Stefna og framkvæmdaáætlun í íþrótta- og tómstundamálum

Page 1

Stefna og framkvæmdaáætlun 2011 Íþróttir og tómstundir Mosfellsbær -DRÖG-


ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASTEFNA MOSFELLSBÆJAR FRAMKVÆMDAÁÆTLUN – DRÖG 12. MARS 2010 Hér er lögð fram framkvæmdaáætlun fyrir stefnu Mosfellsbæjar í íþrótta- og tómstundamálum. Hún byggir á markmiðssetningum stefnunnar.

FRAMTÍÐARSÝN MÁLFLOKKS Í Mosfellsbæ byggja lífsgæði íbúa á ræktun lýðheilsu fyrir alla í sátt við umhverfið. Umgjörð til tómstundaiðju í Mosfellsbæ er einstök á landsvísu og hvetur fólk á öllum aldri til þátttöku í íþróttum, hreyfingu, útivist og annarri frístundastarfsemi. Mosfellsbær er eftirsóknarvert bæjarfélag til búsetu vegna sjálfbærrar nýtingar náttúru og umhverfis til útivistar fyrir alla, frábærrar aðstöðu og framúrskarandi íþrótta- og tómstundastarfsemi.

LEIÐARLJÓS Mosfellsbær hefur að leiðarljósi öflugar forvarnir í sveitarfélaginu með breiðri samvinnu íþrótta- og tómstundafélaga og annarra aðila sem málið snertir. Þannig stuðla samræmdar aðgerðir innan bæjarfélagsins að bættri lýðheilsu íbúanna. Mosfellsbær veitir öllum jöfn tækifæri til að eflast og þroskast óháð aldri, uppruna, efnahag og kynferði og vinnur þannig gegn fordómum.

MEGINMARKMIÐ Mosfellsbær skapi bæjarbúum tækifæri til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, iðkunar íþrótta og annarrar afþreyingar og tómstundaiðju. Mosfellsbær verði í fararbroddi sveitarfélaga með samþættingu frístundastarfs og faglega uppbyggingu íþrótta- og félagsstarfs í samræmi við lýðheilsusjónarmið.

MEGINFLOKKAR Stefnan byggir á sex megin flokkum málflokksins og framkvæmdaáætlun, sem unnin er sérstaklega, tilgreinir hvernig unnið skal að einstökum verkefnum. Flokkar þessir eru: 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Íþróttir – hreyfing Íþróttafélög Tómstundir og tómstundafélög Lýðræði Forvarnir Útivist

2


MARKMIÐ OG LEIÐIR

3


1. ÍÞRÓTTIR - HREYFING Stefna Að Mosfellsbær verði í fararbroddi sveitarfélaga, um faglega uppbyggingu íþrótta og félagsstarfs í samræmi við lýðheilsustefnu bæjarfélagsins. Að þátttaka almennings í íþróttum í Mosfellsbæ verði til eftirbreytni á landsvísu.

4


Markmið 1.1 Að auka þátttöku í íþróttum meðal íbúa Mosfellsbæjar á öllum aldri 1.2 Að efla lýðheilsu íbúanna og stuðla að aukinni hreyfingu almennings í bænum 1.3 Að íþróttastarf sé virkt forvarnarafl í bæjarfélaginu 1.4 Að veita sem flestum tækifæri til íþróttaiðkunnar og útivistar óháð getu og aldri 1.5 Að stuðlað verði að framþróun íþróttastarfsemi í bæjarfélaginu og aðstaða til íþróttaiðkunar sé eins og best gerist 1.6 Að leitað sé nýrra leiða við nýtingu aðstöðu til íþróttaiðkunnar Leiðir 1.1.1 Að skapa almenningi gott aðgengi að íþróttamannvirkjum og koma á fjölskyldutímum í samstarfi við íþróttafélögin 1.2.1 1.2.2 1.2.3

Skapa bæjarbúum aðstæður til íþrótta og útivistar óháð aldri og getu Samstarf við íþróttafélögin um þátttöku fatlaðra í starfinu og auðvelda aðgengi þeirra að íþróttamannvirkjum Marka ólíkum hópum stað í stundatöflu íþróttamannvirkjanna

1.3.1 1.3.2

Íþróttafélög móti sér forvarnarstefnu í anda ÍSÍ Að sveitarfélagið styði við forvarnir íþróttafélaga með fræðslu og ráðgjöf

1.4.1

Aðstoða félög og hópa til að koma af stað nýju hugmyndum og efla það starf sem fyrir er

