Ársskýrsla 2013
2
Efnisyfirlit Stóru málin eru matvæla- og fæðuöryggi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Örugg matvæli – grundvöllur verðmætasköpunar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Rannsóknir á uppruna gegna veigamiklu hlutverki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Lífhagkerfið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Matvæli eiga ekki að ógna heilsu okkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Hvað er að gerast í heiminum – hvað getum við lært af öðrum? . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Matís . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Stjórn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Mannauður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Gildi Matís . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Hlutverk Matís er að . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Stefna Matís er að . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Skipurit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Faglegar áherslur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Matís - um allt land . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Samstarfsaðilar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Dæmi um verkefni á árinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Ráðstefnur, fundir og sýningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52 Útgefið efni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60 Skýrslur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Útskrifaðir nemendur hjá Matís . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64
3
Stóru málin eru matvælaog fæðuöryggi Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Árið 2013 hefur einkennst af áskorunum sem Matís hefur markvisst og meðvitað tekist á við, bæði á landsvísu og á alþjóðlegum samstarfsvettvangi. Áskoranir tengdar aukinni verðmætasköpun, bættu matvæla- og fæðuöryggi og bættri lýðheilsu hafa opnað fjölmörg sóknarfæri fyrir Matís þar sem styrkur starfsmanna í rannsóknum og nýsköpun nýtist til að takast á við áskoranir sem fyrir liggja. Með samspili menntunar, rannsókna, þróunar og matvælaframleiðslu hefur Matís lagt lóð á vogarskálarnar til að stuðla að vaxandi framþróun í íslensku vísindastarfi, styrkt atvinnulíf og aukið öryggi matvæla- og fæðuframboðs hér á landi sem víðar. Umræðan um mat og hugsanlegan skort á mat er sífellt að verða háværari og mikilvægi þess að matvælaafurðir séu fullnýttar og öryggi matvæla tryggt er grundvöllur
4
verðmætasköpunar í matvælaframleiðslu. Fæðuöryggi vísar til nægs framboðs af matvælum en matvælaöryggi snýst um að matvæli innihaldi ekki skaðleg eða heilsuspillandi efni. Báðir öryggisfletirnir snerta grunnþörf mannsins til lífs og næringar og eru þeir sérstakt leiðarljós Matís í ár. Ljóst er að blikur eru á lofti um að fæðuöryggi sé ógnað á heimsvísu og ýmsar uppákomur og tilfelli hafa sýnt fram á að öryggi matvæla og næringarinnihald er víða ábótavant. Tillaga að nýrri rammaáætlun Evrópu fyrir rannsóknir og nýsköpun 2014-2020 liggur nú fyrir en samkvæmt henni verður stutt við sjálfbæran hagvöxt í Evrópu með áherslu á að byggja upp og styrkja rannsóknainnviði og auka þekkingu á mismunandi sviðum vísinda. Í matvælaiðnaði
endurspeglast þessar áherslur meðal annars í að efla rannsóknir í líftækni- og matvælaiðnaði og finna leiðir til að bæta öryggi og næringarinnihald matvæla. Sem virkir þátttakendur í alþjóðlegu vísindasamstarfi er ljóst að það er skylda Matís að bregðast við og taka þátt í því samstillta átaki sem fyrir liggur á Evrópusvæðinu og hafa nú þegar fjölmörg verkefni farið af stað hjá Matís sem leggja grunn að þeirri vinnu. Hlutverk Matís er þríþætt. Í fyrsta lagi að auka verðmæti og verðmætasköpun í matvæla- og líftækniiðnaði, í öðru lagi að bæta matvælaöryggi og í þriðja lagi að bæta lýðheilsu. Öll hlutverkin fara saman og hafa áhrif hvort á annað. Matvælaog fæðuöryggi eru meðal stærstu áskorana sem veröldin stendur frammi fyrir og ef bæta á framboð og heilnæmi afurða, skiptir miklu máli að nýta lífauðlindir betur. Við Íslendingar
höfum náð langt í nýtingu sjávarauðlinda með því að stunda öflugt rannsókna- og þróunarstarf í góðu samstarfi við menntakerfið og iðnaðinn og vinnur Matís nú að því að efla enn frekar rannsóknir og nýsköpun annarra lífauðlinda á Íslandi. Það skiptir mjög miklu máli að virðiskeðja rannsókna, menntunar og nýsköpunar sé óslitin og að allir hlekkirnir vinni saman. Starfsemi Matís nær með einum eða öðrum hætti yfir alla hlekkina, og Matís er því vel í stakk búið til að takast á við alþjóðlegar og stórar áskoranir er lúta að matvæla- og líftækniiðnaðinum. Bætt lýðheilsa og bætt lífsgæði er þó okkar sameiginlega ábyrgð og með samhentri stefnu, aðgerðum og uppbyggingu á rannsóknum og þróun á sviði matvæla- og líftækniiðnaðarins, hér heima og erlendis, getur ávinningurinn orðið öllum til hagsbóta.
5
Örugg matvæli – grundvöllur verðmætasköpunar Dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Neytendur þurfa að geta treyst á öryggi matvæla. Tvö lykilsvið Matís eru tileinkuð rannsóknum og þjónustu á sviði matvælaöryggis. Þar eru m.a. framkvæmdar faggildar örveruog efnamælingar, en þær eru sívaxandi krafa í eftirliti og viðskiptum með matvæli. Jafnframt fara þar fram rannsóknir á sviðum örverufræði, efnafræði og erfðafræði, auk vöktunarog öryggisþjónustu.
6
Fæðuöryggi framtíðar, þ.e. góður aðgangur almennings að öruggum og heilnæmum matvælum, verður einungis tryggt með nýsköpun og bættri nýtingu auðlinda. Undanfarin ár hefur mikil og jákvæð þróun verið í matvælaframleiðslu hér á landi og hefur Matís verið þar í fararbroddi, með rannsóknaog nýsköpunarstuðningi við atvinnulífið. Til að mynda hefur Matís starfrækt Matarsmiðjur í Reykjavík, á Flúðum og á Höfn
í Hornafirði, en í gegnum þær hafa minni og stærri fyrirtæki og einstaklingar farið með vöruþróun sína, sem oftar en ekki hefur leitt til markaðssetningar á nýjum og spennandi vörum. Nýsköpun í matvælaframleiðslu byggir á sterkum mannauði, en samstarf Matís og Háskóla Íslands um meistaranám í matvælafræði hefur þegar skilað auknum áhuga og sterkum nemendum. Þátttaka þeirra, sem og fjölmargra annarra frumkvöðla, í nýsköpunarkeppni Landsbankans og Matís haustið 2013 er ánægjuleg staðfesting á þeim krafti sem býr í íslenskum frumkvöðlum í matvælaframleiðslu. Umgjörð Matarsmiðjanna og þekking frumkvöðla á áhættuþáttum matvælaframleiðslu er lykilatriði í að tryggja öryggi afurðanna og þannig stuðla að vexti og viðgangi framleiðendanna.
Í fararbroddi Samstarfssamningur Matís og Háskóla Íslands, sem undirritaður var á árinu, er gott dæmi um árangursríka samþættingu kennslu, rannsókna og nýsköpunar. Samningurinn stuðlar að framþróun á matvælaframleiðslu og matvælaöryggi, bætir nýtingu aðfanga og innviða og styrkir mannauð. Ásetningur Matís og Háskólans um að vera í fararbroddi á sviðum matvælafræði og matvælaöryggis er fjárfesting sem mun skila arði fyrir íslenskt atvinnulíf til framtíðar. Aukin áhersla hefur enn fremur verið lögð á samstarf við háskólasamfélagið víðs vegar um land og hefur Matís m.a. tekið þátt í stefnumótandi verkefnum um matartengt nám á framhaldsskólastigi á Suðurlandi og kennslu á sviðum vöruþróunar og auðlindanýtingar við Landbúnaðarháskólann og Háskólann á Akureyri. Síðast en ekki síst höfum við boðið nemendum á öllum námsstigum háskóla að vinna að rannsóknum innan fyrirtækisins og hefur samstarfið skilað úrvals vísindamönnum á sviði matvælafræða, með sterka tengingu við atvinnulífið.
Gæði og árangur Matvælaframleiðsla er mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Innan greinarinnar er mikil áhersla á matvælaöryggi, nýsköpun og aukningu verðmæta og getum við verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur. Rannsóknir og þróun hafa leikið lykilhlutverk í framförum í íslenskri matvælaframleiðslu, ekki síst í sjávarútvegi, aukið matvælaframboð og bætt samkeppnishæfni atvinnulífsins
á sama tíma. Samvinna við íslensk og erlend fyrirtæki í nýsköpunar- og rannsóknaverkefnum hafa verið og munu verða hornsteinn í starfsemi Matís. Fjármögnun starfseminnar endurspeglar þetta, en árið 2013 komu innan við 30% tekna Matís úr föstum framlögum ríkisins. Bein sala á þjónustu og fjármagn úr innlendum og erlendum samkeppnissjóðum standa undir ríflega 70% tekna Matís. Okkar sýn er að samkeppnisfjármögnun, þar sem gæði og árangur eru höfð að leiðarljósi við fjármögnun rannsókna- og nýsköpunarstarfsemi, sé lykillinn að því að koma Íslendingum á næsta stig verðmætasköpunar í matvæla- og líftækniiðnaði.
Fjármögnun langtímaverkefna Samhliða styrkingu samkeppnissjóða er mikilvægt að tryggja fjármögnun langtímaverkefna sem skipta höfuðmáli fyrir verðmætasköpun í íslensku samfélagi, s.s. vöktun auðlinda og uppbygging rannsóknainnviða. Verkefnið Örugg matvæli er gott dæmi en þar munu Matís og Matvælastofnun á árinu 2014 byggja upp innviði sem tryggja munu hagsmuni íslenskra neytenda og útflutningsaðila í samvinnu við þýsku stofnanirnar BfR og LAVES. Sérstök ástæða er til að þakka BfR, LAVES og ráðuneyti landbúnaðar, matvælaframleiðslu og neytendaverndar í Þýskalandi fyrir einstaklega gott samstarf og mikinn velvilja í garð Íslands í tengslum við undirbúning og fjármögnun verkefnisins á árinu 2013. Ný rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og nýsköpun árin 2014-2020 nefnist Horizon 2020. Áætlunin tekur við af sjöundu rannsókna- og þróunaráætlun Evrópu, en innan hennar hefur Matís náð árangri sem tekið er eftir á alþjóðlegum vettvangi. Markmið Horizon 2020 er að auka samkeppnishæfni Evrópu, skapa verðmæt störf og stuðla að því að fleiri góðar hugmyndir komist á markað og styðji þannig hagvöxt í Evrópu. Áætluninni er jafnframt ætlað að takast á við samfélagsáskoranir í Evrópu og er þar m.a. sérstaklega horft til áskorana á sviði heilbrigðis og lýðheilsu, fæðuöryggis, landbúnaður, nýtingar sjávarauðlinda og líftækni. Slíkar áskoranir verða einungis leystar með sameiginlegri sýn neytenda, matvælaframleiðenda, rannsókna- og nýsköpunarsamfélagsins og stjórnvalda og markvissum vinnubrögðum. Á þessum sviðum hefur Ísland margt fram að færa og ljóst að íslenskir vísindamenn og fyrirtæki geta náð góðum árangri innan Horizon 2020 ef rétt er á spilum haldið.
7
Rannsóknir á uppruna gegna veigamiklu hlutverki Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri Heilindi í viðskiptum er forsenda trausts. Áföll hafa dunið yfir matvælaframleiðendur og neytendur og traust er laskað vegna hneyksla sem skekið hafa matvælaiðnaðinn.
MatarHeilindi fást við að matvæli séu heil/óskert eða í fullkomnu ástandi, þ.e.a.s. að kaupendur fái örugglega afhenta þá vöru sem þeir telja sig vera að kaupa.
Matís mun taka þátt í verkefni sem hefst í byrjun árs 2014 og miðar að því að þróa aðferðir til að greina og hindra svik í evrópskum matvælaiðnaði. Verkefnið nefnist FoodIntegrity eða MatarHeilindi í lauslegri þýðingu, og er stýrt af Fera, bresku matvæla- og umhverfisrannsóknastofnuninni.
Tryggja þarf neytendum og öðrum hagsmunaaðilum í virðiskeðju evrópskra matvæla fullvissu um öryggi, áreiðanleika og gæði. Heilindi innan matvælaiðnaðarins er lykilatriði til að verðmætaaukning geti orðið í lífhagkerfi álfunnar. Heiðarleika evrópskra matvæla er stöðugt ógnað
8
af sviksamlegum merkingum eða eftirlíkingum sem seldar eru til að njóta ávinnings af þeim virðisauka sem verður þegar ekki notað viðurkennt hráefni. Verkefnið á að vera þungamiðja í alþjóðlegri samhæfingu við nýtingu rannsókna og þróunar til að tryggja heiðarleika evrópskra matvæla.
Heilindi matvæla MatarHeilindi samræma á rökrænan hátt ferli innan heildstæðs ramma til að tryggja matarframboð og auðvelda upplýsingamiðlun milli hagsmunaaðila um heilindi matvæla. Nýta á fyrirliggjandi gagnagrunna með samræmingu og innleiða á aðferðafræði sem hæfir tilganginum, það er að takast á við þarfir hagsmunaaðila og greina og fást við eyður sem framkomnar rannsóknaniðurstöður hafa skilið eftir. Koma á upp sjálfbæru fyrirkomulagi um tímanlegar viðvaranir um hugsanleg vörusvik til að sporna við vaxandi áhættu á hneykslum í kjölfar svika. Efna á til hnattræns samstarfs hagsmunaaðila til að tryggja hagnýtingu niðurstaðna verkefnisins. Bætt sannprófanaferli verða þróuð fyrir gæðastjórnun hagsmunaaðila í matvælaiðnaði, tilviksrannsóknir verkefnisins byggjast á þátttöku framleiðenda sjávarfangs, drykkja og ólívuolíu. Viðhorf neytenda til falsana í evrópskum matvælaiðnaði verður kannað. Komið verður á fót óháðum vettvangi til staðfestingar á heilindum matvæla, en þar verður hægt staðfesta áreiðanleika eða falsanir fyrir þá sem eftir því sækja. Önnur mikilvæg verkefni sem snúa að matvæla- og fæðuöryggi eru MareFrame og SNPFish. Markmið MareFrame er að þróa fiskveiðistjórnunarlíkön sem byggja á fjölstofnaaðferðafræði þar sem leitast er við að taka tilliti til víðtækari áhrifaþátta svo sem sjálfbærni, umhverfis, efnahags og samfélagslegra þátta. Í verkefninu verður jafnframt þróuð aðferðafræði sem á að auðvelda stjórnvöldum að taka upplýstar ákvarðanir varðandi fiskveiðistjórnun og meta áhrif þeirra ákvarðana. Markmið SNPFish er að þróa og koma á fót nýrri erfðafræðiaðferð á erfðarannsóknastofu Matís. Aðferðin verður notuð til skyldleikarannsókna á helstu nytjastofnum á Íslandsmiðum og mun jafnframt nýtast til erfðarannsókna á ýmsum tegundum, bæði villtum fiski og eldisfiski.
Íslenskur sjávarútvegur hefur mjög gott orðspor að verja, út frá hreinleika afurða, ábyrgri stjórnun veiða, árangri í stjórnun vinnslu og nýtingu á hráefnum og gæðavöru sem afhent er kaupendum á réttum tíma. Í góðu orðspori felast mikil verðmæti og tækifæri til frekari verðmætasköpunar. Eins og í annarri atvinnustarfssemi þá á íslenskur sjávarútvegur við ýmiskonar orðsporsáhættu að etja og hjálpa atburðir eins og hrossakjötshneykslið sem skók Evrópu nýlega ekki, né heldur tilraunir og ásetningur sumra samkeppnisaðila íslensks sjávarútvegs til að slá ryki í augu neytenda. Mikilvægt er því að stjórnvöld, fyrirtæki og neytendur átti sig á því að krafan um upplýsingar um uppruna og upprunamerkingar er til staðar og fer stigvaxandi. Rannsóknir vísindamanna Matís geta varpað ljósi á uppruna mismunandi hráefna í neytendavörum og stuðla þannig að bættu matvælaöryggi enda mikilvægt að eingöngu séu notuð hráefni sem viðurkennd eru til notkunar í matvæli. Hvort sem þörf er á mælingum til að tegundagreina kjötböllur, t.d. að skera úr um hvort í þeim sé nauta-, kinda- eða hundakjöt, eða til þess að mæla magn skaðlegra baktería eða þungmálma í matvælum þá gegna vísindarannsóknir Matís lykilhlutverki fyrir íslensk stjórnvöld og eftirlitsiðnað og fyrir heilindin í íslenskum matæla- og líftækniiðnaði.
Aukin krafa um upprunamerkingar Mikilvægt er því að stjórnvöld, fyrirtæki og neytendur átti sig á því að krafan um upplýsingar um uppruna og upprunamerkingar er til staðar og fer stigvaxandi. Rannsóknir vísindamanna Matís geta varpað ljósi á uppruna mismunandi hráefna í neytendavörum og stuðla þannig að bættu matvælaöryggi enda mikilvægt að eingöngu séu notuð hráefni sem viðurkennd eru til notkunar í matvæli. Hvort sem mælinga er þörf til að tegundagreina kjötböllur, t.d. skera úr um hvort í þeim sé nauta-, kinda- eða hundakjöt, eða til þess að mæla magn skaðlegra þungmálma í matvælum þá gegna vísindarannsóknir Matís lykilhlutverki fyrir íslensk stjórnvöld og eftirlitsiðnað og fyrir heilindin í íslenskum matæla- og líftækniiðnaði.
9
Lífhagkerfið Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri Hugtakið lífhagkerfi (e. Bioeconomy) hefur verið notað til að ná yfir allar lífauðlindir, samspil þeirra og samhengi og áhrif þeirra á efnahagslega, umhverfislega og félagslega þætti. Rannsóknir á sviði lífhagkerfis ganga þannig þvert á atvinnugreinar og leitast við að hámarka ávinning auðlinda án þess að ganga á þær.
Efling lífhagkerfisins Mikilvægur þáttur í starfsemi Matís er að efla og auka verðmætasköpun í lífhagkerfinu, meðal annars með verkefnum sem snúa að aukinni framleiðslu lífmassa og með því að hlúa að nýsköpun, vinna að bættri nýtingu og sjálfbærni í framleiðsluferlum og þar með hagfelldari afrakstri auðlinda. Starfsfólk Matís fagnar því norrænni áherslu á lífhagkerfið og vinnur náið með íslenskum stjórnvöldum að útfærslu þriggja ára formennskuverkefna á þessu sviði, en þau hefjast árið 2014 þegar Ísland fer með formennsku í Norræna ráðherraráðinu.
10
Lífhagkerfið á norðurslóðum Eitt af þeim verkefnum sem Matís hefur haft forgöngu um er norræna verkefnið Arctic Bioeconomy en Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri á Viðskiptaþróunarsviði, er þar verkefnastjóri. Verkefnið er til tveggja ára og felur í sér kortlagningu á lífauðlindum á norðurslóðum, mati á afrakstri þeirra, og samanburði og greiningu milli svæða. Einkum er horft til Grænlands, Íslands og Færeyja en tæpt á lífauðlindum í norðurhluta Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. „Í verkefninu er sérstaklega horft til matvælaframleiðslu með tilliti til fæðuöryggis auk þess sem nýsköpunarhæfni svæðanna og einstakra greina verður metin. Þetta er gert til þess að hægt sé að meta tækifæri og ógnanir og ráðast í kjölfarið í verkefni sem styrkja svæðin á þessu sviði,“ segir Sigrún Elsa, en áætlað er að verkefninu ljúki í september 2014. „Miklar lífauðlindir er að finna á norðurslóðum og eru þær mikilvægar fyrir efnahagslíf landanna, bæði beint og óbeint. Hér á Íslandi er sjávarútvegur ein helsta
undirstöðuatvinnugreinin og gögn um stöðu sjávarútvegs í mjög góðu horfi, en gögn sem snúa að öðrum auðlindum, eins og til dæmis landnýtingu, eru síðri. Það er mikilvægt að ná saman yfirliti yfir auðlindir og afrakstur þeirra svo unnt sé að meta árangur og greina hvernig efla megi svæðin. Með því að auka verðmæti afurða, örva og styrkja lífhagkerfið og afkastagetu þess aukum við efnahagslegan árangur,“ segir Sigrún Elsa og bætir við að lífauðlindir þessa svæðis séu að breytast vegna hlýnunar jarðar. „Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með þessum breytingum, í þeim geta falist bæði tækifæri og ógnanir. Mikilvægt er að nýta þá möguleika sem hugsanlega opnast til matvælaframleiðslu á þessu svæði vegna breyttra lífsskilyrða og umhverfisáhrifa. Enda er staðreyndin því miður sú að meðan möguleikar á þessu sviði á norðurslóðum kunna að aukast, þá dragast þeir saman annars staðar á sama tíma og fólksfjölgun í heiminum heldur áfram“. Verkefninu er ætlað að styrkja löndin til virkrar þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum, meðal annars á norrænum vettvangi. „Þegar kemur að rannsóknaáætlunum og stuðningi við nýsköpun, liggur fyrir að mikil áhersla verður lögð á lífhagkerfið, bæði í norrænu og evrópsku samhengi,“ segir Sigrún Elsa. Þannig hefur norræna nefndin um landbúnaðar – og matvælarannsóknir (NKJ) unnið stefnumörkun um „Norræna lífhagkerfið“ (e. The Nordic Bioeconomy Initiative). Í þeirri stefnumörkun er sérstaklega horft til sjálfbærni náttúruauðlinda og nýtingar lífmassa með svipuðum hætti og aðrar þjóðir á evrópskum vettvangi hafa gert. Í nefndinni sitja þrír Íslendingar, þeir Torfi Jóhannesson, sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís og Sigurður Björnsson, sviðsstjóri hjá Rannís. Stefnumörkunin á fyrst og fremst að bæta og greiða fyrir norrænum samstarfsverkefnum sem snúa að rannsóknum á sviði lífhagkerfisins og stuðla að frekari stefnumótun á því sviði. Þannig er ætlunin að stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu í grunnframleiðslu og afleiddum greinum. „Ætlunin er að efla samstarf úrvinnslugreina, eins og til dæmis matvælaframleiðslu eða fóður- og áburðarframleiðslu, við grunnatvinnugreinar, eins og sjávarútveg og landbúnað, og vinna að heildstæðum lausnum sem ganga þvert á atvinnugreinar og hámarka ávinning af nýtingu auðlindanna án þess að ganga á þær. Sjálfbær framleiðsla og nýting lífmassa stuðlar að efnahagslegri og félagslegri styrkingu svæða sem liggja að auðlindunum, aukinni matvælaframleiðslu og þar með auknu fæðuöryggi. Jafnframt
er horft til vistvænnar framleiðslu á orkugjöfum úr lífmassa til að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi en þá er mikilvægt að leiðir verði fundnar til að slík framleiðsla verði ekki á kostnað matvælaframleiðslu. Mikil samkeppni um hráefni, annars vegar til matvælaframleiðslu og hins vegar til orkuframleiðslu, getur haft alvarlegar afleiðingar á matvælaverð og möguleika fólks í heiminum til að brauðfæða sig,“ segir Sigrún Elsa.
Íslenskt formennskuverkefni Norrænu ríkin skiptast á um að fara með formennsku í Norræna ráðherraráðinu og leiða starfsemina eitt ár í senn. Á árinu 2014 kemur það í hlut Íslendinga að gegna formennsku í ráðinu en samhliða því verður sett af stað þriggja ára formennskuáætlun á sviði lífhagkerfisins sem skila á beinum efnahagslegum ávinningi á Norðurlöndunum. Nú er að ljúka útfærslu formennskuverkefna á sviði lífhagkerfisins en Matís hefur verið virkur þáttakandi í þeirri útfærslu undir forystu Sveins Margeirssonar forstjóra Matís. „Formennskuverkefnin munu kalla á aukið samstarf iðnaðarins og rannsókna- og menntakerfisins í hagnýtum virðisaukandi verkefnum. Horft verður til þess hvernig efla megi þekkingarsköpun og framþróun í sjálfbærri auðlindanýtingu og framleiðslu á lífmassa á Norðurlöndunum og yfirfæra þá þekkingu og tæknilausnir sem fyrir er milli svæða,“ segir Sigrún Elsa. Í tengslum við formennskuverkefnið verður mynduð pallborðsnefnd, Nordic Bioeconomy panel, sem verður ráðgefandi fyrir rannsóknasjóði Norðurlandanna þegar kemur að rannsóknaköllum á sviði lífhagkerfisins. Að auki verður hlutverk nefndarinnar að kynna stöðu Norðurlandanna út á við þegar kemur að lífhagkerfinu og þannig greiða aðgang landana að alþjóðlegum rannsóknastyrkjum. Sameinaðir kraftar Norðurlandanna munu þannig hafa áhrif á þessu sviði. „Það að Ísland gegni burðarhlutverki í slíku samstarfi, hafi forgöngu um metnaðarfulla formennskuáætlun á sviði lífhagkerfisins og gegni leiðandi hlutverki í rannsóknum því tengdu á norðurslóðum, beinir sjónum annarra að landinu sem áhugaverðs samstarfsaðila í verkefnum sem snúa að lífhagkerfinu. Breitt fjölþjóðlegt samstarf á þessu sviði, bæði í rannsóknum og þróun, er mikilvægur grunnur að eflingu lífhagkerfisins og þar með efnahagslegra framfara á Íslandi,“ segir Sigrún Elsa að lokum.
