-Þýskalandi var hins vegar miklu meiri tortryggni gagnvart Vestur-Þjóðverjum en Íslendingum. Austur-Þjóðverjar voru smeykir um að ef vestur-þýsk fyrirtæki keyptu austurþýsk fyrirtæki yrði öllum skrifstofum í austrinu lokað og starfsemin flutt vestur yfir. Í þessu tilviki þótti minni hætta á því að starfsemin yrði flutt til Íslands. Mín reynsla af samstarfi við Austur-Evrópumenn síðustu tvo áratugina er sú að heimamönnum stendur minni ógn af því að vinna með fólki frá smáum þjóðum en stórum. Það er því kostur að vera smáþjóð hvað þetta varðar. Það gekk bæði vel og illa að koma á nauðsynlegum breytingum hjá MHF. Þegar ÚA kaupir meirihlutann á fyrirtækið sjö skip, þar af sex systurskip sem veiddu karfa á Reykjaneshrygg, þorsk í Barentshafi og grálúðu við Grænland. Að auki átti það eitt stærra skip sem veiddi síld og makríl í Norðursjó. Úthafskarfaveiðarnar voru mikilvægasta fiskiríið enda veiðarnar frjálsar fyrst í stað en síðan var settur á þær kvóti. Skipin voru gamaldags hvað veiðarfæri og tækjabúnað varðaði og árangur veiðanna var eftir því. Við keyptum í þau Gloríutroll frá Hampiðjunni og hlera frá Jósafat og skiptum gömlum rússneskum dýptarmælum út fyrir vestræn fiskileitartæki af nýjustu gerð. Þýsku skipstjórarnir voru góðir fiskimenn en höfðu þurft að sætta sig við að draga ónýtar druslur á eftir sér og rýna í úrelt tæki. Þeir voru heimsborgarar fyrirtækisins, höfðu stundað veiðar í öllum heimsins höfum, gátu bjargað sér á mörgum tungumálum, höfðu komið um borð í velútbúin vestræn skip og fögnuðu þar af leiðandi þessum breytingum ákaft. Þýskir yfirmenn og stjórnarmenn í landi höfðu hins vegar minni skilning á þessu, höfðu verið of lengi lokaðir af frá umheiminum og höfðu þar að auki ekkert vit á fiskveiðum. Fljótlega eftir breytingarnar voru skipin farin að veiða jafnmikið eða betur en íslensk skip.“ Fækkað í áhöfnum skipanna Þið réðust líka í það að fækka sjómönnum um borð í skipunum. Hvernig gekk það? „Það þurfi að fara mjög varlega í breytingar á mönnun skipanna. Þegar ég byrjaði hjá fyrirtækinu voru 44 menn um borð í togurunum en þegar ég hætti voru 27 í áhöfn. Vinnulöggjöfin í Þýskalandi er mjög ströng. Það má helst ekki segja upp fólki. Það þarf helst að kaupa stöðugildið sem lagt er niður af áhöfninni. Á þessum
Eridanus, einn af togurum Mechlenburger Hochseefischerei, uppskveraður og fínn í höfn á Akureyri. Annað skip frá sama fyrirtæki bíður þess að fá andlitslyftingu. MYND/ ÞORGEIR BALDURSSON.
Vænt úthafskarfahol á togara MHF á Reykjaneshrygg.
Aðgerð um borð í Eridanus í Barentshafi í febrúar 1995.
tíma fengu skipverjar á skipum MHF hlut miðað við það hversu mörg tonn voru veidd en ekki hversu verðmætur aflinn var. Þetta voru vinnsluskip og mestu máli skipti að framleiða sem mest. Allur fiskur var unninn í blokk. Þegar skipverjarnir áttuðu sig á því að þeir
gátu haft mun meira upp úr því að framleiða verðmætari vöru varð eftirleikurinn auðveldari.“ Þótt góður árangur næðist í því að bæta rekstur skipanna kaus ÚA að selja sinn hlut í fyrirtækinu að fimm árum liðnum. „ÚA þraut þolinmæðina, sem kannski er skiljanlegt. Í svona verkefni þarf meiri tíma og yfirleitt meira fjármagn en menn gera sér grein fyrir í upphafi. MHF var selt til Parlevliet & Van der Plas í Hollandi árið 1977 og ég vann fyrir Hollendingana í tvö ár,“ segir Bjartmar.
Á þessum tíma fengu skipverjar á skipum MHF hlut miðað við það hversu mörg tonn þeir veiddu en ekki hversu verðmætur aflinn var.
Verkefni í Litháen Eftir að Bjartmar hætti hjá MHF hóf hann störf haustið 1999 hjá Fiskafurðum Útgerð sem var í eigu Scandsea International í Svíþjóð. Eigendur Scandsea voru þá Claes Kinell frá Svíþjóð, Icelandic Group, Þormóður rammi, Hampiðjan og Jón Sigurðarson. Fiskafurðir Útgerð var þá með umsjón tveggja flakafrystiskipa í Rússlandi. Ári seinna var öll starfsemi Scandsea í Svíþjóð sem laut að útgerðarrekstri þess í Litháen einnig færð undir stjórn fyrirtækisins á Íslandi.
Scandsea átti þá og rak 5 skip frá Eistlandi og Litháen auk þess að vera með 2 rækjuskip í Vladivostok í Rússlandi sem keypt voru af Þormóði ramma á Siglufirði. „Þetta voru því samtals 9 skip, en að auki vorum við með önnur skip í viðskiptum. Verkefni okkar í Litháen voru um margt lík þeim sem ég sinnti í Þýskalandi. Útgerðin í Litháen var álíka tæknivædd árið 2000 eins og hún var hjá MHF í Þýskalandi árið 1993, þrátt fyrir að hafa verið undir yfirstjórn frá Svíþjóð í mörg ár. Útgerðarþekking Svía í Atlantshafi virtist hafa verið takmörkuð. Vel tókst að efla veiðigetu litháísku skipanna rétt eins og þeirra þýsku áður en annað vandamál reyndist erfiðara að leysa. Litháen hafði afsalað sé öllum veiðirétti sem tilheyrði Sovétríkjunum sálugu fyrir 1991 og veiðiréttur sem stofnað hafði verið til eftir þann tíma, það er frá 19912003, fékkst ekki viðurkenndur af aðildarríkjum NA-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Það þýddi í raun að ekki var hægt að halda áfram óbreyttum rekstri þar sem viðurkenndar veiðiheimildir fyrirtækisins voru litlar. Fyrirtækið var því selt,“ segir Bjartmar. Fram kemur í máli hans að borið hafi á sams konar misskilningi eða mismunandi skilningi í samskiptum manna í Litháen eins og í Þýskalandi áður, en vandinn hafi þó ekki verið eins mikill í Litháen því fyrirtækið þar hafi að öllu leyti verið í eigu Scandsea og því ekki við meðeigendur úr röðum heimamanna að kljást. Rækjuútgerð í Villta vestrinu Scandsea setti af stað rækjuútgerð í Vladivostok á Kyrrahafsströnd Rússlands árið 2001. Notaðir voru tveir togarar frá Þormóði ramma á Siglufirði og fengu þeir nöfnin Asanda (ex Siglfirðingur) og Stella Karina (ex Kaldbakur EA). Um borð í skipunum voru upphaflega 3-5 Íslendingar. Skipin komu aldrei í höfn í Rússlandi þar sem þá hefði orðið að borga af þeim virðisaukaskatt. Þess í stað var notast við Pusa í Suður-Kóreu sem hafnarborg en þangað var 7 til 14 daga sigling af miðunum eftir því hvar skipin
20 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Bjartmar: „Menningarheimurinn fyrir austan járntjald var svo gjörólíkur því sem tíðkaðist fyrir vestan. Fólk var tortryggið og mjög hrætt við að taka ákvarðanir.“ voru. Þar fengu skipin nauðsynlegt viðhald og aflanum var ýmist landað þar eða úti á miðunum. „Menningarmunur á Vladivostok og Íslandi er gífurlegur og mismunandi skilningur milli manna var óendanlegur,“ segir Bjartmar. „Einnig var óvenjulegt fyrir sveitastráka ofan af Íslandi að starfa með mönnum sem þurftu á lífvörðum að halda til að gæta að skrifstofubyggingum, húsum og eigin öryggi. Skrifstofurnar voru girtar af með járngirðingum þar sem vopnaðir verðir gættu hliðsins. Ég kom nokkrum sinnum til Vladivostok og sannfærðist um að þetta væri Villta austrið,“ segir Bjartmar. Stóra dýptarmælismálið Ýmis ljón voru á veginum meðan verið var að koma útgerðinni í gang og alls konar mál áttu eftir að valda rekistefnu. Bjartmar nefnir eitt dæmi: „Eitt sinn bilaði eldgamall dýptarmælir um borð í öðru skipanna og því var keyptur nýr mælir þegar skipið var í höfn í Pusan. Nýju tækin voru sett upp en gamli ónýti mælirinn látinn standa áfram í brúnni. Eftir að skipið lét úr höfn tók íslenski skipstjórinn sig til, losaði ónýta dýptarmælinn og fleygði honum í sjóinn til að skapa meira pláss í brúnni. Út af þessu fór allt á annan endann í fyrirtækinu og samskipti okkar við það voru í hættu. Það varð að gera grein fyrir tækinu bókhaldslega. Eftirlitsmaður frá hinu opinbera kom um borð til að rannsaka málið. Það vissu allir að tækið var ónýtt en grunur lék á að einhver úr áhöfninni hefði tekið það og selt. Þetta kostaði símafundi og skeytasendingar í marga daga á eftir. Við bárum ábyrgð á okkar mönnum um borð. Tækið varð bara að vera kyrrt í skipinu bókhaldsins vegna.“ Ef frá eru taldar ýmsar uppákomur af ólíku tagi gekk rækjuútgerðin mjög vel, Íslendingunum um borð var smáfækkað og að lokum tók rússneska útgerðin alfarið við rekstrinum árið 2004. Einangrað veiðimannasamfélag Scandsea var einnig með ráðgjafaverkefni í sjávarútvegi í borgunum Ark-
Það var óvenjulegt fyrir sveitastráka ofan af Íslandi að starfa með mönnum sem þurftu á lífvörðum að halda til að gæta skrifstofubygginga og eigin öryggis.
angelsk og Múrmansk í evrópska hluta Rússlands. Bjartmar segir að menningargrunnur þessara borga sé æði ólíkur. Arkangelsk sé gamalt einangrað veiðimannasamfélag mjög norðarlega í landinu þar sem íbúarnir hafi byggt atvinnu sína til lands og sjávar á veiðum í mjög langan tíma. Þar hafi Scandsea unnið með útgerðarfyrirtæki í eigu Alexanders Antipin sem keypti togarann Ólaf Jónsson af HB á Akranesi árið 1998 með stuðningi frá Scandsea. „Menningarmunur milli Íslands og Arkangelsk er mikill og það tekur tíma að vera í samstarfi við fólk og fyrirtæki frá þessum stað. Fyrst fannst manni að það væri eins og að fara áratugi aftur í tímann þegar maður kom þangað. Fólkið er ákaflega stolt og fastheldið á gamla siði en engu að síður traustir viðskiptafélagar. Það tekur hins vegar mjög langan tíma að breyta gömlum venjum þar og útheimtir mikla þolinmæði til að stunda viðskipti þarna,“ segir Bjartmar og bætir því við til skýringar að Arkangelsk minni sig stundum á Nuuk á Grænlandi hvað varðar gamlar venjur og siði. Hann rifjar upp að árið 1996 hafi
hann komið á fiskiskipi inn til löndunar í Nuuk með 150 tonna afla. Um morguninn byrjaði átta manna löndunargengi að landa aflanum úr skipinu en klukkan tvö eftir hádegi var aðeins einn maður eftir í genginu. Hinir voru allir farnir út að veiða, því enn þann dag í dag er það forgangsatriði í Grænlandi að halda til veiða ef veður er hagstætt. „Múrmansk er mjög ólík Arkangelsk. Múrmansk er ung borg, byggð að verulegu leyti upp eftir seinni heimstyrjöldina. Íbúar eru því flestir aðfluttir úr öðrum héruðum Rússlands. Þar af leiðandi getur verið mjög mikill menningarmunur milli aðila í Múrmansk eftir því úr hvaða héruðum innan Rússlands þeir koma. Okkar aðalviðskiptaaðili í Múrmansk heitir Vitaly og er fæddur og uppalinn í Síberíu. Samstarf okkar við hann hefur verið mjög gott og það virðist vera miklu minni menningarmunur milli Íslands og Síberíu heldur en Íslands og til dæmis Suður-Rússlands,“ segir Bjartmar. Fishproducts Iceland Fishproducts Iceland ehf. sem Bjartmar er framkvæmdastjóri fyrir var stofnað árið 2004 en tilgangur þess er að innleiða íslenska verkþekkingu, tækni og vinnubrögð um borð í austur-evrópskum frystitogurum og markaðssetja sjófryst flök og heilfrystan fisk frá útgerðum á þessu svæði. Síðustu ár hefur félagið einnig selt fisk frá framleiðendum á Íslandi og ætlar að auka þá starfsemi. Velta félagsins hefur numið um 30 milljónum dollara á ári (jafnvirði 3,6 milljarða ísl. kr. á núverandi gengi) og kemur 85% veltunnar frá Rússlandi. Helstu markaðir eru Bandaríkin, Bretland og Asía. Eigendur Fishproducts Iceland ehf. eru Bjartmar Pétursson (41%), Hjalti Halldórsson (41%) og Icelandic Group (18%). Árið 2005 keypti félagið helmingshlut í útgerðarfyrirtækinu SFEN í Múrmansk (á móti áðurnefndum Vitaly) ásamt veiðiheimildum og tveimur frystitogurum. Þennan hlut seldi Fishproducts Iceland á síðasta ári þegar allt fyrirtækið var selt stórfyrirtækinu Ocean Trawlers. Ráðgjafastörf Fishproducts Iceland eru nú að
mestu að baki og einbeitir fyrirtækið sér að sölu á sjófrystum afurðum. ,,Mismunandi skilningur” Bjartmar segir að skilgreining þeirra Guðmundar Tulinius á „mismunandi skilningi“ sem getið var um hér að framan hafi hjálpað verulega í öllum verkefnum Fishproducts í Austur-Evrópu. Enn þann dag í dag þurfi mjög nákvæman texta og orð í öllum samskiptum, þar sem hætta geti verið á að menn hafi mismunandi skilning á verkefnum, jafnvel þótt viðkomandi aðili sé búinn að vera í viðskiptum við fyrirtækið lengi. „Sem dæmi um þennan mismunandi skilning get ég nefnt umræður og skilning um tryggingar, en í Sovétríkjunum voru engar tryggingar til og þar af leiðandi takmarkaður skilningur á hugtakinu. Anders Jolhed, framkvæmdastjóri tryggingafyrirtækisins Provins í Svíþjóð, minnti mig á eftirfarandi sögu nú í sumar þegar hann var á ferð hér á Íslandi. Verkefni sem við erum í og tengjast fiskiskipum í Rússlandi eru ekki fjármögnuð nema skipin séu tryggð. Til að byrja með þurfti oft marga fundi og miklar umræður til þess að koma tryggingu á, en eins og oftar þegar allt annað þraut var bankanum kennt um málið og viðskiptavininum einfaldlega sagt að bankinn okkar leyfði ekki fjármögnum nema að skipið væri tryggt. En þetta hafðist og trygging að lokum samþykkt og við héldum að allir hefðu skilið málið þokkalega vel. Skipið var tryggt og iðgjald greitt. Þetta gekk áfallalaust fyrir sig í eitt ár, ekkert kom fyrir. Eftir að árið var liðið og komið að endurnýjun á tryggingunni hringdi útgerðarmaðurinn beint í Anders Jolhed til þess að segja honum hvert hann ætti að endurgreiða tryggingariðgjaldið fyrir síðasta ár. Anders skildi ekkert hvað maðurinn var að fara fyrr en eftir langan tíma, en þá hafði skilningur útgerðarmannsins verið sá, að að sjálfsögðu yrði tryggingariðgjaldið endurgreitt kæmi ekkert óhapp fyrir skipið á tryggingartímanum,“ segir Bjartmar Pétursson að lokum.
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
Fossaleyni 16 • 112 Reykjavík • sími 533 3838 • fax 533-3839
22 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Björgvin Gunnarsson, fyrrverandi skipstjóri í Grindavík: „Vertíðarnar voru hreinlega ævintýri. Við vorum ekkert einir um að fiska mikið. Þetta voru auðvitað frjálsar veiðar og fiskigengdin alveg ótrúleg.“ MYND/ HJÖRTUR GÍSLASON
Sannar grobbsögur HJÖRTUR GÍSLASON
B
jörgvin Gunnarsson, Venni á Geirfugli eins og hann er kannski betur þekkur, setti met á vetrarvertíð 1970. Þá tóku þeir 1.704 tonn í netin, að sjálfsögðu Íslandsmet og að öllum líkindum heimsmet í þorskveiðum á vetrarvertíð, en þá voru allir í frjálsum veiðum. Það hefur reyndar ekki verið staðfest í heimsmetabókinni, en ólíklegt má teljast að frændur okkar í Noregi eða Færeyjum hafi gert betur og líklega ekki heldur Nýfundlendingar, þó þeir hafi verið stórtækir fyrr á árum. Mér er reyndar kunnugt um að síðar hafi Sigurjón Óskarsson á Þórunni Sveinsdóttur VE fiskað meira, þrátt fyrir að veiðar þá hafi ekki verið frjálsar lengur. Vetrarvertíðarnar í Grindavík voru í raun ævintýralegar. Allt að hundrað skip lönduðu daglega, höfnin var full af skipum og aðkomubátar voru fjölmargir. Á vetrarvertíðinni komu bátar frá Ólafsfirði, Dalvík, Grenivík og Norðfirði. Þessi skip voru þar ár eftir ár. Húsvíkingarnir voru svo í Sandgerði og mikil útgerð frá
Keflavík. Tugum þúsunda af þorski var landað árlega í höfnunum á Reykjanesi og verðmætasköpunin gífurleg. Björgvin var skipstjóri frá því á sjöunda áratugnum og fram á þann níunda, en á blómaskeiðinu var hann með Geirfugl og síðan tvö skip, sem bæði hétu Grindvíkingur. Seinni Grindvíkinginn keyptu þeir félagar í Fiskanesi nýjan. Þrisvar sinnum varð Björgvin aflakóngur á vetrarvertíð í Grindavík og fiskaði einnig mjög vel af síld og loðnu. Venni rifjar hér upp gamla góða daga, þegar menn máttu nánast fiska eins og þeir gátu. 76 tonn í átta trossur Björgvin stofnaði Fiskanes í Grindavík ásamt félögum sínum Dagbjarti Einarssyni, Willard Ólasyni og Kristjáni Finnbogasyni og eiginkonum þeirra. Félagið ráku þeir saman í 35 ár með góðum árangri. Byrjuðu með einn bát og voru komnir með sjö, þegar þeir hættu rekstri og sameinuðustu öðrum félögum í Grindavík og Vogum. „Við félagarnir stofnuðum Fiskanes í desember 1965 og
ég var með Geirfugl í framhaldi af því, en við keyptum hann nánast við stofnun félagsins. Ég var búinn að vera eina vertíð með Flóaklett úr Hafnarfirði áður og það gekk alveg prýðilega. Ég hafði líka verið með Hrafn Sveinbjarnarson og Hrafn Sveinbjarnarson III og gekk einnig vel með þá báta.
Venni á Geirfugli og áhöfn hans skiluðu 1.704 tonnum á land á vetrarvertíðinni 1970 sem að líkindum var heimsmet.
Það var alveg ævintýralegt hve vel gekk hjá okkur, enda lánaðist mjög vel að fiska á bátinn með þennan úrvalsmannskap sem ég var með. Við urðum efstir í Grindavík 1967 og 1968 og settum svo heimsmetið 1970. Við vorum á netum þessa vertíð alveg frá upphafi og vorum með töluvert af ufsa framan af eins og gengur og svo þorskinn í framhaldinu. Auðvitað var mjög breytilegt hvað við vorum að fá í róðri en flestallir voru þeir ansi góðir. Mest fengum við 76 tonn eftir eina nótt í átta trossur. Það tókum við á Selvogsbankanum. Það var myndarlegt og hafðist með einvala liði. Þetta hefði aldrei gengið svona vel ef maður hefði ekki haft slíkan úrvals mannskap eins og ég var svo lánsamur að hafa með mér á skipstjórnarferlinum. Þetta voru sannkallaðir víkingar og virkilega fínir strákar. Kjarninn af þeim var með mér í áratugi.“ Netin lögð á bæði borð Að veiða þorsk í net er hreint ekki einfalt mál, þótt einhverjir kunni að halda það. Að baki árangurs á slíkum
| 23
24 |
fimmtudagur 15. desember 2011
veiðum liggur mikil reynsla, þekking og kannski jafnvel ástríða. Menn rýna í alla mögulega áhrifaþætti og engu er líkara en þeir sjái fiskinn í sjónum berum augum. „Á Geirfugli lagði ég netin nokkrum sinnum úr báðum borðum samtímis, bæði úr bak og stjór. Ég veit ekki til þess að aðrir hafi gert það. Þetta var eingöngu vegna þess að þorskurinn stóð svona glöggt. Ég var mikið búinn að velta því fyrir mér hvernig best væri að koma trossunum nógu nálægt hverri annarri og áður hafði ég lagt eins nálægt eigin trossum og ég þorði og mögulega gat. En þarna var ákveðin lausn. Þegar ekki var mjög mikill straumur gat ég komið þessu niður á sama punkti. Við gerðum þetta í nokkur skipti, bæði austur við Einidrang við Vestmannaeyjar og eins hérna á Hælsvíkinni. Hann gat staðið svona glöggt þorskurinn. Það kemur líka fram í Biblíunni, þar sem þeir eru reyndar að eiga við annan fisk en þorsk, hve glöggt hann getur staðið. Þeir voru að draga netin og Jesús var með þeim. Það var ekkert að hafa en hann sagði þeim að leggja þau út af hinGeirfugl GK við bryggju í Grindavík árið 1968. „Það var alveg ævintýralegt hve vel gekk hjá okkur enda var ég með úrvalsmannskap,“ segir Björgvin. MYND/ ÓLAFUR RÚNAR ÞORVARÐARSON
Á Geirfugli lagði ég netin nokkrum sinnum úr báðum borðum samtímis, bæði úr bak og stjór. Ég veit ekki til þess að aðrir hafi gert það. Þetta var eingöngu vegna þess að þorskurinn stóð svona glöggt. um borðstokknum og þegar þeir gerðu það voru netin full. Það er því snemma sem menn átta sig á því að fiskur getur staðið glöggt. Vertíðarnar voru hreinlega ævintýri og við vorum ekkert einir um að fiska mikið. Þetta voru auðvitað frjálsar veiðar og fiskigengdin alveg ótrúleg. Maður man vel eftir því þegar menn voru með þorsknótina á sínum tíma. Ég var reyndar ekki mikið í því en fór þó með síldarnótina einu sinni á Hrafni Sveinbjarnarsyni III á þorsk. Ég tók tvö köst og fékk 20 tonn af stórum og fallegum fiski í hvoru kasti, en ég var á netum á þessum tíma og kastaði bara rétt hjá trossunum. Haraldur heitinn Ágústsson var á þeim tíma með Guðmund Þórðarson úr Reykjavík. Hann var mikill frumkvöðull og var sá fyrsti sem náði tökum á því að nota kraftblökk á Íslandi. Hann var þarna með þorsknótina og að leita fyrir sér. Ég sagði honum að koma bara þar sem ég var á Selvogsbankanum og hann gæti kastað þar við ákveðna bauju. Ég gæti sagt honum það nánar þegar hann kæmi. Hann kom þarna og kastaði nótinni við baujuna á einni trossunni minni. Ég vissi að þar var „silkibotn“ og aðstæður því góðar. Hann fékk 50 tonn af þorski í kastinu. Þorskveiðin í nót var að byrja þarna og hún varð svo mjög mikil á tímabili, en var svo bönnuð síðar.“
Heimsmethafar á Geirfugli 1970. Efri röð frá vinstri: Vilhelm Guðmundsson, Gísli Kristjánsson, Oddgeir Jóhannsson, Guðmundur Sigurðsson, Garðar Ólason, Erhart Joensen og Árni Rúnar Þorvaldsson. Fremri röð: Willard Ólason, Jón Guðmundsson, Sigurgeir Sigurgeirsson, Björgvin Gunnarsson, Bragi Ingvason og Kristján Finnbogason.
14 tonn í trossu Fiskanesi vex fiskur um hrygg og þeir félagar færa út kvíarnar. „Í árslok 1970 kaupum við svo Grindvíking, sem var áður Kristján Valgeir frá Vopnafirði. Þá vorum við búnir að byggja Fiskanes og notuðum Grindvíking og Geirfugl til að sjá vinnslunni fyrir hráefni. Það var mikið ævintýri á því skipi og gekk alveg gríðarlega vel að fiska. Við vorum á netum í janúar, fórum svo á loðnuna og síðan aftur á netin, þegar loðnuvertíð lauk í mars-apríl. Einu sinni vorum við nýbyrjaðir á netunum á Grindvíkingi eftir loðnuvertíð, ég var búinn að taka einhverja tvo þrjá róðra hérna heimavið, úti á Víkum. Þorskurinn var að byrja að ganga síðast í mars. Flestir bátarnir voru úti í Grindavíkurdýpinu og í báðum köntunum. Ég fór þarna út og við vorum búnir að draga einu sinni. Það var nú ekki mikið þar sem við vorum, einhver átta eða tíu tonn, en svo sem allt í lagi. Við vorum með átta trossur í sjó og ég færi þarna fimm trossur út á Selvogsbankatána. Bátarnir voru að veiða þar, aðallega ufsa. Daginn eftir byrjum við á því að draga trossurnar þrjár, sem ég skildi eftir í Dýpinu og fengum tonn í hverja þeirra. Okkur fannst ekki mikið til þess koma. Svo förum við að draga hinar trossurnar og þær eru gjörsamlega haugfullar af þorski, 14 tonn í hverri.
Það var blankalogn, rennislettur sjór og gott að eiga við þetta. Við fengum 70 tonn í þessar fimm trossur eftir blánóttina og fórum í land með þetta, alls 73 tonn, allt saman stóran og fallegan þorsk. Það voru 140 fiskar í tonninu. Þetta var auðvitað mikil vinna og voru tveir og þrír menn á rúllunni hjá mér allan daginn, en vorum að draga þetta í logni og svarta þoku.
Trossurnar voru gjörsamlega haugfullar af fiski. Við fengum 70 tonn í þessar fimm trossur eftir blánóttina, allt saman stór og fallegur þorskur.
Það kom varðskip upp að síðunni hjá okkur tvisvar eða þrisvar þennan dag. Skipstjórinn sagði að ég yrði að draga upp netin og færa mig, því ég væri innan línu, inni á svokölluðu Frímerki, og mætti ekki vera að veiða þarna. Ég harðneitaði því en átti samt ekki í neinu orðaskaki við skipstjórann á varðskipinu. Ég sagði honum að ég væri alveg 100% viss um það hvar ég væri staddur og það væri ekki inni á Frímerkinu. Svo kom hann aftur daginn eftir og taldi mig enn vera fyrir innan. Ég sagði honum að ég drægi ekki upp netin fyrr en fiskinn tæki undan. Við vorum í mjög miklu fiskiríi þarna. Þegar þokunni létti komu þeir þarna á flugvélinni og flugu yfir masturstoppana nokkrum sinnum, fóru inn að Bergi og flugu svo út aftur til að ná mælingu og niðurstaðan varð sú að ég væri nákvæmlega á línunni. Það vissi ég vel, því við vorum með miklu fullkomnari staðsetningartæki en varðskipið. Við vorum með svokallaðan a-loran og c-loran og í ofanálag var ég með spánnýjan 50 mílna radar. Hann var alveg magnaður. Þar fyrir utan var ég búinn að fara svo marga tugi róðra frá Hópsnesinu út á Tá að ég vissi alveg nákvæmlega hvar við vorum staddir. Ég var ekkert að koma þarna í fyrsta skipti og hafði engan áhuga á að vera að fiska ólöglega inni í Frímerkinu.“
Fiskmarkaður Suðurnesja
www.fms.is
Þjónustusími Aðalskrifstofa: Grindavík: Sandgerði: Reykjanesbær: Hafnarfjörður: Ísafjörður: Höfn:
422 2400 422 2420 422 2410 422 2410 422 2460 422 2430 422 2450
Gsm: Gsm: Gsm: Gsm: Gsm: Gsm: Gsm:
420 2311 824 2403 824 2401 824 2401 824 2406 824 2404 824 2407
Til þjónustu reiðubúnir!
