Handbók fyrir starfsfólk Mosfellsbæjar er unnin í tengslum við mannauðsstefnu Mosfellsbæjar. Handbókinni er ætlað að nýtast starfsmönnum til leiðsagnar og upplýsingar um ýmislegt er varðar starfsumhverfi, réttindi, skyldur, áherslur og samþykktir Mosfellsbæjar í málefnum sem varðar starfsfólk.
Handbókinni er skipt í þrjá hluta. Fyrst er stutt kynning á stjórnkerfi bæjarins, sviðum og stofnunum. Þá er farið yfir mannauðsstefnu Mosfellsbæjar og ítarupplýsingar með henni og í lok handbókarinnar er að finna stefnu Mosfellsbæjar um forvarnir og viðbrögð gegn einelti, áreitni og vanlíðan á vinnustað.
Mannauðsstefnan er megininntak handbókarinnar. Stefnan er í 14 tölusettum liðum og starfsmönnum til glöggvunar er sagt frá hverjum lið stefnunnar fyrir sig og jafnframt settar fram ítarlegri upplýsingar er hann varða.
Handbók fyrir starfsfólk Mosfellsbæjar er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Hún á að vera lifandi plagg og er því í sífelldri endurskoðun. Stefnt er að því að ný og uppfærð útgáf