Prima Care kynning fyrir þingmenn kjördæmisins

Page 1

Liðskiptasjúkrahús í Mosfellsbæ Kynning fyrir þingmenn suðvesturkjördæmis 29. nóv 2010 Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri


Hugmyndin í hnotskurn… • Stofnun einkarekins liðskiptasjúkrahúss og hótels fyrir erlenda sjúklinga í Mosfellsbæ. • 80-120 rúma sjúkrahús. • 4 skurðstofur. • 3.000-5.000 aðgerðir á ári • Alþjóðlega vottuð heilbrigðisþjónusta í fremstu röð í heiminum. • Markhópurinn er sjúklingar í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Norðurlöndunum, Hollandi og Kanada. 2


Hugmyndin í hnotskurn • Sjúklingar dveljast að jafnaði 3 ½ dag á sjúkrahúsinu og flytjast þá yfir á hótelið í 10-14 daga í endurhæfingu. • 250-300 rúma fyrsta flokks hótel með öllum gæðum. • 6.000-10.000 gestir árlega • 600-1000 ný störf auk 250300 starfa á byggingartíma. • $150 milljóna verkefni (kr. 17 milljarðar). 3


Sjálfbært sjúkrahús í fremstu röð • Sjálfbærni að leiðarljósi og náttúruvernd í hávegum höfð. • Hágæða íslensk matvæli í boði. • Gróðurhúsaræktun til eigin nota. • Rannsóknar- og kennslustofnun. • Menningarstofa þar sem gestum er gert kleift að kynna sér íslenska sögu, náttúru og menningu. 4


Hverjir standa að PrimaCare? • Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri. • Finnur Snorrason yfirlæknir, sérfræðingur í bæklunarlækningum. • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi. • Þórður Sverrisson, eigandi Lasersjón. • Orkuhúsið: Stoðkerfi, Sjúkraþjálfun Íslands, Íslensk myndgreining. • Ísaga – Linde Health Care

5


Bakhjarlar verkefnisins •

Shiboomi, Bandaríkin – Hugmyndafræðilegir arkítektar – Viðskiptafélagi Skanska, Bandaríkin – Eitt af stærstu verktakafyrirtækjum heims – Víðtæka reynslu af: 

Framkvæmdum í læknisfræðigeiranum

Byggingu hótela og heilbrigðisstofnana.

Leiðandi í sjálfbærni í byggingageiranum Oppenheimer, Sviss – Leiðandi fjármögnunarráðgjafar á alþjóðamörkuðum. Hill International, Bandaríkin – Eitt fremsta ráðgjafarfyrirtæki í heimi á sviði byggingaframkvæmda. Clifford Chance, Bretland – Ein fremsta lögfræðistofa heims með víðtæka þekkingu þvert á greinar og markaði. Carlos Zapata – Heimsþekktur verðlaunaarkítekt. 

6


Framboð og eftirspurn • Biðlistar eftir aðgerðum munu lengjast með fjölgun sjúklinga. • Nú þegar 2 milljónir sjúklinga á biðlista í heiminum. • Á sama tíma fækkar bæklunarlæknum – lítil nýliðun í greininni. • Hagræðingaraðgerðir í heilbrigðisþjónustu valda því að aðgerðir vegna sjúkdóma sem ekki eru lífshættulegir eru látnar sitja á hakanum. 7


Markaðurinn • Lækningaferðamennska ört vaxandi markaður – Kr. 6.400 milljarðar 2009 – Kr. 11.500 milljarðar 2012

• USA – Mjaðmaliðskiptaaðgerðir: – Kr. 2.200 milljarðar 2007 – Kr. 4.000 milljarðar 2030

• USA – Hnjáliðskiptaaðgerðir: – Kr. 3.000 milljarðar 2007 – Kr. 25.500 milljarðar 2030 8


Forsendurnar – Framboð og eftirspurn • Liðskiptasjúklingum í USA fjölgar um 10% á ári. • Eftirspurnin eftir aðgerðum sjöfaldast á næstu 20 árum. • Voru 659.000 og verða rúmar 4 milljónir árið 2030 skv. áætlunum. • Helmingur sjúklinga sem þurfa mjaðmaliðskiptaaðgerð árið 2016 munu ekki fá hana og 72% þeirra sem þurfa hnjáliðskiptaaðgerð. • Álíka fjölgun sjúklinga í öðrum löndum. 9


Primus Inter Pares • Singapúr – Tækniþekking, gæði, menning, öryggi • Tæland – Lægra verð, menning aðgengi • Malasía – Lægra verð, aðgengi • Indland – Lægra verð, gæði, aðgengi • Tyrkland – Lægra verð

sfffff

10


Styrkleikar Íslands • Heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða. • Tækniþekking. • Almenn tungumálakunnátta. • Náttúra og umhverfi. • Endurnýtanlegir orkugjafar. • Fjarlægð frá mörkuðum. • Öruggt umhverfi. • Vestræn menning. • Verðlagning.

11


Tækifærin fyrir Mosfellsbæ • Græn stóriðja – tvö álver án mengunar. • Tvöfalt fleiri starfsmenn en í álverinu að Grundartanga. • A.m.k. helmingsfjölgun starfa í sveitarfélaginu – allt að 1000 ný störf – auk afleiddra starfa. • Styrkir ímynd Mosfellsbæjar sem leiðandi á sviði heilsueflingar og sjálfbærni. • Hvatning til annarra fyrirtæki af þessum toga til þess að velja Mosfellsbæ fyrir starfsemi sína. • Öflugur þátttakandi í klasanum Heilsuvin í Mosfellsbæ. 12


Tækifærin fyrir Ísland allt • Tekjur á ári þegar full starfsemi er komin í gang: $120 milljónir – um kr. 14 milljarðar sem gerir fyrirtækið að einu af 40 stærstu fyrirtækjum landsins. • Tækifæri til að komast inn á ört stækkandi markað í heilsuferðaþjónustu. • Fjölgun ferðamanna utan háannatíma. • Markhópurinn stækkar – áætlað að 40 milljón ferðamanna á ári ferðist í lækningaskyni á næstu árum. 13


Stjórnvöld Möltu sjá tækifæri • Stefna stjórnvalda að gera Möltu að eftirsóttum áfangastað fyrir lækningaferðamennsku árið 2015 • Ferðamálaráðherra hrinti nýlega af stað markaðsátaki í samstarfi við hagsmunaaðila. • Ferðamálasamtök Möltu hafa stofnað sérstaka nefnd um lækningaferðamennsku. 14


Samantekt • Markaðstækifæri – Aukin eftirspurn – skortur á framboði

• Sérstaða Íslands – Gott heilbrigðiskerfi – Hreint land – Endurnýjanlegir orkugjafar

• Sérhæft sjúkrahús með umhverfissjónarmið í forgrunni 15


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.