26 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Grindvíkingur GK 606 á leið út Járngerðarstaðasund í róður í ágjöf í apríl 1971. Þrisvar fullfermi á sólarhring En það gekk ekki bara vel á netunum. Venni var líka fiskinn á síld og loðnu. „Þegar ég var skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni, sem var 56 tonna trébátur, náðum við þeim merkilega áfanga í veiðunum þrisvar sinnum á sama haustinu, 1962, að ná tveimur nánast fullfermis túrum af síld á einni nóttu. Það var sko ekkert lítið ævintýri. Við vorum þá á veiðum hérna fyrir utan og lönduðum í Grindavík fyrir utan einn af seinni túrunum sem við fórum með til Keflavíkur. Þegar ég var svo með Hrafn Sveinbjarnarson III, sem var um 180 tonna stálskip, náði ég því tvisvar að taka tvo túra á einni nóttu og í báðum tilfellunum landaði ég fyrri túrnum í síldartökuskip úti á miðunum. Í fyrra skiptið í Haförninn og seinna skiptið í Síldina. Með seinni farmana fórum við svo í land. Í fyrra skiptið vorum við úti á Rauða torginu en seinna skiptið úti af Ingólfshöfða og lönduðum þá úr seinni túrnum heima í Grindavík. Þetta var mikið ævintýri og skeði tvisvar sama haustið. Það var líka svolítið merkilegt sem gerðist á loðnunni, en ég tók þá þrjá fullfermistúra á gamla Grindvíkingi á einum sólarhring og landaði því öllu hér í Grindavík. Ég veit ekki til þess að aðrir hafi tekið þrjá túra á sama sólarhringnum. Ég var líka svo heppinn að á gamla Grindvíkingi, eftir að hann var lengdur og yfirbyggður, náði ég því að verða fimmti eða sjötti hæstur á loðnunni og á sömu vetrarvertíð fimmti eða sjötti yfir landið í þorskinum. Það var kannski það lengsta sem maður komst í þessu, að vera svona ofarlega í báðum þessum greinum á einni og sömu vertíðinni. Við skiptum þá veiðunum milli þorsks og loðnu og tókum merginn úr hvoru tveggja.“ 15 ára á nýsköpunartogara á salti Björgvin byrjaði snemma að fara með pabba sínum að leggja net og fleiri mönnum, eins og Sigurði á Grund. Sjórinn átti hug hans allan. Hann byrjaði 15 ára gamall á vetrarvertíð með Ólafi Gíslasyni og
var svo á reknetum með Sigurði Magnússyni á Hrafni Sveinbjarnarsyni, sem var bara 22 tonna bátur. Um vorið eftir vertíð fór hann svo á togara, Elliðaey frá Vestmannaeyjum. „Ég hugsa að enginn Grindvíkingur hafi farið svona ungur á nýsköpunartogara. Við vorum á saltfiski á Halanum og víðar, 43 karlar um borð. Þetta var úrvalsmannskapur og karlarnir voru ósköp góðir við mig og kenndu mér margt. Maður hafði líka hug á því að læra handtökin. Ég var mest í því að hausa þorskinn með heilmikilli sveðju.“ Þessi reynsla hefur kannski komið sér vel, þegar Björgvin fór með Grindvíking á salt eftir að loðnuveiði var bönnuð einn vetur upp úr 1980. „Það voru ólíkar aðferðir þá frá því um þrjátíu árum áður á nýsköpunartogaranum. Við vorum bæði með hausara og flatningsvél. Strákarnir voru því ekki í vandræðum með að klára sig af þessu. Og þegar við fengum ýsu var hún slægð og ísuð í kassa í kælilestina, enda vorum við með ísvél um borð. Við vorum með saltið á millidekkinu og það þurfti bara aðeins að lempa því til niður í lest þar sem saltað var. Við vorum mjög vel útbúnir og gekk þetta vel.“ Komdu með netin heim Menn velta því oft fyrir sér hvers vegna sumir skara fram úr öðrum í fiskiríinu. Auðvitað ræður þar miklu dugnaður og elja, þekking og reynsla en sumir fá aðstoð að handan eða í gegnum drauma. „Ég var mjög berdreyminn og vissi oft hvert ég átti að fara til að fá góðan afla. Draumar komu oft við sögu. Ég var hins vegar ekkert að flíka þessum upplýsingum. Hélt þeim fyrir mig og í mesta lagi að ég segði henni Ingu konunni minni frá. Ég man auðvitað eftir mörgum draumum. Einu sinni á vetrarverðtíð á Geirfuglinum kom ég heim seint að kvöldi og ætlaði að fá mér smá hænublund eins og ég gerði oft, þó ekki væri mikill tími til þess. Hún Inga mín sá þá um vaktina fyrir mig. Ég var alveg
MYND/ ÓLAFUR RÚNAR ÞORVARÐARSON
við það að sofna uppi í rúmi, þegar mér fannst pabbi minn sálugi vera kominn til mín. Hann lagði mjög hart að mér að koma heim með netin. Ég skildi alveg hvað hann átti við, að koma með netin heim á heimaslóðina. Hann vildi bara að ég drifi mig strax af stað á sjóinn. Ég var búinn að ákveða að fara út klukkan eitt um nóttina og það var orðið svo áliðið
Það var svo alvarlegt að ég sendi mannskapinn upp á stýrishús til að gera björgunarbátinn kláran. Ég hélt við værum að missa bátinn niður. að ekki tók því að vera að hræra neitt í því. Ég glaðvaknaði við þetta og sagði Ingu minni frá draumnum. Við vorum með netin austur á Banka og fengum um 25 tonn í þau þegar við fórum um nóttina. Ég tók netin engu að síður upp og þótti sumum skrítið. Ég meldaði mig svo í land, ég væri með þennan afla. Mangi í Nesi var þá á talstöðinni. Hann hringdi annað hvort í Ingu eða hún í hann til að fá fréttir. Hann sagði þá við hana að eitthvað einkennilegt væri á seyði hjá karlinum hennar. Hann sé með 25 tonn og gefi það upp að hann eigi eftir að leggja netin. Ég kom svo hérna heimundir með netin og lagði og hvað heldur þú, ég fékk
57 tonn í þau daginn eftir. Ég mokfiskaði svo þarna í marga daga meðan hinir bátarnir voru austur á Banka. Þorskurinn stóð svo glöggt þarna nokkrum sinnum að varð ég að leggja af báðum borðum. Pabbi vissi alveg hvað hann var að segja. Hann var sannkallaður útvegsbóndi, stundaði sjó og var með skepnur í landi, fé, kýr og hest. Einnig var hann með garðrækt og var því mikið til sjálfum sér nægur með mat.“ Veturinn 1970 dreymdi Björgvin: „Mér þótti ég vera staddur í veislu mikilli hjá Hilmari Rósmundssyni, skipstjóra og aflakóngi úr Vestmannaeyjum, sem ég þekkti ekkert persónulega. Þegar allir hafa fengið sig metta, þykir mér við ganga út og að einhverri hæð. Þá segir Hilmar: „Hér hafa margir spreytt sig á að komast upp.“ Og um leið tek ég sprettinn og þýt alla leið upp á toppinn. Þá þótti mér þetta einna líkast Stórhöfða, svona strýtumyndaður toppur. Nema Hilmar kallar eitthvað til mín, sem ég greip nú ekki alveg, en heyrðist hann nefna einhverja tölu á annað hundrað, sem ég var búinn að klífa. Með þetta vakna ég, sprett fram úr, ræsi konuna og segi henni drauminn, einnig bæti ég því við að nú takist það í vetur. Nú verðum við hæstir yfir landið, „og mikið má það vera,“ segi ég „ef við verðum ekki eitthvað á annað hundrað tonn yfir aðra báta.“ Á þessa leið segir Björgvin frá í bókinni Mennirnir í brúnni. Og þetta rættist, þessa vertíð setti áhöfnin á Geirfugli títtnefnt met. Frystu loðnuhrogn um borð Árið 1978 er nýr Grindvíkingur svo smíðaður í Svíþjóð og innréttaður og endanlega frágenginn í Danmörku. Nýja skipið var ekki útbúið til neta- eða línuveiða, heldur á nót og var því haldið til veiða á síld og loðnu. „Mér gekk afskaplega vel að fiska á hann, enda skipið mjög vel búið tækjum. Við létum svo setja í hann frystibúnað til að auka verðmæti loðnunnar og græjur til hrognatöku. Við kreistum hrognin úr loðnunni og frystum um borð, þegar
28 |
fimmtudagur 15. desember 2011
hrognin voru orðin nægilega þroskuð. Á fyrstu vertíðinni sem við vorum í þessu, 1981, náðum við að frysta um 140 tonn af hrognum og vorum alveg sáttir við það. Loðnuhratinu lönduðum við svo í bræðslu. Grindvíkingur var eina skipið sem frysti hrogn um borð þá, en ég er ekki viss hvort einhver skip hafi gert þetta síðan. Willard mágur minn var skipstjóri á Grindvíkingi þessa vertíð.” Hélt við værum að missa bátinn niður Nú höfum við fengið nokkrar veiðisögur en hvernig var það, lentu menn aldrei í sjávarháska? „Ég var skipstjóri í kringum 25 ár og ferillinn var einfaldlega ævintýri og nánast dans á rósum. Reyndar var ég í tvö skipti ansi hræddur um að ég myndi missa skip. Að við myndum farast. Í tvö skipti á ferlinum lentum við í mjög vondum veðrum. Það var fyrst á Hrafni Sveinbjarnarsyni, litla. Við vorum þá á síld úti í Reykjanesröst og ég var í seinni ferðinni þessa nótt. Það var vel sett á hann. Báturinn var eins og ég sagði áður bara 56 tonn en við hlóðum hann nokkrum sinnum með um 100 tonnum. Það mesta sem ég fékk upp úr honum voru 97 tonn. Þá var dekkið alveg sneisafullt en við vorum með bátinn mjög vel útbúinn. Báturinn var svona mikið hlaðinn hjá okkur þarna. Þá rýkur hann skyndilega upp með kolvitlaust veður rétt eins og hendi væri veifað, suðaustan hvellur. Það var svo alvarlegt að ég sendi mann-
Frá stríðslokum til kvótakerfis Aflakóngar á vetrarvertíð í Grindavík 1945 til 1984 1945 Óskar Gíslason 1946 Gunnar Gíslason 1947 Björn Þórðarson 1948 Sigurður Magnússon 1949 Sigurður Magnússon 1950 Björn Þórðarson 1951 Björn Þórðarson 1952 Sæmundur Sigurðsson 1953 Sæmundur Sigurðsson 1954 Adólf Oddgeirsson 1955 Adólf Oddgeirsson 1956 Símon Þorsteinsson 1957 Gunnar Guðmundsson 1958 Sigurður Magnússon 1959 Sigurður Magnússon 1960 Gunnar Magnússon 1961 Erling Kristjánsson 1962 Þórarinn Ólafsson 1963 Þórarinn Ólafsson 1964 Erling Kristjánsson 1965 Erling Kristjánsson 1966 Þórarinn Ólafsson 1967 Björgvin Gunnarsson 1968 Björgvin Gunnarsson 1969 Þórarinn Ólafsson 1970 Björgvin Gunnarsson 1971 Þórarinn Ólafsson 1972 Þórarinn Ólafsson 1973 Eðvarð Júlíusson 1974 Reynir Jóhannsson 1975 Reynir Jóhannsson 1976 Helgi Einarsson 1977 Sveinn Sigurjónsson 1978 Jóhannes Jónsson 1979 Jóhannes Jónsson 1980 Guðmundur Guðmundsson 1981 Helgi Einarsson 1982 Ólafur R Sigurðsson 1983 Örn Traustason 1984 Þórður Pálmason
Fullfermi af loðnu landað úr Grindvíkingi GK í febrúar 1972. skapinn upp á stýrishús til að gera björgunarbátinn kláran. Ég hélt við værum að missa bátinn niður. Willard mágur minn var stýrimaður hjá mér þegar þetta var. Hann drífur sig frameftir bátnum og nær að rífa upp fremsta lensportið bakborðsmegin til hleypa síldinni út af dekkinu. Við pössuðum afar vel upp á það að hafa lensportin í lagi, þannig að þau stæðu ekki á sér. Þegar Willard gat rifið upp lensportið, fór síldin að flæða út úr kössunum. Þá náði ég að rífa upp lensportið við brúna stjórnborðsmegin og þá rann síld út þar líka. Síðan rifum við upp hvert lensportið á fætur öðru til skiptis á hvort borð til að halda bátnum réttum og þegar síldin rann út fór báturinn að rísa á ný og síldin hreinsaðist út af dekkinu. Við þurftum því ekki að setja björgunarbátinn út þó við lentum í kolvitlausu veðri á leiðinni í land. Það var bara basl að komast inn til Keflavíkur því það gerði hreinlega fárviðri. Það var stutt í landvarið undir Reykjanesinu og þar fórum við bara með fjörunni. Ég fór ekki fyrir Garðskagann fyrr en undir morguninn,“ segir Björgvin. Óveður á Selvogsbanka „Hitt skiptið var á gamla Grindvíkingi. Við vorum þá með loðnufarm sem við tókum við Skarðsfjöruvitann og vorum á leiðinni vestur úr. Við gerðum allt klárt hjá okkur undir Eiðinu í Vestmannaeyjum og settum allar uppstillingar fram undir hvalbak og aftur í gangana en báturinn var óyfirbyggður þegar þetta var. Meiningin var að fara með aflann heim til Grindavíkur. Þá var verið að sækjast mjög mikið eftir því að fá þessa loðnu í vinnslu. Japanarnir voru komnir og var mikill hugur í þeim að fá loðnu. Það gerir svo þetta svakalega vonda veður á okkur á Selvogsbankanum. Við vorum með um 330 tonn í lestum og ég var ægilega hræddur um að missa skipið þá um nóttina. Ekkert var hægt að gera annað en að halda sjó. Við komumst síðan aðeins upp undir Þorlákshöfnina, en þá var vindurinn genginn dálítið meira í vestrið. Við vorum þar í hálfgerðu vari í um þrjá klukkutíma. Síðan datt hann bara niður í þetta fína veður og við fórum heim til Grindavíkur. Maður tefldi kannski nokkuð djarft í bæði þessi skipti en það var alltaf ein-
hver heppni með mér og líka var það viss öryggistilfinning að vera alltaf með úrvals mannskap, sem maður gat alltaf stólað á. Við vorum félagarnir í 35 ár saman í þessum rekstri og bátarnir voru orðnir sjö þegar við hættum. Þegar maður hugsar til baka þá gekk þetta einfaldlega mjög vel hjá okkur. Við tefldum almennt ekki djarft í fjármálum. Við vorum nokkuð samstíga í því og vildum sjá fram fyrir tærnar á okkur. Ég tel að okkur hafi farnast vel.“
Staðan er reyndar sú að flotinn okkar er orðinn svo góður og vel búinn tækjum að það er enginn vandi lengur að veiða. Vandinn felst í því að fara skynsamlega að og taka ekki of mikið.
MYND/ ÓLAFUR RÚNAR ÞORVARÐARSON
þótt ég væri ekki alveg sáttur. Ég held að við höfum verið með þorskinn í mjög mikilli hættu. Menn voru náttúrlega ekkert samála þá frekar en nú og ansi oft er það svo að eiginhagsmunir og skammtímasjónarmið ráða ferðinni. En ég segi það engu að síður satt, að ég kunni þessu heldur illa og hætti skipstjórninni fljótlega eftir að kerfið kom á. Það voru mikil viðbrigði frá frjálsræði fyrri tíma, sem maður var alinn upp við. Á hinn bóginn hafði kerfið sínar góðu hliðar. Þá dró úr kappinu við veiðarnar á vertíðinni. Menn höfðu bara ákveðinn skammt og til þess að fá sem mest út úr honum fóru menn að bæta meðferð aflans um borð til að auka verðmætin. Og nú orðið er farið svo svakalega vel með fiskinn. Allir leggja sig fram um það að koma með úrvals hráefni að landi og það skilar sér bæði til útgerðar og áhafnar og í fiskvinnslunni. Þetta er gífurleg framför frá því sem áður var, þótt við höfum alltaf reynt að fara vel með aflann. Menn bera meiri virðingu fyrir auðlindinni en áður og eru meðvitaðir um að þeir eru að meðhöndla dýrmæt matvæli. Kannski var kappið stundum meira en forsjáin, en við vildum nú samt fara vel með fiskinn,“ segir Björgvin.
Enginn vandi að veiða lengur „Staðan er reyndar sú að flotinn okkar er orðinn svo góður og vel búinn tækjum að það er enginn vandi lengur að veiða. Vandinn felst í því að fara skynsamlega að og taka ekki of mikið. Við verðum þess vegna að bera virðingu fyrir því sem fiskifræðingar segja, því við vitum að þeir gera sitt besta við að leggja mat á vöxt og viðgang fiskistofnanna. Einnig verður að vera gott samstarf milli fiskifræðinga og sjómanna því það eru þessar tvær stéttir manna sem best vita hvað Kappið stundum meira en forsjáin Fiskveiðum við Ísland hafði vissulega ver- er að gerast í sjónum og kunna að meta ið stjórnað á þessum árum og nokkrar stöðuna. Auðvitað er erfitt að mæla stærð skorður settar við heildarafla, þótt menn fiskistofna og ég er viss um að fiskifræðgætu svo keppt sín á milli innan þeirra ingarnir hugsa mikið um þjóðarhag, marka sem þeim voru sett. Þrátt fyrir það bæði í nútíð og framtíð þegar þeir leggja var það hálfgert áfall þegar kvótakerf- til hámarksafla á einstökum fiskitegundinu var komið á árið 1984 og hverju skipi um. Auðævi okkar sem þjóðar felast að skammtaður afli. Hvernig kom það við miklu leyti í fiskimiðunum umhverfis landið. Við verðum að gæta þess að nýta kappsaman aflakóng? þau af skynsemi þannig að þau komi „Það var alveg ljóst, þegar kvótakerfið allri þjóðinni að sem mestum notum,“ var sett á, að það þurfti eitthvað að gera segir Björgvin Gunnarsson. til að vernda þorskinn. Ég tók undir það
SJÓ- OG KRAPALAGNIR
• Fyrir flutning á kældum vökva t.d. sjó, krapa og glycol • Tærist ekki, þolir ætandi efni • Þolir -30° til +40° • Mjög höggþolið, 120 jul við -20° • Límt saman • Brunastaðall M1, viðurkennt af Brunamálastofnun Vertu í sambandi við sérfræðinga hjá Lofti og Raftækjum og fáðu ráðleggingar.
Einnig er mikið úrval af: Loftlokum Loft slöngum Tjakkar, ryðfrýtt og ál Loftpressur Síur í skrúfupressur Neysluvatnslagnir Loftlagnir
Fittings (kopar, Plast) Thema 1300, 1400, 1800 og Euro kúplingar Pex rör Álplast Ryðfrí rör, press Carbon rör, press Einangrun á rör
Hjallabrekka 1 • 200 Kópavogur • Símar: 564 3000 – 564 0030 • Fax: 564 0030 • www.loft.is • loft@loft.is
| 31
fimmtudagur 15. desember 2011
Vertíðarbátafloti í Grindavíkurhöfn á pálmasunnudag hinn 11. apríl 1976.
MYND/ ÓLAFUR RÚNAR ÞORVARÐARSON.
Allt að 90 bátar lönduðu á dag HJÖRTUR GÍSLASON
V
áður og skipstjórar og þekkja því betur til en margur annar. „Þessi ár voru að mörgu leyti stór kostleg,“ segir Bjarni, þegar Fiskifréttir ræddu við hann og Sverri á vigtinni í Grindavík. „Þegar mest var á netavertíð lönduðu hér 60 til 90 bátar daglega. Það var ein og ein trossa hérna fyrir utan á þessum árum. Hingað komu bátar víða af landinu til að vera á netunum og þegar fór að líða á vertíðina glæddist fiskiríið og var oftast alveg ævintýralegt.“
etrarvertíðar í Grindavík hér áður fyrr hafa yfir sér sérstakan ljóma í hugum margra. Ekki bara sjómönnum og fiskverkafólki. Það voru fleiri sem komu þar við sögu þótt minna hafi verið um þá rætt en aflakóng ana. Það þurfti að taka á móti öllum þessum bátum, koma þeim fyrir í höfn inni, afgreiða þá og huga að ótal hlutum, sem almenningur tók kannski ekki eftir. Tugum þúsunda tonna var landað á vetr Ægileg þrengsli arvertíð, fyrstu fimm mánuði ársins, en „Höfnin var ekki stór á þessum tíma og það var ekki nóg. Afurðunum þurfti því var oft vandamál að koma bátunum að skipa út líka og taka á móti ýmsum fyrir eftir löndun og eins að stýra lönd aðföngum eins og salti. Bjarni Þórarinsson og Sverrir Vilbergs uninni. Í Þorlákshöfn höfðu þeir þann háttinn á að bátarnir urðu að fara strax son hafnarstjórar í Grindavík muna þessa ótrúlegu tíma þegar nærri hundrað út að lokinni löndun, en svo var ekki hér. Þetta voru ægileg þrengsli stundum, skip gátu verið að landa sama daginn og hér lá kannski tugur báta hver utan á aflinn var vel yfir þúsund tonnin. Bjarni öðrum. Það var því mikið príl að kom var hafnarstjóri í rúm tuttugu ár, byrjaði ast í land og um borð aftur og vesen að 1975 og var til 1995, en næstu fimm árin koma bátunum út. Auðvitað kom mis þar á eftir starfaði hann sem hafnarvörð munandi mikið á land á dag en það fór ur. Sverrir tók við af Bjarna og hefur ver oft yfir þúsund tonnin, 12 til 13 hundruð ið hafnarstjóri síðan en lætur af störfum tonn. Það var því oft handagangur í öskj nú um áramótin. Báðir voru þeir á sjó
unni, en löndunin gekk reyndar mjög fljótt fyrir sig á þessum dögum. Hámark klukkutíma og landað var úr mörgum í einu. Menn djöfluðu fiskinum í mál sem var losað upp á bíla og þaðan fóru þeir á hafnarvigtina og síðan fór fiskurinn ým
Hér lá kannski tugur báta hver utan á öðrum. Það var því mikið príl að komast í land og um borð aftur og vesen að koma bátunum út.
ist til vinnslu hér í Grindavík, þar sem voru mörg stór fiskvinnslufyrirtæki, eða að honum var ekið til nálægra hafna og allt til Reykjavíkur.“ Sverrir skýtur því inn að það væri aldrei möguleiki nú að afgreiða jafn marga báta með jafnmikinn afla eins og þá og veldur þar bæði aðrar aðferðir við löndun og skráningu. Nú tekur það úti legubáta á línu 6 til 7 tíma að landa og gera sig klára aftur. „Það voru miklar skriftir og mikil vinna við að skrá aflann og þar varð allt að vera upp á kíló. Þetta var allt hand skrifað og ekki einu sinni heldur tvisvar strax og svo í þriðja skiptið, þegar vigtar nóturnar voru gefnar út og reikningar sendir út. Þetta var með endemum. Það þurfti að handskrifa allt og ég innheimti öll gjöld sjálfur, þurfti að fara í fyrirtæk in til að rukka, ekki bara hér á staðnum heldur einnig í nágrannabæjunum og allt til Reykjavíkur. Ef lengra var að senda reikninga fóru þeir í pósti. En það var bara ekki fisklöndun sem var á okkur könnu. Útflutningur fisk afurða um Grindavíkurhöfn var geysi lega mikill. Þá var hér loðnubræðsla,
32 |
fimmtudagur 15. desember 2011
mikið var saltað af síld og ennþá meira framleitt af saltfiski auk frystingar. Nán ast allur saltfiskur af Suðurnesjum var svo fluttur hingað til útflutnings og allt var þetta flutt á vörubílum. Einnig var töluvert um innflutning eins og til dæm is af salti. Því var Grindavíkurhöfn sú umferðarmesta í útflutningi á svæðinu. Það var mikið að gera í einu orði sagt. Við stóðum vaktina nánast allan sólar hringinn. Áður en ég byrjaði var bara einn vigtarmaður, en síðan fórum við að skipta þessu í vaktir því hitt gekk ekki,“ segir Bjarni. Hver vika á einu pappaspjaldi Þeir Grindvíkingar halda öllum tölum til haga langt aftur í tímann og í nýja vigtarhúsinu á Hafnarbakkanum, sem er til mikillar fyrirmyndar, eru geymd ar gamlar möppur þar sem löndunin er handskrifuð fyrir hvern bát, skipt eftir tegundum og veiðarfærum. Sverrir kem ur með sýnishorn af slíkri möppu og í henni má sjá að á netavertíðinni 1981 hafa komið um 30.000 tonn af þorski á land í Grindavík. Á þessum gömlu tím um fengu allir bátar vigtarnótur, en auk þess var hver löndun hvern dag skrifuð á pappaspjald sem hékk uppi í vigtar skúrnum, þar sem menn gátu séð hve miklu hver bátur hafði landað hvaða dag. Á hverju spjaldi var ein vika og auðvit að var spjaldið vel nýtt því næsta vika var skrifuð aftan á það. Spjaldið sem Sverrir er með er frá apríl 1971. Þar má sjá að 1.186 tonnum var landað 19. apr íl og nokkrum sinnum þennan seinni hluta aprílmánaðar fór aflinn yfir 1.000 tonn, meðal annars í 1.105 tonn þann 28. Þarna má einnig sjá að Albert GK, afla skip Þórarins Ólafssonar, hefur landað 44,5 tonnum þann 29. apríl. Þessa dag ana eru 65 til 70 bátar að landa reglulega. „Já, það var nóg að gera hjá köllunum þá, en menn voru lítið að hanga í vigt arskúrnum að kjafta. Hann var bara ekki nógu stór til þess og var auk þess samnýttur með lögreglunni. Nú er klippistofa fyrir kellingar í gamla vigt arskúrnum. Stundum komu nú reynd ar menn þarna með mikinn hávaða svo að vinnufriður gat verið lítill. Auðvitað voru menn stundum að vefengja vigtina, en það var þó meira þegar menn fóru að landa loðnu hérna og svo líka þegar kvótinn kom. Þá skipti það máli að ekki væri of mikill afli skráður á bátinn, en áður var það á hinn veginn. Annars vissu menn nú nokkuð vel hverju þeir voru að landa af þorskinum. Þeir töldu málin sem fóru upp úr bátnum og vissu hve mikið var í málinu. Menn töldu líka hvern einasta fisk sem kom um borð á þessum tímum og því voru þeir með þetta nokkuð á hreinu. Ef einhverju skeikaði hefur það því frekar verið skrif að rangt eða eitthvað slíkt og þá var það bara leiðrétt. Það var mikil nákvæmni í þessari skýrslugerð og úr henni má lesa mikla sögu. Þegar tölvurnar komu svo til sögunnar og farið var að taka íspruf ur lögðust þessir löndunarlistar af. Þá var ekki lengur hægt að halda utan um aflann með sömu nákvæmni og áður, því endanlegur afli lá kannski ekki fyrir fyrr en eftir nokkra daga,“ segir Sverrir. Vinnslan hafði ekki undan Það fer ekki hjá því í þessum gífurlegu aflabrögðum og stöðugum landburði af fiski nánast stöðugt frá því í febrúar mars og fram í maí, að gæðum hafi ver ið ábótavant og ekki tókst alltaf að hafa undan í vinnslunni. Bjarni nefnir að einhvern tíma í dymbilvikunni hafi ekki verið hægt að taka á móti nema litlum hluta þess afla, sem barst að landi og því
Bjarni Þórarinsson, fyrrverandi hafnarstjóri, og Sverri Vilbergsson, núverandi hafnarstjóri í Grindavík. ,,Hér er landað 40-50 þúsund tonnum af bolfiski á ári sem er ekki miklu minna en á árum áður. Munurinn er sá að hver bátur í dag afkastar eins og tíu eða fleiri gerðu fyrir 30-40 árum.” MYND/ HJÖRTUR GÍSLASON.
Einhvern tíma í dymbilvikunni var ekki hægt að taka á móti nema litlum hluta þess afla, sem barst að landi og því fór megnið af þorskinum í gúanó. Og oft voru haugar af fiski á kantinum sem fóru í bræðsluna. Úr gamalli möppu þar sem löndunin er handskrifuð fyrir hvern bát. hafi megnið af þorskinum farið í gúanó. Og oft voru haugar af fiski á kantinum sem fóru í bræðsluna. Allir hjallar voru fullir af fiski og saltfiskverkunin hafði ekki undan. Á þessum tíma, 1970 til 1980, eru þó margar öflugar fiskvinnslur í Grindavík. Það voru frystihúsin tvö, Hraðfrystihús Grindavíkur og Hraðfrystihús Þórkötlu staða, Gjögur, Arnarvík, Hóp, Hópsnes og Þorbjörn, Silfurhöllin, Hafrenning ur, Hælsvík, Fiskanes og Vísir og ein hverjir fleiri smærri. Unnið var megnið af sólarhringnum allan tíman meðan á vertíð stóð og var jafnan mikið um aðkomufólk á vetrarvertíðum í Grinda vík, bæði á sjó og í landi. Á vorin bætt ust svo skólakrakkarnir í hópinn, en þá var enn nóg að gera, meðal annars við pökkun á saltfiski og skreið frá því um veturinn. Óhætt er að segja að mönnum hafi oft hlaupið kapp í kinn og oft var allt gefið í botn á landleiðinni til að kom ast fyrr að í löndun og ekkert gefið eftir. Sverrir nefnir að hann hafi einu sinni orðið vitni að því að tveir skip stjórar deildu um það hvor ætti næsta löndunarpláss, þeir Viðar á Stefni og Simbi á Sigfúsi Bergmann, en þeir ætluðu báðir upp að steinkerinu að austanverðu. Báðir þóttust eiga næsta pláss og það fór þannig að þeir keyrðu
bátana bóg í bóg í á annan tíma áður en annar þeirra gaf sig. Ótrúleg tillitssemi Bjarni kannast auðvitað við svona ágreining en segir að slíkt hafi menn ekki verið að festa sér í minni. Menn hafi deilt í hita og þunga dagsins og svo hafi því einfaldlega bara verið lokið. „Ég man hins vegar eftir öðru atviki,“ seg ir hann. „Það var þegar Eldvíkin kom hingað með salt daginn fyrir fyrsta maí. Þá var skortur orðinn á salti ansi víða. Vörubílaröðin niður á bryggju var tvöeða þreföld og náði langt upp eftir. Alla vantaði salt, allt inn í Reykjavík og víðar. Annað eins hafði maður ekki séð áður og öllum lá á því ekki mátti landa úr skipinu nema fram að miðnætti. Óheim ilt var að vinna á frídegi verkamanna. Það var reyndar verið að til hálf tvö um nóttina. Um helmingurinn af þessum bílum voru héðan og bátarnar voru að landa. Þá var gert ótrúlegt samkomulag um að bílarnir héðan mættu fara úr röðinni til að landa og koma svo aftur. Plássinu var haldið fyrir þá á meðan. Mér er minnisstætt hve mikla sanngirni og tillitssemi menn sýndu. Þetta hafa verið vel á annað hundrað bíla. Það var því mikill akstur í kringum þetta allt og sérstaklega þegar menn byrjuðu að taka loðnu til vinnslu.“
Mikil breyting en svipaður afli Á þessum tíma snérist allt samfélagið um vetrarvertíðina. Flestu öðru var vikið til hliðar og kappið var gífurlegt, einkum þeg ar leið að lokum vertíðar og menn voru að berjast um toppinn. En það var ekki bara það, skipstjórarnir voru mjög kappsamir og metnaðarfullir og hver róður skipti máli. Menn voru ekkert sáttir við eitthvað smávegis. Þeir vildu alltaf fullan bát. Nú er auðvitað allt breytt. Breytingin kom að miklu leyti með kvótakerfinu, þegar byrj að var að skammta mönnum afla. Útgerð armynstrið hefur breyst gífurlega og nú er nánast ekkert til sem heitir vetrarvertíð og þorskveiðar í net eru bara svipur hjá sjón, mest stundaðar af minni bátum. „Þegar menn koma hér niður að höfn virðist ekki vera mikið um að vera, en hér er enn verið að landa 40 til 50 þúsund tonnum af bolfiski á ári og það er ekkert mikið minna en var hér á árum áður, þeg ar veiðarnar voru að mestu frjálsar. Reynd ar er miklu minna af þorski nú, enda kvótinn ekki mikill. Þetta er um 13.000 af þorski á þessu ári, sem er heldur meira en í fyrra. Sá er munurinn að hver bátur í dag afkastar eins og tíu eða fleiri gerðu fyrir 30 til 40 árum. Sem dæmi má nefna að Þor björn hf. gerir út sjö skip í dag, en þau eru með kvóta af nærri 50 skipum. Þess vegna verður fólk ekki vart við jafnmikla umferð í höfninni, eins og áður var,“ segir Sverrir.
