Á 288. fundi fræðslunefndar Mosfellsbæjar þann 7. janúar voru lögð fram drög að tillögum um uppbyggingu skóla á skólasvæðum í Mosfellsbæ ásamt röksemdum um val þeirra. Tillögurnar eru unnar í framhaldi af Skólaþingi sem opið var fyrir alla íbúa í Mosfellsbæ þann 26. nóvember síðastliðinn. Hér má sjá niðurstöður.