FMOS Dómnefndarálit

Page 1

1

FRAMHALDSSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ

HÖNNUNARSAMKEPPNI DÓMNEFNDARÁLIT APRÍL 2010 ÚTBOÐ NR. 14734


2

Verkkaupar: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Mosfellsbær Umsjónaraðili: Framkvæmdasýsla ríkisins Samstarfsaðili: Arkitektafélag Íslands


3

INNGANGUR Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Mosfellsbær gerðu með sér samkomulag um stofnun og byggingu framhaldsskóla í Mosfellsbæ þann 19. febrúar 2008. Í samkomulaginu kom fram að gert væri ráð fyrir því að því að hefja kennslu í bóklegum greinum á fyrsta ári framhaldsnáms haustið 2009. Ákveðið var að byggt yrði nýtt skólahúsnæði í miðbæ Mosfellsbæjar eins fljótt og unnt væri. Aðilar voru sammála um að í fyrsta áfanga yrði gert ráð fyrir allt að 4.000 fermetra byggingu er rúmaði 400 til 500 bóknámsnemendur. Byggingarnefnd, sem var skipuð þann 23. maí 2008, vann þarfagreiningu og rýmisáætlun fyrir Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði síðan dómnefnd þann 29. apríl 2009, sem hafði það hlutverk að efna til opinnar samkeppni um hönnun húsnæðis Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Dómnefnd hefur í vinnu sinni stuðst við áður gerða þarfagreiningu og rýmisáætlun. Alls bárust 39 metnaðarfullar tillögur sem teknar voru til dóms. Dómnefnd skipti tillögum í flokka eftir formi og lögun bygginga og er nánar fjallað um það í almennri umsögn dómefndar hér á eftir. Dómnefnd vill að lokum þakka tillöguhöfundum þá miklu vinnu sem þeir lögðu í tillögurnar.

DÓMNEFND Dómnefndarfulltrúar tilnefndir af verkkaupa: Þráinn Sigurðsson, formaður dómnefndar, sérfræðingur mennta- og menningarmálaráðuneytis Jóhanna Björg Hansen, bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar Ólafur Sigurðsson, sérfræðingur mennta- og menningarmálaráðuneytis Dómnefndarfulltrúar tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands: Kristín Brynja Gunnarsdóttir, arkitekt FAÍ Sigurður Einarsson, arkitekt FAÍ Ritari dómnefndar: Bergljót S. Einarsdóttir, verkefnastjóri/arkitekt FAÍ, Framkvæmdasýslu ríkisins Trúnaðar- og umsjónarmaður: Gísli Þór Gíslason, verkefnastjóri, Ríkiskaup Ráðgjafar dómnefndar: Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari Framhaldsskóla Mosfellsbæjar Flosi Sigurðsson, deildarstjóri/byggingarverkfræðingur Verkís hf Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, byggingarverkfræðingur Verkís hf


4

DÓMSTÖRF OG NIÐURSTAÐA DÓMNEFNDAR Samkeppnin var almenn framkvæmdasamkeppni, opin öllum sem uppfylltu skilyrði verkkaupa og samkeppnislýsingar. Hún var auglýst í blöðum hérlendis og á vef Ríkiskaupa 21. nóvember 2009. Auglýsing var einnig birt á EES svæðinu. Skilafrestur var 10. mars 2010. Þrjátíu og níu tillögur bárust og voru allar metnar. Formlegir fundir dómnefndar voru þrettán, þar af voru margir vinnufundir. Fyrsti fundur var haldinn 20. maí 2009. Leitað var til skólameistara Framhaldsskóla Mosfellsbæjar við lokaúrvinnslu. Verkfræðistofan Verkís stærðarreiknaði valdar tillögur. Bergljót S. Einarsdóttir frá Framkvæmdasýslu ríkisins sá um verkefnastjórn. Dómnefnd lagði áherslu á að velja snjallar og frumlegar hugmyndir með það meginmarkmið að finna tillögu sem leysir viðfangsefnið í heildstæðri og vel útfærðri hönnun. Valdar voru 17 tillögur til sérstakrar skoðunar. Af þeim voru sex tillögur valdar í efsta flokk. Ákveðið var að veita þremur tillögum verðlaun, tveimur tillögum viðurkenningu með innkaupum og einni tillögu viðurkenninguna athyglisverð tillaga. Það er mat dómnefndar að þær fimm tillögur, sem hlutu verðlaun og voru keyptar, svari best væntingum sem lýst er í keppnislýsingu af þeim tillögum sem skilað var. Tillaga nr. 25 býr þó yfir sérstöðu og er dómnefnd einróma sammála um að veita henni 1. verðlaun og mælir með henni til frekari útfærslu. Dómnefnd er einhuga um eftirfarandi niðurstöðu: Vinningstillögur 1. verðlaun, kr. 4.000.000, tillaga nr. 25, auðkenni 65650 2. verðlaun, kr. 3.000.000, tillaga nr. 29, auðkenni 75457 3. verðlaun, kr. 1.000.000, tillaga nr. 14, auðkenni 57575 Innkeyptar tillögur Innkaup, kr. 500.000, tillaga nr. 31, auðkenni 25214 Innkaup, kr. 500.000, tillaga nr. 33, auðkenni 39315 Athyglisverð tillaga Tillaga nr. 1, auðkenni 18370

Reykjavík 7. apríl 2010

Þráinn Sigurðsson, sérfræðingur, formaður dómnefndar

Jóhanna Björg Hansen, bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar

Kristín Brynja Gunnarsdóttir, arkitekt FAÍ

Ólafur Sigurðsson, sérfræðingur

Sigurður Einarsson, arkitekt FAÍ


5

ALMENN UMSÖGN DÓMNEFNDAR Hér á eftir er gert grein fyrir almennri umsögn dómnefndar. Reynt er að flokka tillögur í samræmi við meginhugmyndir svo og einstaka efnisþætti sem lögð er áhersla á í keppnislýsingu og gert grein fyrir afstöðu dómnefndar til þeirra, eftir því sem kostur er. Listi yfir tillögur Númer dómnefndar og auðkenni, verðlaun og athyglisverðar tillögur:

Tillaga

1

18370

Tillaga

2

Tillaga

Athyglisverð tillaga

Tillaga

21

12301

J97M8

Tillaga

22

00000

3

12210

Tillaga

23

21048

Tillaga

4

77193

Tillaga

24

10310

Tillaga

5

10005

Tillaga

25

65650

Tillaga

6

75730

Tillaga

26

28713

Tillaga

7

14443

Tillaga

27

73350

Tillaga

8

15790

Tillaga

28

33833

Tillaga

9

12123

Tillaga

29

75457

Tillaga

10

27384

Tillaga

30

11211

Tillaga

11

12375

Tillaga

31

25214

Tillaga

12

78634

Tillaga

32

09274

Tillaga

13

17560

Tillaga

33

39315

Tillaga

14

57575

Tillaga

34

80360

Tillaga

15

19208

Tillaga

35

21233

Tillaga

16

27007

Tillaga

36

22145

Tillaga

17

10127

Tillaga

37

15032

Tillaga

18

77557

Tillaga

38

01123

Tillaga

19

12814

Tillaga

39

10184

Tillaga

20

10111

3. verðlaun

1. verðlaun

2. verðlaun

Innkaup

Innkaup


6

Áherslur dómnefndar Í 1. kafla keppnislýsingar var áherslum dómnefndar lýst með eftirfarandi hætti: Dómnefnd metur tillögur sem berast í samkeppnina með hliðsjón af fyrirliggjandi samkeppnislýsingu og gögnum sem þar er vísað til. Dómnefnd leggur höfuðáherslu á eftirfarandi atriði við mat sitt á úrlausnum: • Heildarlausn húsnæðisins skili vandaðri og góðri byggingarlist, þ.m.t. form, efnisval og heildar yfirbragð, sem hæfi starfseminni. • Yfirbragð hússins marki sérstöðu í miðbæ Mosfellsbæjar. • Snjallar lausnir með vel ígrunduðum innbyrðis tengslum, m.a. milli hæða, athyglisverðum rýmum í samræmi við markmið skólans um kennsluhætti og í góðum hlutföllum ásamt markvissri dagsbirtunotkun. • Hagkvæma byggingu sem uppfylli kröfur forsagnar um stærðir rýma og innra fyrirkomulag. • Lausnir og efnisval sé ákjósanlegt með tilliti til endingar, rekstrarkostnaðar, umhverfis- og vistfræðiþátta. • Sveigjanleika. • Umferðar-, aðgengis- og öryggismál. • Fyrirkomulag á lóð og aðlögun að umhverfi. Dómnefnd mun í niðurstöðum sínum fjalla almennt um allar innkomnar tillögur, þar sem mun verða tekið á mismunandi lausnum höfunda, mismunandi einkenni tillagna dregin fram og afstaða dómnefndar til þeirra birt. Almennt Allar tillögur sem bárust í keppnina voru teknar til dóms. Innsendar tillögur voru fjölbreyttar, frumlegar og metnaðarfullar. Dómnefnd er sammála um að tillögurnar sýni vel ígrundaðar og ólíkar lausnir á þessu áhugaverða viðfangsefni - svo fjölbreyttar og vel unnar tillögur gerðu störf dómnefndar markviss þar sem auðvelt var að sjá kosti og galla ólíkra lausna. Djarfar og skemmtilegar hugmyndir birtast í mörgum tillögum þó þær hafi ekki komið til álita til verðlauna eða innkaupa. Dómnefnd þakkar keppendum fyrir þátttökuna og lofsvert framlag. Flokkar Innsendum tillögum var skipt í 6 flokka eftir fyrirkomulagi bygginga. Þetta eru: a. Vinkill b. Klasi c. Bygging með inngarði (atrium). d. Stöng e. Tvær stangir f. Festi, 3 eða fleiri byggingar samtengdar með göngum og/eða miðrýmum. Lausnir í mismunandi tillöguflokkum endurspegla í meginatriðum hvernig leysa má helstu úrlausnarefni samkeppninnar og koma þá jafnan fram kostir og gallar hvers tillöguflokks, þótt einstaka tillögur mætti flokka í fleiri en einn flokk.


7

a. Vinkill. Dómnefnd valdi að flokka eftirfarandi 10 tillögur í þennan flokk: nr. 10, 15, 19, 21, 24, 26, 33, 36, 37 og 39. Bestu tillögurnar í þessum flokki liggja í norð-austurhorni lóðarinnar, mynda faðm mót suðvestri og skjól gegn norð- og austlægum vindáttum. Flestar vinna með opið miðrými í broti byggingarinnar sem snýr inn að lóðinni með kennsluklasa og skrifstofum að lóðarmörkum. Í þessum tillögum er víða að finna gott samhengi rýma við miðju en þó er nokkuð um að gengið sé gegnum einn kennsluklasa til að komast í annan, dómnefnd telur það miður. Tillögur 10, 26 og 33 voru teknar til sérstakrar skoðunar. Tillaga nr. 33 var valin í efsta flokk. b. Klasi. Dómnefnd valdi að flokka eftirfarandi 12 tillögur í þennan fokk: nr. 3, 4, 5, 6,11, 13, 14, 20, 23, 27, 31, og 35. Tillögurnar eru oft samsettar úr kubbum eða klösum, mismunandi háum, sem stillt er saman á mismunandi hátt. Þetta skapar víða skemmtilega rýmismyndun en þó voru margar tillögur sem féllu undir þessa skilgreiningu sem dómnefnd fannst ósannfærandi í samsetningu. Helsti kostur tillagna í þessum flokki var samþjöppun rýma um einhverskonar miðju, matsal og fleira sem víða var opinn upp á efri hæðir en einnig í góðum opnum tengslum við lóð. Víða eru stuttir og greiðir gangar. Helsti galli á tillögum í þessum flokki var mikil húsdýpt og þar með erfiðleikar við að fá eðlilegt jafnvægi í dagsljós rýma. Tillögur 5, 11, 14, 20 og 31 voru teknar til sérstakrar skoðunar. Tillögur nr. 14 og 31 voru valdar í efsta flokk. c. Bygging um inngarð (atrium). Dómnefnd valdi að flokka eftirfarandi tvær tillögur í þennan flokk: nr. 18 og 22. Þessar tillögur leggja mikla áherslu á inngarðinn. Ágætis hugmynd sem fellur vel að markmiðum um miðbæjarhús og þjappar skólanum saman en aðskilur skólalífið frá bænum. Helsti galli á tillögum í þessum flokki birtist í erfiðleikum við að skapa sérstæða og rólega klasa, því hringtenging ganga umhverfis garðinn kallar á að gengið sé úr einum klasa í gegnum annan. Tillaga 18 var tekin til sérstakrar skoðunar. d. Stöng. Dómnefnd valdi að flokka eftirfarandi 4 tillögur í þennan flokk: nr. 2, 8, 29 og 38. Þarna eru á ferðinni frekar djarfar tillögur sem sannfæra dómnefnd misvel um ágæti fyrirkomulagsins. Þar sem það er best gert fæst mjög hagkvæm og spennandi bygging með sterk ytri einkenni. Lausnir skipulagsþátta var helsti galli á þessum tillögum, einkum þar sem stöngin liggur á miðri lóð og þáttaka í myndun miðbæjargötu í lágmarki. Tillögur 8, 29 og 33 voru teknar til sérstakrar skoðunar. Tillaga nr. 29 var valin í efsta flokk. e. Tvær stangir. Dómnefnd valdi að flokka eftirfarandi 7 tillögur í þennan flokk: nr.7, 12, 25, 28, 30, 32 og 34. Við að leggja starfsemina í tvær stangir og tengja þær saman með sameiginlegu rými skólans myndast stuttar gönguleiðir frá snertipunkti stanganna í sumum tillagna. Sérstakir og vel afmarkaðir kennsluklasar eru meðal kosta þeirra. Aðkoma, innra flæði og tenging við lóð virkar víða vel. Helstu galla má nefna full íburðarmikil miðrými. Tillögur tengjast ágætlega skipulagi miðbæjar hvort sem þær liggja samsíða götu eða þvert á hana. Stangir þvert á götu gefa betri tengingu frá götu inn á lóð í gegnum miðrýmið. Áberandi er að víða er gengið í gegnum einn kennsluklasa til að komast í annan og er það galli. Tillögur 25, 28 og 34 voru teknar til sérstakrar skoðunar. Tillaga nr. 25 valin í efsta flokk. f. Festi, þrjár eða fleiri byggingar samtengdar með göngum og/eða miðrýmum. Dómnefnd valdi að flokka eftirfarandi 4 tillögur í þennan flokk: nr.1, 9, 16 og 17. Kostur tillagna í þessum flokki eru vel afmarkaðir og sjálfstæðir kennsluklasar og oft vel aðgreind önnur starfsemi. Tillögum í þessum flokki tekst að gera spennandi og áhugaverð garðrými sem veita kennslurýmunum sem að þeim snúa góða dagsbirtu. Tillögurnar virka á ýmsan hátt „grænni“ þar sem þær fingra sig út á lóðina. Það er þó stundum á kostnað hagkvæmni, lausnir verða með lengri ganga og lægri byggingar. Tillögur 1 og 16 voru teknar til sérstakrar skoðunar. Tillaga nr. 1 var valin í efsta flokk.


8

Fjöldi hæða Dómnefnd valdi að hafa deiliskipulag til hliðsjónar, en veita þó ákveðið frjálsræði varðandi staðsetningu bygginga og fjölda hæða, til að útiloka ekki sannfærandi lausnir á frávikum deiliskipulags. Þær tillögur sem vinna með einnar- og tveggja hæða byggingar taka stærri hluta lóðar undir húsin og hafa tilhneigingu til lengri ganga og dýpri rýma, auk þess að taka síður þátt í því að gera yfirbragð Háholts/Bjarkarholts að miðbæjargötu. Þriggja hæða byggingar leystu þessa þætti almennt betur. Fjögurra hæða byggingar virðast bera fyrirhugaða nálæga íbúðarhúsabyggð ofurliði. Skipulag Dómnefnd er sammála um að þær tillögur sem unnu samkvæmt deiliskipulagstillögunni og lögðu sig að götunni (Háholti/Bjarkarholti) í norðausturhluta reits, væru almennt þær sem tengdu bygginguna við bæinn og sköpuðu skjólsælli og sólríkari útisvæði. Yfirleitt voru tillögur að lausn bílastæða á lóð viðunandi þótt stundum væru bílastæði full áberandi í forgrunni bygginga. Klasar Dómnefnd skoðaði sérstaklega spennandi og frumlegar lausnir kennsluklasa. Almennt má segja að lausnir þar sem húsdýpt er mikil og klasinn myndar allt að ferning, líður klasinn oft fyrir að opna kennslurýmið verður lítið annað en gangasvæði á meðan minni húsdýpt gefur betri og bjartari kennslurými. Í sumum tillögum hafa klasarnir mismikil tengsl við miðju skólans. Óæskilegt er að gengið sé gegnum einn klasa til að komast að þeim klasa sem fjær liggur. Dómnefnd hreifst af tillögum þar sem sjá mátti í senn fjölbreytileika og gott jafnvægi á milli bóknámsklasa. Efnisval og umhverfismál Í nokkrum tillögum var lögð áhersla á umhverfismál og vistvæna hönnun. Víða komu fram áhugaverðar lausnir og þar sem best var gert hafði það áhrif á niðurstöðu dómnefndar. Tillögur valdar til frekari skoðunar Dómnefnd fór markvisst yfir allar tillögur og ákvað síðan hvaða tillögur yrðu teknar til nánari skoðunar. Eftir mat á heildaryfirbragði, innra fyrirkomulagi helstu rýma og aðlögunar að skipulagi voru sautján tillögur, nr. 1, 5, 8, 10, 11, 14, 16, 18, 20, 25, 26, 28, 29, 31, 33, 34 og 38, teknar til frekari skoðunar. Eftir þá skoðun valdi dómnefnd 6 tillögur sem verðuga fulltrúa í verðlaunasæti. Þær eru: nr. 1, 14, 25, 29, 31 og 33. Tillögurnar voru stærðarreiknaðar og reyndist tillaga nr. 1 það mikið yfir rýmisáætlun samkeppnislýsingar að ekki þótti rétt að verðlauna hana.