11
Matvæli eiga ekki að ógna heilsu okkar Dr. Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjóri „Það er grundvallaratriði að við sem neytendur getum treyst því að maturinn sem við borðum skaði okkur ekki né ógni heilsu okkar. Svo tryggja megi öryggi matvæla er því nauðsynlegt að eftirlit og rannsóknir á matvælahráefnum og framleiðslu sé virkt og í takt við þá öru framþróun og nýsköpun sem verið hefur í matvælaiðnaðinum“ segir Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjóri efnarannsókna og áhættumats hjá Matís. „ Ýmislegt getur haft áhrif á heilnæmi matvæla, en auk sjúkdómavaldandi sýkla sem geta borist í fólk með neyslu matar geta matvæli einnig innihaldið efni sem til langs tíma geta haft áhrif á heilsu okkar. Má þar nefna þrávirk lífræn mengunarefni eins og díoxín og PCB. Þessi efni eru fituleysanleg og geta borist í menn með fæðu og ógnað heilsu okkar hægt og bítandi“.
12
„Langtímarannsóknir á áhrifum skaðlegra og mengandi efna í mat skiptir gríðarlega miklu máli fyrir lýðheilsu og vellíðan okkar. Tækjabúnaður og sérfræðiþekking þarf að vera fullnægjandi svo hægt sé að mæta auknum kröfum neytenda og opinberra eftirlitsaðila hvað matvælaöryggi varðar. Matvælalöggjöf hér á Íslandi er að mestu sú sama og tíðkast annarsstaðar í Evrópu og til þess að geta sýnt fram á samkeppnishæfar og samanburðarhæfar matvæla- og umhverfisrannsóknir þarf öflugt samstarf þeirra stofnana og aðila sem að þessum málaflokki koma. Má þar nefna rannsóknastofur, matvælaframleiðendur, háskóla og stjórnvöld,“ segir Helga.
Hjá Matís er unnið ötullega að því að stuðla að bættu matvælaöryggi á Íslandi og fjölbreytt starfsemi fyrirtækisins snýr að fjölmörgum snertiflötum matvælaöryggis og heilnæmi afurða. Stór þáttur í starfseminni eru örveru- og efnamælingar þar sem árlega er unnið úr þúsundum sýna frá ýmsum aðilum í matvælaiðnaðinum og opinberum eftirlitsaðilum. Um er að ræða örveru- og efnarannsóknir á sýnum úr matvælum, neysluvatni og sjó en auk þess að vinna úr sýnum frá matvælaframleiðendum sinnir Matís einnig vöktun og öryggisþjónustu fyrir stjórnvöld. Sá hluti starfseminnar sem snýr að öryggi og vöktun óæskilegra efna í matvælum felst m.a. í mælingum á varnarefnaleifum í matvælum og þrávirkum lífrænum efnum eins og PCBefnum. Mælingar á varnarefnaleifum miða að því að skima fyrir ýmsum hjálparefnum sem notuð eru við ræktun ávaxta og grænmetis eins og skordýraeitri, illgresiseyði og lyfjaleyfum.
þessi rannsóknarsvið samræmast evrópskum stöðlum og erum ábyrg fyrir að viðurkenndar aðferðir séu við höndina og að við getum leiðbeint öðrum rannsóknastofum með slíkar mælingar,“ segir Helga.
„Við erum með faggildar mælingar fyrir opinberar eftirlitsstofnanir hér á landi sem þýðir að mælingar okkar hafa fengið ákveðna gæðavottun. Stjórnvöld og aðrar eftirlitsstofnanir geta þá leitað til okkar með mælingar þar sem vissum gæðastöðlum þarf að fylgja. Þá er einnig búið að útnefna Matís sem tilvísunarrannsóknarstofu Íslands fyrir örverurannsóknir á skelfiski og fyrir mælingar á Salmonella í matvælum. Við höfum sýnt fram á að mælingar okkar fyrir
„Lykilmarkmið þessa verkefnis er að auka enn frekar matvælaöryggi á Íslandi með því meðal annars að búa að betri rannsóknaraðstöðu og getu til að framkvæma efnagreiningar á algengustu hættum í matvælum og þróa nýjar mæliaðferðir og verkferla við lögbært matvælaeftirlit. Verkefnið er því nauðsynlegt til að Ísland geti staðið við þær auknu skuldbindingar sem við höfum undirgengist með samþykkt matvælalöggjafarinnar,“ segir Helga.
„Markmið okkar er að vera leiðandi í matvæla- og umhverfisrannsóknum. Niðurstöður rannsókna okkar hafa skilað mikilvægum upplýsingum um neysluafurðir og umhverfi hér á Íslandi sem nýtist ekki bara á innlendum vettvangi heldur einnig erlendis,“ segir Helga og bætir við að nú sé farið í gang mikilvægt verkefni við uppbyggingu á sviði matvælaöryggis sem er áætlað að ljúki í árslok 2014. Um er að ræða verkefni sem miðar að því að gera lögbærum íslenskum yfirvöldum, Matvælastofnun og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna betur kleift að framfylgja reglugerðum um matvælaöryggi og neytendavernd sem hafa nú þegar verið innleiddar í gegnum EES samninginn.
13
Hvað er að gerast í heiminum – hvað getum við lært af öðrum? Dr. Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Þetta er spurning sem á svo sannarlega við þegar ljóst er að vaxtarmöguleikar íslenska sjávarútvegsins liggja að öllum líkindum í bættri nýtingu og vöruþróun með hjálp sjávarlíftækni frekar en auknum veiðum. Hjá Matís hafa rannsókna- og þróunarverkefni á sviði sjávarlíftækni verið áberandi á árinu. Mikil gróska er í greininni og nokkrar þjóðir hafa náð langt og er Ísland þar meðtalið. Ísland er í sterkri stöðu til að verða leiðandi á þessu sviði, ekki síst vegna sérstakra hráefna og mikils magns hráefna af háum gæðum. Sjávarlíftækni spannar vítt svið og er enn stutt á veg komin miðað við margar aðrar greinar. Tækifærin eru aftur á móti mikil ef rétt er staðið að málum. Sjávarlíftækni getur m.a. falið í sér notkun á líffræðilegum og lífefnafræðilegum ferlum til að draga út og einangra verðmæt lífefni, en getur líka falið í sér að sömu ferlar séu notaðir til að umbreyta efnum í enn verðmætari efni sem hafa margskonar notagildi. Mikil tækifæri liggja í framleiðslu lífefna úr íslenskum sjávarþörungum með skilgreinda og staðfesta lífvirkni. Þörungar eru frábær uppspretta próteina, fæðutrefja og steinefna auk ýmissa annarra lífvirkra efna líkt og fjölfenóla.
14
"Það er mikil og aukin eftirspurn eftir lífvirkum efnum úr náttúrunni og Ísland hefur ímynd hreinnar náttúru. Hafið umhverfis Ísland er afar ríkt af þörungum sem eru vannýtt hráefni og í þeim felast óþrjótandi möguleikar á nýtingu og mikilli verðmætasköpun," segir Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís. Á síðustu árum hefur mikill metnaður verið lagður í fullnýtingu fisks hér á landi og hefur það skilað góðum árangri ef miðað er við aðrar fiskveiðiþjóðir. Hægt er þó að gera enn betur og talsvert svigrúm er fyrir enn frekari nýtingu og nýsköpun. Auðveldlega má auka útflutningsverðmæti sjávarafurða með meiri vinnslu í landi og mikið magn af aukaafurðum fellur til við fiskvinnslu. Hjá Matís hafa á undanförnum árum verið í gangi mörg rannsóknaverkefni sem miða að aukinni nýtingu þessara aukahráefna. Ef slóg kemur nógu ferskt í land má draga úr því lífefni sem til dæmis má nýta í lyfjagerð, fitusýrur og áburð. Fiskprótein sem unnin eru úr aukaafurðum búa yfir ýmsum heilsubætandi lífvirkum eiginleikum s.s. blóðþrýstingslækkandi eiginleikum og andoxunarvirkni.
Matís hefur á undanförnum árum átt í samstarfi við tvö stærstu fyrirtækin á sviði matvælaiðnaðar í heiminum, PepsiCo og Nestlé. Af samkeppnisástæðum fylgir mikil leynd þessum verkefnum en þau byggja á þjónustu og hugviti sem Matís getur lagt til samstarfsins.
Til að undirstrika styrk og þekkingu Íslendinga þegar kemur að lífhagkerfinu og sjálfbærri nýtingu þess má nefna að rannsóknastjóra Matís var boðið að setjast í evrópska lífhagkerfisráðið. Slíkt er mikill heiður, ekki bara fyrir Matís heldur einnig fyrir íslenskt vísindasamfélag.
"Öll okkar verkefni byggja á lykilmarkmiðum okkar sem eru að auka verðmæti og bæta matvælaöryggi í matvælaiðnaði og líftækniiðnaði. Samstarf við stór alþjóðleg fyrirtæki eins og PepsiCo og Nestlé skiptir okkur miklu máli. Annað verkefni sem skiptir miklu máli fyrir Matís er MareFrame verkefnið. MareFrame skilar Matís um einni milljón evra í tekjur á fjórum árum. „Markmið þessa verkefnis er að þróa fiskveiðistjórnunarlíkön þar sem tekið er tillit til sjálfbærni, umhverfis, efnahagslegra og samfélagslegra þátta."
Þegar talað er um evrópska lífhagkerfið er átt við matvælaiðnað, fóðurframleiðslu, skógrækt, sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og lífefnaiðnað. Ríki Evrópu leggja mikið upp úr því að auka samstarf þeirra sem framleiða, hafa umsjón með og nýta lífrænar auðlindir eða stunda aðra starfsemi byggða á þeim. Er hér átt við greinar eins og matvælaframleiðslu, sjávarútveg, landbúnað, skógrækt, fiskeldi og aðrar skyldar greinar. Mjög erfitt getur verið með orðum að varpa ljósi á hvað lífhagkerfi er. Gott getur því verið að grípa til mynda enda vel þekkt að mynd er á við 1000 orð. skvatn Fer
-
Lan
dbúna
ður
-
Eld
i
auður
g
var
ú t ve
di
-
an
Sjá
-
in p Sk a
nn
-
re
n
kt
R a n n s ó k nir
vi
græ
ar
u
gur
fni rh æ
dsn ey tis f ra Matv æla vin ns l Dreifi ng
Lífel
n
-
N ýskö p
-
M e nntu
Lífhagkerfið
-
la
f
s ta
ýtin g
-
-
d
nu
lfb Sjá
na
rl
ng
þ jó
Rækta
u te
ða
dirstöðu Un ær n r
ll Fu
Skó
g
ur
ns
t úr
nustugreinar Þjó
a
-
Skó
Á morgunverðarfundi Matís í júní kom m.a. fram að erlend stórfyrirtæki, á borð við PepsiCo, eru farin að horfa til Íslands í leit að nemendum í matvælafræði til að vinna með þeim að rannsóknum en samkvæmt Dr. Yep stendur matvælaiðnaðurinn almennt frammi fyrir því að of fáir matvælafræðingar hafa útskrifast á síðustu árum til að anna eftirspurn eftir sérfræðiþekkingu í greininni. "Við hjá Matís höfum gert okkur grein fyrir þessari þróun og fyrir um þremur árum tókum við höndum saman með Háskóla Íslands og settum aukinn kraft í matvælafræðinám, þá sérstaklega meistaranám. Aukin verðmætasköpun í matvæla- og líftækniiðnaði mun í náinni framtíð byggja fyrst og fremst á rannsóknum á því matvælaframboði sem okkur stendur til boða í nútíð. Líklega munum við ekki veiða meiri fisk á komandi árum, heldur verðum við að læra að nýta þann fisk sem við veiðum nú þegar enn betur en nú er gert. Þar eru rannsóknir lykilatriði og hvernig við temjum okkur enn frekar sjálfbærnihugsunina í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur í lífhagkerfinu svokallaða," segir Hörður.
N át
ór
m
i le
-
idd framleiðsla Afle
i tæk Líf inar gre oð St
Það er margt hægt að læra af fyrirtæki eins og PepsiCo og var t.d. fróðlegt að heyra sýn dr. Yep á rannsóknir og þróun í matvælaframleiðslu á heimsvísu, þá sérstaklega núna þegar umræðan um fæðuöryggi er hávær.
Y
-
la ðs
Sj
a
framle Grunnlrækt iðsla
nd
er
Varðandi PepsiCo þá má bæta við að á árinu komu lykilstarfsmenn frá fyrirtækinu þrívegis til Íslands m.a. til þess að heimsækja Matís og ræða möguleika á enn frekara samstarfi. Þar á meðal var dr. Gregory L. Yep, aðstoðarforstjóri rannsókna og þróunar hjá PepsiCo en hann kom til landsins í júní og júlí en í júní hélt hann m.a. fyrirlestur á morgunverðarfundi Matís. Á haustmánuðum var svo blásið til fundar með forstjóra PepsiCo, dr. Indra Nooyi og samstarfsfólki hennar en hún var hér í boði Ölgerðarinnar.
Ma
Ö r æ fi
"Framtíð okkar Íslendinga er björt hvað matvæla- og líftækniframleiðslu varðar. Mýmörg dæmi eru um vörur sem sprottið hafa upp vegna rannsókna íslenska vísindamanna á vannýtum hráefnum, hvort sem er úr landbúnaði eða sjávarútvegi. Til þess að verðmætasköpun verði sem mest, án þess að gengið sé á náttúruna, verðum við að auka veg vísindarannsókna. Með vísindarannsóknum fáum við þekkingu sem gerir okkur kleift að skapa umhverfi fyrir varanlega verðmætasköpun, verðmætasköpun sem mun ekki hverfa þó hrikti í stoðum óskyldra atvinnugreina því þörf mannsins fyrir hollan og góðan mat með heilsubætandi virkni á eingöngu eftir að aukast á næstu árum og áratugum," segir rannsóknastjóri Matís að lokum.
15
Matís Matís er opinbert hlutafélag sem tók til starfa þann 1. janúar árið 2007. Fyrirtækið hefur þann tilgang samkvæmt lögum að vinna að matvælarannsóknum og stuðla að aukinni atvinnu og nýsköpun á sviði matvæla. Matís gegnir einnig mikilvægu hlutverki í aukinni lýðheilsu landsmanna og matvælaöryggi landsins. Starfsemi Matís er fjölþætt. Fyrirtækinu er skipt í fimm fagsvið en við hlið þeirra starfa stoðsvið sem veita fagsviðunum daglega þjónustu vegna fjármála, stjórnunar og upplýsingamiðlunar.
Fagsvið Matís eru: • Líftækni og lífefni • Mælingar og miðlun • Nýsköpun og neytendur • Vinnsla, virðisaukning og eldi • Öryggi, umhverfi og erfðir Menntunarstig starfsmanna Matís og tæknilega vel búnar rannsóknastofur skipa fyrirtækinu í fremstu röð í íslensku rannsóknastarfi. Matís kemur árlega að fjölda rannsóknaverkefna innanlands og erlendis. Fyrirtækið er í mörgum þessara verkefna leiðandi aðili og njóta þannig bæði fyrirtæki og aðrir samstarfsaðilar í rannsóknaverkefnum styrks fyrirtækisins á vísindasviðinu. Matís vinnur náið með íslenskum háskólum og rækir þannig þá skyldu sína að stuðla að eflingu vísindastarfs þeirra.
16
Annar mikilvægur þáttur starfseminnar er bein þjónusta við stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga hérlendis og vítt um heim. Auk rannsókna er þar um að ræða ráðgjöf, fjölbreytilegar mælingar og þróunarstarf. Markmið Matís er að auka verðmætasköpun í matvælavinnslu á Íslandi og efla samkeppnishæfni hennar á alþjóðavettvangi. Með því fjölgar störfum, tekjur greinarinnar aukast og nýsköpun eflist.
Stjórn Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður, Arnar Sigurmundsson, Ágústa Guðmundsdóttir, Bergþóra Þorkelsdóttir, Jón Eðvald Friðriksson, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, Þór Sigfússon.
17
Mannauður Undirstaða velgengni og stöðugrar framþróunar er starfsfólk Matís enda mikilvægasta auðlind fyrirtækisins. Mjög hátt menntunarstig er hjá starfsfólki Matís en alls hafa 74% starfsmanna háskólamenntun og 26% starfsmanna eru með doktorsgráður. Mikinn reynslubanka er að finna hjá starfsfólki Matís og er meðalstarfsaldur tæp 10 ár en þar af hafa 28% starfsmanna Matís hærri en 15 ára starfsaldur. Lítil breyting var á fjölda starfsmanna frá fyrra ári en í lok árs voru alls 109 starfsmenn starfandi hjá Matís í 105 stöðugildum en alls fækkaði starfsfólki um einn starfsmann á milli ára. Til að starfsfólk geti látið ljós sitt skína hjá Matís er áhersla lögð á heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi með virkum og jákvæðum samskiptum. Hvatning og stuðningur til heilsueflingar, heilsusamlegrar næringar og góðs vinnuumhverfis er áberandi innan Matís en fyrirtækið var einn fyrsti vinnustaðurinn til að taka upp samgöngustyrki til starfsfólks. Með mánaðarlegum samgöngustyrkjum er starfsfólkið hvatt til að leggja einkabílnum og taka upp
18
heilsusamlegri og vistvænni leiðir til að sækja vinnu. Jafnframt hefur Matís boðið starfsfólki árlega líkamsræktarstyrki ásamt því að starfsfólkið starfrækir hina ýmsu klúbba, þar á meðal göngu/hlaupahópur og hjólreiðahópur. Í ár, sem og fyrri ár, tók starfsfólk Matís þátt í átakinu „Hjólað í vinnuna“. Einstaklega góð þátttaka var í ár, en um 70% starfsmanna á Vínlandsleið 12, höfuðstöðvum Matís, tóku þátt. Matís lenti í þriðja sæti í sínum stærðarflokki og í öðru sæti í hjóluðum kílómetrum. Matís stefnir að því að efla enn frekar starfsánægju með markvissum hætti og sjá til þess að allir búi við gott starfsumhverfi og að til staðar séu tæki og búnaður í samræmi við þarfir starfsmanna og verkefni þeirra. Til að meta stöðu þessara mikilvægu þátta tekur Matís þátt árlega í vinnustaðakönnuninni „Stofnun ársins“ á vegum SFR. Niðurstöður könnunarinnar komu vel út árið 2013 en Matís var í áttunda sæti af 80 stofnunum í hópi stærri vinnustaða.
Fjöldi starfsmanna sviða
Fjöldi
Stöðugildi
Menntun - Prófgráður
Fjöldi
Stöðugildi
8
7,3
Ph.D.
28
26%
Vinnsla, virðisaukning og eldi
14
14
M.Sc.
32
29%
Líftækni og lífefni
23
22,15
B.Sc.
19
17%
Mælingar og miðlun
19
18,15
B.A.
1
1%
Öryggi, umhverfi og erfðir
20
19,65
Cand. Oecon
1
1%
Viðskiptaþróun
11
11
Sérmenntun
14
13%
Fjármál og rekstur
14
12,975
Önnur menntun
14
13%
109
105,225
Starfsmenn alls
109
Nýsköpun og neytendur
Starfsmenn alls
Almennt
Fjöldi starfsmanna Matís Fjöldi stöðugilda
109 105,23
Meðalaldur
43
Meðal starfsaldur
9,6
19
Akureyri
Skipurit Reykjavík
Vestmannaeyjar
Gildi Matís • Frumkvæði • Sköpunarkraftur • Metnaður • Heilindi
Hlutverk Matís er að • efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs • tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu • bæta lýðheilsu
Stefna Matís er að • vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins • vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi • hafa hæft og ánægt starfsfólk
20
21
Faglegar áherslur Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum í matvælaog líftækniiðnaði þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu. Verkefnin eru unnin í samvinnu við matvælaframleiðendur, háskóla og alla þá sem með einhverjum hætti veita matvælaiðnaði þjónustu hvort sem um er að ræða aðila á Íslandi eða erlendis. Markvisst er unnið að því að auka samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir og fyrirtæki í gegnum alþjóðleg rannsókna- og þróunarverkefni.
Starfsemi Matís skiptist í fimm fagsvið • Líftækni og lífefni – Dr. Hörður G. Kristinsson • Mælingar og miðlun – Franklín Georgsson • Nýsköpun og neytendur – Haraldur Hallgrímsson • Vinnsla, virðisaukning og eldi – Arnljótur Bjarki Bergsson • Öryggi, umhverfi og erfðir – Dr. Anna K. Daníelsdóttir
Líftækni og lífefni Dr. Hörður G. Kristinsson, sviðsstjóri Á sviðinu Líftækni og lífefni eru stundaðar rannsóknir á lífefnum og þróun í líftækni. Markmiðið er sjálfbær nýting íslenskrar náttúru til framleiðslu á eftirsóttum lífefnum og ensímum, finna, einangra og skilgreina náttúruleg lífvirk efni sem hafa heilsubætandi áhrif og geta aukið stöðugleika matvæla. Einnig er unnið að rannsóknum og nýtingu á vannýttum afurðum, t.d. andoxunarríkum stórþörungum, próteinríkum aukaafurðum sjávarfangs og sykruríkum hráefnum svo sem úr þangi, brjóski, kítíni og sellulósa. Náið samstarf er við matvælaframleiðendur, líftæknifyrirtæki, stofnanir og háskóla innanlands sem utan. Fjölbreytt ný verkefni hófust á árinu. Meðal annars má nefna TASTE, Evrópuverkefni fyrir smá og meðalstór fyrirtæki (SME) sem stýrt er af Matís og felst í að þróa bragðefni úr þörungum sem komið geta í staðinn fyrir salt í matvælum. Heilbrigðisyfirvöld um heim allan mæla með minni saltneyslu til að draga úr háum blóðþrýstingi og bragðefni
22
úr þörungum gefa saltbragð en hafa ekki sömu áhrif á blóðþrýsting og hefðbundið matarsalt. Með því að skipta út salti í matvælum fyrir náttúruleg bragðefni úr íslenskum þörungum er hægt að gera vörur heilnæmari án þess að þær missi bragðeiginleika sína. Verkefnið SeaBioTech sem styrkt er af landbúnaðar- og líftækniáætlun 7. rannsóknaáætlunar ESB, felst í að skima fyrir lífvirkum smásameindum og ensímum í örveruríki hafsins. Það er fjögurra ára verkefni með þátttöku fjölda rannsóknastofnana, háskóla og fyrirtækja. Hlutur Matís í verkefninu er mjög stór og má þakka það víðtækri og fjölbreyttri sérfræðiþekkingu fyrirtækisins. Annað verkefni sem má nefna er EnRichMar - Matvæli auðguð með hollustu úr hafinu, en þar er markmiðið að þróa náttúruleg fæðubótarefni í tilbúna rétti og auka þar með næringargildi réttanna. Lífefni úr íslensku sjávarfangi eins og þörungaþykkni með skilgreinda lífvirkni, fiskprótein og ómega-3 fitusýrur í duftformi eru dæmi um afurðir sem verið er að þróa til að auka og bæta næringarinnihald án þess að fæðubótarefnin hafi áhrif á bragðgæði matvælanna. Á árinu var í fullum gangi umfangsmikið Evrópuverkefni á sviði hitakærra hveraörvera, Amylomics, en þekkingin sem Matís hefur aflað á sviðinu skapar fyrirtækinu sérstöðu á heimsvísu. Í verkefninu er lögð áhersla á að finna og þróa ný og hitaþolin ensím sem nýta má í iðnaði og rannsóknum. Þessi ensím má m.a. nota til þess að umbreyta fjölsykrum eins og kítíni og fjölsykrum úr brjóski sjávardýra til að auka notagildi þeirra í matvælum. Nú liggur fyrir fjöldi vísindagreina um verkefnið og tvö einkaleyfi hafa verið þróuð í samstarfi við líftæknifyrirtækið Genís ehf. Uppbygging rannsóknaaðstöðu á Sauðárkróki hefur haldið áfram og gegnir Líftæknismiðja Matís mikilvægu hlutverki í líftæknirannsóknum. Hugtakinu líftækni bregður æ oftar fyrir í umræðu um nýsköpun í atvinnulífinu og nú þegar hefur verið sýnt fram á árangur í rannsóknaverkefnum á líftæknisviði sem skilað hafa verðmætum lífvirkum efnum, bæði til vöruframleiðslu hér innanlands og til útflutnings.