Það besta er aldrei of gott! Góðar úrlausnir byggjast á faglegri þekkingu og vönduðum búnaði
Stjórnbúnaður fyrir hita-, kæli- og frystikerfi Varmaskiptar • Hraðabreytar Iðnaðarstýringar
Vökvakerfislausnir
Rafsuðubúnaður Dælur
Dælur Dælur
Dælur
Dælur Dælur
Varmaskiptar
Varmaskiptar
Stjórnendum í sjávarútvegi og fiskvinnslu er mikið í mun að öll áhöld, tæki og vélar, bæði í landi og um borð, séu í góðu lagi. Vandaðar vörur þurfa minna viðhald og lipur þjónusta í landi kemur í veg fyrir kostnaðarsamar tafir, sem skapar mikið öryggi og sparnað í rekstri. Danfoss hf. hefur kappkostað að bjóða landsmönnum heimsþekktar gæðavörur, tryggan lager og góða þjónustu.
Hitablásarar
Danfoss hf •
Hjá Danfoss hf. starfa tæknimenn með góða sérþekkingu hver á sínu sviði. Þeir leggja sig fram um að aðstoða við val á rétta búnaðinum við hvert úrlausnarefni.
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is
34 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Eitt sviplegasta sjóslysið í sögu Noregs Selir á ís. Allar myndir með greininni eru úr bókinni Ishavsskutenes historie II. MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON
Í
norskri þjóðarsál eru fyrstu dagar aprílmánaðar árið 1952 markaðir minningunni um eitt versta sjóslys sem norska þjóðin hefur orðið fyrir á friðartímum. Þá fórust 78 selveiði menn einhvers staðar í hafinu á milli Íslands og Jan Mayen. Hvorki brak né lík fundust eftir slysið. Fimm skip hurfu sporlaust. Alls misstu 85 lítil börn feður sína og 45 konur urðu ekkjur þegar fimm sel veiðibátar fórust í norðaustan ofsaveðri sem varði frá 3. apríl til 8. apríl árið 1952. Þetta er eitt af verstu sjóslysum sem hafa orðið í grennd við Ísland. Þrátt fyrir það er saga þess lítt þekkt hér á landi. Í apríl á næsta ári eru liðin 60 ár síðan þessi mikli harmleikur átti sér stað. Upphaf selveiðivertíðar Norðmanna umhverfis eldfjallaeyjuna Jan Mayen árið 1952 var ekki frábrugðið byrjun fyrri vertíða á þessum slóðum. Stór floti að veiðum Alls stunduðu 28 norsk skip selveiðar í hafísnum norður og norðvestur af Ís landi í mars og apríl þetta ár, um það bil 70 til 100 sjómílur norðvestur af Horni. Í lok mars voru nokkrir bátar úr þessum flota að veiðum á litlu svæði við ísrönd ina í grennd við Jan Mayen þegar óveður brast á. Skipin reyndu að leita skjóls við ísinn en urðu frá að hverfa þegar ísinn tók að brotna og stóra jaka að reka í átt til þeirra. Selveiðiskipin hrökkl uðust undan ísjökunum frá skjólinu við ísröndina og út á opið haf þar sem stormurinn geisaði. Nokkur urðu fyrir áföllum við þetta sem gerði skipin enn verr í stakk búin en ella til að takast á
við hrakninga fyrir veðri og straumum suður á bóginn. Óveðrið skall yfir á föstudegi. Það var ekki fyrr en daginn eftir að björgunar yfirvöldum varð ljóst að eitthvað hafði farið úrskeiðis hjá norska selveiðiflot anum norður af Íslandi. Þá gerði Ungsel vart við sig með neyðarkalli. Skipverjar voru staddir einhvers staðar norður af Vestfjörðum í stórviðri og kolsvartri hríð. Nánari staðsetningu vissu þeir ekki. Ungsel hafði komist í mikla hættu og orðið fyrir íshröngli og brotsjó. Báturinn hafði brotnað mikið ofanþilja. Meðal annars hafði geymsla fyrir smurolíu og matvælageymsla skipsins sópast í haf ið þannig að skipið var nær vistalaust. Næstu sólarhringa hraktist Ungsel upp að Norðurlandi. Þá tók litlu betra við þar sem skipverjar höfðu engin sjókort af ströndinni og þekktu ekkert til stað hátta. Þeir náðu fyrst að landi í Selvík á Skaga (um 35 kílómetrum norður af Sauðárkrók), en afréðu að sigla áfram yfir Skagafjörð. Síðdegis mánudaginn 7. apríl komst báturinn að Bæ á Höfða strönd, skammt norðan við Hofsós. Áhöfnin, sem taldi 13 manns, skutu út lífbát og réru í land án þess að vita hvar þeir væru staddir. Björn Jónsson bóndi á Bæ tók á móti þessum köldu og hröktu mönnum og heimilisfólkið veitti þeim aðhlynningu. Einn mannanna var kal inn í andliti. Björn bóndi lét þá síðan hafa kort af þessum slóðum og leiðbeindi þeim um siglingu til Siglufjarðar. Þangað var Ungsel siglt daginn eftir þar sem gert var við skipið og vistir um borð endurnýj aðar. Skipstjórinn á Ungsel greindi frá því að margir norskir selfangarar hefðu verið í Íshafinu þegar óveðrið skall á. Fleiri bátar hafi verið í mikilli hættu og
Um borð í norsku selveiðiskipi. Á dekki eru selskinn.
Alls misstu 85 lítil börn feður sína og 45 konur urðu ekkjur þegar fimm selveiðibátar fórust í norðaustan ofsaveðri sem varði frá 3. apríl til 8. apríl árið 1952.
full ástæða væri til að óttast mjög um af drif þeirra sem enn hefðu ekki látið í sér heyra. Hann taldi sig meðal annars hafa séð einn bát sem var svo illa á sig kom inn að hann teldi litlar líkur á að hann væri enn ofan sjávar. Áhöfnin hefði ann að hvort farist eða náð að bjarga sér frá borði og upp á ísinn. Á þriðjudaginn, sama dag og Ungsel var siglt til Siglufjarðar, náði Arild frá Tromsö loks við illan leik inn til Bíldu dals á Vestfjörðum eftir að hafa hrakist rúma fjóra sólarhringa í hafi. Þá var einn úr áhöfninni drukknaður og týndur eftir að hann tók út, og annar maður illa slas aður eftir átökin við storminn (sjá nánar aðra grein). Fleiri ná til hafnar Nokkrir aðrir bátar úr norska selveiði flotanum lentu einnig í erfiðleikum og leituðu í nauð til hafna á Íslandi eftir villur og hrakninga í hafi. Selfisk frá Tromsö kom inn til Ísafjarðar að kvöldi þriðjudagsins 8. apríl. Skipið hafði
36 |
Þegar ísinn byrjaði að brotna gerðist það svo fljótt að þeim tókst ekki að láta gera skipin sjóklár til fullnustu áður en þeir voru komnir í hringiðu storms og stórsjóa.
fimmtudagur 15. desember 2011
Buskö frá Álasundi hvarf með 20 menn innanborðs. 23 börn misstu föður sinn og átta konur urðu ekkjur.
Vaarglimt frá Tromsö fór niður með 16 menn innanborðs. Þar af voru fimm úr sömu fjölskyldu. Þeir létu eftir sig sex eiginkonur og 15 börn.
Alls hurfu 14 menn með Pels frá Álasundi. Heima áttu 11 konur og 14 börn um sárt að binda. greinilega orðið illa úti. Fréttaritari Tím ans á Ísafirði átti tal við hann: „Við vor um staddir við 68. breiddargráðu þegar óveðrið skall á. Þetta er eitthvað mesta fárviðri sem ég minnist og stóð það í þrjá sólarhringa. Við vorum svo hætt komnir og skipið svo laskað innan um stórísinn í brimrótinu, að við vorum að því komnir að yfirgefa það. Vorum við búnir að búa okkur undir að fara út á hafísjaka með þær vistir, sem auðið væri. Stýrið var þá brotið og vélin í ólagi. Af því varð þó ekki og losnuðum við úr ísnum. Tel ég það ganga kraftaverki næst að við skul um nú vera komnir hingað til Ísafjarðar.“ Þessi skipstjóri sagðist einnig hafa séð til eins selveiðiskips sem hefði verið svo illa statt að hann teldi víst að það hefði farist, hvort sem áhöfnin hefði komist á ísinn eða ekki. Óveðrið virtist annars hafa verið nokkuð staðbundið á veiði svæðunum við Jan Mayen því margir bátar sem voru á veiðum annars staðar í grennd við eyna urðu lítt varir við þenn an mikla storm. Haldið í vonina Það var fyrst þegar Ungsel, Arild og Sel fisk komust til hafnar í Siglufirði, Bíldu dal og á Ísafirði að það rann upp fyrir mönnum hvers konar harmleikur hér hefði hugsanlega orðið. Ekkert heyrðist
Þriðja skipið sem fórst frá Tromsö var Brattind. Tíu konur og 17 börn fengu aldrei að sjá eiginmenn sína og feður framar. til fimm skipa. Tæplega 80 sjómenn voru týndir. Norsk yfirvöld báðu Slysavarnar félagið um aðstoð og strax var hafist handa við að skipuleggja leit. Íslenskir fjölmiðar greindu frá því miðvikudag inn 9. apríl að þessara skipa væri saknað. Sama dag fóru flugvélar af stað til leitar. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli lagði til tvær flugvélar og Catalina-flugbátur og Douglas-flugvél frá Flugfélagi Íslands fóru einnig til leitar. Næstu daga stóð yfir víðtæk leit. Ör væntingin jókst eftir því sem dagarn ir liðu án þess að neitt fyndist. Skipin voru horfin með öllu. Í Noregi var leitað til miðla í von um að þeir gætu gefið
Ringsel frá Tromsö fórst með 14 mönnum sem létu eftir sig 16 börn og níu konur.
Mikil leit var gerð frá Íslandi og stóð hún fram í miðjan maí. Leitin fór fram bæði úr lofti og á sjó og náði yfir um 400 þúsund ferkílómetra svæði.
vísbendingar um hvar ætti að leita, því ættingjar héldu í vonina um að einhverj ir menn hefðu komist á ísinn þar sem þeir biðu nú björgunar. Tvær korvettur norska sjóhersins voru sendar til leitar frá Noregi. Flugvélar fínkembdu hafið og ísbreiðurnar eftir því sem kostur var, bæði undan öllu Norðurlandi, Vestfjörð um, Vesturlandi og við Austur-Græn land. Aðstæður til leitar voru oft erfiðar vegna slæms skyggnis og lélegs fjar skiptasambands. Þann 16. apríl voru skipin loks talin af. Enn var samt haldið í vonina um að einhverjir hefðu kom ist á ísinn. Þetta var mikill harmleikur. Tvö skipanna voru frá Álasundi og þrjú frá Tromsö. Um borð í þessum skipum höfðu verið menn á besta aldri og flestir ungir að árum. Á einum bátnum höfðu verið þrír bræður, á öðrum voru tveir synir skipstjórans með föður sínum og á þeim þriðja sonur hjóna í Tromsö sem áður höfðu misst fimm af sonum sínum í hafið. Árangurslaus leit Enginn veit í raun hvað henti skipin fimm sem fórust þar sem enginn komst af til frásagnar. Talið er líklegt að skip stjórar skipanna sem fórust hafi reikn að með að þeir yrðu öruggir með skip sín við ísröndina. Þegar ísinn byrjaði að brotna gerðist það svo fljótt að þeim tókst ekki að láta gera skipin sjóklár til fulln ustu áður en þeir voru komnir í hringiðu storms og stórsjóa, þar sem barist var við náttúruöflin upp á líf og dauða. Enginn varð hins vegar til frásagnar um hvað henti bátana sem fórust. Mikil leit var gerð frá Íslandi og stóð hún fram í miðjan maí. Leitin fór fram bæði úr lofti og á sjó og náði yfir um 400 þúsund ferkílómetra svæði. Herskip héldu til leitar frá Noregi. Lengi var von að að einhverjir menn hefðu komist lif andi frá borði skipa sinna og yfir á ísinn. Hvorki fannst neitt brak úr skipunum, lík né neitt annað. Þetta mikla sjóslys var þungt áfall fyrir norsku þjóðina og Norð menn minnast þess enn í dag.
Heimildir Norskur selfangari kemur í nauðum upp að Bæ á Höfðaströnd — Skipið allt brotið og nær vistalaust. Tíminn, 8. apríl 1952. Óttazt um fimm norska selfangara með um 100 mönnum. Flugvélar hefja leit á hafinu vestan og norðan Íslands í dag ef veður leyfir. Tíminn, 9. apríl 1952. Fimm norskra selveiðibáta í Íshafinu saknað. Einn náði landi mikið brotinn við Höfðaströnd í fyrradag, og annar á Bíldudal í gær og hafði hann misst mann útbyrðis. Alþýðublaðið, 9. apríl 1952. Norsku skipanna leitað að tilvísun norsks miðils. Skipanna hefir verið leitað af flugvélum og skipum hvern dag en árangurslaust. Tíminn, 16. apríl 1952. Enn farið í leitarflug að norsku skipunum í dag. Leitað verður á ísnum vestarlega á milli 64. Og 66. gráðu. Norsk herskip hefja leit. Tíminn, 17. apríl 1952. Heide Hansen, Odd Magnus. Ishavsskutenes historie I. Eget forlag, Tromsö 1998
Arild við bryggju á Íslandi. Einn maður fórst en skipið bjargaðist eftir miklar hrakningar. Sjá frásögn af hrakningum Arild á bls. 38.
Heide Hansen, Odd Magnus. Ishavsskutenes historie II. Eget forlag, Tromsö 1998
Óskum eftir síld til vinnslu Frostfiskur ehf í Þorlákshöfn óskar eftir að kaupa síld af áhugasömum útgerðaraðilum.
Við höfum sterka markaði og mikla frystigetu.
Rannsóknir í þágu þjóðarinnar
Upplýsingar veita Steingrímur í síma 8400072 og Þorgrímur í síma 8400071
Við óskum viðskiptavinum okkar
Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir ánægjuleg viðskipti á liðnu ári
Matís ohf. er í mörgum skilningi mikilvæg auðlind fyrir Íslendinga. Fyrirtækið er lykilaðili í matvælarannsóknum og matvælaöryggi og hefur að baki sérþekkingu 100 starfsmanna sem eru sérfræðingar og vísindamenn á ólíkum sviðum. Rannsóknir eru íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði mikilvægar því þær styðja framþróun, nýsköpun og markaðsstarf greinanna. Hjá Matís er stöðugt unnið að fjölda rannsóknaverkefna sem tengjast sjávarútvegi og landbúnaði með ýmsum hætti. Þannig leitum við sífellt svara og vitum alltaf meira í dag en í gær.
www.matis.is
38 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Hrakningar norðan úr Dumbshafi Hrakist suður í höf Óveðrið geisaði í rúma þrjá sólarhringa áður en því fór að slota. Bæði loft skeytastöð og miðunartæki skipsins höfðu eyðilagst þegar bestikkið moln aði í brotinu. Mennirnir á Arild höfðu einungis óljósa hugmynd um hvar þeir væru staddir. Þeir reyndu að hvílast og átta sig á staðsetningu skipsins. Skip stjórinn afréð að reyna að ná höfn á Íslandi sem hann taldi að lægi í suðri. Þeirri stefnu var haldið í nokkra tíma en ekkert sást til lands. Loks þegar sást til sólar var hægt ná miði á sólarhæð ina og finna út hvar skipið var statt. Áhöfninni brá í brún þegar útreikn ingar sýndu að skipið var statt 150 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Þeir höfðu lensað suður með Vestfjörðum og Vesturlandi á um 14 sjómílna hraða að meðaltali á klukkustund. Þessi mikla ferð var á skipinu þó rekakkeri væri úti allan tímann. Vélin hafði verið á hægri ferð og oft bakkað á fullu til að bremsa skipið af í öldusköflunum. Með þess ar upplýsingar í höndunum var ekki um annað að ræða en snúa við og taka stefnu á Reykjanes.
MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON
E
itt þeirra selveiðiskipa sem lentu í óveðrinu mikla árið 1952 var Arild frá Tromsö, sem lenti í miklum hrakningum áður en það náði höfn í Bíldudal. Skipið var þá illa útleikið eft ir fleiri sólarhringa baráttu við ofsafeng in veðuröflin. Einn maður úr áhöfninni var týndur og annar slasaður. Kaare Nielsen var einn af hásetunum sem réðu sig um borð í Arild við upphaf selvertíðarinnar í mars árið 1952. Í vari við ísinn Arild kom á veiðislóðina á hafsvæðunum umhverfis Jan Mayen í lok marsmánað ar. Eftir nokkra leit fannst mikið af sel á slóðinni. Veiðarnar byrjuðu vel og allar að stæður voru ágætar. Óveðrið brast fyrst á með norðaustan kalda og kafaldsbylj um. Vindurinn færðist hratt í aukana og brátt var kominn stormur með særoki og hættu á ísingu. Allir menn voru kallaðir út til að hreinsa snjó og berja ís af skip inu sem lagðist í hlé við ísröndina ásamt fimm öðrum bátum. Ísinn veitti nokkuð skjól. Þessi litli floti lét ekki önnur skip vita af sér. Menn vildu ekki koma upp um staðsetningar sínar af ótta við að fleiri skip mættu á svæðið til að stunda veiðar í samkeppni við þá sem fyrir voru. Lagt á lens Þegar birti að morgni 3. apríl sáu menn að ástandið var orðið ískyggilegt. Ísinn var byrjaður að brotna upp. Stór ísflök rak hratt undan vindi í átt að selveiði skipunum. Þessi ís gat hæglega skemmt eikarskrokka bátanna og jafnvel sökkt þeim. Menn áttu engan annan valkost en að hörfa frá ísnum og því skjóli sem hann veitti, og gera sjóklárt í storminum. Brátt var Arild úti á opnu hafi eins og hin skipin. Æðislegur darraðadans hófst nú í Íshafinu þar sem veðrið var snar vitlaust. Himinn og haf runnu saman í eitt. Til að byrja með keyrði skipstjórinn upp í vindinn með nær fullu vélarafli. Öldurnar gengu yfir skipið sem fékk á sig mörg þung högg. Öllum um borð var ljóst að það væri aðeins spurning um tíma þar til báturinn brotnaði og liðaðist í sundur undan álaginu og færist, ef það tækist ekki að slá honum á lens undan vindinum. Þetta var þó hægara sagt en gert án þess að eiga á hættu að brot riði yfir skipið. Skipstjóranum tókst þetta þó loks með lagni. Mölbrotið skip... Arild lét þó mjög illa í sjó. Það voru ógnandi brotsjóir allt umhverfis skipið. Áhöfninni tókst að kasta út rekakkeri sem báturinn dró á eftir sér. Við þetta hægði á rekinu undan vindinum og bát urinn varð stöðugri. Þrátt fyrir þetta voru allar aðstæður mjög ógnvekjandi. Skipið fékk hvað eftir annað á sig brot sem kurluðu bita úr yfirbyggingunni sem var úr tré. Allir um borð hugsuðu að nú myndi brátt renna upp þeirra síðasta stund. Eftir nokkurra klukkustunda lens voru fjórir menn sendir aftur fyrir brú til að lagfæra búnað sem þar var. Einn þeirra sá útundan sér hvar stórt brot kom æðandi. Hann kallaði viðvörun til hinna og náði ásamt öðrum manni að
Fremst á myndinni eru þrír úr áhöfn Arild á bryggjunni á Bíldudal eftir hrakningarnar. yfir á stjórnborða skolaði aldan honum aftur um borð. Báðir léttabátar skipsins, sem voru notaðir til selveiða og höfðu hangið í davíðum sitt hvorum megin aft ur af stýrishúsinu, voru mölbrotnir. Aft ari hluti yfirbyggingar skipsins með be stikki og lúkar skipstjórans var horfinn. Aðeins sjálft stýrishúsið stóð eftir.
Hann kallaði viðvörun til hinna og náði ásamt örðum manni að hlaupa í skjól inni í stýrishúsi áður en allt skipið fór á bólakaf.
hlaupa í skjól inni í stýrishúsi áður en allt skipið fór á bólakaf. Stýrishúsið hálf fylltist af sjó og þegar skipið lyftist aftur upp sprengdi sjórinn upp brúarhurð ina bakborðsmegin. Útsýnið var ekki glæsilegt gegnum brotna dyragættina. Öðrum manninum sem hafði orðið eftir úti hafði skolað fyrir borð og hann sást hvergi. Hinn lá stórslasaður á þilfarinu. Hann hafði kastast fyrir borð stjórn borðsmegin en það vildi honum til lífs að hann hafði flækst í spotta sem not aður var til að hífa selskrokka um borð í skipið. Hann hékk því í þessum spotta við skipið, og þegar skipið rúllaði aftur
...og hálffullt af sjó Skipið var hjálffullt af sjó eftir þetta áfall. Niðri í vélarrúmi náði sjórinn upp á miðja vél sem gekk þó enn þar sem loft inntakið fór ekki á kaf. Nú varð að reyna að dæla sjónum úr skipinu. Nokkrar litl ar rafknúnar dælur voru undir þilfari og þær komu nú að góðum notum. Einnig skiptust mennirnir á við að knýja hand dælu sem var um borð. Það gekk þó hægt að dæla sjónum frá borði. Eftir átta tíma erfiði tókst loks að ljúka því verki að mestu leyti. Á meðan þetta stóð yfir fékk Arild nýtt brot á sig. Efsti hluti frammastursins með útsýnistunnunni sem notuð var til að skima úr eftir sel féll niður á þilfarið með miklu braki. Mildi var að dekkið var sterkbyggt og úr harðvið sem brotnaði ekki þegar þungt mastrið féll niður. Þeg ar hér var komið hafði nær allt hreinsast af skipinu. Einungis lúkarkappinn fram á, restin af frammastrinu og laskað stýr ishúsið stóð eftir. Áhöfnin var úrvinda. En skrokkur skipsins hélt og vélin gekk. Á meðan svo var þá flaut þetta litla eik arskip og áhöfnin hélt í vonina.
Misstu af Reykjavík Eftir að hafa barist gegn vindinum í átt að Reykjanesi í einn og hálfan sólar hring sást Ísland loks rísa úr hafi. „Við ætluðum til Reykjavíkur en vorum ekki kunnugir og áttum ekki sjókort til að sigla inn eftir. Við fylgdum því strönd inni norður á bóginn. Úti fyrir Vest fjörðum mættum við íslenskum fiskibát. Áhöfn hans leiðbeindi okkur inn til Bíldudals“, sagði Kaare Nielsen í viðtali við greinarhöfund árið 1999. Það var ömurleg sjón sem íbúar Bíldudals sáu á páskadag árið 1952 þegar Arild seig að bryggju illa útleik inn. Áhöfn skipsins var örþreytt. Norski fáninn blakti í hálfa stöng í afturmastr inu til vitnis um þeir hefðu misst einn af skipsfélögum sínum í greipar Ægis. Áhöfn Arild hafði verið sambandslaus við umheiminn og þeir höfðu ekki hug mynd um að fimm báta og 79 sjómanna sem allir voru kollegar og margir vinir og kunningjar, var saknað eftir þetta mikla óveður sem þeim hafði tekist að bjargast úr. Kaare Nielsen var minnis stætt að margir af íbúum Bíldudals, sem vissu allt þetta og stóðu á bryggjunni og horfðu á norska selveiðibátinn leggja st að, hefðu komist við og sýnt mikla hlut tekningu þegar hann og félagar hans stigu loks á land. Fjölmiðlar á Íslandi höfðu greint ítarlega frá því að fjöl margra norskra selveiðiskipa væri sakn að og leit var hafin bæði úr lofti og á sjó. Norsku sjómennirnir fengu afar góðar móttökur á Bíldudal og seinna þegar þeir fluttu skip sitt yfir til Ísafjarðar þar sem gert var við skemmdirnar á bátnum svo sigla mætti heim til Noregs. Þegar hann minntist þessa atburðar réttri hálfri öld síðar var honum enn í huga mikið þakklæti til Sigfúsar B. Valdi marssonar, sjómannatrúboða á Salem, sem og Hjálpræðishersins á Ísafirði. Kaare Nielsen lét ekki af sjómennsku eftir þessa miklu svaðilför. Hann kom síðar oft við á Íslandi á selveiðiferðum frá heimaslóðum sínum í Troms fylki í Norður Noregi til veiðisvæðanna við Jan Mayen og Nýfundnaland.
