Iceland Review - Íslensk sérútgáfa - júlí/ágúst

Page 1

Að halda sjó Augnablikin sem mótuðu Baltasar Kormák Reykjavík með augum dætranna Út í heim með heimabæinn í farteskinu

Íslensk sérútgáfa

jú l í / ág úst 2020

Samfélag, menning og náttúra - síðan 1963

Fluga í höfuðið Hvers vegna eru engar moskítóflugur á Íslandi?

SUMAR OG HAUST


Nýr NýrEQC. EQC. Njóttu Njótturafmagnsins. rafmagnsins. EQC er er 100% rafmagnaður sportjeppi fráfrá Mercedes-Benz. EQC 100% rafmagnaður sportjeppi Mercedes-Benz. Með drægi alltallt aðað 417 km,km, háþróuðum tæknibúnaði ogog Með drægi 417 háþróuðum tæknibúnaði 4MATIC fjórhjóladrifinu erueru þérþér allirallir vegir færir. 4MATIC fjórhjóladrifinu vegir færir. Komdu ogog reynsluaktu EQC. Komdu reynsluaktu EQC.


ASKJA · Krókhálsi 11-13 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur Mercedes-Benz á Íslandi á Facebook og Instagram


Iceland Review

EFNISYFIRLIT

Á forsíðunni 6

La-la-landslag 8

Að halda sjó

Fluga í höfuðið

Hvaða augnablik mótuðu Baltasar Kormák í það sem hann er í dag? 74-83

Hvers vegna eru engar moskítoflugur á Íslandi? 12-16

Aðskotadýr Með austurlandshjörðina í sigtinu 18-32

Plast í paradís Á hverju ári fara sjálfboðaliðar sem hafa taugar til Hornstranda og tína mörg tonn af rusli úr fjörunni 34-41

Sköpunarmiðstöðvarfjörður Þegar fiskvinnslan í bænum lokar þarf að finna skapandi lausnir 44-50

Ertu að hlusta? Útvarpið gengur í endurnýjun lífdaga 52-58

Reykjavík með augum dætranna Út í heim með heimabæinn í farteskinu 60-72

2

Skýjaborg Á afviknum fjallstindi norður á Hornströndum byggðu erlendir hermenn varðþorp – sem stendur þar enn. 84-94

Ný spor á gömlum grunni Ari Magg vill ekki taka myndir af ósnortinni náttúru eða sólríkum sumardögum 96-113

Hver erum við? Af fólksflutningum og fábrotnu genamengi Íslendinga 114-119

Ég hugsa bara um þig í löngum setningum 122-124


SLÖKUN VELLÍÐAN UPPLIFUN

JARÐBÖÐIN VIÐ MÝVATN jardbodin.is


Iceland Review

FRÁ RITSTJÓRANUM

Takmörkunum af völdum veirunnar hefur verið aflétt og íslenskt samfélag er hægt og rólega að finna jafnvægið aftur. Margir tala um að snúa aftur til fyrra horfs og að hlutirnir myndu vonandi komast í samt lag en það er vert að skoða hvort ekki sé hægt að ganga skrefinu lengra. Nýta samkomubann og allsherjarfrost í samfélaginu til að koma til baka, ekki eins, heldur betri en áður. Strax á fyrstu dögum samkomubanns fór fólk að tala um að nýta tækni betur í daglegu lífi og auka sveig janleika á vinnustöðum. Þegar lengra leið á tímabilið og efnahagslegu áhrifin fóru að gera vart við sig hófst umræða um að uppbygging eftir áfallið yrði á forsendum umhverfisverndar og baráttu gegn hnatthlýnun, ekki fólgin í að endurreisa iðnað sem var nú þegar orðinn tímaskekkja. Það er vonandi að hægt verði að fylg ja slíkum hugmyndum eftir en fyrir mig eru stærstu áhrifin enn sem komið er á tímaskynið. Það hægðist á tímanum í samkomubanninu. Páskafríið sem var haldið á heimilinu var mun lengra en flest páskaferðalög sem ég man eftir. Sunnudagar urðu svo langir að mér þótti ekkert tiltökumál að elda pottrétt í marga klukkutíma. Hver mínúta er heila eilífð að líða þegar óvissa og áhygg jur af ástandinu eru algengasti

heimilisgesturinn. Þegar smitum tók að fækka og það varð óhætt að snúa aftur á skrifstofuna var ég fljót í sama farið og fyrir. Ég hætti að baka brauð og fara út að hlaupa í hádeginu (myndum sem ég birti á samfélagsmiðlum snarfækkaði að sjálfsögðu líka). Heimilið, sem hafði verið glansandi fínt meðan ég varði þar öllum stundum, klæddist aftur kunnuglegum rykhjúp. Það sem sat þó eftir er að mér finnst ég vera meðvitaðri um tímann og hvernig ég ver honum. Tíminn sem ég fæ með fjölskyldu og vinum, tíminn sem ég fæ til að vinna að tímaritinu sem þú ert með í höndunum - og síðast en ekki síst tíminn sem ég fæ með sjálfri mér – líður örlítið hægar sem þýðir að ég get notið hans aðeins lengur. Ég vona að þú takir þér tíma í að fletta gegnum blaðið, komast að því hvað það er sem rekur Baltasar Kormák áfram í lífinu og listinni, fræðast um tímann sem það tekur að hreinsa rusl af Hornströndum, sjá uppáhaldsstaði Reykjavíkurdætra í Reykjavík og velta fyrir þér hvers vegna útvarpið er ekki dáið ennþá, þrátt fyrir að því hafi verið spáð síðan sjónvarpið var fundið upp. Ég vona að þú njótir þess að fletta gegnum myndir af fólki og landinu og að lesa greinarnar og smásöguna í blaðinu á þínum eigin hraða.

Gréta Sigríður Einarsdóttir Ritstjóri, Iceland Review

Upplýsingar um áskrift að enskri útgáfu Iceland Review má finna á icelandreview.com Skrifstofa MD Reykjavík, Laugavegur 3, 101 Reykjavík, 537-3900. Icelandreview@icelandreview.com. Iceland Review (ISSN: 0019-1094).

Ritstjóri

Útgáfustjóri

Ljósmyndir

Áskriftir

Gréta Sigríður Einarsdóttir

Kjartan Þorbjörnsson

Golli

Berglind Jóhannsdóttir

Sunna Ben

subscriptions@icelandreview.com

Ari Magg

Ari Magg

Gréta Sigríður Einarsdóttir

Viðar Kristinsson

Kjartan Þorbjörnsson

Teikningar

E&Co. – eogco.is

Dagur Hjartarson

Elín Elísabet Einarsdóttir

reynir@whatson.is Prent Kroonpress Ltd.

4

C

S WA

N EC O

BEL

Reynir Elís Þorvaldsson

Hönnun

Jóhann Páll Ástvaldsson

Auglýsingar

LA

Ragnar Tómas Hallgrímsson

DI

Texti

NO R

Forsíðumynd

5041 0787 Kroonpress


Vertu eins og heima hjá þér í bústaðnum Settu upp þráðlaust net fyrir alla fjölskylduna í bústaðnum með 4G-búnaði. Þá getur þú líka tengt 4K-myndlykil frá Símanum þráðlaust við netið og horft á allt þitt uppáhaldsefni úr Sjónvarpi Símans Premium. Þú getur meira með Símanum

siminn.is


Iceland Review

Á leið í Reykjafjörð á Ströndum Á FORSÍÐUNNI

Forsíðumyndin er tekin á síðasta degi árlegrar gönguferðar Ara Magg og félaga. Það er munaður að hafa náttúruna út af fyrir sig.