9

SAMKEPPNISTILLÖGUR - UMSAGNIR DÓMNEFNDAR


10

1. VERÐLAUN Tillaga númer 25 – auðkenni 65650

Fjarvíddarmynd Austurtorg

FRAMHALDSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ “…og blómin vaxa á þakinu” * Landslag verður að byggingu sem verður að landslagi... Inngangur Við rætur Helgafells í Mosfellsbæ, fyrir neðan þjóðveg nr. 1 stendur Framhaldsskóli Mosfellsbæjar. Byggingin rís upp úr landslaginu og samfléttast því í aflíðandi brekku þakinni mosa og steinum. Skólinn stendur við götuna Háholt sem tengist miðbænum til austurs.

Strúktúr - rendur

Tenging við menningarhús/miðbæ

Byggingin kallast á við Menningarhús, kirkju og hverfisverndað svæði hinum megin götunnar. Annar aðalinngangur skólans er á norðausturhluta lóðarinnar en þar opnast byggingin og myndar lítið torg sem styrkir þessa tengingu við miðbæinn. Hjólandi og gangandi vegfarendur geta nýtt sér þennan inngang, en hjólastæðum er komið þar fyrir. Strúktúr deiliskipulags einkennist af stefnu sem liggur til norðurs og suðurs. Skólinn tileinkar sér þessa stefnu. Byggingin er brotin upp á norðurhlið við Háholt og aðlagast byggðinni.

* Halldór Laxness, Heimsljós – Höll sumarlandsins, Kafli 17

Strúktúr gróðurs og

Umhverfi og skipulag

Byggingin þróast úr austri til vesturs, út frá miðbænum. Fyrsti áfangi rís á

austurhluta lóðarinnar. Íþróttahúsið mun síðar rísa á vesturhluta lóðar og myndar þá umgjörð um skólalóðina. Annar áfangi mun tengjast aðalbyggingunni og teygir sig til vesturs. Leiðin úr miðbænum og í íþróttahúsið er samfelld í gegnum skólann. Byggingin rís úr landslaginu, hún vex upp úr jarðveginum og myndar rými ofan á, við hliðina á og undir grasþekjunni. Skólinn verður hluti af landslaginu og landslagið verður hluti af skólanum. Mönin norðan við Vesturlandsveg er hluti af þessari hreyfingu í landslaginu og þar með hluti af heildarmyndinni. Byggingin tekur upp liti sumarblóma sem vaxa villt í landslaginu og staldra stutt

við á árinu. Litirnir eru notaðir víðs vegar í byggingunni og verða hluti af heildarmyndinni. Á lóðinni eru klappir og stórir steinar sem gegna hlutverki í rýmismyndun. Úti í Suðurgarðinum geta þeir nýst sem legu- eða setubekkir. Inni birtast þeir á völdum stöðum í miðjurými og geta þar nýst sem bekkir. Tenging við landslagið verður þar með sterkari. Á leið í gegnum bygginguna er unnið markvisst með sjónlínur út í landslagið og umhverfið í kring. Suðurgarður blasir við frá inngöngum og stiginn upp á aðra og þriðju hæð er hluti af framhliðinni. Úr norðurhluta byggingar sést bærinn.

Birkitrjám verður plantað í röðum samhliða stefnu byggingar. Þar með skapast spennandi rými á milli aðalbyggingar og íþróttahúss, fyrir utan að veita skjól fyrir vindi í Suðurgarði og á Austurtorgi. Á góðum haust- eða vordögum er hægt að nota rýmin úti til kennslu. Á jarðhæð nýtast tröppurnar og garðurinn sem svæði til útiveru og á efri hæðum hússins nýtast verandirnar.


11 Háholt

Austurtorg

tæði Bílas

Aðalb yggin g

tæði Bílas ari áf angi:

hús

bygg

skóla

ótta

ði astæ

gi: íþr

gi: bíl

i áfan

i áfan

/ síð

tæði Bílas

síðar

Síðar

ing

Fjarvídd

Suðurgarður

Útivistarsv

Kostir to

Vesturla

ndsve

gur

C

Vesturinngangur 3.2.9 Aðst.skólam.

3.2.9 Skólameistari

3.2.9 Stjórn.

3.2.9 Stjórn.

3.2.9 Stjórn.

Netþjónn

Afstöðumynd 1:500

Húsv.

3.2.9 Heilsug./ ráðgjöf

Ræst. 3.2.9 Fundarh.

Fatahengi 3.2.9 Setustofa kennara

3.2.9 Vinnusv. Kennara

Skólasvæ 3.2.9 Móttaka

Innra skipulag

Jarðhæð

Fyrsti áfangi skólans mun hýsa ca B 4-500 nemendur. Byggingin skiptist í tvo langa hluta með miðjurými, sem kalla mætti fingrastrúktúr. Í síðari áföngum er fleiri „fingrum“ bætt við.

Tveir aðalinngangar eru í bygginguna. Annar inngangur er á Austurtorgi en þar er gott skjól fyrir vindi. Þaðan er góð tenging við bæjarlífið í Mosfellsbæ. Gert er ráð fyrir að stoppistöð strætisvagns verði við torgið. Tilvalið er að nota torgið undir viðburði skólans utandyra, s.s. tónleika, sýningar o.fl. Hinn inngangur skólans snýr til vesturs. Inngangarnir eru jafn mikilvægir, þeir styrkja veginn í 2.9.3 Opið vinnurými gegnum skólann. Á þessum vegi eru öll opinber rými skólans: móttaka, matsalur og fatahengi – og eru þau 2.9.3 2.9.6 sýnileg frá báðum inngöngum. Opið vinnurými

A

Hjólastæði

Tenging matsals við forsal/sjónlínur Suðurgarður

2.9.4 Lokað vinnur.

2.9.3 Opið vinnurými 2.9.4 Lokað vinnur.

3.2.10 Nemendaaðstaða

3.2.8 Matsalur/ fjölnotasalur

Opin og l

Við enda miðjurýmis til suðurs er B haldið upp á við. Annaðhvort upp og út í landslagið í Suðurgarð eða upp stigann á aðra og þriðju hæð. Stiginn liggur úr vestri til austurs og er hluti af framhliðinni. Hann er hluti af umferðarrými sem tengist hinum ýmsum kennslusvæðum sem og öllum hvíldar- og útisvæðum. Lyftu, snyrtingar og geymslurými eru einnig A að finna á þessum vegi. Þennan veg er hægt að framlengja síðar meir til að tengjast öðrum áfanga.

Listgreinaklasi 3.2.7 Frystir

3.2.7 Kælir

3.2.7 Uppþv. 3.2.7 Afgreiðsla

Listgreinastofa/verkstæði

2.9.7 Kennslurými/kennslueldhús

3.2.7 Mötuneytiseldhús 3.2.7 Bún./ snyrt.

Þurrlager

2.9.3 Lokað vinnur.

Hver klasi getur verið opinn út á við eða lokaður. Í hverjum klasa eru hefðbundnar kennslustofur en karakter hvers klasa fyrir sig mótast af samspili opinna og lokaðra kennslurýma. Lokuðu rýmin eru

staðsett víðs vegar um klasana og skapast þar með mörg einstök rými og krókar. Nemendur og kennarar geta notað rýmin og innréttað þau eftir þörfum. Hin fjölbreytilegu rými veita innblástur og svara þörfum hvers einstaklings. Þar með skapast góður grundvöllur til náms. Geymslurými eru dreifð um bygginguna og auka þar með sveigjanleika. Rennihurðir úr gleri eru notaðar til að loka opnu rýmunum eftir þörfum og skapa þar með hálfopin rými. Lokuðu rýmin sem skjótast út úr framhliðunum skapa spennu á milli þess sem er úti og inni. Landslagið rammast inn og ákveðnar sjónlínur verða til.

C

Anddyri skólans myndar eins konar miðju sem tengir saman alla hluta skólans. Það þjónar sem umferðarrými,

Önnur og þriðja hæð Austurtorg

Anddyri/Forsalur

en nýtist einnig sem sýningarrými eða sem stækkun matsals fyrir sérstaka viðburði. Það er birtugjafi fyrir öll miðlæg rými. Birtan er mikil en að sama skapi mild.

Fjarvíddarmynd Anddyri/forsalur

Höfundar: architecture.cells Aðalheiður Atladóttir Falk Krüger Filip Nosek Ráðgjöf: Árni Þórólfsson, arkitekt FAÍ

Grunnmynd jarðhæð 1:200

Tillagan er flokkuð sem tvær stangir sem sýnir mjög fallega, áhugaverða og lifandi byggingu þar sem nemendur eru sýnilegir umhverfinu jafnt úti sem inni. Húsið skapar lifandi hlið inn í miðbæ Mosfellsbæjar sem fellur vel að skipulagi og landi í öllum áföngum. Tákn um framtíð og kraft. Heilsteypt bygging og hlýlegt efnisval þar sem flæði úti og inni fléttast saman. Lóðarhönnun er lítið unnin en rými næst skólanum mynda skjól og góða útiverumöguleika. Innra fyrirkomulag er mjög vel leyst og gefur fyrirheit um kraftmikið og líflegt skólastarf. Lausn á fyrirkomulagi klasa er áhugavert og svarar vel væntingum dómnefndar. Megininntak og efnisval tillögunnar er ágætur grunnur að vistvænni byggingu, merkisbera umhverfistefnu bæjarfélagsins. Útlit austur 1:200

Útlit norður 1:200

Útlit vestur 1:200

65650


12

1. VERÐLAUN Tillaga númer 25 – auðkenni 65650

Fjarvíddarmynd Suðurgarður

Útivistarsvæði

Dýr og plöntur

Kostir torfþaks

Fjarvíddarmynd Anddyri/forsalur

Úrkoma og vindur

Minni mengun

Hljóðvist


2.9.3 Opið vinnurými

2.9.5 Efna- og eðlisfræðistofa

2.9.5 Náttúrufræðistofa

Listgreinaklasi 3.2.7 Frystir

2.9.3 Opið vinnurými

2.9.6 Listgreinastofa/verkstæði

3.2.7 Kælir

3.2.7 Uppþv.

2.9.3 Opið vinnurými

2.9.3 Lokað vinnur.

2.9.3 Opið vinnurými

2.9.3 Opið vinnurými

Geymsla 3.2.7 Afgreiðsla

2.9.7 Kennslurými/kennslueldhús

2.9.4 Lokað vinnur.

2.9.3 Lokað vinnur.

3.2.7 Mötuneytiseldhús 3.2.7 Bún./ snyrt.

Þurrlager

2.9.3 Lokað vinnur.

2.9.3 Opið vinnurými

2.9.3 Lokað vinnur.

Grunnmynd 2. hæð 1:200 C

13

Grunnmynd 3. h

Grunnmynd jarðhæð 1:200

Matsalur

Snið A-A 1:200 Útlit austur 1:200

Suðurgarður

Útlit vestur 1:200

Móttaka

Anddyri/forsalur

Snið B-B 1:200

65650

2.9.3 Lokað vinnur.

2.9.3 Lokað vinnur.

2.9.3 Lokað vinnur.

2.9.3 Opið vinnurými 2.9.2 Kennslustofa

Bóknámsklasi 2

2.9.3 Lokað vinnur.

2.9.3 Opið vinnurými

2.9.3 Opið vinnurými

2.9.2 Kennslustofa

2.9.3 Opið vinnurými

Bóknámsklasi 4

Þakgarður

Þakgarður

2.9.3 Opið vinnurými

opið niður opið niður

Ræst. Geymsla

2.9.2 Kennslustofa

Ræst. Geymsla

2.9.2 Kennslustofa

opið niður

2.9.2 Kennslustofa

2.9.4 Lokað vinnur.

2.9.3 Opið vinnurými

Raungreinaklasi 2.9.3 Opið vinnurými

2.9.3 Opið vinnurými

2.9.3 Opið vinnurými

Geymsla 2.9.4 Lokað vinnur.

Grunnmynd 2. hæð 1:200

2.9.3 Lokað vinnur.

2.9.3 Opið vinnurými

2.9.2 Kennslustofa

Bóknámsklasi 3

Bóknámsklasi 1 2.9.3 Lokað vinnur.

2.9.3 Opið vinnurými

2.9.3 Opið vinnurými

opið niður

2.9.2 Kennslustofa

2.9.3 Opið vinnurými

2.9.5 Efna- og eðlisfræðistofa

2.9.5 Náttúrufræðistofa

2.9.3 Lokað vinnur.

opið niður

2.9.2 Kennslustofa

2.9.3 Lokað vinnur.

2.9.3 Lokað vinnur.

Grunnmynd 3. hæð 1:200

2.9.2 Kennslustofa Geymsla

2.9.3 Lokað vinnur.

2.9.3 Lokað vinnur.


14

2. VERÐLAUN Tillaga númer 29 – auðkenni 75457


15

Höfundar: KRADS ARKITEKTÚR Kristján Örn Kjartansson, arkitekt FAÍ Kristján Eggertsson, arkitekt FAÍ Mads Bay Møller, arkitekt MAA Kristoffer Juhl Beilman, arkitekt MAA Bjarni Þorsteinsson, arkitektanemi Vilborg Guðjónsdóttir, arkitektanemi Pétur Blöndal Magnason, arkitektanemi

Tillagan er flokkuð sem stöng sem sýnir afar áhugaverða hugmynd sem unnið er mjög vel með í gegnum alla tillöguna. Byggingin fellur nokkuð vel að skipulagi í fyrri áfanga og mjög vel ef seinni áfangar verða að veruleika. Tillagan sýnir mjög fallega, áhugaverða og lifandi byggingu sem skapar nútímalegt hlið inn í miðbæ Mosfellsbæjar. Lóðarhönnun og aðkoma að byggingunni úr öllum áttum er vel hugsuð, en gera mætti skjólmyndun hærra undir höfði. Áhugaverð notkun timburs á jarðhæð vinnur þó gegn vindstrengjum meðfram þessu langa slétta húsi. Innra skipulag er mjög gott og afar áhugavert og spennandi miðrými, hjarta sem myndar mjög góðar tengingar við efri hæðir. Skipulag klasa er vel leyst.

Sérlegir ráðgjafar: Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt FAÍ, deildarstjóri byggingarlistadeildar Listasafns Reykjavíkur Kjartan Rafnsson, byggingatæknifræðingur


16

2. VERÐLAUN Tillaga númer 29 – auðkenni 75457

A

B

C

A1

A1

B

A1

B


A

B

C

A1

A1

A2

17

B

A2

A1

C

B

A2


18

3. VERÐLAUN Tillaga númer 14 – auðkenni 57575


Aðkoma fyrir almenna bílaumferð er austast á lóðinni, en vöruafgreiðsla ásamt sorphirðu er við vesturenda 1. áfanga. Bílastæði fyrir fatlaða er sérmerkt, næst aðalinngangi. Hellulagðar, gönguleiðir liggja í gegnum bílastæði og tengjast öðrum gönguleiðum við skólann. Aðkoma að bílakjallara er við gafl byggingar að suðaustan. Hægt er að stækka bílakjallarann áfram undir byggingu í næsta áfanga. Aðgengi sjúkrabíla ásamt slökkvibílum er tryggt.

bóknámsklasi

setsvæði

móttaka - bókasafn

19

miðrými

Snið a-a 1:200

útlit suður 1:200

útlit vestur 1:200

stjórnun

a

grunnmynd 2. hæðar

57575

1:200

miðrými

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

miðrými

stjórnun

Göngustígar, setsvæði og gróður Göngutengingar liggja umhverfis byggingu og tengjast stígakerfi bæjarins. Setsvæði eru staðsett með reglulegu millibili með grasi og gróðri. Við lóðarmörk að sunnanverðu væri tilvalið að útbúa tengingu við stígakerfi bæjarins, ásamt göngustígum í fyrirhugað skógræktarsvæði. Snjóbræðsla er við alla aðalinnganga, á öllum gönguleiðum á lóð og á bílastæðum fatlaðra.

bóknámsklasi

listnámsklasi Markmið meðfylgjandi tillögu að framhaldsskóla í Mosfellsbæ miðar að því að skapa aðlaðandi og sveigjanlegan skóla sem auðvelt er að stækka þegar fram í sækir.

Gróður er mikilvægur hluti af því að mynda vistleg rými og eru notuð tré og runnar ásamt, sígrænum gróðri, fjölærum blómum, laukum, sumarblómum, íslenskar fjölærar jurtir og grös sem tengja má við kennslu nemenda í umhverfisfræðum. Lögð er áhersla á að skemmtilegt samspil verði í litum, áferð og blómgun og mismunandi spil í árstíðum. Allt gras á lóð mun vera blandað sem íslenskt blómaengi þannig að viðhald mun verða í lágmarki.

meginumferðarás

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ kennir sig við auðlindir og umhverfi og er í tillögunni leitast við að móta skapandi og sveigjanlegt kennsluumhverfi þar sem umhverfissjónarmið einkenna efnisval, tæknilausnir og útfærslur. Skólabyggingin sjálf gegnir þannig fræðsluhlutverki á sviði umhverfisvænnar hönnunar og verður innblástur í daglegu starfi skólans og órofa hluti af ímynd hans.

kjallari 1:500

Lýsing Lýsing í vinnurýmum er útfærð með tilliti til hámörkunar dagsbirtu, takmörkunum á sólarglýju og orkusparnaðar til raflýsingar. Með dagsbirtustýringum og viðveruskynjurum getur orkusparnaður orðið allt að 80% af því sem gæti talist til hefðbundinnar rafmagnslýsingar vinnusvæða. Umferðasvæði liggja að gluggaveggjum og uppfylla kröfur um dagsbirtuhlutfall (Daylight Factor) 2. Því er rafmagnsnotkun þar nær óþörf meðan dagsbirtu nýtur. Þar sem sólarstaða á Íslandi úr SA og SV átt eru með mjög erfiðum sólarhæðum 1°-15° vetur/vor/haust gagnvart glýju, eru gluggasvæði vinnurýma sérstaklega hönnuð með greiningu sólarátta. Þannig er lágmörkuð þörf fyrir gluggatjöld nema í rýmum með skjávarpa og hámörkuð dagsbirtunokun sem rannsóknir sýna að geti bætt afköst nemenda um 20% og aukið vellíðan almennt.