HEILDARLAUSN FYRIR SKREIÐARFRAMLEIÐENDUR Skreiðarpressa Hausabrjótur Vinnslulína (Blautrými) Þurrkklefar Skurðarvél (Kótelettuvél) Bjóðum einnig sérlausnir m.a. færibönd saltkerfi
PIPAR \ TBWA • SÍA • 113430
Málmey ehf. | Helluhraun 8 | 220 Hafnarfirði | S 555 6130 | Fax 555 6131 | malmey@malmey.is
MÁLMEY
stálsmiðja
40 |
fimmtudagur 15. desember 2011
M
ér hugnast betur tillögur Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns en tillögur LÍÚ um makrílkvótann. Úthlutunin á honum var hneyksli og til skammar. Algjört hneyksli. Eina sanngjarna leiðin hefði verið að bjóða kvótann hæstbjóðendum á sérstöku uppboði líkt og gert var í Færeyjum. Við fengum 3900 tonn í okkar hlut eftir að hafa sent inn aflatölur sem voru heiðarlega fengnar. Þeir sem voru nægilega kaldir til að ljúga og svíkja báru mest úr býtum þegar svo kom að úthlutuninni. Hjá mörgum útgerðum voru uppgefnar viðmiðunartölur svo gróflega blandaðar síld að sláandi var,“ segir Guðjón Jóhannsson, skipstjóri á Hákoni EA 148, þar sem hann stýrir skipi sínu inn Breiðafjörð á miðjum laugardagsmorgni síðla í nóvember. „Mörg skip veiddu aldrei makríl þann tíma sem viðmiðunin tók til en voru samt flokkuð sem skip með veiðireynslu. Þau veiddu sannarlega engan makríl,“ heldur hann áfram og bætir við að ekki hefði þurft að skera niður krónu í heilbrigðiskerfi landsmanna hefði þessi leið verið farin líkt og í Færeyjum þar sem hluti kvótans var boðinn upp og fyrirtæki tengt Íslandi bauð 100 krónur í hvert kíló. Sundin kjaftfull af síld Himinninn er bjartur að sjá þennan morgun og það lítur út fyrir fallegasta veður. Við erum að fara fyrir Grundarfjörðinn sem er að vakna í morgunroðanum undir Kirkjufellinu, sem stendur eins og strýta upp í loftið frá þessu sjónarhorni séð. Fjallgarðurinn á Snæfellsnesi teygir sig í báðar áttir, austur og vestur, kolsvartur í skugganum sem skýin varpa frá sér á milli þess sem sólargeislarnir ná að brjótast fram. Fremst er Krossnes og Eyrarfjall sitt hvorum megin við fjörðinn, Kirkjufell og Kistufell í grennd við byggðina og í bakgrunninn gnæfa Helgrindurnar illúðlegar yfir ásamt Fjarðarhornstindi nokkru austar. Við höfum þegar farið framhjá Búlandshöfðanum sem er að hverfa aftan við skipið á stjórnborða en hinum megin við Kolgrafarfjörðinn gnæfir Bjarnarhafnarfjall og lengra fram undan á bakborða má sjá ljósin í Stykkishólmi og Helgafellssveitinni sem einnig eru að vakna til lífsins þennan fallega morgun. Óðum styttist á veiðisvæðið. Guðjón skipstjóri er kominn upp í brú og heldur um stjórnvölinn styrkum höndum. Ekkert fum og fát. Hann tekur stefnuna áleiðis inn í krikann utan við Bjarnarhöfn sem sjómennirnir kalla orðið Skipavík. Þar hafði orðið vart við óhemjumagn af síld tveimur dögum áður þegar nokkur skip, Hákon EA, Vilhelm Þorsteinsson EA, Börkur NS, Kap VE og Ásgrímur Halldórsson SF fylltu sig, en það kostaði rifrildi, meðal annars hjá Hákoni EA, sem nú er að koma sunnan úr Helguvík eftir viðgerð á nótinni hjá Krosshúsamönnum í Grindavík. Guðjón segir að í Skipavík hafi vandamálið hjá skipunum verið hversu mikið af lausu grjóti liggi á víð og dreif um botninn, en það hafi ekki komið í veg fyrir að þeir hafi fyllt hjá sér tankana undir hráefni til vinnslu, um 550 tonn. Síðan var Berki NK gefinn afgangurinn úr nótinni, um 300 tonn, sem nægði til að fylla skipið. Börkur hélt við svo búið austur í Neskaupstað að landa en Hákon EA sigldi til Helguvíkur sem fyrr segir. Þessi
Síldin kraumar á
Texti og myndir Kristinn Benediktsson
aukasnúningur kom ekki í veg fyrir að vinnslan héldi áfram í fullum gangi allan tímann og náðist að vinna rúm 300 tonn áður en við nálgumst aftur síldarmiðin þennan fallega laugardagsmorgun. Skipin fyllast hvert af öðru Nú opnast víkin upp á gátt er við komum inn fyrir Akurey og nálgumst Kambstaðartanga með Guðnýjarhyrnu gnæfandi yfir. Stjórnborðsmegin er Faxi RE að snurpa gott kast með húsin í Bjarnarhöfn í baksýn. Jóna Eðvalds SF er einnig að snurpa ágætiskast milli Bæjareyjar og Innri-Hafnareyjar en nær Stykkishólmi við Kiðey hefur Beitir NK kastað á góða lóðningu og er byrjaður að dæla síldinni um borð í skipið. Greinilegt er að síldarvertíðin
Síldin kraumar í nótinni rétt fyrir dælingu eins og í hraðsuðupotti.
| 41
fimmtudagur 15. desember 2011
Í brúnni: Guðjón Jóhannsson skipstjóri (fjær) og Arnþór Pétursson yfirstýrimaður fylgjast með gífurlega stórri síldartorfu inni á einu sundinu úti af Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Það er því ekki ofsagt að öll sund þarna kraumi af vaðandi síld. Glögglega sést hve rauða klessan á dýptarmælunum teygir sig og stækkar eftir því sem skipið siglir lengra inn á sundið. Fyrir framan skipstjórann er skjár sem sýnir astikið þar sem fást önnur sjónarhorn á torfuna og gera skipstjóranum auðveldara um vik þegar hann kastar.
inguna og hefur orð á því á milli þess sem hann röltir um brúna og bíður þess sem verða vill. Hann er ekki beint trúaður á að afgangur verði af þessu kasti sem kemur svo í ljós klukkutíma seinna. Faxi RE er þá orðinn vel siginn og Sighvatur Bjarnason VE sést nálgast miðin óðfluga í vesturátt. Litlar fréttir eru frá loðnumiðunum í grænlensku lögsögunni þar
Úthlutunin á makrílkvótanum var hneyksli og til skammar. Eina sanngjarna leiðin hefði verið að bjóða kvótann á sérstöku uppboði líkt og gert var í Færeyjum.
sundunum er í fullum gangi. Við sjáum þegar við nálgumst Jónu Eðvalds SF að þeir eru með risakast á síðunni því sjórinn kraumar í nótinni og korkurinn er í kafi á kafla. Jói, Jóhann Guðmundsson, skipstjóri á Jónu Eðvalds SF, biður Guðjón að hinkra með að kasta ef ske kynni að afgangur verði því nauðsynlegt er að hafa eitt skip laust í svona slag. Vilhelm Þorsteinsson EA er farinn að gera sig kláran að fá síld hjá Beiti en þar eru karlarnir langt komnir með að fylla skipið. Veðrið getur ekki verið betra, blankalogn svo ekki hreyfist hár á höfði, hvað þá að skipin reki undan vindi meðan þau eru að athafna sig. Guðjóni finnst ganga fullhægt hjá skipverjunum á Jónu að byrja dæl-
sem Lundey RE og Ingunn AK eru í leiðindaveðri ásamt grænlenska skipinu Eriku, fyrrum Hákoni ÞH 250. Skipið ber norskt konungsnafn Sá Hákon EA sem við erum nú staddir um borð í er þriðja skipið með þessu nafni sem útgerðin Gjögur hefur átt. Fyrsti Hákoninn var keyptur frá Fáskrúðsfirði árið 1974 og hét Hilmir SU, 350 tonna bátur sem strax varð flaggskip Gjögursflotans. Báturinn var skírður í höfuðið á báti sem afi Guðjóns hafði átt og Jóhann Adolf Oddgeirsson, pabbi Guðjóns, byrjaði á 17 ára gamall sem skipstjóri. Nú tók Jóhann við þessum báti sem skipstjóri eftir að hafa stýrt öðrum bátum fyrirtækisins farsællega. „Afi hélt því alltaf fram að hann væri kominn í beinan karllegg frá Hákoni hlaðjarli í Noregi sem varð fyrsti konungur landsins alls, og skírði hann bátinn sinn í höfuðið á honum. Pabbi fékk því síðan framgengt innan Gjögurs hf. að nafnið færi á þennan bát enda var hann einn af stofnendum fyrirtækisins ásamt tæplega fimmtíu sveitungum sínum,“ segir Guðjón og kímir og bætir við að þegar hann var að veiðum í norsku lögsögunni og fékk norska sjóliða um borð sagði hann þeim iðulega frá þessum skyldleika. „Það bregst ekki að þeir krjúpa þá á kné fyrir mér því þeir eru svo kon-
ungshollir. Þeir vita það líka að ef þeir ætla að taka mig fyrir landhelgisbrot þar þurfa þeir að slá mig til riddara,“ segir hann hlæjandi og snýr sér að stjórntækjum skipsins því nú liggur fyrir að ekki verður afgangur hjá Jónu Eðvalds SF. Næsti Hákon ÞH var nýsmíði frá Ulsteinvík í Noregi árið 1987, en þar voru einnig smíðuð tvö önnur skip fyrir Íslendinga, Helga II RE og Pétur Jónsson RE, allt systurskip. Að sögn Guðjóns var þessi Hákon ÞH ekki mjög burðarmikill á loðnu eða um 1000 tonn en aftur á móti feykigott rækjuskip, meiri togari en loðnuskip. „Við unnum alla rækju á millidekkinu sjálfir. Pökkuðum og lausfrystum. Ég byrjaði sem háseti á þessum báti og vann mig upp. Pabbi tók við honum í Noregi og sigldi honum heim og síðan tók Oddgeir bróðir við honum. Hann var síðan skírður Áskell EA þegar nýr og glæsilegur Hákon EA kom nýsmíðaður frá Chile upp úr síðustu aldamótum. Það er af Áskeli EA að segja að hann heitir nú Erika og er grænlenskt loðnuskip sem Síldarvinnslan á hlut í. Núverandi Hákon EA er 75 metra langur, 1554 brl. að stærð og meðal stærstu og fullkomnustu fjölveiðiskipa Íslendinga. Ekkert fum né fát „Addi, segðu strákunum að vera klárum!“ kallar Guðjón á stýrimanninn sinn sem hefur verið að hringsnúast í kringum hann í brúnni allan tímann. „Klárir,“ kallar Addi í kallkerfið og fljótlega birtist háseti aftur á þar sem brjóstinu á nótinni með tveimur fallhlífum er grýtt útbyrðis þegar skipun er gefin. Fallhlífarnar þenjast strax út og nótin dregst upp úr nótakassanum á fullri ferð. „Fimm hringir, snurpuhringir,“ heyrist hrópað í kallkerfið. Addi endurtekur skilaboðin í brúnni. „10, 20, 30, 40, 45, 50,“ er kallað eftir því sem nótin dregst út og Addi endurtekur hverja tölu. Guðjón keyrir hringinn að baujunni sem er áföst skottinu sem fór út í fyrstu. Frammi á stefninu húkka skipverjar baujuna og lása geilina fyrir fremri snurpuv írinn inn á spil svo hægt sé að byrja að snurpa. Geilin er tóg sem tengist í grannan vír, 20 mm, en síðan tekur við 33 mm snurpu vír þegar kemur að átakakafla vírsins næst nótinni. Sama gildir fyrir aftari snurpuvírinn nema þar er vírinn strax í framhaldi af geilinni af þykkari gerðinni. Guðjón gefur hverja skipunina á fætur annarri um hvernig haga skuli snurpuninni en vegna þess hve grunnt er á veiðisvæðinu, aðeins 12 fet, og þröngt milli eyja og skerja verður að halda rétt á spilunum. Hægt og örugglega ná skipverjar að snurpa nótina um borð og greinilegt er að niðurleggjarinn aftur á hjálpar mikið því ekki þarf nema fjóra karla í nótakassann þar sem áður þurftu sjö karlar að leggja niður korkið og garnið. Síðan sér einn um blýjateininn og festir snurpuhringina hvern á fætur öðrum við teininn en þeir koma aftur á með sérstökum leiðara. Snyrtilega fyrirkomið og dregur úr slysahættu. Eftir því sem nótin spólast inn og hringurinn á henni þrengist við skipshliðina, kraumar og sýður á síldinni í nótinni sem reynir árangurslaust að sleppa úr prísundinni.
42 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Áhöfnin er kampakát þegar síldin flæðir spriklandi inn á skiljarann og streymir í hráefnistankana í kælingu. Ingunn AK í bakgrunninum við dælingu. Senn hefst dælingin og ljóst að við erum með risakast á síðunni, sennilega um og yfir þúsund tonn. Guðjón kallar á skipstjórann á Sighvati Bjarnasyni VE sem er rétt ókominn í Skipavíkina og bendir honum á að vera tilbúinn nálægt okkur því ljóst er að við erum með mikið af síld umfram vinnslugetu og enginn skipstjóri kærir sig um að henda síld að óþörfu. Tveimur tímum seinna er dælingu lokið og búið að kjaftfylla Sighvat VE sem leggur af stað til Eyja langt um fyrr en bjartsýnustu menn þar um borð þorðu að vona. „Við erum búnir að gefa meiri síld í önnur skip en við höfSjálfvirkt safnkar milli um nokkurn hráefnistankanna og tíma dælt í flokkaranna á millidekklestarnar hjá inu sem skammtar síldina okkur þetta inn á flokkarana. Magni haustið,“ segBarðason fylgist reglulega ir stýrimaðmeð allt gangi samkvæmt urinn, sem nú áætlun. er kominn aftur upp í brú og kímir. Guðjón tekur undir með mági sínum. Nú er stefnan sett út á Breiðafjörð inn á Suðurflóa í skjól svo vinnslan geti gengið hnökralaust fyrir sig. Millidekkið troðfullt af vélumog færiböndum Á millidekkinu í vinnslusal flæðir síldin spriklandi inn á flokkarana.
Betra hráefni er ekki hægt að hugsa sér. Hún er flokkuð í þrjá stærðarflokka, 300-480 grömm, 180-300 g og undir 180 g í frákast. Frá safnkörum flokkaranna fer hún inn á 4 VMK-hausara, sænskar vélar, sem hafa gríðarleg afköst en á hverjum er raðari sem sér til þess að hver síld
sem kemur á miklum hraða snýr rétt. Hausinn á undan. Á hverri vél þarf að vera maður sem fylgist með og fínstillir síldar sem ekki leggjast rétt. Við hvern hausara er flökunarbúnaður áfastur og síðan sérhannaður roðflettibúnaður en flakað er þannig að í stærsta flokkinn hanga þau
saman á roðinu, samflök eða á ensku butterfly. Milliflokkurinn er síðan roðflettur þannig að flökin detta laus. Flökin safnast saman í safnkör þar sem þau skolast áður en þau fara í vigtunarkassana þar sem tveir hásetar vigta og panna þrjár pakkningar í senn í hverja pönnu. Pannan fer síðan
Mynd: Óskar P. Friðriksson Mynd: Óskar P. Friðriksson
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla ogAÐALVÉLAR farsældar á nýju ári FYRIR ÞÁ SEM VELJA VANDAÐ! AÐALVÉLAR FYRIR ÞÁ SEM VELJA VANDAÐ!
fimmtudagur 15. desember 2011
Síldin raðast, stór og falleg, á vinnsluborð eins hausarans þar sem hún er hausuð og slógdregin auk þess sem sporðurinn skerst af. Síðan er flakaðog roðdregið hraðar en hönd á festir..
á færibandi í frystitækin sem telja 400 pönnur í hringrásinni því jafnóðum og ófrosnar pönnur koma inn í tækin fara frosnar út hinum megin. Sjálfvirkur úrsláttarbúnaður sendir pakkningarnar í pökkun þrjár og þrjár saman í 9 kílóa kassa sem detta niður í mínus 26° frost í frystilestinni. Í þessari veiðiferð um borð í Hákoni EA er Stefán Rúnar Garðarsson, þjónustustjóri frá Iceland Seafood sölusamtökunum. Hann fylgist með vinnslunni og tekur prufur og fylgist með gæðum og þyngd flakanna. Hann skrifar hjá sér athugasemdir sem bersýnilega eru mjög fáar. Hann hendir í sundur um 2 kg af flökum þar sem hvert flak er vegið og skráð og dæmt sérstaklega út frá því hvort sýking er enn að herja á fiskinn. Sem betur fer er sýkingu lítt fyrir að fara og nánast hending ef sjást blettir í holdinu. Einnig skoðar hann los og skurðargalla því allt telur hjá smásmugulegum kaupendum.
Vandamálið er hversu mikið af lausu grjóti liggur á víð og dreif um botninn, en það hafi ekki komið í veg fyrir að skipin hafi fyllt hjá sér tankana. „Um borð í þessu skipi er allt til mikillar fyrirmyndar,“ segir Stefán og bætir við að vinnuaðstaðan, fyrirkomulagið, frágangur og vinnuandi áhafnarinnar sé allur til fyrirmyndar svo leitun sé að öðru eins. Að sögn Stefáns reyna starfsmenn IS að vera í sem bestu sambandi við vinnsluskipin sem þeir þjónusta og heimsækja þau út á sjó helst einu sinni á ári. Vaktformaðurinn á vinnsludekkinu, Ingólfur Helgason vinnslustjóri, er að fylgjast með úttektinni hjá Stefáni og tekur heilshugar undir orð hans. „Við erum að vinna rosalega flotta síld sem er nýbúið að dæla spriklandi niður í tankana sem eru hálfullir af köldum sjó til að kæla hráefnið niður undir frostmark á augabragði. Við erum einnig á tánum að fylgjast með sýkingu í flökunum auk þess sem skipta þarf um kælivatn í hráefnistönkunum með reglulegu millibili svo vatnið fúlni ekki,“ segir hann og er rokinn eftir dekkinu að fylgjast með.
Byrjað að dæla úr nótinni risastóru kasti. Þeir eru kátir á svipinn karlarnir á dekkinu talið frá vinstri Jóhann Adolf Oddgeirsson 2. stýrimaður, Arnþór Pétursson yfirstýrimaður og hásetarnir Guðni Rúnar Tómasson, Árni Arnarson og lengst frá er Magni Barðason.
| 45
46 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Áhöfnin á Faxa RE langt komin að dæla vænu kasti og fylla skipið grunnt út af Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi.
Guðjón skipstjóri við stjórnvölinn í brúnni á Hákoni EA fylgist grannt með þegar hann kastar við erfiðar aðstæður. Sunnudagsmorgun og lífið gengur sinn gang Um nóttina sér stýrimaðurinn í AISkerfinu að Júpiter ÞH og Álsey VE eru á vesturleið og finnst ólíklegt að bæði skipin séu á leiðinni á síldarmiðin í Breiðafirði enda kvótastaða útgerðanna lág. Hann hringir í stýrimanninn í Júpiter ÞH sem staðfestir grun Adda, Júpíter er á leið í síldina en Álsey í loðnuna en þar hefur verið smákropp í flottrollið síðasta sólarhring. Júpiter ÞH er svo kominn inn á skipapollinn úti af Bjarnarhöfn, eins og Guðjón kallar veiðisvæðið, fyrir hádegi þennan gráa sunnudagsmorgun. Við erum enn að dóla í Suðurflóa út af Höskuldsey og vinnslan gengur prýðilega. Gæðin eru afbragð að sögn Stefáns. Jón, skipstjóri á Júpiter ÞH, er ánægður með kastið. Honum telst til
Pönnur koma og fara til áfyllingar á færiböndum. Fyrir áhöfnina er enginn burður, allt sjálfvirkt. Elvar Birgisson er í óða önn ásamt félaga sínum að fylla hvern pokann af öðrum af fallegustu flökum sem greinarhöfundur hefur séð. að það sé óhætt fyrir Vilhelm Þorsteinsson EA og okkur að vera nálægir til að hreinsa upp úr nótinni þegar hann hefur fyllt hjá sér.
Afi hélt því alltaf fram að hann væri kominn í beinan karllegg frá Hákoni hlaðjarli í Noregi sem varð fyrsti konungur landsins alls og skírði því bátinn sinn í höfuðið á honum.
Sumarið sem ég sá ekki Ég nota tækifærið og svíf á Guðjón til að forvitnast meira um hann sjálfan. Hann er fæddur 1948, sonur hjónanna Jóhanns Adolfs Oddgeirssonar og Steinunnar Guðjónsdóttur, sem voru stofnendur Gjögurs hf. ásamt um fimmtíu öðrum sveitungum sínum á Grenivík. Faðir hans lést 1999 en móðir hans er enn á lífi. Guðjón réði sig sem háseta 1967, þá 19 ára, á Búðarklett GK hjá Jóni Gíslasyni hf. í Hafnarfirði. „Ég var allt þetta ár á Búðarkletti, á netum og síld. Við byrjuðum að róa í Breiðafjörð þar sem dregnar voru tvær lagnir og landað á þriðja degi
í Hafnarfirði. Er leið á vertíðina var róið suður á Selvogsbanka og landað í Grindavík en Jón gerði sína báta mikið út þaðan,“ segir Guðjón og heldur áfram. „Vertíðin á Búðarkletti varð minnisstæð sakir kuldans þennan vetur en þetta var kaldasta ár sem ég hef upplifað. Við gátum aldrei byrjað að draga netin á morgnana fyrr en búið var að brjóta ís af bátnum og gera vinnuaðstöðuna á dekkinu aðgengilega. Við vorum að drepast úr kulda allan veturinn. Það var óskemmtileg upplifun. Þetta var sama veturinn og slysin urðu við Ísafjarðardjúp þegar Harry Eddom bjargaðist fyrir kraftaverk,“ segir Guðjón og bætir við að um sumarið hafi verið farið á síld norður undir Jan Mayen í svarta þoku. „Þetta var sumarið sem ég sá aldrei vegna þokunnar. Við lönduðum því
| 47
fimmtudagur 15. desember 2011
Stefán Rúnar Garðarsson, þjónustustjóri ÍS, tekur gæðaprufu úr síldarvinnslunni um borð í Hákoni EA. Davíð Hinrik Gígja, VMK-maður, og Magni Barðason fylgjast ábúðarfullir með. litla sem fékkst af síld í flutningaskip sem birtust út úr þokunni. Veiðin var treg enda var þetta árið áður en norskíslenska síldin hvarf algjörlega. Enn er mér minnisstætt er við tókum þátt í leitinni að Stíganda ÓF sem fórst norður í höfum. Þetta var mikil leit, 50-60 skip röðuðu sér upp og leituðu með þeim árangri að áhöfnin fannst í gúmmíbátnum eftir um það bil viku en báturinn hafði farist með svo snöggum hætti að ekki náðist að senda
Síldin veður í nótinni eftir því sem hún lokast upp að síðu bátsins. Hver snurpuhringurinn rennur inn á síðuvírnum þar sem hann er losaður og sendur aftur á. Í bakgrunni er áhöfnin á Ingunni AK að ljúka við að dæla í fullan bát. Hér losar Arnþór yfirstýrimaður einn snurpuhringinn en vel má sjá á myndinni að kastið er stórt.
- Nútíminn er rafdrifinn
Starfsfólk Naust Marine óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs! Þessi skip bættust í ATW fjölskylduna eða fengu uppfærð togvindukerfi árið 2011
48 |
Rússar buðu okkur í bíó um borð í einu móðurskipa sinna og síðan í kaffi sem reyndist vera vodkaveisla. Þetta er í eina skiptið á sjómannsferlinum sem maður lenti á fylliríi úti á sjó. út neyðarkall. Í framhaldi af þessum atburði var tilkynningarskyldan sett á laggirnar hjá síldarbátunum sem hófu að kalla sín á milli kerfisbundið til að hafa yfirsýn yfir flotann,“ segir Guðjón og bætir við að svo ankannalega hafi viljað til að hann og annar háseti um borð hafi týnst í bókhaldinu og ekki fengið lokauppgjör fyrir árið fyrr en fimm árum seinna eða árið 1972. Næsta ár fór hann á síldina á Vörð ÞH eftir góða vertíð um veturinn á Oddgeiri í Grindavík. „Við vorum í reiðuleysi norðan við Kastið sem áhöfnin á Hákoni EA fékk á laugardeginum var risastórt, sennilega 1000-1500 tonn því þeir tóku um 600 tonn sjálfir í vinnsluna og fylltu svo Sighvat Bjarnason VE.
Áhöfnin á Hákoni EA í síldartúr í nóvember 2011 1. Guðjón Jóhannsson skipstjóri 2. Arnþór Pétursson yfirstýrimaður 3. Jóhann Adolf Oddgeirsson 2. stýrimaður 4. Sigurður Þorláksson yfirvélstjóri 5. Sæmundur Sigurðsson 1. vélstjóri 6. Karl J. Ásmundsson 2. vélstjóri 7. Þórður Jakobsson matsveinn 8. Davíð Hinrik Gígja VMK-maður 9. Andri Lárusson VMK-maður 10. Jóhann Helgason bátsmaður 11. Ingólfur Helgason vinnslustjóri 12. Árni Arnarson 13. Ingólfur Ásgeirsson 14. Þorsteinn Friðriksson 15. Guðni Rúnar Tómasson 16. Jóhann G. Sigdórsson 17. Guðmundur R. Guðjónsson 18. Jóhann Elvar Tryggvason 19. Elvar Birgisson 20. Magni Barðason 21. Þorlákur Þorláksson 22. Jón Gunnar Traustason 23. Grétar Guðfinnsson 24. Birgir Pétursson
fimmtudagur 15. desember 2011
Bjarnarey þegar Rússar buðu okkur í bíó um borð í einu móðurskipa sinna. Okkur var síðan boðið í kaffi sem reyndist vera Vodkaveisla og má segja að á öllum sjómannsferli mínum reyndist þetta eina skiptið sem maður lenti á fylliríi úti á sjó. Ég man að einn af félögum mínum sem lenti í þessari veislu var Helgi Laxdal, seinna formaður Vélstjórafélags Íslands. Og svo hvarf síldin.“ Guðjón var á Gjögursbátunum í um tuttugu ár á vetrarvertíðum frá Grindavík. Eigin útgerð var draumurinn „Ég var tvítugur þegar ég byrjaði sem háseti á Oddgeiri ÞH hjá Knúti Bjarna-
syni sem var skipstjóri og seinna hafnsögumaður í Reykjavík. Ég var síðan á Verði ÞH meira og minna þar til fyrsti Hákoninn kom til Gjögurs frá Fáskrúðsfirði. Pabbi var skipstjóri á Verði ÞH en tók síðan við Hákoni ÞH þegar hann kom. Þetta var feiknamikið skip og mikil breyting frá hinum bátunum. Ég var samt ekki nema eina vertíð þar til að byrja með, á loðnu og netum, því ég lét draum sem blundaði í mér rætast og hóf eigin útgerð vorið 1975 ásamt fjórum öðrum Grenvíkingum. Við keyptum 30 tonna eikarbát, Ægi Jóhannsson ÞH, sem smíðaður var hjá Vör, trébátasmiðju á Akureyri. Við rérum með línu, net og handfæri og
lögðum upp hjá frystihúsinu heima en beittum í gamla Gjögurshúsinu. Árið 1977 var ég kominn með pungaprófið og tók við skipstjórninni allt til ársins 1980 er við seldum bátinn til Sandgerðis og slitum félaginu. Þá tók ég við Áskeli ÞH sem Gjögur hf. gerði út frá 1958 eða eftir að þeir misstu Von TH,“ segir Guðjón og bætir við að hann hefði farið í Stýrimannaskólann 1984 og klárað hann á tveimur árum. Hann tók sér frí á meðan en reri á Áskeli ÞH á humri um sumarið en báturinn brann svo 1985 seinna skólaár Guðjóns og var ónýtur á eftir. Guðjón tekur sér málhvíld og hugar að Júpiter ÞH en þar eru þá komin
| 49
fimmtudagur 15. desember 2011
Banna á flottrollsveiðar á loðnu. Það er hneyksli að þær skuli enn vera leyfðar sérstaklega þar sem verið er að byggja upp loðnustofninn. upp smá vandræði eftir að vélstjórarnir þurftu að drepa á vélinni því brennsluolía lak saman við smurolíuna sem hætti þar með að smyrja. Vilhelm Þorsteinsson EA var lagstur utan á Júpiter ÞH en fékk enga síld því nótin sprakk þegar reynt var að bakka skipunum frá nálægri eyju. Guðjón var þá ekkert að tvínóna við það lengur heldur sigldi norður fyrir Elliðaey til að hafa var af eyjunni fyrir vinnsluna. Flottrollið ægilegur skaðvaldur „Árið eftir að Áskell ÞH brann kom nýr Hákon ÞH frá Noregi og tók Oddgeir bróðir við honum eftir að pabbi hafði siglt honum heim. Ég var svo á því skipi þar til um aldamótin þegar nýjasti Hákon EA kom frá Chile. Sá gamli var skírður Áskell EA eins og áður sagði og varð ég skipstjóri þar allt til ársins 2005 en þá dó Oddgeir bróðir langt fyrir aldur fram svo ég fór yfir og tók við skipstjórninni. Ég hef síðan verið skipstjóri á þessu skipi á móti Björgvini Birgissyni en við erum með tvær áhafnir á skipinu enda er stíft
Þetta var sumarið sem ég sá aldrei vegna þokunnar. Við lönduð því litla sem fékkst af síld í flutningaskip sem birtust út úr þokunni. róið,“ segir Guðjón en veiðiskapurinn er loðna, síld, makríll og kolmunni auk kvóta úr norsk-íslensku síldinni. Veiðin dreifist yfir árið en kvótastaðan er þokkaleg í flestum tegundum ef frá er talið hneykslið sem átti sér stað þegar makrílnum var úthlutað, eins og Guðjón orðar það. Allur afli sem er vinnsluhæfur er unninn um borð til manneldis en veitt er ýmist í nót eða flottroll. „Þú mátt hafa eftir mér að í sannleika sagt ætti að banna flottrollsveiðar á loðnu eins og þær eru misnotaðar í dag. Það er hneyksli að þær skuli enn vera leyfðar sérstaklega þar sem verið er að byggja upp loðnustofninn sem hrundi vegna gengdarlausra flottrollsveiða um árið,“ segir Guðjón og bætir við að nær allir skipstjórar séu sammála því að
Hákon EA var smíðaður í Chile og afhentur árið 2001.
MYND/ ALFONS FINNSSON.
banna allar flottrollsveiðar á loðnu á þessu veiðiári. „Þeir væla hátt sem þykjast hafa fjárfest mikið gagngert vegna makrílsins en gleyma að geta þess að þeir nýta fengna aðstöðu við vinnslu á síld og loðnu svo ég vorkenni þeim ekkert þótt sanngirni sé gætt,“ segir hann og slær af þar sem við höfum farið framhjá Elliðaey í ljósaskiptunum og erum komnir í gott var. Á morgun þarf sennilega að kasta til að fá í tankana fyrir áframhaldandi vinnslu en það er þess dags vandamál þar sem veðurspáinlítur ekkert of vel út. Það gengur skarpt á kvótann og svo bíður loðnan norður í höfum og síðan eru jólin á næsta leyti. Vá, hvað tíminn líður hratt!
50 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Steingrímur Þorvaldsson, fyrrum skipstjóri á Vigra RE.
MYND/BIG
Braskið varð til þess að kvótakerfið missti trúverðugleika EIRÍKUR ST EIRÍKSSON
H
ann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Ólst upp í nágrenni hafnarinnar sem var leiksvæði hans og jafnaldra hans á æskuárunum. 13 ára gamall var hann farinn að vinna sem „eyrarkarl“ við að skipa fiski upp úr togurum og 15 ára gamall, að loknu skyldunámi, lá leiðin á sjóinn sem háseti á togara. Að loknu námi í Stýrimannaskólanum tók við aukin ábyrgð sem stýrimaður á togurum og þrítugur tók hann við skipstjórn á einu aflasælasta fiskiskipi landsmanna. Sá, sem hér er lýst, heitir Steingrímur Þorvaldsson en hann var lengst af starfsferli sínum skipstjóri á Vigra RE, fyrst á ísfisktogaranum með því nafni og síðar samnefndum frystitogara. Steingrímur, sem lét af skipstjórn og fór í land fyrir tveimur árum, verður að teljast einn af farsælustu togaraskipstjórum landsmanna. Í þessu viðtali er fjallað um sjómennskuferil hans og skoðanir á íslenskum sjávarútvegi.
Steingrímur fæddist árið 1946 en þá bjuggu foreldrar hans, Þorvaldur Snorrason, verkamaður í Reykjavík og síðar verkstjóri hjá malbikunarstöð Reykjavíkurborgar, og Elín Guðjónsdóttir, sem ættuð var frá Stokkseyri, á Urðarstíg 13 í Reykjavík. Æskuheimili Steingríms var steinsnar frá höfninni og líkt og fleiri á hans reki þá varði hann drjúgum tíma við höfnina. „Við krakkarnir vorum að dorga á bryggjunum og þvældumst um borð í bátana. Það þótti ekkert athugavert við það í þá tíð þótt krakkar, langt innan við tíu ára aldur, væru að þvælast við höfnina daginn út og inn. Nú er öldin önnur og foreldrar vaka yfir börnunum sínum langt fram yfir tvítugt og jafnvel lengur. En þetta blessaðist allt og ég man ekki eftir neinum slysum á börnum við höfnina á þessum árum. Lífið gekk áfallalaust fyrir sig.“ Á Eyrinni 13 ára gamall Steingrímur var í barnaskóla í Miðbæjarskólanum við Tjörnina fram til tíu
ára aldurs en eftir að fjölskyldan flutti sig um set á Rauðarárstíginn, lá leiðin í Austurbæjarskólann. Gagnfræðaprófið tók Steingrímur svo við Lindargötuskólann. Að loknu svokölluðu skyldunámi tók alvara lífsins við og 13 til 14 ára gamall var unglingurinn farinn að vinna á Eyrinni en svo nefndist sú vinna sem fólst í ýmiss konar störfum á hafnarsvæðinu.