6


Iceland Review

Einfalt aรฐ velja hollara

SMeLLpaSSar 7


Iceland Review

LA-LA-LANDSLAG Íslensk tónlistarsaga er skrifuð í landslagið. Örnefni og bæjarnöfn í poppslögurum, ballöðum og rapplögum tengja saman stokka og steina við andrúmsloft, tímabil og fólk. það er óviðjafnanlegt að ferðast um landið í bíl með tónlistina á hæsta styrk en með ljúfa tóna í eyrunum getur hugurinn borið þig að minnsta kosti hálfa leið.

ATLAVÍK

ÖRÆFASVEIT

Rúnk – Atlavík ‘84

Ellý Vilhjálms – Sveitin milli sanda

Hér er ég í góðu flippi Ég er gamall Bítlahippi, Gefinn fyrir konn í kók Atlavík er algjört djók.

Aaah haaa ah haaa haa haaaaa a, a Aah haa ah ha ha haaaa, Aahh haaah ah ah ah ah a, a Ahah ahaaaaa ha ha ha haaa.

AKUREYRI Skytturnar og Forgotten Lores – AK Öfgar FL og Skytturnar frá Akureyri Skapa fleiri, Vandamál fyrir sökker emmsé Um allt land.

*Heimir í Skyttunum og Birkir í FL eru bræður.

*Óskarsverðlaunahafin Hildur Guðnadóttir söng lagið Atlavík ‘84 sem segir frá ævintýrum Ringo Starr, sem var gestur Atlavíkurhátíðarinnar árið 1984 .

MÝRDALSSANDUR Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson – Mýrdalssandur Það er rigning og myrkur Og meinlegir skuggar, Á Mýrdalssandi Og hvergi skjól að fá.

*Lagið var samið fyrir samnefnda kvikmynd Ósvalds Knudsens sem fjallaði um Öræfasveit.

Hafursey á Mýrdalssandi.

VAGLASKÓGUR

*Eiríksstaðir, bóndabær Eiríks rauða

Vilhjálmur Vilhjálmsson – Vor í Voglaskógi

Grænlandsfara, er ekki langt frá Búðardal.

Kvöldið er okkar Og vor um Vaglaskóg, Við skulum tjalda Í grænum berjamó.

*Nyrst í skóginum er gömul bogabrú, fyrsta steinbrú sinnar tegundar hér á landi.

8

Ðe lónli blú bojs – Heim í Búðardal Er ég kem heim í Búðardal Bíður mín brúðarval, Og ég veit það verður svaka partý.

*Stjörnustríðsmyndin Rogue One: A Star Wars Story var m.a. tekin upp við Hjörleifshöfða og

BÚÐARDALUR


Iceland Review

LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL KJARNAÐU ÞIG Í KRAUMA Í Krauma náttúrulaugum kemstu í beina snertingu við kjarna íslenskrar náttúru þegar þú baðar þig upp úr hreinu og tæru vatni úr Deildartunguhveri sem er kælt með vatni undan öxlum Oks.

Njóttu þín í gufuböðum og útisturtum eða í hvíldarherberginu við snark úr arineldi og fullkomnaðu daginn með notalegri stund á veitingastaðnum okkar sem býður upp á dýrindis rétti úr fersku hráefni úr héraði.

Fimm heitar laugar og ein köld umvefja þig með hreinleika sínum sem er tryggður með miklu vatnsrennsli og engum sótthreinsandi efnum.

Láttu líða úr þér. Við erum til staðar allan ársins hring.

KJARNAÐU ÞIG Í KRAUMA @krauma_baths kraumageothermal

+354 555 6066 // krauma.is Deildartunguhver, 320 Reykholt 9


Iceland Review

VESTMANNAEYJAR

MÝVATN OG KÓPASKER

Stuðmenn – Út í Eyjum

Helgi Björnsson – Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker

Hann var öðlingsdrengur, Ja svona eins og gengur Um Eyjamenn.

*Orðið tríkot merkir íþróttagalli í Vestmannaeyjum (vísar í fyrirtækið Tricot sem framleiddi íþróttagalla fyrir ÍBV á sínum tíma).

ÞÓRSMÖRK

Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker Þó minn hugur sé í næturlest til Marrakesh, Inn í eyðurmerkurnóttina þó ég sé hér á Grímsstöðum.

Sigurdór Sigurdórsson og Hljómsveit Svavar Gests – Þórsmerkurljóð *Á Mývatni eru fleiri andategundir en á nokkrum

Margt skeður stundum í Merkurferðum María, María, Mest þó ef Bakkus er með í gerðum.

öðrum stað í heiminum.

MOSFELLSBÆR

*Hljómsveit Svavar Gests var stofnuð árið 1950

ÍSAFJÖRÐUR

Dóri DNA – Mosó

en Sigurdór Sigurdórsson var ráðinn inn í sveitina

Mugison – Gúanóstelpan

árið 1959.

Mosó! En sumir kalla það pizzabær, Þar sem mánudagur er Miller Time.

*Halldór Laxness, afi Dóra DNA, var aðeins 13 ára

ESJAN

gamall þegar hann fékk sína fyrstu grein birta í

Bríet – Esjan

Morgunblaðinu.

Sakna Ísafjarðar og þín, gúanóstelpan mín, langar að hitta þig, kíkja smá inn í þig, gúanóstelpan mín.

*Mugison bjó um tíma á Grænhöfðaeyjum.

Því að Esjan er falleg, en ekki fallegri en þú. Hvernig augun þín glitra eins og hafið svo djúpt.

DALVÍK

*Uppáhalds íslenska lag Bríetar er Betri tíð

SAUÐÁRKRÓKUR

Sigurður Ólafsson – Síldarvalsinn

eftir Stuðmenn.

Úlfur Úlfur – 100,000

Svo landa ég síldinni sitt á hvað, Á Dalvík og Dagverðareyri.

Vegurinn langur frá heimaslóð Þar sem ég byggði ból, Innst inni sakna ég Sauðárkróks Fjarðarins og Tindastóls

*Eitt sinn hitti Sigurður Ólafsson mann á förnum

STRANDIR

vegi sem spurði hvað hann gerði, Sigurður var

Ðe lónli blú bojs – Það blanda allir landa

fljotur til svars. Ég er ríkisins rottuhirðir og Reika um strœti og torg, Syng við sálumessur Og skemmti á Hótel Borg.

Það blanda allir landa Upp til stranda, Og vanda sig svo við Að brugga bjór.

*Leynihljómsveitin ðe lónli blú bojs var stofnuð upp úr Hljómum síðla árs 1974.

10 10

*Sveitin Úlfur Úlfur var stofnuð upp úr rokksveitinni Bróður Svartúlfs, sem sigraði Músíktilraunir árið 2009 og á rætur að rekja til Sauðárkróks.