Háholt

Meginskipulag: Skólinn byggist upp á tveimur megin byggingarhlutum, hvor um sig í laginu eins og L og tengjast þeir saman og ramma inn tvo aðkomugarða. Rýmistafla Bóknámsklasi�1 Lokað kennslurými Lokað kennslurými Opið vinnurými Opið vinnurými Opið vinnurými Lokað hópvinnurými Lokað hópvinnurými Lokað hópvinnurými útlit Samtals bóknámsklasi

Tveggja hæða vesturhluti byggingar rúmar stjórnunarálmu og sameiginleg rými. Þriggja hæða austurhluti skólans hýsir kennsluklasa. Bílakjalllari er undir skólabyggingunni og er aðgengi um lyftu og um inngang í suðurenda skólans. Meginumferðarás byggingarinnar liggur í austur-vesturstefnu og tengir saman meginsvæði skólans. Byggingin mótast mjög af umhverfi sínu, sólaráttum, vindáttum og útsýni. Gluggasetning byggingarinnar miðar að sem jafnastri og bestri dagsbirtu inn í kennslurými, og með minni hitasveiflum innanhúss næst verulegur sparnaður í orkunotkun. Megin kennslu- og vinnusvæði eru með glugga til norðurs, austurs og vesturs en ekki í hásuður, og gluggar mótaðir þannig að útsýni nýtist sem best en að truflun af völdum sólar sé sem minnst. Umferðarásinn má tengja við framtíðar vibyggingu til vesturs ef til kemur og munu sameiginleg svæði þannig liggja miðlægt í fullbyggðum skóla til lengri tíma. Skipulag klasa:

Leiðarljós: 1)Að sem minnst orkunotkun og mengun eigi sér stað við framleiðslu byggingarefna. 2)Að notuð séu innlend efni eftir fremsta megni, en ella efni sem flutt eru að sem stysta leið, og endurnýta má innanlands. 3)Að lágmarks viðhald og rekstrarkostnaður verði á rekstrartímabili. 4)Að förgun efna við niðurrif sé umhverfisvæn.

Tillöguhöfundar leggja til að trefjasementsplötur verði notaðar í utanhússklæðningu hússins. Trefjasementplötur (fiber cement) eru unnar úr sementi, kalki, vatni og lofti og eru umhverfisvæn bóknámsklasi vara sem hægt er að endurnýta 100%. Plöturnar eru nær viðhaldsfríar, fást í miklu litaúrvali og uppfylla kröfur um eldvarnir. Því má skjóta að að trefjasementsplötur væru kjörnar til framleiðslu hérlendis í þeirri viðleitan að gera íslenskan byggingariðnað sjálfbærari, enda fá íslensk byggingarefni í boði. Litaval og áferð utanhússklæðningar er sótt í náttúru svæðisins og þá einkum matta áferð leiranna við ármynni í nágrenni Mosfellsbæjar.

Bóknámsklasi 2 (sjá klasi 1) Bóknámsklasi 3 (sjá klasi 1) Bóknámsklasi 4 (sjá klasi 1)

300 300 300

Raungreinaklasi Raungreinaklasi Náttúrufræðistofa Náttúrufræðistofa EfnaͲ og eðilsfræðistofa EfnaͲ og eðilsfræðistofa Lokað kennslurými Lokað kennslurými Opið vinnurými Opið vinnurými Opið vinnurými Opið vinnurými Lokað hópvinnurými Lokað hópvinnurými Lokað hópvinnurými p ý Lokað hópvinnurými Samtals raungreinaklasi Samtals raungreinaklasi

90 90 90 90 60 60 40 40 45 45 20 20 20 20 365 365

N

Efnisval:

Önnur�rými Önnur�rými Mötuneytiseldhús Mötuneytiseldhús Afgreiðsla Afgreiðsla Frystir Frystir Kælir Kælir Uppþvottur Uppþvottur Búningsaðstaða starfsf. í eldhúsi Búningsaðstaða starfsf. í eldhúsi Salerni f. starfsf. í eldhúsi Salerni f. starfsf. í eldhúsi Matsalur/fjölnotasalur Matsalur/fjölnotasalur Nemendaaðstaða Samtals�önnur�rými

39 39 10 10 10 10 10 10 10 10 55 22 200 200 51 337

Stjórnunarrými Móttaka & ljósritun/geymsla Skrifstofa skólameistar Skrifstofa aðst. Skólameistara Skrifstofur fy. Stjórnendur Vinnusv. Kennara Setustofa kennara+fatahengi Fundarherbergi Heilsugæsla og ráðgjöf Samtals�stjórnunarrými

58 21 16 36 135 86 30 48 430

Loftræsting

kennslugarðar

framtíðar bílastæði

skjóltorg aðkoma

afstöðumynd

Samtals áætlaðir nettó fermetrar Gangar og tæknirými Samtals�áætlaðir�brúttó�fermetrar

57575

1:500

Frárennsliskerfi

Neysluvatnskerfi Allar stofnlagnir verða lagðar ofan við niðurhengd loft frá inntaksrými og að dreifiskápum við hreinlætiskjarna. Þaðan er vatninu dreift um rör í rör kerfi að einstökum tækjum. Þannig verða allar lagnir huldar en jafnframt vel aðgengilegar til allrar framtíðar. Heitt neysluvatn verður upphitað kalt vatn, hitað í varmaskipti í 60°C. Við einstök hreinlætistæki verða blöndurnarlokar sem lækka hitastig vatnisins í 43°C nema við eldhús- og ræstivaska. Hitakerfi

miðrými

3.630 1.033 3.951

a

Miðað er við að í opnum rýmum verði megin hitakerfið gólfhiti en við stóra gluggafleti verði jafnframt ofnar. Í lokuðum rýmum, kennslustofum og skrifstofum, verður ofnhitun sem er mun hagkvæmara hitakerfi heldur en gólfhiti. Hljóðhönnun

bóknámsklasi

Hljóðhönnun miðast við að styðja við mismunandi aðstæður í fjölbreyttum rýmum skólans.Unnið verður út frá viðmiðunargildum sem eru strangari en hefðbundnar kröfur byggingarreglugerðar. Von er á nýjum íslenskum staðli um hljóðflokkun skóla m.t.t. gæða hljóðvistar, en ef þessi íslenski staðall verður ekki tilbúinn, verður miðað við samsvarandi norska og sænska staðla. Sérstaklega verður farið ofan í hljóðmál í rýmum hvers klasa fyrir sig og er þá sérstaklega átt við hljóðdeyfingu innan rýmis og hljóðeinangrun á milli óskyldra rýma. Í opnum vinnurýmum verður miðað við að skipta rýminu upp í einingar þannig að talgreinanleiki innan hverrar einingar verði yfir ákveðnu viðmiðunargildi, en talgreinanleiki milli eininga verði undir ákveðnu viðmiðunargildi. Þetta verður gert með hljóðdeyfingu í lofti og á völdum veggjaflötum, en einnig með uppsetningu skilrúma, sem geta verið skápar, upphengitöflur, og sérstakir hljóðdeyfandi fletir.

stjórnun grunnmynd 3. hæðar

Loftræsikerfi verða einungis í gangi á meðan starfsemi er í skólanum en einföld útsogskerfi sem þjóna snyrtingum og ræstingum verða keyrð allan sólarhringinn. Sér útsog verða fyrir eldhús og rannsóknarskápa í raungreinaklasa. Við stærðarákvörðun loftræsikerfa er tekið mið af kröfum í stöðlum og reglugerðum en t.d. í nýrri byggingarreglurgerð í Danmörku er gerð sú krafa að í skólastofum skuli vera vélræn loftræsing, innblástur og útsog, sem anni a.m.k. 5 l/s/nemanda + 0,4 l/s/m2. Þessari kröfu er ekki hægt að mæta með náttúrulegu loftræsikerfi og hér er því miðað við vélræn loftræsikerfi í öllum lokuðum kennslurýmum.

Frárennsliskerfi verður tvöfalt, skólp og regnvatn, og tengt dreifikerfi bæjarins.

bóknámsklasi

Hljóðvist í matsal verður skoðuð sérstaklega með tilliti til hljóðdeyfingar til að draga úr hávaða og gjallanda. Þar verða hljóðdeyfandi plötur í loftum og á veggjum verða hljóðdreififlekar og/eða hljóðtjöld. Allar þessar aðgerðir miðast við að tryggja mjög góða hljóðvist, en ekki bara ásættanlega, og þannig mun hljóðvistin í skólanum leggja sitt að mörkum fyrir góða lýðheilsu.

inngangur raungreinaklasi

1:200

a

a

miðrými

Efni til hljóðdeyfingar í rýmum verða gerð úr náttúrulegum og endurvinnanlegum efnum. Þar sem því verður viðkomið, m.a. til hljóðdeyfingar í hljóðeinangrandi byggingarhlutum verður notuð íslensk steinull.

Lóð Við lóðarhönnun er markmiðið að skapa aðlaðandi, útisvæði með tengingu í umhverfið og byggingu. Efnisnotkun og vinnubrögð eru sótt í íslenskar hefðir s.s. klömbrur, sniddur og náttúrugrjót, sem blandast við nútímalega steypta veggi. Hleðslur fjær skóla, við bílastæði eru torfhleðslur og grásteinshleðslur blandaðar með torfhleðslum eru notaðar nær byggingu og hringamyndanir á torgum úr steypu. Áhersla er lögð á að lóðin flæði saman við landslagið í hlíðinni fyrir ofan, gróft fallegt náttúrulegt blómaengi, sem krefst lítils viðhalds væri mótað í afgerandi halla, á nokkra vegu og myndar spennandi flæði og andstæður, þar sem náttúran kallast á við það manngerða. Við hönnun lóðar er sérstaklega hugað að því að ungt, upprennandi fólk á menntaskólaaldri nýtir lóðina. Þess vegna er mikilvægt að fá jákvæða uppörvun frá umhverfinu, sem nemendur geta verið stoltir af, með kjörorðunum:

Byggingarform skólans miðar að því að náttúrulegrar loftræstingar njóti við í sem flestum rýmum. Loftræsing skólans miðar að því að mæta nauðsynlegu magni af fersku lofti en að um leið sé þess gætt að orkunotkun loftræstikerfa verði sem minnst. Notast er við svokallað “Hybrid kerfi” þar sem náttúruleg loftræsting er notuð eftir fremsta megni, en vélræn loftræstin virkar sem stoðkerfi. Skólinn er formaður þannig að líta má á hann sem fjóra hluta, hver um sig á tveimur til þremur hæðum, sem tengjast við ás byggingarinnar. Loftræsting skólans tekur mið af þessu og er hugsuð þannig að ein loftræsisamstæða verður fyrir hvern hluta skólans og þjónar einungis þeim rýmum sem nauðsynlegt er að loftræsa vélrænt á því svæði.

að bílakjallara

Loftræsisamstæðurnar eru búnar varmanýti sem gerir það að verkum að hægt er að lágmarka orkunotkun kerfanna jafnvel yfir köldustu hluta vetrarins. Uppbygging skólans og loftræsikerfanna gerir það að verkum að engir loftstokkar þurfa að ligga milli mismunandi hluta skólans og þeir loftstokkar sem verða til staðar eru því grannir og taka tiltölulega lítið pláss, um leið og lagnaleiðir eru styttri en ella.

23 21 90 243

a

Utanhúss lýsing styður arkitektúrinn og aðkomu en eykur öryggi gangandi vegfarenda um lóðina og að inngöngusvæðum byggingar. Leitast verður við að lýsingin verði hógvær í umhverfinu og búnaður valinn og staðsettur þannig að hamlað sé að hægt verði að valda tjóni á búnaðinum sem þó sé aðgengilegur til viðhalds.

70 bílastæði útisvæði matsals

33 1. hæð 53 2. hæð 23 3. hæð

Netþjónn Húsvörður Fatahengi Samtals�geymslurými

Þak verður “viðsnúið það”, með vistvænum þakdúk (pvc frír), rakaþolinni einangrun og torfklæðningu sem einangrar um leið. Rannsóknir sýnt að vatn af torfþaki skilar sér að 90% út í lofthjúpinn en 10% þess enda í holræsakerfi. Með hefðbundin þök eru þessi hlutföll öfug. Val á grænu þaki byggist því bæði á umhverfissjónarmiðum, en einnig á menningarlegum þáttum þar sem torfþök mynda tengingu við sögu manngerðs umhverfis á Íslandi. Gólf verða að mestu klædd með linoleum gólfdúk sem unninn er úr náttúrlegum efnum og með vottun sem umhverfisvæn vara. Íslenskar grágrýtishellur verða á slitflötum við innganga. Í eldhúsi verður flotgólf sérstaklega ætlað fyrir matvinnslusvæði.

Raflýsing er hönnuð á þann hátt að hún falli vel að arkitektúrnum svo hún veiti almennt vellíðan og styðji við þau svæði sem skortir dagsbirtu. Sérstök svæði með sérlýsingu skulu tilgreind af fulltrúum skólans ásamt arkitekt til þess að mæta stemningsog áherslulýsingu á svæði s.s. kennarastofu, samkomusal og afþreyingasvæði nemenda.

framtíðar viðbygging

90 90 86 86 47 47 40 40 40 40 20 20 20 20 343 343 1.908 1.908

Geymslurými Geymsla Geymsla Geymsla

a

skjóltorg aðkoma

60 60 40 40 40 20 20 20 300

norður 1:200

Listgreinaklasi Listgreinaklasi Listgreinastofa og verkstæði Listgreinastofa og verkstæði Lokað kennslurými & kennslueldhús Lokað kennslurými & kennslueldhús Opið vinnurými Opið vinnurými Opið vinnurými Opið vinnurými Opið vinnurými Opið vinnurými Lokað hópvinnurými Lokað hópvinnurými Lokað hópvinnurými Lokað hópvinnurými Samtals listgreinaklasi útlit austur 1:200 Samtals listgreinaklasi Samtals�kennslurými Samtals�kennslurými

Opnum vinnurýmum er skipt upp með einingum sem innihalda innréttingar/hirslur en eru um leið hluti af hljóðdempun svæðanna ásamt því að gegna hlutverki kennslutöflu/upphengisvæðis eftir þörfum og hýsa rennifleka sem nota má til að loka opnu kennslurýmunum enn frekar innbyrðis. Aðgengi að lokuðum vinnu- og kennslurýmum er um opnu rýmin. Gert er ráð fyrir möguleika á að hafa felliveggi milli lokaðra kennslurýma í almennum klösum. Þannig má skapa aðstöðu fyrir stærri fyrirlestra/verkefni innan klasanna eftir hentugleika.

Byggingin er í megindráttum steinsteypt burðarvirki með steinsteyptri þakplötu og er miðað við að íslenskt sement verði notað í steypu. Byggingin verði bóknámsklasi einangruð að utan og þannig tryggð betri orkunýting og minnkaður viðhaldskostnaður. Gluggar verði íslenskir timburgluggar með álklæðningu. Til einangrunar verði notuð íslensk steinull sem er gerð úr náttúrulegum og endurvinnanlegum efnum og er jafnframt sú eina sinnar tegundar í heiminum sem framleidd er án Þess að brennsla kola komi til. Steinullin verði jafnframt notuð til hljóðdempunar innanhúss, sjá nánar kafla um hljóðvist.

m2

57575

inngangur

listgreinaklasi

x x5 5x 7x 5x 7

matsalur

Inngangar að sunnan og norðan

Höfundar: Guðrún Ingvarsdóttir, arkitekt FAÍ – Arkþing ehf Helgi Mar Hallgrímsson, arkitekt FAÍ Lóðarhönnun: Inga Rut Gylfadóttir, landslagsarkitekt FÍLA – Forma ehf Björk Guðmundsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA – Forma ehf

Aðkoma er einföld og skýrt afmörkuð og gerð hlýleg með trjágróðri, mismunandi yfirborði og aðgengileg öllum. Aðkomasvæði sunnan og norðan við byggingu eru rúmgóð, mynstruð upp með íslenskum grágrýtisteini. Grágrýti er notað í anddyri og þannig myndast tenging við inni/úti rými í efnisvali. Til að brjóta upp og gera torgsvæði spennandi, eru hringamyndanir upphækkaðar. Hækkanir á skjóltorgum eru steyptar í sethæð og setflötur er klæddur timbri í mismunandi breiddum. Þannig er hægt að nýta hringsvæðin til leggjast á gras í miðjunni eða fara í fótabað í vatninu. Lögun byggingar sunnan til myndar sérlega skjólgott svæði. Svæðið er kjörið til afslöppunar og hressingar nemenda frá morgni til kvölds.

grunnmynd 1. hæðar

1:200

Tillagan er flokkuð sem klasi sem sýnir áhugaverða hugmynd sem unnið er með til hlítar. Húsið er mjög vel leyst á allan hátt. Vel útfærð vistvæn stefna skapar tillögu þessari sérstöðu. Skemmtilegt hús sem fellur vel að skipulagi og götu. Lóð mjög vel leyst með skjólgóðum skotum við hús. Útlit húss er heldur hógvært og látlaust og nær ekki að skapa sérstöðu sem framsækinn og metnaðarfullur framhaldsskóli. Í tillögunni er mörkuð mjög metnaðarfull stefna um vistvænan byggingarmáta meðal annars með notkun innlendra endurnýjanlegra og vistvænna byggingarefna.