Mælingar og miðlun Franklín Georgsson, sviðsstjóri Starfsemi sviðsins grundvallast einna helst á faggildri mælingaþjónustu annars vegar og námskeiðahaldi og ráðgjöf hins vegar. Stærsti þáttur mælinga eru efna- og örverumælingar á mismunandi sviðum og er árlega unnið úr þúsundum sýna frá opinberum eftirlitsaðilum og aðilum úr atvinnulífinu. Mælingarnar ná yfir þætti sem segja til um almenn gæði og öryggi matvæla. Mælingar fyrir lyfja- og líftækniiðnaðinn og á sviði heilbrigðis- og umhverfismála eru einnig framkvæmdar hjá Matís. Allar mælingar eru unnar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og gæðatryggingum en kröfur við mælingar hafa verið að aukast jafnt og þétt á undangengnum árum. Rannsóknastofa matvæla hjá Matís er ein sú fremsta á landinu og er svokölluð tilvísunarrannsóknarstofa Íslands (e. National Reference Laboratory) á örverumælingum í skelfiski og Salmonella. Á sviðinu eru framkvæmdar efna- og innihaldsmælingar á vatns- og afurðasýnum, til að mynda á prótein-, kolvetnis- eða fituinnihaldi, en slíkar mælingar segja til um gæði og næringargildi hráefna. Þá eru einnig framkvæmdar örverumælingar sem eru mikilvægar til að greina magn örvera í vatns- og afurðasýnum með tilliti til ferskleika, geymsluþols og heilsuspillandi áhrifa. Námskeiðahald og ráðgjöf hefur jafnt og þétt farið vaxandi á undangengnum árum, ekki eingöngu í tengslum við kennslu og leiðsögn nemenda í rannsóknarnámi, heldur einnig fyrir aðila úr matvælaiðnaðinum. Fyrir innlenda viðskiptavini Matís hefur ráðgjöf til fiskvinnslufyrirtækja verið áberandi en slík ráðgjöf felst m.a. í því hvernig greina megi smithættur í matvælaiðnaði og hvernig megi fyrirbyggja dreifingu á heilsuspillandi örverum. Þá býr sviðið yfir víðtækum gagnagrunni með mælinganiðurstöðum sem geta nýst viðskiptavinum til greininga og úrvinnslu á eigin mæligögnum og til frekari rannsóknavinnu. Mælingar á myglugróum og öðrum örverum í andrúmslofti eru einnig í boði hjá sviðinu, en færst hefur í aukana að húsmyglu verði vart hjá borgarbúum og hefur sviðið myglumælitæki til útleigu og veitir ráðgjöf um áhrifaþætti og viðbrögð við húsmyglu.
Þá eru einnig í boði svokölluð ögrunarpróf fyrir lyfja- og snyrtivöruiðnaðinn en sú þjónusta felur í sér að prófa ákveðna bakteríustofna, myglu- og gersveppi í ýmsum framleiðsluvörum eins og húðvörum og lyfjum. Þessar prófanir gefa til kynna hvort framleiðsluvaran innihaldi örveruhindrandi efni, og í hve miklum mæli bakteríur, myglu- og gersveppir eru líkleg til að fjölga sér í vörunni. Slíkar upplýsingar gefa framleiðendum vísbendingar um geymsluþol vörunnar. Matís hefur haldið námskeið í þróunarlöndunum í samstarfi við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU Fisheries Training Program) og þá fyrst og fremst haldið utan um alla kennslu er snýr að gæðalínu skólans. Námskeiðin innihalda fræðslu um almenn gæða- og öryggismál og kennslu í því hvernig skuli meta gæði hráefna. Einnig hefur Matís komið að ráðgjöf á nýjum vinnsluaðferðum, sem auka verðmæti afurðanna, eins og þurrkun og reykingu. Á árinu lauk formlega erlendu ráðgjafaverkefni Matís í Tansaníu þegar starfsmenn Matís afhentu stjórnvöldum þar vel útbúið rannsóknaskip fyrir Tanganyikavatn. Verkefni Matís fólst meðal annars í að aðstoða við þróun aðferða til að nýta fiskinn betur og gera hann verðmætari. Rannsóknaskipið mun auka þekkingu heimamanna á efnasamsetningu vatnsins og lífríki sem mun stuðla að sjálfbærri þróun fiskistofna og efla samþættingu veiða.
23
Menntun og matvælaframleiðsla Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri Á sviðinu Menntun og matvælaframleiðsla er unnið að því að efla uppbyggingu þekkingar á sviði matvælaframleiðslu og efla samstarf við atvinnulífið. Áhersla er lögð á að vera brúin milli matvæla- og líftækniiðnaðarins og háskólaumhverfisins; deila þekkingu og stuðla að nýsköpun og þróun í matvælaiðnaði í þágu atvinnulífs, lýðheilsu og matvælaöryggis. Innan Matís er mikil sérfræðiþekking og reynsla sem nýtist í kennslu, leiðsögn og starfsþjálfun í matvælavinnslu. Unnið er að fjölbreyttum verkefnum þar sem lögð er áhersla á nýsköpun og verðmætaaukningu og eru þau unnin í samvinnu við innlenda matvælaframleiðendur, háskóla og alla þá sem með einhverjum hætti veita matvælaiðnaðinum þjónustu. Markvisst er unnið að því að auka samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir og fyrirtæki í gegnum alþjóðleg rannsókna- og þróunarverkefni. Með samstilltu átaki Matís, Háskóla Íslands og annarra ríkisháskóla um að efla matvælafræðinám á Íslandi var nýtt alþjóðlegt meistaranám í matvælafræði sett á laggirnar innan Háskóla Íslands árið 2012 en stærsti hluti kennslunnar er hjá Matís í Reykjavík og á Akureyri. Viðtökur á náminu hafa verið góðar og hófu 12 nemendur nám haustið 2013 sem er svipaður fjöldi og 2012. Á árinu hefur töluverð vinna farið í að fínpússa kennslu og stefnu námsins en þar að auki hefur Matís boðið nemendum á öllum námsstigum háskóla að vinna að rannsóknum innan fyrirtækisins. Þannig hefur Matís gefið nemendum tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum bæði á akademískan og starfstengdan hátt og nemendur öðlast eftirsótta fagþekkingu í matvælaiðnaðinum. Út í atvinnulífið fer fagfólk sem hlotið hefur kennslu og þjálfun hjá Matís og heldur vísindaþekkingu og framþróun á lofti. Á árinu hófst aukið samstarf við framhaldsskóla og vinnur Matís nú að uppbyggingu matvælamenntunar á framhaldsskólastigi í samstarfi við atvinnulífið. Hlutverk Matís er að koma að mótun og þróun nýrra námsbrauta á framhaldsskólastigi en sérþekking starfsmanna Matís á matvælaframleiðslu og
24
nýsköpun í matvælaiðnaði kemur að góðum notum þegar áherslubreytingar námsbrautar eru mótaðar í matartengdu námi. Verkefni Matís verður líka að tengja iðnnám, tæknifræðinám og annað háskólanám sem tengist matvælum við atvinnulífið. Alþjóðlegt samstarf fer einnig vaxandi og er áhugi innan Matís á að efla þennan þátt enn frekar. Á döfinni er samstarf við háskóla í Evrópu og leitað eftir sameiginlegum verkefnum landa á milli til að efla meistara- og doktorsnám. Þá hefur alþjóðlegt samstarf á sviði matvælaöryggis leitt af sér undirbúningsvinnu að alþjóðlegu meistaranámi er snýr að matvælaöryggi. Gerð fræðsluefnis og aðkoma að námskeiðum víðsvegar í menntastofnunum landsins eru einnig áberandi hjá sviðinu en nú er í bígerð að koma á gagnvirkri kennslu í gegnum Netið svo að námskeið verði aðgengileg víðs vegar um landið og hægt verður að nálgast upptökur hvenær sem er.
25
Nýsköpun og neytendur Haraldur Hallgrímsson, sviðsstjóri Efling nýsköpunar og áhersla á markaðssetningu á íslenskum matvælum hefur verið áberandi á árinu, en nú hefur sviðið tekið við leiðandi hlutverki á norrænum vettvangi í verkefnum tengdum náttúruauðlindum og nýtingu þeirra og hafa því töluverðar áherslubreytingar orðið á árinu. Grænn hagvöxtur, matvælaöryggi og vöruþróun með sjálfbærri framleiðslu eru hluti af brýnustu alþjóðlegu viðfangsefnum Norðurlanda og stefnir Matís á að verða leiðandi aðili í rannsóknum og gagnaöflun um auðlindanýtingu og ávinning þeirra á norðlægum slóðum. Rannsóknir um lífhagkerfið á norðurslóðum (e. Arctic Bioeconomy) miða að því að greina og rannsaka stöðu endurnýjanlegra auðlinda og þróa mæligildi til frekari samanburðargreiningar. Einna helst er verið að skoða náttúruauðlindir á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi til frekari samanburðar við hin Norðurlöndin og undirbúa þau lönd undir alþjóðleg samstarfsverkefni á þessu sviði. Verkefnið snýr að því að kortleggja lífauðlindir sem eru á svæðunum, greina nýtingu þeirra og meta hvernig hámarka megi ávinning þeirra án þess að ganga á þær. Jafnframt verða skoðuð áhrif lífauðlindanna og samspil á efnahagslega- og félagslega þróun. Auk verkefna á sviði lífhagkerfis eru fjölmörg verkefni er snúa að verðmætaaukandi framleiðslu matvælaiðnaðar þar sem leitast er við að lengja virðiskeðju hráefnanýtingar og efla nýsköpun og þróun í matvælaiðnaði. Þá miða verkefnin að því að styrkja frekari þróun í matvælaframleiðslu á þeim svæðum sem hráefnin eru veidd eða unnin og efla heimavinnslu til frekari þróunar og framleiðslu. Markmiðið er að ná sem mestum verðmætum úr hráefnum á heimasvæðum þeirra og efla staðbundinn vöxt í matvælaiðnaði. Sem dæmi um verkefni af þeim toga, má nefna nýsköpunarverkefni er snýr að matvælavinnslu á uppsjávarfiskum.
26
Íslendingar standa framarlega í veiðum og útgerð á uppsjávarfiski, en eins og staðan er í dag er megnið af aflanum flutt til útlanda til frekari vinnslu og því lítil sem engin framleiðsla á virðisaukandi vörum úr uppsjávarfiskum hér á landi. Til að hægt sé að efla matvælaframleiðslu á uppsjávarfiski þarf að finna leiðir til að framleiða matvöru allt árið um kring úr árstíðabundnum afla eins og uppsjávarfiskurinn er. Verkefnið er unnið í samstarfi við aðila úr sjávarútvegsiðnaðinum og eru vonir bundnar við að sett verði á laggirnar matarsmiðja fyrir uppsjávarfisk og rekstrargrundvöllur hennar tryggður til framtíðar. Rannsóknarstarf sviðsins miðar að því að greina og þróa nýja ferla, tækni og afurðir í matvælaframleiðslunni, auk áherslu á aukin gæði og nýtingu hráefnis. Þróun á nýjum vörum og tækni er að miklu leyti út frá kröfum markaðarins enda endurspeglast viðhorf og væntingar neytandans í öllu starfi sviðsins. Leiðarljós þessa starfs er aukin verðmætasköpun matvælaframleiðslunnar á Íslandi og að greinin njóti þess faglega stuðnings sem er að finna innan Matís til að greina tækifæri til nýsköpunar og nýta þau á sem bestan og hagkvæmastan hátt. Þau mýmörgu verkefni er snúa að frumkvöðlastarfi og nýsköpun í matvælaiðnaðinum eru til að mynda allar þær vörur sem orðið hafa til í matarsmiðjum Matís um land allt. Með tilkomu matarsmiðjanna og sérfræðiþekkingar starfsmanna Matís á matvælaiðnaði og vöruþróun, hafa fjöldamörg árangursrík verkefni fengið byr undir báða vængi, verkefni sem ella hefðu ekki orðið að veruleika. Einkum er hér átt við smáframleiðendur sem ekki hafa burði á fyrstu stigum til markaðsrannsókna, vöruþróunar og fjárfestinga til að koma sér upp viðurkenndri framleiðsluaðstöðu, en fá aðgang að þannig aðstöðu í matarsmiðjum Matís.
Öryggi, umhverfi og erfðir Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri Meginmarkmið sviðsins er að vera leiðandi í matvæla- og umhverfisrannsóknum, bæta matvælaöryggi á Íslandi og efla samkeppnishæfni í alþjóðlegu samhengi. Á sviðinu eru gerðar víðtækar efna-, örveru- og erfðarannsóknir auk áhættumats í þeim tilgangi að efla öryggi matvæla frá haga í maga með tilliti til öryggis og heilnæmi matvæla á íslenskum markaði. Sviðið sér um vöktunar- og öryggisþjónustu fyrir stjórnvöld og niðurstöður mælinganna eru notaðar til að meta hættur og rekja skaðleg efni, örverur og erfðabreytingar í matvælum, fóðri og umhverfi. Á sviðinu er einnig unnið að rannsóknum sem stuðla að aukinni þekkingu á núverandi ástandi ýmissa vistkerfa sem eru mikilvæg fyrir matvælaframleiðslu og líftæknirannsóknir. Má þar nefna sjávarrannsóknir þar sem sérstök áhersla er á vaxandi loftlagsbreytingar, áhrif stóriðnaðar og framandi lífverur í vistkerfi landsins. Verkefnin eru unnin í samvinnu við stjórnvöld, eftirlitsaðila, rannsóknastofnanir, matvælaframleiðendur, háskóla og þjónustuaðila matvælaiðnaðarins. Rannsóknir á styrk þungmálma, varnarefnaleifum og örverum gefa mikilvægar upplýsingar um matvæli og heilnæmi þeirra og hafa verkefni um samræmdar rannsóknir á heildarneyslu óæskilegra aðskotaefna í matvælum verið áberandi innan sviðsins á árinu. Efnarannsóknir hafa að markmiði að tryggja öryggi, bæta gæði og heilnæmi matvæla með tilliti til næringarefna og mengandi efna í matvælum, fóðri og umhverfi. Stöðugt er unnið að þróun nýrra efnagreiningaraðferða fyrir eftirlit og skimun á óæskilegum efnum í íslenskum matvælum og fóðri á öllum stigum virðiskeðjunnar. Metið er hvort íslenskar vörur og framleiðsla séu í samræmi við reglugerðir um matvælaöryggi og veita rannsóknir sviðsins íslenskum stjórnvöldum, matvælaframleiðendum, mörkuðum og neytendum óháðar upplýsingar um stöðu íslenskra matvæla. Þessar upplýsingar eru grundvöllur frekara áhættu- og stöðumats. Núverandi rannsóknir snúast m.a um að nýta langtíma vöktunargögn um mengunarefni í lífríki sjávar til að fylgjast með styrk efnanna og greina hvort breytingar
hafi orðið á styrk þeirra í áranna rás. Rannsóknir á styrk þungmálma, varnarefnaleifum og örverum gefa mikilvægar upplýsingar um matvæli og heilnæmi þeirra og hafa verkefni um samræmdar rannsóknir á heildarneyslu óæskilegra aðskotaefna í matvælum verið áberandi innan sviðsins á árinu. Örverurannsóknir sviðsins snúa að því að rannsaka fjölbreytileika og dreifingu örvera í matvælum og umhverfi. Þekkingaruppbygging á þessum þáttum og þróun nýrra greiningaraðferða hefur að markmiði að bæta öryggi og heilnæmi íslenskra afurða. Gerðar eru rannsóknir á dreifingu og fjölbreytileika örvera í matvælum og umhverfi þar sem beitt er nýjustu tækni í ræktun og sameindalíffræði. Þannig er t.d. uppruni og smitleiðir matarsýkla rannsakað og skemmdarferlar matvæla. Rannsóknir sviðsins spanna fjölbreytni umhverfisins, allt frá rannsóknum á erfðamengi og fjölbreytileika sjávarörvera á hafsvæðum umhverfis Ísland yfir í rannsóknir á örverum úr jaðarumhverfi eins og hverum, jöklum og eldfjöllum. Markmiðið er að skilja betur hlutverk og virkni örvera í breytilegu umhverfi og loftslagi og einnig er hægt að nýta þær örverur til líftæknilegra rannsókna. Erfðarannsóknir felast í þróunar- og nýsköpunarrannsóknum innan sjávarútvegs, landbúnaðar og matvælavinnslu auk þjónusturannsókna. Verkefnin eru m.a. erfðagreiningar á stofngerð nytjastofna sem styðja sjálfbæra og vistræna stjórnun þeirra, þróun erfðamarka og rekjanleiki og innihaldsgreiningar matvæla. Þá eru jafnframt skoðuð áhrif loftlagsbreytinga á aðlögun og dreifingu nýrra tegunda í vistkerfi Íslands, fæða lífvera og áhrif á vistkerfið, kynbætur í landbúnaði og eldi og foreldragreiningar hús- og gæludýra. Viðeigandi áhættumat vegna neyslu matvæla eða tiltekinna innihaldsefna í matvælum er framkvæmt á sviðinu.
27
Vinnsla, virðisaukning og eldi Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri Þörf neytenda fyrir rekjanleika og aðgreiningu afurða hefur aukist í takt við vaxandi alþjóðavæðingu og samruna markaða. Samtímis eykst umhverfis- og heilsuvitund fólks sem og kröfur neytenda um upplýsingar um uppruna afurða og framleiðsluferli. Hráefnisframleiðendur leitast í síauknum mæli við að hámarka afurðanýtingu með vinnslu á tilbúnum neytendavörum í anda markaðsdrifinnar virðiskeðju í stað framleiðslustuddrar virðiskeðju. Eitt meginhlutverk sviðsins Vinnsla, virðisaukning og eldi er að koma til móts við þessar auknu kröfur neytenda á matvælamörkuðum. Rannsóknir á virðiskeðju matvæla veita mikilvægar upplýsingar um það hvernig hægt er að auka, á sjálfbæran hátt, hagkvæmni og gæði við öflun og meðhöndlun hráefna, framleiðslu og flutning afurða auk hagnýtingar rekjanleika upplýsinga. Sviðið vinnur að þróunarverkefnum sem snerta virðiskeðjuna í heild jafnt sem einstaka hlekki hennar með náinni samvinnu við fyrirtæki, háskóla og aðra hagsmunaaðila. Verðmætamyndun í íslenskum matvælaiðnaði er mest í sjávarútvegi og því miða mörg vinnslu- og virðisaukandi verkefni að framförum í þeirri grein. Í rannsóknum og þróun felst viðleitni til að fjárfesta í framtíðinni með áframhaldandi framþróun og verðmætasköpun. Fiskeldisrannsóknir sviðsins hafa einkum þjónað því hlutverki að kanna leiðir til lækkunar framleiðslukostnaðar með áherslu á framfarir í fóðrun og einkum bestun fóðurs. Þær rannsóknir hafa t.d. snúið að eldi á laxi, bleikju og sandhverfu og einnig hefur staðbundinna hráefna til fóðurgerðar verið leitað. Nokkur vinna hefur verið lögð í athugun þörunga í þessu sambandi. Þá hefur og verið rannsakað hvað megi gera við affall frá landeldisstöðvum. Hingað til hefur Matís unnið náið með fiskvinnslum að þróun mismunandi vinnsluaðferða en verkefni er snúa að veiðum og útgerð hafa aukist. Má þar nefna verkefni í tengslum við fiskveiðistjórnun; hvernig auka megi rekjanleika afurða og lágmarka brottkast afla. EcoFishMan verkefnið er stórt evrópskt rannsóknaverkefni og er ætlað sem innlegg í umræður í Evrópu um fiskveiðistjórnun og slík stjórnkerfi og tekur mið af þörfum og óskum þeirra aðila sem byggja lífsviðurværi sitt á fiskveiðum í samfélögum þar
28
sem veiðar eru stundaðar. Þá eru í smíðum leiðbeinandi verklagsferlar um hvernig þátttaka þessara aðila verði sem greiðust og allir hagsmunaaðilar geti haft áhrif á mótun fiskveiðistjórnunarkerfis. Rannsóknir á umhverfisálagi einstakra sjávarafurða hófust einnig 2013. Rannsóknirnar ganga út á vistferlagreiningu á virðiskeðjum tiltekinna fiskafurða, en neytendur óska í auknum mæli eftir upplýsingum um framleiðsluferli og umhverfisáhrif sem framleiðslan hefur á lífkerfið. Með greiðara aðgengi að slíkum upplýsingum geta fyrirtæki markað sér sérstöðu með sínar vörur á markaði um leið og niðurstöður gefa tækifæri til umbóta og skila betri framleiðslu. Þá hefur sviðið komið að breytingum á útgerðarmynstri einstakra fyrirtækja sem miða að hagræðingu í nýtni togaraflota til að auka verðmætamyndun í sjávarútvegi. Eins og kunnugt er hefur t.a.m. HB Grandi unnið eftir nýjum áherslum og breytt frystiskipum með það fyrir augum að gera þau út sem ísfiskskip. Matís er faglegur aðili í slíkum úttektum en hefur ekki hlutverk við rekstrarlegar ákvarðanir tiltekinna fyrirtækja. Á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið byggð upp þjónusta við smærri útgerðir með rannsóknum á standveiðum, til dæmis með rannsóknum sem miða að bættri meðhöndlun um borð sem leitt getur til aukinnar nýtingar grásleppu og samstarfi um verkefni er snúa að veiðarfærum og strandveiðum. Áherslur sviðsins á Norðurlandi ganga út á að kappkosta að nýta auðlindir norðurslóða með sem bestum hætti þannig að það stuðli að bættri samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.
Viðskiptaþróun Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri Viðskiptaþróun gengur þvert á önnur svið Matís og annast innbyrðis samþættingu og miðlun upplýsinga með það að markmiði að skapa samlegðaráhrif milli sviða fyrirtækisins og verkefna sem Matís er þátttakandi í. Verðmætasköpun er rauður þráður í starfi Viðskiptaþróunar líkt og annarra sviða Matís. Hlutverk sviðsins er að vinna á markvissan hátt að verkefnaöflun með fagsviðum fyrirtækisins, forgangsraða verkefnum, aðstoða við styrkumsóknir og fjármögnun. Á sviðinu er starfsfólk sem hefur mikla reynslu og alhliða þekkingu á matvæla- og líftækniiðnaðinum og kemur að fjölbreyttum verkefnum þvert á önnur fagsvið innan Matís. Viðskiptaþróun er virkur þáttakandi í stefnumótunarverkefnum sem snúa að starfssviðum Matís innanlands og erlendis og gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að ráðgjöf sem Matís veitir stjórnvöldum. Í þessu samhengi má til dæmis nefna SAFE Consortium sem er evrópskur samstarfsvettvangur rannsóknastofnana á sviði matvælaöryggis en Matís tók á árinu 2012 við framkvæmdastjórn og rekstri SAFE Consortium. Árið 2013 gaf SAFE Consortium út stefnumarkandi skýrslu um rannsóknaáherslur og mikilvægi matvælaöryggis. Skýrslan var afhent framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en í henni er ítrekað mikilvægi þess að matvælaöryggismál séu sett í forgrunn allra matvælarannsókna.
að finna leiðir til að auka verðmætasköpun við fiskframleiðslu og er sú vinna hafin með heimamönnum. Viðskiptaþróun hefur einnig með höndum markaðssetningu á starfsemi Matís, bæði innanlands og utan. Matís nýtur trausts og hefur jákvæða ímynd innanlands sem byggir á ábyrgri aðkomu fulltrúa fyrirtækisins að opinberri umræðu, jákvæðri umfjöllun um rannsóknir fyrirtækisins og aðkomu Matís að verkefnum. Þessi ímynd er fyrirtækinu mikilvæg og var áhersla lögð á að efla hana enn frekar í ár. Grafískur hönnuður var nú í fyrsta sinn ráðinn til fyrirtækisins sem sér um hönnun og umbrot á kynningar- og markaðsefni Matís og sú nýbreytni var gerð í ár að sumarstarfsmenn voru ráðnir til að auka fréttastreymi fyrirtækisins og leggja ársskýrslu Matís lið. Ætlunin er að auka vægi markaðssetningar og kynningarstarfs Matís út á við og vekja athygli fólks á fjölbreyttri starfsemi innan Matís. Sviðið annast jafnframt útgáfu fræðsluefnis og samþættingu námskeiðsgagna og vinnur að eflingu matvælanáms á Íslandi.
Matís hefur einnig tekið virkan þátt í vinnu stjórnvalda við mótun atvinnustefnu fyrir Ísland og mótun norrænna regnhlífarverkefnisins Nordic Bioeconomy Initiative, auk þess að rýna og koma með tillögur inn í evrópskar rannsóknaáætlanir. Með þátttöku í stefnumótunarverkefnum af þessu tagi hefur Viðskiptaþróun áhrif á starfsumhverfi Matís með það að markmiði að skapa betri starfsskilyrði fyrir fyrirtækið og þar með líftækni- og matvælarannsóknir á Íslandi. Mikil áhersla er lögð á alþjóðlegt samstarf og að byggja upp þá vísindaþekkingu sem er nauðsynleg til að fyrirtækið geti þroskast sem vísindafyrirtæki. Í ár kom sviðið m.a. að verkefni í samstarfi við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og snéri samstarfið að Rækju- og fisksambandi Bangladesh (BSFF). Þar var óskað eftir aðstoð frá Matís og Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna við
29
Matís - um allt land Með starfi um allt land undirstrikar Matís vilja fyrirtækisins til að vinna með aðilum heima í héruðum að fjölbreyttum verkefnum sem treyst geta atvinnulíf, aukið nýsköpun og fjölgað störfum. Stefna Matís er að á komandi árum efli fyrirtækið þessa áherslu enn frekar um allt land. Frá upphafi hefur Matís byggt á neti starfsstöðva um allt land. Áherslur starfsstöðvanna eru fjölbreyttar, endurspegla vítt starfssvið Matís og faglega þekkingu innan fyrirtækisins. Í árslok 2013 voru starfsstöðvar Matís níu talsins að höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík meðtöldum. Starfsstöðvarnar taka mið af nærsamfélaginu og þörfum atvinnulífsins á hverjum stað. Með staðsetningu Matís víða um land næst náið og öflugt samstarf við iðnað í heimabyggð og tengslin milli rannsóknasamfélags og neytendamarkaðs verða sterkari en ella.