Við krakkarnir vorum að dorga á bryggjunum og þvældumst um borð í bátana.
Fyrsti veiðitúrinn. Hér er Steingrímur 13 ára.
| 51
fimmtudagur 15. desember 2011
„Ég byrjaði að vinna hjá Togaraafgreiðslunni við að landa úr skipum en það var fjöldinn allur af strákum á mínum aldri sem kepptist við að komast í þá vinnu. Við mættum á morgnana og ef við vorum heppnir þá fengum við vinnu þann daginn. Þetta var ótryggt starf en ég var heppinn að því leyti að ég hafði yfirleitt nóg að gera. Þetta var þrælavinna, jafnvel fyrir fullhrausta karlmenn, og maður mokaði karfa og öðrum fiski allan daginn. Svo þreyttur var ég á kvöldin að það var með herkjum að ég gat hjólað eftir Skúlagötunni áleiðis heim á Rauðarárstíginn.“ Þegar Steingrímur var 15 ára urðu ákveðin tímamót í lífi hans er hann var ráðinn sem háseti á Víking AK. „Ég fékk plássið í gegnum klíku, ef svo má að orði komast. Mágur mömmu þekkti Hans Sigurjónsson, skipstjóra á Víkingi, og það var fyrir hans orð að ég fékk starfið. Víkingur var þá nánast nýr, hafði komið til landsins sem nýsmíði ári fyrr og ég man hve ég var montinn yfir því að hafa komist á svona fínt og fullkomið skip. Víkingur var byggður sem togari og það var ekki fyrr en síðar að skipinu var breytt til nótaveiða. Víkingur er enn að og í fyrra var haldið upp á það að 50 ár voru liðin frá komu skipsins til landsins. Ég er reyndar ekkert hissa á því hve vel það hefur dugað því þetta var mjög gott og velbyggt skip í alla staði.“ Bölvaður kuldinn situr enn í manni Að sögn Steingríms kunni hann strax vel við sjómennskuna. „Ég kunni mjög vel við mig úti á sjó. Það voru óskaplega fínir karlar þarna um borð. Við vorum á hefðbundnum togveiðum og veiddum mest karfa og þorsk. Veiðarnar voru árstíðaskiptar á vorin og fram á sumar vorum við mikið að veiðum við Vestur-Grænland en síðan á heimamiðum á haustin og veturna. Reyndar kom fyrir að teknir voru svokallaðir jólatúrar á Grænlandsmið og það voru kalsasamar veiðiferðir. Yfirbyggð skip þekktust ekki á þessum tíma og það gat tekið á að standa í aðgerð úti á dekki í vitlausum veðrum og skítakulda. Það var alltaf hætta á ísingu á veturna og við urðum að vera undir það búnir að berja ís af skipinu til þess að forða því að illa færi. Ég lenti oft í því að þurfa að berja ísinn af, sem ekki var skemmtilegt verk, en við vorum það lánsamir að við lentum aldrei í neinni hættu. Vinnan var annars yfirleitt fín og sjaldnast mjög erfið. Hver vakt var aldrei meira en sex tímar og síðan var sex tíma frí. Kuldinn var verstur enda lítið um skjól á dekkinu og það er e.t.v. bölvaður kuldinn sem situr mest í manni þegar hugsað er til baka.“ Hvernig var afkoman? „Hún var sæmileg á þessum skipum en ekkert þó í líkingu
Egersund Island óskar öllum sjómönnum gleðilegra jóla Egersund Island óskar öllum
sjómönnum gleðilegra jóla Egersund Island óskar öllum sjómönnum gleðilegra jóla
Reynsla,
gæði og samvinna Reynsla, gæði og samvinna Reynsla,
UPPSJÁVARVEIÐITROLL OG FLOTTROLL FYRIR BOTNLÆGAR VEIÐAR | NÆTUR TOGHLERAR | BOTNTROLL FYRIR RÆKJU, HVÍTFISK OG BRÆÐSLUFISK GRANDARAR OG TENGDUR BÚNAÐUR | TOG- OG NÓTAVÍRAR
gæði og
samvinna
UPPSJÁVARVEIÐITROLL OG FLOTTROLL FYRIR BOTNLÆGAR VEIÐAR | NÆTUR TOGHLERAR | BOTNTROLL FYRIR RÆKJU, HVÍTFISK OG BRÆÐSLUFISK GRANDARAR OG TENGDUR BÚNAÐUR | TOG- OG NÓTAVÍRAR UPPSJÁVARVEIÐITROLL OG FLOTTROLL FYRIR BOTNLÆGAR VEIÐAR | NÆTUR TOGHLERAR | BOTNTROLL FYRIR RÆKJU, HVÍTFISK OG BRÆÐSLUFISK GRANDARAR OG TENGDUR BÚNAÐUR | TOG- OG NÓTAVÍRAR Egersund Iceland EHF Tel: + 354 470 6700 Fax: + 354 470 6709
Egersund Office Reykjavík Tel: + 354 470 6710 Fax: + 354 470 6719
Island
Egersund Iceland EHF Tel: + 354 470 6700 Fax: + 354 470 6709
Egersund Office Reykjavík Tel: + 354 470 6710 Fax: + 354 470 6719
Island
Egersund Iceland EHF Tel: + 354 470 6700 Fax: + 354 470 6709
Egersund Office Reykjavík Tel: + 354 470 6710 Fax: + 354 470 6719
Island
Rafvélaverkstæði - Vindingar Skipaþjónusta - Raflagnir - Viðhald
Grandagarði 16 • 101 Reykjavík • Sími 552 8710 • Fax 5528711
We care, that’s why we try harder
WORLDWIDE TURBOCHARGER SERVICE AND PARTS
SERVICE & SALES ICELAND
| 53
fimmtudagur 15. desember 2011
við það sem menn voru að fá á síldarbátunum á þeim árum. Þar gátu tekjurnar verið rosalegar og það hvarflaði ekki einu sinni að manni að freista þess að reyna að fá pláss á síldarbáti. Afkoman hjá okkur var aðallega í lagi vegna þess að skip eins og Víkingur fiskuðu svo mikið og burðargetan var mun meiri en hjá flestum af hinum togurunum. Kaupið var fínt fyrir svona stráka eins og mig en þeir, sem höfðu fyrir fjölskyldu að sjá, voru ekkert of sælir af sínum hlut.“ Alltaf ákveðinn í að verða sjómaður Það var Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan á Akranesi, sem var í eigu Haraldar Böðvarssonar, sem gerði Víking út á þessum árum og Steingrímur segir útgerðarfyrirtækið hafa verið til algjörrar fyrirmyndar. Allt hafi staðið eins og stafur á bók. Steingrímur var í ein sex eða sjö ár á Víkingi áður en leiðin lá í Stýrimannaskólann þar sem hann stundaði nám á árunum 1964 til 1966. Þú hefur þá verið búinn að gera það upp við þig að sjómennskan væri það sem þú vildir leggja fyrir þig sem ævistarf? „Ég var eiginlega alltaf ákveðinn í því, m.a.s. áður en ég fór til sjós.“ Að loknu prófi frá Stýrimannaskólanum vorið 1966 fór Steingrímur aftur sem háseti á Víking, þá 18 ára gamall. Þar var hann í eitt ár og leysti á þeim tíma einu sinni af sem stýrimaður. Þaðan lá leiðin svo yfir á Þormóð goða RE. „Það hefur verið 1967 eða snemma árs 1968 að ég fékk pláss sem 2. stýrimaður á Þormóði goða sem Bæjarútgerð Reykjavíkur gerði út. Þetta var mjög gott skip, ekki ósvipað Víkingi en þó minna, en það hafði verið smíðað í sömu stöð tveimur árum á undan Víkingi. Veiðarnar voru sömuleiðis þær sömu en heildaraflinn var minni í samræmi við burðargetuna. Við vorum mikið að veiðum við Grænland og auk þess að vera 2. stýrimaður þá leysti ég af sem 1. stýrimaður. Skipstjóri var Magnús Ingólfsson sem var mikill aflamaður.“ Steingrímur segir að kjörin hafi breyst við að verða stýrimaður því 2. stýrimaður var með 1,25 hlut á meðan hásetahluturinn var 1,00. Kjör 1. stýrimanns voru betri þar sem hlutur hans var 1,50 og skipstjórinn var svo með tvöfaldan hlut. Reyndar segir Steingrímur að vegna minni afla á Þormóði goða en Víkingi þá hafi hann verið í svipaðri stöðu launalega séð, þrátt fyrir hærri hlut, eftir vistarskiptin. Fastur liður í úthaldi togaranna voru siglingar með aflann til Englands og Þýskalands þar sem hann var seldur á uppboðum í hafnarborgum eins og Grimsby og Hull og Bremerhaven og Cuxhaven. Að sögn Steingríms voru sölurnar erlendis engin ávísun á hærri tekjur. Stundum fékkst reyndar mjög gott verð fyrir aflann, sem skilaði sér í bættum hlut, en fyrir kom að verðið féll og þá báru skipverjar skarðan hlut frá borði. „Við vorum mikið í siglingum á Víkingi og Þormóði goða frá því á haustin og fram að páskum en þá voru síðustu sölurnar. Mest var siglt til Þýskalands en ef aflinn var að uppistöðu þorskur þá var siglt til Englands. Við vorum svo á heimamiðum á vorin og fram á haust. Siglingarnar voru yfirleitt kærkomin tilbreyting frá hinu daglega amstri. Við gátum séð okkur um og keypt ýmsar vörur sem ekki voru í boði hér heima. Svo ég minnist nú ekki á bjórinn, sem við máttum taka með okkur heim, en sú vara var þá stranglega bönnuð á Íslandi. Þá fylgdi siglingunum sá kostur að hægt var að fá siglingarfrí á kaupi því það þurfti ekki fullmannaða áhöfn til þess að fara með
skipinu til Englands eða Þýskalands. Það var minna um slík frí á Þormóði goða því við fórum oft tvo siglingartúra í beit án þess að koma í höfn á Íslandi. Þá var siglt beint á miðin frá Englandi eða Þýskalandi og síðan var haldið til baka þegar hæfilegu aflamagni var náð. Annars voru stoppin í landi rosalega stutt. Það var sjaldnast stoppað meira en í einn og hálfan sólarhring eða í mesta lagi í tvo. Það er útilokað annað en að úthaldsdagarnir hafi verið yfir 300 á ári en maður var ekkert að spá í það á þeim árum. Lengstu túrarnir voru þegar við vorum að veiðum við Grænland. Það tók upp í fjóra daga að sigla á miðin. Síðan var verið í 12-14 daga að veiðum og þetta gat því orðið langt úthald, sérstaklega ef siglt var með aflann. Það gerðist helst ef við vorum að karfaveiðum því Þjóðverjunum virtist vera alveg sama þótt aflinn væri 18-19 daga gamall þegar hann var boðinn upp á markaði. Þeir keyptu hann ekkert síður þótt það væri komið sterkara bragð af karfanum.“ Lenti aldrei í slarki eða slagsmálum Steingrímur kannast lítið við þær sögur sem gjarnan voru sagðar af siglingum íslenskra sjómanna á þessum árum og slarki þeirra og slagsmálum í erlendum hafnarborgum. „Ég var blessunarlega laus við að lenda í slíku og varð þess aldrei var að neinn úr áhöfninni lenti í vandræðum. Ég hef s.s. heyrt þessar sögur en ég kannast ekkert við þær. Aldrei varð ég var við að verið væri að veiða kófdrukkna menn upp úr höfninni hvað þá að verið væri að handtaka menn fyrir óspektir og áflog. Einhvern tímann varð einhver eftir í landi þegar skipið hélt úr höfn en það er undantekningartilvik. Sennilega var ég svo heppinn að vera til sjós með góðum og vönduðum mönnum. Þegar ég byrjaði á Víkingi var þar fyrir úrvalsmannskapur. Skipið var nýtt og glæsilegt og útgerðin gat valið bestu sjómennina til starfa. Bestu sjómennirnir völdust til starfa á bestu skipunum. Svipaða sögu er að segja af Þormóði goða,“ segir Steingrímur en hann var í tvö ár á því skipi eða allt þar til hann réð sig sem 1. stýrimann á togarann Röðul HF frá Hafnarfirði. „Skipstjóri á Röðli var Þráinn Kristinsson, mikill sómamaður sem ég hafði kynnst á Víkingi. Mér var boðið starfið árið 1970 og ákvað að slá til en það var m.a. vegna þess að mig hafði alltaf langað til að prófa að vera á gufutogara. Þeir voru þá að týna tölunni og búið var að leggja gufutogurum í hrönnum. Röðull var einn fárra gufutogara sem eftir voru og þótt þetta væri ekkert sjóskip á borð við Víking og Þormóð goða, þá blundaði alltaf þessi löngun í mér. Þetta var allt önnur uplifun en ég átti að venjast. Maður heyrði nánast ekkert í vélinni, a.m.k. ef miðað er við dísilvélarnar, og ef
Kaupið var fínt fyrir svona stráka eins og mig en þeir, sem höfðu fyrir fjölskyldu að sjá, voru ekkert of sælir af sínum hlut.
Góður afli á Víkingi AK.
Unnið á dekki á gamla Vigra. Steingrímur fyrir miðri mynd.
ekki hefðu verið dísilljósavélar um borð þá hefði Röðull átt fátt sammerkt með flestum öðrum skipum í flotanum, annað en að vera fiskiskip. Gufan var framleidd með olíukyndingu og aðalvélin var 1.000 hestafla. Til samanburðar má nefna að aðalvélarnar í Víkingi og Þormóði goða voru rúmlega 2.000 hestöfl. Það var svakalega stór gufuketill um borð og þótt vélaraflið væri ekki mikið þá gekk skipið vel, enda var það vel hannað og rennilegt. Togkrafturinn var hins vegar ekki sambærilegur við það sem maður átti að venjast.“ Skipstjóri 25 ára gamall Steingrímur þreytti frumraun sína sem skipstjóri á Röðli í árslok 1972, þá 25 ára gamall, en skipið var þá að veiðum til að fiska fyrir svokallaða jólasölu erlendis. „Við vorum alltaf úti á sjó á jólunum og það hugsaði s.s. enginn sérstaklega um það, þótt þeir væru komnir með fjölskyldu, því menn þekktu ekkert annað,“ segir Steingrímur en sjálfur varð hann fjölskyldumaður ungur að árum. Hann kynntist konuefni sínu, Helgu Sigurjónsdóttur, fyrst þegar hún fór með í siglingu á Víkingi í lok árs 1963. Faðir hennar
var þá yfirvélstjóri um borð. Þessi kynni urðu til þess að skötuhjúin rugluðu síðar saman reitum sínum. Fyrsti sonur þeirra fæddist í árslok 1966 og í apríl 1967 gengu þau í hjónaband. „Helga þekkti ekkert annað en að faðir hennar væri að heiman á jólunum og um áramót og hún kippti sér því ekkert upp við það þótt það væri einnig hlutskipti eiginmannsins. Nú er þetta hins vegar alveg dottið út því það eru öll skip í höfn á jólunum. Maður gat s.s. fengið frí ef eftir því var óskað en staðan var bara þannig að það var nauðsynlegt að vinna eins mikið og maður gat, ekki síst þegar maður var að koma þaki yfir höfuðið. Það borgaði enginn annar reikningana ef maður tók sér frí. Fyrst keyptum við kjallaraíbúð í Sigtúni. Þaðan fluttum við í blokkaríbúð í Hamraborginni, sem þá var í byggingu. Síðan í fokhelt raðhús við Laugalæk og loks einbýlishús á Seltjarnarnesi þar sem við vorum lengst eða í 20 ár. Við vorum svo orðin ein í kotinu og þá var skynsamlegast að minnka við sig og núna búum við í blokkaríbúð í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi. Á öllum þessum tíma hefur Helga séð um það sem gera hefur þurft í landi og betri
54 |
fjármálastjóra gæti ég ekki hugsað mér. Þegar við vorum að kaupa fyrstu íbúðirnar var ég ekki einu sinni í símasambandi úti á sjó. Talstöðin, sem allir gátu hlustað á, var eina samskiptaleiðin. Það er því gjörbreyttir tímar. Farsímarnir eru löngu komnir til sögunnar og nú eru menn með internetið við hendina og gervihnattasímar eru komnir í flest stærri skip.“ Á árinu 1973 var Steingrímur ráðinn 1. stýrimaður á ísfisktogarann Vigra RE sem komið hafði til landsins ári fyrr frá Póllandi sem nýsmíði fyrir Ögurvík hf. Þar hitti hann fyrir sinn gamla skipstjóra, Hans Sigurjónsson, sem verið hafði skipstjóri á Víkingi. „Vigri var fyrsti skuttogarinn, sem smíðaður var fyrir Íslendinga, en fyrir voru í flotanum skuttogarar sem keyptir höfðu verið notaðir til landsins. Ögri RE kom svo mánuði á eftir Vigra til landsins þannig að um þessar mundir var Ögurvík með nýjustu og fullkomnustu togara landsins. Það var ótrúleg breyting að fara yfir á Vigra, ekki síst fyrir karlana á dekkinu sem komust í skjól við að gera að fisknum eftir að trollið hafði verið tekið um borð. Auðvitað þurfti eftir sem áður að gera við trollið á togþilfarinu en öll aðgerð fór fram í skjóli fyrir veðrum og vindum. Það var 2.300 hestafla aðal vél í Vigra, eða svipuð eða aðeins öflug ari en í Víkingi, en þetta var hörkuskip og mjög gott sjóskip.“ Og enn sem fyrr var útgerðarmynstrið það sama og Steingrímur hafði átt að venjast frá því að hann fór fyrst til sjós aðeins 15 ára gamall. Aflanum var landað heima á sumrin en siglt var með aflann frá því á haustin og fram undir páska.
fimmtudagur 15. desember 2011
Vigri RE kemur nýsmíðaður til landsins 1972. Vigri var fyrsti skuttogarinn sem smíðaður var sérstaklega fyrir Íslendinga.
Ánægjuleg samskipti við stórskemmtilega útgerðarmenn Steingrímur tók við skipstjórn á Vigra á árinu 1976 en Hans Sigurjónsson fór þá í land til starfa hjá útgerðinni. Þar réðu ríkjum þeir bræður Gísli Jón og Þórður Hermannssynir og þriðji bróðirinn, Sverrir, sem var landskunnur þingmaður og síðar ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn og enn síðar bankastjóri Landsbankans, átti einnig hlut í Ögurvík. Allir hafa þeir bræður munninn fyrir neðan nefið og það er því eðlilegt að spyrja Steingrím að því hvernig honum hafi gengið að lynda við þessa landsþekktu „striga kjafta“. „Samskipti okkar voru alla tíð mjög síst var skipinu breytt þannig að í stað góð. Ég hafði reyndar bara samskipti þess að vera með fiskinn í stíum, eins og við Gísla Jón og Þórð, sem voru stórtíðkaðist um borð í gömlu skipunum, þá skemmtilegir menn, en Sverri þekkti ég var lestin útbúin fyrir 50 lítra fiskkassa. ekki neitt enda skipti hann sér ekkert af Burðargetan hefði átt að aukast við lengútgerðinni. Man ekki einu sinni til þess inguna en vegna kassavæðingarinnar þá að ég hafi séð honum bregða fyrir þegar komum við fyrir svipuðu magni í lestég átti erindi á skrifstofuna. Ég held að inni og fyrir breytingarnar.“ það hafi ekki verið hægt að vera hjá betri útgerðarmönnum. Ef illa gekk, eins og Sáuð þið mun á gæðum aflans eftir stundum gerðist, þá sýndu Gísli Jón og kassavæðinguna? Þórður því fullan skilning og lögðu gott „Já, alveg um leið. Fiskurinn, sem íseitt til málanna. Ég hef orðið var við að aður var í kassa, var miklu betri en sá úr mörgum þykir Gísli Jón vera óvæginn ef stíunum. Munurinn var greinilegur. Það svo ber undir. Hann hefur gaman af því má segja að við höfum ekki stigið skrefið að ögra mönnum til þess að sjá úr hverju til fulls hvað varðar kassavæðinguna því þeir eru gerðir. Það er hans stíll.“ aftast í lestinni héldum við eftir nokkrum stíum og fyrsti aflinn í hverjum túr Kassavæðingin var var ísaður í þær vegna þess að menn sannkallað framfaraspor töldu að fiskurinn geymdist betur í stíAð sögn Steingríms fór Vigri í breytingunum en í kössum. Ég komst fljótlega að ar árið 1980 og þá var skipið sömuleiðis því að þetta var alrangt. Ég fylgdist alltaf lengt. með því þegar verið var að landa úr skip„Skipið gjörbreyttist til hins betra við inu á erlendum ferskfiskmörkuðum og þetta. Það var miklu rólegra í sjó, lunnuppboðum í kjölfarið og niðurstaðan var ingarnar voru hækkaðar, settar voru alltaf hin sama. Fiskurinn úr kössunum tvær skeifur á dekkið til þess að hægt var miklu betri. Við brugðumst þannig væri að vera með tvö troll og nýr krani við að við snerum þessu við og fiskurinn auðveldaði alla vinnu. Síðast en ekki
MYND/KRISTINN BENEDIKTSSON
Ég held að það hafi ekki verið hægt að vera hjá betri útgerðarmönnum. Ef illa gekk, eins og stundum gerðist, þá sýndu Gísli Jón og Þórður því fullan skilning.
Þrjátíu tonna karfahal á gamla Vigra RE. úr síðustu holunum var settur í stíurnar. Ég verð að viðurkenna að ég var orðinn skítlogandi hræddur eftir að við reyndum þetta í fyrsta skiptið vegna þess að við fengum hvergi löndun. Þegar það loks tókst að fá löndunardag þá var fiskurinn úr fyrstu holunum orðinn 22-23
daga gamall og hann var ísaður í kassa. Ef við hefðum fylgt „teoríunni“ þá hefði fiskurinn úr stíunum verið sá elsti. Þetta var 350 tonna túr og þar af voru aðeins þrjú til fjögur tonn dæmd óhæf til manneldis. Það var svipað hlutfall og venjan var í mun styttri túrum. Þetta sannfærði
| 55
fimmtudagur 15. desember 2011
okkur um kosti kassanna og í framhaldinu voru stíurnar alfarið aflagðar.“ Þær breytingar urðu hjá Ögurvík á árinu 1985 að togarinn Freri RE bættist við flota félagsins. „Ögurvík var þá komin með þrjú skip. Kvótakerfið var komið á og við því þurfti að bregðast því ekki jókst kvótinn við það að skipunum fjölgaði. Niðurstaðan varð sú að við á Vigra snerum okkur alfarið að veiðum með það að markmiði að landa öllum okkar afla allt árið um kring til sölu á erlendum mörkuðum. Þannig var það næstu sex eða sjö árin eða allt þar til að frystitogarinn Vigri kom til landsins.“ Frystitogaramál voru mér framandi heimur Hinn nýi Vigri kom til landsins haustið 1992. Að sögn Steingríms þekktu hann og aðrir skipverjar lítið til starfa um borð í frystitogurum. „Þetta var framandi heimur fyrir mér. Ég hafði s.s. heyrt í skipstjórum á frystitogurum í talstöðinni og sjálf skipstjórnin var auðvitað alveg eins á frystitogurum og ísfisktogurum. Vinnslan var hins vegar vandamálið. Ég hafði sent stýrimennina mína yfir á frystitogara í læri áður en að því kom að nýi Vigri kæmi til landsins. Það hjálpaði okkur hins vegar, hvað varðar vinnsluna, að fjölga þurfti í áhöfninni úr 18 í 27 manns og viðbótin var öll menn sem höfðu reynslu af fiskvinnslu um borð í frystitogurum og ekki síður af vinnu við þessi stóru flottroll sem okkur hinum var algjörlega framandi. Þetta voru allt mjög góðir menn og það hjálpaði okkur yfir erfiðasta hjallann. Við fengum t.d. afbragðsgóðan bátsmann sem enn er í áhöfninni. Samt sem áður lentum við í
þessum hefðbundnu byrjunarörðugleikum. Það hjálpaði mér hins vegar mikið að geta ráðfært mig við aðra skipstjóra í gegnum talstöðina og menn eins og Guðmundur á Venusi HF voru mér mjög hjálplegir. Það voru allir af vilja gerðir til þess að hjálpa mér og stýrimönnunum í þeim vandræðum sem við áttum í framan af. Þá bætti ekki úr skák að það var vesen á spilunum og tromlunum til að byrja með og það tók tíma að fá þennan búnað til að virka rétt.“ Fyrst eftir að frystitogarinn Vigri RE kom til landsins var haldið til hefðbundinna veiða í Skerjadjúpinu og öðrum heimamiðum en þaðan lá leiðin á úthafs karfaveiðar á Reykjaneshryggnum sem þá voru til þess að gera nýhafnar. Þótt Steingrímur og hans menn væru vanir til þess að gera löngu útihaldi vegna siglinga með aflann þá varð mikil breyting á sjálfum veiðitímanum. Munurinn á gamla og nýja skipinu var mikill. Í stað 2.300 hestafla aðalvélar var komin vél upp á 4.000 hestöfl og veiðarfærin voru miklu stærri í sniðum. Þyngd toghleranna gefur góða hugmynd um breytinguna því í stað 1.600 til 1.700 kg toghlera komu fimm tonna hlerar. „Við vorum mjög fljótlega komnir upp í það að vera að veiðum í fjórar vikur og allt upp í fimm í senn. Mest vorum við úti í 40 daga ef ég man rétt en meðaltalið er sennilega 30 til 32 dagar. Það eina, sem breytti þessu hjá okkur, var þegar verið var að stilla af úthaldið vegna sjómannadagsins og jólahátíðarinnar. Það, sem gjörbreyttist við það að fara yfir á frystitogara, voru fríin. Maður fékk einn dag í frí fyrir hverja viku á sjó. Sjálfur var ég aldrei með svokallað skiptiáhafnarkerfi. Ég þekkti þetta sjálfur og vildi ekki reka menn, sem voru að kaupa
Skálað fyrir metsölutúr á Vigra í Grimsby í janúar 1987.
íbúðir og dauðvantaði peninga, í frí bara vegna einhvers kerfis. Menn gátu fengið frí þegar þeir vildu og þá var alltaf nóg af mönnum til að leysa af. Ég var t.d. með mjög góða skólastráka á sumrin og margir þeirra voru hjá mér sumar eftir sumar. Það var helst þegar „góðærið“ var hvað mest og dollarinn var kominn niður í 60 krónur og evran stóð í 82 krónum að það gat verið erfiðara að fá menn til starfa. Afkoman var ekki það góð. Menn höfðu nóg að gera í landi og höfðu það ekki verra þar en úti á sjó og gátu þar fyrir utan sofið heima hjá sér. Það voru mjög góðar tekjur á Vigra til að byrja með en með styrkingu krónunnar þá fór mesti glansinn af þessu hjá okkur. Síðan hefur það svo aftur lagast eftir hrunið margfræga.“
Það var nauðsynlegt að innleiða kvótakerfið Nú upplifðir þú muninn á frjálsum fiskveiðum og svo kvótakerfinu, sem var innleitt á níunda áratugnum og er enn við lýði. Hvernig upplifir þú þessa miklu breytingu? „Þetta var auðvitað rosaleg breyting. Við vorum vanir að geta veitt eins mikið og okkur sýndist og skipið bar. Við vorum reyndar ágætlega staddir með kvóta til að byrja með en síðan var alltaf verið að skerða kvótann. Þegar Freri bættist við flota Ögurvíkur árið 1985 þá voru þrjú skip að veiða kvóta tveggja skipa og því var mætt með hagræðingu eins og þeirri að láta okkur sigla með aflann. Kvótakerfið átti að leiða til fækkunar
56 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Frystitogarinn Vigri RE.