57575


20

skipulag meginsvæða

Mosfellsbæ

möguleg viðbyggin

Markmið meðfylgjandi tillögu að framhaldsskóla í Mosfellsbæ miðar að því að skapa aðlaðandi og sveigjanlegan skóla sem auðvelt er að stækka þegar fram í sækir. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ kennir sig við auðlindir og umhverfi og er í tillögunni leitast við að móta skapandi og sveigjanlegt kennsluumhverfi þar sem umhverfissjónarmið einkenna efnisval, tæknilausnir og útfærslur. Skólabyggingin sjálf gegnir þannig fræðsluhlutverki á sviði umhverfisvænnar hönnunar og verður innblástur í daglegu starfi skólans og órofa hluti af ímynd hans.

Háholt

Meginskipulag: Skólinn byggist upp á tveimur megin byggingarhlutum, hvor um sig í laginu eins og L og tengjast þeir saman og ramma inn tvo aðkomugarða. Tveggja hæða vesturhluti byggingar rúmar stjórnunarálmu og sameiginleg rými. Þriggja hæða austurhluti skólans hýsir kennsluklasa. Bílakjalllari er undir skólabyggingunni og er aðgengi um lyftu og um inngang í suðurenda skólans. Meginumferðarás byggingarinnar liggur í austur-vesturstefnu og tengir saman meginsvæði skólans. Byggingin mótast mjög af umhverfi sínu, sólaráttum, vindáttum og útsýni. Gluggasetning byggingarinnar miðar að sem jafnastri og bestri dagsbirtu inn í kennslurými, og með minni hitasveiflum innanhúss næst verulegur sparnaður í orkunotkun. Megin kennslu- og vinnusvæði eru með glugga til norðurs, austurs og vesturs en ekki í hásuður, og gluggar mótaðir þannig að útsýni nýtist sem best en að truflun af völdum sólar sé sem minnst. Umferðarásinn má tengja við framtíðar vibyggingu til vesturs ef til kemur og munu sameiginleg svæði þannig liggja miðlægt í fullbyggðum skóla til lengri tíma. Skipulag klasa: Opnum vinnurýmum er skipt upp með einingum sem

skjóltorg aðkoma

framtíðar viðbygging

útisvæði matsals

framtíðar bílastæði

kennslugarðar

skjóltorg aðkoma


meginumferðarás kjallari 1:500

21

útlit norður 1:200

útisvæði

skipulag meginsvæða

útlit austur 1:200

bóknámsklasi

setsvæði

miðrými

stjórnun

móttaka - bókasafn

Snið a-a 1:200

a

miðrými

bóknámsklasi

listnámsklasi

bóknámsklasi

miðrými

a

bóknámsklasi

útlit suður 1:200


Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

22

Framhaldskólinn Í samræmi við samkeppnislýsingu er endurspeglar skólinn áherslur í skólastarfinu um sveigjanleika og fjölbreytni. Í fyrirkomulagi kennslustofa, sameiginlegra rýma og innréttinga er hægt að skipuleggja starf nemenda á fjölbreyttan hátt, bæði í minni verkefnahópum og hefðbundinni kennslu. Skólinn býður upp á möguleika á skipulagi stærri og minni viðburða. Sjálfstæðar byggingareiningar, sem hverri fyrir sig er unnt að skapa ákveðna sérstöðu, raðast umhverfis miðsvæði eða torg. Skipulag og umhverfi Tekið er mið af tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar og markmiðum þess. Norðurhlið skólans mótar göturýmið að hluta og torgrými skólans við Háholt og megin inngangur kallast á við útivistarsvæði, göngustíga og miðbæ Mosfellsbæjar. Aðalinngangur í húsið er frá torgi við Háholt. Héðan er nemendum og gestum „beint“ inn í skólann, inn í miðrými. Miðrýmið er umlukið af sjálfstæðum húseiningum og tengir saman alla starfsemi skólans. Á fyrstu hæð til austurs er stjórnunareining, til norðurs er fatahengi og þjónusturými nemenda. Mót suðri er samkomusalur/fjölnota rými og kennslurými. Á efri hæðum eru kennslurými sem tengjast miðrými en eru þó aðgreind frá jarðhæð. Aðstaða heilsugæslu er við miðrými en þó afsíðis með möguleika á sérinngangi. Næst aðalinngangi er inndregin hjólageymsla utanhúss. Í kjallara eru bílastæði, geymslur og tæknirými. Kjallari tengist efri hæðum með lyftu og stigahúsi

Háholt

Klasar/kennslurými Til þess að ná fram markmiðum um sveigjanleg rými og fjölbreyttar kennsluaðferðir, er skólanum skipt upp í sjálfstæða klasa. Þrjár einingar mynda þessa klasa. Bóknámsklasar eru á tveimur hæðum á norðanverðum reitnum. Þessir klasar eru í megin dráttum skipulagðir þannig að lokuð og hálf opin kennslurými umlykja miðsvæði sem skiptist upp í opin kennslurými. Þannig getur kennsla farið fram með hefðbundnum hætti í afmörkuðum stofum en einnig er hægt að opna milli kennslustofa og miðsvæða. Opin rými klasanna geta tengst miðrými ef þörf er á. Raun- og listgreinar hafa ákveðna sérstöðu á suð-austanverðum reitnum. Listgreinar eru hér í beinum tengslum við sameiginleg rými skólans. Þessi klasi tengist þannig miðrými, garði og matsal. Hann getur nýst sameiginlega við ákveðna atburði og opnast beint að garði. Þessi klasi er á tveimur hæðum. Hér er gott aðgengi fyrir aðföng og möguleiki á meiri lofthæð en í bóknámsklösum. Hverjum klasa tilheyrir einnig geymsla og salerni. Stjórnun Stjórnunareining er næst aðalinngangi og opnast inn í miðrými við móttöku. Í stjórnunareiningu eru lokaðar skrifstofur, lítið bókasafn, skjalageymsla, vinnurými kennara, kaffistofa og fundarsalur. Milli þessara rýma er felliveggur. Frá matstofu er útgangur út á litla verönd við garðrými til austurs/suðurs. Inngangur í stjórnunareiningu er eins og áður segir frá miðsvæði en einnig er sér inngangur fyrir kennara frá austurhlið, í beinum tengslum við kaffistofu. Vinnusvæði kennara eru í björtu rými sem er beintengt við innganga og skjalageymslur. Inngarðar og nærumhverfi Milli klasanna eru garðar/torg. Hér opnast skjólgóð garðrými, eins konar þemagarðar, sem veita aðgengi og birtu að miðrými og sameiginlegri starfsemi skólans. Þessa inngarða má nýta til þess að hlut- og myndgera stefnu skólans um auðlindir og umhverfi á skapandi hátt. Þar má gefa sköpunarkrafti nemenda lausan tauminn. Hér geta nemendur tekið þátt í að móta innihald í samræmi við áherslur skólastarfsins og í jákvæðu samspili og virðingu fyrir umhverfinu. Dagsbirta Í byggingunni er lögð áhersla á að dagsbirtu njóti í öllum vistarverum og sameiginlegum svæðum. Sameiginleg opin kennslurými í klösum njóta góðrar birtu frá stærri gluggum. Lokaðri kennslurými njóta almennt morgun- og síðdegisbirtu. Í miðrými fá nemendur annars konar upplifun. Hér er fjölbreytt birta með samspili ljóss og skugga. Staðsetning glugga tekur mið af útsýni að ákveðnum stöðum. Áhersla er lögð á að kennslurýmin og flest önnur rými hafi aðgang að opnanlegum gluggum.

Vestur landsv egur

AFSTÖÐUMYND 1:500

FRÁ MIÐRÝMI Í VESTUR

INNKAUP

Miðrými Miðrými er það svæði sem nýtist daglega nemendum utan kennslustunda til samveru, og náms. Miðrýmið tengir saman ólíka starfsþætti skólans. Matasalur sem einnig er fjölnotarými er hluti af miðrýminu. Hluti salarins getur verið aðskilinn frá miðrými eða nýst sem hluti af því við stærri atburði. Salurinn getur þjónað sem samkomusalur utan skólatíma, óháð öðrum hlutum skólans. Aðstaða nemendafélags er miðsvæðis, staðsett við hlið fjölnotasalar. Í miðrými við aðalinngang er opinn stigi sem tengir alla starfsemi saman miðsvæðis í skólanum. Héðan er gott útsýni yfir miðrými skólans og nærumhverfi. Gegnt stiga er lyfta milli allra hæða. Frá miðrými er greiður aðgangur að öllum kennslurýmum, með stuttum vegalengdum.

aðkomutorg

Hljóðvist Hugað er sérstaklega að hljóðvist í skólanum. Hér er einkum átt við hljóðvörn frá ytra umhverfi svo og hljóðdeyfingu innanhúss. Þannig tekur staðsetning byggingarinnar á lóðinni og gluggasetning mið af því að draga úr umferðarhávaða frá Vesturlandsvegi. Miðrými hússins er umlukið hjúp sem er hlíf eða hljóðvörn og hljóðdeyfing frá ytra og innra umhverfi. Uppbygging , efnisval og sveigjanleiki Í efnisvali og byggingaraðferðum er lögð áhersla á vistvæn , varanleg efni og hagkvæmni í framkvæmd. Þannig eru kjarnar byggingarinnar, klasar eða kennslueiningar, steyptar, einangraðar að utan og klæddir hagkvæmu viðhaldsléttu vistvænu efni t.d sementstrefja plötum í ljósum lit. Veggur við aðalinngang er staðsteyptur. Gert ráð fyrir að hann hafi sérstöðu t.d með sjónsteypu með náttúrulegri viðaráferð. Á vegginn getur síðan fallið örgróður í tímans rás og gefið honum líf. Á völdum stöðum, t.d. við stiga, er gisin viðarklæðning úr bandsöguðum rekavið. Gluggar eru úr áli , með lituðum spjaldlokunum þar sem þess er þörf. Innanhúss er í megindráttum gert ráð fyrir hagkvæmum og slitsterkum efnum og áferðir sem deyfa hljóð , bæði í kennslustofum og sameiginlegum rýmum. Hjúpurinn í miðrými, milli klasanna, er uppbyggður úr stálgrind sem spennir milli þeirra. Hjúpurinn er uppbyggður þannig að hann er klæddur að utanverðu með einangraðri hamraðri stálklæðningu eða einingum með sýnilegum fúum í dökkum lit. Að innanverðu er hljóðdeyfilag/ loftbil innan við innstu klæðningu sem hugsuð er sem sígötuð klæðning úr gipsi og/eða málmi.‘ Óbein raflýsing fellur á hjúpinn á völdum stöðum. Gólf í miðrými er klætt ljósum steinflísum en annarsstaðar er gert ráð fyrir línónleumdúk. Aðgengilegt tæknirými fyrir loftræsingu og annan búnað er ofan við eldhús og í kjallara.

FRÁ MIÐRÝMI Í SUÐUR

Áfangaskipting Miðsvæði skólans getur stækkað í takt við skólann en meginhugmyndin helst óbreytt. Í fyrsta áfanga hefur byggingin heildstætt yfirbragð og stendur sjálfstæð. Til vesturs getur skólinn þróast með kennslurýmum og íþróttahúsi. Stækkunin er eðlilegt framhald, með klösum sem umlykja miðrými. Bifreiðastæðum fjölgar eftir stækkun. Á suðurhluta verður samsíða hljóðmön með um 60 stæðum. Ennfremur stækkar bílastæðakjallari um 60 stæði. Gert er ráð fyrir að listskreyting geti komið á afmarkaðan stað t.d á suðurvegg listgreinaklasa.

Tillaga númer 31 – auðkenni 25214

25214 ÁSÝND NORÐUR 1:200

ÁSÝND SUÐUR 1:200

ÁSÝND AUSTUR 1:200

FRÁ MIÐRÝMI Í VESTUR ÁSÝND VESTUR 1:200

SNIÐ B 1:200

Höfundar: Erum arkitektar Helgi Bergmann Sigurðsson, arkitekt FAÍ Arkídea arkitektar Ragnar Ólafsson, arkitekt FAÍ Eyjólfur Bragason, arkitekt FAÍ Aðstoð: Jón Þórisson, arkitekt FAÍ

ÁSÝND NORÐUR 1:200

25214

Tillagan er flokkuð sem klasi. Innra flæði og skipulag hússins er vel leyst. Miðrýmið, ímynd helgidóms er fallegt og áhugavert. Það er myndað milli kennsluklasa þar sem sjónræn tengsl eru góð. Opin vinnurými eru staðsett í miðjum klösum sem er galli þar sem mikil umferð er um þessi rými. Mikil húsdýpt takmarkar dagsbirtu í opnu vinnurýmunum. Útlit húss er frekar hefðbundið og gefur ekki nægjanleg fyrirheit um spennandi og kraftmikið starf skólans.


SKÓLABYGGING SÉÐ ÚR VESTRI

23

ÚR MIÐRÝMI

INNKAUP Tillaga númer 33 – auðkenni 39315

Höfundar: Arkís ehf Birgir Teitsson, arkitekt FAÍ Arnar Þór Jónsson, arkitekt FAÍ Björn Guðbrandsson, arkitekt Ráðgjafar: Almenna verkfræðistofan Landhönnun, Landslagsarkitektar

Tillagan er flokkuð sem vinkill. Hún sýnir spennandi og kraftmikið hús sem myndar faðm mót suðri, byggingarform á þremur hæðum sem skarast lárétt. Húskroppur liggur ágætlega með götu og skapar góða götumynd. Salurinn, opið rými og stigar mynda spennandi umgjörð sem gefur fyrirheit um hugmyndaríkt starf ungmenna. Grunnmyndir eru góðar en opin vinnurými eru í stórum gangarýmum og rýrir það kennsluklasana.


24

hugmynd

gangur

ATHYGLISVERÐ TILLAGA

byggi gangu

gangur

form innr

vindálag skjól

A vindur

háholt

Tillaga númer 1 – auðkenni 18370

vetur í skjóli fyrir vindi vindálag

innkeyrsla

innkeyrsla

SA vindur N vindur

innkeyrsla

vindálag innkeyrsla bílageymsla

15 gestabílastæ i undir húsi

sumar í skjóli fyrir vindi minniháttar vindálag

akgar ur

ur rei hjólastæ i akgar

akgar ur

skjól

samgöngur utandyra

gata

pallur

bílastæ i ofanjar ar innkeyrsla í bílakjallara rei hjól

plöntu tré

39 bílastæ i

5 starfsmanna bílastæ i

útkeyrsla bílageymsla

vörumóttaka

samgöng

umfer vörumóttaka

innga gang stigar lyftur

skipulag

eldhúss

sorpgeymsla

vesturla

1. hæ umfer arr mi kennarar klasar

pallur ndsveg

ur

FMos FRAMHALDSSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ klasar

klasar + í rottahús

1. áfangi 2. áfangi/klasar 3. áfangi/í róttahús bílastæ i utandyra alls 110 bílastæ i

4. áfangi/í rottahús

í eystri enda ló arinnar, nálægt mi bænum. Seinni áfangar komi fjær mi bænum. Samsí a Háholti og jó veginum er byggingin brotin upp í einingar, svokalla a klasa, á tveimur hæ um. Klasarnir liggja út frá gangi sem liggur eftir endilangri ló inni. Uppbroti á byggingunni gerir a a verkum a hún ver ur margbreytilegri ás ndar. R min sem myndast á milli byggingarhlutanna njóta dagsbirtu úr austri og vestri í kennslu- og vinnur mi klasanna. akflöturinn er einnig brotinn upp í minni einingar. Dagsbirta flæ ir inn um háa glugga uppbrotnu akhlutanna og egar su ursólin skín streymir hl tt ljósi inn upp undir háu ökin. Skólabyggingin er skipulög í kringum götu sem liggur eftir endilangri ló inni og getur vaxi í vestur ef örf ver ur fyrir stækkun á húsnæ i framhaldsskólans. Vi byggingin gæti hvort heldur semer h st auki kennslur mi og/e a veri í róttahús vi skólann. Möguleiki er einnig á a byggja lítinn körfuboltavöll / sparkvöll á ló inni me veggjum og aki úr neti í sömu hlutföllum og skólabyggingarnar, á me an be i er eftir í róttahúsi.

1. áfangi 2. áfangi

Tillagan er flokkuð sem festi og sýnir áhugaverða hugmynd sem unnið er með til hlítar. Húskroppar liggja ágætlega með götu og skapa góða götumynd. Skemmtilegir inngarðar myndast milli húsa en óaðlaðandi er að hafa gestabílastæði í og við aðkomu. Unnið er með hefðbundið þakform á nýstárlegan hátt FMos FRAMHALDSSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ þar sem sérlega falleg gluggasetning gefur rýmum efri hæðar og salar aukið gildi. Tillaga höfunda að efnisvali er áhugaverð. Fyrirkomulag innandyra er gott en langir gangar veikja tillöguna. Falleg og að mörgu leyti vel gerð tillaga.