Mynd: Ruedi Homberger

1940, †2020

HÁGÆÐA HÚS Á NORÐUR ÍSLANDI

Húsavík

NOLLUR AKUREYRI

Eskifjörður

Höfn

FNJÓSKÁ NOLLUR

HRAFNABJÖRG AKUREYRI LEIFSSTAÐIR AKUREYRI Vel staðsett og vönduð villa beint á móti Akureyri 3 herbergi, 3 baðherbergi, 6 rúm

Mjög vönduð villa í nágrenni við Akureyri 4 herbergi, 2 baðherbergi, 8 rúm

VALLHOLT GRENIVÍK

SÚLUR NOLLUR

KRÝSUVÍK NOLLUR

Rúmgott lúxus hús við sjóinn. 3 herbergi, 2 baðherbergi, 6 rúm

Fallegt súmarhús með glæsilegar innréttingar 1 herbergi, 1 baðherbergi, 4 rúm

Þægileg risíbúð á Nolli við Eyjafjörð 2 herbergi, 1 baðherbergi, 4 rúm

Risíbúð með stórfenglegt útsýni yfir Eyjafjörð 1 herbergi, 1 baðherbergi, 2 rúm (4)

REYKJAVÍK

Vík

Nánari upplýsingar og bókanir www.nollur.is


Iceland Review

FLUGA

Í

EF

MOSKÍTÓFLUGUR

FÓTFESTU

HÉR ÞURFA ÍSLENDINGAR EKKI EN

AÐ HAFA ÁHYGGJUR

ANOPHELES

AF

12

NIGRIPES TIL AÐ SETJAST AÐ HÉR.

LANDI MALARÍU,

MOSKÍTÓFLUGUR LIFA

AEDES ER LÍKLEGUST

Á

EKKI

(NORÐURHEIMSKAUTA

SVO

NORÐARLEGA. MOSKÍTÓ)


Iceland Review

H

Ö

F

U

Ð

I

Ð

Texti: Jóhann Páll Ástvaldsson Ljósmyndir: Golli

13


Iceland Review

Orkneyjar. Færeyjar. Jan Mayen. Ísland. Þetta eru nokkrir staðir í heiminum þar sem moskítóflugur finnast ekki. Því hefur stundum verið fleygt fram að Ísland sé eina landið í heiminum þar sem moskítóflugur finnast ekki. Við höfum reyndar bara tæknilega séð rétt fyrir okkur, enda Færeyjar hluti af Danska heimsveldinu. Okkur finnst þetta oft skemmtilegustu sigrarnir. En moskítóleysið gæti verið í hættu á næstu árum og heimur skordýra á Íslandi er stærri og fjölbreyttari en marga órar fyrir. Margir bölva vorhretinu á hverju ári þegar fólk er orðið langeygt eftir sumrinu. Það gæti þó átt stóran þátt í því að sumrin okkar eru jafn skordýrabitafrí og raun ber vitni. Moskítóflugur berast hingað reglulega og klekja eggjum í vötn og tjarnir, reiðubúnar að setjast að hér á landi. Ef réttu aðstæðurnar skapast, gæti moskítóflugan náð fótfestu hér. Þess vegna á morgun. Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, þekkir heim skordýra á Íslandi inn og út. „ Það eru helst umhleypingar á vorin sem koma í veg fyrir að moskítóflugur setjist hér að.” Á Grænlandi finnast tvær moskítótegundir, og í nágrannalöndum á Skandinavíu og Bretlandi má telja tegundirnar í tugum. „ Á Grænlandi lifa egg moskítóflugurnar í dvala yfir vetur. Þegar þiðnar að vori, gerist það bara einu sinni. Þá byrja eggin að þroskast og klekjast út. Hér er þetta eins og við vitum, allt árið um kring að frjósa og þiðna til skiptis. Það er ekki gott fyrir svona flugur,” segir hann og brosir í kampinn. Moskítóflugur berast reglulega til landsins, sama hvort það er með vindfoki eða með því að húkka sér far með flugvélum, þar sem þær húka hrímkaldar í hjólaskálum flugvéla í -50° C. Moskítóið getur lifað af hvort tveggja og þarf einungis að finna stað til að verpa á. Vatnsmýrin í Reykjavík væri til að mynda fullkomið svæði fyrir moskítóflugur. En ekki enn. Sá möguleiki er líka fyrir hendi að moskítóleysið sé ekki svo tilviljanakennt heldur eigi það rætur í sögu lands og þjóðar. Gísli nefnir bitmý sem hefur sest hér að með góðum árangri. Bitmý getur lokið lífsferli sínum án þess að sjúga blóð en þarf að fá blóð úr spendýri þegar kemur að því að verpa á öðrum lífsferli sínum.

14

Moskítóið þarf hins vegar blóð frá fyrstu stundu. Hið mann- og skepnulausa Ísland var ekki ákjósanlegur staður fyrir þær, og fámennið árhundruðin eftir landnám nægði heldur ekki. „ Þess vegna hefur ekki verið um auðugan garð að gresja fyrir venjulegar moskítóflugur fyrir hartnær 1100 árum þegar mannfólkið kom og búfénaður með. Þær hafa því haft styttri tíma til að setjast hér að en annars staðar,” segir Gísli. Sú kenning hefur líka heyrst að íslenska sauðkindin hafi haldið moskítóflugunni í skefjum. Gísli gefur lítið fyrir hana. „ Það er sauðfé á Bretlandseyjum og það eru moskítóflugur þar. Íslenska sauðféð er á Grænlandi og það er allt morandi í flugum þar. Þetta er íslenskt fé sem var flutt héðan. Og ekki hefur það fælt moskítóflugurnar í burtu.”

ÍSLENSKA „BÝFLUGAN“ ER Í RAUN NOKKRAR TEGUNDIR AF HUMLU. MÓHUMLAN HEFUR LÍKLEGAST VERIÐ HÉR FRÁ ÍSALDARLOKUM EN GARÐHUMLA FRÁ UM 1960 OG HÚSHUMLA ÁRIÐ 1979. Blessuð einangrunin Það er ekki bara vorhretið sem við ættum að þakka fyrir, fjarlægðir frá öðrum löndum í Evrópu hjálpa líka til. Ísland er í fremstu víglínu norðurheimskautasvæðisins, og hver kílómeter í fjarlægð frá öðrum löndum telur mikið í þessum málum. „ Þú sérð að á 10,000 árum hefur um 5-7% af skordýrafánu nágrannalandanna borist hingað. Skordýr sem svo sannarlega gætu lifað hérna. Þetta ræðst fyrst og fremst af nálægð við meginland. Það eru hátt í tvöfalt fleiri tegundir í Færeyjum en á Íslandi. Samt eru þær miklu minni og hafa því færri búsvæði fyrir skordýr. En þær eru miklu nær. Það munar um þessa 400 kílómetra. Því fjær sem þú ert meginlandi, því minni líkur eru á að tegund berist hingað” segir Gísli. „ Það er fyrst og fremst einangrun landsins sem veldur því að höfum svo fáar tegundir. Við erum 1.000 km frá Noregi og 800 km frá Skotlandi.