30
Neskaupstaður Mælingaþjónustan í Neskaupstað er mikilvæg bæði fyrir framleiðslufyrirtæki og opinbera eftirlitsaðila á heilbrigðissviði á Austurlandi. Það er mikilvægt fyrir fiskvinnslufyrirtæki sem þurfa skjóta og trausta þjónustu að hafa aðgang að starfsstöð í sinni heimabyggð. Rætt hefur verið um aukna starfsemi Matís á Austurlandi í samstarfi við heimamenn og háskóla. Sérstaklega er þá horft til uppbyggingar á aðstöðu og þekkingu á manneldisafurðum úr uppsjávarfiski. Áhugi er til staðar en ákvörðun um næstu skref liggur ekki fyrir enn.
Suðurland Á árinu hóf Matís á Suðurlandi, en þar eru starfsstöðvar á Flúðum og Höfn í Hornafirði, samstarf við háskólasamfélagið á svæðinu, en verkefnið snýr einkum að þátttöku í mótun og þróun nýrrar námsbrautar á framhaldsskólastigi. Sérþekking starfsmanna Matís á matvælaframleiðslu og nýsköpun í matvælaiðnaði kemur þar að góðum notum þegar mótaðar eru áherslubreytingar námsbrautar í matartengdu námi.
Akureyri
Reykjavík
Vestmannaeyjar
Höfn í Hornafirði og Flúðir
Ísafjörður
Með matarsmiðjum á Höfn í Hornafirði og Flúðum hefur Matís aðstoðað við eflingu atvinnusköpunar á Suðurlandi og stutt áhugasama matvælaframleiðendur heima í héraði til að láta drauma sína rætast við að hefja smáframleiðslu matvæla. Góð reynsla er komin á matarsmiðjuna á Höfn, en hún hefur verið starfrækt í fimm ár og orðið ljóst að Höfn er að verða miðstöð smáframleiðslu á Íslandi. Matarsmiðjan á Flúðum hefur einnig tekist vel og er síaukin ásókn í aðstöðuna og faglega aðstoð frá sérfræðingum innan Matís við framleiðslu og vöruþróun.
Sjávarútvegurinn er undirstöðuatvinnuvegur Vestfirðinga og lætur nærri að um fjórðungur smábátaflota landsmanna sé gerður út þaðan. Starfsstöðin á Ísafirði endurspeglar þá sérfræðiþekkingu sem Matís hefur að bjóða þeim iðnaði. Með samstarfi Sjávarútvegsklasa Vestfjarða og Matís er stefnt að sókn vestfirsks sjávarútvegs með nýjum tækifærum til að bæta hag íbúa til framtíðar. Vestfirsk framleiðsla sjávarfangs hefur alla burði til að vera með því allra besta í heiminum.
Vestmannaeyjar
Líftæknismiðja Matís er staðsett á Sauðárkróki. Töluverðar mannabreytingar urðu á starfsstöðinni á Sauðárkróki í ár enda mikil uppbygging í gangi á rannsóknaraðstöðu og aðferðum. Sífellt fleiri rannsóknaaðferðir eru settar upp til að meta líffræðilega virkni náttúruefna. Þar má nefna efnafræðileg próf (in vitro chemical based assay) til að rannsaka blóðsykurslækkandi áhrif náttúruefna, en til dæmis hafa greinst efni í sæbjúgum og þangi sem hafa mjög mikla virkni gegn sykursýki. Starfsfólk Matís í Líftæknismiðjunni vinnur einnig með fyrirtækjum í Skagafirði og NV-landi að ýmsum umbótaog hagræðingarverkefnum.
Starfsemi Matís í Vestmannaeyjum er einkum fólgin í því að vinna með fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækjum á staðnum að aukinni nýtingu á sjávarafla og finna leiðir til að auka verðmæti hans. Einnig hefur verið unnið að nýtingu nýrra afurða og má þar nefna verkefni sem tengist veiðum og vinnslu á makríl. Sem liður í að efla Suðurland í heild sem smáframleiðslusvæði, hafa starfsstöðvarnar á Flúðum, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum gengist undir markvissa samþættingu og markaðssókn, verkefnamat og utanumhald hugsað fyrir allt svæðið í heild. Með því móti er hægt að dreifa verkefnum milli starfsstöðva, nýta styrkleika og reynslu alls svæðisins og stýra frá einni miðlægri starfsstöð á Höfn í Hornafirði. Uppbyggingu á staðbundnum matvælum og matarferðaþjónustu er hægt að efla sem eina sterka heild með markvissri samþættingu verkefna og markmiða en þau eru að gera Suðurland að andliti Matís og Íslands í smáframleiðslu.
Patreksfjörður
Sauðárkrókur
Akureyri Matís tekur alvarlega hlutverk sitt sem brú milli matvæla- og líftækniiðnaðarins annars vegar og háskólaumhverfisins hins vegar. Matís á Akureyri hefur byggt upp mikla rannsóknaþekkingu í fiskeldi og átt gott samstarf við Háskólann á Akureyri. Í ár hófu þrír nemendur skólans doktorsnám á starfsstöðinni undir leiðsögn sérfræðinga Matís og vinna þeir að fjölbreyttum verkefnum. Myndbönd frá starfi Matís um allt land má finna á heimasíðu Matís.
Hlutverk Matís á sunnanverðum Vestfjörðum með starfsstöð á Patreksfirði felst einkum í að efla nýsköpun og fullvinnslu á hráefnum frá sunnanverðum Vestfjörðum og Breiðafjarðarsvæðinu. Á sunnanverðum Vestfjörðum er útgerð og fiskvinnsla ásamt mikilli uppbyggingu í fiskeldi og á Breiðafjarðarsvæðinu eru miklar sjávarauðlindir og fyrirtæki í vinnslu ígulkera, kræklinga, sæbjúgna, beitukóngs og sjávargróðurs.
31
Matvæla- og fæðuöryggi Erfðarannsóknir og fiskveiðistjórnun Hvað eiga erfðarannsóknir á fiskum og fiskveiðistjórnun sameiginlegt? Hjá Matís er unnið að margvíslegum verkefnum sem koma að bættri fiskveiðistjórnun og mikilvægur þáttur í þessum verkefnum eru nýjar og viðurkenndar erfðarannsóknir. Þar til nýlega héldu menn að fiskurinn í sjónum væri óþrjótandi auðlind en nú er viðurkennt að til að tryggja sjálfbærni veiða þarf að stjórna veiðimagni einstakra tegunda. Í fiskveiðistjórnun er ákvörðun um veiði þessara tegunda, með tilliti til erfðabreytni þeirra, mikilvæg svo tryggt verði að enginn fiskistofn verði fyrir of miklu álagi. Með þessum rannsóknum er stuðlað að því að tryggja framtíðarveiðar mismunandi stofna í hafinu.
landi við heilnæmt umhverfi sömu fisktegunda í sjó sem er að mestu laus við mengandi þætti, eins og er tilfellið með sjó í íslenskri lögsögu.
Viðhald erfðabreytileika innan tegunda er einnig nauðsynlegt sem svar við breytingum bæði af völdum manna og náttúru. Slíkur erfðabreytileiki getur verið styrkur þegar mögulegar breytingar, jafnvel óæskilegar raskanir, í lífríkinu leggjast oft af mismiklum þunga á mismunandi tegundir í hafinu.
Stuðningur við kynbótastarf í landbúnaði og fiskeldi
Hvernig einstaka tegundir og lífríkið í heild sinni er sett saman eru mikilvægar upplýsingar þegar kemur að því að skilja hvernig mismunandi hópar bregðast við röskun, svosem eins og þegar ofveiði á sér stað eða þegar önnur truflun kemur inn á búsvæði tegunda. Slík truflun getur til að mynda átt sér stað þegar mengunar vegna umhverfisslysa verður vart. Hvernig tegundir tengjast lirfum, hitastigi sjávar, öðrum fisktegundum, til að nefna örfá atriðið, getur skipt máli þegar bregðast þarf við truflunum eða röskunum á lífríki tegundanna sem í hlut eiga. Enn fremur má sjá að erfðagreiningar fisktegunda skipta máli fyrir íbúa jarðarinnar þar sem rekjanleiki og uppruni skipta meira máli en nokkurn tíman áður. Hér getur erfðafræðin tekið af allan vafa hvaðan tegundir eiga uppruna og með því er hægt að tengja fisktegundir sem seldar eru í búð í einu
32
Erfðarannsóknir Matís skipta því miklu máli og einmitt af þessum ástæðum tekur fyrirtækið þátt í fjölda rannsóknaverkefna í samstarfi við vísindamenn á Íslandi og annars staðar í Evrópu og í Norður-Ameríku, á tegundum sem eru mikilvægar hvað umhverfisvernd varðar en einnig hvað varðar atvinnu og búsetuskilyrði hér í Norður-Atlantshafi. Þetta eru tegundir eins lax, hrognkelsi, síld og makríll.
Þekking starfsmanna Matís í erfðatækni nýtist á fjölmörgum sviðum. Má þar nefna rannsóknir til að auka viðnám gegn sjúkdómum í eldisdýrum og rannsóknir og ráðgjöf er styðja kynbótastarf í landbúnaði og eldi en þessar rannsóknir stuðla fyrst og fremst að aukinni framleiðni í þessum greinum. Svokölluð erfðamörk eru notuð til að staðfesta ætterni hesta og hunda og DNA greiningar á geninu DMRT3 leiða í ljós hvort hestar hafa hið svokallaða skeiðgen. Leitað er riðugena í íslensku sauðkindinni og einnig greint svokallað Þokugen, sem er þekkt frjósemisgen komið frá ánni Þoku frá Smyrlabjörgum. Í fiskeldi starfar Matís með Háskólanum á Hólum að kynbótum á bleikju sem byggja á sameindalíffræðilegum upplýsingum, en Íslendingar eru stærstu framleiðendur bleikju í heiminum og kynbætur munu stuðla að auknu forskoti í greininni. Matís vinnur einnig með fyrirtækinu Sæbýli að kynbótum á japönskum sæbjúgum með það að markmiði að auka vaxtarhraða.
33
Nú er hægt að greina nóróveirusmit á Íslandi Hjá Matís hafa verið þróaðar sértækar aðferðir til að greina nóróveirur í matvælum og vatni, en veirurnar eru bráðsmitandi og geta valdið mjög slæmum iðrakveisum hjá fólki. Nóróveirur finnast þar sem saurmengun hefur átt sér stað og það þarf næmari aðferð til að greina þær en hefðbundnar aðferðir sem notaðar eru til að greina saurmengun í matvöru og vatni. Aðferðirnar sem Matís hefur þróað til greininga á nóróveirum eru sameindalíffræðilegar aðferðir með svokallaðri PCR tækni (e. Polymerase Chain Reaction). Notkun PCR aðferða til örverugreininga hefur færst mikið í vöxt undanfarin ár, en með tækninni er nú hægt að greina tilvist nóróveira í matvælum og vatni og koma þannig í veg fyrir útbreiðslu veiranna. Hópsýkingar af völdum nóróveiru geta verið alvarlegt vandamál þar sem þær koma upp og því mikilvægt að hindra útbreiðslu veiranna.
„ Það eru einkum matvæli sem neytt er hrárra eða lítið eldaðra, s.s. skelfisks, grænmetis og ávaxta, sem eru varhugarverð m.t.t. nórósýkinga. Veiran þolir frost en drepst við hitun yfir 60°C. Neysla skelfisks var löngum talin helsta ástæða matvælasýkinga af völdum nóróveira og hópsýkingar af völdum mengaðs skelfisks eru algengar. Fjöldi hópsýkinga sem ekki hefur mátt rekja til neyslu skelfisks hefur hins vegar beint sjónum manna að öðrum matvælum, einkum tilbúnum réttum, ávöxtum, grænmeti og drykkjarvatni sem áhættuþáttum.
Beitum nýjum greiningaraðferðum „Matís hefur sett upp aðferðir til greiningar á nóróveirum í drykkjarvatni, yfirborðsvatni og matvælum og getum við nú greint nóróveirur af genótýpu I og II, en það eru þær týpur sem einkum sýkja menn,“ segir Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís. Greiningaraðferðirnar byggja á að magna upp ákveðin merkigen með PCR aðferð, en PCR greining er lykilaðferð í sameindalíffræði. Ólíkt hefðbundnum greiningum á bakteríum og veirum, þ.e. ræktun á skálum og talningum á því sem þar vex, greinir PCR aðferðin erfðaefni örverunnar og byggir því á einstakri samsetningu erfðaefnis hverrar lífveru. Aðferðin gerir því kleift að magna upp búta af erfðaefni lífvera og greina þær í sundur með því að skoða erfðaefni þeirra. Í Evrópu hefur aukin áhersa verið lögð á samræmdar aðferðir til að greina nóróveirur. Þær finnast víða og eru sérstakir skaðvaldar fyrir skelfiskræktendur. Segir Anna Kristín að væntanlega muni skimun fyrir nóróveirum í skelfiski verða mjög fljótlega innleidd í reglugerðir Evrópusambandsins. Sem stendur er engin krafa um slíkar mælingar en greinist veiran í matvælum eru þau tekin af markaði.
34
Góður árangur af samanburðarprófunum
“
„Við höfum tekið þátt í samanburðarprófunum á vegum Evrópusambandsins á nóróveirum og hepatitis A vírus sem er einnig iðraveira og veldur matarsýkingum. Þá er verið að staðfesta og sannreyna að aðferðir okkar til greiningar á veirum úr vatni og skelfiski virki og hafa þær prófanir skilað góðum árangri,“ segir Anna Kristín og bætir við að nú þegar er Matís tilvísunarrannsóknarstofa Íslands fyrir nóróveirum í skelfiski. Það hlutverk felur í sér að vera leiðandi rannsóknarog mælingaraðili á því mælisviði hér landi. „Matís hefur sett upp viðurkenndar og samanburðarhæfar aðferðir til að framkvæma nóróveirugreiningar í skelfiski sé um það beðið, en áður þurfti að senda sýni til erlendra rannsóknastofa til greiningar. Það er mikilvægt að geta greint sjúkdómsvaldandi örverur í matvælum til að tryggja matvælaöryggi. Slíkar aðferðir þurfa að vera tiltækar í samfélaginu til að hefta útbreiðslu smits og komast að uppruna mengunar,“ segir Anna Kristín.
Matís gegnir leiðandi rannsóknaog mælingahlutverki Í ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) gildir að mestu sama matvælalöggjöfin, en löggjöfin fjallar um eftirlit og hollustuhætti í matvæla-og fóðurframleiðslu. Til þess að öll aðildarlöndin geti uppfyllt grunnkröfur sem koma fram í löggjöfinni þarf að samræma hlutverk og skyldur þeirra rannsóknastofa sem sinna faggildri mælingaþjónustu fyrir opinbera eftirlitsaðila í hverju landi fyrir sig. Aðildarlöndunum ber því að tilnefna svokallaðar tilvísunarrannsóknastofur í hverju landi fyrir sig, sem meðal annars að sjá til þess að slík samræming sé fyrir hendi og að bestu viðurkenndu aðferðir til greiningar og mælinga séu ávallt notaðar. Matís er tilvísunarrannsóknastofa Íslands fyrir örverurannsóknir á skelfiski og fyrir mælingar á Salmonella í matvælum, fóðri og öðrum sýnum er tengjast matvælaöryggi. Einnig er í bígerð að Matís verði tilvísunarrannsóknastofa Íslands fyrir mælingar á L. monocytogenes, Staphylococcus aureus, sjúkdómavaldandi E. coli bakteríum, varnarefnaleifum og þungmálmum í matvælum. Hlutverk Matís sem tilvísunarrannsóknastofa er að vera leiðandi rannsóknar- og mælingaraðili fyrir tilteknar örveru- og efnamælingar og hefur Matís því mikilvægum skyldum að gegna varðandi öryggis- og forgangsþjónustu við mælingar og rannsóknir er varða matvælaöryggi í landinu.
„Matís þarf að geta sýnt fram á að mælingar séu gerðar í samræmi við alþjóðlegar viðurkenndar tilvísunaraðferðir og sem tilvísunarrannsóknastofa er Matís jafnframt skuldbundin til að veita öðrum rannsóknastofum aðstoð og leiðbeiningar við tilgreindar mælingar“ segir Franklín Georgsson, sviðsstjóri hjá Mælingum og miðlun. „Þannig að ef það eru aðrar rannsóknastofur, einkareknar eða opinberar, sem eru ekki tilvísunarrannsóknastofur á þessu sviði en hafa hlotið opinbera útnefningu af lögbærum íslenskum yfirvöldum til efnamælinga, ber Matís að veita þeim aðstoð og ráðgjöf á viðkomandi mælisviði.“ Með hlutverki sínu vinnur Matís með tilvísunarrannsóknastofum Evrópubandalagsins (e. Central Reference Laboratory) á þeim mælisviðum sem tilnefningin nær yfir. „Svo að verslun geti gengið frjáls milli landa á EES svæðinu og hægt sé að meta hvort og þá hvernig aðildarlönd vinna samkvæmt kröfum matvælalöggjafarinnar, er mikilvægt að allir noti sambærilegar aðferðir “ segir Franklín og bendir á að tilvísunarrannsóknastofur ESB stýri reglulegum alþjóðlegum samanburðarprófunum sem opinberar rannsóknastofur um alla Evrópu taka þátt í. Þessar prófanir miðast við að rannsóknastofurnar beiti samræmdum mæliaðferðum og eru niðurstöður samanburðarprófana síðan notaðar til þess að meta færni og heilindi opinberra rannsóknastofa.
Helstu skyldur tilvísunarrannsóknastofu: 1. Samstarf við tilvísunarrannsóknastofu ESB á viðkomandi rannsóknasviði. Felur í sér þátttöku í ársfundum og öðrum fagfundum sem skipulagðir eru af tilvísunarrannsóknastofu ESB og nauðsynlegri vinnu sem tengist ákvörðunum og tillögum frá þessum fundum. 2. Samræming á starfsemi tilnefndra opinberra rannsóknastofa á viðkomandi fagsviði. Felur í sér ráðgjöf og leiðbeiningar um mæliaðferðir sem nota þarf við mælingar á opinberum sýnum, þátttöku í þróun og sannprófun mæliaðferða og ef þörf er skipulagningu þjálfunarnámskeiða fyrir opinberar rannsóknastofur. 3. Skipulagning samanburðarprófana. Felur í sér þátttöku í alþjóðlegum samanburðarprófunum og að upplýsa aðrar tilnefndar opinberar rannsóknastofur um slíka starfsemi. 4. Tryggja miðlun þekkingar og upplýsinga frá tilvísunarrannsóknastofu ESB til lögbærra yfirvalda og annarra opinberra rannsóknastofa. 5. Veita lögbærum yfirvöldum vísindalega og tæknilega aðstoð við innleiðingu samræmdra eftirlitsáætlana. 6. Vera faggild fyrir mæliaðferðir og stunda rannsóknir á viðkomandi sviði.
35
Samantektarskýrsla afhjúpar eiturefni í umhverfinu Á árinu tók Matís þátt í gerð yfirlitsskýrslu um per- og polyflúoreruð alkanefni (PFC). Skýrslan leiddi í ljós að talsvert vantar af eðlisefnafræðilegum gögnum um stóran hluta þessara efna en vísbendingar eru um að þau geti valdið alvarlegum eituráhrifum og skaðað heilsu manna og dýra. Markmiðið var að afla frekari upplýsinga um notkun og losun PFC efna á Norðurlöndunum og á norðurheimsskautssvæðinu og var unnið í samstarfi við hóp sérfræðinga á Norðurlöndunum. Skýrslan var unnin fyrir KLIF (Norwegian Climate and Pollution Agency) og Norræna efnafræðihópinn (NKG) sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. PFC efni eru mjög stór og flókinn hópur af lífrænum efnum sem hafa fjölbreytta virkni. Þau hafa verið framleidd í um 50 ár með efnasmíðum en þau myndast ekki í náttúrunni. Efnin eru víða notuð í iðnaði og inni á heimilum. Notkun þeirra hefur hingað til verið talin örugg og því verið töluverð. Hinsvegar fóru áhyggjur vísindamanna að vakna þegar víðtæk útbreiðsla efnanna uppgötvaðist í umhverfinu, m.a. finnast þau í ísbjörnum, sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir benda til þess að PFC efni geti haft áhrif á æxlun og að þau brotni sérstaklega hægt niður í náttúrunni. Niðurstöðurnar bera það með sér að töluverður upplýsingaskortur er um flest PFC efni á norrænum markaði. Í kjölfari þessara uppgötvana hefur athygli ESB nú beinst að því að skoða notkun þessara efna og flokkun. OECD hefur skráð samtals 853 mismunandi flúorefnasambönd og fleiri eiga eftir að bætast í hópinn. Þessi tala gefur til kynna að fjöldi flúoreraðra efna eru notuð í dag, á sama tíma og lítið er vitað um uppsprettur efnanna og enn minna um dreifingu þeirra og umhverfisáhrif. Rannsóknarskýrslan var birt sem Tema Nord skýrsla og má nálgast á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar (http:// www.norden.org).
36
Salmonella og Campylobacter Sjúkdómsvaldandi örverur geta borist í matvæli á ýmsan hátt. Algengustu matarsýkingar hérlendis er rekja má til baktería eru sýkingar af völdum Campylobacter og Salmonella en í gegnum árin hafa verið staðfest 100-200 tilfelli af hvorri sýkingu á ári hverju. Salmonella finnst víða í umhverfinu svo sem í vatni og jarðvegi, en hún þrífst best í þörmum dýra og fugla. Campylobacter þrífst einnig vel í meltingarvegi dýra og er útbreidd í húsdýrum og villtum dýrum, einkum fuglum. Sýkingar í mönnum orsakast einkum vegna neyslu mengaðra matvæla, svo sem fuglakjöts og þá helst vegna krossmengunar frá hráum kjúklingi eða mataráhöldum í önnur matvæli sem ekki voru hitameðhöndluð fyrir neyslu. Yfirgripsmikil gögn eru til um tíðni Salmonella og Campylobacter í kjúklingaeldi og við slátrun undanfarinna ára en vöntun hefur verið á upplýsingum um stöðu mála á neytendamarkaði. Á árinu 2012 hófst rannsókn á vegum Matís í samstarfi við MAST þar sem sýni voru fengin úr afurðum þriggja stærstu kjúklingaframleiðenda landsins. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hversu útsettir neytendur eru fyrir sýkingum af þessu tagi með því að mæla tíðni Salmonella og Campylobacter mengunar í íslenskum ferskum kjúklingaafurðum á markaði. Rannsóknin er mikilvægt innlegg í umræðuna á þessum tímapunkti, þegar liggur fyrir að banni við innflutningi á ferskum afurðum kynni að vera aflétt. Niðurstöður rannsóknarinnar liggja nú fyrir og reyndust öll sýni í rannsókninni neikvæð fyrir Salmonella og Campylobacter. Þetta sýnir að eftirlitið sem er viðhaft í eldi kjúklinga á Íslandi þjónar sannarlega sínum tilgangi og það eru mjög litlar líkur á að mengaður kjúklingur komist alla leið á markað. Niðurstaða rannsóknarinnar helst því í hendur við lægri tíðni mengaðra eldishópa á undanförnum árum og lægri tíðni sýkinga í mönnum. Í nýútgefinni skýrslu EFSA (European Food Safety Authority) og ECDPC (European Centre for Disease Prevention and Control) má sjá að ástandið á Íslandi er gott miðað við flest önnur lönd í Evrópu þar sem heildarmeðaltal jákvæðra sýna mældist 5,9% árið 2011 í kjúklingaafurðum frá sláturhúsum og af markaði. Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Eistland voru þá einu ríki Evrópusambandsins þar sem engin jákvæð sýni greindust.
„
Engin sýni greindust jákvæð fyrir Salmonella eða Campylobacter í nýafstaðinni rannsókn á kjúklingaafurðum á neytendamarkaði.
“
37
Heildarneysla aðskotaefna Matís vinnur nú að athyglisverðu Evrópuverkefni þar sem þróaðar verða aðferðir til meta hversu mikið af óæskilegum aðskotaefnum fólk fær úr matvælum. Verkefnið heitir Rannsókn á heildarneyslu aðskotaefna úr matvælum, Total Diet Study Exposure, og er unnið í samstarfi við 19 Evrópulönd, 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins styrkir verkefnið að hluta til.
Rannsóknin á heildarneyslu aðskotaefna gerir okkur kleift að fá raunverulegt mat á það hversu útsett við erum fyrir óæskilegum aðskotaefnum s.s.þungmálmum, þrávirkum lífrænum efnum, sveppaeiturefnum og fleiri aðskotaefnum úr matvælum eins og við borðum þau, hvort sem er steikt, soðin, grilluð, reykt, þurrkuð eða bökuð. Verkefnið er til fjögurra ára og er áætlað að því ljúki árið 2016.
Verkefnið miðar að því að bæta og staðla vöktun á því hversu útsett við erum fyrir óæskilegum aðskotaefnum í matvælum eins og þau eru á borðum neytenda. Til þess að hægt sé að framkvæma samræmdar rannsóknir þarf fyrst að samræma þær aðferðir sem notaðar eru við sýnatöku matvæla, mælingar á aðskotaefnum í matvælum, gæðamat á gögnum o.s.frv. Ætlunin er að prófa mismunandi aðferðir sem notaðar hafa verið í Evrópu og skilgreina besta verklag við rannsóknirnar. Aðferðirnar verða síðan notaðar til að meta magn aðskotaefna sem fólk tekur inn með fæðunni í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins: www.tds-exposure.eu.