FMos FRAMHALDSSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ

í róttahús

1. áfangi 2. áfangi

2.hæ

klasar + útivöllur

klasar +

1. áfangi 2. áfangi/klasar 2. áfangi/í róttahús

1. áfa 2. áfa 2. áfa

ló armörk

Höfundar: Túndra Arkitektar Agnieszka Nowak, arkitekt Anna Leoniak, arkitekt Hildur Gunnarsdóttir arkitekt FAÍ

Ma ur og umhverfi. Framhaldsskóli Mosfellsbæjar, FMos, er skóli sem kennir sig vi náttúru og au lindir í ví um skilningi. Au lindir náttúru og menningar. Framhaldsskólinn er sta settur vi rætur Lágafells í n um mi bæ Mosfellsbæjar. FMos er starfræktur eftir hugmyndafræ i, ar sem nemendur eru hvattir til sjálfstæ ra vinnubrag a. Væntingar eru ger ar til umhverfis og skipulags skólans a a endurspegli og búi í haginn fyrir kennslu í einstaklingsmi u u námi, jafnt sem kennslu í stærri og minni hópum. Væntingar um fjölbreyttar kennslua fer ir gera kröfur til fjölbreytni í n tingarmöguleikum r ma og gæ a eirra til einbeittrar vinnu. N i mi bærinn rís hátt í bæjarmyndinni á mörkum Ur anna og fjallsins. Nánasta umhverfi mi bæjarins einkennist af smáum byggingum blanda rar bygg ar íbú a og jónustu. A koma a skálanum er nor anmegin frá Háholti. Húsin í bænum. FMos liggur á milli jó vegar 1 og Háholts, vi endamörk n s mi bæjar í Mosfellsbæ. Skólinn er mjög áberandi frá jó veginum, öllum eim sem keyra til Mosfellsbæjar. Mikilvægt er ví a vel takist til vi hönnun skólahússins og a samræmist yfirbrag i eirrar bygg ar sem fyrir er. Tillaga okkar a framhaldsskóla Mosfellsbæjar gerir rá fyrir a fyrsti áfangi skólans ver ur bygg ur

1. áfangi 2. áfangi 3. áfangi

í róttahús + gangur

2. hæ umfe klasa

flóttalei ir 1.hæ

útlit nor ur 1:200

Græn gata. Eftir endilangri byggingunni liggur lífæ hennar. Gangur e a “græn gata” sem vex frá austri til vesturs. Frá vindfangi a alinngangs byggingarinnar er beinn a gangur a grænu götunni. egar komi er inn á hana er á vinstri hönd móttaka, bókasafn, fatahengi nemenda og salerni ásamt stiga ni ur í bílakjallara og upp á efri hæ ar götunnar. Hægra megin vi innganginn liggur gatan me fram klösunum sem eru beggja megin hennar. Gatan er lífæ skólans og tengir saman byggingarhluta hans. Hún myndar útskot til missa nota fyrir nemendur, svo sem bókasafn, fatahengi, salerni, svalir og setkróka svo a eitthva sé nefnt.

Í vesturenda götunnar er annar inngangur. Gangurinn ge framtí aráfanga framhaldsskólans. Klasar. Kennslur mum FMos er skipt upp í einingar, svokalla a k kennslur mum me margvíslega n ingarmöguleika innby sameiginlegri götu á tveimur hæ um. R mi innan klasans hafa mismunandi lögun og akform o eru á milli sumra r manna, eins og t.d. í gegnum glerveg


25

Tillaga númer 2 – auðkenni J97M8

Tillaga númer 3 – auðkenni 12210

FRAMHALDSSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ Nýrri byggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ er ætlað að leika lykilhlutverk í nýju skipulagi miðæjarins og um leið vera umgjörð um metnaðarfulla starfsemi skólans. Byggingin stendur á austur jaðri lóðarinnar, upp við Háholt, og gefur þannig tóninn fyrir framtíðaruppbyggingu göturýmisins. Byggingin er ein til þrjár hæðir. Fjölbreytileg opin vinnurými raðast og tengjast um opið útirými til austurs, í sterku sambandi við umhverfi sitt, nær og fjær. Þannig verður til bjartur og lifandi innri heimur, um sameiginlegt útirými í mælikvarða borgarrýmis, sem undirstrikar stöðu þess, og þar með skólans, sem staðar í bænum. Lögð er rík áhersla á góðar innri tengingar sem styrki fjölbreytta starfsemina og um leið er sveigjanleiki mikill í allri uppbyggingu hússins, þannig að það geti lagað sig að ófyrirséðum kennsluháttum í framtíðinni. Áhersla er lögð á að þessi fyrsti áfangi verði heilsteypt bygging sem geti staðið sjálfstæð, óháð því hvort og hvenær byggt verður við hana. Á sama tíma er gert ráð fyrir viðbyggingu(m) sem mun, þegar skólinn verður fullbyggður, styrkja áherslur og hugmyndafræði fyrsta áfanga, hvort sem er í formgerð, ytri tengslum eða innri virkni. Aðkoma að skólanum er frá Háhoti og snýr aðalinngangur hans til vesturs. Að auki er inngangur frá austri, þar sem megin bílastæði fyrsta áfanga eru. Inngangarnir tengjast um rúmgóðan forsal framan við matsal/fjölnotasal, sem er í miðju húsinu. Milli Matsalar og forsalar er opnanlegur felliveggur.

Suðurhlið salarins er opnanlegur gluggaveggur, sem snýr út að inndreginni verönd til suðurs. Austan við salinn er eldhús ásamt listgreinaklasa. Kennslueldhús er við mötuneytiseldhús og listgreinastofa er við sal og verönd sem má hugsa sér að nýtt verði í tengslum við sýningu á verkum nemenda. Vestan við sal er stjórnunarálma, með móttöku sem snýr að forsal og setustofu sem snýr út að verönd framan við sal. Á annari og þriðju hæð eru fjórir bóknámsklasar og raungreinaklasi. Bóknámsklasar snúa ýmist til norðurs, austurs og vesturs, frá umferðarhávaða og sólarálagi. Náin, bein og um leið fjölbreytt tengsl eru á milli allra rýma innan klasa. Nær allir veggir innan klasa eru léttir og er sveigjanleiki því mikill og auðvelt er að breyta skipulagi þeirra. Lokuð kennslurými snúa öll ‘út frá’ byggingunni, en lokuð hópvinnurými eru ýmist á milli lokaðra kennslurýma, innangengt, eða milli opinna vinnusvæða. Opin vinnusvæði snúa inn að miðju hússins, í sambandi við hvert annað, um stóra opnanlega glugga. Með sjónrænum tengslum milli rýma á báðum hæðum verður til lifandi suðupottur, sem skapar nemendum frjótt umhverfi og um leið næði til vinnu. Opin vinnurými eru afmörkuð af ýmist hópvinnuherbergjum eða lausum innréttingum þannig að mögulegt er að skipta þeim upp og breyta að vild, Lausar innréttingar þjóna vinnurýmum sem geymslur fyrir kennslugögn og búnað. Í fyrsta áfanga eru bílastæði á lóð við aðalinn-

gang og meðfram austurhlið skólans út frá Háholti líkt og gert er ráð fyrir víðar í hverfinu skv. deiliskipulagstillögu. Bílastæði á austurjaðri lóðar eru að stórum hluta á tveimur hæðum, þar sem neðri hæðinni er sökkt rúma hálfa hæð og þeirri efri lyft um tæpa hálfa. Einnig eru bílastæði meðfram austurhlið skólans. Hellulögð göngusvæði eru við austur og norður hlið sem og á aðkomusvæði við vesturhlið skólans. Trjálína er meðfram Háholti og við bílastæði austan við skólann. Tillagan gerir ráð fyrir skógrækt á suðurhluta lóðarinnar, sem verður í tengslum við önnur slík meðfram Vesturlandsveginum, eins og gert var ráð fyrir í eldra skipulagi. Vestan við bygginguna, á framtíðarbyggingarsvæði skólans, verður náttúrulegur lyngmói. Þannig er leytast við að hafa lóðina sem náttúrulegasta, í tengslum við aðliggjandi svæði..

Helstu stærðir (brúttó) Kjallari 1. hæð 2. hæð 3. hæð

206m2 1710m2 1347m2 803m2

Tillagan er flokkuð sem stöng sem myndar eins Innra fyrirkomulag Samtals konar T. 4066m2 er ekki sannfærandi meðal annars vegna langra ganga. Staðsetning byggingar á suðurhluta lóðar er ekki talin heppileg. Form byggingar virðist ósamstætt og útlit þungt. Tillagan þótti ekki sannfærandi.

Tillagan er flokkuð sem klasi og sýnir rólegt og yfirvegað útlit. Yfirveguð og áferðarfalleg tillaga. Höfundum tekst ekki að skapa eftirsóknarverða ímynd framhaldsskóla. Innra flæði og grunnmyndir þóttu ekki gefa fyrirheit um framsækið skólastarf.

Höfundar: Jorge González Enríquez, arkitekt KRark ehf

Höfundar: KURTOGPI Ásmundur Hrafn Sturluson Steinþór Kári Kárason Verkfræðiráðgjöf: Mannvit verkfræðistofa Samstarf: Bergur Finnbogason


26

 

  Tillaga númer 4 - auðkenni 77193

Tillaga númer 5 – auðkenni 10005 – til sérstakrar skoðunar

         



 Tillagan er flokkuð sem klasi og taka höfundar ekki tillit til verðandi skipulags og veikir það þá götumynd sem sóst er eftir að skapa. Hefðbundið hús sem hýst gæti ýmsa starfsemi og markar ekki sérstöðu við innkomu í miðbæ Mosfellsbæjar. Innra fyrirkomulag er óskýrt.

Höfundur: Sara Margrét Sigurðardóttir

Tillagan er flokkuð sem klasi og fellur ágætlega að nýju skipulagi þó byggingin víki frá götu til vesturs. Innra heildarskipulag er áhugavert með tveimur meginásum sem kljúfa byggingu í fjóra klasa. Húsdýpt er töluverð og opin vinnurými eru staðsett í miðjum klösum sem er galli þar sem mikil umferð er um þessi rými. Útlit er lifandi og fjölbreytt. Höfundar: Arkitektur.is og Gunnlaugur Magnússon, arkitekt Aðstoð: Carlton Hlynur Keyser Magnea Harðardóttir

Landslagshönnun: Landmótun Áslaug Traustadóttir Þórhildur Þórhallsdóttir


27

Tillaga númer 6 – auðkenni 75730

Tillaga númer 7 – auðkenni 14443

Tillagan er flokkuð sem klasi og samræmist skipulagi ágætlega. Húskroppur mjög djúpur og því óheppileg rýmismyndun og innra flæði. Útlit samræmist ekki væntingum um framhaldsskólann.

Tillagan er flokkuð sem tvær stangir samsíða götu og fellur vel að skipulagi. Útfærsla lóðar þykir ekki sannfærandi. Höfundum tekst að skapa sérstöðu í klösum en þeir mæta þó ekki væntingum um spennandi skólastarf. Útlit tillögu heldur hefðbundið.

Höfundur: Björn H. Jóhannesson, arkitekt FAÍ

Höfundur: Orri Árnason ÍLandslagsarkitekt: enda Skólatorgsins er breiður stigi sem liggur upp á efri hæðir hússins. Neðst er pallur er nýtast mun sem lítið svið, en ofar verður gott útsýni yfir torgið. Stiginn kemur upp að breiðum brúm Birkir Einarsson sem tengja álmurnar saman og þar má gera ráð fyrir að verði staður þar sem nemendur safnist saman, enda yfirsýn góð. Á annari hæð eru bóknámsklasar 2-4, en efst eru listgreinaklasi og Ráðgjafi: í nyrðri álmunni. Stór þakverönd er yfir annari hæð syðri álmunnar. Klasar fyrir raungreinaklasi listir, Helgináttúruvísindi Grímsson og matreiðslu eru staðsett á þriðju hæðinni þar sem nemendur njóta útsýnis yfir Sundin, Esjuna, Mósskarðshnjúka og Mosfellið.


28

Tillaga númer 8 - auðkenni 15790 – til sérstakrar skoðunar

Tillaga númer 9 – auðkenni 12123

STÆKKUN Mjög auðvelt er að byggja við skólann í framtíðinni með því að fylgja uppbrotinu á byggingunni

g ræsting

ÞVERSNEIÐING UM MATSAL, INNITORG OG STIGA

Tillagan er flokkuð sem stöng á miðri lóð samsíða götu. Litið er á tillöguna sem áhugaverða nálgun sem þarfnaðist frekari útfærslu svo hægt hefði verið að meta hana í efsta flokk tillagna í samkeppninni. Höfundar: Anders Møller Nielsen, arkitekt FAÍ Adam Gwynne Wood, arkitekt Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt FAÍ Sérstakir ráðgjafar: Teiknistofan Tröð ehf

Tillagan er flokkuð sem festi sem fellur vel að skipulagi og myndar góð útirými. Höfundum tekst ekki nægjanlega vel að láta bygginguna endurspegla starfsemi framhaldsskóla. Tillagan líður fyrir að vera að miklum hluta á einni hæð, starfsemin verður því of dreifð. Höfundar: ARKITEÓ Einar Ólafsson Vinnsla: Gunnar Sigurðsson Halla Hamar Troels Lærke


29

27384 - FMOS / Grunnmynd, innirými og snið Tillaga númer 10 - auðkenni 27384 – til sérstakrar skoðunar

Tillaga númer 11 – auðkenni 12375 – til sérstakrar skoðunar

skrifstofur skrifstofur

bókasafn bókasafn

miðrými miðrými

matsalur matsalur

eldhús eldhús

sorp/okkun sorp/okkun sneiðmynd // norður-suður sneiðmynd // norður-suður

klasar klasar

Tillagan er flokkuð sem vinkill og er skipulag lóðar vel leyst og götumynd skýr. Lóð og ytra umhverfi virðist aðlaðandi. Útlit er vel unnið og gefur fyrirheit um lifandi skóla. Salur og miðrými byggingarinnar er vel leyst. Ganga þarf í gegnum klasa til að komast að öðrum klasa og er það ókostur. Nákvæm útfærsla síðari áfanga, sem óvíst er hvernig verður, truflar samanburð við aðrar tillögur. Höfundur: Magnús Freyr Gíslason, arkitekt MAA

miðrými miðrými

inngangur inngangur raungreinaklasi raungreinaklasi (efri(efri h.) h.)

sneiðmynd // austur-vestur sneiðmynd // austur-vestur

Tillagan er flokkuð sem klasi og fellur vel að skipulagi. Innra fyrirkomulag er að mörgu leyti vel leyst og tenging salar við útirými fín. Útlit sannfærandi. Húsdýpt í klösum er talsverð sem kemur niður á gæði rýmanna. Nákvæm útfærsla síðari áfanga og útlit, einkum íþróttahúss, truflar mat á tillögunni frekar en að auðvelda það. Höfundar: Rýma/archus arkitektar Gunnar Páll Kristinsson, arkitekt Atli Guðbjörnsson, byggingafræðingur Jón Grétar Ólafsson, arkitekt FAÍ Sara Axelsdóttir, arkitekt FAÍ Guðmundur Gunnlaugsson, arkitekt FAÍ

Landslagsmótun: Halla Pétursdóttir, landslagsarkitekt Matthildur Sigurjónsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA

Verkfræðiþáttur: Einar Þór Ingólfsson, byggingaverkfræðingur MSc Framhaldsskólastarf: Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Sigríður Hulda Jónsdólttir, námsráðgjafi í HR


aðalinngangur

opið niður

geymsla tækni

opið niður

opið vinnurými opið vinnurými

lokað hópvinnurými

lokað hópvinnurými

náttúrugreinaklasi

búningsklefar

bækur

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

lyfta

lokað hópvinnurými

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

30

lokað kennslurými

lokað kennslurými

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

lokað kennslurými opið vinnurými

lokað kennslurými

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

Sneiðing A-A, 1. áfangi, 1: 200 Útlit suður, 1. og 2. áfangi, 1: 200

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

opið vinnurými

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

TCUDORP LANOITACUDE KSEDOTUA NA YB DECUDORP

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

TCUDORP LANOITACUDE KSEDOTUA NA YB DECUDORP

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

langskurður mkv 1:200

hreing.

opið vinnurými

náttúrugreinaklasi

Tillaga númer 13 – auðkenni 17560

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

A

wc

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

TCUDORP LANOITACUDE KSEDOTUA NA YB DECUDORP

Tillaga númer 12 – auðkenni 78634

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

geymsla tækni

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

17560

PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT PRODUCED BY AN AUTODESK EDUCATIONAL PRODUCT

Sneiðing B-B 1. og 2. áfangi, 1: 200

17560

þverskurður í gegnum miðrými mkv 1:200

þverskurður í gegnum miðrými mkv 1:200

78634

Tillagan er flokkuð sem tvær stangir samsíða götu og fellur ágætlega að skipulagi. Innra fyrirkomulag er að mörgu leyti vel leyst en klasar ná ekki að uppfylla væntingar um flæðandi skólastarf. Byggingin er á þremur hæðum, virkar stór og útlit er ekki sannfærandi. Ytra umhverfi gefur ekki fyrirheit um notaleg útirými. Höfundar: VA Arkitektar ehf

Tillagan er flokkuð sem klasi, skipulag ágætlega leyst og aðkomutorg gott. Innra skipulagi er ábótavant. Útlit er líflegt en nær ekki að skapa sérstöðu sem framsækinn framhaldsskóli. Höfundar óskuðu nafnleyndar


FRAMHALDSSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ

31

Tillaga númer 16 – auðkenni 27007 – til sérstakrar skoðunar

Tillaga númer 15 – auðkenni 19208

GARÐURINN

SALURINN

Fylgt úr hlaði ... Það var happaspor í menntasögu okkar Íslendinga þegar tekin var sú ákvörðun að koma skyldi upp framhaldsskólum sem víðast á landinu. Við sjáum jákvæð teikn þessa víða um land þar sem byggt hefur upp öflug starfsemi kringum framhaldsskóla í minni þéttbýlum. Mosfellsbær hefur, sennilega vegna nálægðar við Reykjavík, ekki enn fengið sinn framhaldsskóla og er því gleðiefni að nú standi til að reisa einn slíkan. Í bænum búa rúmlega 6000 íbúar og má reikna með að bygging skólans styrki hann og ímynd hans, ekki síst hjá bæjarbúum sjálfum. Uppbygging skóla gegnir lykilhlutverki í hverju sveitarfélagi. Grunnskólinn, og leikskólastigið, eru fyrstu skref hvers einstaklings út í samfélagið og sá tími sem hann í fyrsta sinn sér sjálfan sig í hinu stóra samhengi. Framhaldsskólinn brúar bilið yfir í fullorðinsárin og skilar heilsteyptum einstaklingum inn í samfélagið, oftast með fullmótaðar skoðanir á því hvert skal halda. Starf

framhaldsskólans og mikilvægur metnaður starfsfólks, gegnir því lykilhlutverki við að móta einstaklingana, eða réttara sagt aðstoða þá við að móta sig sjálfa. Á þéttbýlu svæði eins og höfuðborgarsvæðið er, standa ungmenni frammi fyrir mörgum valkostum þegar kemur að því að velja sér framhaldsskóla. Hér er margt sem telur; áhersla á verkmenntun, áhersla á samfélagsfræði, áhersla á tónlist eða félagslíf. Allt eru þetta atriði sem skipta ungmennin máli við val á skóla. Það er því vel við hæfi að framhaldsskóli í Mosfellsbæ hugi að málefnum sem standa Mosfellingum nær, eða umhverfi og auðlindum. Mikilvægar auðlindir okkar hafa kannski ekki verið í kastljósinu í námi þessa aldurshóps hingað til og verður spennandi að sjá hvernig tekst til. Kannski fær sjávarútvegurinn, orkumálin, umhverfismálin og líftæknin aukið vægi í námi þessa aldurshóps? Það er líka margt í nærumhverfi skólans sem gefur tilefni

Hver er ég?