Við erum bara langt í burtu,” segir Gísli og hlær. Fjöldi tegundanna segir ekki alla söguna, það er vert að athuga hvaða tegundir það eru sem ná fótfestu. Með því að skoða setlög tengd fornleifarannsóknir má til að mynda sjá að fiskiflugurnar hafa lengi verið með okkur, þar sem menn hafa verið að þurrka fisk um allt land. „ Það hefur komið í ljós að á mjög stuttum tíma eftir ísöld kom megnið af þeim tegundum sem við erum með í dag. Svo hefur sennilega eitthvað fækkað á litlu ísöld. Við vitum það ekki fyrir víst nema með trjágeitunginn,” segir Gísli. Ekki kalla það endurkomu Trjágeitunginn? Það er von að maður hvái. Geitungurinn er landlæg plága en talið er að fyrsta geitungabú á Íslandi hafi fundist 1973 í miðborg Reykjavíkur. Þó gæti verið að hann hafi verið hér mun fyrr. „ Ari í Ögri lýsir trágeitung í kringum 1640. Það verður svo kalt hérna á 18. og 19. öld, við lokin á litlu ísöldinni. Þá ná þær ekki að ljúka lífsferli sínum og mynda bú.” Nákvæmar lýsingar og teikningar Ara af hvalategundinni sandlægju við Íslandsstrendur er þekkt. Sandlægjan hvarf af Atlantshafi á 18. öld en menn lögðu trúnað á heimildina. „ En á sama tíma voru skordýrafræðingar á Norðurlöndunum að gera grín að honum fyrir að lýsa geitungum á Íslandi. Að hann væri bara rugludallur. En lýsingin var svo góð. Hann var svo athugull maður,” segir Gísli. Var þá mikið um skordýr á fyrstu öldum Íslandsbyggðar? „ Það eru ekki langar lýsingar á skordýrum í fornsögunum. í Reykdælasögu er þó lýsing á því þegar Víga-Skúti tekur flugumann Þorgils ljósvetningagoða og fer með hann út í Mývatn. Þar bindir hann manninn við staur út í eyju og lét bitmýið sjá um hann. Hann var látinn deyja þarna.” Atburðir Reykdælusögu eru taldir hafa átt sér stað rétt eftir landnám. Heimur hlýnandi fer Hér eru ekki litskrúðug fiðrildi eða gríðarlangar þúsundfætlur en það gæti ef til vill breyst á komandi árum. „ Á hverju sumri berast skordýr frá Evrópu sem við vitum að lifa ekki hérna. Þistilfriðrildi og aðmíralsfiðrildi eru algeng aðskotadýr. Þetta eru stór og skrautleg fiðrildi sem


Iceland Review

berast hingað á sumrin og deyja út á haustin því það er ekki nægilega hlýtt. Þetta eru tegundir sem eru upprunnar við Miðjarðarhafið. Oft þegar að slík bylgja af fiðrildum berst, þá sést hún á Íslandi kannski tveimur dögum eftir að þau hafa fyrst sést á Bretlandseyjum, því þau berast með háloftavindum,” segir Gísli. Einungis um 1600 tegundir skordýra finnast hér á landi, miðað við á bilinu 20.000-25.000 í nágrannalöndum. Það bætist þó hratt í hópinn því um 250 tegundir skordýra hafa náð fótfestu á Íslandi síðan 1991. Framrúðukenningin er reynslusönnunarkenning sem byggir á því að ökumenn erlendis hafa upplifað að mun færri flugur finnast klesstar á ökutæki eftir langa bílferð. Uppi eru kenningar um að þetta sé tengt fjöldadauða skordýra á Vesturlöndum og hafa menn fylgst með þessu frá síðustu aldamótum. Ekki hefur

beint örlað á framrúðufyrirbærinu hér landi, að minnsta kosti enn sem komið er. „Við erum í annarri stöðu. Þegar kemur fram í sumar, í júníbyrjun þegar allt mý og fleira er að klekjast, þá er bíllinn bara þakinn fluguhræjum að framan. Menn eru að taka eftir þessari minnkun eiginlega alls staðar á Vesturlöndum. Hvort sem það er í Evrópu eða Ástralíu, því miður.” En er þróunin öfug hér? „ Ég á ekki von á því. Erlendis er verið að leggja meira og meira land undir landbúnað, einrækt kemur í stað náttúrulega fjölbreytilegs gróðurs. Fjölbreytileikinn hverfur og þar með hverfur fjölbreytileiki skordýra sem lifa þar. Þetta hefur ekki gerst hér vegna þess að landbúnaður er tiltölulega lítill. Ef við skoðum land undir 400 metra hæð, láglendi þar sem menn geta búið, þá er það kannski 5-6% af heildarsvæðinu,” segir Gísli. Lítil mengun hjálpar líka til.

KAKKALAKKAR ERU TALDIR HAFA FYRST BORIST HINGAÐ MEÐ VÖRUM OG HAFA VERIÐ ALGENGIR Í HÚSUM SEM ERU MIKIÐ UPPHITUÐ SVO SEM BAKARÍ, BRUGGHÚS OG SPÍTALAR.

15


Iceland Review

„Við notum ekki skordýraeitur í neinum mæli, þannig það er ekki að angra okkur. Mengun er meira og minna takmörkuð við sjóinn. Íslendingar búa við sjávarsíðuna og skólpið fer beint út í sjó í flestum tilfellum. Innan við 3% Íslendinga búa inn í landi og þurfa að hleypa skólpi út í ár og vötn. En menn verða að passa sig á stórum sumarhúsabyggðum eins og hjá Þingvallarvatni og slíkum stöðum. Að sjá um skólpmálin með þeim hætti að þetta berist ekki út í vatnið, þannig að þetta hafi ekki áhrif á fæðukeðjuna,” varar Gísli okkur við. Þrátt fyrir að þessi litlu dýr geti angrað okkur með bitum, stungum og hreinlega með því að væflast í kringum okkur þegar við reynum að njóta útivistar, getum við vart án þeirra verið þar sem þau gegna svo mikilvægu hlutverki í lífkerfinu. Ekki enn… Einangrunin gerir okkur kleift að fylgjast með útbreiðslu tegunda um landið. Það tók aðeins um fjögur ár fyrir lúsmýið að dreifa úr sér. Lítill flugkraftur hennar gerir það að verkum að hún fýkur hvert sem er. Hún byrjaði í Kjósinni en er kominn í

16

Borgarfjörð, Norðurárdal, Fljótshlíð og Kjarnaskóg. Vorflugur, sem eru einna helst þekktar fyrir að vera þær flugur sem flugnahnýtingamenn herma eftir, hafa dreift sér um landið með um 7-8 kílómetra hraða á ári síðan þær komu hingað fyrst árið 1959 í Hallormsstaðaskóg. Í dag er þróunin einna áhugaverðust við Surtsey, nýjasta hluta landsins. Þar koma af og til torfur sem leysast upp frá árbökkum við vorleysingar og fljóta suðureftir til eynnar. Skordýrin falin inn á milli moldarinnar hraða landnámsferlinu. Sennilega hefur hluti af landnámi skordýra á Íslandi ráðist af þessu. Þó lúsmýið sé sennilega komið til að vera megum við enn sem komið er prísa okkur sæl fyrir skordýrafæðina. Flest okkar búa við annan veruleika en fólk um allan heim. Bara lúxusinn sem felst í því að geta haft opna glugga og engin flugnanet. En staðan getur breyst ansi hratt. „ Maður veit ekkert hvað berst hingað af þessu, vonandi ekkert,” segir Gísli og hlær. Þú gætir átt von á að sjá moskítóflugur á sveimi eftir 10 daga eða 10 ár. Ekki segja að við höfum ekki varað þig við.