Einnig verður tekið saman hvaða aðskotaefni og hvaða matvæli skipta mestu máli við mat á heildarneyslu óæskilegra efna í fæðu Evrópubúa, en slíkar upplýsingar eru lykilatriði til þess að hægt sé að gera áhættumat vegna neyslu þessara efna og meta áhrif þeirra á heilsu manna. Verkefnið er því mikilvægt fyrir eftirlits- og áhættumatsaðila eins og Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) og Alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO). Sá hluti rannsóknarinnar sem Matís tekur þátt í felur m.a. í sér þróun og innleiðingu á gæðaramma fyrir aðila sem stunda rannsóknir á heildarneyslu aðskotaefna, en einnig greiningu á gögnum um aðskotaefni. Matís mun einnig taka þátt í tilraun til að framkvæma samræmda rannsókn á heildarneyslu á fjórum aðskotaefnum á Íslandi og verða þær niðurstöður bornar saman við sambærilegar rannsóknir sem framkvæmdar verða í Tékklandi, Finnlandi, Þýskalandi og Portúgal. Sömuleiðis stýrir Matís vinnupakka sem hefur að markmiði að miðla upplýsingum varðandi niðurstöður verkefnisins til hagsmunaaðila.
38
Vöktun á óæskilegum efnum Vöktun felur í sér sívirka gagnaöflun um mengunarefni í matvælum og umhverfi. Kerfisbundin gagnaöflun gerir kleift að segja til um hvernig styrkur mengandi efna á tilteknum svæðum hefur þróast og breyst með tíma. Gögn af þessu tagi eru nauðsynleg til þess að unnt sé að sýna fram á öryggi íslenskra matvæla, vernda ímynd þeirra og tryggja útflutningstekjur íslenskra afurða. Einnig eru gögnin mikilvægur liður í því að íslensk stjórnvöld geti staðið við skuldbindingar sínar og samninga við önnur lönd varðandi umhverfismengun. Matís tekur þátt í þremur vöktunarverkefnum. Frá árinu 2003 hefur Matís sinnt vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum. Um langtímaverkefni er að ræða þar sem eftirlit og endurskoðun á eftirlitsþáttum, eins og hvaða sjávarfang og efni eru mæld hverju sinni, er nauðsynleg. Helstu nytjategundir sjávar eru vaktaðar og rannsökuð eru á bilinu 60-90 óæskileg efni. Þeirra á meðal eru díoxín og díoxínlík PCB-efni en einnig eru mæld önnur PCB efni, varnarefni, þungmálmar og PAH efni. Ef ástæða er til er bætt við ákveðnum áhersluefnum, t.d. ný mengandi efni sem lítið eða ekkert er vitað um í íslensku umhverfi. Með verkefninu fást nauðsynlegar upplýsingar um magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi til langs tíma sem nýtast m.a. til að meta með vísindalegum aðferðum hvort óæskileg efni í íslensku sjávarfangi séu í samræmi við reglugerðir um matvælaöryggi
og veita íslenskum stjórnvöldum, framleiðendum íslensks sjávarfangs, mörkuðum og neytendum óháð vísindaleg gögn um öryggi sjávarafurða. Niðurstöðurnar hafa nýst útflytjendum sjávarfangs, sjávarútvegsfyrirtækjum, eftirlitsaðilum og fleirum til að sýna kaupendum íslenskra sjávarafurða fram á stöðu íslenskra sjávarafurða með tilliti til öryggis og heilnæmis. Ennfremur hefur Matís unnið að kerfisbundinni vöktun á mengunarefnum í lífríki sjávar við Ísland í samstarfi við Umhverfisstofnun, Hafrannsóknastofnunina og Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði. Markmið þessarar vöktunar er m.a. að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR) auk Arctic Monitoring Assessment Programme (AMAP) áætlunarinnar og til að leggja mat á hvort lífríki sjávar kringum landið er að breytast með tilliti til mengunar. Ólíkt verkefninu um vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, eru í þessu verkefni skoðuð umhverfisgæði frekar en matvæli. Mæld eru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski og kræklingi sem safnað er á mismunandi stöðum í kringum landið og eru gögnin hluti af framlagi Íslands í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um mengun í lífríki sjávar. Gagnabankinn inniheldur tímaraðir sem spanna yfir 20 ára mælinganiðurstöður á mengunarvöktun á lífríki sjávar og gefur möguleika á raunhæfu mati á hvort lífríki sjávar kringum landið er að breytast með tilliti til mengunar. Slíkar upplýsingar er mikilvægt verkfæri fyrir stjórnvöld til stefnumótunar í umhverfismálum. Matís sér um einnig um mælingar á varnarefnaleifum á ávöxtum og grænmeti fyrir Matvælastofnun (MAST). Sýnasöfnun er í höndum MAST en sýni eru yfirleitt tekin hjá innflutnings- og dreifingaraðilum og greind hjá Matís en einnig eru dæmi um það að innflytjendur vilji sjálfir láta mæla varnarefni í vörum sínum. Þessi mæligögn eru hluti af vöktun sem átt hefur sér stað í ávöxtum og grænmeti, bæði innlendu og innfluttu allt frá árinu 1991 en sem opinber eftirlitsaðili hefur MAST þeim skyldum að gegna að ákvæðum reglugerða varðandi varnarefnaleifar í ávöxtum og grænmeti
sem seld eru á íslenskum markaði sé fylgt. Í dag er skimað fyrir 63 efnum hjá Matís, þar af er búið að fá faggildingu mælinga á 29 efnum. Um hámarksgildi varnarefnaleifa í ávöxtum og grænmeti gildir reglugerð nr. 672/2008 með síðari breytingum. Síðari breytingar á reglugerðinni hafa flestar orði vegna samræmingar á hámarksgildum á yfir 400 varnarefnum á Evrópska efnahagssvæðinu og hafa þær ESB reglugerðir þegar öðlast gildi hér á landi.
„
Varnarefni eru efni sem notuð eru við ræktun og geymslu matvæla svo sem ávaxta, grænmetis og kornvara, til að draga úr eða koma í veg fyrir skaða af völdum illgresis, sveppa og meindýra. Ákveðnar reglur gilda um notkun varnarefna á vaxtartíma, t.d. hve langur tími skal líða frá notkun þar til kemur að uppskeru. Þá gilda ákveðnar reglur um hvaða varnarefnaleifar (þ.e. leifar af varnarefnum eða umbrots-, niðurbrots- eða myndefnum þeirra) mega mælast í mismunandi matvælum og í hvaða magni. Rétt notkun varnarefna við framleiðslu og geymslu matvæla á að tryggja að litlar sem engar leifar þeirra finnist í matvælum sem tilbúin eru til neyslu.
“ 39
Ölum við fiska á diska framtíðarinnar? Samkvæmt spám síðustu ára mun eftirspurn eftir fiskmeti og sjávarfangi aukast umtalsvert. Ljóst þykir að veiðar á villtum fiski muni ekki anna þeirri eftirspurn ef fram fer sem horfir. Því eru vonir bundnar við fiskeldi og að eldisfiskur muni mæta aukinni eftirspurn. Fiskeldi hefur vaxið hratt á heimsvísu, en sami gangur hefur ekki verið í íslensku fiskeldi. Íslendingar hafa aflað upp undir 2% af heimsafla en fiskeldi hér á landi er um 0,01% af fiskeldisframleiðslu í heiminum. Vilji Íslendingar gegna sama hlutverki við matvælaframleiðslu úr fiskmeti hér eftir sem hingað til, er ljóst að mikið verk er fyrir höndum. Þó Íslendingar ætli sér ekki að tvöhundruðfalda fiskeldisframleiðslu fram til 2030, er ljóst að hér eru tækifæri til aukins eldis. Hið sama gildir um eldi og veiðar að meiru skiptir að sem hæst verð fáist fyrir það sem er framleitt fremur en að leggja ofurkapp á magn. Eldi á framandi tegundum kann að reynast tekjumyndandi fyrir samfélagið, einkum ef um verðmætar afurðir er að ræða svo sem sæeyru eða Senegalflúru. Eins getur gæðalax skapað gjaldeyri og þó okkar sigur vinnist varla á magni geta gæði skilað verðmætum. Bleikja sem hefur fram að þessu borið uppi fiskeldi á Íslandi er smátegund í hnattrænu samhengi. Hvort sem sjónum er beint að fæðuöryggi á norðurslóðum eða öryggi þeirra matvæla sem framleidd eru hér og seld víða um heim, er augljóst að íslenskt fiskeldi verður að vaxa. Því verður að vanda til verka við rannsóknir í þágu fiskeldis og við þróun þess hér á landi.
Meðferð og vinnsla á matvælum skiptir höfuðmáli „Matvælaöryggi snýst að miklu leyti um vandaða hráefnismeðhöndlun í kapphlaupi við tímann. Það skiptir sköpum hvernig meðferð á hráefnum er frá upphafi og að borði neytenda svo ekki gangi á gæði matvælanna. Árangur af veiðum er mjög takmarkaður ef framleiddar sjávarafurðir eru ekki öruggar til neyslu,“ segir Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri. Á sviðinu Vinnsla, virðisaukning og eldi fela verkefnin m.a. í sér úttektir og þróun á verklagi við meðhöndlun hráefna til matvælavinnslu, útfærslur á vinnslu- og geymsluaðferðum og val á umbúðum til að auka geymsluþol og líftíma afurða. Áherslur eru misjafnar eftir eiginleikum hráefnis, afurðaflokkum og aðstæðum í umhverfi. Matís notar rannsóknaniðurstöður sínar við þróun ferla sem mæta eiga þörfum viðskiptavina í verkefnum á borð við hönnun umbúða og gerð leiðbeinandi verklagsferla þar sem þarfir framleiðenda og kaupenda eru hafðar að leiðarljósi með hliðsjón af viðmiðum matvælalöggjafar. „Það er mikilvægt að neytendur séu sáttir við vöru í því ástandi sem þeir fá hana. Það þarf því að gangast undir aga um ákveðin og tilhlýðileg vinnubrögð. Fiskur af dagróðrabátum hefur alla burði til að vera gæðahráefni, en þá þarf að tryggja að þau gæði sem hráefnið býr yfir skili sér í þá vöru sem framleiða á fyrir neytendur og glatist ekki fyrir handvömm á borð við ónóga kælingu,“ segir Arnljótur Bjarki og bætir við að siðferði í matvælavinnslu snúist um virðingu fyrir hráefnunum, neytendum og umhverfi. Matís býður námskeið um meðferð, vinnslu og dreifingu matvæla fyrir framleiðslufyrirtæki í matvælaiðnaðinum þar sem kennt er hvernig nota megi árangursríkt og einfalt gæðakerfi til að uppfylla skilyrði um innra eftirlit samkvæmt lögum og reglugerðum. HACCP (Hazard Analysis Critical Control Points) gæðastjórnunarkerfi stuðla að öruggri og heilsusamlegri framleiðslu matvæla og er þannig uppbyggt að allar hættur sem geta steðjað að neytendum í framleiðsluferlinu eru skilgreindar og ráðstafanir gerðar til að draga úr áhættu. Fagleg þekking á vinnslu og meðhöndlun hráefna sem byggð er á rannsóknum og úttektum Matís skilar sér í öruggari afurðum sem njóta trausts hjá neytendum.
40
Matvælaöryggi og menntun Þeirri fagþekkingu sem krafist er í virku vísindasamfélagi, eins og matvæla- og líftækniiðnaðinum, þarf að viðhalda með öflugu og virku menntakerfi. Matís leggur mikla áherslu á að taka þátt í þeirri uppbyggingu og framþróun sem þörf er á fyrir öruggari og traustari matvælaiðnað, enda er matvælaöryggi ávallt haft að leiðarljósi við allar rannsóknir og nýsköpun sem starfað er við innan Matís. Kennsla og leiðsögn nemenda í rannsóknarnámi hefur alltaf verið umfangsmikill þáttur í starfsemi Matís en með stofnun nýs sviðs um menntun og matvælaframleiðslu á síðasta ári, vildi Matís efla hlutverk sitt gagnvart uppbyggingu og frekari þróun á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis. Meistaranám í matvælafræði, sem var komið á fót hjá Háskóla Íslands í samvinnu við aðra ríkisháskóla og Matís, hefur farið vel af stað. Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri Menntunar og matvælaframleiðslu segir viðtökurnar hafa verið góðar og námsbrautin sé komin til að vera. Markmiðið sé þó að efla meistaranámið enn frekar. „Rauður þráður í allri þróun og nýsköpun í matvælaframleiðslu byggir á matvælaöryggi og því er gríðarlega mikil áhersla lögð á að öll meðhöndlun og vinnsla sem og áhrifavaldandi umhverfisþættir séu hafðir í huga þegar kennsla og þjálfun í matvæla- og líftækniiðnaði eru annars vegar. Það er til lítils að skapa ný matvæli ef þau ógna eða skaða heilsu okkar á einhvern hátt,“ segir Guðjón. Sérþekking starfsmanna Matís kemur vel að notum í margs konar samstarfi við háskólasamfélagið um land allt. Auk öflugs samstarfs við háskóla landsins er einnig hafin stefnumótunarvinna með framhaldsskólum á Suðurlandi um kennslu í matvælafræðum og verkefni eru hafin sem tengjast iðnnámi og tæknifræðinámi á matvælasviðinu. Þá er verið að efla starfsnám sem tengt er matvælum og matvælaöryggi með áherslu á smáframleiðslu matvæla og samstarfi við Beint frá Býli. Staðið er að fjölda námskeiða hjá Matís ár hvert, bæði í grunn- og framhaldsnámi og fjöldi nemenda vinna að hagnýtum rannsóknaverkefnum hjá Matís. Samstarf við háskólasamfélagið hefur því um árabil verið farsælt víða um land og uppbygging á matvælatengdri þekkingu aukist til muna síðustu ár.
Fjölbreyttara fæðuúrval með fiskpróteinum Á síðustu árum hefur mikill metnaður verið lagður í fullnýtingu fisks hér á landi og hefur það skilað góðum árangri, ef miðað er við aðrar fiskveiðiþjóðir. Nokkuð stór hluti af heildarafla sem kemur á land fer þó ekki til manneldis heldur í ódýrari vörur eins og dýrafóður. Er þar m.a. um að ræða afskurð og beingarða hvítfisks, t.d. þorsks eða ýsu. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að nýta verðmæt prótein sem fást úr afskurði í matvælaafurðir með mismunandi árangri. Á undanförnum árum hefur verið þróuð aðferð nefnd „pH-shift“ til að einangra prótein til dæmis úr aukahráefnum sem falla til við flakavinnslu. Aðferðin byggir á því að nýta mismunandi leysanleika próteina við mismunandi sýrustig til að draga út eftirsótt prótein frá óæskilegum þáttum svo sem roði, beinum og blóði. Á síðasta ári var lokið við þróun á nýrri lokaafurð úr einangruðum próteinum með þessari aðferð – nefnt fiskitofu. Fiskitofu er hægt að borða eitt og sér eða í salati. Einnig er hægt að leggja það í lög líkt og gert er með hefðbundið tofu og eru möguleikarnir óþrjótandi hvað mismunandi bragð varðar. Fiskitofu býður því upp á mýmörg tækifæri til markaðssóknar þar sem bragð og áferð er frábrugðið hefðbundnum fiskafurðum. Eins hefur verið unnið að því að þurrka þessi einangruðu fiskprótein og nýta í margskonar afurðir. Unnið hefur verið að þróun brauðvöru sem inniheldur þessi prótein og möguleikar fyrir próteindrykkjaframleiðslu standa opnir. Til frekari nýtingar á fiskpróteinum hefur jafnframt verið unnið að því að nýta ensím til að brjóta niður próteinið í smærri einingar nefnd peptíð. Þau hafa sýnt mismunandi lífvirka eiginleika sem nýtast vel í ýmiskonar fæðubótarefni. Það er ljóst að nýir möguleikar til að hámarka nýtingu á verðmætum próteinum sem annars nýttust ekki til manneldis eru að aukast og fjölbreytt fæða með nauðsynlegum næringarefnum að verða til. Ennþá er unnið að frekari þróun, uppskölun og hámörkun á þessum afurðum sem og markaðssetningu þeirra.
41
SAFE eflir alþjóðleg tengsl Á árinu 2012 tók Matís við framkvæmdastjórn og rekstri SAFE Consortium, evrópskum samstarfsvettvangi rannsóknastofnana á sviði matvælaöryggis. Þátttakendur í SAFE eiga það allir sameiginlegt að leggja áherslu á mikilvægi matvælaöryggis og þann samfélagslega ávinning sem hlýst af rannsóknum og þekkingaruppbyggingu á því sviði. Í krafti samvinnunnar fá þátttakendur SAFE aukinn hljómgrunn á alþjóðavettvangi og aukið vægi í stefnumörkun hins opinbera er lýtur að matvælaöryggi. „Það er hætt við því að umræða um matvælaöryggi týnist í almennri umræðu um heilbrigðis- og umhverfismál og missi því vægi sitt sem sér málaflokkur. Með þátttöku okkar í SAFE skapast mikilvæg tengsl við hagsmunaaðila, alþjóðasamtök og háskólasamfélagið víða um heim. Tengsl sem efla möguleika okkar til að hafa áhrif á umræðuna um matvælaöryggi og beina sjónum að mikilvægi langtímarannsókna á því sviði, “ segir Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri Viðskiptaþróunar og framkvæmdastjóri SAFE.
42
„Tryggur aðgangur að nægum öruggum matvælum er grundvallaratriði fyrir almenna lýðheilsu og mikilvægt fyrir iðnaðinn að ekki leiki vafi á öryggi þeirra afurða sem verslað er með. Hér á landi varðar það beinlínis útflutningshagsmuni og efnahagsstöðu ef okkar stærsta útflutningsafurð, fiskurinn, er ekki öruggur til neyslu og geta því óörugg matvæli ekki eingöngu ógnað heilsu okkar og hreysti, heldur einnig valdið markaðstjóni.“ Oddur segir að yfirleitt komi skammtímaáhrif heilsuspillandi matvæla skjótt í ljós, en langtímaáhrifin séu ekki eins kunn. Því sé eitt af markmiðum SAFE að vekja athygli á þeim áhrifaþáttum í matvælum sem geta skaðað heilsu fólks hægt og bítandi. Saman leggja þátttakendur SAFE þyngri lóðir á vogarskálarnar við að efla þennan málaflokk á alþjóðavísu og skapa dýpri þekkingu á matvælaöryggi og gildi rannsókna á þessu sviði. Sem leiðandi aðili innan SAFE skapast tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á stefnumörkun á þessu sviði, auk þess að styrkja ímynd Matís þegar kemur að fjölþjóðlegum rannsóknaverkefnum sem snúa að matvælaöryggi.
Víða geta heilsuspillandi bakteríur leynst Á sviðinu Mælingar og miðlun hafa nýjar mælingar hafist á Legionella bakteríu í vatni. Bakterían berst með örfínum svifúða frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum í lungu fólks og getur valdið alvarlegum sjúkdómum á borð við Hermannaveiki. Vitað er um tilfelli eftir svifúðamyndun út frá gufu- og rakagjafa í grænmetisborðum í matvöruverslunum eða út frá heitum nuddpottum, en smit eiga sér oftast stað í heitara loftslagi þar sem kæliturnar og loftkæling er víða.
Hér á landi hafa greinst eitt til tíu tilfelli Legionella-sýkingar á ári, ýmist af innlendum uppruna eða eftir dvöl á hótelum erlendis en lögum samkvæmt er skylt að tilkynna Legionellasýkingu til Landslæknisembættisins og ef grunur leikur á smiti ber að rannsaka smithættu og uppruna með sýnatöku.
43
Samstarfsaðilar Mikilvægt samstarf við stóra sem smáa aðila
Alþjóðlegt samstarf - aldrei mikilvægara en einmitt núna
Matís og forverar þess hafa átt langt og farsælt samstarf við menntastofnanir, opinbera aðila, fyrirtæki og einstaklinga, bæði hérlendis og erlendis. Matís mun halda áfram að efla samskipti og samvinnu við þessa aðila og aðra sem vilja vinna með fyrirtækinu að því að gera hlut íslensks matvælaiðnaðar sem mestan. Matís hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum og rannsókna- og menntastofnunum að rannsóknum og þróun, og ekki er of djúpt í árina tekið þó fullyrt sé að staða íslenskrar matvælaframleiðslu væri önnur og lakari ef Matís hefði ekki notið við.
Alþjóðlegt samstarf er mikilsverður þáttur í daglegu starfi Matís. Það birtist í fjölbreyttum myndum. Einn hluti þess er samstarf við erlenda aðila að rannsókna- og vísindaverkefnum, í öðrum tilfellum er um að ræða verkefni þar sem erlendir aðilar kaupa rannsóknaþjónustu af Matís og í þessari skýrslu má lesa um nokkur vel valin verkefni sem Matís var þátttakandi í með erlendum aðilum árið 2013. Þá er ótalinn ýmiss samstarfsvettvangur á erlendri grundu, t.d. fundir og ráðstefnur, þar sem starfsfólk Matís hittir erlent fagfólk í sínum vísindagreinum. Að síðasttöldu eru á hverjum tíma allmargir erlendir fræði- og rannsóknarmenn og konur sem starfa hjá Matís, oft og tíðum allt árið um kring. Allt skilar þetta beinum ávinningi í uppbyggingu Matís en ekki síður aukinni þekkingu starfsmanna.
Með rannsóknum og farsælu samstarfi við aðra vinnur Matís að því að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í matvælaiðnaði og fiskvinnslu og leggur sitt af mörkum til að skapa þessari mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar áfram þann sess sem hún skipar í dag.
Í tækni nútímans verður stöðugt auðveldara að taka þátt í fjölþjóðlegu vísindastarfi og það nýtir Matís sér. Bæði eru í því fólgnir möguleikar til aukinnar sölu á rannsóknaþjónustu og þar með aukinna erlendra tekna fyrir fyrirtækið en um leið styrkist sá þekkingargrunnur sem Matís byggir sína þjónustu á fyrir innlenda viðskiptavini. Ávinningur er þannig lykilorð um erlent samstarf, hvort sem horft er til Matís sem fyrirtækis, starfsmanna þess, viðskiptavina eða eigenda, þ.e. íslenska ríkisins.
Nokkrir af fjölmörgum samstarfsaðilum Matís
44
Sjöunda rannsóknaráætlun Evrópu (FP7) Erfitt er að fjalla um samstarfsaðila og verkefnasamvinnu án þess að nefna hlutverk Matís í rannsóknaáætlunum Evrópu. Á árinu var Matís þátttakandi í 22 verkefnum 7. rannsóknaráætlunarinnar. Fá fyrirtæki af stærðagráðu Matís hérlendis eða erlendis geta státað af slíku. Auk þess að vera þátttakandi í þessum verkefnum er fyrirtækið umsjónaraðili og leiðir sex þessara 22 verkefna. Slíka umsjón um verkefni, hvað þá í þessum fjölda verkefna, fá einungis fyrirtæki sem eru mikils metin á alþjóðlegum vettvangi og uppfylla allar þær kröfur sem öflug rannsóknafyrirtæki þurfa að standast, hvað varðar
hæfni starfsmanna og þekkingu, aðstöðu og tæki til rannsókna og ekki hvað síst er varðar ábyrgan rekstur. Heildaverðmæti fyrir Matís á árinu 2013 í verkefnum sem tengjast rannsóknaáætlununum er um og yfir 300 milljónir króna. Ljóst má vera að slíkir fjármunir styrkja stöðu íslensks rannsókna- og vísindastarfs til mikilla muna. Hér er listi yfir verkefni þar sem Matís er þátttakandi og tengjast 7. rannsóknaáætlun Evrópu. Verkefni merkt með stjörnu eru verkefni þar sem Matís hefur umsjón með verkefninu:
Verkefni
Þema
Verkefnastjóri Matís
AMYLOMICS*
FP7-KBBE
Guðmundur Óli Hreggviðsson
BioSeaFood*
FP7-PEOPLE-IIF
Hörður G. Kristinsson
BlueGenics
FP7-KBBE
Ragnar Jóhannsson
BluePharmTrain
FP7-PEOPLE-ITN
Ragnar Jóhannsson
CAREX
FP7-ENV-CA
Viggó Þór Marteinsson
COFASP
FP7-KBBE-ERANET
Oddur Már Gunnarsson
EcoFishMan*
FP7-KBBE
Anna Kristín Daníelsdóttir
EnRichMar*
FP7-SME
Kolbrún Sveinsdóttir
ERA-MBT
FP7-KBBE-ERANET
Oddur Már Gunnarsson
EXGENOMES
FP7-SME
Ragnar Jóhannsson
FOODINTEGRITY
FP7-KBBE
Jónas R. Viðarsson
MaCuMBA
FP7-KBBE
Viggó Marteinsson
MareFrame*
FP7-KBBE
Anna Kristín Daníelsdóttir
MASE
FP7-SPA
Viggó Þór Marteinsson
MAXIMUS
FP7-SME
Jón Árnason
Micro B3
FP7-KBBE
Viggó Þór Marteinsson
RESURCH
FP7-SME
Ragnar Jóhannsson
SeaBioTech
FP7-KBBE
Guðmundur Óli Hreggviðsson
STREPSYNTH
FP7-KBBE
Ólafur Friðjónsson
TASTE*
FP7-SME
Rósa Jónsdóttir
TDSEXPOSURE
FP7-KBBE
Helga Gunnlaugsdóttir
WHITEFISH
FP7-SME
Jónas R. Viðarsson
45
Dæmi um verkefni á árinu EcoFishMan
Nýting minkafitu – Urðarköttur
Verkefnið er þverfaglegt og nýtir upplýsingar um vistfræðilega-, félagslega-, hagfræðilega- og stjórnunarlega þætti fiskveiðistjórnunar, en markmiðið er að gera mönnum kleift að meta og bregðast við áðurnefndum þáttum við útfærslu á fiskveiðistjórnun. Í verkefninu verða fjögur mismunandi fiskveiðikerfi notuð sem sýnidæmi við þróun fiskveiðistjórnunarkerfis; íslenskar botnfiskveiðar, portúgalskar botnvörpuveiðarnar á krabbadýrum, botnvörpuveiðar í Norðursjó og botnvörpuveiðar í Miðjarðarhafi. Verkefnið er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins.