Staðsetning Framhaldsskóla Mosfellsbæjar er að mörgu til að huga sérstöðu hans. Nægir að nefna „stóriðju“ í ullariðnaði og blómarækt að ekki sé talað um stórveldið í leyti táknræn fyrir okkar nútíma þjóðfélag. Lóðin er miðlæg í þéttbýlinu og byggingin og starfsemin styrkir bókmenntunum. uppbyggingu miðbæjarkjarna í Mosfellsbæ. Húsið er áberandi og má ekki vera lokað virki heldur opið og bjóðandi því mikilvægt er að bæjarbúar líti á það sem eina af sameignum sínum og nýti það eins og kostur er við ólíkar athafnir, sem ekki endilega tengjast skólastarfinu beint. Mikilvægt er að skólabyggingin endurspegli starfsemina og hafi reisn menntastofnunar. Áhersla á umhverfismál kallar á að við byggjum skólann í sátt við umhverfið, skilum sporinu í landið aftur til náttúrunnar. Við leggjum áherslu á milt gróðursælt yfirbragð og útiveru. Rúmgóð, sólrík og skjólsæl útisvæði tengjast byggingunni beint, ekki aðeins á jarðhæð heldur öllum hæðum Á 2. og 3. hæð eru stórar þaksvalir sem gefa möguleika á samveru og rannsóknarstörfum. Hér má hugsa sér tilraunir

boðum og bönnum heldur með því að skapa valkosti. með sólarpanela, vindmyllur, stjörnuskoðun og ræktun Þetta krefst góðra almenningssamgangna, góðra í litlum gróðurhúsum. Ekki síst eru þetta skilaboð til samfélagsins að við hugsum náttúruvænt í þessu skóla! reiðhjólastíga og stæða fyrir hjólin yfir daginn. Það verður að vera aðstaða fyrir nemendur til fataskipta og fara í sturtu áður en vinnudagurinn hefst, því ekki viljum Nemendur skólans koma víða að. Flestir koma við þá illa lyktandi allan daginn eftir langan hjólreiðatúr! sennilega úr Mosfellsbæ og nánasta umhverfi. Í Umhverfivænn ferðamáti er uppeldislegt atriði og engin Mosfellsbæ háttar þannig til að bærinn er nokkuð tvístraður, bæði af náttúru- og manna völdum. Við viljum ástæða til annars en að gera ráð fyrir svona aðstöðu á að nemendur geti sótt skólann án þess að vera á eigin bíl svona stórum vinnustað sem skóli er. Umhverfisstefna og að allt sé gert til að efla umhverfisvænan ferðamáta. sveitarfélaga og fyrirtækja byggist að hluta til að kröfum sé þessum sé sinnt og því ekki skólinn? Þetta rúmast Kröfur um fjölda bílastæða þykir okkur nokkuð miklar ekki innan forsagnar, en okkur þykir mikilvægt að hugað í forsögn, því kunnugt er að ef aðgengi akandi er (of) gott og bílastæði næg, þá erum við að hvetja nemendur sé að þessum málum. til að sækja skólann á eigin bílum. Þetta er kannski hugsunarháttur sem tekur kynslóð að breyta, en við erum meðvituð um að allar ferðir hefjast á einu skrefi. Það á að vera hluti af umhverfisvænum markmiðum skólans að stuðla að breyttum ferðavenjum. Við gerum það ekki með

Tillagan er flokkuð sem vinkill. Form byggingar lagar sig ágætlega að lóð og götumynd. Viðleitni höfunda við að útfæra breytingu á skipulagi styrkir ekki tillöguna. Byggingin er mjög djúp og rýmismyndun því óheppileg. Útlit mjög aðlaðandi en þykir þó ekki sannfærandi ímynd fyrir framhaldsskóla. Höfundar: ASK arkitektar ehf Gunnar Bogi Borgarson, arkitekt FAÍ Gunnar Örn Sigurðsson, arkitekt FAÍ Þorsteinn Helgason, arkitekt FAÍ Páll Gunnlaugsson, arkitekt FAÍ

GÖNGULEIÐIR, TORG

INNRI OG YTRI TENGSL

UPPRÖÐUN Í SAL OG OPIN RÝMI

Hluti af heild

Skólanum er komið fyrir í norð-austur hluta lóðarinnar. Þannig er gefið rými fyrir framtíða uppbyggingu á vesturhluta hennar og við teygjum okkur í átt að miðbænum. Byggingunni er komið fyrir nokkuð þétt að Háholti til að styrkja götumyndina. Þar er hún þrjár hæðir, en lækkar svo niður í eina hæð til suðurs. Við leitum eftir yfirbragði byggingar sem skírskotar til staðsetningar í íbúðahverfi og hafi ekki yfirbragð stofnunar. Við aðalinngang er torgsvæði sem tengir inngang og skógarlund norðan við Háholt og gönguleiðir að miðbæ. Við gerum ráð fyrir að yfirborð götu á stuttum kafla við bygginguna sé fært upp í yfirborð torgs við aðalinngang til að lækka umferðarhraða. Hér eru biðstöðvar almenningsvagna og að sjálfsögðu langferðabifreiða þegar lagt er land undir fót í vísindaferðir. Hér er ys og þys á morgnana þegar nemendur og kennarar mæta til vinnu og mikilvægt að akandi umferð sé á skilmálum þeirra gangandi

og hjólandi, að ekki sé talað um þá sem koma með almenningvögnum. Hér eru líka sleppistæði fyrir þá sem er skutlað í skólann. Hugsa má sér slík stæði einhvers staðar fjær skólanum til að koma í veg fyrir gegnumakstur á Háholti?

hálfa hæð á neðraplan og upp hálfa hæð á efra plan. Þetta er etv. ekki ódýr lausn, en lausn sem gerir hvað minnst úr stæðunum. Einfalt er að stækka stæðin þegar skólinn verður fullbyggður og þá má hugsa sér aðra aðkomu að þeim. Mögulegt er að framkvæmdir við þessa lausn fylgi byggingu seinni áfanga, en þá vitum við líka betur hvaða áhrif samgöngustefna skólans hefur haft og hver hin raunverulega þörf er.

Tillagan er flokkuð sem festi með stöng meðfram götu, skipulagslega vel leyst og götumynd skýr. Fyrirkomulag lóðar er áhugavert. Innra fyrirkomulag vel leyst. Yfirbragð byggingar full venjulegt og nær ekki þeirri sérstöðu sem leitað er eftir. Höfundar: Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt FAÍ Helga Guðrún Gunnarsdóttir, arkitekt FAÍ Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt FAÍ Selma Björk Reynisdóttir, tækniteiknari FTT Ráðgjafar: Sverrir Ásgeirsson, hönnuður FVÍ Vífill Oddsson, verkfræðingur FVFÍ/FRV Aðstoð: Stefán Guðjohnsen, María Ásgeirsdóttir, arkitektanemi hljóðtæknifræðingur

SUÐURHLIÐ

Mikilvægt er að gönguleiðir bæjarins tengist skólalóðinni sem best. Að sunnan tengist gönguleið fyrirhugaðri göngubrú fyrir Vesturlandsveg en þannig tengist byggð í Teiga- og Krikahverfum sunnan Vesturlandsvegar. Einnig eru gönguleiðir sem tengjast Tanga- og Holtahverfum, klapparholtinu og miðbænum. Bílastæðum skólans er komið fyrir á svæði milli Vesturlandsvegar og skólalóðar. Krafa um að helmingur stæða sé undir þaki er skiljanleg þar sem bílastæðabreiður eru ekki beint það sem fegrar umhverfi okkar. Okkar hugmynd er að nota stæðin til að skerma Vesturlandsveginn og byggja þannig að ekið er niður

Gert er ráð fyrir að seinni áfangi skólabyggingarinnar byggist til vesturs að Háholti. Með því lokast suðurgarðurinn og skólinn myndar notalega umgjörð um útisvæðið. Stjórnunarsvæði á 1. hæð verður áfram miðlægt eftir byggingu seinni áfanga.

19208


Útlit Vestur 1:200

32 Útlit Suður 1:200

Grunnplatan er með götun að sömu stærð, við hana bætast 4 aðrar plötur með stærri götun og hver með sínu eigin munstri. Plötunum er raðað saman á mismunandi vegu til að mynda handahófskennda hreyfingu með munstrinu.

Tillaga númer 17 - auðkenni 10127

EFRI HÆÐ

Tillaga númer 18 – auðkenni 77557 – til sérstakrar skoðunar

Á efri hæð aðalbyggingarinnar eru bóknámsklasarnir fjórir. Föstu rýmin fylla í strangt formaðan úthringinn, en opnu rýmunum er raðað í kringum miðgarðinn. Með þessu næst að skapa frjálslegt og sveigjanlegt umhverfi, sem jafnframt ber í sér lausnir fyrir hefðbundinn hluta starfseminnar. Kennarar þurfa jafnan að bera með sér alls kyns gögn frá vinnuaðstöðunni í kennsluna. Ef kennari þarf að liðsinna nemendum þarf hann að hafa gögn sín við höndina. Með opnu og sveigjanlegu skipulagi og skilvirku samgöngukerfi kringum miðgarðinn má skapa kennurum aðstöðu í nánd við nemendur og þeirra aðstöðu. Aðstaða búnaður og tæki „námsklasanna“ munu með þessu móti nýtast kennurum í starfi og rannsóknum. Hópar nemenda geta einnig færst milli klasa og skipst á rýmum í þverfaglegri vinnu.

// Horft yfir inngangsrýmið á annari hæð.

Inngangsrými eru björt og opin frá efstu hæð og niður. Stálplötur sem umlykja glerið bæði í hliðum og þaki rýmisins, skapa einstakt samspil ljóss og skugga. Göngubrýr tengja saman klasa á efri hæðum byggingar. Efnin að utan fá að fljóta inn í inngangsrýmin, steinsteypan á veggjum og stálplöturnar í handriðum, sem gefur gróft yfirbragð í annars björtum rýmum.

Í norðaustur horni er stór verönd ofan á sölum listog raungreinasala. Af veröndinni er gengt um stiga upp á efra þak salanna, þaðan sem útsýni er fagurt

og vítt. Þar má koma fyrirmeð mengunarTillagan er flokkuð sem festi sem liggur á austurhluta lóðarinnar að- og umhverfisvöktunarbúnaði stjórnuskoðunarkíkjum. komu frá bílastæði i vestri. Heildarflæði og skipulag virkarogekki sannfærandi með tveimur aðalinngöngum og tveimur stigahúsum sem tengja þrjár byggingar. Tillagan gefur fyrirheit um áhugaverðar lausnir á útliti. Útlit Austur 1:200

Tillagan er flokkuð sem bygging um inngarð (atrium). Skipulagslega víkur húsið full mikið frá götu með aðkomutorgi og bílastæði. Útirými eru aðlaðandi. Að mörgu leyti áhugaverð tillaga hvað varðar innra fyrirkomulag, þó virðist aðgreining klasa og opinna vinnurýma of lítil miðað við væntingar. Útlit fágað. KENNSLURÝMI

Höfundar: Elín Þórólfsdóttir, arkitekt Guðjón Ingi Ágústsson, byggingafræðingur

LOKAÐ KENNSLURÝMI

KENNSLURÝMI

Höfundar: GLÁMA KÍM Arkitektar Laugavegi 164 ehf GEYMSLUR

VINNUSVÆÐI KENNARA

INNGARÐUR

BÍLAKJALLARI

Útlit Norður 1:200

10127

Samstarf: Landslag ehf, Þráinn Hauksson Ólafur Theódórs Ólafsson, grafískur hönnuður Ráðgjöf: Baldur Sigurðsson, dósent

LOKAÐ KENNSLURÝMI


33

ÚR MIÐRÝMI Á LÁGAFELL

Tillaga númer 20 – auðkenni 10111 – til sérstakrar skoðunar FRAMHALDSSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ

Tillaga númer 19 – auðkenni 12814

SUÐVESTURHORN BYGGINGAR

HORFT er INNflokkuð AÐ KLÖSUM Tillagan sem vinkill, fellur vel að skipulagi og götumynd og er skýr. Innra fyrirkomulag er mikið brotið upp og virðist því fremur órólegt og ekki sannfærandi. Miðrými áhugavert og gefur góða möguleika. Útlit byggingar er ekki sannfærandi. ÚTLIT TIL NORÐURS 1: 200

Höfundar: ÚTI OG INNI SF, ARKITEKTAR Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt FAÍ, FSSA Baldur Ó. Svavarsson, arkitekt FAÍ, FSSA Aðstoð: Steinunn Jónsdóttir, arkitekt FAÍ Berglind Gunnarsdóttir, arkitekt FAÍ Örn Baldursson, arkitekt FAÍ

Þrívídd: Gylfi Magnús Jónasson, þrívíddarhönnuður

1:200klasi, fellur vel að skipulagi og götumynd er skýr. Tillagan er KJALLARI flokkuð sem Aðkoma að húsinu frá götu mætti vera opnari. Lóð er lítið unnin og skjólgóð svæði eru ónóg. Innra flæði og rýmismyndun er að mörgu leyti vel leyst en byggingin er djúp sem skapar vandamál við innri rými, einkum hvað varðar dagsljós. Útlit er áhugavert og gefur fyrirheit um framsækinn skóla.

Höfundar: Kanon arkitektar ehf Anna Sóley Þorsteinsdóttir, arkitekt FAÍ Halldóra Bragadóttir, arkitekt FAÍ Helga Bragadóttir, arkitekt FAÍ Þorkell Magnússon, arkitekt FAÍ Þórður Steingrímsson, arkitekt FAÍ

GÖTUHLIÐ AÐ HÁHOLTI

Verkfræðiráðgjöf: Hnit hf - verkfræðistofa


34 FRAMHALDSSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ

SAMKEPPNISTILLAGA

Tillaga númer 22 - auðkenni 00000

Tillaga númer 21 –Íauðkenni 12301 FRAMHALDSSKÓLINN MOSFELLSBÆ

ÚTLIT SUÐUR

ÚTLIT NORÐUR

horft inn hópvinnur"mi í listgreinaklasa

Tillagan er flokkuð sem vinkill, fellur vel að skipulagi, götumynd er skýr og útirými virðist gott. Innra flæði byggir á frekar lokuðum göngum og svarar ekki væntingum samkeppnislýsingar um opið skólastarf. Útlit er fágað, fínlegt og vel leyst. Framsetning tillögu vekur athygli. ÚTLIT AUSTUR

Tillagan er flokkuð sem bygging um inngarð (atrium) og nær ekki að skapa sannfærandi útirými að öðru leyti. Innra flæði er ekki sannfærandi og tengingum klasa ábótavant. Útlit ekki sannfærandi.

útlit su!ur 1:200

Höfundar: Jóhann Einar Jónsson og Sóley Lilja Brynjarsdóttir

Höfundur: Ingunn Lilliendahl

útlit vestur 1:200

ÚTLIT VESTUR

útlit nor!ur 1:200

útlit austur 1:200

GRUNNMYND 3. HÆÐAR

BÍLAGEYMSLA - FRAMTÍÐARSKIPULAG

12301

00000


35

Tillaga númer 24 – auðkenni 10310

Tillaga númer 23 – auðkenni 21048

horft í vestur í átt að skóla

FRAMHALDSSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ

10310

a

Tillagan er flokkuð sem vinkill og fellur vel að skipulagi og styður götumyndun. Innra flæði er skýrt en ábótavant, húskroppur er djúpur sem erfiðar flæði. Útlit er ekki sannfærandi. Í tillögunni endurspeglast þeir hnökrar sem víða má sjá í vinkiltillögum þar sem ganga þarf í gegnum einn klasa til að komast í annan.