HÚSMAUR HEFUR VERIÐ TILTÖLULEGA ALGENGUR HÉR Á LANDI SÍÐAN Á 8. ÁRATUGNUM OG ER HANN HELST BUNDINN VIÐ SKÓLPKERFI


LÁTTU FAGFÓLK SELJA ÞÍNA EIGN

• Starfsfólk okkar starfar eftir gæðahandbók til að tryggja gæði í vinnubrögðum • Hjá okkur starfa margir lögfræðingar sem er mikilvæg stoð fyrir okkar viðskiptavini • Við seljum mikinn fjölda fasteigna á ári hverju og byggjum þannig á mikilli reynslu • Við veitum frábæra þjónustu allt söluferlið

DOMUSNOVA FASTEIGNASALA

HLÍÐASMÁR A 4 KÓPAVOGI AUSTURVEGI 6 SELFOSSI & STILLHOLTI 16 -18 AKR ANESI

SÍMI 527 1717 WWW.DOMUSNOVA.IS


Iceland Review

A Ð S K O TA MEÐ

18

AUSTURL AN DSHJÖRÐINA


Iceland Review

D Í

Ljósmyndir: Golli

Ý

SIGTIN U

Texti: Jóhann Páll Ástvaldsson

R 19


Iceland Review

18:21.

Allt í kringum okkur eru steinar. Vindurinn blæs í fangið okkar. Gráir hólarnir allt í kring eru fullir af gígum, dældum og beyglum. Við gætum alls eins verið í Mordor. Ég velti því fyrir mér hvernig nokkurt dýr getur tórað á þessu svæði, hvað þá heil hjörð. Okkur er sagt að þau séu hérna, en enn sem komið er höfum við ekki séð lífsmark. Uss. Siggi kemur auga á hjörðina. Hópurinn fleygir sér á jörðina. Spennan eykst, hjörtun í okkur hamast. Andardrátturinn hefur aldrei virst háværari. Þögnin er ærandi. Nokkur stund líður þar til sérkennilegir smellir rjúfa þögnina. Hljóðin magnast. Hjörðin er nálægt. Allt í einu sjáum við þau, tvö hundruð horn teygja sig yfir toppinn á hlíðinni, aðeins um 40 metra frá okkur. Veiðimennirnir skríða eftir melnum, tilbúnir að láta til skarar skríða. Það hvellur í skoti. Það geigar. Hjörðin sprettir úr spori, fyrir utan nokkra tarfa sem standa ógnandi og stara á skytturnar áður en þeir halda í hann. Eftirförin er hafin. Hjörð innflytjenda Það ættu í raun ekki að vera hreindýr á Íslandi. Eina landdýrið sem fluttist búferlum til einangruðu eyjunnar okkar af sjálfsdáðum var heimsskautarefurinn. Uppátækjasamir Íslendingar fluttu hreindýr til landsins í fjórum hópum frá 1771 til 1787, frá Finnmörk í norður-Noregi. Hugmyndin var sú að hreindýrin myndu efla íslenskan landbúnað og átti fjölskylda Sama að koma hingað til lands til að kenna Íslendingum hirðingjalífsstílinn sem fylgir því að halda úti hreindýrahjörð. Frumkvöðlakrafturinn dofnaði áður en farið var í að flytja Samana til landsins og því hafa hreindýrin ráfað villt um landið síðan þau stigu hér niður fæti. Reyndar var það ekki fyrr en í fjórðu tilraun sem innflutningurinn heppnaðist sem skyldi, fyrstu þrjár tilraunirnar til að ná fótfestu voru í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og Eyjafirði og mistókust allar. Erfiðir vetur, lítil fæða og ofbeit drógu hjarðirnar þrjár til dauða. Lokahópurinn kom til Vopnafjarðar árið 1787 og taldi 30 kýr og 5 tarfa. Þá hafði áhuginn á hreindýrarækt dalað hjá landanum og því var innflutta hjörðin aldrei nýtt með markvissum hætti. Dýrin hafa verið talin árlega síðan 1940 og hafa þau aldrei verið fleiri. Stofninn

20

telur yfir 7,000 dýr yfir sumartímann. Hreindýr sjá nokkuð illa þar sem þau hafa þróast í gegnum kynslóðirnar til að sjá útfjólublátt ljós. Það gerir þeim kleift að koma auga á bæði rándýr og fæðu á norður-heimskautasvæðum. Þar sem ekkert rándýr er hér til staðar til að ógna hreindýrum, þurfa þau ekki að hafa áhyggjur af því að koma auga á þau. Fyrir utan manndýrið, það er að segja. Hreindýralandið Það er síðla ágústs, og það eru hreindýr alls staðar á Austurlandi, að því er virðist. Það er mitt veiðitímabil og það sést. Það fyrsta sem tekur á móti gestum á Egilsstaðaflugvelli eru hreindýrahorn. Ef þú veist hvar þú átt að leita, muntu á hverjum degi sjá hersingu af hreindýraveiðimönnum koma niður af hálendinu eftir veiði. Við Reyðarfjarðarhöfn komum við að tveimur skyttum í miðjum klíðum við að láta horn síga í sjóinn við bryggjuna. Þeir munu ná í hornin eftir þrjá mánuði, þegar marflær hafa gjörhreinsað hornin af húðtægjum og skinni. Eftir standa einungis skjannahvít hornin. Fimm mínútum síðar hittum við á leiðsögumann sem missti tarf af vagni einhvers staðar á veginum í Mjóafirði. „ Þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist á 20 ára ferli sem veiðileiðsögumaður.” Nepalskur ljósmyndari hafði hoppað frá borði til að taka mynd af regnboga, opnað hjarir á vagninum og gleymt að festa þær aftur. Eftir að þeir höfðu náð í skrokkinn fóru þeir með hann í Eskifjörð. Þar tók gamall stríðshundur við dýrinu, fláði og undirbjó til slátrunar. Þetta verður ekki fyrsta hreindýrið sem hann meðhöndlar, né það síðasta. Fyrir utan litla kofann eru um 30 skinn og nokkrir tugir horna. Nokkur þeirra mara í flæðarmálinu, í miðri marflóarmeðferð. Mennirnir taka dýrið rösklega af vagninum og hefjast handa. Stutt skoðun á tönnum hreindýrsins staðfestir aldurinn. Ellefu mínútum síðar er dýrið óþekkjanlegt. Skinnið, hornin og kjötið eru tilbúin fyrir næstu skref í ferlinu. Leiðarljós Fólkið á Austurlandi lærði aldrei hirðingjalífsstíl Sama en þó hafa allmargir lifibrauð af hreindýrum. Í fyrsta skipti sem ég sé veiðileiðsögumanninn Sigga


Iceland Review

„JÆJA, KOMINN TÍMI TIL AÐ FARA. KOMUÐ ÞIÐ EKKI HINGAÐ TIL AÐ VEIÐA HREINDÝR?“

21


Iceland Review

„Ég velti því fyrir mér hvernig nokkurt dýr getur tórað á þessu svæði, hvað þá heil hjörð.“

