Vargöld á vígaslóð - Frásagnir tengdar Íslandi úr seinni heimsstyrjöldinni

Page 1

Vargöld á VÍgaslóð

Vargöld á vígaslóð

Magnús Þór Hafsteinsson hefur áður sent frá sér einstakar bækur um þátt Íslands í sögu seinni heimsstyrjaldar. Þær eru: Dauðinn í Dumbshafi, Návígi á norðurslóðum og Tarfurinn frá Skalpaflóa. Í þessari bók dregur hann upp frásagnir af ótrúlegum atburðum sem allir tengdust Íslandi með einum eða öðrum hætti en hafa verið Íslendingum lítt kunnir fram til þessa. Enginn með áhuga á sögunni má láta þessa bók fram hjá sér fara.

FRÁSAGNIR TENGDAR ÍSLANDI ÚR SEINNI HEIMSSTYRJÖLDINNI

Ísland var eitt mikilvægasta vígi Bandamanna þegar staðan í seinni heimsstyrjöldinni var sem tvísýnust 1940–1942. Þá urðu miklir atburðir sem ófust með ýmsu móti saman við sögu þjóðarinnar. Bretar náðu glænýjum þýskum kafbáti undan Suðurlandi síðla sumars 1941, tóku áhöfnina til fanga og færðu bátinn til Hvalfjarðar. Aðstaðan á Íslandi var lykillinn að því að þetta tókst. Fyrsta sjóorrusta stríðsins var háð undan Hornafirði í byrjun vetrar 1939. Hundruðum manna var slátrað. Mesti skipskaði í sögu Bretaveldis varð er bresku liðsflutningaskipi var sökkt við Frakkland í júní 1940. Nokkrum dögum fyrr flutti skipið fyrstu bresku hermennina til Íslands. Viðgerðaskipið Hecla kom glænýtt til Íslands í júlí 1941 og lá í Hvalfirði. Þýskur kafbátur sökkti skipinu síðar og hlaust af mikið manntjón. Hernám Íslands hafði djúpstæð áhrif á íslensk börn. Valinkunnir Íslendingar rifja upp reynslu sína af stríðsárunum á mótunarárum bernsku og æsku.

vargöld Á vígaslóð FRÁSAGNIR TENGDAR ÍSLANDI ÚR SEINNI HEIMSSTYRJÖLDINNI

stórmerkur fróðleikur um þátt íslands í styrjöldinni

MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.