Mjög margir láta stýrast af eigin hagsmunum og þannig menn á aldrei að spyrja ráða. Þeir gapa mest þegar það hentar þeim. Úthafskarfahol á Vigra RE eins og þau gerast best. fiskiskipa og þegar Vigri kom til landsins 1992 voru gamli Vigri og einnig Ögri seldir. Eftir stóðu frystitogararnir Vigri og Freri sem enn eru gerðir út. Kvótinn var hins vegar orðinn það lítill að aflaheimildir þessara tveggja skipa voru ekkert í líkingu við það sem menn höfðu átt að venjast fyrir kvótasetninguna og á fyrstu árum kvótans. Ætli við höfum ekki verið að veiða 2.500 til 3.000 tonn af fiski á hvort tveggja Vigra og Ögra eftir að kvótinn var settur á og með siglingum allt árið var nokkurn veginn hægt að halda skipunum úti á ársgrundvelli. Ögurvík gerði nánast ekki neitt, eða a.m.k. sáralítið, í því að kaupa kvóta og allar skerðingar í úthafskarfa, djúp- og gullkarfa, grálúðu og þorski bitnuðu því harkalega á okkur. Þorskkvótinn var um 400 þúsund tonn þegar kvótakerfið var innleitt og það leið ekki á löngu þar til hann var kominn niður í um 200 þúsund tonn. Þessu fylgdu mikil vandræði sem enn eru viðvarandi. Þorskurinn varð fljótlega algjör meðafli með öðrum tegundum og ef maður fékk gott þorskhol á einhverjum miðum þá var um að gera að hypja sig á brott. Maður er illa staddur ef þorskkvótinn klárast því þá stöðvast allar aðrar veiðar. Þorskinum er hins vegar alltaf hægt að breyta í aðrar tegundir en ekki öfugt. Að sjálfsögðu fann maður fyrir allri þessari skerðingu og það var nóg að líta í budduna til þess að átta sig á stöðu mála. Verst var staðan á árunum fyrir hrun, eins og ég nefndi áðan, en afkoman var farin að skána um það leyti þegar ég ákvað að nóg væri komið og réttast væri að fara í land.“
Í ljósi framangreinds og þinnar reynslu sem sjómaður og skipstjóri, hvað finnst þér um kvótakerfið og hefur það virkað, að þínu mati? „Það fer auðvitað ekkert á milli mála að það var nauðsynlegt að setja kvótann á. En ég held að engum, sem þátt tók í að setja kvótakerfið á, hafi dottið í hug að mál myndu þróast með þeim hætti sem gerst hefur og að kvótinn yrði eign útgerðanna og verslunarvara. Það er mesta ruglið. Hverjum hefði dottið í hug að óveiddur fiskur, þorskur, væri seldur manna á milli á allt að 4.500 krónur fyrir kílóið? Engum. Þetta bjuggu útgerðarmenn til sjálfir eða a.m.k. flestir þeirra. Ég undanskil útgerðina, sem ég vann hjá, vegna þess að hún kom ekki nálægt þessu braski. Það er meginskýringin á því hve kvótalitlir við vorum orðnir að útgerðin tók ekki þátt í þessu rugli. Hvað svo sem segja má um Ögurvíkurmenn þá held ég að þeir hafi snemma áttað sig á því að þetta var ógæfuleið. Aðrir litu málin öðrum augum og það eru mýmörg dæmi um það að útgerðarmenn keyptu varanlegan kvóta á einhverja upphæð og seldu síðan á helmingi hærra verði, eða þaðan af hærra, þegar kvótaverðið hækkaði. Með því að spila þannig á þetta heimatilbúna kerfi þá gátu þeir fengið upphaflegt kaupverð endurgreitt en haldið a.m.k. helmingi keyptra veðiheimilda. Svona spákaupmennska er það sem er það versta við kvótakerfið og með þessu má segja að segja að kerfið, sem slíkt, hafi misst þann trúverðugleika sem það var byggt á. Ég skil hins vegar þá útgerðarmenn, sem stóðu í þeim sporum að
kvóti þeirra var kominn niður í hungurmörk, sem seldu kvótann og gengu út úr greininni.“ Tek mark á sumum skipstjórum en ekki öllum En hvað finnst þér um sjálfa fiskveiðiráðgjöfina og þá gagnrýni sem Hafrannsóknastofnun hefur löngum sætt fyrir það að taka lítið sem ekkert mark á því sem sjómenn, sem gerst þekkja til mála á miðunum, hafa til málanna að leggja? „Ég þori ekki að segja að allt það sem Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sé tóm vitleysa en sumt af tillögunum, sem settar hafa verið fram, finnast mér vera skrýtnar og sumar jafnvel vafasamar. Ég man sérstaklega eftir því þegar fiskifræðingar fóru til þess að mæla úthafs karfastofninn. Gott ef niðurstaðan var ekki sú að stofnstærðin væri tvær milljónir tonna. Það var tóm þvæla því við, sem stunduðum þessar veiðar, vissum betur og staðreyndin var sú að stofninn var miklu, miklu minni. Við sjómennirnir áttum a.m.k. í mestu vandræðum með að átta okkur á því hvort það, sem birtist á mælunum, var karfi eða eitthvað sílisrusl en staðreyndin er sú að oft fékkst enginn afli þótt kastað væri á lóðningar sem fiskifræðingar hefðu svarið fyrir að ættu að gefa góða karfaveiði. Þar, sem karfinn var, gat hann staðið mjög þétt en þess á milli voru bara ryklóðningar sem engu skiluðu. Það eru svona alhæfingar, sem fara í taugarnar á mér, og ég hef aldrei skilið hvernig hægt er að sigla yfir heilu hafsvæðin og gefa út vottorð í kjölfarið að svo og svo mikið sé af fiski
MYND/GUÐMUNDUR ST VALDIMARSSON
undir. Hvað varðar það sjónarmið að hafa sjómenn meira með í ráðum, þá verður að hafa í huga að það er rosalega erfitt. Staðreyndin er sú að það er ekki sama hver segir frá. Mjög margir láta stýrast af eigin hagsmunum og þannig menn á aldrei að spyrja ráða. Þeir gapa mest þegar það hentar þeim. Hins vegar eru menn sem er hægt að taka fullt mark á og eru með heiðarlega sýn á hlutina. Hafrannsóknastofnun hefði ekki nema gott af því að hlusta á þeirra ráð.“ Búinn að gera tilboð í trillu Steingrímur ákvað að hætta sjómennskunni árið 2009 og hann lauk sínum síðasta túr sem skipstjóri á Vigra fyrir sjómannadaginn það ár. En hvers vegna? „Ég var einfaldlega orðinn þreyttur á þessu starfi eftir tæpa hálfa öld á sjó og þar af 36 ár hjá sömu útgerðinni. Þetta var einfaldlega orðið gott. Ég þurfti að fórna ýmsu fyrir sjómennskuna og missti m.a. af uppeldi barna minna. Núna get ég þó a.m.k. fylgst með því hvernig barnabörnunum vegnar,“ segir Steingrímur en þrátt fyrir að vera hættur til sjós er ekki þar með sagt að hann sé hættur allri vinnu. „Ég hef unnið af og til fyrir ágætan trésmið sem hver annar verkamaður í byggingarvinnu og mér finnst það vera fín tilbreyting. Ég kann ekki vel við iðjuleysi. Núna erum við t.d. að vinna við að innrétta nýju réttargeðdeildina á Kleppi. Fyrr í haust vorum við að vinna við að lagfæra löndunarbryggjuna hjá HB Granda þannig að þá gat ég einnig fylgst með því sem var að gerast í höfninni. Frístundirnar nota ég til þess að vera með fjölskyldunni. Við hjónin eigum sumarbústað á Hellnum á Snæfellsnesi og höfum átt hann frá árinu 2002. Ég er ekki í neinu golfi og hef engan áhuga á stangaveiði. Ég fór nokkrum sinnum með Gísla Jóni í Hrútafjarðará á sínum tíma en smitaðist aldrei af stangaveiðibakteríunni, þótt ég hefði gaman af þessum túrum. Ég er sennilega alltof nískur til þess og ég myndi aldrei fara í laxveiði ef ég þyrfti sjálfur að borga veiðileyfin. Veiðimennska til sjós eru mínar ær og kýr og ég stefni að því að fá mér trillu til að vera með á Hellnum og gera þaðan út fyrir sumarið á handfæraveiðar. Þetta er reyndar meira en stefna því ég er búinn að gera tilboð í trillu og ef allt gengur að óskum þá fer ég aftur á sjóinn næsta sumar. Þetta eru ekki nema fjórir til fimm dagar sem þessir strandveiðibátar geta róið í mánuði og það ætti ekki að drepa mig,“ segir Steingrímur Þorvaldsson.
Íslenska
sjómannalmanakið 2012 er komið út Tryggðu þér eintak í síma 511 6622 eða á skip.is
Í
slenska sjómannaalmanakið hefur í yfir átta áratugi verið handbók sjávarútvegsins hér á landi. Bókin er nauðsynlegt uppflettirit í hverju skipi. Í bókinni er skrá yfir öll skip í íslenska flotanum, sem eru hátt í 2000, með myndum og upplýsingum um skipin og útgerðina. Skrá er yfir hafnir á landinu, ásamt upplýsingum um þær, myndir og kort. Margvíslegar aðrar upplýsingar er að finna í bókinni, svo sem aflaheimildir, sjávarföll, vitaskrá, fjarskipti, öryggi, sólartöflur, vegalengdir, lög, reglugerðir enda er bókin um 800 bls. Skipaskrána og hafnarskrána er einnig að finna á vefnum skip.is og þar er ennfremur fyrirtækjaskrá, þjónustuskrá og vörumerkjaskrá, sem einnig er birt á gulu síðum bókarinnar.
| 59
fimmtudagur 15. desember 2011
Mesta sjóslys Íslandssögunnar
Loftmynd tekin út eftir Hvalfirði. Herskip liggja á herskipalæginu innan við Hvammsvík. Í fjarska má svo sjá kaupskip sem liggja undan Saurbæ og Ferstiklu. Akrafjall í baksýn.
S
íðdegis þann 4. júlí var skipalestin QP13 stödd um 150 sjómílur norðaustur af Langanesi. Skipun hafði borist frá breska flotamálaráðuneytinu um að þegar þangað kæmi ætti skipalestin að skipta sér. Sextán skip áttu að sigla suður með Austfjörðum og halda rakleiðis til skipalægis Breta í Loch Ewe í Norðurvestur-Skotlandi. Hins vegar áttu hin nítján að fara vestur með Norðurlandi, suður með Vestfjörðum og til Hvalfjarðar. Flest skipanna, sem fóru til Íslands, voru bandarísk og á leið til heimalandsins. Hin, sem fóru til Skotlands, voru hins vegar flest í eigu Breta. Fylgdarskipin skiptust á milli þessa tveggja hópa. Bresku tundurduflaslæðararnir Niger og Hussar, franska korvettan Roselys og vopnuðu bresku togararnir Lady Madeleine og St. Elstan fylgdu hópnum sem hélt áfram til Íslands. Skipalestarstjóri þessa hluta QP13 var John Hiss, skipstjóri um borð í bandaríska kaupskipinu American Robin. Foringi verndarskipanna var Antony J. Cubison, skipherra á tundurduflaslæðaranum Niger. Skipið hafði farið til NorðvesturRússlands í byrjun febrúar 1942. Sem hluti af breska tundurduflaslæðarahópn-
Dauðinn í Dumbshafi
Á
einni kvöldstund sumarið 1942 fórust 250 manns, karlar, konur og börn, í hafinu úti fyrir Vestfjörðum. Þetta var mesta sjóslys sem orðið hefur hér við land en samt voru engar opinberar upplýsingar veittar um þennan mikla harmleik. Íslenskir fjölmiðlar greindu ekki frá atburðinum. Þetta voru stríðstímar. Skipin sem sukku voru í skipalest bandamanna. Í bókinni Dauðinn í Dumbshafi eftir Magnús Þór Hafsteinsson er sögð saga Íshafsskipalestanna sem sigldu á milli Íslands og Norðvestur-Rússlands á árunum 1941-1943, sjóhernaði og öðrum átökum sem urðu til þess að Ísland og Hvalfjörður urðu skyndilega miðstöð siglinga og flotaaðgerða. Hér er birtur kafli úr bókinni þar sem hinum voveiflega atburði við Vestfirði er lýst. Millifyr- Magnús Þór irsagnir eru Fiskifrétta. Hafsteinsson.
um þar hafði Niger sinnt ýmsum verkefnum í Barentshafi, við strendur Kólaskaga og í Hvítahafi. Nú var skipið og áhöfn þess loks á heimleið eftir margra mánaða strembið og krefjandi úthald. Slæmt skyggni Kaupskipunum nítján var stillt upp í fimm raðir. Þann 5. júlí sigldu þau undan vindi í slæmu veðri norður af Íslandi. Loftvog hafði fallið hratt fyrr um daginn. Nú blésu um átta vindstig að norðaustan.
Það var lágskýjað og rigning. Skyggni var aðeins um ein sjómíla. Nú, þegar nálgast tók land, var slæmt skyggni ekki lengur blessun sem gat falið skipalestina fyrir augum óvinarins heldur alvarlegt vandamál. Ekki hafði sést til himintungla til að taka staðarákvörðun síðan 2. júlí. Því ríkti nokkur óvissa um hvar skipin væru stödd. Menn urðu að reiða sig á áætlaðan siglingahraða, stefnu og dýptarmælingar til að reyna að meta hvar skipin væru stödd.
Klukkan rúmlega 19:00 ræddust foringi verndarskipanna á Niger og kaupskipalestarstjórinn á American Robin við þar sem þeir reyndu sameiginlega að átta sig á stöðunni. Skipalestin nálgaðist Vestfirði hratt. Nú lá á að taka ákvarðanir um hvernig sigla skyldi vestur fyrir Vestfjarðakjálkann. Cubison, skipherra á Niger, taldi að QP13 væri stödd um 21 sjómílu norð-norðvestur af Horni. Hann lagði til að skipalestin yrði mjókkuð úr fimm í tvær raðir. Hann vissi að belti tundurdufla væri fram undan. Það höfðu Bretar lagt milli norðanverðra Vestfjarða og austurstrandar Grænlands til að hindra þýsk skip í að komast þessa leið fram hjá Íslandi og út á Atlantshaf til árása á skip Bandamanna. Um tíu sjómílna breið renna var frá Straumnesi við Aðalvík á haf út sem var án tundurdufla. Þar gátu skip Bandamanna siglt um án þess að eiga á hættu að sigla á þessar vítisvélar. Vissi ekki af tundurduflagirðingu John Hiss skipalestarstjóri hafði ekki heyrt um þessa tundurduflagirðingu enda tilvist hennar og staðsetning algert hernaðarleyndarmál. Það hafði heldur ekki verið upphafleg ætlun að skipta
60 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Örfáum andartökum síðar sást hvar Niger sprakk í loft upp. Skipið var komið of langt til vesturs. Það hafði siglt á tundurdufl.
QP13 austur af Íslandi. Hiss hafði því ekki verið falið það verkefni að vera skipalestarstjóri áður en haldið var af stað frá Rússlandi. Hefði svo verið, má ætla að hann hefði verið upplýstur um tilvist tundurduflabeltisins fyrir brottför. Hiss og menn hans hófust þegar handa við að gefa fyrirskipanir til kaupskipanna 18 um að þau ættu að skipa sér í tvær raðir fyrir siglinguna fram undan. Um klukkustund síðar mældi áhöfn Niger dýpið. Af þeim og öðrum gögnum var sú ályktun dregin að skipalestin væri stödd norðaustur af Straumnesi og þar með komin vestur fyrir Horn. Siglingarstefnu hennar var breytt í 222 gráður, eða í suðvestur, með áætlaða stefnu utanvert við Straumnes, við norðanverða Aðalvík. Cubison sigldi nú Niger á undan skipalestinni til að reyna að ná landsýn svo það mætti ákveða nánari staðsetningu. Um klukkan 22 töldu menn á stjórnpalli Niger að þeir sæju hamravegg um eina sjómílu fram undan. Þeir álitu að þetta hlyti að vera Hornbjarg. Ef skipalestin héldi áfram á þessari stefnu myndu kaupskipin sigla rakleiðis upp í klettana. Niger sendi merki um að skipalestin breytti stefnu sinni í vestur og þeim fyrirmælum var hlýtt. Um 40 mínútum síðar bárust ný boð frá Niger. Það sem menn um borð í tundurduflaslæðaranum höfðu haldið að væri klettar hafði reynst vera borgarísjaki. Skipalestin ætti því að breyta stefnu sinni strax aftur til suðvesturs. Örfáum andartökum síðar sást hvar Niger sprakk í loft upp. Skipið var komið of langt til vesturs. Það hafði siglt á tundurdufl. Hvarf í eldblossa Vopnaði togarinn St. Elstan var staddur um 300 metra frá Niger. Áhöfn hans og farþegar af beitiskipinu Edinburgh sáu hvar tundurduflaslæðarinn hvarf í eldblossa, reyk og sprengingu. Það voru næstum ósjálfráð viðbrögð skipstjórnarmanna á nærstöddum skipum að sveigja frá þessu litla 815 tonna herskipi sem sökk hratt með brotinn kjöl og botninn nánast rifinn undan. Drunur heyrðust úr iðrum skipsins þegar það lagðist á hliðina í brennandi olíu á sjónum sem hafði lekið úr tönkum þess. Skipinu hvolfdi, í nokkur augnablik stóð kjölurinn upp úr yfirborðinu og það var horfið. Með Niger fórust 80 manna áhöfn og 39 sjóliðar sem höfðu verið á Edinburgh. Þeir höfðu haldið að þeir væru loks hólpnir eftir að skipi þeirra hafði verið sökkt og þeir lent á hrakhólum í Rússlandi. Nú hlutu þeir vota gröf við Vestfirði. Það ríkti nánast lamandi þögn eftir að Niger hvarf. Enginn hafði átt von á þessu þegar svo stutt sigling var eftir til öruggrar hafnar á Íslandi. Einungis brennandi
Staðsetning tundurduflanna úti af Vestfjörðum og sennilegur siglingaferill skipalestarinnar QP13 þar til hún sigldi inn í tundurduflabeltið. Áætlaður ferill skipalestarinnar er einnig teiknaður inn.
Mikill glundroði ríkti í skipalestinni þegar tundurduflin sprungu allt umhverfis skipin. Um tíma héldu menn að óvinaherskip væru að skjóta á skipalestina og sjávarstrókarnir í hafinu stöfuðu af fallbyssukúlum sem lentu í sjónum. olía sást í öldunum. Tundurduflaslæðarinn Hussar stefndi á staðinn þar sem skipið hafði sokkið til að leita manna og hefja björgunarstörf. En enginn tími gafst til að dvelja við örlög Niger því að nú dundu ósköpin yfir. Eitt af öðru sigldu skipin á tundurduflin. Sprenging kvað við undir stafni bandaríska farmskipsins Hybert. Það hafði komist klakklaust til Rússlands með [skipalest] PQ16 en nú var siglingum þess lokið. Um borð voru 54 sjómenn og byssuliðar auk farþega af bandaríska skipinu Syros sem þýski kafbáturinn U-703 hafði sökkt úr PQ16 þann 26. maí. Allir þessir menn hófu þegar að yfirgefa skipið í yfirfullum björgunarbátum. Rúmum tíu mínútum eftir fyrstu sprenginguna varð önnur. Skipið sökk tæpum klukkutíma síðar. Allir um borð björguðust. Eins og í miðri orustu Raymond P. Holubowicz var átján ára farmaður um borð í Hybert. Hann var ekki í áhöfn heldur einn af mönnunum af Syros, farþegi á heimleið. Raymond var nær dauða en lífi þegar hann bjargaðist úr ísköldum sjónum þegar Syros var grandað. Nú var skip hans einnig
sökkt á leiðinni til baka. Hann lýsti síðustu andartökum skipsins: „Við vorum skammt undan og sáum áhrifamiklar dauðateygjur Hybert. Skipið virtist fyrst ætla að síga niður með skutinn á undan
Með Niger fórust 80 manna áhöfn og 39 sjóliðar sem höfðu verið á Edinburgh. Þeir höfðu haldið að þeir væru loks hólpnir eftir að skipi þeirra hafði verið sökkt við Rússland.
en svo breyttist það og stefnið fór að síga niður. Um leið og stafninn fylltist af sjó lyftist skuturinn og brátt sáum við makalausa sjón þar sem skipið stóð beint upp úr sjónum með yfirbygginguna og næstum þrjá fjórðu af skrokknum ofan sjávar. Skyndilega stakkst skipið hratt niður og hvarf. Á meðan við lágum í grennd við Hybert var mikið um skothríð, skip virtust hæfð og djúpsprengjum varpað. Það leit út fyrir að við værum í miðju mikillar orrustu.“ Mikil ringulreið ríkti nú í skipalestinni þar sem áhafnir kaupskipanna höfðu enga hugmynd haft um að skip þeirra hefðu verið í grennd við tundurskeytabeltið. Þrýstingshöggin, þegar tundurdufl sprungu, leiddu gjarnan til keðjuverkunar þar sem kveikibúnaður annarra tundurdufla í nágrenninu virkjaðist og þau sprungu. Þannig gat litið út fyrir að óvinaskip væru að skjóta á skipalestina með fallbyssum og sprengingarnar með tilheyrandi vatnssúlum til himins yrðu þegar kúlurnar féllu í sjóinn. Menn vissu ekki hvert þeir ættu að stefna til að komast undan þessum ósýnilega óþekkta óvini því að sprengingarnar voru allt í kringum skipin. Sumir töldu sig sjá slóðir eftir tund-
Við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!
Stapaprent
Gleðileg jól!
234x175_3.pdf 30.11.2009 10:10:17
62 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Áhöfnin og farþegar, alls 76 manns, komust á fleka og í björgunarbáta við illan leik þar sem sjólag var erfitt og bátarnir skemmdir eftir sprengingarnar. urskeyti í yfirborði sjávar. Glundroðinn var alger. Gríðarleg sprenging Næsta skip, sem rakst á tundurdufl, var flutningaskipið Heffron frá Bandaríkjunum. Skipið hafði siglt með PQ16 [skipalestinni]. Eins og önnur skip í þeirri skipalest hafði það sætt loftárásum á leiðinni austur um haf en einnig á meðan það lá til losunar í Múrmansk. Þegar það hélt þaðan með skipum úr QP13 voru um borð farþegar af flutningaskipunum Jutland og Cape Corso úr PQ15 og Lowther Castle og Steel Worker úr PQ16. Steel Worker hafði komist á leiðarenda með PQ16 með farm af skotfærum og matvælum. Þegar búið var að afferma skotfærin í Múrmansk var verið að flytja skipið til þegar það sigldi á tundurdufl sem þýskar flugvélar höfðu kastað í sjóinn í grennd við höfnina í Múrmansk. Mannbjörg varð en skipið sökk. Nú var hluti áhafnarinnar um borð í Heffron á leið til New York með viðkomu á Íslandi. Heffron lauk ferli sínum í gríðarmikilli sprengingu sem varð rétt framan við brúna. Tvær sprengingar fylgdu með nokkurra mínútna millibili. Margir særðust eða misstu meðvitund en skipið hélst til allrar mildi lengi á floti. Áhöfnin og farþegar, alls 76 manns, komust á fleka og í björgunarbáta við illan leik þar sem sjólag var erfitt og bátarnir skemmdir eftir sprengingarnar. Þriðji vélstjóri skipsins fórst. Martröðinni linnti ekki Þriðja skipið, sem rakst á tundurdufl, var einnig bandarískt. Það var Massmar, með heimahöfn í New York. Massmar sigldi til Rússlands með PQ16. Nú, þegar það var á leið til baka, voru skipbrotsmenn af öðru bandarísku skipi með í för. Það hafði tilheyrt sömu útgerð og Massmar. Þetta voru skipstjóri og áhöfn Alamar sem hafði sömuleiðis siglt í PQ16 en flugvélar sökktu því 27. maí. Allir höfðu bjargast í það skipti. Nú lifðu þessir menn martröðina upp á nýtt. Tvær sprengingar kváðu við næstum samtímis um borð í Massmar. Þrír björgunarbátar og tveir flekar voru sjósettir. Einum björgunarbátnum hvolfdi rétt eftir honum var slakað á sjóinn. Öðrum hvolfdi með 60 mönnum um borð þegar skipið sökk. Þeir lentu allir í ísköldum sjónum. Aðeins einn maður komst um borð í þriðja björgunarbátinn. Martröðinni og fátinu linnti ekki þar sem skipstjórar skipanna sigldu skipum sínum í krákustigum án þess þó að vita hvað ylli þessum sprengingum. Hver
Tundurduflaslæðarinn Niger leiddi skipalestina QP13 inn í tundurduflabeltið við Vestfirði. Afleiðingarnar urðu hörmulegar. Alls fórust um 250 manns. Sex skip fórust og eitt skemmdist svo illa að það var síðar dæmt ónýtt. og einn reyndi að bjarga sjálfum sér. Herskipin, sem fylgdu kaupskipunum, reyndu að bregðast við þessum ósköpum með því að finna þann ósýnilega óvin sem ylli árásunum. Helst datt mönnum í hug að kafbátar væru að verki. Vopnuðu togararnir tveir æddu um í leit að þeim með hljóðsjám og vörpuðu djúpsprengjum þegar menn töldu sig verða varir við eitthvað á tækjunum. Skipin skutu af fallbyssum og vélbyssum á allt sem sýndist grunsamlegt í sortanum. Þetta var bardagi við skugga, og jók einungis á ringulreiðina. Algjör glundroði Nú sprakk enn eitt skipið frá Bandaríkjunum. Það var John Randolph, aðeins fimm mánaða gamalt frelsisskip frá New York, sem hafði siglt til Sovétríkjanna með PQ16. Skipið brotnaði í tvennt við sprenginguna. Aftari hlutinn sökk en framhlutinn hélst á floti. Fimm menn fórust en 55 komust af. Sovéska Rodina var næsta flutningaskip sem ólánið elti uppi þetta sumarkvöld. Skipið var í krappri beygju á bakborða þegar það rakst utan í tundurdufl sem sprakk við stjórnborðssíðu þess. Sjórinn ruddist inn í skipið sem lagðist á hliðina og sökk. Bátar og fólk flutu innan um brakið. Eiginkonur og börn sovéskra sendifulltrúa í Lundúnum höfðu verið á meðal farþega Rodina. Aðeins 16 björguðust af Rodina en 39 fórust, þar á meðal skipstjórinn. Panamaskipið Exterminator sigldi einnig á tundurdufl og skemmdist alvarlega. Skipið hafði verið eitt þeirra sem sneru aftur úr hafís og þoku undan Norðurlandi þegar PQ14 sigldi fyrri hluta apríl mánaðar. Exterminator komst loks til Rússlands með PQ16 en var nú á leið til baka.
Þó að glundroðinn væri mikill voru upplýsingar um að tundurduflabelti væri á þessum slóðum fyrir hendi um borð í herskipunum. Menn áttuðu sig brátt á því að hér væri ekki um árás kafbáta eða herskipa að ræða heldur hlyti skipalestin að hafa siglt inn í tundurduflabeltið við Vestfirði. Brátt var því hafist handa við
Menn áttuðu sig brátt á því að hér væri ekki um árás kafbáta eða herskipa að ræða heldur hlyti skipalestin að hafa siglt inn í tundurduflabeltið við Vestfirði.
að koma kaupskipunum frá hættusvæðinu og bjarga fólki úr sjónum. Það var þó erfitt. Skyggnið var mjög slæmt og vont í sjóinn. Tundurduflaslæðarinn Hussar leiðbeindi nokkrum kaupskipanna inn á Ísafjarðardjúp og reyndi að ná nákvæmri staðsetningu svo að hægt væri að átta sig á hvar skipalestin væri stödd. Báðir togararnir og franska korvettan Roselys
sigldu á milli tundurduflanna og leituðu skipbrotsmanna. ,,Rússíbanareið” Hinn ungi Holubowicz af bandaríska Hybert sat í yfirfullum björgunarbát með félögum sínum í miklum sjógangi í „rússibanareið“ þar sem öldurnar „virtust sem fjöll“: „Eftir að hafa verið um klukkustund eftir að skipið sökk um borð í björgunarbátnum þá lagðist einn af fylgdartogurunum, breskt skip [Lady Madeleine] upp að bátnum til að taka okkur um borð. Um leið og okkur rak með síðu hans upphófst mikið kapphlaup í björgunarbátnum að komast um borð í togarann. Þeir höfðu sett gróft net niður með síðunni og í hvert sinn sem björgunarbáturinn reis á öldunni reyndu þeir sem sátu næst að grípa í það og klifra um borð í togarann. Tæplega tíu manns hafði tekist þetta þegar sá feitasti af okkur, maður sem vó minnst 150 kíló, rann til og féll í sjóinn á milli björgunarbátsins og togarans. Ég var rétt á bak við hann og tókst ásamt nokkrum öðrum að ná taki á honum og halda honum svo að hann sykki ekki. Á meðan reyndu aðrir að halda björgunarbátnum frá togaranum svo að hann kremdist ekki á milli. Þá hrópuðu þeir á togaranum til okkar að þeir hefðu orðið varir við kafbát á hljóðsjánni og yrðu að fara. Togarinn sigldi á brott og hóf að varpa djúpsprengjum. Okkur tókst að ná þeim feita aftur um borð til okkar en uppgötvuðum þá að árunum hafði verið fleygt fyrir borð þegar menn reyndu að ryðjast um borð í togarann. Þar með höfðum við enga möguleika til að reyna að halda stefni bátsins upp í öldurnar og okkur rak stjórnlaust um það sem virtist óratími. Loks fann annað skip okkur. Það var frjálsa franska korvettan [Roselys] sem hafði fylgt skipalestinni.“
| 63
fimmtudagur 15. desember 2011
Beitningarþjónusta
BÁTAHÖLLIN
Beitningarþjónustan Öngull í Sandgerði getur bætt við sig bátum Nýsmíði og breytingar á bátum Framleiðsla og ásetning á plasttoppum á bíla – Skoðið myndirnar á www.batahollin.is – Hellisbraut 20 - 360 Snæfellsbær - Sími 436 6870 - Fax 436 6871 - batahollin@simnet.is
Upplýsingar í síma: 8946927 eða 8975554.