Tillagan er flokkuð sem klasi sem liggur vestan til á lóð og meginaðkoma við stórt bílastæði austan byggingarinnar. Vinnur þetta á móti markmiðum skipulags um sterka götumynd. Innra flæði er skýrt en húskroppur er 1 2 einkum hvað varðar dagsljós. Klasar eru djúpur sem skapar vandamál, ekki leystir á sannfærandi hátt. Athyglisverðar hugmyndir á lóð skila sér ekki í innri starfsemi skólans. Útlit er ekki sannfærandi. Uppbygging: Gengið er út frá því að velja hagkvæmar lausnir við framkvæmd byggingarinnar sem og fyrir rekstur hennar. Efni fyrir innra og ytra birði hússins er valið með tilliti til endingar, rekstrarkostnaðar og í takt við umhverfis- og vistfræðisjónarmið. Stærð byggingarinnar er í fermetrum talin: 4.210 brúttó m2 og nettó m2.

lokað kennslurými

lokað kennslurými

lokað kennslurými

mi

opið vinnurými

yfirhafnir

i

bóknámsklasi

lokað vinnurými

opið vinnurými

geymsla lokað vinnurými

yfirhafnir

geymsla

bóknámsklasi

lokað vinnurými

opið vinnurými

lokað vinnurými

ræsting

b

lyfta

Byggingartækni: Leitast er við að nota vistvæn, innlend byggingarefni eftir fremsta megni. Byggingin er staðsteypt og eru veggir, súlur og milliplötur berandi. Þak byggingarinnar er tyrft með torfþökum og fær grasið að vaxa óhindrað. Gangar á efri hæð fá aukna dagsbirtu frá hringlaga þakgluggum. Léttir veggir eru úr álgrindum með tvöföldu lagi af gipsplötum. Glerjaðir innri veggir eru úr tvöföldu, hljóðeinangrandi gleri í álrömmum. Veggir eru hvítmálaðir og á gólfum eru náttúrulegir linolium-dúkar. Loft eru niðurtekin kerfisloft með hvítum, hljóðeinangrandi isogplötum og rúma þau loftræstistokka, raflagnir og ljósabúnað. Lagt er upp úr einföldum en jafnframt vönduðum frágangi lóðarinnar umhverfis bygginguna. Aðkomutorg við aðalinnganginn og gangstétt meðfram byggingunni er hellulagt með steyptum flísum og innfelldri lýsingu. Milli gangstétta og götu vex gras ásamt háum birkitrjám og lágum runnum sem fengin eru úr skógræktinni handan götunnar.

nemendafélag

snyrtingar

lagnir

b b húsvörður

móttaka

ljósritun

Efnisval: Úthliðar austurálmunnar er úr svartri steypu, yfirborðið er annars ómeðhöndlað og fær að veðrast. Sama má segja um sökkul byggingarinnar sem og hluta af vesturálmunni en þar fær hinn íslenski steypugrái litur að njóta sín. Litaðar úthliðar suðurálmunnar eru fínpússaðar og málaðar með litaðri kalkmálningu í glaðlegum litum.

2 1 Höfundar: Ástríður Magnúsdóttir, arkitekt FAÍ Bjarki Gunnar Halldórsson, arkitekt FAÍ Helgi Steinar Helgason, arkitekt FAÍ Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitekt FAÍ Una Eydís Finnsdóttir, arkitekt FAÍ námsráðgjafi

c

Höfundur: Valdís Bjarnadóttir, arkitekt FAÍ, Vinnustofan Þverá ehf. - arkverk

hleðsla og listaverk í inngarði

Áfangaskipting: Áformað er að bæta við tveimur nýjum byggingarhlutum við fyrsta áfangann sem þessi samkeppni er miðuð við. Tillaga þessi gerir ráð fyrir því að fyrsti og annar áfangi tengist við enda austurálmunnar. Kennararými yrðu þá færð í heild eða að hluta til í nýju bygginguna og rýmið notað sem tengiæð milli þess gamla og þess nýja. Samskonar tengimöguleikar eru fyrir hendi á neðri hæð fyrsta áfanga, um mötuneytissalinn sem enn yrði þá miðpunktur byggingarinnar.

hjúkrunarfræðingur

geymsla

Samstarfsaðilar Vinnustofunni Þverá: Melanie Lorenz, arkitekt Orri Gunnarsson, skipulagsfræðingur MUP Gunnar Ingi Ragnarsson, umferðarverkfræðingur FVFÍ Nils Schawarzkopp, umferðarverkfræðingur

skólastjóri

fatahengi/ snyrtingar

aðstoðarskólastjóri

vinnuaðstaða kennara

eldhús og setustofa kennara

fundaherbergi

Ráðgjafi: Ida Marguerite Semey

skrifstofur sviðsstjóra

svalir

a

2.hæð grunnmynd 1:200

skýringarmynd um áfangaskiptingu, einn inngangur á miðri lóð þótt bætt verði við öðrum áföngum

skýringarmynd sýnir afstöðu byggingar gagnvart birtu og varma

vatn og gróður í garðinum

21048


Langsnið //1:200

36

Tillaga númer 26 - auðkenni 28713 – til sérstakrar skoðunar 

  

Tillagan er flokkuð sem vinkill, fellur vel að skipulagi og götumynd er skýr. Skjólmyndun er góð og aðlaðandi útirými eru að garði. Margar fínar og áhugaverðar vangaveltur er að finna í tillögunni en útlit samræmist ekki væntingum um ásýnd framhaldsskólans. Innra skipulagi húss er ábótavant að ýmsu leyti. VinkilformGrunnmynd klasa gefur þó góða möguleika á skemmti3. hæð //1:200 legum rýmum en það er miður að þurfa að ganga í gegnum klasa til að komast í annan klasa. Höfundar: Studio Strik – arkitektar Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt FAÍ Daði Halldórsson, arkitektanemi Hulda Þ. Aðalsteinsdóttir, innanhússarkitekt

Landslagshönnun: Teiknistofan STORÐ Hermann G. Gunnlaugsson, landslagsarkitekt FÍLA Verkfræðihönnun: VSÓ ráðgjöf

Grafísk hönnun: 2B hönnunarstofa, Björgvin Sigurðsson, grafískur hönnuður FÍT

Tillaga númer 27 - auðkenni 73350

Tillagan er flokkuð sem klasi en yfirbyggður inngarður tengir tillöguna að tveimur tilögum sem flokkast sem byggingar um inngarð (atrium), með þeim kostum og göllum sem það fyrirkomulag hefur. Tillagan fellur vel að skipulagi. Áhugaverð nálgun sem að mati dómnefndar þarfnast frekari úrvinnslu í formi og útliti. Greinargerð er mjög ábótavant. Bílakjallari Skýringarmyndir Norðvesturhorn séð úr lofti mörgu leyti þeim

//1:500

Höfundar: Bjarni Bjarkason Einar Hlér Einarsson Grafísk hönnun: Högni Valur Högnason

Efst: Norðausturhorn séð frá Há Miðja: Suðvesturhorn séð frá bí Neðst: Miðrými séð frá suðurinn

Afstöðumynd //1:500


bílakjallari

37

yvirlit lóðar GRUNNMYND 3. HÆÐ, 1:200

Tillaga númer 30 – auðkenni 11211

Tillaga númer 28 - auðkenni 33833 – til sérstakrar skoðunar

fjölnotasalur

PLANSJUR Sk I ÍS.indd 4

33833

10-03-2010 13.12.08

FMOS // MOSI Tillagan er flokkuð sem tvær stangir meðfram götu og fellur ágætlega að skipulagi og götumynd. Sjá má fyrirheit um góð útirými í ágætlega leystri lóðarhönnun. Stórt og spennandi miðrými er í tillögunni en kannski full íburðarmikið. Tengingar í klasa, vegna þessa stóra miðrýmis, eru óheppilega langar. Útlit er fjölbreytt og ágætlega leyst.

Tillagan er flokkuð sem tvær stangir, samræmist ekki skipulagi og veikir væntingar um götumyndun með stóru bílastæði. Útlit að mörgu leyti áhugavert en þykir þó ekki sannfærandi fyrir framhaldsskólann. Innra flæði er óheppilegt með langa ganga og opin vinnurými eru ekki sannfærandi.

Höfundar: Gísli Sæmundsson, arkitekt FAÍ Selmar Nielsen, arkitekt AF Magnus Magnussen, arkitekt AF

Höfundar: Hjördís Sóley Sigurðardóttir Hrólfur Karl Cela Sólveig L. Tryggvadóttir

Landslagsráðgjöf: Einar Birgisson, landslagsarkitekt FÍLA Aðstoð: Einar E. Sæmundsen, landslagsarkitekt FÍLA, Landmótun sf


38

Tillaga númer 34 – auðkenni 80360 – til sérstakrar skoðunar

Tillaga númer 32 – auðkenni 09274

stæði 3 breytast í akveg í 2. áfanga

11stæði sorpg. flokkun vörumóttaka

2. áfangi tvöföldun kennsluhúsnæðis ??? bílastæði

hjólageymslusvæði

hjólageymslusvæði

22stæði

39stæði

afstöðumynd 1:500

bílastæði 1:500

fullbyggt

fullbyggt 230 stæði

sneiðing A 1:200

jafndægur kl.16:00

jónsmessa kl.10:00

fullbyggt

Áherslur Helstu mótandi þættir þessarar tillögu eru: Vindáttir, umferðarhávaði, mikill fjöldi bílastæða, áfangaskipting, sveigjanleiki í starfsemi og umhverfissjónarmið Vindáttir gera aðkomu úr norðvestri eina raunhæfa kostinn. Vegna umferðarhávaða frá Vesturlandsvegi er göflum kennsluálma snúið að götu og þeir gerðir þungir og gluggalausir svo hljóð berist ekki inn. Langhliðar kennslurýma snúa hins vegar í austur/vestur og eru glerjaðar, þar sem þær eru hornréttar á umferðargötu og í vari fyrir hljóðmengun og sólarálagi. Miklar kröfur um bílastæði eru ástæða þess að byggingunni er lyft upp og stæðum komið fyrir undir henni, svo sem minnst sjóntruflun verði af bílastæðaflæminu. Stæðin eru ekki samfelld, heldur eru þar stórir trjágarðar sem opnast upp á milli bygginganna fyrir ofan.

Tillagan er flokkuð sem tvær stangir þvert á götu, samræmist skipulagi og styður götumynd samkvæmt væntingum. Aðkoma er ágæt frá götu. Útlit er ekki sannfærandi. Innra fyrirkomulag er að mörgu leyti vel leyst en húskroppur er djúpur sem gerir opin vinnurými óheppileg og lítið aðlaðandi. Höfundar: Arkitektastofan OG ehf Garðar Guðnason, arkitekt FAÍ Ormar Þór Guðmundsson, arkitekt FAÍ Sigurður Gústafsson, arkitekt FAÍ Lóðarhönnun: Pétur Jónsson, landslagsarkitekt FÍLA

1. áfangi er tvö hús, annað með sameiginlegum rýmum og stjórnun, og hitt skásett kennsluálma á þremur hæðum. Á milli þeirra er innigarður, opinn til himins og niður í trjáreit á jörðinni, afmarkaður af tveimur göngum sem tengja húsin. Gangarmarnir halda áfram að kennsluhúsnæði í 2. áfanga, sem getur orðið stærra en það fyrra, en gæti líka klofnað í miðju og opnast fyrir útsýni til austurs. Síðasti áfanginn er tveggja hæða íþróttahús vestast á lóðinni.

Í tillögunni er gert ráð fyrir eins konar útirýmum á milli hefðbundinna einangraðra innirýma, svo gangsvæðin eru með lægri lofthita en kyrrseturými og einungis nauðsynleg svæði eru hituð að fullu. Þetta sparar orku og gerir náttúrulega stillingu hússins mögulega, en hefur þær afleiðingar að brúttóflatarmál byggingarinnar stækkar, þó gangrýmin séu nær því að vera gróðurhús með lágmarksbyggingarkostnaði, en hefðbundin fullfrágengin innirými. Gangsvæðin eru hugsuð fyrir margvíslegar athafnir nemenda s.s. tilraunir með lífræna ræktun, orkuvinnslu og til kennslu. Þau gætu að stórum hluta verið útirými, þegar vel viðrar, en eru skilgreind sem innirými í stærðartöflu, svo engu sé undan skotið. Í stað þess að minnka bygginguna niður í stærðir í forsögn með því að færa rýmin út fyrir vegg, er tillagan hugsuð sem beinagrind til að þróa áfram í samstarfi við fulltrúa skólans og bæjarfélagsins og verkfæri til að meta hagkvæmustu kostina.

Grunnhugmynd Skólahúsið situr í risastórri gróðurskál með kröftugum trjágróðri og bílastæðum, en léttir efri húshlutar svífa yfir og stingast í gegnum jarðbundinn vegg, sem hlykkjast meðfram Vesturlandsvegi og ummyndast í íþróttahúsið vestast. Neðstu hlutar byggingarinnar gætu verið steinsteyptir veggir, en léttari húshlutar efri hæðanna eru úr ómeðhöndluðu timbri, harðviðargluggum smíðuðum hér og gleri. Allt efni í húsinu er náttúrulegt svo það veðrist eðlilega og samlagist náttúrulegu umhverfi og gróðri á lóðinni. Skólahúsið gæti orðið tilraunavettvangur til að þróa lífrænt veggyfirborð t.d. fléttur, mosa, lággróður og klifurplöntur sem renna saman við innbyggða trjágarða hússins svo úr verður einn gróðurheimur. Hugmyndir um að taka á móti byggingarefni til förgunar og endurnýta í stoðveggi og einstaka byggingarhluta eru raunhæfar á tímum endurvinnslu og hás förgunarkostnaðar. Þök eru með mosagróðri eins og gróðurþekjan sem fyrir er á lóðinni. Mannvirkið er hugsað sem framlenging umhverfisins, það byggist ekki á háþróuðum tæknilausnum heldur á efni frá staðnum og úr umhverfinu, hvort sem það kallast náttúra eða úrgangur.

Innra skipulag

Framtíðarsýn

Aðkoma er með einstefnuhringrás bíla niður í bílageymslu eða að sleppistæðum við inngang. Aðalinngangur tengist stiga og lyftu frá kjallara, en leiðin áfram upp í stjórnunarálmu á 3. hæð liggur framhjá móttöku og húsverði. Móttaka og bókasafn breiða úr sér fyrir framan glervegg sem opnast í austur að stórum innigarði þar sem alltaf er skjól. Framan við móttökuborð opnast húsið lóðrétt upp allar hæðir til himins.

Áfangaskipting bílageymslu fylgir áfagaskiptingu h skammtímastæði, stæði fyrir fatlaða og sleppistæð suðvesturhorni lóðar og 72 stæði undir byggingum stæði undir byggingu og í 3. áfanga eru bráðabirgð íþróttahús og 30 stæðum bætt við, alls 115stæði í fullbyggðum skóla.

Gengið er beint inn í salinn frá anddyri, en hann opnast jafnframt að gangsvæðum og bókasafni í austur. Gengið er út á svalir um stóran glervegg til suðurs og í vestur er mikill útsýnisgluggi fyrst um sinn, þar til íþróttahúsið er byggt, en þá verður mögulegt að samtengja rýmin fyrir stærri atburði. Þannig getur salurinn verið alveg lokaður eða opinn í allar áttir eftir þörfum.

80360

Eldhús og afgreiðsla eru við suðurenda salar, með vörulyftu og stiga frá vörumóttöku undir húsinu. Öll losun og flokkun sorps fer fram á sama stað í bílageymslu, en þar er gott aðgengi fyrir stóra sendiferðabíla. Nemendaaðstaða er á jarðhæð við hlið eldhúss og nýtist sem bakrými til undirbúnings fyrir sýningar í sal. Heilsugæsla og ráðgjöf er þar fyrir ofan á 2. hæð við hliðina á tæknirými fyrir ofan eldhús. Snyrtingar eru á öllum hæðum meðfram norður og suðurgangi að kennsluálmum og samnýtast með sal.

Tillagan er flokkuð sem tvær stangir og inngarður á milli. Byggingin samræmist skipulagi og styður götumynd. Samkeppnin er framkvæmdasamkeppni, ekki hugmyndasamkeppni, og er tillögunni ábótavant hvað upplýsingar varðar. Litið er á innra fyrirkomulag og tillöguna í heild sem áhugaverða hugmynd sem þarfnast frekari útfærslu svo hægt hefði verið að meta hana í efsta flokk tillagna í samkeppninni. Sama burðarkerfi er gegnumgangandi, 13x8m súlukerfi með kúluplötu eða stál/steypudekki með miklum haflengdum og hámarks sveigjanleika innirýma. Allir innveggir eru því léttir og má breyta endalaust eftir því sem starfsemi skólans þróast.

Sterkustu áhrifin á húsið hafa þó sjónarmið um sjálfbærni, sparneytni og náttúrulegt yfirbragð. Stærð bygginganna ræðst af takmörkum náttúrulegrar loftræsingar, en gert er ráð fyrir lágmarks innblæstri upphitaðs lofts í miðju hvers húss og útloftun um opnanleg fög efst í gluggaveggjum, nema í sal og eldhúsi, sem krefjast meiri loftskipta. Glerhliðar eru stórar til austurs og vesturs og plandýpt hæfileg svo innirýmin njóti náttúrulegrar birtu og þægilegrar upphitunar sólar og orkuþörf fyrir raflýsingu, upphitun og kælingu sé lágmörkuð. Þykkar plöturnar virka sem hitageymslur að nóttu til og draga úr hitasveiflum. Innirými opnast hvert að öðru svo loftflæði er gott í gegnum húsið og mikill loftmassi inanhúss gerir hitastýringu auðveldari.

Höfundur: Studio Granda Ráðgjafi: Efla

Nemendur ganga upp stiga meðfram garði í bóknámsklasa á efri hæðum. Raungreinaklasi er á jarðhæð í suðurhluta og listgreinaklasi í norðurhluta. Grunnmyndir sýna mögulegt skipulag klasa, þar sem lokuðum rýmum er raðað meðfram austurvegg, en opnu rýmin horfa til vesturs. Öll rými opnast að inni- eða útigörðum, en vesturhliðar trappast til baka eftir því sem ofan dregur í húsinu og hleypa birtu niður í kennsluklasa. Flóttastigar eru á göflum kennsluálmu og um svalir meðfram endilöngum vesturvegg. Hnitmiðaðar flóttaleiðir gera það mögulegt að opna skólann mun meira en ella og koma í veg fyrir þunglamalegar lokanir vegna brunahólfunar.

Stjórnunarálma er beint yfir aðalinngangi á 3. hæð. Vinnusvæði kennara er næst lyftu og stiga frá anddyri, meðfram endilöngum vesturvegg og útsýni og opnun í framtíðinni út á þak íþróttahúss. Handan við op niður á jarðhæð eru skrifstofur skólastjóra og stjórnenda með glugga að garði í austur. Syðst á stjórnunarhæð er setustofa kennara, samtengd fundarherbergi sbr. forsögn. Bakstigi frá vörumóttöku tengist rýminu og nýtist sem flóttaleið.

