Höfðingjar hafsins - kápa

Page 1

Hvalaskoðun hófst á Íslandi árið 1995. Síðan hefur vöxturinn í þessari grein ferða­þjónustu verið ævintýra­legur. Í tugþúsundatali halda ferðalangar til hafs á ári hverju til að eiga stefnumót við hvali. Í þessum ferðum upplifir fólk bæði haf og land sem undurfagurt og stórbrotið vistkerfi þar sem maðurinn er einn þátttakenda, hlekkur í keðju. Í þessari bók er leitast við að fanga þessa miklu sinfóníu náttúrunnar þar sem hvalirnir leika aðalhlutverk en aldrei einleik. Við erum öll hluti af stórri heild sem er nátt­úran og lífið sjálft. Friðþjófur Helgason er löngu landsþekktur ljósmyndari og kvikmyndatöku­ maður. Hann beitir myndavélinni ávallt af óbrigðulli tilfinningu listamannsins og fang­ar töfrum slung­in augnablik. Myndir hans bera vott um djúpstæða virðingu fyrir um­hverfinu og náttúrunni. Svo er einnig um þessa bók. Magnús Þór Hafsteinsson ritar texta bókarinnar.

Höfðingjar hafsins

Höfðingjar hafsins

Hvalir hafa á sér blæ dulúðar. Það er ógleymanleg reynsla að mæta þessum tignar­legu dýrum í návígi á hafi úti. Þeir eru eitthvað svo nálægir okkur mönn­ um en samt svo fjarlægir.

Höfðingjar hafsins

Myndabók – hvalaskoðun við Ísland Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason | Texti: Magnús Þór Hafsteinsson


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.