Alhliða veiðarfæraþjónusta í höndum fagmanna
Víðtæk þekking og reynsla í uppsetningu og gerð veiðarfæra Stöðug þróun veiðarfæra í samvinnu við sjómenn og útgerðir. • Veiðarfæraþjónusta • Gúmmíbátaþjónusta • Fiskeldisþjónusta www.fjardanet.is
fjardanet@fjardanet.is
Strandgötu 1 Neskaupstað Sími:4700 800 Fax:4700 801
Neskaupstaður / Fjáskrúðsfjörður / Akureyri / Ísafjörður
Fjarðanet er aðili að Hampidjan Group
64 |
Einstætt björgunarafrek Þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður tókst að bjarga um 250 manns af þeim ríflega 500 sem voru um borð í skipunum sem sukku. Togararnir Lady Madeleine og St. Elstan björguðu rúmlega 60 mönnum. Áhöfn frönsku korvettunnar Roselys, undir stjórn Vaisseu A. Bergeret skipherra, tókst að bjarga 179 mönnum. Þetta litla herskip dvaldi í rúmar sex klukkustundir við leit og björgunarstörf í þungum sjó innan um tundurduflin. Er þetta tvímælalaust eitt mesta björgunarafrek sem hefur verið unnið við strendur Íslands. Því miður reyndist þetta einnig verða mesta sjóslys allra tíma hér við land.
fimmtudagur 15. desember 2011
Alls fórust tæplega 250 manns en tölur eru nokkuð á reiki í heimildum. Flestir létust þegar Niger sprakk í loft upp en einnig fórust rúmlega 40 manns með Rodina. Af áhöfn bandaríska skipsins Massmar fórust 26. Af skipbrotsmönnum Alamar, sem voru á leið heim með Massmar, létu 23 lífið þetta mikla örlagakvöld við Vestfirði. Íslenskt skip til leitar Breska flotastjórnin á Íslandi frétti mjög fljótt af þessu hrikalega slysi. Beitiskipið Kent var við gæslu milli Vestfjarða og hafísrandarinnar undan Austur Grænlandi. Skipinu var þegar stefnt til hjálpar
Þetta er tvímælalaust eitt mesta björgunarafrek sem unnið hefur verið við strendur Íslands.
við að safna skipum úr QP13 saman og koma þeim til Hvalfjarðar. Vopnuðu togararnir úr fylgdarflota QP13, Lady Madeleine og St. Elstan, fengu einnig þetta verkefni ásamt togaranum Helgafelli RE-280 sem var staddur í grennd við slysasvæðið. Frá Kent barst ósk um að flugvél yrði send á loft til að leita að hugsanlegu óvinaherskipi. Nokkrir íslenskir síldarbátar höfðu verið á leið á miðin út af Norðurlandi en gert hlé á för sinni vegna óveðursins og siglt í var inn á Aðalvík. Einn bátanna, Vébjörn ÍS, fór út með yfirmann bresku ratsjárstöðvarinnar við Aðalvík til að reyna að bjarga skipbrotsmönnunum. Þar sem þetta var hættuför voru nokkrir úr áhöfn bátsins skildir eftir í nótabátunum inni á læginu í Aðalvík. Engir fundust á lífi en Vébjörn kom til baka með nokkur lík sem fundust í sjónum. Franska korvettan Roselys kom síðan inn á Aðalvík og sótti líkin. Heyrðist úr Aðalvík Íbúar við Aðalvík heyrðu vel sprengingarnar til lands þegar skipalestin sigldi inn í tundurduflabeltið. Þennan dag höfðu farið fram alþingiskosningar og fólk sat heima við og fylgdist með fréttum af talningu atkvæða í útvarpi. Helst trúði fólk að mikil sjóorrusta ætti sér stað skammt undan landi. Engar opinberar upplýsingar voru þó veittar um þennan mikla harmleik og íslenskir fjölmiðlar greindu ekki frá þessum atburðum. Það fór þó ekki fram hjá mörgum Íslendingum að voveiflegir atburðir hefðu gerst. Næstu vikur rak mörg lík og brak úr skipunum á land víða á Vestfjörðum. Öll skip úr QP13, sem á enn voru á floti, komust til Hvalfjarðar. Áhöfn tundurduflaslæðarans Hussar náði að ákvarða staðsetningu með vissu, skipunum var safnað saman og áfram haldið til áfangastaðar. Skipin komu til Reykjavíkur og Hvalfjarðar þann 7. júlí þegar slátrun PQ17 stóð sem hæst. Skipbrotsmenn voru fluttir beint til Reykjavíkur. Hluti úr 21. kafa bókarinnar Dauðinn í Dumbshafi. Millifyrirsagnir eru Fiskifrétta.
Slóg og skólpdælur Öflugar dælur fyrir útgerðir og fiskvinnslur.
Í boði eru hnífa eða snigil-dæluhjól. Ótrúleg afköst. Hjallahraun 2 - 220 Hfj. s. 562 3833 Asafl.is - Asafl@Asafl.is
| 65
fimmtudagur 15. desember 2011
Niðursuðuverksmiðjan Akraborg ehf. á Akranesi
Fær alþjóðlega gæðavottun Niðursuðuverksmiðjan Akraborg ehf. fékk á dögunum vottun samkvæmt International Food Standard (IFS), alþjóðlegum matvælastaðli. IFS er alþjóðlegur gæðastaðall þróaður fyrir smásöluaðila í Evrópu. Markmið hans er að gera þeim kleift að tryggja öryggi og heilnæmi matvæla með samræmdum staðli sem nær yfir allt framleiðsluferlið m.a. til hráefnis, umbúða, framleiðslu, afhendingar og rekjanleika. Staðallinn er einn sá stærsti sinnar tegundar í heiminum og er nýttur af níu af tíu stærstu smásöluaðilum Evrópu, segir í fréttatilkynningu frá Akraborg ehf. Uppbygging gæðakerfisins og undirbúningurinn fyrir IFS vottunina var unnin í samstarfi við Matvælaog gæðakerfi ehf. Akraborg ehf. er fiskvinnslufyrirtæki á Akranesi sem sérhæfir sig í niðursuðu á þorsklifur og tengdum vörum s.s þorsklifrarpaté, niðursoðnum sviljum og heitreyktri loðnu en meirihluti framleiðslunnar er til útflutnings. Vörur fyrirtæk-
Til sölu er grásleppu- og krókaleyfisbáturinn Ásgeir ÞH 198. Skrnr. 1790, bátnum fylgir grásleppuleyfi og úthald 150-200 net. Í bátnum er 120 ha Fordvél árgerð 2010, keyrð 600 tíma. Selst í einkahlutafélagi. Upplýsingar í síma 464-1712 eða 864-9312.
Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar (t.v.), og Gústaf Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Matvæla- og gæðakerfa ehf., með viðurkenningarskjalið. isins eru seldar víðsvegar um heim s.s. vestur- og austur-Evrópu, Kanada og Asíu. Hjá fyrirtækinu starfa um 30 manns.
Því má bæta við að fyrr á árinu fékk fyrirtækið Marine Stewardship Council (MSC) alþjóðlega umhverfisvottun.
SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM
| 67
fimmtudagur 15. desember 2011
Þótt tiltölulega góð sátt ríki um fiskveiðistjórnun á Nýja-Sjálandi í seinni tíð ganga samskipti stjórnvalda og atvinnugreinarinnar ekki alltaf átakalaust fyrir sig. Myndin er frá verkfallsaðgerðum samtaka útgerðarmanna og sjómanna árið 1999 gegn auknum skattaálögum. (Mynd úr bókinni Tides of Change.)
Tilurð kvótakerfis á Nýja-Sjálandi HJÖRTUR GÍSLASON
N
ýsjálendingar voru næsta þjóð á eftir Íslendingum til að taka upp kvótakerfi með úthlutun framseljanlegra veiðileyfa á skip. Það gerðu þeir fyrsta október 1986. Grundvöllurinn fyrir úthlutun var sá sami og hér, veiðireynsla síðustu þriggja ára, og greiddu veiðileyfishafar ákveðið gjald í ríkissjóð fyrir heimildirnar. Ekki voru hömlur á framsali þeirra. Í ljósi þeirrar umræðu, sem nú á sér stað um íslenska kvótakerfið, er ekki úr vegi að rifja upp aðdraganda kerfisins á Nýja-Sjálandi. Höfundur þessarar greinar las sér til um gang mál í bókinni „Tides of Change,“ sögu samtaka sjómanna/útgerðarmanna á Nýja-Sjálandi. Aðdragandinn var um margt mjög líkur þar og á Íslandi. Sama vandamál blasti við á báðum stöðum, of margir voru að veiða of fáa fiska og leiddi það til óhagkvæms útvegs á báðum stöðum. Fiskveiðar við Nýja-Sjáland voru ekki miklar á fyrri hluta síðustu aldar en þær voru bundnar leyfum um 1950. Þau voru í eigu sjómanna, sem áttu bátana sjálfir, í raun útgerðarmanna, og voru á vissan hátt framseljanleg. Fjöldi leyfa var takmarkaður og skylda var að landa í heimahöfn. Við stofnun samtaka sjómanna/útgerðarmanna 1958, New Zealand Federation of Commercial Fishermen, var meginmarkmið þeirra að koma í veg fyrir að veiðileyfum yrði fjölgað eða að kerfinu raskað. Þannig vörðu þeir hagsmuni sína. Einnig vildu þeir auka
rannsóknir á veiðiþoli miðanna og einstakra fiskistofna til að hægt væri að koma í veg fyrir ofveiði. Bátarnir voru í langflestum tilfellum litlir og sóttu ekki langt út. Nokkur vandamál tengdust meðferð og dreifingu fisks. Erlend verksmiðjuskip þyrnir í augum útvegsmanna Hugmyndir voru uppi um það á þingi landsins að brjóta upp veiðileyfakerfið til að fjölga í útgerðinni með það að markmiði að auka fiskframboð og að verð á fiski til neytenda lækkaði. Í kringum 1960 voru Japanir komnir með verksmiðjuskip á miðin við Nýja-Sjáland og voru þau þyrnir í augum útvegsmanna, sem vildu að efnahagslögsaga landsins yrði færð út í 200 mílur og fiskveiðilög saga í 12 til 25 mílur. Árið 1964 var veiðileyfakerfið afnumið og jafnframt voru skipum og bátum sem máttu stunda veiðar sett strangari skilyrði um öryggisbúnað og haffæri og náðu þau niður í smæstu bátana. Þetta ár voru uppi kröfur um 12 mílna landhelgi og markmiðið var að Nýsjálendingar nýttu að fullu sín eigin mið. Hafin var útgerð rannsóknarskips á kostnað stjórnvalda. Fish Industry Board var stofnað sem heildarsamtök í sjávarútvegi. Í stjórn sátu fulltrúar hagsmunaðila og samtökin fóru með öll helstu málefni sjávarútvegsins eins og öryggismál, tæknirannsóknir, markaðsmál og eftirlit. Landhelgin var færð út í 12 mílur, en það var ekki fyrr en 1970, sem Japanir viðurkenndu hana og fóru út fyrir mörkin. Á þessum árum tók við
mikil endurnýjun flotans, enda farið að sækja lengra út. Jafnframt urðu stóru sjávarútvegsrisarnir til, þar sem engar hömlur voru á stærð fyrirtækjanna. Þar má til dæmis nefna Sanford og Sealord. Í kringum 1970 veiddu Japanir og fleiri þjóðir mikið utan 12 mílnanna við Nýja-Sjáland og tilraunir Nýsjálendinga til að auka eigin afla og útflutning sjávarafurða gengu illa. Bæði vantaði fé til
Nýsjálendingar stóðu frammi fyrir svipuðum kostum og Íslendingar þegar kvótakerfið var tekið þar upp árið 1985.
að styrkja útgerðina og betri meðferð á fiskinum, en slök meðferð og fjárskortur voru þar fylgifiskar. Gott dæmi um þetta voru humarveiðar á Chatham svæðinu, en þær byggðust á eins konar gullæði, þar sem magnið réði ferðinni og gífurlegt
magn af humri eyðilagðist, meðal annars vegna þess að bannað var að slíta humarinn úti á sjó og frysta um borð. Engu að síður skiluðu veiðarnar miklum tekjum áður en þær hrundu vegna ofveiði. Í kjölfarið kom upp að nýju umræðan um að takmarka aðgang að veiðum og jafnframt jukust hafrannsóknir. Bátunum fjölgaði um 2000 Upp úr 1970 var sjávarútvegsráðuneytið lagt niður og sjávarútvegur færðist undir landbúnaðarráðuneytið. Það kom ekki vel út fyrir útveginn sem varð útundan í landbúnaðarráðuneytinu og fékk ekki sömu meðferð og landbúnaðurinn. Jafnframt jukust kröfur um 200 mílna landhelgi og undirskrift hafréttarsáttmálans frá 1974. Japanir, Rússar og fleiri þjóðir tóku stöðugt meira af fiski við Nýja-Sjáland, en afli heimamanna dróst saman. Þetta ár fengu 594 erlend fiskiskip þjónustu í nýsjálenskum höfnum en auk þess voru verksmiðjuskip að veiðum utan 12 mílnanna og þurftu ekki að fá þjónustu í landi. Landhelgin var færð út í 200 mílur 1977 og við tóku ný vandamál eins og landhelgisgæsla, en landhelgin var sú fjórða stærsta í heimi. Hvernig átti að byggja upp flota, fiskvinnslu og markaði til að nýta hana? Auka þurfti rannsóknir og taka afstöðu til þess með hvaða hætti útlendingar fengju að stunda veiðar innan hennar. Ákveðinn var heildarafli, ýmist fyrir ákveðnar tegundir eða veiðisvæði. Fiskitegundum var skipt í þrjá flokka, skip sem veiddu fiskitegundir sem eingöngu voru fyrir Nýsjálendinga,
68 |
fimmtudagur 15. desember 2011
tegundir, sem bæði Nýsjálendingar og útlendingar nýttu, og tegundir sem ekki var gert ráð fyrir að heimamenn nýttu í fyrirsjáanlegri framtíð. Frelsi til sóknar og aukin bjartsýni við útfærslu landhelginnar leiddi til mikillar fjölgunar í útgerð. Frá árinu 1974 til 1977 fjölgaði bátum úr 3.575 í 5.631, um meira en 2.000 báta á fjórum árum, en flestir bátarnir voru litlir, undir níu metrum að lengd. Þeir stunduðu veiðar á grunnsævi og endaði það með ofveiði á slóðinni. Þá var gífurleg ásókn útlendinga í samstarfsverkefni með heimamönnum, svo kölluð joint venture. Þetta leiddi allt saman til mikillar sóknaraukningar, en þar sem hafrannsóknir voru enn af skornum skammti var veiðiþol fiskistofna og fiskimiða nokkuð óljóst. Árið 1979 voru 400 erlend fiskiskip að veiðum innan lögsögu Nýja-Sjálands,
svipaður fjöldi og fyrir útfærsluna. Eini munurinn nú var að stjórnvöld höfðu tekjur af veiðileyfasölu. Framboð á fiski var orðið of mikið fyrir fiskiðnaðinn og vandamál var að finna markaði erlendis. Vegna ótta við ofveiði var þegar farið að takmarka fjölda báta á tilteknum veiðum, fyrst á hörpudiski. Staðan árið 1979 var mjög erfið, ofveiði var orðin staðreynd og bátarnir orðnir alltof margir. Markaðssetning afurðanna gekk ennfremur illa. Veiðileyfum hafði fjölgað gífurlega, eða um 300% á þremur eða fjórum árum. Aflinn hafði aukist en markaðssetning brugðist. Mikil andstaða var við samvinnuverkefnin, joint ventures, og vildu samtök útvegsmanna að þau yrðu bönnuð. Sögðu þeir að þau stuðluðu að ofveiði og skiluðu ekki nægri vinnu í landi. Þá voru aflaheimildir erlendra ríkja minnkaðar.
Japanskur túnfiskskipafloti í höfn í Wellington á Nýja-Sjálandi árið 1978.
Byrjað á úthafinu Árið 1982 var vandamálið orðið aðkallandi og byrjað að ræða meðal útgerðar manna og sjómanna með hvaða hætti mætti fækka bátum og skipum á veiðum svo hin sem eftir yrðu hefðu möguleika á viðunandi afkomu. Þá var talað um áætlun til að draga úr sóknargetu, The Effort Reduction Scheme. Talað var um að taka veiðileyfin þegar af þeim sem stunduðu veiðar aðeins sem hlutastarf, að halda stærri skipum utan grunnsævis og þeir sem vildu hætta veiðum fengju til þess styrki. Vandamálið við þessa leið var hvernig kostaður af henni yrði greiddur. Árið 1983 var komið á fót ráðgjafar nefnd um fiskveiðar á landsvísu til að vera stjórnvöldum til aðstoðar við mótun nýrrar fiskveiðistefnu og fiskveiðistjórn-
Veiðileyfum hafði fjölgað gífurlega eða um 300% á þremur til fjórum árum. Hvers virði er aukinn ferskleiki í 2-3 daga fyrir þig?
Kaldari kassar – ferskari fiskur Hefðbundin hönnun Nýr Tempru kassi
9 8
Ferskleikamörk
7 6
Geymsluþolsmörk
5 4 Heimild: Björn Margeirsson o.fl., 2010. Skýrsla Matís 29-10.
3
0
2
4
6
Dagar frá pökkun
www.promens.is/tempra Promens Tempra ehf. • Íshella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 520 5400 • tempra@promens.com
8
10
Hönnun: thorri@12og3.is / Prentun: Litlaprent
Temprukassarnir eru undirstaða þess að íslenskur fiskur kemst ferskur til neytenda um allan heim.
10
Torry einkunn
Promens Tempra hefur í samráði við Matís hannað nýjan kassa til útflutnings á ferskum fiski. Rannsóknir sýna að með því að þykkja hornin á kassanum mun fiskurinn viðhalda ferskleika sínum 2-3 dögum lengur en mögulegt er þegar um kassa með hefðbundinni hönnun er að ræða og geymsluþolið eykst um 1-2 daga (Björn Margeirsson o.fl., 2010). Hér er miðað við dæmigerðar hitasveiflur í land- og flugflutningi frá Íslandi til Evrópu.
unar, en til þessa hafði stjórnunin að langmestu leyti verið svæðisbundin. Þá tóku stjórnvöld fyrir fjölgun fiskiskipa sem stunduðu veiðar innan 12 mílna og utan þeirra á svæðum þar sem útgerðir samvinnuverkefna stunduðu veiðar. Nú átti að stjórna veiðunum með takmarkaðri útgáfu veiðileyfa. Þar skyldi meðal annars tekið tillit til aflareynslu síðustu ára við útgáfu veiðileyfa og eða endur nýjun þeirra, sem varð svo grunnurinn að kvótakerfi Nýsjálendinga með framseljanlegum aflaheimildum. Nokkur kurr varð vegna veiðireynslunnar því skráning landaðs afla var mjög á reiki og mikil vanhöld á henni í mörgum tilfellum. Í mars árið 1983 tilkynntu stjórnvöld nýja leið til að stjórna veiðum á djúpsævi. Heimildirnar og eftirlitið var fært til útgerðanna, sem áttu að borga 3 nýsjálenska dollara á tonn af veiddum fiski. Gert var ráð fyrir að stærstu fyrirtækin fengju kvótann, enda gátu þeir sem gerðu út minni báta ekki sótt á djúpið og áttu því ekki möguleika á að nýta sér þessar heimildir. Þarna skiptu veiðar á búrfiski mestu máli. Útflutningsverðmæti hans var árið 1982 ríflega fjórðungur verðmæta útflutnings á öllum fiski, að frátöldum skelfiski og smokki.
| 69
fimmtudagur 15. desember 2011
Bætur fyrir að hætta veiðum Kvótakerfinu var komið á í áföngum. Fyrst var byrjað í úthafsveiðunum, en mun hægar gekk með veiðar á grunnsævi. Í úthafsveiðunum voru Nýsjálendingar að sækja í nýjar auðlindir svo að segja, þar sem veiðar á dýpra vatni höfðu fyrst og fremst verið stundaðar af útlendingum. Því voru vandamálin þar mun minni en í veiðum á heimamiðum. Þar voru hagsmunir mjög mismunandi eftir veiðisvæðum og fiskitegundum, en sameiginlegt vandamál var allt of stór floti, allt of mörg fley að elta allt of fáa fiska. Á heimamiðunum var því fyrsta skrefið að koma á áætlun um minnkaða sóknargetu. Hún fólst meðal annars í því að þeir, sem ekki höfðu veiðar að aðalstarfi, skyldu sviptir veiðileyfinu án bóta. Nýleg stærri skip skyldu undanþegin áætluninni, ef þau stunduðu eingöngu veiðar utan heimaslóðarinnar. Öðrum útgerðum á grunnsævinu skyldu boðnar bætur fyrir að hætta þeim með ákveðnum skilyrðum, meðal annars að eigendur bátanna reyndu ekki að komast inn í veiðarnar á ný. Þeir, sem héldu síðan útgerð áfram, yrðu að gera það undir ákveðnum skilyrðum, svo sem að stunda aðeins eina tegund veiða, til dæmis humarveiðar auglysing_no_marks.pdf 12/14/11 eða skelveiðar. Þeir máttu svo dæmi sé tekið ekki stunda bæði veiðar með trolli
Nýja-Sjáland og nágrenni
Hawaii
Wake eyja
NorðurMaríanaeyjar
Johnston
Guam
K Y R R AH AF
Marshall eyjar
Míkrónesía
Palmyra
Nauru
Papúa Nýja-Gínea
Nýja Kaledónía
Howland & Baker
Kiribati
MIÐBAUGUR
Jarvis
Takelau
Wallis & Futuna Samóa Amer. Samóa Fiji
Vanuatu
NORÐUREY
Line eyjar
Phoenix Tuvalu
Salómonseyjar
Ástralía
Auckland
Tonga
Coo
k-su
Cook eyjar
Niue
Franska Pólynesía
nd ★ Wellington
Mathew & Hunter
Pitoam
Norfolk
Christchurch
Efnahagslögsaga
SUÐUREY Dunedin
Nýja Sjáland
Ísland í réttu hlutfalli
10:47:20 AM
YFIR 300 NOTENDUR
VIÐHALDSSTJÓRINN
- aukin skilvirkni og lægri kostnaður
MEST NOTAÐI HUGBÚNAÐUR SINNAR TEGUNDAR Á ÍSLANDI
ER ÓFULLNÆGJANDI VIÐHALD FLÖSKUHÁLS Í ÞÍNUM REKSTRI C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Ófullnægjandi viðhald getur leitt til aukinnar bilanatíðni og viðgerða sem geta haft áhrif á alla starfsemi fyrirtækisins. Með fyrirbyggjandi viðhaldi og notkun viðhaldshugbúnaðar má koma í veg fyrir rekstrarstöðvanir og spara stórar upphæðir í rekstrarkostnaði.
Skipulagt viðhald: Eykur Afköst Lækkar Launakostnað Minni Yfirvinna Lengir Líftíma Búnaðar Eykur Framleiðslugæði Lækkar Kostnað Minnkar Auðlindabruðl Eykur Öryggi
ViðhaldsStjórinn býður upp á: Eignaskráningu Skipulag verkþátta Viðhaldssögu Varahlutakerfi Pantanakerfi Auðveldan aðgang að verklýsingum, teikningum og leiðbeiningum.
AUKIN
SKILVIRKNI
LÆGRI KOSTNAÐUR
Hafðu samband og fáðu fría kynningu á því hvernig viðhaldshugbúnaður getur hjálpað þínum rekstri. Jón Eyþór - Sölustjóri jon@tero.is - 772 5663
TERO
RÁÐGJÖF & HUGBÚNAÐUR
TERO ehf. Lækjargata 12 - 101 Reykjavík www.tero.is Goðabyggð 6 - 600 Akureyri
| 71
fimmtudagur 15. desember 2011
mikið sem hann vildi, gæti hann ekki annað en stutt kerfið. „Það eru engir trúverðugir kostir aðrir sem geta leitt til fiskverndunar og jafnframt öflugs, arðbærs og framsækins sjávarútvegs,“ sagði hann.
Helsti munurinn á kerfinu á Nýja-Sjálandi og hér á Íslandi er sá að þar er aflahlutdeildin eign handhafa og hefur hann óskoraðan rétt til að nýta hana til veiða, leigu innan ársins eða sölu. Kóreönsk fiskiskip losa afla um borð í flutningaskip á miðunum úti fyrir Nýja-Sjálandi árið 1979. og línu. Bætur þessar myndi ríkissjóður greiða, enda var það almennt álitið að bæði þyrfti að koma til mikil úrelding og skert sóknargeta til þess að kvótakerfi með framseljanlegum heimildum myndi ganga upp. Jafnframt þyrfti að ákveða leyfilegan heildarafla í öllum helstu fiskitegundum. Markmiðið var að koma á fót kvótakerfi sem næði yfir allar veiðar innan lögsögunnar til að stuðla að sjálfbærni veiðanna. Mikil vinna var lögð í undirbúning kerfisins, sem fyrst var ætlað að taka upp fyrsta október 1985. Þá var búið að mynda grunninn, sem miðaðist við veiðireynslu á þriggja ára tímabili, en
með nokkru svigrúmi þó. Ákveðið var að veiðigjald skyldi vera þrír nýsjálenskir dollarar á hvert tonn óháð tegundum. Áætlað var að ríkið þyrfti að verja 20 milljónum dollara til að kaupa upp veiðileyfi til að tryggja að hægt væri að ákveða hámarksafla með þeim hætti að veiðarnar yrðu sjálfbærar. Markmiðið var meðal annars að færa veiðiréttar höfum framseljanlega eign og sú staða myndi leiða til þess að margir seldu heimildir sínar, annað hvort til annarra veiðiréttarhafa eða ríkisins og gætu þannig hætt útgerð og hefðu fé til að byggja upp annan atvinnurekstur. Jafnframt yrðu veiðiréttarhafar ábyrgari en
áður fyrir því að vel yrði gengið um auðlindina og veiðarnar yrðu sjálfbærar. Það var þó ekki fyrr en fyrsta október 1986, sem kvótakerfinu var að fullu komið á. Almennt var samkomulag um þessa skipan mála og samtök útgerðar- og sjómanna, NZ Federation of Commercial Fishermen, samþykktu kvótakerfið með miklum meirihluta, 77,5%. Formaður samtakanna, Bob Martin, sagði þá í viðtali við nýsjálenska blaðið Commercial Fishing, að þrátt fyrir að kerfið stríddi gegn öllum þeim rökum, sem leiddu til þess að hann hefði ákveðið að stunda sjóinn, frelsi til að veiða það sem hann vildi, hvenær sem hann vildi og hve
Kvótinn eign rétthafans Kerfið er mikið til óbreytt enn í dag og um það nokkuð góð sátt. Það er byggt upp að grunni til eins og það íslenska með aflahlutdeild, sem er ákveðinn hundraðshluti af úthlutuðum heimildum hverju sinni. Þannig er aflahlutdeildin föst tala, en kvóti innan fiskveiðiársins, sem reyndar hefst þar fyrsta október, breytist í samræmi við úthlutaðan heildarafla í hverri fiskitegund. Árið 1992 voru samþykkt lög þess efnis að frumbyggjar Nýja-Sjálands Maorar fengju 20% allra úthlutaðra aflaheimilda til ráðstöfunar, en svo hafði ekki verið áður. Heimildar voru þá teknar af þáverandi veiðileyfishöfum og komu fébætur til þeirra frá hinu opinbera. Helsti munurinn á kerfinu á Nýja-Sjálandi og hér á Íslandi er sá að þar er aflahlutdeildin eign handhafa og hefur hann óskoraðan rétt til að nýta hana til veiða, leigu innan ársins eða sölu. Öll viðskipti með aflahlutdeild og aflakvóta eru tilkynningarskyld til sérstakrar opinberrar stofnunar. Verð á aflahlutdeild og aflakvóta miðast að miklu leyti við markaðsvirði viðkomandi fiskitegunda, en að sjálfsögðu ennfremur framboð og eftirspurn. Verðið er hlutfallslega miklum mun lægra en hér á landi. Þessi frásögn er byggð á bókinni Tides of Change, sögu samtaka sjómanna/útgerðarmanna á Nýja-Sjálandi, Christchurch, 2008, og upplýsingum frá opinberum stofnunum á Nýja-Sjálandi.
72 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Veiðikvóti við Svalbarða uppurinn
Hrefnuveiðar í óvissu
N
orskir hrefnuveiðimenn veiddu helminginn af ársafla sínum í fyrra við Svalbarða. Nú getur svo farið að veiðar þar verði bannaðar næstu þrjú árin. Ástæðan er sú að Alþjóðahvalveiðiráðið (IWC) hefur skipt Norðaustur-Atlantshafinu niður í fimm stjórnunarsvæði og fær hvert svæði sérstakan kvóta sem gildir í sex ár. Nú hagar svo til að aðeins eru óveiddar 11 hrefnur af sex ára kvótanum við Svalbarða og samt eru þrjú ár eftir af tímabilinu. Aðalráðgjafi norskra stjórnvalda í málefnum sjávarspendýra telur skiptingu veiðisvæðanna óraunhæfa og leggur m.a. til að hætt verði við að skipta Barentshafinu í tvö stjórnunar-
svæði, austur og vestur, enda sé um sama hrefnustofninn að ræða. Vitað er að hrefnur sem ganga norður á Svalbarðasvæðið eitt árið í ætisleit ganga í sumum tilfellum austur til Novaja Zemlja árið eftir. Árskvóti Norðmanna hefur verið um 1.200 hrefnur en aðeins tæpur helmingur af því hefur veiðst hin síðari ár.
Síldarvinnslan og Eskja
Greiða ríflega jólabónusa Í síðustu viku greindum við frá því að Samherji hf. muni greiða starfsfólki í landi 300 þúsund króna launauppbót í desember til viðbótar við 64 þúsund króna desemberuppbót. Nú hafa tvö önnur sjávarútvegsfyrirtæki tilkynnt um jólabónusa. Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að greiða út 300 þúsund króna launauppbót 15. desember. Síld-
arvinnslan hf. hefur áður greitt starfsmönnum sínum 60 þúsund króna uppbót. Þannig nemur uppbót umfram samninga 360 þúsund krónum á árinu. Þá hefur Eskja hf. á Eskifirði ákveðið að greiða 260 þúsund kr. jólabónus til starfmanna sinna sem vinna í landi, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins.