22


Iceland Review

Aðalsteins gæti ég helst trúað að hann hafi hreindýrablóð í æðum. ‚Hversu mikið af fötum í felulitum er eiginilega til í heiminum?‘ spyr ég mig. Næst þegar ég sé hann, kvöldið áður en við förum á veiðislóðir, er hann klæddur í litríkan næturslopp að kjamsa á þorskalifur. Við segjum góða nótt. Það fyrsta sem ég sé er ég vakna er Siggi að taka gúlsopa af þorskalýsi. Hann er keyrður áfram á fitu, nauðsynlegt fyrir mann sem eyðir öllum dögum á löngum göngum, eltandi hreindýrahjarðir í óbyggðum. Menn eins og Siggi byrja hvern dag á að lesa veiðifréttir Umhverfisstofnunnar, þar sem farið er yfir veiði gærdagsins. „ Eiríkur með einn að veiða kú á svæði 1, fellt upp með Hvammsá. Það er alls ekki þar sem þeir náðu henni,” segir Siggi. „ Það eru ekki allir góðir í landafræði,” skellir sonur hans Aðalsteinn upp úr. Á hreindýraveiðitímabilinu leggja leiðsögumenn nótt við dag. Þeir stoppa vart til að sofa. Veiðin er lífið. Á hverjum degi koma nýjar skyttur, reiðubúnar í þeirra eina veiðidag á árinu. Þeir hafa farið í gegnum skotveiðipróf og unnið stóra vinninginn í lotteríinu um hreindýraveiðileyfi. Eftir alla þessa bið eru þeir æstir í að komast í hreindýrin. Siggi ‘gædaði’ dráp á 92 hreindýrum síðasta sumar. Veiðin brestur á 10:13 – Dagurinn hefst á Digranesi, langt upp á Norðausturlandi. Sléttan er opin í allar áttir. Þetta er staður sem hefur aldrei upplifað logn, og í dag er engin breyting á. Vindurinn lemur okkur í framan með morgunnepju. Okkur skilst að hjörð hafi sést á svæðinu nýlega. Á leiðinni upp eftir sjáum við hrafnaþing tæta í sig rollu. Rottuhalinn á Sigga flöktir í vindinum á meðan hann grannskoðar sjóndeildarhringinn í leit að hreindýrum. „ Þau eru búnir að vera hérna í allt sumar. Þau sýna sig í einn eða tvo daga áður en þau týnast aftur í Digranesþokunni,” segir hann. Áður en við vitum af eru þeir lagðir í hann. Í dag er Siggi með sunnlendinginn Þorstein Birgisson og Miroslav frá Tékklandi í leiðsögn. Hjólfjör eftir sexhjólin þeirra eru eina vísbending um athafnir manna á svæðinu. Við göngum þvert yfir skagann og komum að förunum hér og þar, inn á milli mýra, þúfna og vatna.

23


Iceland Review

Hreindýramosi marrar undir okkar við hvert skref. Menn í felulitum hverfa ansi snöggt í umhverfi máluðu með brúnum, gráum og hundrað blæbrigðum af grænum. Fyrst um sinn er þetta eins og að vera einn í heiminum. En eftir nokkra tíma rennur upp fyrir mér hversu rangt ég hafði fyrir mér. Rjúpur, álftir, himbrimar, heiðlóur. Heiðin iðar af lífi. En því miður fyrir skytturnar bólar ekkert á hreindýri. Veiðin á Digranesi heppnaðist ekki. Villta austrið? Þó þú vinnir í veiðileyfahappdrættinu er ekki þar með sagt að þú hoppir upp í bíl, skellir þér austur fyrir Jökulsá og byrjir að skjóta hreindýr. Hreindýrin eru gaumgæfilega talin á hverju ári. Skyttur þurfa að vera í fylgd leiðsögumanna sem benda þeim á hvaða dýr menn mega hæfa. Hver skytta hlýtur leyfi fyrir dýr af ákveðnu kyni og dýrið verður að hafa náð þroska. Það hefur verið ólöglegt að veiða kálfa síðan 2011. Í Noregi segja reglur til um það að skyttur eigi að fella kálfa ef þeir hafa hæft móður þeirra. Strangar reglur eru því til staðar á veiðitímabilinu en haustveiðitímablið á Íslandi er frá 1. ágúst til 20. september. Þetta er þó ekki endilega til að vernda stofninn, þar sem að tarfarnir verða óætir á mökunartímabilinu sökum hrottalegrar lyktar sem kemur til vegna aukinnar hormónaframleiðslu. Austurlandi er skipt upp í mismunandi veiðisvæði. Leyfi eru gefin út á hverju ári með það að markmiði að grisja hjörðina svo að stofninn sé sjálfbær. Í því felst að stofninn hafi rétta aldurssamsetningu og kynjahlutföll. Náttúrustofa Norðausturlands sér um að fylgjast með stofninum en Umhverfisstofa sér um skytturnar og leyfaveitingu. Hreindýr eru talin tegund í áhættuhóp á heimsvísu samkvæmt International Union for Conservation of Nature. Sagan er hins vegar önnur í Evrópu þar sem tegundin er ekki talin í áhættuhóp. Hér heima er tegundin ekki talin í útrýmingarhættu þar sem að hún er innflutt. Skytturnar þrjár 18.43 – Eftir að skotið geigar veitum við hjörðinni eftirför. Við sjáum glitta í hana af og til, hún leitar á grænni slóðir, flýr harðneskjulega steinheiminn. Veðrið er með okkur í liði, og það er vart ský á himnum. Siggi hendir skipunum í sína

24


Iceland Review

Stundum þarf tvo til - því að sumt virkar betur saman Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.

VERT

LEYN IVOPN ÞJÓÐARI NN AR

25


FIMMTÍU FIMMTÍU ÁR ÁR

FIMMTÍU FIMMTÍU PRÓSENT PRÓSENT Við fögnum hálfrar aldar afmæli félagsins og bjóðum 50% afslátt af öllum flugsætum í allt sumar – bókað á vefnum. Takk fyrir að velja Flugfélagið Ernir, elsta starfrækta flugfélagið á Íslandi. Verð og áætlun er að finna á ernir.is

Bókaðu Bókaðu flugið flugiðáá ernir.is ernir.is


Iceland Review

„ÉG HEFÐI SKOTIÐ ÖKUMANNINN,“ SEGIR SIGGI ÁÐUR EN HANN SKELLIR UPP ÚR.