1.5.1

Mótuð verði stefna byggð á þarfagreiningu um uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Mosfellsbæ til lengri og skemmri tíma, svo þjóna megi sem best þörfum íbúa allan ársins hring Stofnanir sveitarfélagsins á íþrótta- og tómstundasviði setji sér gæðamarkmið, sem fram komi í árlegum starfsáætlunum þeirra Kannað verði áhugi fyrir uppbyggingu Íþróttaakademíu í Mosfellsbæ í samstarfi við hagsmunaaðila. Íþróttaakademía komi að fjölbreyttum þáttum heilsutengdrar starfsemi s.s. rannsóknum og fræðslu Jaðartengdri íþróttastarfsemi verði fundin staður í Ævintýragarði Mosfellsbæjar og unnið að uppbyggingu slíkra íþróttagreina í samvinnu við félagsmiðstöðvar bæjarins

1.5.2 1.5.3

1.5.4

1.6.1

1.6.2

1.6.3

Nýting íþróttaaðstöðu verði í samræmi við stefnu Mosfellsbæjar og íþróttafélög hvött til að setja sér markmið í samræmi við það, tam. þegar kemur að útleigu aðstöðu innan íþróttafélags Íþrótta- og tómstundsvið komið að uppbyggingu Ævintýragarðs, svo tryggja megi að íþróttatengd sjónarmið og þarfir íbúa vegna tómstundaiðkunar sé í hávegum höfð við mótun garðsins Nýtt verði opin svæði í hverfunum til að útbúa íþróttavelli í öllum hverfum bæjarins í samræmi við óskir íbúa á hverjum stað. Sparkvellir (grasi lögð svæði með mörkum), battavellir (skv. viðmiðum KSÍ) og körfuboltavellir (skv. viðmiðum KKÍ) verði staðsettir/byggðir á þessum grundvelli. 5


2. ÍÞRÓTTAFÉLÖG Stefna Að Mosfellsbær skapi umhverfi fyrir heilbrigt starf íþróttafélaga Markmið 2.1 Íþróttafélög í Mosfellsbæ móti og birti markvissa stefnu í starfsemi sinni fyrir börn og unglinga, sem og fyrir aðra aldurshópa og afreksíþróttir 2.2 Íþróttafélögin starfi samkvæmt stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga 2.3 Að öll börn og unglingar geti tekið þátt í starfi félaganna, óháð fjárhag 2.4 Sveitarfélagið sé bakhjarl í barna- og unglingastarfi íþróttafélaga sem hafa haft að markmiði að þjónusta börn bæjarins 2.5 Haldið verði áfram að styðja við uppbyggingu íþróttasvæða íþróttafélaga í Mosfellsbæ 2.6 Að flétta ennfrekar saman íþrótta- og tómstundastarf við leik-, grunn,- og framhaldsskólastarf og stuðla þannig að heildstæðum vinnudegi barna og ungmenna.

6


Leiðir 2.1.1. Aðstoða félögin við stefnumótun í barna- og unglingastarfi á grundvelli hugmynda um fyrirmyndarfélög og í samræmi við hugmyndir um þroskavænlegt uppeldisstarf 2.1.2. Styðja við félögin í kynningu á stefnumótun um barna- og unglingastarf 2.3.1 2.3.2

Að félögin fari eftir markmiðum þjálfunar í hverjum aldursflokki í anda stefnu ÍSÍ og að sem felst börn og unglingar geti tekið þátt óháð getur Styrkja menntun þjálfara og leiðbeinanda, styrkja félögin við uppbyggingu á innra starfi

2.3.1

Haldið verði áfram að styðja við fjölskyldur með frístundagreiðslum

2.4.1

Íþróttafélögum sé tryggð afnot að íþróttamannvirkjum bæjarins á grundvelli samninga Sveitarfélagið styrki fjárhagslega barna- og unglingastarf íþróttafélaga og setji sér reglur þar um sem tryggi jafnræði milli íþróttagreina

2.4.2

2.5.1 2.5.2

2.6.1 2.6.2 2.6.3

Sveitarfélagið móti gerð þarfagreiningar um uppbyggingu og þróun íþrótta- og tómstundastarfsemi í samráði við íþrótta- og tómstundafélög í bænum Uppbygging íþróttasvæða íþróttafélaga í Mosfellsbæ verði styrkt á grundvelli þarfagreiningar og hugmynda um þróun íþróttastarfs í bæjarfélaginu Unnið með íþróttfélögunum að þróun og starfsemi íþróttafjörs fyrir yngstu bekki grunnskólans og samstarf við leikskólana. Tengja saman stundatöflur grunnskólans og íþróttastarfsins í gegnum Mentor Stuðla að samstarfi við framhaldsskóla um lýðheilsuverkefni á grundvelli þarfa ungs fólks fyrir heilbrigt íþrótta- og tómstundastarf