Okkar bestu jólaog nýárskveðjur
Reki hf · Fiskislóð 57-59 · 101 Reykjavík Sími 562 2950 · Fax 562 3760 E-mail: bjorn@reki.is · Vefsíða: www.reki.is
| 73
fimmtudagur 15. desember 2011
Bók
Upp á líf og dauða Út er komið ritið, Upp á líf og dauða, er geymir þrjá sjóferðaþætti. Sjá fyrsti segir af Nýfundnalandsveðrinu 1959 þegar togarinn Júlí fórst. Harðbakur lenti í sama óveðri. Hér segja skipverjar í fyrsta sinn ða Upp á líf og dau frá reynslu sinni, veðrinu og baráttunni fyrir lífi sínu. Jón Hjaltason sagnf ræði ng u r skráði. Séra Sigurður Ægisson skrifar um hinstu sjóferð Elliða. Átakanleg frásögn. Varðskip klífur himinháar öldur á 17 hnúta hraða, skipstjórinn á Júpiter gengur fram af körlunum og á Elliða berst áhöfnin fyrir lífi sínu. Tveir tapa því stríði. Björgun hinna er lyginni líkust. Aprílveðrið 1963 kostaði 16 sjómenn lífið. Gylfi Björnsson segir frá. Hann sá vini sína hverfa í veðurofsann, þeir sáust aldrei framar. Óvenju hreinskilið viðtal við sjómann sem sneri aldrei aftur á sjóinn. Júlíus Kristjánsson á Dalvík skráði. Útgefandi er Völuspá, útgáfa. Sigurður Ægisson - Júlíus Kristjánsson - Jón Hjaltason
Harðbakur EA í Nýfundnalandsveðrinu 1959 Elliði SI ferst - Páskaveðrið 1963 á Eyjafirði
Bók
Aflafréttir árið 1971 Út er komin bókin Aflafréttir árið 1971 eftir Gísla Reynisson, en hann heldur úti vef um aflatölur (www.aflafrettir.com) og er með fastan dálk í Fiskifréttum einu sinni í mánuði þar sem hann tíundar aflaAflafréttir árið 1971 hæstu skip mánuðinn á undan. Eins og nafn bókarinnar bendir til er í henni t íu ndaðu r afli og róðrafjöldi allra íslenskra skipa og báta árið 1971 eða fyrir réttum fjórum áratugum auk upplýsinga um stærð þeirra, smíðaefni og fleira. Fleyin eru um 1.400 talsins og eru flokkuð eftir umdæmisnúmerum en einnig eru þau flokkuð saman á ýmsan hátt eftir veiðigreinum og öðru. Bókina er hægt að nálgast hjá höfundinum (s. 663-5575 eða gis@rafpostur.is) Heildaryfirlit yfir íslenskan sjávarútveg árið 1971.
Eftir Gísla Reynisson
Norska hafrannsóknastofnunin
Tómstundaveiðar í sjó verði háðar leyfum Hafrannsóknastofnunin í Noregi leggur til að allar tómstundaveiðar í sjó verði háðar sérstökum veiðileyfum. Nauðsynlegt sé að koma slíkum kerfi á til þess að fá yfirlit yfir allan fisk sem dreginn sé úr sjó við norsku ströndina. Leyfinu fylgi skylda til gefa upp veiddan afla en stofnunin tekur ekki afstöðu til þess hvort greiða eigi gjald fyrir leyfið
enda kann það að stangast á við almannarétt til veiða í sjó. Stofnunin bendir á að Norðmenn séu vanir leyfisveitingum af þessu tagi vegna veiða á dýrum á landi og á fiski í vötnum. Í Danmörku, Bandaríkjunum og fleiri löndum sé skylt að hafa leyfi til veiða í sjó. Árið 2009 gerði hafrannsóknastofnunin könnun á sjó-
veiðum ferðamanna í Noregi og komst að þeirri niðurstöðu að allt að 3.300 af fiski væru veidd með þeim hætti. Þetta er þó aðeins lítill hluti af tómstundaveiðunum í heild. Hafrannsóknastofnunin hefur mestan áhuga á að safna upplýsingum um tómstundaveiðar sem stundaðar eru í sjó úr bátum, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.
| 75
fimmtudagur 15. desember 2011
Að meðaltali borða Íslendingar fisk sem aðalrétt um tvisvar sinnum í viku
Ýsa var það, heillin A
ð meðaltali borða Íslendingar fisk sem aðalrétt um tvisvar sinnum í viku. Ýsa er vinsælasta tegundin á borðum landsmanna og er neytt um einu sinni í viku, en næst á eftir er þorskur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matís með niðurstöðum úr rannsókn sem sett var upp með það að markmiði að kanna neysluvenjur og viðhorf tengd sjávarfangi hjá Íslendingum á aldrinum 18 til 80 ára. Könnun var sett upp á netinu og bréf send til úrtaks frá Hagstofu Íslands í júní 2011 og bárust svör frá 525 manns. Markmiðið var jafnframt að skoða breytingar sem orðið hafa á viðhorfum og fiskneyslu Íslendinga frá því síðustu tölur voru birtar árið 2006 fyrir fólk á aldrinum 18 til 26 ára. Viðhorf og neysla Íslendinga voru greind eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, mánaðartekjum heimilis fyrir skatt, fjölda í heimili og fjölda barna undir 18 ára í heimili. Lýsi fjórum sinnum í viku Eins og getið er hér að ofan var meginniðurstaða skýrslu Matís að Íslendingar borða að meðaltali fisk sem aðalrétt um tvisvar sinnum í viku. Ýsa er vinsælasta tegundin á borðum landsmanna og er neytt um einu sinni í viku, en næst á eftir er þorskur. Að jafnaði taka Íslendingar lýsi um fjórum sinnum í viku, en
Almennt virðast Íslendingar oftar borða ferskan en frosinn fisk og afar lítið er keypt af tilbúnum fiskréttum. Fiskneysla eykst með aldri. alls tekur um helmingur landsmanna lýsi daglega og 62% þrisvar í viku eða oftar. Almennt virðast Íslendingar oftar borða ferskan en frosinn fisk og afar lítið er keypt af tilbúnum fiskréttum, kældum eða frosnum. Viðhorf til þess að borða fisk eru almennt mjög jákvæð og langflestir telja fisk hollan og góðan. Flestir telja að fjölskylda hafi mest hvetjandi áhrif varðandi neyslu fisks og að rýmri fjárhagur, auðveldara aðgengi að fersk-
um fiski og meira úrval af fiski gæti haft áhrif til aukinnar fiskneyslu. Fiskneysla eykst með aldri Mikill munur er á fiskneyslu og viðhorfum karla og kvenna. Konur kaupa frekar í matinn og leggja meiri áherslu á hollustu, ferskleika, aðgengi og verð. Þær eru jafnframt frekar þeirrar skoðunar að það sé dýrt að borða fisk. Verulegur munur reyndist á aldurshópum, bæði hvað varðar heildarfiskneyslutíðni, neyslu mismunandi fiskafurða og viðhorf. Fiskneysla eykst með aldri, sem og lýs-
MYND/HAG
isneysla. Áhersla á hollustu er minni meðal yngra fólks. Munur kom fram í neysluhegðun og neyslu mismunandi fisktegunda og afurða eftir búsetu sem líklega má að stórum hluta útskýra með hefðum og ólíku framboði af fiski. Flestir, sérstaklega fólk í eldri aldurshópum, telja fremur dýrt að borða fisk. Hins vegar finnst þeim fiskur frekar peninganna virði en þeim sem yngri eru. Svo virðist þó sem yngsti hópurinn sé jafnvel tilbúinn til að borga meira fyrir fisk, þar sem þeirra skoðun er að meira úrval af tilbúnum fiskréttum og fiskrétt-
um á veitingastöðum gæti haft áhrif til aukinnar fiskneyslu. Jákvæðara viðhorf ungs fólks Jákvæðar breytingar hafa átt sér stað í fiskneyslu og viðhorfi fólks á aldrinum 18 til 26 ára á síðustu fimm árum. Þessi hópur er nú meira fyrir fisk og fiskneyslutíðni hefur aukist nokkuð sem skýrist helst af aukinni fiskneyslu utan heimilis. Lýsisneysla og fjölbreytni í vali sjávarfangs virðist hafa aukist. Í þessum aldurshópi hefur orðið aukning í neyslu á ferskum fiski, sushi, saltfiski og á kældum hálftilbúnum réttum.
Weckman flatvagnar / löndunarvagnar Fjölbreytt úrval í fiskborði.
MYND/BIG
Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti
| 77
fimmtudagur 15. desember 2011
Björgúlfur EA.
MYND/ÞORGEIR BALDURSSON
Björgúlfur EA kominn úr óvenjulegri veiðiferð
Brenndu innlendum lífdísil í túrnum
N
ú í vikunni kom Björgúlfur EA-312 til heimahafnar á Dalvík úr óvenjulegri veiðiferð en innlendur orkugjafi var prófaður í túrnum. Um er að ræða lífdísil sem framleiddur er hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Lífdísillinn er unninn úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu sem er úrgangur sem áður var urðaður. Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, sagði í samtali við Fiskifréttir að það væri einsdæmi í heiminum að úrgangi væri breytt í orku sem síðan væri notuð á fiskiskip. Frá því árið 2007, er Orkey var stofnuð, hefur það verið tilgangur félagsins að stuðla að sjálfbærri framleiðslu og notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Orkey getur nú framleitt um 300 tonn af lífdísil á ári en að sögn Kristins er hægt með tiltölulega litlum breytingum að auka framleiðsluna í 2.500 tonn. Lítrinn af lífdísil er seldur á 185-190 krónur með vaski. Nokkur fyrirtæki og verktakar hafa keypt lífdísilinn á bifreiðar, vélar og tæki og nú hefur fiskiskip bæst í hópinn. „Lífdísill er miklu hreinna eldsneyti en skip hafa áður brennt. Um 80% minna af gróðurhúsalofttegundum fara út í andrúmsloftið við brennslu hans,“ sagði Kristinn.
Reynt aftur í næstu veiðiferð Björgúlfur EA tók um 10 þúsund lítra af lífdísil með í síðustu veiðiferð. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, sagði í samtali við Fiskifréttir, að ráðgert væri að taka annan eins skammt með í næstu veiðiferð. „Við erum mjög ánægð með að geta brennt innlendu eldsneyti og það sakar ekki að það skuli vera framleitt hér í firðinum. Verð á innlenda eldsneytinu er hvorki betra en né verra en á innfluttu eldsneyti en munurinn er sá að þarna erum við ekki að brenna gjaldeyri,“ sagði Kristján.
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
Tókst í alla staði vel Halldór Gunnarsson, yfirvélstjóri á Björgúlfi EA, sagði í samtali við Fiskifréttir að lífdísillinn hefði gefið mjög góða raun. Björgúlfur EA brennir um 5.100 lítrum á sólarhring. Halldór sagði að þeir hefðu byrjað á því að brenna lífdísilnum saman með öðru eldsneyti meðan kerfið var að hreinsa sig en þeir hefðu síðan náð einum sólhring þar sem hreinum lífdísil var brennt. ,,Við fylgdumst grannt með öllu og sáum ekki að neinn munur væri á því að brenna lífdísil eða öðru eldsneyti. Þetta tókst því í alla staði mjög vel,“ sagði Halldór. »» kjartan@fiskifrettir.is
Borgartúni 35 • 105 Reykjavík • Sími: 591 0300
78 |
fimmtudagur 15. desember 2011
Benni Sæm GK 8 Siggi Bjarna GK 11 Maron HU 14 Arnþór GK 4 Njáll RE 7 Sægrímur GK 7 Smábátaafli alls: 0.0 Samtals afli: 77.0
AFLABRÖGÐIN [Vikan 04.12.11 - 10.12.11] Vestmannaeyjar Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Huginn VE 798 Nót Síld 1 Jón Vídalín VE 99* Tro Karfi 1 Gullberg VE 68 Tro Þorsk 1 Bergur VE 5 Tro Lýsa 1 Brynjólfur VE 38 Net Ufsi 2 Vestmannaey VE 8 Tro Ufsi 1 Bergey VE 14 Tro Ufsi 1 Dala-Rafn VE 17 Tro Ufsi 1 Suðurey VE 37 Tro Þorsk 1 Glófaxi VE 13 Skö Ufsi 2 Kristbjörg VE 43 Net Ufsi 2 Frár VE 40* Tro Þorsk 1 Sólborg RE 10 Dra Ýsa 2 Þórunn Svein VE 58 Tro Þorsk 1
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Hlöddi VE 5.3 Lín Ýsa Smábátaafli alls: 9.2 Samtals afli: 1257.2
3 3 5 2 3 5
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
225 Tro Karfi 6 Dra Þorsk 15 Pló Sæbjú Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Kristján HF 19.3 Lín Ýsa Smábátaafli alls: 19.3 Samtals afli: 265.3
1 1 2 5
Kópavogur
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Gísli KÓ 7.8 Lín Samtals afli: 7.8
3
Ýsa
2
Reykjavík Ottó N. Þorl RE Ásbjörn RE Sturlaugur H AK Stefnir ÍS Bylgja VE Steinunn SF Aðalbjörg RE Aðalbjörg II RE Helga RE Kristrún RE
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
112 Tro Þorsk 82 Tro Þorsk 128 Tro Karfi 62 Tro Stein 74 Tro Þorsk 54 Tro Þorsk 4 Dra Sandk 5 Dra Sandk 35 Tro Þorsk 56 Lín Langa Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Svalur BA 9.9 Lín Ýsa Sindri RE 1.2 Net Ýsa Fjóla SH 0.2 Þor Klett Smábátaafli alls: 20.6 Samtals afli: 632.6
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Jón á Hofi ÁR 35 Tro Langl 2 Stafnes KE 2 Lín Lúða 1 Jóhanna ÁR 9 Dra Langl 3 Sólborg RE 2 Dra Ýsa 3 Valþór NS 4* Lín Lúða 1 Reginn ÁR 4 Net Þorsk 3 Fróði II ÁR 19 Tro Langa 1 Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Sæunn Sæmund ÁR 1 1.9 Lín Ýsa 5 Smábátaafli alls: 25.7 Samtals afli: 100.7
Grindavík
1 1 1 1 1 2 3 2 1 1 3 4 1
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
65 Lín Þorsk 49 Lín Þorsk 65 Lín Þorsk 50 Lín Þorsk 39 Tro Karfi 7 Net Ufsi 6 Net Þorsk Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Árni í Teigi GK 6.9 Net Ufsi Hraunsvík GK 1.7 Skö Skötu Byr GK 0.7 Lín Þorsk Hrappur GK 0.6 Han Ufsi Smábátaafli alls: 11.5 Samtals afli: 292.5
Akranes
1 1 1 1 1 3 5
5 3
Þorsk
6
5 3 2
Ólafsvík Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Guðmundur Je SH 6 Dra Koli 1 Ólafur Bjarn SH 27 Net Þorsk 6 Sveinbjörn J SH 13 Dra Þorsk 4 Gunnar Bjarn SH 12 Dra Koli 3 Egill SH 17 Net Þorsk 4
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Kristinn ll SH 36.0 Lín Þorsk Bárður SH 6.9 Net Þorsk Heiðrún SH 0.6 Skö Skötu Hilmir SH 0.2 Han Þorsk Smábátaafli alls: 80.1 Samtals afli: 155.1
Humarvertíð í Grindavík
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Net
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Tryggvi Eðva SH 38.8 Lín Þorsk Bárður SH 6.7 Net Þorsk Ísak AK 3.2 Skö Skötu Samtals afli: 118.6
Keflavík 26
3 4
Arnarstapi
4 2 1 1
Sandgerði
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Daðey GK 21.6 Lín Ýsa Sunna Líf KE 1.7 Skö Skötu Smábátaafli alls: 209.4 Samtals afli: 421.4
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Ebbi AK 11.4 Lín Ýsa Keilir II AK 3.4 Net Þorsk Samtals afli: 26.5
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Sóley Sigurj GK 86 Tro Þorsk 1 Berglín GK 77 Tro Þorsk 1 Arnarberg ÁR 18 Lín Þorsk 1 Örn KE 10 Dra Þorsk 3 Sigurfari GK 4 Dra Þorsk 2 Happasæll KE 14 Net Þorsk 4 Hafdís SU 3 Lín Þorsk 1
Erling KE
Sandk Koli Þorsk Sandk Sandk Þorsk
Hafnarfjörður Oddeyrin EA Stormur SH Tungufell BA
Þorlákshöfn
Sturla GK Ágúst GK Valdimar GK Tómas Þorval GK Oddgeir EA Grímsnes BA Askur GK
Dra Dra Net Dra Dra Net
»» Grindavík var einn þeirra staða þar sem gert var út á humar. Nú er enginn humarkvóti eftir þar í bæ. Myndin er tekin í byrjun níunda áratugarins en þá voru en nokkrir Grindavíkurbátar enn á humri. Humarinn var allur halaslitinn á sjó og landað í olíufötum. MYND/ KRISTINN BENEDIKTSSON
Gæða ullarfatnaður sem hentar við allar aðstæður!
Laugavegi 25
Hafnarstræti 99-101
Reykjavík s. 552-7499
Akureyri s. 461-3006
www.janus.no
100 % Merino ull
6 4 1 1
Rif Örvar SH
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
70
Lín
Þorsk
2
| 79
fimmtudagur 15. desember 2011
Saxhamar SH 34 Lín Þorsk Hamar SH 43 Lín Þorsk Rifsnes SH 38 Lín Þorsk Magnús SH 6 Skö Skötu Matthías SH 6 Dra Þorsk Esjar SH 1 Dra Þorsk Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Guðbjartur SH 12.9 Lín Þorsk Hafnartindur SH 3.5 Skö Skötu Bára SH 1.5 Dra Sandk Smábátaafli alls: 55.4 Samtals afli: 253.4
1 6 1 2 1 2 4 4 1
Grundarfjörður Hringur SH Farsæll SH Grundfirðing SH Sóley SH Helgi SH Stígandi VE Haukaberg SH
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
64 Tro Þorsk 36 Tro Þorsk 37 Lín Þorsk 46* Tro Þorsk 47 Tro Þorsk 22* Tro Stein 12 Net Þorsk Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Halldór NS 3.0 Skö Skötu Birta SH 1.7 Lín Þorsk Sæfari II SH 0.2 Han Þorsk Smábátaafli alls: 9.3 Samtals afli: 273.3
1 1 1 1 1 1 3 2 1 1
Stykkishólmur Gullhólmi SH Þórsnes II SH Sandvík SH
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
25 Lín Þorsk 17 Lín Þorsk 11 Net Síld Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Bíldsey SH 19.5 Lín Ýsa Fjóla SH 6.7 Ígu Ígulk Garpur SH 3.6 Kra Beitu Glaður SH 2.1 Net Síld Smábátaafli alls: 54.8 Samtals afli: 107.8
1 1 4 4 4 3 1
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
7 Smábátaafli alls: 0.0 Samtals afli: 7.0
Kra
Beitu
2
Núpur BA Vestri BA Matthías SH
Páll Pálsson ÍS Markús ÍS
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
23 Lín Þorsk 28 Lín Þorsk 3 Lín Ýsa Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Birta BA 7.9 Lín Þorsk Smábátaafli alls: 17.3 Samtals afli: 71.3
1 5 1 2
7 4
2 4 2 1
Súðavík Gunnvör ÍS Valur ÍS
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
10 23 Smábátaafli alls: 0.0 Samtals afli: 33.0
Tro Tro
Rækja Rækja
4 5
Net
Þorsk
1
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
2
Siglufjörður Múlaberg SI Sigurborg SH Siglunes SI
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
64 Tro Þorsk 23 Tro Rækja 13 Tro Þorsk Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Oddur á Nesi ÓF 21.6 Lín Ýsa Smábátaafli alls: 70.2 Samtals afli: 170.2
1 1 1 4
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Net
Þorsk
5
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
2
Grímsey
2
Þorleifur EA Sæbjörg EA
Hólmavík
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Guðmundur Jó ST 6.5 Lín Samtals afli: 16.0
Ýsa
2
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
6
Dra
Ýsa
1
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Eydís EA 5.3 Lín Samtals afli: 6.9
Ýsa
2
Sauðárkrókur Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Tro
Þorsk
1
Smábátaafli alls: 0.0 Samtals afli: 110.0
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
221* Tro Þorsk 127 Tro Þorsk 5 Dra Ýsa Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Bjarmi EA 4.8 Lín Ýsa Smábátaafli alls: 9.7 Samtals afli: 362.7
2 1 2 3
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
87 Lín Þorsk Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Alda HU 14.5 Lín Ýsa Bjarmi GK 0.4 Han Ufsi
Árskógssandur
2
3 1
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Særún EA 8.8 Lín Samtals afli: 17.3
Djúpivogur
Húsavík Kristín ÞH Jökull ÞH
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
66 Lín Þorsk 41 Net Ufsi Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Karólína ÞH 4.2 Lín Þorsk Smábátaafli alls: 4.2 Samtals afli: 111.2
1 2 1
Vopnafjörður Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Ýsa
1
Seyðisfjörður Gullver NS Tjaldur SH
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
89* Tro Þorsk 75 Lín Þorsk Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Helga Sigmar NS 0.8 Lín Ýsa Smábátaafli alls: 0.8 Samtals afli: 164.8
1 1 1
Þorsk
Hornafjörður Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Hvanney SF 47 Net Þorsk 6 Skinney SF 38 Tro Skötu 2 Sigurður Óla SF 2 Tro Skötu 1
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Ragnar SF 11.3 Lín Þorsk Von SF 0.8 Skö Skötu Smábátaafli alls: 24.9 Samtals afli: 111.9
1
Smábátaafli alls: 0.0 Samtals afli: 271.0
Eskifjörður Hafdís SU
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
11
Lín
Þorsk
3
Fáskrúðsfjörður Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Hoffell SU 123 Tro Gulld 2 Ljósafell SU 81 Tro Þorsk 1 Hannes André SH 5 Pló Sæbjú 1 Sandvíkingur ÁR 3 Pló Sæbjú 1
Stöðvarfjörður
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Ýsa
4
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Narfi SU 9.5 Lín Þorsk Samtals afli: 9.5
2
Tálknafjörður Kópur BA
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
28 Lín Þorsk Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Sæli BA 8.0 Lín Þorsk Smábátaafli alls: 17.3 Samtals afli: 45.3
5 2
Lyftukör, Línurennur, LínuspiL, BaLahringi, Beituskurðarhnífa,
Bíldudalur Matthías SH
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
9 Dra Þorsk Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Ólafur HF 6.2 Lín Þorsk Smábátaafli alls: 6.2 Samtals afli: 15.2
1
hrognaskiLjur, hrognasigti,
2
netaspiL, afdragarakúLur,
Þingeyri Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Jóhanna Gísl ÍS 100 Lín Þorsk 1 Egill ÍS 12 Dra Ýsa 4
Smábátaafli alls: 0.0 Samtals afli: 112.0
Flateyri
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Steinunn HF 24.9 Lín Þorsk Samtals afli: 24.9
6
Suðureyri
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Kristján ÍS 14.9 Lín Samtals afli: 37.3
Ýsa
5
Bolungarvík Stormur SH Þorlákur ÍS Valbjörn ÍS
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
31 29 17
Dra Lín Tro
Þorsk Þorsk Þorsk
2 1 2
1 2
2 1
Noregur
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
66* Tro
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Öðlingur SU 5.7 Lín Þorsk Tjálfi SU 4.2 Dra Ýsa Smábátaafli alls: 9.9 Samtals afli: 114.9
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Aðalsteinn J SU 271 Tro Síld 1
Neskaupstaður Bjartur NK
1
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir Páll Jónsson GK 77 Lín Þorsk 1 Fjölnir SU 2 Lín Þorsk 1 Gulltoppur GK 26 Lín Þorsk 4
Smábátaafli alls: 0.0 Samtals afli: 212.0
Skagaströnd Sighvatur GK
1
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Háey II ÞH 6.1 Lín Þorsk Samtals afli: 12.9
Smábátaafli alls: 0.0 Samtals afli: 11.0
Dalvík Björgvin EA Björgúlfur EA Hafborg EA
1
Smábátaafli alls: 0.0 Samtals afli: 66.0
3
Smábátaafli alls: 0.0 Samtals afli: 6.0
110
6 1
Hrísey
Hvammstangi
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
16 Net Þorsk 3 Net Ufsi Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Gyða Jónsdót EA 3.3 Lín Ýsa Smábátaafli alls: 6.8 Samtals afli: 25.8
199* Tro Þorsk Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Dögg EA 0.3 Lín Ýsa Smábátaafli alls: 0.3 Samtals afli: 199.3
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Viggi NS 5.5 Lín Samtals afli: 5.5
Smábátaafli alls: 0.0 Samtals afli: 16.0
3 Dra Ýsa Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Skúli ST 6.3 Lín Ýsa Smábátaafli alls: 9.0 Samtals afli: 12.0
Breiðdalsvík Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
Ólafsfjörður 16
Akureyri Kaldbakur EA
Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Hafaldan SI 4.1 Lín Þorsk Samtals afli: 6.4
Eiður ÓF
Drangsnes Grímsey ST
Dagrún ST 0.3 Smábátaafli alls: 18.4 Samtals afli: 105.4
Hofsós
Afli Veiðarf. Uppist. afla Landanir
89 Tro Þorsk 7 Tro Rækja Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Björg Hauks ÍS 3.8 Lín Ýsa Sæbjörn ÍS 0.2 Tro Ýsa Smábátaafli alls: 4.3 Samtals afli: 100.3
Klakkur SK
Patreksfjörður
4
Ísafjörður
Harpa HU
Reykhólar Blíða SH
Páll Helgi ÍS 9 Tro Rækja Hæsti smábátur á hverju veiðarfæri Guðmundur Ei ÍS 26.6 Lín Ýsa Sædís ÍS 2.2 Net Þorsk Smábátaafli alls: 151.9 Samtals afli: 237.9
Jónsvör 3, 190, Vogar, Iceland Tel.: (+354) 424 6650 Fax.: (+354) 884 2845 E-mail: beitir@beitir.is Website: www.beitir.is
Krapa- sjó og neysluvatnslagnir Fyrir skip og fiskvinnslur í íslenskum sjávarútvegi síðan 1997 fiskifrettir.is
Fossháls 27, 110 Reykjavík, sími: 567 7000
Óvæntur fengur hjá togaranum Kleifabergi ÓF
Risalúða í Hornafjarðardýpi
númmer 111027
númmer 111027
númmer 111103
F
hafa verið stærsta rystitogarinn Kleifaberg uð þyngd um 250 kíló. „Ef mér munTraustar lausnir í 30lúða ár sem austar lausnir ÓF í 30fékk ár risalúðu í trollið Traustar stöng í heiminum. ekkií þá í skjátlast lausnir 30 mun ár þetta vera veiðst hefur Fetiá framar Feti framarsíðustu viku er skipið var ein af framar stærstu lúðum sem veiðst Feti að ufsaveiðum í Horna- hafa við landið síðustu ár,“ Sú stærsta 365 sentímetrar fjarðardýpi. Samkvæmt upp- sagði Trausti. Til samanburðar „Það slæðist eitthvað af risalúðu lýsingum sem Fiskifréttir fengu nefndi hann að lúðan sem Þjóð- með í afla skipa. Við fréttum þó frá Trausta Gylfasyni, háseta á verji nokkur veiddi á stöng fyrir ekki alltaf af þeim,“ sagði JónKleifaberginu, er lúðan um 258 vestan í fyrra hefði verið rúmir björn Pálsson, fiskifræðingur á sentímetrar að lengd og áætl- 240 sentímetrar að lengd. Það Hafrannsóknastofnun í samtali Íleggjari við Fiskifréttir. Íleggjari Sprautuvélar ★ Traust sagði sprautuvélar Jónbjörn að stærsta lúð★ Vogir innbyggðar Sjálfvirkur ileggjari aust sprautuvélar an★sem vitað væri um aðí kör veiðst ★ Karaíleggjari innbyggður ★ Sparar störf álfvirkur ileggjari í kör hefði á Íslandsmiðum hefði ★ 968 nálar, betri dreifing ★ Léttir parar störf fengist áriðstörf 1935 við norðanvert ★ Mikil afköst, auðveld þrif ttir störf Sölumenn sími365 : 5674670 landið. Hún var sentímetr★ Hátt nýtingarhlutfall artraust@traust.is á lengd, vó 266www.traust.is kíló og var 45 umenn sími : 5674670 ★ Lágur þrýstingur sentímetra þykk. Jónbjörn tók @traust.is www.traust.is ★ Þynnri nálar, auðveld þrif fram að það væri fengur fyrir Sölumenn sími : 567 4670 Hafrannsóknastofnun að fá upptraust@traust.is www.traust.is lýsingar umnúmmer þegar 111124 risalúður eða númmer 111110 óvenjustórir fiskar af öðrum tegnúmmer 111117 undum veiddust. Hann hvatti sjómenn til að hafa það í huga. »» kjartan@fiskifrettir.is ustar lausnir í 30 ár Traustar lausnir í 30 ár Traustar lausnir í 30 ár Feti framar Feti framar Feti framar
Auðsprautun
rautuvélar syInject “fiskur í fisk” smækkarar (Emulsifiers) ltunarkerfi msöltunarkerfi
Sprautuvélar ★ Traust sprautuvélar ★ Sjálfvirkur ileggjari í kör ★ Sparar störf ★ Léttir störf
umenn sími : 5674670 @traust.is www.traust.is
Sölumenn sími : 5674670 traust@traust.is www.traust.is
númmer 111201
númmer 111208
Ef mér skjátlast ekki þá Íleggjari mun þetta ★Traust sprautuvélar ★Auðsprautun vera ein af stærstu ★Fiskur í fisk ★Innbyggður lúðum semíleggjari veiðst ★Innbyggð vog hafa við landið Sölumenn sími : 5674670 traust@traust.is www.traust.is síðustu ár.
Lúðan sem Kleifaberg ÓF veiddi er ógnarstór í samanburði við skipverjann sem ustar lausnir í 30 ár Traustar lausnir í 30MYND/TRAUSTI ár liggur við hlið hennar. GYLFASON Feti framar Feti framar
Fyrir báta og Skip
Traustar lausnir í 30 ár Feti framar
Sjálfstýringar og Stýrisdælur Auðsprautun
aust sprautuvélar ðsprautun kur í fisk Navitron lfvirkur ileggjari í körNT-777
umenn sími : 5674670 @traust.is www.traust.is
Sölumenn sími : 5674670 Betri búnaður - Betra verð
traust@traust.is www.traust.is
Elcon ehf. - sími 552 9510 - elcon@simnet.is
Ankeriskeðjur og fylgihlutir
16 - 32 mm á lager • Útvegum allar stærðir
Auðsprautun ★ Traust sprautuvélar ★ Auðsprautun ★ Fiskur í fisk Navitron NT-888 ileggjari Navitroní kör NT-921 MK2 ★ Sjálfvirkur
HNOTSKÓGUR grafísk hönnun
númmer 111215
Auðsprautun ★ Traust sprautuvélar ★ Örsmækkarar ★ (Emulsifiers) Sölumenn sími : 5674670 traust@traust.is www.traust.is
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is