Meginhugmyndin er að þróa vörulínu fyrir hesta og hestamenn þar sem uppistaðan er minkaolía unnin úr minkafitu frá íslenskum minkabúum. Í fyrstu verður lögð áhersla á þróun smyrsla úr minkaolíu og íslenskum jurtum til meðhöndlunar á múkki en einnig er ætlunin að framleiða sápur til þvotta á hestum og leðurfeiti fyrir reiðtygi og leðurfatnað.
Norrænar kornafurðir – Ný tækifæri Markmið með verkefninu er að stuðla að vexti og sjálfbærni á norðurslóðum með því að þróa kornrækt og hagnýtingu korns. Verkefnið mun stuðla að samstarfi milli Íslands, Færeyja, Norður-Noregs, Orkneyja og Nýfundnalands í kornrannsóknum og hagnýtingu korns. Niðurstöður kornræktartilrauna við ólíkar aðstæður leiða í ljós hvaða kornafbrigði eru heppilegust og veita bændum og rannsóknafólki mikilvægar upplýsingar til að hægt sé að hefja kornrækt á nýjum svæðum. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætluninni, Northern Periphery Program.
Vinnsla á þorskhausaafurðum um borð Norrænt rannsóknaverkefni þar sem kannað er hvort íslensk tækni/vélar fyrir skurð hausa í gellur og kinnar sé grundvöllur fyrir arðbærri framleiðslu í togurum. Þetta verður gert með því að afla upplýsinga frá iðnaðinum um tækni og reynslu við framleiðslu á gellum og kinnum.
Kæling afla með ískrapa um borð í smábátum Markmiðið er að bæta gæði afla frá smábátum og hámarka skilaverð. Til að ná þessum markmiðum verður hönnuð krapavél sem hentar smábátum og einnig þróað endurbætt verklag til kælingar afla. Aukin þekking á meðhöndlun og kælingu mun lækka hlutfall afla sem telst ónýtur vegna lélegrar eða engrar kælingar. Bætt kæling um borð í smábátum mun vafalítið auka almennt gæði þess afla sem landað er. Í því felst ávinningur fyrir sjómenn og framleiðendur.
46
Forsnyrting flaka Í verkefninu verða skoðaðir kostir á nýju sérhæfðu verklagi. Í núverandi vinnslukerfum framkvæma allir sömu aðgerðirnar við snyrtingu en ætlunin að kanna leiðir til að innleiða sérhæfingu. Handtök og aðgerðir sem fara fram við forsnyrtingu verða tímamældar, skráðar og greindar. Drög verða lögð að nýrri vinnslulínu sem mun leiða til þess að hráefnið verði sem minnst fært til meðan á vinnslu stendur.
Betri nýting bolfisks Þróa á lausn til að auka nýtingu og verðmæti bolfiskafla um borð í frystiskipum og í landvinnslu með viðbótum við Marin flökunarvél Vélfags. Með afurð verkefnisins sem unnið er af sprotafyrirtæki á Ólafsfirði, öðlast íslenskar sjávarbyggðir og íslenskur sjávarútvegur verkfæri til sjálfvirkrar nýtingar aukafurða um borð í vinnsluskipum og í landvinnslu.
Örveruorka Þróa á hagkvæmt kerfi, sem byggir á hitakæru bakteríustökkbrigði, til þess að framleiða eldsneyti (etanól) úr sellulósa. Þetta verður gert með innsetningu tveggja sellulasagena inn í etanólframleiðslustofn. Takist innsetningin mun stofninn geta brotið niður forunninn sellulósa og nýtt í framleiðslu etanóls með gerjun. Hönnun slíks framleiðslustofns er mikilvægt skref í átt til þess að unnt verði að ummynda fjölsykrulífmassa sem fellur til hér á landi í eldsneyti.
Betri fóðurnýting bleikju Fóðurnýting hefur mikil áhrif á eldiskostnað. Reynsla fiskeldismanna sýnir að munað getur allt að 40% á fóðurnýtingu fiska sem eru af sama stofni og aldir eru við hliðsæðar aðstæður. Í þessu verkefni verður leitað skýringa á þessum mun í fóðurnýtingu.
MareFrame
Aukin verðmæti gagna
Þróuð verða fiskveiðistjórnunarlíkön sem byggja á fjölstofnaaðferðafræði þar sem leitast er við að taka tilliti til víðtækara áhrifaþátta svo sem sjálfbærni, umhverfis-, efnahags- og samfélagslegra þátta. Jafnframt verður þróuð aðferðafræði sem á að gera stjórnvöldum auðveldara að taka upplýstar ákvarðanir varðandi fiskveiðistjórnun og meta áhrif þeirra ákvarðana.
Tilgangur verkefnisins er að setja saman vörulýsingar fyrir afurðir í íslenskum sjávarútvegi í samvinnu við Tollstjóraembættið, Hagstofu Íslands, Samtök fiskvinnslustöðva, Landssamband fiskeldisstöðva ásamt Iceland Seafood ehf og Icelandic Group. Leitað verður leiða til að efla skráningu á inn- og útflutningi sjávarafurða svo hægt sé að greina markaði, verðmæti og nýsköpun í sjávarútvegi með nákvæmari hætti en nú er.
EnrichMar - Matvæli auðguð með hollustu úr hafinu Markmiðið er að auka verðmæti og næringargildi tilbúinna rétta með því að auðga þá með náttúrulegum fæðubótarefnum sem framleidd eru úr aukahráefnum frá sjávarfangi. Lífefni eins og þörungaþykkni með skilgreinda lífvirkni, fiskprótein og ómega-3 fitusýrur í duftformi eru dæmi um afurðir sem verða notaðar í þessu skyni. Verkefnið fær styrk úr 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins fyrir smá og meðalstór fyrirtæki.
Heilsuorkustangir Þróun og markaðssetning orkustanga sem innihalda fiskprótein. Markmiðið er að mynda breiðari grundvöllur fyrir próteinafurðir MPF Ísland í Grindavík, en afurðirnar eru unnar úr aukahráefni fisks.
FoodIntegrity Markmiðið er að þróa aðferðir til að greina og koma í veg fyrir vörusvik innan matvælageirans í Evrópu. Verkefnið fær styrk úr 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins.
Þurrkun sjávarafurða – Handbók Taka á saman á skipulegan máta hagnýtar upplýsingar um þurrkun og vinnslu þurrkaðra sjávarafurða og birta í handbók á vef Matís. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar gaf Rf út Saltfiskhandbók og Skreiðarhandbók og nutu þær bækur mikilla vinsælda og þóttu búa yfir miklum og gagnlegum fróðleik fyrir framleiðendur. Síðan hafa mörg rannsókna- og þróunarverkefni verið unnin í samvinnu við þessar greinar sjávarútvegsins. Saltfiskhandbókin liggur nú fyrir og þykir tímabært að taka saman sambærilegt efni fyrir þurrkaðar afurðir og framleiðslu þeirra.
Lífefni úr sjávarfangi gegn áunninni sykursýki Niðurstöður úr in vitro rannsóknum á lífefnunum sem rannsaka á í þessu verkefni munu gefa til kynna mögulega notkun þeirra sem fæðubótarefni eða lyf í meðferð gegn sykursýki af tegund 2.
Samkeppnishæfni sjávarútvegs á Vestfjörðum Greiningarvinna á þáttum sem snúa að samkeppnishæfni vestfirsks sjávarútvegs, nánar tiltekið greining á virðiskeðju og greining á tæknistigi og vinnsluferlum í fiskvinnslu á Vestfjörðum ásamt tillögum að úrbótum lausnum þar sem við á.
Amylomics Í verkefninu verður fjölbreytt lífríki jarðhitasvæða á Íslandi nýtt við að þróa hitaþolin ensím til notkunar í sterkju- og sykruiðnaði. Hita- og sýruþol eru nauðsynlegir eiginleikar í slíkum iðnaðarferlum en þá má finna í ensímum lífvera á hverasvæðum. Meðal þátttakenda í verkefninu er franska fyrirtækið Roquette Frères, sem er eitt hið stærsta í Evrópu í framleiðslu sterkju og afleiddra afurða og mun fyrirtækið geta nýtt ensím sem þróuð verða í verkefninu til endurbóta á ferlum og nýsköpunar í framleiðslu. Hluti ensímanna verður markaðssettur af sprotafyrirtækinu Prokazyme til notkunar í margvíslegum sykruiðnaði. Verkefnið er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins.
Ný náttúruleg andoxunarefni úr hafinu Markmið með verkefninu er að þróa og framleiða ný náttúruleg andoxunarefni úr íslensku sjávarfangi sem verða notuð til að auka stöðugleika mismunandi sjávarafurða. Mikil eftirspurn er eftir öflugum nýjum náttúrulegum efnum til að auka stöðugleika matvæla og er stór markaður fyrir slíkar afurðir.
47
Íslenska fiskibókin
Vinnslueiginleikar makríls
Kynna á íslenskt sjávarfang með aðgengilegum og gjaldfrjálsum hætti í netbók sem verður opin öllum notendum netsins. Veittar verða upplýsingar um helstu fisktegundir sem veiðast við Ísland, vinnslu, nýtingu, næringargildi og efnainnihald þeirra. Netbókin á að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í markaðsog kynningarstarfi á erlendum markaði.
Verkefnið stuðlar að bættri þekkingu á áhrifum efna-, eðlis- og vinnslueiginleika makríls á gæði neytendavara. Niðurstöður skila sér meðal annars í öflugum þekkingarbanka á helstu áhrifaþáttum íslenskrar makrílvinnslu á vinnslunýtingu og afurðargæði. Sú þekking skiptir máli varðandi markaðssetningu á frosnum og kældum makríl og gefur leiðbeiningar um ákjósanlegar framleiðsluaðferðir með því að varpa ljósi á áhrif hráefnisvinnslu á afurðagæði unninnar vöru.
Aukið virði úr aukahráefni við línuveiðar Meginmarkmið með verkefninu er að þróa arðbæra framleiðslu fyrir niðursuðuvinnslu á lifur, hrognum og sviljum úr þorski, ýsu og keilu um borð í norsku línuveiðiskipi. Markmiðið er að framleiða gæðaafurðir í háum verðflokki.
Hágæðalifur - Lifrargull Með aukinni þekkingu á áhrifum árstíma, hráefnisgæða og geymsluaðstæðna á stöðugleika lifrar í frosti er hægt að tryggja að hráefni fyrir áframhaldandi vinnslu sé fáanlegt allt árið um kring. Mjög fáar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum þáttum og mun verkefnið skapa mikilvægar upplýsingar á breytileika og stöðugleika fitunnar sem skilar sér í stýrðari vinnslu á lifur og eykur þar með nýtingu hennar til muna.
SNPFish: Þróun á SNP erfðamörkum fyrir mikilvæga nytjastofna Tilgangur verkefnisins er að þróa og koma á fót nýrri erfðafræðiaðferð á erfðarannsóknastofu Matís. Aðferðin verður notuð til skyldleikarannsókna á helstu nytjastofnum á Íslandsmiðum og mun jafnframt nýtast til erfðarannsókna á ýmsum tegundum bæði villtum fiski og eldisfiski.
Vistferilsgreining á ferskum þorskhnökkum Markmiðið er að framkvæma vistferilsgreiningu í virðiskeðjum ferskra þorskhnakka á markaði sem leggja áherslu á sjálfbæran uppruna og lágmörkun umhverfisáhrifa. Niðurstöðurnar verður svo unnt að nýta til að lágmarka umhverfisálag og bera „frammistöðu“ íslenskra flaka saman við samkeppnisvörur.
Kæling karfa í vinnslu og flutningi Markmiðið er að setja fram endurbætur á verklagi og meðhöndlun í vinnslu- og flutningsferlum karfa til að tryggja framleiðslu öruggrar hágæðavöru.
48
Framleiðsla lífefna úr þangi með hitakærri örveru Þróa á kerfi fyrir framleiðslu verðmætra efna úr þanglífmassa sem byggir á öflugri hitakærri, loftfirrtri gerjunarbakteríu. Framleitt verður etanól úr þangsykrum en einnig verður mögulegt að framleiða önnur verðmæt lífefni.
Arsen: Nauðsynlegt frumefni í þangi? Hérlendis er nú mikill áhugi á að komast inná erlenda markaði fyrir matþörunga, enda er þetta að mestu óplægður akur fyrir íslenskt sjávarfang. Matþörungar eru ríkir af næringarefnum, en hins vegar getur heildarstyrkur arsens í matþörungum verðið mjög hár frá náttúrunnar hendi. Meginhluti arsensins er á formi arsensykra, sem eru talin óeitruð, en einnig eru í þangi arsenólípíð, sem lítið hafa verið rannsökuð. Helstu markmið eru að kanna hvernig þessi efnaform eru framleidd, er það í þanginu sjálfu eða á míkróþara á þanginu og einnig hvort arsenupptaka og ummyndun sé háð umhverfi.
Þróun aukaafurða til verðmætasköpunar Í þessu verkefni verður þróað vinnsluferli fyrir aukahráefni bolfisks, sér í lagi slógs, með það að markmiði að auka verðmæti. Lögð verður áhersla á fullvinnslu á fisktengdum afurðum, aðallega nýtingu á bolfiskslógi til hrálýsis- og mjölframleiðslu og ensímvinnslu.
Lífhagkerfi á norðurslóðum Norræna verkefnið „Arctic Bioeconomy“ felur í sér kortlagningu á lífauðlindum í útnorðri, mat á afrakstri þeirra, og samanburði og greiningu milli svæða. Einkum er horft til Grænlands, Íslands og Færeyja en einnig norðurhluta Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Skoðuð verður matvælaframleiðsla með tilliti til fæðuöryggis auk þess sem nýsköpunarfærni svæðanna og einstakra greina verður metin.
Ný norræn matvæli
Markaðssetning á UNA skincare
Markmið verkefnisins er að veita smáframleiðendum á Norðurlöndunum innblástur og miðla sérþekkingu á framleiðslu matvæla í gegnum netverk matarsmiðja á Norðurlöndunum. Áhersla verður lögð á að þekking berist á milli Norðurlandanna.
Markmið er að fara í umfangsmikið markaðs-, kynningar- og sölustarf til að koma nýjum hágæða íslenskum húðvörum á erlendan markað. Húðvörurnar voru þróaðar með styrk frá AVS og innihalda lífvirk efni úr íslensku þangi.
Tilreiddur fiskur með mjólkursýrubakteríum Verkefni þetta snýst um vöruþróun, vinnslu og markaðssetningu á tilreiddum fiskréttum. Nýnæmi verkefnisins og megin þróunarþátturinn felst í íblöndun mjólkurafurða í réttina m.a. með notkun mjólkursýru og mjólkursýrubaktería til þess að auka geymsluþol kældu afurðanna.
MicroB3 - Að skilja heiminn út frá sjónarhóli örvera Ný þekking sem byggð er á framförum í örverurannsóknum og erfðafræði örvera leiðir til aukins skilning á undirstöðu stærsta vistkerfi jarðarinnar, hafinu. Þar eru miklir möguleikar fyrir nýtingu lífvera án þess að gengið sé of nærri auðlindinni. Markmið MicroB3, sem er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins, er að taka saman nýjustu líf- og umhverfisupplýsingarnar við viðbrögðum og þróun örverusamfélaga í sjó.
Erfðamörk notuð á íslenskum kynbótableikjum Bleikja hentar vel til eldis á norðurslóðum vegna þess að hún vex vel við lágt hitastig og hátt verð fæst fyrir hana á mörkuðum. Íslendingar eru stærstu framleiðendur bleikju í heiminum og framleiða árlega um 3000 mt. Kynbætur á bleikju hafa stuðlað að forskoti Íslendinga á þessu sviði. Í þessu verkefni er ráðgert að þróa aðferðir til þess að hraða kynbótaframförum.
Framlegðarstjórnun Markmið verkefnisins er að útbúa hugbúnað, svokallaðan "Framlegðarstjóra", sem aðstoðar skipstjórnarmenn, útgerðarstjóra og aðra stjórnendur við að mæla og skoða breytingar á þáttum sem hafa áhrif á framlegð. Þannig verður hægt að taka betur upplýsta og rökstudda ákvörðun á framhaldi veiða með tilliti til sóknartegunda og stjórna í hvaða vinnslu aflinn á að fara.
Einangrun og vinnsla astaxanthin Markmið verkefnisins er að þróa þau skiljuferli sem þarf til einangra og vinna Astaxanthin sem fellur til í frárennslisvökvum við vinnslu í kítósanverksmiðju Primex. Jafnframt verður til frárennslisvökvi við frumvinnslu á rækju í rækjuverksmiðju Ramma ehf sem inniheldur nokkuð magn Axtaxanthin. Þannig verður stuðlað að auknum afrakstri og sjálfbærri nýtingu sjávarfangs tengt rækjuvinnslu og kítósanvinnslu á rækjuskel og samkeppnishæfni greinarinnar styrkt.
MaCuMBA Sjávarörverur eru nánast óþrjótandi auðlind fyrir líftæknirannsóknir en hingað til hefur reynst erfitt að rækta þær, talið er að með hefðbundnum aðferðum þá ræktast einungis um 0.1% af heildinni sem þar er að finna. Markmið verkefnisins, sem er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins, er að bæta einangrun og vöxt sjávarörvera með nýjum aðferðum og auka nýtingu þeirra.
WhiteFish Markmið verkefnisins er að þróa og sannreyna aðferð til að reikna út, greint niður á einstakar lotur (t.d. kassa, bretti eða veiðiferð), umhverfisálag þorsk- og ýsuafurða. Verkefninu er sérstaklega ætlað að nýtast smáum og meðalstórum fyrirtækjum í virðiskeðju þorsk- og ýsuafurða, þannig að þau geti skráð sjálfbærni afurða og vinnsluleiða. Með því að geta sýnt fram á umhverfisálag vörunnar og skipt því niður á lotur mun afurð verkefnisins nýtast til að skapa framleiðendum þorsk- og ýsuafurða yfirburði á markaði sem væntanlega munu skila bættum aðgangi að mörkuðum, hærra verði og aukinni góðvild neytenda. Verkefnið er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins.
Strandveiðar í N-Atlantshafi Í verkefninu verður sjónum beint að strandveiðiflotanum í N-Atlantshafi í Noregi, Færeyjum, Íslandi, Grænlandi og Kanada. Markmið verkefnisins að greina strandveiðiflota áðurnefndar þjóða m.t.t. samsetningar flota, afla og aflaverðmæta.
49
Aðgreiningarþörf bolfiskafurða - WhiteFishMall
Aur í áburð
Móta á samstarf um aðgreiningu bolfisks úr Norður Atlantshafinu frá örðum bolfiski m.t.t. sjálfbærni framleiðslu og ávinnings neytenda. Eins á að sýna fram á hvernig hægt sé að haga samstarfi neytenda og framleiðenda sjávarafurða til að leysa sameiginlega, rannsaka, sýna og meta árangur út frá þörfum neytenda við raunverulegar aðstæður. Þannig geta allir sem koma að virðiskeðju bolfisks, haft áhrif á hvernig nýsköpunaráskoruninni er mætt með það fyrir augum að auka árangur keðjunnar. Verkefnið er unnið með samstarfi aðila frá Noregi, Íslandi, Færeyjum og Kanada.
Markmið verkefnisins er að greina innihald seyru í settjörn við fiskeldisstöð Silfurstjörnunnar með það í huga að nýta hana sem áburð við ræktun á svæðinu. Verkefnið stuðlar því annars vegar að nýtingu verðmætra næringarefna sem er að finna í affallsvatni frá fiskeldi og hins vegar að lausn þess vanda sem fiskeldisfyrirtæki standa frammi fyrir þegar kemur að losun setþróa og nýtingu úrgangs frá fiskeldi.
Sjávarútvegsskóli Háskóla S.Þ. Meðal samstarfsverkefna sem Matís tekur þátt í er Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna en auk Matís standa að skólanum Hafrannsóknastofnunin, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskólans á Hólum. Verkefni nemenda við skólann eru öll unnin með þarfir í heimalöndum nemendanna í huga. Þannig hafa verkefni í gegnum tíðina fjallað um gerð gæðastuðulsskala fyrir makríl, um áhrif sorbats og kítosans á geymsluþol makríls, um kennsluefni fyrir gerð HACCP kerfis í fiskiðnaði í Norður-Kóreu og um uppsetningu rekjanleikakerfis á innanlandsmarkaði í Kína svo örfá dæmi séu tekin. Samstarf Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Matís hefur aukist stöðugt undanfarin ár. Auk grunnnáms, sem allir nemendur skólans fá hjá Matís, annast fyrirtækið sex vikna sérnám og á hverju ári vinna nokkrir nemenda skólans lokaverkefni hjá Matís. Því til viðbótar stundar reglulega nokkur fjöldi nema skólans doktors- og meistaranám hjá fyrirtækinu og því má í raun með sanni segja að Matís sé hluti af skólanum.
Auðgun norrænna sjávarrétta Markmiðið er að auðga sjávarrétti með lífefnum eins og þörungaþykkni sem hefur skilgreinda lífvirkni, hýdrólysötum til að auka próteininnihald og lýsi til að auka ómega-3 fitusýrur. Viðhorf neytenda til slíkra vara verður skoðað og nýjar vörur með lífefnum þróaðar.
Notkun repjuolíu í vetrarfóður fyrir lax í sjó Kanna á áhrif mismunandi fitugjafa í vetrarfóðri í laxeldi á vöxt, fóðurnýtingu og fitusýrusamsetningu í laxi.
50
Rannsókn á heildarneyslu aðskotaefna úr matvælum Í þessu verkefni, TDS Exposure, sem styrkt er af 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins, verða þróaðar aðferðir til að meta hversu mikið fólk fær af óæskilegum aðskotaefnum úr matvælum eins og þau eru á borðum neytenda. Verkefnið er mikilvægt fyrir áhættumat og alla sem fylgjast með áhrifunum aðskotaefna á heilsu manna. Þróaður verður og innleiddur gæðarammi fyrir rannsóknir og greiningu á gögnum um aðskotaefni. Matís tekur þátt í tilraun til að framkvæma samræmda rannsókn á heildarneyslu á a.m.k. einu aðskotaefni á Íslandi og verða þær niðurstöður bornar saman við sambærilegar rannsóknir sem framkvæmdar verða í Tékklandi, Finnlandi, Þýskalandi og Portúgal. Matís stýrir vinnupakka sem á að miðla upplýsingum varðandi niðurstöður verkefnisins til hagsmunaaðila.
Bætt vatnsnotkun í fiskvinnslu Með aukinni vatnsnýtingu í fiskvinnslu má auka seljanleika sjávarfangs og stuðla að aukinni sjálfbærri nýtingu allra þeirra auðlinda sem notaðar eru í vinnsluna. Það virðist stinga í stúf við umhverfisvæna stefnu að vinnslur hérlendis hafi „grænt“ rafmagn en sói vatni. Engar reglugerðir hafa verið settar á íslensk fyrirtæki varðandi vatnsnotkun en ef slíkar reglur verða innleiddar með tíma þá nýtast rannsóknir tengdar þessum efnum.
Fullnýting próteina úr grásleppu Hægt er að ná enn meiri verðmætum úr grásleppu með því að framleiða verðmætar próteinafurðir úr hráefni sem fellur til við vinnslu grásleppuhrogna. Þróun þriggja afurða verður könnuð; einangruð prótein fyrir surimi, þurrkuð prótein sem íblöndunarefni og vatnsrofin prótein sem íblöndunar- og/eða fæðubótarefni.
Aukið verðmæti makríls með réttri kælingu
Ný ræktunar- og fóðrunartækni fyrir Ezo sæeyru
Markmiðið er að ná fram mestu mögulegu gæðum makrílafurða með markvissri kælingu óháð veiði- og vinnsluaðferð. Rannsakað verður hvaða kæliferlar skila bestum árangri, þeir hámarkaðir og þróaðar verða kælileiðbeiningar og tækjabúnaður fyrir hverja tegund fiskiskipa fyrir sig.
Markmið verkefnisins er að útbúa fóður fyrir Ezo sæeyru sem inniheldur hátt prótein, lífvirk efni og bætibakteríur og tryggir að Ezo sæeyru vaxa hratt og þroskast eðlilega. Með því er hægt að efla samkeppnishæfni við framleiðslu Ezo sæeyra á Íslandi.
Microfeed Markmiðið er að nota efnaorku frá tveimur tegundum af mengandi úrgangsstraumum og breyta þeim í verðmæta vöru. Þessir úrgangsstraumar eru annars vegar jarðhitaútblástur (GEOGAS) sem kemur frá jarðvarmavirkjun og hins vegar lífræn efni úr timbri. Verkefnið er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins.
Lágmörkun fóðurkostnaðar í bleikjueldi Sannreyna á niðurstöður tilrauna um próteinþarfir og hráefnasamsetningu bleikjufóðurs við eðlilegar eldisaðstæður.