Yfirborð bílageymslu verður úr sérstökum hljóðde í gegnum sig. Aðferðin hefur verið reynd hér á land frárennslislagnir auk þess sem grunnvatnsstöðu er bílageymslu, sem vonandi breytist smám saman í ri umhverfisvitund. Um helgar er upplagt að nota sk náttúruna, fyrir hinn vinsæla grænmetismarkað í M fjölmennar samkomur í bænum.


kennara eru í bílakjallara sunnantil sem nýtir hæðarmismuninn þvert yfir lóðina. Bílastæði fyrir nemendur eru sunnan skólabyggingar á inngangshæð mötuneytis, þar er einnig aðkoma fyrir minni vöruafgreiðslu. Bílakjallarinn tengist svo bílakjallara undir þriðja áfanga/íþróttahúsi. Einnig má hugsa sér að stækka tæknirýmið inn í bílageymslu ef þörf krefur. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við alla innganga byggingarinnar. Aðkoma fyrir stærri bíla og sorpbíla er frá Háholti á jarðhæð. KLIFURVEGGUR

Í fyrsta áfanga eru tvær lyftur sem tryggja góð tengls milli hæða ; önnur þeirra tryggir einnig tengsl annars áfanga við móttöku/aðalinngang.

1. ÁFANGI FRAMHALDSSKÓLI, 3 HÆÐIR

FLÆÐI Opin og rúmgóð fjölnotarými tengja hæðarnar þrjár saman og tengjast einnig saman opin vinnurými jafnframt því sem að byggingin opnast á móti umhverfi sínu, og landslagið flæðir inn i bygginguna. Opnu rýmin beina athyglinni að stórbrotnu útsýni til Lágafells í suður, Helgafells í austur og Esjunnar/ Kistufells i norður. Munurinn á hefðbundnum kennslurýmum og opnum/hálfopnum sameiginlegum rýmum er undirstrikaður í efnisvali og staðsetningu. Kennslustofur eru bjartar og opnar að takmörkuðu leyti bæði út og inn að miðsvæði byggingar á hverri hæð, með ljósum gólfflötum, meðan opin rými einkennast af dekkri gólffleti og sterkum litum sem skýra innbyrðis tengsl milli klasa og hæða. Stærri samfelldir steyptir fletir sem liggja að opnum rýmum fá yfirborð mótað af innlögnum í steypuform til að bæta hljóðvist.

GRUNNFLÖTUR 1.867m2

SANDBLAK KÖRFUBOLTI

39 VESTU

RLAND

STARFSEMI OG STAÐSETNING Stjórnunarrými eru staðsett næst aðalinngangi og í góðum tengslum við bílakjallara. Tæknirými, fatahengi/skápar og salerni eru einnig staðsett miðsvæðis og nýta þann hluta húss sem fær minsta birtu. Raungreinar, Listgreinar og kennslueldhús er staðsett á annarri hæð ásamt eldhúsi mötuneytis með aðkomu inn frá efri hluta lóðar. Eldhúsin afmarkast í suðurátt af gróðurhúsrými í tvöföldum útvegg, sem nýtist í sambandi við kennslu. og gegnir einnig hlutverki hljóðskerms og sem rými fyrir forupphitun innlofts. Bóknámsgreinar eru staðsettar á efstu hæð. Opin vinnurými og lokuð hópvinnurými samnýtast að hluta af fleiri klösum og liggja því að sameiginlegum rýmum. Stölluð rými tengja hæðirnar, og samnýtast fyrir allan skólann, og liggja að mikilvægum sameiginlegum rýmum: móttöku, mötuneyti, nemendaaðstöðu og ráðgjafarýmum. Aðkoma að ráðgjafarýmum er einnig utanfrá. Bókakosti skólans er komið fyrir miðsvæðis á hverri hæð, við rauða kjarnann.

SVEGU

R

UMHVERFIS- OG VISTFRÆÐIÞÆTTIR Form byggingarinnar lágmarkar norðurhliðina, alrýmin í austur og vestur hleypa lágri birtunni langt inn í kjarna hússins. Formið er einfalt og lágmarkar magn útveggja. Gluggaflötum i kennslurýmum er haldið innan hóflegra marka þar sem birtu er einnig veitt óbeint inn gegnum opin svæði. Útsýn er þó frá öllum rýmum. Rýmisskipulagið gerir það mögulegt að hafa bæði náttúrulega loftræstingu (innloft í kennslurými) og vélræna loftræstingu ásamt varmaskiptum fyrir innloft í alrýmin. Tæknirými liggja miðsvæðis, lagnaleiðir eru því stuttar. Glerskermur utaná suðurvegg bætir hljóðvist innanhúss á þriðju hæð, og hlífir einnig gegn sterkri sól , og hljóðmön meðfram Vesturlandsvegi hlífir rýmum á annarri hæð, ásamt útivistarsvæðum á efri hluta lóðarinnar.

Tillaga númer 36 - auðkenni 22145

Tillaga númer 35 - auðkenni 21233

FRAMHALDSSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ Skýringarmyndir af opnum rýmum

BURÐARVIRKI, KLÆÐNING OG EFNISVAL Burðarvirki eru staðsteyptar súlur og kúluplötur, án burðarbita, sem auðveldar sveigjanleika lagnaleiða í niðurteknum loftum. Útveggir eru staðsteyptir, einangraðir að utan með steinull, klæðning er múrkerfi með glansandi koksgrárri granítsteiningu. Stórir samhangandi glerveggir í structural glazing kerfi með stálburði. Innanhúss eru útveggir hvítmúraðir með hljóðdempandi yfirborði, aðrir veggfletir eru hvítmálaðir, kjarni með lyftu og salernum er málaður í sterkum lit, og sama lit á flísum inni í kjarna. Gólf á fyrstu hæð og í stölluðu rými/mötuneyti (Lágafell amfi) er slípuð steypa eða terrazzo, dökkgrár gólfdúkur er aðalgólfefni í opnum rýmum, ljósgrár í kennslustofum. Sætishúsgögn sem mýkri form í sterkum lit sem einnig bæta hljóðvist. Stallað rými milli efri hæðanna tveggja (Helgafell amfi) einkennist af viðarklæðningu á gólfi , vegflötum og lofti, sem afmarka rýmið, til dæmis hvítolíuborinn askur. Glerveggir umhverfis hópvinnurými eru fúgaðir glerfletir; á þriðju hæð mynda hópvinnurými miðsvæðis einnig yfirljós, efri hluti glers hefur hvíta fólíu. Listgreinarýmið (Kistufell gallerí) einkennist af sterkum lit sem nemendur ákveða sjálfir, breytileg óbein ásýnd skólans frá miðbænum séð. Heildarstærð byggingarinnar er 4173m2 brúttó.

fjölbreyttar sjónlínur á milli rýmana

21233

Fjölbreyttar útfærslur á opnum rímum fjölbreytt gólfefni og húsgögn skapa mismunandi andrúmsloft og stemmingu Töflu áferð

Viður

Seasal

Rúmteikning opið rými

Korkur

Tillagan er flokkuð sem klasi og fellur þokkalega að skipulagi. Útlit vinnu í stórum mælikvarða sem svarar ekki væntingum um „uppbrotinn miðbæ“ en sjá má áhugaverðar nálganir í formi þess. Innra flæði er ósannfærandi.

Tillagan er flokkuð sem vinkill á vesturhluta lóðar sem veikir væntingar um Innrétingar opnu rýmana bjóða uppá svegjanleika í no götumynd. Aðalútirými er opið fyrir ríkjandi vindátt úr austri. Útlit og innra flæði er ekki sannfærandi. glerveggur

blómapottur bekkur

hilla

tartan

bókahilla

Höfundar: Elva Magnúsdóttir, arkitekt FAÍ, Dipl. Ing. Grischa Fischer, Dipl. Ing.

Höfundar: Griff Arkitektur as Sigríður Anna Eggertsdóttir, arkitekt FAÍ Nguyen Vo Luu, arkitekt Jarl Ture Vormdal, arkitekt Geir Hermansen, arkitekt MNAL

seasal

Möl

Sandur

Tartan

borð

bekkur & breytilegt tjald

bekkur mismunandi gólfefni

tafla

opið rými

Parkett

Sjónarhorn af samspili á milli rýmana

14,0

10,5

10,5

7,0

7,0

3,5

3,5

3,0

0,0 -0,5

0,0 -0,5

FMOS

4

2


efnisnotkun og formum Aðalskólabyggingin er hlÊdrÌgari í formum, steinsteypt, múruð, måluð í ljósum lit og stýrist af praktískum lausnum. FjÜlnotasalnum er gert sÊrstaklega hått undir hÜfði Þar sem form og útlitslegt yfirbragð minnir helst å �demant�. FjÜlnotasalurinn, sem er hjarta byggingarinnar er klÌddur tinkopar.

40

SFELLSBÆ

SA Tillaga númer 37 – auðkenni 15032

AĂ°alinngangur skĂłlans er staĂ°settur ĂĄ vesturhliĂ°inni en meĂ° ĂžvĂ­ skapast skjĂłl fyrir hinum napra austanvindi. Gert er rĂĄĂ° fyrir strĂŚtisvagnastÜð og „sleppistĂŚĂ°i“ viĂ° inngang skĂłlans en meĂ° ĂžvĂ­ mĂłti verĂ°ur auĂ°velt fyrir nemendur og aĂ°ra notendur skĂłlans aĂ° komast ĂĄ ĂĄfangastaĂ°. Ă? kjallara hĂşssins er gert rĂĄĂ° fyrir 75 bĂ­lastĂŚĂ°um Ă­ rĂşmgóðu rĂ˝mi. ĂžaĂ°an er hĂŚgt aĂ° komast upp um stiga sem liggur viĂ° salerniskjarna ĂĄ miĂ°ri jarĂ°hĂŚĂ°. Einnig er hĂŚgt aĂ° fara Ăşr bĂ­lakjallara meĂ° lyftu upp ĂĄ aĂ°rar hĂŚĂ°ir byggingarinnar. Ă lóð eru bĂ­lastĂŚĂ°i bĂŚĂ°i austan og vestan megin viĂ° skĂłlabygginguna,alls 117 stĂŚĂ°i.

YFIRLITSMYND

Tillaga númer 38 – auðkenni 01123 – til sÊrstakrar skoðunar

Ăžeir sem koma fĂłtgangandi frĂĄ miĂ°bĂŚ MosfellsbĂŚjar Ăşr austri upplifa hvernig norĂ°urhliĂ° hĂşssins sveigist inn Ă­ keilulaga form ĂĄ jarĂ°hĂŚĂ° og leiĂ°ir fĂłlk inn Ă­ bygginguna aĂ° vestanverĂ°u. Lagt er til aĂ° heiti ĂĄ rĂ˝mum byggingarinnar vĂ­si til lĂ­fs eĂ°a verka nĂłbelsverĂ°launa skĂĄldsins HalldĂłrs Kiljan Laxness sem ĂĄ sĂŠr rĂ­kar rĂŚtur Ă­ menningu og sĂśgu MosfellsbĂŚjar. Ăžannig er til dĂŚmis raungreinaklasinn nefndur AtĂłmstÜðin, herbergi nemendafĂŠlagsins nefnt SjĂĄlfstĂŚtt fĂłlk. LjĂłs ĂžaĂ° sem fellur ofan frĂĄ er nefnt heimsljĂłs og gert er rĂĄĂ° fyrir skĂłlabjĂśllu sem nefnist Ă?slandsklukkan. ViĂ° fomun ytrihjĂşps fjĂślnotasalarins, Demantsins, var leitaĂ° fanga Ă­ verkum listamansins Sverris Haraldssonar.

SV Tillagan er flokkuĂ° sem vinkill, samrĂŚmist skipulagi og styĂ°ur gĂśtumynd miĂ°bĂŚjarins. HĂşskroppur er mjĂśg djĂşpur og ĂžvĂ­ rĂ˝mismyndun og innra flĂŚĂ°i Ăłheppileg. ĂštirĂ˝mi og fjĂślnotasalur eru ĂĄhugaverĂ°. Ăštlit er ĂłsamstĂŚtt en Þó ĂĄhugavert.

1.hÌð Grunnbyggingin dregst inn frå efri hÌð byggingar og byggingarreit og er hún alls 2.050 m2. � henni rúmast skrifstofur, móttaka, bókasafn, list- og raungreinar, eldhús og kennslueldhús og rúmgóður fjÜlnota-, matsalur og lokaðir skåpar fyrir nemendur neðri hÌðar. Aðkoman að aðalinngang skólans er upp låg Þrep/ ramp við vesturhlið úr norðri inn í rúmgott anddyri sem tengist móttÜku og fjÜlnotasal. Anddyrið mun einnig Þjóna sem tengibygging fyrir fyrirhugað íÞróttahús í framtíðinni til vesturs.

Tillagan er flokkuĂ° sem stĂśng og samrĂŚmist ĂĄgĂŚtlega skipulagi en bĂ­lastĂŚĂ°i fĂĄ fullmikiĂ° vĂŚgi ĂĄ lóð. MjĂśg ĂĄhugaverĂ° tillaga hvaĂ° varĂ°ar Ăştlit og aĂ°lĂśgun aĂ° landi. Innra flĂŚĂ°i er ĂĄgĂŚtt Þó grunnmynd neĂ°stu hĂŚĂ°ar Ăšr anddyrinu er komiĂ° inn Ă­ rĂ˝mi (fjĂślnotasal) Ăžar sem hĂĄtt er til lofts. Ăžar er byggt ĂĄ nĂştĂ­ma hugsun virki ĂłsannfĂŚrandi og „dimm“ Ă­ mikilvĂŚgum rĂ˝mum. um opiĂ° rĂ˝mi. SjĂłnrĂŚn tengsl eru viĂ° Ăśnnur rĂ˝mi jarĂ°hĂŚĂ°ar og hin hefĂ°bundnu kennslurĂ˝mi annarrar hĂŚĂ°ar. ĂžaĂ° er sterk tenging ĂĄ milli fjĂślnotasalar og ĂştisvĂŚĂ°a til suĂ°urs en skrifstofur og kennslustofur hafa meira einkanĂŚĂ°i og birtu Ăşr norĂ°ri og austri.

HÜfundur: Tark – Teiknistofan ehf

HÜfundar: Michael Blikdal Erichsen, arkitekt GunnÞóra Guðmundsdóttir, arkitekt

MĂłttaka skĂłlans norĂ°anmegin Ă­ byggingunni er staĂ°sett nĂĄlĂŚgt anddyri ĂĄ milli bĂłkasafns og kennarastofunnar en Ăśll Ăžessi rĂ˝mi eru Ă­ nĂĄnum tengslum viĂ° hringiĂ°u skĂłlans. Stigi upp ĂĄ efri hĂŚĂ° byggingar er staĂ°settur til mĂłts viĂ° anddyri ĂĄ milli mĂłttĂśku og upplĂ˝singartĂśflu fyrir nemendur. Ăžegar horft er upp stigann mĂŚtir manni dagsbirta sem fellur niĂ°ur frĂĄ glugga sem liggur Ăşt ĂĄ eina af verĂśndum/gĂśrĂ°um efrihĂŚĂ°ar. Ă? framhaldi af kennarastofunni viĂ° norĂ°urhliĂ° hĂşssins eru skrifstofur kennara og rektors. Skrifstofa rektors er fyrir miĂ°ju og hefur mĂśguleika ĂĄ sjĂłnrĂŚnum tengslum niĂ°ur eftir bjĂśrtum gangi sem liggur um miĂ°ju hĂşssins. Ă? austurhluta byggingarinnar eru listgreinaklasi Ăžar sem mĂśguleiki er ĂĄ aĂ° nĂ˝ta svĂŚĂ°iĂ° fyrir utan kennslustofuna og vinna Ăşti Ăžegar veĂ°ur leyfir. Raungreinar eru staĂ°settar Ă­ suĂ°austur horni hĂşssins Ăžar sem góð lofrĂŚsting er Ă­ fyrirrĂşmi svo og mĂśguleiki ĂĄ opnun sem tengir tilraunastofu skĂłlans viĂ° garĂ°inn til suĂ°urs.

HĂśnnunarteymi: GuĂ°mundur MĂśller HalldĂłr EirĂ­ksson KristjĂĄn K. KristjĂĄnsson SigrĂşn GuĂ°mundsdĂłttir Susanne Petersen Sverrir Ă gĂşstsson

AĂ°stoĂ°: Massimo Santanicchia, arkitekt

150324

0DWVDOXU IM|OQRWDV

PĂ°

VESTUR Ă SĂ?ND 1:200

� tillÜgunni er gert råð fyrir skjólgóðum og sólríkum garði sunnan megin við bygginguna. Austurhluti aðalskólabyggingar myndar skjól úr austri. FjÜlnotasalurinn myndar skjól úr norðri og opnast út til suðurs í garðinn. Gert er råð fyrir íÞróttahúsi vestan megin við skólann og mun Það skapa aukið skjól fyrir norðan vindum.

AĂ?ALINNGANGUR FRĂ AĂ?KOMUTORGI

MYND 1:500

TUR 1:500

P

)DWDKHQJL PĂ°

NA

15032

1HPHQGDDèVWDèD

PĂ°

GRUNNMYND JA


41 N

VESTURLANDSVEGUR

AFSTÖÐUMYND 1. ÁFANGI 1:500

Tillaga númer 39 - auðkenni 10184

JARÐHÆ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12

MIÐRÝMI

Tillagan er flokkuð sem vinkill, samræmist ágætlega skipulagi og styður götumynd miðbæjarins. Útirými í vinkli er áhugavert. Innra flæði og grunnmyndir vel leyst. Útlit samræmist ekki væntingum um framhaldsskólann. ÚTLIT VESTUR

Höfundar: PK ARKITEKTAR ehf Pálmar Kristmundsson, arkitekt Fernando de Mendonca, arkitekt Þrívíddarmyndir: Andrew Burgess, arkitekt

GK:+64,95

GK:+61,44 GK:+59,96

GK:+57,00

GK:+56.95

A H F M A F K U B S M M


42


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.