menn. Rólega. Á eftir þeim. Þarna. Spennan eykst. Allt í einu stoppar allt, þar sem náttúran kallar hjá okkar manni og jörðin fær að finna fyrir sprænunni. „Stundum er ég með vitleysinga sem hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera. Maður verður nánast að hugsa fyrir þá, segja þeim í hvaða átt þeir eiga að snúa. Menn veiða meira fyrir sportið þessa dagana.“ Sem betur fer er þetta ekki fyrsta veiðiferð þeirra Þorsteins og Miroslavs. Dagurinn líður. Mínútur verða að klukkustundum, og erfitt reynist að komast heppilega að hjörðinni. Sólin hótar að fara í felur bakvið fjöllin. Eftir langa göngu finna skytturnar þrjár loks launsátursstað, þröng rifa milli grýttra hæða og Norðausturvegarins (85). Bang Hjörðin hrökklast í burtu og fer furðulega hægt yfir fyrst um sinn. Eitt dýr dregst aftur úr. Tékkinn hæfði það. Þorsteinn er með annað í sigtinu. En við erum rétt upp við veginn og bíll kemur inn í myndina. Hann keyrir jafn hratt og hjörðin, ökumaðurinn horfir á hjörðina á flótta með aðdáun. Skyttan tekur ekki áhættuna og færir þess í stað miðið að hægasta dýrinu. Hann tekur skotið. Beint í mark. Þetta er skrýtin sjón, að sjá svona voldugt dýr falla. Ég bíð eftir sektarkenndinni sem ég hafði búist við að sækti á mig en það bólar ekki á henni. Það kemur mér á óvart, en ég upplifði veiðina sem náttúrulegt ferli. Ég týni mér í eigin hugsunum, hrekk við þegar Siggi hrópar á okkur að halda áfram. Við færum okkur á næsta stað fyrir annað skot. Hjörðin er að færa sig hærra. Stök sauðkind slæst í för með þeim. Þorsteinn og Siggi láta sig falla í mosann. Hjörðin sér þá ekki og færir sig sífellt nær. Hún er nánast óraunverulega nálægt, aðeins 47 metra frá okkur. Bang Siggi Aðalsteins með tvo að veiða tarfa, fellt í Kinnalandi og í Langadal – 27. ágúst, 2019. – Umhverfisstofnun Íslands.

27


Iceland Review

28


Iceland Review

“Þeir sögðu að við myndum aldrei ná þeim, en ég vissi að þetta myndi hafast. Þau róast þegar fer að húma.”

29


1238 : Baráttan um Ísland “Highly recommended as a contrasting activity to the amazing nature of this beautiful region.”

“Wonderful experience. I was completely immersed into it.”

Mischa W – Visitor

Jóhanna Bergmann – Visitor

Miklu meira en sögusafn Sauðárkrókur

Akureyri

Reykjavík

Sögusetrið 1238 er gagnvirk og alltumlykjandi sýning sem færir þig mun nær sögulegum stóratburðum en hefðbundnar fræðslusýningar. Með hjálp nýjustu tækni í miðlun og sýndarveruleika bjóðum við þér að taka þátt í átakamestu atburðum Íslandssögunnar og beinlínis stíga inn í sögu Sturlungaaldar.

Grána Bistro Nútímalegur veitingastaður byggður á gömlum hefðum. Opið 08.00-18.00

1238 : Baráttan um Ísland

Aðalgata 21

Sauðárkróki

www.1238.is

588 1238

#thebattleoficeland


Iceland Review

„Þau eru alltaf svo tryllingsleg til augnanna. Ég hef verið með hreindýr í 2 metra fjarlægð og þau alveg sallaróleg en samt svo tryllingsleg til augnanna.

31


Iceland Review

„HVERSU MÖRG HREINDÝR HELDUR ÞÚ AÐ ÞESSAR HENDUR HAFI BLÓÐGAÐ? 1.400.“

Eftirleikurinn Það veitir manni einhvers konar huggun að þó hreindýraveiðar séu sport, þá er hver einasta arða af þessum dýrum nýtt. Marflærnar sjá um hornin og meistaraslátrari sker hvern bút af dýrinu upp í ætilega búta. Síðar fær handverkskona feldinn og skinnið sem hún saltar til sútunar. Hún mótar skinnin í ótrúlegustu hluti. „Á síðasta ári fékk ég skinn sem sem hafði verið í geymslu í nokkur ár. Eigandinn vildi láta gera hatt úr því. Ég gerði hann og bætti síðar við tösku og pyngju. Hann var yfir sig ánægður og trúði varla hvað hægt var að verka úr einu skinni. Við gjörnýtum þetta. Þeir hlutar sem ég get ekki notað læt ég til vinkonu minnar sem gerir skartgripi úr þeim,“ segir Ólafía Sigmundsdóttir sem er með verkstæði á Skjöldólfsstöðum. Á veiðitímabilinu mun hún verka yfir 100 skinn. Hins vegar eru íslensk skinn mun dýrari en þau sem fást á Norðurlöndunum þar sem skinnin þar í bæ koma frá hreindýrabúum. Meirihlutanum af íslenskum hreindýraskinnum er því hent, þar sem það er erfiðara að selja þau. Vonandi mun það breytast á komandi árum. Þegar ég sný aftur til borgarinnar reikar hugurinn af og til út í auðnina. Augnablikið þegar við sáum hornin birtast bak við hólinn er greypt í heilann. Það er skringilegt að upplifa eitthvað í þínu eigin landi sem virðist svo sérkennilegt, jafnvel óraunverulegt. Þrátt fyrir að hafa verið á Íslandi í 233 ár eru hreindýr enn framandlegar verur. Fyrir þeim tveim þriðju þjóðarinnar sem búa á suðvesturhorninu eru þau einhvers konar frávik, eitthvað sem fólk sér ef til vill bara nokkrum sinnum yfir ævina. Fyrir þessu fólki á Austurlandi eru þau hins vegar ekki bara hluti af lífi þeirra í einn og hálfan mánuð síðla sumars – þau eru allt.

32


06.08.2020– 03.01.2021

Gilbert & George The Great Exhibition

Hafnarhús Tryggvagata 17 101 Reykjavík

Open daily 10h00–17h00 Thursdays 10h00–22h00

artmuseum.is #listasafnreykjavikur +354 411 6400


34

P L A S T Í PARADÍS

Texti: Jóhann Páll Ástvaldsson Ljósmyndir: Viðar Kristinsson

Iceland Review


ÞAÐ

VOGSKORNAR

SEM

ERU

VÍKUR

NET

SEM S J Á V A R S T R A U M A R

NÁTTÚRULEG

H O R N S T R A N D A

BERA

VEIÐA MEÐ

ALLT SÉR.

Iceland Review

35


Iceland Review

Plast í Paradís Vogskornar víkur Hornstranda eru náttúruleg net sem veiða allt það sem sjávarstraumar bera með sér. Hér áður fyrr rak ógrynni af rekavið á land, sem íbúar strjálbýls svæðisins nýttu sér. Síðastliðin ár er þó algengara að sjá hvers kyns rusl og plast stranda í fjörunum. Það þarf eflaust ekkert að koma fólki á óvart að það sé mikið af plasti í hafinu. Það er leitt en seinasti plastbúturinn mun sennilega aldrei hverfa frá Hornströndum. Rússneskar vodkaflöskur, sjampó frá Alaska, brúðuhausar af óljósum uppruna. Syndir sjávarútvegsins eru fyrirferðamiklar - baujur og trollnet fljóta víða um. Talið er að um 80% af ruslinu á Hornströndum sé tengt fiskveiðum. Svo er það plastið. Plaststrimlar, plastbútar, plastflöskur, plastkassar, plastagnir. Svo mætti lengi telja. „Við fundum koníaksflösku með arabísku letri. Ég skil engan veginn hvernig það endaði á Hornströndum. Við finnum alls konar rusl. Tilraunabaujur, senda, veiðarfæri, umbúðir. Ótrúlega mikið af brúsum. Alls kyns umbúðardrasl. Við erum að finna rusl sem kemur beggja vegna Atlantshafsins, frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Noregi, Spáni,” segir Ísfirðingurinn Gauti Geirsson sem leiðir verkefnið.