7


3. TÓMSTUNDIR OG TÓMSTUNDAFÉLÖG Stefna Að Mosfellsbær skapi það umhverfi sem þarf til að hægt sé að efla og auka á markvissan hátt þátttöku í tómstundastarfi og bæjarfélagið stuðli að heilbrigðri tómstundaiðju Markmið 3.1 Að Mosfellingar sem að vilja og hafa áhuga á að vera með í tómstundarstarfi geti verið með og haft áhrif á það starf sem að fram fer 3.2 Markvisst virkja til þátttöku þá einstaklinga sem þarfnast stuðnings 3.3 Leita nýrra leiða í tómstundastarfi, með þátttöku allra bæjarbúa, stofnanna og félagasamtaka 3.4 Að í tómstundastarfi geti sem flest börn og unglingar tekið þátt, óháð fjárhag 3.5 Haldið verði áfram að styðja við uppbyggingu útivistar- og tómstundaaðstöðu í Mosfellsbæ, í samvinnu við frjáls félagasamtök þegar það á við Leiðir 3.1.1 Taka tillit til ólíkra hópa með því að huga að fjölbreyttu framboði. 3.1.2 Stuðla að stofnun Tómstundabandalags Mosfellsbæjar 3.2.1

Aðstoða félögin við að taka við þeim eistaklingum sem þarfnast sérstaks stuðnings

8


3.3.1 3.3.2 3.3.3

3.3.4

Tómstundasvið safni saman hugmyndum um nýjungar í tómstundum og velji árlega verkefni sem eru sérstaklega studd sem nýjungar í tómstundastarfi Félagsmiðstöðvar skulu leitast við að tengjast íþrótta- og tómstundafélögum og bjóða þeim upp á samstarf og aðstöðu Bæjarfélagið hafi frumkvæði að stofnun Tómstundabandalags Mosfellsbæjar, sem verði samstarfsvettvangur frjálsra félagasamtaka í bænum og hafi að markmiði að efla samstarf þessara félaga Stuðlað verði að samstarfsverkefnum þvert á menningarsvið Mosfellsbæjar, samstarf við stofnanir bæjarins og félagasamtök (heilsutengd ferðaþjónusta og tómstundir, tómstundatengd ferðaþjónusta, íþróttir og tómstundir og menning, viðburðir og viðburðarstjórnun)

3.4.1

Haldið verði áfram að styðja við fjölskyldur með frístundagreiðslum

3.5.1

Að haldið verði áfram uppbyggingu á útivistasvæðum Mosverja við Hafravatn og gerðar áætlanir í samvinnu við Skáta um framtíð skátaheimilis í Mosfellsbæ Könnuð verði þörf fyrir frístundaaðstöðu í Mosfellsbæ, þar með talið frístundamiðstöðvar við skóla, aðstöðu fyrir Tómstundaskóla, aðstöðu fyrir frjáls félaga- og tómstundastarfsemi, og/eða miðlæga frístundamiðstöð í Mosfellsbæ fyrir alla aldurshópa, þar sem að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi

3.5.2

9


4. ÚTIVIST Stefna Mosfellsbær stefni að sjálfbærri nýtingar náttúru og umhverfis til útivistar fyrir alla og uppbyggingu útivistaraðstöðu í anda sjálfbærrar þróunar. Markmið 4.1 Efla útiveru íbúa bæjarins á öllum aldri og óháð getu 4.2 Tryggja öryggi bæjarbúa á göngu- og hjólreiðastígum 4.3 Unnið að uppbyggingu útivistaraðstöðu í völdum stöðum í náttúru Mosfellsbæjar og við reið-, göngu- og ferðaleiðir í Mosfellsbæ Leiðir 4.1.1 Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar verði miðstöðvar fyrir gönguhópa sem geti stundað útivist á leiðum út frá þeim að útivistarperlum bæjarins 4.1.2 Stutt verði við uppbyggingu gönguleiða og tryggðar samgöngur á vinsæla útivistarstaði í Mosfellsbæ og nágrenni 4.1.3 Stutt verði við uppbyggingu Skáta á gönguleiðum í Mosfellsbæ og næsta nágrenni 4.1.4 Stuðlað að fjallaferðum fyrir almenning með því að styrkja uppbyggingu sjö tinda göngu- og hlaupaleiðar um Fell Mosfellsbæjar 10


