Hjá Matís er lögð áhersla á hagnýtingu og markaðshugsun í öllum verkefnum og starfsemi fyrirtækisins því skjót útbreiðsla og hagnýting þekkingar er ekki síður mikilvæg en grunnrannsóknirnar sjálfar þegar koma á vörum á markað.
Verðmætasköpun er því lykilorð í öllu starfi Matís hvort sem það er í samstarfi við aðila innanlands eða erlendis. Í þessari skýrslu má sjá örfá dæmi um verkefni þar sem Matís hefur átt hlutverki að gegna og skilað hafa nú þegar verðmætum til þeirra aðila sem að verkefnunum komu, hvort sem horft er til Matís sem fyrirtækis, starfsmanna þess, viðskiptavina eða eigenda, þ.e.íslenska ríkisins.