Þróun sprautubúnaðar fyrir matvælavinnslu Í verkefninu verða greindir þeir þættir sem eru nauðsynlegar forsendur fyrir hönnun sprautubúnaðar. Til þess þarf skoða stöðu þekkingar, greina helstu vandamál og mögulega verða tekin sýni úr vinnsluferlum til viðmiðunar.
Framleiðsla á brjósksykrum úr sæbjúgum Undanfarin ár hefur Matís í samvinnu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, IceProtein ehf og Reykofninn unnið að rannsóknum á brjósksykrum úr brjóski hákarla annars vegar og sæbjúgna hins vegar. Rannsóknirnar sýndu m.a. áhugaverða lífvirkni brjósksykra úr íslenskum sæbjúgum og að framleiðsla grófhreinsaðra sykra geti orðið hagkvæm. Markmiðið með verkefninu er að framleiða sæbjúgnabrjósksykrur og þróa skilgreindan framleiðsluferil.
Jafnari dreifing salts í saltfiskvöðva Rannsaka á ástæðu misdreifingar salts í saltfiskvöðva við verkun og koma í veg fyrir súrnun vansaltaðra afurða við geymslu. Einnig verður þróuð bætt þurrkuð saltfiskafurð fyrir Portúgals- og Brasilíumarkað.
Vöruþróun á þurrkuðu fiskroði til manneldis Verkefnið felur í sér þróun á matvöru unninni úr fiskroði. Afraksturinn verður tilbúnar söluvörur úr fiskroði auk vel skilgreindra verkferla sem notaðir verða í framleiðslunni. Þróunin leiðir til aukinnar þekkingar og reynslu sem getur skapað Íslandi aukna sérstöðu í sjávarútvegi.
Lifrarverksmiðja Héðins Þróa á sjálfvirka lifrarverksmiðju. Nýjar leiðir verða farnar og í stað hefðbundins sjóðara verður þróaður rörasjóðari sem nýtir afgangsvarma úr kælikerfi og í stað pressu og skilvindu verður notuð mjölskilvinda sem skilur lýsið frá.
Saltfiskþurrkun við íslenskar aðstæður Meginmarkmið með verkefninu er að byggja upp þekkingu til að framleiða þurrkaðan saltfisk úr íslensku hráefni, saltfisk sem hefur verið saltaður með íslenskum aðferðum og þurrkaður við íslenskar aðstæður með notkun jarðvarma.
Fiskiátak Markmiðið er að auka fiskneyslu og bæta ímynd sjávarfangs með viðamiklu átaki. Allir helstu miðlar landsins verða nýttir í auglýsingaherferð til að byggja upp ímynd sjávarfangs og hvetja fólk til fiskneyslu, t.d. með markvissri fræðslu og innblæstri til matargerðar.
Aðgreining síldarstofna á Íslandsmiðum Í verkefninu er áætlað að þróa SNP erfðamörk fyrir síld í þeim tilgangi að greina mismunandi stofna hennar og afla upplýsinga sem nýtast við stjórnun sjálfbærra vistvænna veiða og varðveislu. Jafnframt eru þessi erfðamörk hentug til vöktunar síldarinnar við Ísland þar sem hægt er að greina hlutfall mismunandi hrygningareininga í blandaðri veiði.
51
Ráðstefnur, fundir og sýningar Mikilvægur vettvangur fyrir Matís
Mars | Ráðstefna um umhverfismengun á Íslandi
Matís tekur á hverju ári þátt í fjölda ráðstefna og kynningarfunda þar sem starfsemi fyrirtækisins er kynnt. Hér eru nokkur dæmi um ráðstefnur og fundi sem starfsmenn Matís tóku þátt í með beinum eða óbeinum hætti á árinu 2013.
Ráðstefna um umhverfismengun á Íslandi, vatn og vatnsgæði var haldin í Reykjavík á degi vatnsins 22. mars, en að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna er slík ráðstefna haldin ár hvert. Að þessu sinni var áhersla lögð á áhrif vatnsnýtingar, landnýtingar og mengunar í vatni og sjó. Skipulagning var á vegum Matís en Umhverfisstofnun, Geislavarnir ríkisins, Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands, Hafrannsóknastofnunin og umhverfis- og auðlindaráðuneytið stóðu einnig að ráðstefnunni.
Janúar | Reykjavík International Games Matís tók þátt í RIG leikunum að þessu sinni. Þó ekki með þátttöku í íþróttaviðburðum heldur með kynningu á hlutverki sínu í smáframleiðslu matvæla á landsvísu. Matís býður smáum sem stórum frumkvöðlum að leigja aðstöðu til matvælaframleiðslu í Matarsmiðjum sínum um landið. Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu, aðstöðu sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins. Aðstaðan getur verið mismunandi frá einni smiðju til annarrar, en sammerkt með þeim öllum er að til staðar er fjölbreytt úrval matvinnslutækja og áhalda og önnur aðstaða sem vinnslan krefst. Notendur fá kennslu á tækin og frjálsan aðgang til framleiðslu á þeim vörum sem gerlegt er m.t.t. aðstöðu og tækjabúnaðar og útgefnu leyfi heilbrigðisyfirvalda. Í matarsmiðjunum eru reglulega haldin námskeið um framleiðslu og verkun ýmissa framleiðsluvara auk námskeiða um innra eftirlit. Matarsmiðjur Matís eru á Flúðum og á Höfn í Hornafirði. Nánari upplýsingar um starfsstöðvar og Matarsmiðjur Matís má finna á heimasíðu Matís, www.matis.is.
Febrúar | Framadagar Háskólanna Framadagar 2013 voru haldnir í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík. Framadagar heppnuðust afskaplega vel og þátttakendur hafa aldrei verið fleiri, en talið er að um 4000 manns hafi sótt viðburðinn. Framadagar eru kjörinn vettvangur fyrir fyrirtæki til að ná til framtíðarstarfskrafta með því að kynna sig og starfsemi sína og ná þannig fram ákveðnu forskoti á samkeppnisaðila í kappinu um hæfasta starfsfólkið. Að venju var Matís með stóran bás og höfðu margir nemendur áhuga á að vita meira um fyrirtækið og í kjölfarið bárust margar fyrirspurnir um sumarstörf og framtíðarstörf.
52
Þema Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2013 var „Samvinna um vatn“ og ráðstefnan var haldin með það að leiðarljósi. Markmiðið er að fá yfirsýn yfir nýlegar rannsóknir á gæðum vatns á Íslandi með áherslu á áhrif vatnsnýtingar, landnýtingar og mengunar í vatni og sjó. Ráðstefnan var vel sótt og komust færri að en vildu. Afar góður rómur var gerður að öllum erindum og kynningum sem endurspegluðu bæði metnað og fagkunnáttu þeirra sem að þeim stóðu. Erindi frá ráðstefnunni eru birt á heimasíðu Matís.
Mars | Opinn vinnufundur um mat á umhverfisáhrifum í virðiskeðjum fiskafurða Opinn vinnufundur í verkefninu WhiteFish var haldinn í húsakynnum Matís . Verkefnið er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins og er svokallað rannsóknaverkefni til hagsbóta fyrir samtök smárra- og meðalstórra fyrirtækja. Markmið með WhiteFish verkefninu er að þróa aðferðafræði og hugbúnað til að tryggja smáum- og meðalstórum fyrirtækjum í virðiskeðju þorsk- og ýsuafurða aðgang að lausnum sem munu hjálpa til við að halda skrá yfir hina fjölmörgu jákvæðu eiginleika hvítfisks úr norðaustur Atlantshafi. Þetta mun væntanlega veita framleiðendum forskot á markaði. Íslensk fyrirtæki og samtök gegna lykilhlutverki í verkefninu, en auk þeirra koma norskir, sænskir, breskir og hollenskir aðilar að því. Á vinnufundinum var greint frá ýmsum bráðabirgðaniðurstöðum og leitað eftir innleggi í áframhaldandi framgang verkefnisins frá þeim sem áhuga hafa.
53
Mars | Opið hús fyrir háskólanema Í byrjun mars bauð Matís háskólanemum í íslenskum háskólum í heimsókn í höfuðstöðvar Matís að Vínlandsleið. Tilgangur opna hússins er að gefa nemendum kost á að hitta starfsfólk Matís, háskólanema sem vinna að verkefnum sínum í samstarfi við Matís og starfsmenn fyrirtækja sem hafa átt í farsælu samstarfi við Matís. Kynnt voru sumarstörf sem Matís hafði í boði fyrir háskólanema en undanfarin ár hefur fjöldi háskólanema haft sumarvinnu hjá Matís. Heimsóknin var góður vettvangur fyrir nemendur til að kynnast matvælaog líftækniiðnaðinum hvort sem þeir hafa hug á að fara í meistara- eða doktorsnám í einum af háskólum landsins eða skoða möguleika á starfi að námi loknu.
Mars | Kjötáskorun – finnum við mun á hrossakjöti og nautakjöti? Á Háskóladeginum var mikið fjör en þar buðu nemendur, kennarar og starfsmenn Matís upp á Kjötáskorunina 2013 við bás Matvæla- og næringarfræðideildar á Háskólatorginu. Tilgangur áskorunninnar var að leyfa gestum að meta hvort þeir greindu mun á bragði hrossakjöts annars vegar og nautakjöts hins vegar og ekki síður að vekja áhuga á þeim verkefnum sem matvælafræðingar um allan heim starfa að. Í stuttu máli gátu þátttakendur í 50% tilfella giskað á rétta kjöttegund. Ennfremur þótti um 40% aðspurðra hrossakjötið betra kjöt.
Apríl | Hver eru umhverfisáhrif íslensks matvælaiðnaðar? Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóli Íslands og Samtök iðnaðarins héldu opið málþing um íslenskan matvælaiðnað, umhverfismál og vistvæna nýsköpun á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Á málþinginu var fjallað um græna hagkerfið og stefnu stjórnvalda í þeim málum. Sagt var frá Evrópuverkefnunum Ecotrofoods (www.ecotrophelia.eu) og Converge (www.convergeproject.org) og hvernig staðið er að því að draga úr umhverfisáhrifum í matvælaiðnaði á Íslandi. Þá var efnt til sýningar og kynningar á verkefnum nemenda í vistvænni nýsköpun matvæla og afhent verðlaun fyrir besta verkefnið. Verðlaunin hlutu Berglind Ósk Alfreðsdóttir, Helga Franklínsdóttir og Sigríður Hulda Sigurðardóttir, nemendur við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, en þær framleiddu og hönnuðu vöruna Hai Shen sem er sæbjúgnasúpa og er ætlunin að markaðssetja súpuna á Kínamarkað. Súpan fékk afburða dóma hvað varðar bragð, útlit, þróun og ekki síst hve umhverfisvæn framleiðslan er.
54
Apríl | Ráðstefna um rekjanleika og öryggi matvæla Vörustjórnunarfélag Íslands stóð fyrir fróðlegri ráðstefnu um rekjanleika og matvælaöryggi í samvinnu við GS1 Ísland, Háskóla Íslands og Matís. Á ráðstefnunni var leitast við að svara því hvernig hægt er að bæta matvælaöryggi og koma í veg fyrir uppákomur líkar þeim sem verið hafa í umfjöllun undanfarin misseri. Fjallað verður um leiðir og lausnir til að tryggja rekjanleika matvæla og hvernig hægt er að koma upplýsingum til neytenda með nútíma tækni. Þrír erlendir sérfræðingar auk fjölda innlendra aðila, sem starfa að þessum málum, héldu erindi.
Maí | Norræn ráðstefna um neytendur og skynmat Annað hvert ár eru haldnar á Norðurlöndum ráðstefnur sem fjalla um skynmat og neytendarannsóknir og hefur Matís tekið þátt í undirbúningi þeirra. Í ár var ráðstefnan haldin í Helskinki og bar hún yfirskriftina „Nýjungar í skynmati og hvernig á að ná til mismunandi neytendahópa“ (Novel sensory approaches and targeting different consumer groups). Ráðstefnan var ætluð fagfólki í matvælaiðnaði og vísindafólki á því sviði og var ráðstefnan vel sótt. Efni ráðstefnunnar að þessu sinni fjallaði um nýjungar í skynmati og hvernig eigi að ná til mismunandi neytendahópa eins og barna, eldra fólks og þeirra sem eru heilsuþenkjandi. Emilía Martinsdóttir, fagstjóri hjá Matís, var í undirbúnings- og vísindanefnd ráðstefnunnar. Hún hélt erindi á ráðstefnunni sem byggt var á niðurstöðum úr norræna verkefninu Auðgun sjávarrétta sem var m.a. unnið í samstarfi við fyrirtækið Grím kokk. Dr. Kolbrún Sveinsdóttir, fagstjóri hjá Matís, hélt einnig erindi um fiskneyslu ungs fólks og hvernig megi auka hana.
Maí | Meistaradagur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands 2013 Dr. Sveinn Margeirsson forstjóri Matís flutti erindið Rannsóknir og raunhæfar lausnir í matvælaiðnaði og líftækni á Meistaradegi Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í verkfræðigreinum innan Háskóla Íslands er markmiðið að flétta nýsköpun saman við framhaldsnámið. Kynnt voru verkefni meistaranema sem iðulega eru þátttakendur í nýsköpunarverkefnum í samstarfi við öflug fyrirtæki. Nemendur Háskólans leggja þannig mikið til vöru- og samfélagsþróunar á Íslandi.
Júní | Aðstoðarforstjóri rannsókna og þróunar hjá PepsiCo hélt erindi
Júní | Matís í Færeyjum
Dr. Gregory L. Yep, aðstoðarforstjóri rannsókna og þróunar hjá PepsiCo var hér á landi til að kynna sér matvælaframleiðslu á Íslandi, halda fyrirlestur og heimsækja samstarfsaðila sinn, Matís.
Fyrr á árinu hóf Granskarasetrið í Færeyjum starfsemi sína. Matís hefur lengi átt í góðu samstarfi við frændur okkar í Færeyjum og við formlega opnun Granskarasetursins var Sigurjóni Arasyni, yfirverkfræðingi Matís, boðið að halda erindi um starfsemi Matís og möguleika til verðmætasköpunar í matvælaframleiðslu.
Það er margt hægt að læra af fyrirtæki eins og PepsiCo og var fróðlegt að heyra sýn Dr. Yep á rannsóknir og þróun í matvælaframleiðslu á heimsvísu, þá sérstaklega núna þegar umræðan um fæðuöryggi er hávær.
Ágúst | Matís tók þátt í „Fiskideginum mikla“
Á fundinum kom m.a. fram að erlend stórfyrirtæki, á borð við PepsiCo, eru farin að horfa til Íslands í leit að nemendum í matvælafræði til að vinna með þeim að rannsóknum en samkvæmt Dr. Yep stendur matvælaiðnaðurinn almennt frammi fyrir því að of fáir matvælafræðingar hafa verið útskrifaðir úr námi á síðustu árum til þess að geta annað þeirri eftirspurn sem er eftir sérfræðiþekkingu í greininni.
Júní | Samkeppni um bestu viðskiptahugmyndirnar í matvæla- og líftækniiðnaði Í júní komu Matís og Landsbankinn á fót nýsköpunarkeppni fyrir viðskiptahugmyndir í matvæla- og líftækniiðnaði. Hugmyndirnar skyldu byggjast á íslensku hráefni og hugviti og hvetja til uppbyggingar fyrirtækja og þróunarverkefna í matvæla- og líftækniiðnaðinum, með það að markmiði að auka varanlega verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi. Samkeppnin bar yfirskriftina „Þetta er eitthvað annað“ og vísar til umræðu um nýjungar í atvinnulífi sem oft lýkur á þann hátt að „gera eigi eitthvað annað“, eða þess óskilgreinda sem margir tala um en hafa ekki nafn yfir. Í þessari samkeppni gafst tækifæri til að leggja fram hugmyndir um „eitthvað annað“. Niðurstöður nýsköpunarsamkeppninnar voru kynntar í október og hlaut fyrirtækið Þoran sem þróar nú framleiðslu á íslensku gæðaviskí úr byggi fyrstu verðlaun. Aðrar hugmyndir sem skara þóttu fram úr voru: GeoSilica - Kísilsvifvökvi sem fæðubótarefni. Íslandus - drykkja- og ísframleiðsla úr mysu. Bygg og þarapasta - þróun og framleiðsla á hollu pasta. Aðstandendur þessara fjögurra viðskiptahugmynda fá nú tækifæri til að kynna hugmynd sína fyrir fjárfestum og vinna áfram að útfærslu þeirra með aðstoð sérfræðinga Matís.
„Fiskidagurinn mikli“ er árviss viðburður á Dalvík þar sem fiskneysla er í forgrunni og býðst gestum og gangandi að smakka á ýmsum fiskréttum fiskverkenda og heimamanna. Matís var á staðnum í fyrsta skipti og kynnti starfssemi sína með fyrirtækinu Grímur Kokkur, en fyrirtækin hafa átt í góðu samstarfi síðan 2008 og vinna nú að þróun á neytendavænum vörum sem auðgaðar hafa verið með lífrænum fæðubótarefnum unnum úr sjávarafurðum. Dagurinn var hinn fjörlegasti og stefnir Matís á að verða einn af styrktaraðilum hátíðarinnar á næsta ári. Hátíðin byggir að miklu leyti á jákvæðri upplifun af fiskneyslu og ýtir þar með undir hana. Það er ákaflega jákvætt, enda teljum við hjá Matís að aukin fiskneysla sé góð fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Á Íslandi hefur fiskneysla átt undir högg að sækja þrátt fyrir að heilsusamleg áhrif séu vel þekkt. Þar sem eitt af markmiðum Matís er að bæta lýðheilsu leggjum við áherslu á að hvetja til fiskneyslu og stuðla að nýsköpun í matvælaframleiðslu.
September | Fisk í dag Fisk í dag er herferð á landsvísu sem Matís hóf formlega með opnunarhátíð sem haldin var í Smáralind 28. september. Átakið á að gera neytendur meðvitaðri um mikilvægi fiskneyslu og fisktengdra afurða svo sem lýsis. Markmið með átakinu er að auka fiskneyslu Íslendinga en átakið er styrkt af AVS sjóðnum. Fjölmargir koma að þessu jákvæða átaki. Nokkrir 5 mínútna innskotsþættir verða á RÚV en þar verður tekið á mýtum um sjávarafurðir og einnig verður útbúið námsefni fyrir grunn- og framhaldsskóla um meðhöndlun sjávarfangs, næringu og matreiðslu. Stærsti þátturinn er þó í formi auglýsingaherferðar þar sem hamrað er á einstökum eiginleikum hvers kyns sjávarfangs og neytendur hvattir til að hafa fisk í matinn minnst tvisvar í viku og auðvitað að taka lýsi.
55
September | Markaðsmál sjávarútvegs í ljósi rannsókna og þróunar Sjávarútvegsráðstefna var haldin á Ísafirði þann 6. september og var yfirskrift hennar „Markaðsmál sjávarútvegs í ljósi rannsókna og þróunar“. Sérstök áhersla var lögð á vestfirskan sjávarútveg og samkeppnishæfni hans. Á ráðstefnunni hélt Sigurjón Arason erindið Áhrif blóðgunar og kælingar á gæði fisks. Í lok ráðstefnunnar skrifuðu Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Matís undir samstarfssamning sem snýr að því að efla samkeppnishæfni sjávarútvegs með því að skoða tæknilega stöðu sjávarútvegs og virðiskeðjuna nánar með áherslu á þau tækifæri sem hægt væri að hagnýta.
September | Vísindavaka Rannís Vísindavaka Rannís fór samkvæmt venju fram í september. Að þessu sinni snérist kynning Matís um rannsóknir á mysu og gestum boðið að smakka mysudrykkinn Íslandus. Drykkurinn er getið afkvæmi mysuklakans Íslandus en klakinn var valinn vistvænsta og vænlegasta nýsköpunarhugmynd Íslands á matvælasviði í nemendakeppni sem haldin var fyrir skömmu. Mysuklakinn hefur beina vísun til lífshlaups Sölva Helgasonar og er Íslandus 100% náttúrulegur og lífrænn. Þær Elín Agla Briem og Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, nemendur í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands eru höfundar Íslandus. Höfundarnir lögðu áherslu á bætta nýtingu afurða, hugmyndaríka notkun á staðbundnu hráefni og vistvæna framleiðsluhætti við sköpun klakans. Kjartan Þór Trauner, nemandi við Listaháskóla Íslands sá um vöruhönnunina. Íslandus var framlag Íslands í Evrópukeppninni EcoTrophelia 2012 þar sem vistvænar hugmyndir frá ýmsum löndum í Evrópu kepptu sín á milli.
Október | Viltu koma þinni vöru á framfæri erlendis? Særimner hátíðin var haldin dagana 8.-10. október í Svíþjóð. Særimner er sannkölluð hátíð þeirra sem tengjast smáframleiðslu matvæla á einn eða annan hátt og að þessu sinni var þemað „Norræn matvælasköpun“ en það tengist verkefninu „Ný norræn matargerð“ (New Nordic Food).
Á ráðstefnunni hittast smáframleiðendur og kynna vörur sínar, miðla reynslu og kynnast öðrum vörum. Fjölmargir fyrirlestar voru haldnir og málstofur sem tengjast matvælaframleiðslu á einn eða annan hátt. Framtíð norrænnar matvælasköpunar var til umræðu og þar var stjórnmálamönnum boðið að tjá sig. Þá var málstofa um fiskverkun áður fyrr, norræn ber og geymsluaðferðir, mat og viðskipti, auk þess sem Brynhildur Pálsdóttir, hönnuður, sagði frá verkefninu „Stefnumót bænda og hönnuða“ sem Matís tók þátt í. Einnig var í boði ráðgjöf til smáframleiðanda sem vilja þróa vörur sínar áfram.
Október | Matarsmiðjur Matís tilnefndar til Fjöreggs MNÍ Fjöregg MNÍ 2013 var afhent í 21. sinn á ráðstefnu Matvæladags Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ). Fjöregg MNÍ er veitt fyrir lofsvert framtak á matvælaog/eða næringarsviði. Fjöreggið, sem er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík, hefur frá upphafi verið veitt með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins. Í ár bárust vel á annan tug tilnefninga til Fjöreggsins og var það niðurstaða dómnefndar að eftirtaldir fimm aðilar væru vel verðugir þess að hljóta Fjöreggið 2013. • Friðheimar í Bláskógabyggð • Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur • Matarsmiðjur Matís • Saltverk á Reykjanesi við Ísfjarðardjúp • Verslunin Frú Lauga Laufey Steingrímsdóttir hlaut Fjöregg MNÍ að þessu sinni en umsögn dómnefndar um Matarsmiðjur Matís voru á þessa leið: Matarsmiðjur Matís eru tilnefndar fyrir að aðstoða nýja matvælaframleiðslu í litlum skala. Í Matarsmiðjum Matís býðst einstaklingum, frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum tækifæri til að stunda vöruþróun og hefja smáframleiðslu á matvælum gegn vægu leigugjaldi. Þannig spara þeir sér fjárfestingu í dýrum tækjabúnaði strax í upphafi rekstrar. Með þessu gefst einstakt tækifæri til að prófa sig áfram bæði við framleiðsluna og á markaði. Sérstök áhersla er á uppbyggingu í tengslum við staðbundin matvæli og matarferðaþjónustu. Nánar um Matarsmiðjur Matís má finna á vef Matís, www. matis.is.
56
Október | Íslensk sæbjúgnasúpa slær í gegn í Köln Berglind Ósk Alfreðsdóttir, Helga Franklínsdóttir, nemendur við Háskóla Íslands, og Sigríður Hulda Sigurðardóttir, nemandi við Listaháskóla Íslands, hlutu sérstök verðlaun dómnefndar í Ecotrophelia, sem er keppni í vistvænni nýsköpun matvæla og fór fram í Köln í Þýskalandi í byrjun október. 25 dómurum frá 18 þátttökulöndum og 7 frá stórfyrirtækjum og Evrópusambandinu fannst mikið til sæbjúgnasúpunnar koma og veittu íslensku þátttakendunum sérstök verðlaun fyrir að eiga áhugaverðustu nýju hugmyndina. Einn dómari var frá Íslandi, en það var Ragnheiður Héðinsdóttir frá Samtökum iðnaðarins. Óhætt er að segja að árangur Íslendinganna sé frábær þegar haft er í huga að um 120 lið tóku þátt í landskeppnum og 18 lið komust áfram í sjálfa aðalkeppnina. Þess má geta að í kínverskri matargerð eru sæbjúgu mest notuð í súpur en það getur tekið nokkra daga að elda hana þar sem undirbúningurinn er flókinn og tímafrekur. Því var hugmyndin að gera vöru sem hentaði kínverskum markaði og yrði aðgengileg fyrir neytandann, fljótleg í eldun og hentaði vel fyrir langa flutninga. Niðurstaðan var því bollasúpa með frostþurrkuðum sæbjúgum sem einungis þarf að hella soðnu vatni yfir og þá er súpan tilbúin til neyslu en súpan heitir Hai Shen. Samstarf Ecotrofood verkefnis Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Matís og Háskóla Íslands gerir það að verkum að íslenskir nemendur tóku þátt í Ecotrophelia nú annað árið í röð. Þá má nefna að Samtök iðnaðarins, Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöð gáfu verðlaun í íslensku landskeppninni og að Vöruþróunarsetur sjávarafurða á Matís hefur stutt verkefnið fyrir keppnina í Köln. Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri hjá Matís og dósent við Háskóla Íslands, hefur leiðbeint nemendunum og verið þeim til stuðnings ásamt mörgum starfmönnum Matís. Auk þess hafa aðstandendur nemenda stutt dyggilega við bakið á þeim.
