Lög um breytingar á lögum Alþjóðlegra ungmennaskipta - AUS 1. gr. Kafli I sameinast kafla II og fær heitið „Heiti, aðsetur og hlutverk“. Breytast númer annarra kafla laganna samkvæmt því. 2. gr. 1. gr. laganna hljóðar svo: Félagið heitir Alþjóðleg ungmennaskipti, skammstafað AUS og á ensku ICYE Iceland. Aðsetur og varnarþing er í Reykjavík. 3. gr. 2. gr. laganna hljóðar svo: AUS eru frjáls félagasamtök rekin án hagnaðarsjónarmiða og á landsvísu. 4. gr. 3. gr. laganna hljóðar svo: AUS eru sjálfboðaliða- og fræðslusamtök. Markmið félagsins er að stuðla að friði og skilningi milli einstaklinga og þjóða og vinna gegn fordómum hvers konar. Félagið vinnur að markmiði sínu m.a. með því að senda ungmenni erlendis í sjálfboðaliðastarf og taka á móti ungmennum í sama tilgangi til Íslands. Þannig ýtir félagið undir meðvitund og lærdóm ungmenna um ólíka menningarheima auk þess að stuðla að þroska, sjálfstæði, meðvitund og virkni þeirra í samfélaginu. 5. gr. 4. gr. skal hljóða svo: Félagsmenn AUS eru allir þeir sjálfboðaliðar/nemendur sem hafa farið til útlanda á vegum ungmennaskipta Þjóðkirkjunnar frá 1961-1983 og frá 1983 á vegum AUS. Aðrir einstaklingar sem bera hag félagsins fyrir brjósti og starfa í þeim anda geta orðið félagsmenn. Skráning í félagið skal berast skrifstofu félagsins skriflega. Úrsögn úr félaginu skal tilkynna skriflega á skrifstofu félagsins. 6. gr. 8. gr. verður að 5. gr. Breyting verður á 2. mgr. en í stað orðasambandsins „veita andsvör“ koma orðin „koma að andmælum“ og í stað orðasambandsins „fyrirhuguðu ákvörðun“ kemur „mögulegu brottvikningu“. 7. gr. 6. gr. hljóðar svo: Aðalfundi er heimilt að ákveða hófleg félagsgjöld. 8. gr. 7. gr. hljóðar svo: Félagið getur kjörið heiðursfélaga. Tillaga um slíkt kjör skal liggja fyrir viku fyrir aðalfund og telst hún samþykkt ef hún fær 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi. 9. gr. 8. gr. hljóðar svo: AUS er aðili að alþjóðasamtökum International Cultural Youth Exchange (ICYE) og að Landssamtökum æskulýðsfélaga (LÆF). 10. gr. 9. gr. fellur brott og breytist númer annarra gr. í samræmi við það. 11. gr. 10. gr. verður að 9. gr. 4. mgr. gr. fellur brott.
12. gr. 12. gr. verður að 11. gr. Skal 2. mgr. gr. hljóða svo: Stjórn er kosin til eins árs í senn og skal kjósa formann, gjaldkera, ritara og varamann sérstaklega. 13. gr. Núverandi 13. gr. verður að 12. gr. laganna og mun hljóða svo: Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Kosning kjörnefndar. 3. Skýrsla stjórnar kynnt og rædd. 4. Reikningar síðasta árs lagðir fram til umræðu og atkvæðagreiðslu. 5. Starfsáætlun og rekstraráætlun lagðar fram til umræðu og atkvæðagreiðslu. 6. Mögulegar lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar. 7. Hugsanlegar ályktanir/ tillögur kynntar og ræddar. 8. Kosning stjórnar. 9. Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna. 10. Önnur mál. 14. gr. Núverandi 14. gr. verður að 13. gr. Við gr. bætast eftirfarandi mgr: Ritari gegnir einnig hlutverki varaformanns. Varamaður skal einnig kosinn sbr. 11. gr. og taka sæti stjórnarmanns þurfi hann að segja sig úr stjórn. 15. gr. 15. gr. fellur brott og breytist númer annarra gr. í samræmi við það. 16. gr. 16. gr. verður að 14. gr. 2. mgr. greinarinnar fellur brot. Núverandi 3. mgr. skal hljóða svo: Framkvæmdastjóri situr fundi stjórnar nema þess sé ekki óskað, þar hefur hann málfrelsi og tillögurétt en er án atkvæðisréttar. Orðasambandið „a.m.k. helmingur“ í núverandi 4. mgr. breytist í "meirihluti“. 17. gr. 17. gr. verður að 15. gr. 4. mgr. 17. gr. fellur brott 18. gr. 18. gr. verður að 16. gr. 2., 3. og 4. mgr. fellur brott 19. gr. 19. gr. verður að 17. gr. Á eftir orðinu „af“ í 1. mgr. kemur „löggiltum endurskoðanda eða“ 20. gr. 20. gr. verður að 18. gr. „Til varðveislu“ í lok gr. fellur brott.