4.2.1

4.2.3 4.2.4

Göngu- og hjólreiðarstígar bæjarins verði endurskoðaðir og bættir í tengslum við göngustígakerfi bæjarins Útbúin verði áætlun um áfangaskipta uppbyggingu göngustígakerfis og lýsingu þeirra Kannaðir möguleikar á upphitun göngustíga í samstarfi við Orkuveitu og Reykjalund Tryggð verði lýsing á göngustígum og leiðir og leiðalýsingar verði merktar enn frekar

4.3.1 4.3.2

Haldið verði áfram uppbygging aðstöðu við Hafravatn í samvinnu við skáta Að komið verði upp göngu- og hjólreiðastíg milli Reykjalundar og Hafravatns

4.2.2

11


5. LÝÐRÆÐI Stefna Efla íbúalýðræði í Mosfellsbæ og leggja sérstaka rækt við að þroska ungmenni til lýðræðislegrar þátttöku og ábyrgðar á frístundastarfi í bæjarfélaginu Markmið 5.1 Að efla lýðræði, jafnrétti og jafnræði 5.2 Að í tómstundastarfi í Mosfellsbæ verði íbúalýðræði í hávegum haft 5.3 Íbúar hafi möguleika á að taka þátt í stefnumótun og hafi áhrif á ákvarðanatöku

12


Leiðir 5.1.1 Halda skrá yfir karla- og kvennaíþróttir með það að markmiði að íþróttagreinar sitji við sama borð, óháð kyni og uppruna þátttakenda 5.1.2 Gera árlega úttekt á jafnræði íþróttafélaga í Mosfellsbæ, með það að markmiði að jafnræði sé milli íþróttagreina varðandi aðstöðu og fjármagn sveitarfélagsins og að það sé í samræmi við iðkendafjölda 5.1.3 Ungmennum sé skapaður vettvangur til að koma sínum skoðunum á framfæri, tam. í gegnum Ungmennaráð Mosfellsbæjar, nemendaráð grunnskólanna og Bólráð félagsmiðstöðva 5.1.4 Efla og styðja vel við börn, unglinga og ungmenni með fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum 5.2.1 5.2.2

Stuðla að stofnun frjálsra félaga um afmörkuð tómstundatilboð Íbúum sé gefinn kostur á að koma með tillögur að tómstundatilboðum og þannig boðið upp á að hafa áhrif á frítíatilboð sveitarfélagsins

5.3.1

Skapa aðstæður þar sem að bæjarbúar hafa tækifæri til að tjá sig og koma á framfæri sínum óskum, tam. með íbúaþingi eða könnunum

13


6. FORVARNIR Öflugt forvarnarstarf er mikilvægt til að unglingar rati á heilbrigðar brautir í lífinu. Með samstarfi og fræðslu til barna- og unglinga, fjölskyldna og allra þeirra sem að starfa með börnum bæjarins er lagður grundvöllur að sterkari samfélagsvitund og ábyrgð allra bæjarbúa að forvörnum. Íþrótta- og tómstundastarf kemur í veg fyrir félagslega einangrun og eflir samfélagslega ábyrgð og virkni einstaklinga. Stefna Að í Mosfellsbæ verði lögð megináhersla á heilbrigt Íþrótta- og tómstunda- og forvarnarstarf

Markmið 6.1 Að í Mosfellsbæ sé ávalt öflugt og fjölbreytt íþrótta og tómstundastarf í boði fyrir alla aldurshópa, eitthvað við allra hæfi 6.2 Að boðið sé upp á fræðslu í forvörnum til allra hagsmunaaðila 6.3 Að unnið sé að markvissum forvörnum á grundvelli þekkingar og kannana á þeim hópum einstaklinga sem eru í áhættu

14


Leiðir 6.1.1 Vinna meðal fólksins að forvörnum gegn neikvæðri hegðun, með því að bjóða bæjarbúum upp á og vera þátttakendur í heilbrigðu íþrótta og tómstundastarfi og fjölskylduvænni afþreyingu 6.1.2 Með því að ná betur til fjölskyldna og hafa þær með í starfinu og ákvörðunum og hvetja þar til samveru 6.1.3 Tómstundasvið sé tengiliður við SAMAN-verkefnið 6.2.1 6.2.1 6.3.1 6.3.2 6.3.3

Með því að Mosfellsbær stuðli að fræðslu til félagasamtaka, nemenda, starfsfólks og foreldra Hafa regluleg forvarnarkvöld Gerðar séu reglulegar kannanir um hegðun barna- og ungmenna Gerðar séu forvarnaráætlanir á grundvelli slíkra kannan Gerðar séu sérstakar aðgerðaráætlanir í samvinnu við skóla og fjölskyldudeild um einstaklinga og hópa sem sýna af sér hegðun, sem getur leitt til áhættu í lífi þeirra, nú eða seinna meir

15


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.