Október | Norræn matarhandverkskeppni Norðurlandakeppni í matarhandverki var haldin í Östersund í Svíþjóð í október. Til keppninnar bárust um 600 vörur í ýmsum flokkum. Af þeim 40 verðlaunum sem veitt voru, unnu íslenskir framleiðendur þrenn verðlaun. Bronsið hlaut Klaus Kretzer frá Skaftafelli fyrir Jöklabita sem er ölpylsa unnin úr kindakjöti. Einnig fékk Klaus silfurverðlaun fyrir Hnjúk sem er þurrverkaður og reyktur kindahryggvöðvi. Besta varan í flokki heitreykts fisks, sem hlaut þar með gullverðlaunin, var heitreykur makríll frá Sólskeri í Hornafirði. Allar þessar vörur hafa verið þróaðar í Matarsmiðjum Matís sem sýnir enn og aftur mikilvægi þess að frumkvöðlum og smáframleiðendum í matarhandverki sé gert kleift að taka sín fyrstu skref á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt sem síðar, ef vel gengur, getur leitt til fleiri atvinnutækifæra og fjölbreyttara vöruúrvals. Fulltrúi Íslands í dómarahópnum var Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari og sérfræðingur hjá Matís.
Október | Ný tækni í veiðarfærum og aflameðferð Haldinn var vinnufundur í húsakynnum Matís í Reykjavík um veiðarfæri og aflameðferð (New technology for the Nordic fishing fleet: Fishing gear and effective catch handling). Að skipulagningu fundarins komu auk Matís, Havstovan í Færeyjum, Sintef í Noregi og CATch-fish í Danmörku. Fundurinn var styrktur af AG-fisk (Working group for fisheries co-operation), sem er undirstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar. Vinnufundinn sóttu um 50 manns frá níu löndum og á fundinum voru haldnir 19 fyrirlestrar þar sem fjallað var um nýlegar rannsóknir og þróun í veiðarfærum og aflameðferð. Fundurinn tókst með miklum ágætum og eru aðstandendur sannfærðir um að í framhaldi hans verði sett á laggirnar samstarfsverkefni þar sem sérfræðingar úr sjávarútvegsgeiranum á Norðurlöndunum hafa aðkomu.
57
Nóvember | Stefnumót um gæðamál í sjávarútvegi Sigurjón Arason, prófessor og yfirverkfræðingur Matís, og Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri, buðu áhugamönnum um sjávarútveg í Bolungarvík til stefnumóts miðvikudaginn 13. nóvember. Smábátaflotinn er mikilvægur fyrir íslenskan sjávarútveg og skilaði rúmlega 22 milljörðum króna aflaverðmæti á síðasta ári, en þorskur var um 70% verðmæta. Nálægð við fiskimiðin hafa styrkt stöðu Vestfjarða í útgerð smábáta en árangur dagróðrabáta, sérstaklega við Ísafjarðardjúp, hefur verið ævintýri út af fyrir sig. Sterkur þorskstofn í framtíðinni mun enn frekar styrkja þessa útgerð og jafnframt verðmætasköpun á Vestfjörðum og þannig tekjur og lífsgæði íbúa. Hér gildir sem endranær að vanda þarf til verka við framleiðslu gæðavöru. Til að halda forskoti Vestfirðinga má ekki slá slöku við rannsóknir og þróun framleiðslunnar til að þjóna viðskiptavinum sem best í framtíðinni. Enn er tækifæri til að bæta meðhöndlun á fiski sem kemur frá smábátum með bættri blóðgun, kælingu og hreinlæti. Krókaveiddur fiskur er orðinn krafa á mörgum mörkuðum sem gefur þessari framleiðslu markaðsforskot. Með bátum sem landa daglega er hægt að hafa fullkomna stjórn á ferskleika í vinnslu og nálægð við miðin á Vestfjörðum tryggja stöðugt framboð til framleiðslu og örugga afhendingu til viðskipavina. Umhverfismál og uppruni frá sjávarþorpi ásamt sjálfbærum veiðum munu skipta miklu máli í markaðssetningu sjávarafurða í framtíðinni.
58
Nóvember | Sjávarútvegsráðstefnan 2013 Sjávarútvegsráðstefnan 2013 var haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 21.-22. nóvember og var ráðstefnan vel sótt. Matís kom að ráðstefnunni með margvíslegum hætti, t.a.m. sat Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri, í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. Á ráðstefnunni voru haldin 47 erindi í 11 málstofum og voru nokkrir starfsmenn Matís meðal þeirra sem héldu erindi. Má þar nefna að Hörður Kristinsson talaði um sjávarlíftækni, Rósa Jónsdóttir um líftækniafurðir úr þörungum og Sveinn Margeirsson ræddi um orðsporsáhættu íslenskrar matvælavinnslu ef ekki er gætt fyllsta öryggis í allri framleiðslu.
Nóvember | Uppskeruhátíð samstarfsáætlana ESB Uppskeruhátíð samstarfsáætlana ESB fór fram í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu föstudaginn 22. nóvember. Matís var með stóran bás þar sem Amylomics og Ecofishman verkefnin voru sérstaklega kynnt ásamt öðrum 21 verkefnum 7. rammaáætlunar sem Matís er þátttakandi í. Íslendingar hafa verið afkastamiklir þátttakendur í evrópskum samstarfsáætlunum sl. 20 ár og á hátíðinni gafst almenningi kostur á að kynna sér um 50 verkefni sem hlotið hafa styrki úr áætlunum ESB. Tónlist, bíómyndir, spurningaleikur, áhugaverð verkefni og skemmtilegar uppákomur fyrir alla aldurshópa. Uppskeruhátíðin tókst mjög vel og mikill mannfjöldi sótti hátíðina.
59
Útgefið efni Ritrýndar greinar
■■
■■ Amayo, K.O., Raab, A., Krupp, E.M., Gunnlaugsdottir, H., Feldmann, J. 2013. Novel identification of arsenolipids using chemical derivatizations in conjunction with RPHPLC-ICPMS/ESMS. Analytical chemistry. 85(19), 9321-9327.
■■ Hoekstra, J., Hart, A., Owen, H., Zeilmaker, M., Bokkers, B., Thorgilsson, B., Gunnlaugsdóttir, H. 2013. Fish, contaminants and human health: Quantifying and weighing benefits and risks. Food and Chemical Toxicology. 54(4), 18-29 .
■■ Brenner, T., Matsukawa, S., Nishinari, K., Johannsson, R. 2013. Failure in a soft gel: Delayed failure and the dynamic yield stress. Journal of Non-Newtonian Fluid Mechanics. 196, 1-7. ■■ Cockell, C.S., Kelly, L.C., Marteinsson, V. 2013. Actinobacteria - An ancient phylum active in volcanic rock weathering. Geomicrobiology Journal. 30(8), 706-720. ■■ Donnelly, K.A-M., Olsen, P., Vidarsson, J.R., Ziegler, F. 2013. Supply chain expectations for tool to calculate sustainability of white fish products at a batch level. Ökonomisk fiskeriforskning. 23(1), 37-44. ■■ Gudjónsdóttir, M., Karlsdóttir, M.G., Arason, S., Turid Rustad. 2013. Injection of fish protein solutions of fresh saithe (Pollachius virens) fillets studied by low field Nuclear Magnetic Resonance and physicochemical measurements. Journal of Food Science and Technology. 50(2), 228-238. ■■ Gudmundsson, L.A., Gudjónsson, S., Marteinsdóttir, G., Scarnecchia, D., Daníelsdóttir, A.K., Pampoulie, C. 2013. Spatio-temporal effects of stray hatchery-reared Atlantic salmon Salmo salar on fine-scale population genetic structure within a 21 km-long Icelandic river system. Conservation Genetics. 14(6),1217–1231. ■■ Halldorsdottir, S.M., Kristinsson, H.G., Sveinsdottir, H., Þorkelsson, G., Hamaguchi, P.Y. 2013. The effect of natural antioxidants on haemoglobin-mediated lipid oxidation during enzymatic hydrolysis of cod protein. Food Chemistry. 141(2), 914-919. ■■ Hart, A., Hoekstra, J., Owen, H., Kennedy, M., Zeilmaker, M., de Jong, N., Gunnlaugsdottir, H. 2013. Qalibra: A general model for food risk–benefit assessment that quantifies variability and uncertainty. Food and Chemical Toxicology. 54, 4-17. ■■ Hemmer-Hansen, J., Nielsen, E.E., Therkildsen, N.O., Taylor, M.I., Ogden, R., Geffen, A.J., Bekkevold, D., Helyar, S., Pampoulie, C., Johansen, T., Carvalho, G.R. 2013. A genomic island linked to ecotype divergence in Atlantic cod. Molecular Ecology. 22(10), 2653-2667.
60
■■ Jensen, S., Petersen, B.O., Omarsdottir, S., Paulsen, B.S., Duus, J.Ø., Olafsdottir, E.S. 2013. Structural characterisation of a complex heteroglycan from the cyanobacterium Nostoc commune. Carbohydrate Polymers. 91(1), 370-376. ■■ Jörundsdóttir, H., Löfstrand, K., Svavarsson, J., Bignert, A., Bergman, Å. 2013. Polybrominated diphenyl ethers (PBDEs) and hexabromocyclododecane (HBCD) in seven different marine bird species from Iceland. Chemosphere. 93(8), 1526–1532. ■■ Kale, V., Freysdottir, J., Paulsen, B.S., Fridjonsson, O.H., Hreggvidsson, G.O., Omarsdottir, S. 2013. Sulphated polysaccharide from the sea cucumber Cucumaria frondosa affect maturation of human dendritic cells and theiractivation of allogeneic CD4(þ) T cells in vitro. Bioactive Carbohydrates and Dietary Fibre 2(2), 108–117. ■■ Kale, V., Björnsdóttir, S.H., Fridjonsson, O.H., Pétursdóttir, S.K., Omarsdóttir, S., Hreggvidsson, G.O. 2013. Litorilinea aerophila gen. nov., sp. nov., an aerobic member of class Caldilineae, phylum Chloroflexi, isolated from an intertidal hot spring. International Journal of Systematic and Evolutionary Microbiology. 63(3), 1149-1154. ■■ Marteinsson, V., Vaishampayan, P., Kviderova, J., Mapelli, F., Medori, M., Calfapietra, C., Aguilera, A., Hamisch, D., Reynisson, E., Magnússon, S., Marasco, R., Borin, S., Calzada, A., Souza-Egipsy, V., González-Toril, E., Amils, R., Elster, J. and Hänsch, R. 2013. A laboratory of extremophiles: Iceland coordination action for research activities on life in extreme environments (CAREX) Field Campaign. Life. 3(1), 211-233. ■■ Marteinsson, V.T., Rúnarsson, Á., Stefánsson, A., Thorsteinsson, T., Jóhannesson, T., Magnússon, S., Reynisson, E., Einarsson, B., Wade, N., Gaidos, E. 2013. A pervasive microbial community in waters under the Vatnajökull ice cap, Iceland. ISME Journal. 7, 427-437. ■■ Nguyen, M.V., Arason, S., Thorkelsson, G., Gudmundsdottir, A.,Thorarinsdottir, K.A., Vu, B.N. 2013. Effects of added phosphates on lipid stability during salt curing and rehydration of cod (Gadus morhua). Journal of the American Oil Chemists' Society. 90(3), 317-326.
■■ Odoli, C., Lauzon, H.L., Jóhannsson, R., Sveinsdóttir, K., Arason, S., Martinsdóttir, E. 2013. Shelf life of air and modified atmosphere (MA) packaged fresh tilapia (Oreochromis niloticus) fillets stored under chilled and superchilled conditions. Food Science & Nutrition. 1(2), 130-140. ■■ Odoli, C., Oduor-Odote, P., Lauzon, H., Martinsdottir, E., Arason, S. 2013. Microbiological quality and shelf life of fresh packaged tilapia fillets stored under different chill temperatures. Journal of Microbiology, Biotechnology and Food Sciences. 2(4), 2431-2455. ■■ Olafsdottir, G., Olafsson, K., Skirnisdottir, S., Oskarsson, G.J., Kohlbach, D., Franklinsdottir, H., Kvaavik, C.E.K., Morneau, R., Chevrier, A., Pampoulie, C., Helyar, S., Danielsdottir, A.K. 2013. Isolation and characterization of thirty microsatellite loci for Atlantic mackerel (Scomber scombrus L.). Conservation Genetics Resources. 5(2), 491-494. ■■ Ólafsson, A., Margeirsson, S., Ásgeirsson, E.I., Stefánsson, H., Jensson, P., Guðmundsson, R., Arason, S. 2013. Quantitative methods for decision support in the Icelandic fishing industry. Natural Resource Modeling. 26(3), 365-384. ■■ Schwenteit, J., Bogdanović, X., Fridjonsson, O.H., Aevarsson, A., Bornscheuer, U.T., Hinrichs, W., Gudmundsdottir, B.K. 2013. Toxoid construction of AsaP1, a lethal toxic aspzincin metalloendopeptidase of Aeromonas salmonicida subsp. achromogenes, and studies of its activity and processing. Veterinary Microbiology. 162(2-4), 687-694.
■■ Thorolfsdottir, B.O.T., Marteinsson, V.T. 2013. Microbiological analysis in three diverse natural geothermal bathing pools in Iceland. International Journal of Environmental Research and Public Health. 10(3), 1085-1099. ■■ Wang, L., Watzlawick, H., Fridjonsson, O., Hreggvidsson, G.O., Altenbuchner, J. 2013. Improved soluble expression of the gene encoding amylolytic enzyme Amo45 by fusion with the mobile-loop-region of cochaperonin GroES in Escherichia coli. Biocatalysis and Biotransformation. 31(6), 335-342. ■■ Zeilmaker, M.J., Hoekstra, J., van Eijkeren, J.C.H., de Jong, N., Hart, A.,, Kennedy, M., Owen, H., Gunnlaugsdottir, H. 2013. Fish consumption during child bearing age: A quantitative risk–benefit analysis on neurodevelopment. Food and Chemical Toxicology. 54(4), 30-34. ■■ Zhao, Q.C., Klonowski, I., Karlsdottir, M.G., Arason, S., Thorarinsdottir, K.A. 2013. Effects of injection of protein solutions prepared from fish by-products on yield and chemical properties of chilled and frozen saithe (Pollachius virens) fillets. Journal of Aquatic Food Product Technology. 22(3), 258-269. ■■ Zucko, J., Fridjonsson, O.H., Petursdottir, S.K., Gacesa, R., Diminic, J., Long, P.F., Cullum, J., Hranueli, D., Hreggvidsson, G.O., Starcevic, A. 2013. Browsing metagenomes for novel starch and carbohydrate industry enzymes - AMYLOMICS case study. Current Opinion in Biotechnology. 24(Suppl 1), S21-S24.
■■ Shaviklo, G.R., Thorkelsson, G., Sveinsdottir, K., Pourreza, F. 2013. Studies on processing, consumer survey and storage stability of a ready-to-reconstitute fish cutlet mix. Journal of Food Science and Technology-Mysore. 50(5), 900-908. ■■ Skirnisdottir, S., Olafsdottir, G., Olafsson, K., Jendrossek, T., ap Dafydd Lloyd, H., Helyar, S., Pampoulie, C., Danielsdottir, A.K., Kasper, J.M. Twenty-two novel microsatellite loci for lumpfish (Cyclopterus lumpus). Conservation Genet Resources. 5(1), 177-179. ■■ Sturludottir, E., Gunnlaugsdottir, H., Jorundsdottir, H.O., Magnusdottir, E. V., Olafsdottir, K., Stefansson, G. 2013. Spatial and teporal trends of contaminants in mussel sampled around the Icelandic coastline. Science of The Total Environment. 454-455, 500-509.
61
Skýrslur ■■ Arnljótur B. Bergsson, Ásbjörn Jónsson, Gunnar Þórðarson, Lárus Þorvaldsson, María Guðjónsdóttir, Minh Van Nguyen, Sigurjón Arason. Rækja - pæklun út frá eiginleikum. Skýrsla Matís 20-13, 25 s. ■■ Ásbjörn Jónsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Helgi Sigurjónsson, Egill Þórir Einarsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir. Gæðasalt í saltfiskverkun. Skýrsla Matís 06-13, 30 s. ■■ Ásgeir Gunnarsson, Christophe Pampoulie, Sigurlaug Skírnisdóttir, Anna K. Daníelsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson. Genetic diversity, growth, maturity and migration, of the Atlantic wolffish (Anarhichas lupus L.). Skýrsla Matís 09-13, 42 s. ■■ Björn Margeirsson, Valur Oddgeir Bjarnason, Sigurjón Arason. Superchilled round fish – Final report. Skýrsla Matís 12-13, 23 s. ■■ Eva María Ingvadóttir, Sean M. Scully, Jónína Jóhannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir, Ásbjörn Jónsson. Extraction of hydrolases from Gadus morhua. Skýrsla Matís 07-13, 155 s. ■■ Eyjólfur Reynisson, Viggó Þór Marteinsson, Franklín Georgsson. Rannsókn á algengi Salmonella og Campylobacter í íslenskum kjúklingaafurðum á neytendamarkaði. Skýrsla Matís 26-13, 10 s. ■■ Gunnar Þórðarson, Albert Haraldsson, Albert Högnason, Ásbjörn Jónsson, Minh Van Nguyen, Sigurjón Arason. Hráefnismeðhöndlun í rækjuiðnaði. Skýrsla Matís 05-13, 15 s.
■■ Helga Gunnlaugsdóttir, Sophie Jensen, Gunnar Þórðarson. Offshore aquaculture: Development, building and testing of a deep water mooring system. Skýrsla Matís 04-13, 16 s. ■■ Hrönn Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir. Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2011 and 2012. Skýrsla Matís 22-13, 9 s. ■■ Jón Árnason, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Jónína Jóhannsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Joseph Ginindza. Protein requirements of Arctic charr. Skýrsla Matís 15-13, 23 s. ■■ Kolbrún Sveinsdóttir, Jón Trausti Kárason, Guðjón Þorkelsson. Könnun á innanlandsmarkaði fyrir ferðamat og sérfæði úr vestfirsku sjávarfangi. Skýrsla Matís 10-13, 16 s. ■■ Kolbrún Sveinsdóttir, Kyösti Pennanen, Raija-Liisa Heiniö, Rósa Jónsdóttir, Emilía Martinsdóttir. Concept testing in Iceland and Finland. Consumer’s evaluation of enriched seafood product concepts. Skýrsla Matís 11-13, 57 s. ■■ Magnús Valgeir Gíslason, Gunnar Pálsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason. Notkun rafmagns við þurrkun fiskmjöls. Skýrsla Matís 03-13, 39 s. ■■ Ólafur Ögmundarson, Þorleifur Eiríksson, Böðvar Þórðarson, Gunnar Þórðarson. Prófanir á mismunandi meðhöndlunum á netbútum í sjó til að hrinda frá ásætum. Skýrsla Matís 27-13, 15 s. ■■ Óli Þór Hilmarsson. Sætreyktur fiskur. Skýrsla Matís 23-13, 6 s.
■■ Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Albert Haraldsson. FiltreX vatnshreinsibúnaður. Skýrsla Matís 30-13, 19 s. ■■ Gunnar Þórðarson, Skjöldur Pálmason, Ólafur Reykdal. Bætt nýting grásleppuafurða. Skýrsla Matís 17-13, 11 s. ■■ Hagalín Ásgrímur Guðmundsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason. Modeling of temperature changes, energy usage and quality changes during automatic box freezing of mackerel. Skýrsla Matís 13-13, 10 s. ■■ Heather Philp, Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson, Ragnheiður Sveinþórsdóttir. Gildruveiðar á humri. Skýrsla Matís 25-13, 41 s. ■■ Hélène L. Lauzon, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson. Comparison of packaging for bulk storage of fresh cod loins. Skýrsla Matís 21-13, 22 s.
62
■■ Patricia Hamaguchi, Hólmfríður Sveinsdóttir, Eva Kuttner. Anti-diabetic fish proteins. Skýrsla Matís 24-13, 18 s. ■■ Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Jón Trausti Kárason, Stefán Freyr Björnsson, Ragnar Jóhannsson, Irek Klonowski, Kolbrún Sveinsdóttir, Sæmundur Elíasson, Guðmundur Stefánsson, Aðalheiður Ólafsdóttir. Tilraunir við vinnslu ígulkerjahrogna. Skýrsla Matís 18-13, 20s. ■■ Rósa Jónsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Ágúst Ingi Skarphéðinsson, Bergrós Ingadóttir, Hörður G. Kristinsson, Jón Óskar Jónsson, Óli Þór Hilmarsson, Torfi Geir Hilmarsson, Þóra Valsdóttir. BRAGÐ – Notkun þangs sem bragðaukandi efni í saltminni vörur. Skýrsla Matís 19-13, 63 s. ■■ Sigurjón Arason, Gunnar Þórðarson, Magnea Karlsdóttir, Albert Högnason, Guðbjartur Flosason. Blóðgunarkerfi fyrir smábáta. Skýrsla Matís 08-13, 14 s.
■■ Sigurlaug Skírnisdóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, Sarah Helyar, Christophe Pampoulie, Guðmundur J. Óskarsson, Ásbjörn Jónsson, Jan Arge Jacobsen, Aril Slotte, Hóraldur Joensen, Henrik Hauch Nielsen, Lísa Libungan, Sigurjón Arason, Sindri Sigurðsson, Sigríður Hjörleifsdóttir, Anna K. Daníelsdóttir. A pilot study on the multidisciplinary approach for the genetic stock identification of herring in the Northeast Atlantic: Biodiversity, functional and chemical properties. Skýrsla Matís 28-13, 43 s. ■■ Sophie Jensen, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir. Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2012. Skýrsla Matís 16-13, 34 s.
■■ Vigfús Ásbjörnsson, Jón Sölvi Ólafsson. Humarsoð Kokksins vöruþróun og markaðssetning. Skýrsla Matís 02-13, 19s. ■■ Vigfús Ásbjörnsson, Óli Þór Hilmarsson, Ingunn Jónsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Guðmundur Stefánsson. Loðnuflökun fyrir fullvinnslu á loðnuafurðum í ansjósulíki. Skýrsla Matís 29-13, 19 s. ■■ Vigfús Ásbjörnsson, Þorkell Marvin Halldórsson, Irek Klonowski, Guðjón Þorkelsson, Óli Þór Hilmarsson, Aðalheiður Ólafsdóttir. Vinnsla á humarmarningi úr humarklóm 2. Skýrsla Matís 14-13, 20s.
■■ Sæmundur Elíasson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason. Improved reefer container for fresh fish. Skýrsla Matís 01-13, 24 s.
63
Útskrifaðir nemendur hjá Matís Heiti nemenda
Leiðbeinand
Sérgrein
Titill ritgerðar
Prófgráða
Háskóli
Sigrún Mjöll Halldórsdóttir
Hörður G. Kristinsson
Matvæla- og næringarfræði
Nýjar og bættar aðferðir við að framleiða vatnsrofin fiskprótein með lífvirka eiginleika
Ph.D.
Háskóli Íslands
Pétur Baldursson
Sigurjón Arason
Fjármálaverkfræði
Verðmyndun hráefnis til bolfiskvinnslu
M.Sc.
Háskóli Íslands
Anna-Theresa Kienitz
Hrönn Ólína Jörundsdóttir
Umhverfisfræði
Marine debris in the coastal environment of Iceland´s nature reserve, Hornstrandir : sources, consequences and prevention measures
M.Sc.
Háskólinn á Akureyri
Birgir Örn Smárason
Ólafur Ögmundarson
Umhverfis og auðlindafræði
Life Cycle Assessment on Icelandic Arctic char fed with three different feed types
M.Sc.
Háskóli Íslands
Sindri Freyr Magnússon
Sigurjón Arason
Iðnaðarverkfræði
Downstream process design for microalgae
M.Sc.
Háskóli Íslands
Birkir Veigarson
Sigurjón Arason
Vélverkfræði
Optimization of CO2 distribution and head transfer within plate freezing elelments
M.Sc.
Danmarks Tekniske Universitet
Magnea Karlsdóttir
Guðjón Þorkelsson
Matvælafræði
Stöðugleiki frosins og hitameðhöndlaðs fiskvöðva gegn oxun
Ph.D.
Háskóli Íslands
Ástvaldur Sigurðsson
Sigríður Sigurðardóttir
Tölvunarfræði
Moving towards analyzability in fisheries system management
M.Sc.
Háskólinn í Reykjavík
Filipe André Moreira de Figueiredo
Rannveig Björnsdóttir
Fiskeldis- og fiskalíffræði
Control of sexual maturation and growth in Atlantic cod (Gadus morhua) by use of Cold Cathode Light technology
M.Sc.
Háskólinn á Hólum
Velkomin á heimasíðu Matís
Útgefandi: Matís, www.matis.is Ritstjórn: Steinar B. Aðalbjörnsson Textavinnsla: Steinar B. Aðalbjörnsson, María Skúladóttir, Eydís Arnviðardóttir Ljósmyndir: Torfi Agnarsson, Ragnar Th. Sigurðsson og fleiri Hönnun og umbrot: Matís ohf. Prentun: Pixel © Matís 2013. Heimilt er að birta efni úr skýrslunni sé getið heimilda. Skýrsluna má nálgast á rafrænu formi á vef Matís, www.matis.is.