36

Árið 2014 blöskraði honum uppsafnað ruslið á villtu svæðinu. Gauti er 25 ára gamall nemi í sjávarútvegsfræði við Háskólann Í Tromsø og hefur síðastliðin sex ár leitt árlegan leiðangur í víkur Hornstranda til að djúphreinsa svæðið af rusli, plasti, netum, dósum og öðru sem rekið hefur á land. Ferðin í ár markaði tímamót þar sem hópurinn hreinsaði í fyrsta sinn vík sem hafði áður verið hreinsuð, og lokaði hringnum við norðurströnd Hornstranda. Niðurstaðan gefur ekki tilefni til mikillar bjartsýni. Í Hornvík, sem eitt fegursta fjall landsins Hornbjarg trónir yfir, voru hreinsuð 2 tonn af rusli árið 2015. Á þeim fimm árum sem liðin voru höfðu safnast í víkina 1.1. tonn af rusli í viðbót. Vestfiskur ruslalýður Í bátnum á leiðinni til Smiðjuvíkur, fyrsta áfangastaðarins, verður fljótt ljóst að Hornstrandir eru tuttugu manna hópnum kærkomið svæði. Byggð lagðist af á Hornströndum árið 1952, þegar síðasti Hornstrendingurinn yfirgaf svæðið fyrir fullt og allt. Margir af þeim brotfluttu vildu vart kannast við sín gömlu heimkynni, hvað þá heimsækja þau. Sárið var of opið til að snúa til baka, minningarnar of sterkar. „ Langamma bjó á Sæbóli. Hún vildi aldrei koma aftur hingað,” segir Sveinbjörn mér. Nú eru næstu kynslóðir snúnar til baka, í þetta skipti til þess að taka til hendinni. Hann fer niður fyrir þiljar og nælir sér í smá kríu. Hann eyddi nóttinni með Björgunarfélagi Ísafjarðar að bjarga heimamanni í sjálfheldu niður úr fjöllunum. Eftir einnar klukkustundar svefn var hann mættur galvaskur í verkefnið, klár í bátana. Með í för eru landverðir, fjallageitur, fiskeldismenn, leiðsögumenn, smiður og ungt ævintýrafólk – hreinn þverskurður af Vestfirðingum. Fólkið er

með Vestfirðina í blóðinu. Flestir hafa verið partur af Hreinni Hornströndum öll árin. Nú, 68 árum eftir að byggð lagðist í eyði, eru þau snúin aftur til að tína rusl.

Hinsta hvíla ruslsins „ Það er ekkert rusl að sjá hérna,” andvarpar einn í hópnum er við nálgumst steinafjöruna í Smiðjuvík. Gauti er reyndari en aldurinn gefur til kynna og mælir út svæðið. „ Sjáum hvað setur, það leynist alltaf rusl einhvers staðar,” segir hann. Landvörðurinn í hópnum segir frá því að í Smiðjuvík sé reimt. Móttökunefndin samanstendur af stökum útsel sem furðar sig á því að hópur fólks sé kominn til þessarar afskekktu víkur. Við tökum land og ég er enn að ná áttum þegar smiðurinn Hæi er þotinn upp í fjörubakkann að taka til hendinni. Gauti fylgir í humátt á eftir. Viti menn, fjaran leynir ýmislegt. Hvannarbakki rétt fyrir ofan flæðarmálið felur ógrynni af baujum, plasti, ryksugubörkum og töppum. Baujur, net og stærri plaststykki eru pikkföst á milli steina í stórgrýttri fjörunni. Ruslið flýtur vík frá vík þar til það finnur sér samastað, grefur sig inn og byrjar að brotna niður. Varðskipið Þór, það nýjasta í flota


FYRIR EYÐANDI HÖND

Á BORÐ VIÐ HORNSTRANDIR PLASTMENGUN.”

VERA Í FRIÐI

– Franski ljósmyndarinn Julien Joly sem hélt sýningu um ruslið á Hornströndum. Sýningin varð kveikja að verkefninu Hreinni Hornstrandir.

MANNSINS OG

HEFÐU FENGIÐ AÐ

“ÉG HÉLT AÐ STAÐIR

Iceland Review

37


Iceland Review

Hreinni Hornstrandir (2014-2020) Heildarfjöldi sjálfboðaliða: 266 Tonn: 36.5 Hreinsuð strandlengja: 35 km Fjöldi daga: 13

38


Iceland Review

“Hornstrandir hafa verið sagðar fram úr hófi hrjóstrugar, bera mönnum einungis þyrna og þistla, rjett eins og skaparinn hefði í fyrndinni bölvað þar jörðunni. Og Hornstrendingar hafa verið sagðir fáráðlingar og mannleysur, sem hétu rímnanöfnum, ef þeir væru þá skírðir, og slægju sum sumur ekki túnskikana sína sökum deyfðar í Hornstrendska rosanum”

Einar Guðmundsson, kennari. Lesbók Morgunblaðsins, 10. September 1939. Allt þetta var afsannað sé miðað við afganginn af ferðasögu hans.

39


NJÓTTU SUMARSINS

Fjölbreyttar ferðahandbækur fyrir útileguna, gönguna eða í bílinn – allt til að njóta ferðarinnar betur

Göngusérkortin með grænu röndinni koma þér örugglega á áfangastað

LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16


Iceland Review

Landhelgisgæslunnar sem hefur aðstoðað við verkefnið síðustu ár, kemur í Smiðjuvík að ná í fyrsta skammtinn af rusli. „ Það er frábært að fá Gæsluna alltaf með. Við gætum þetta ekki án þeirra. En það er líka ákveðin óvissa, því að ef það kemur útkall þá eru þeir bara farnir. Þannig við erum með plan A, B og C. Við höfum áður lent í því að þeir hafa farið í útkall,” segir Gauti. Hópurinn hefur safnað ruslinu í Smiðjuvík saman í taupoka sem eru færðir yfir í varðskipið í gríðarstóra sekki. Þegar í höfn er komið taka Ísafjarðarbær og Terra við ruslinu og koma því á réttan stað. Dagskammturinn telur um 800 kíló. Brokkarinn í stígvélunum „ Hvað sem þú gerir, ekki slíta blóm. Að minnsta kosti ekki fyrir framan þennan þarna,“ segir Sveinbjörn mér og bendir á eldri mann sem er með í för. „Þetta er eins og að taka mannslíf fyrir honum. Ég gerði það í fyrra og þá fékk ég alla

ræðuna yfir mig, að það taki þrjú ár fyrir þessa tegund að vaxa.“ Hann er að tala um Jón Björnsson, fyrrum landvörð á Hornströndum sem þekkir hvern krók og kima á svæðinu. Hann þýtur um svæðið í stígvélum af gamla skólanum og er stútfullur af vitneskju. Hann segir mér frá risafuruholum í klettunum við flæðarmálið, sem hraunflæður báru niður í sjóinn. Yfir aldirnar fúnuðu þær og skildu sig eftir þessi gríðarstóru göt í klöppinni. Síðar í ferðinni fer Hörður félagi minn í leiðangur með honum og kemur til baka úrvinda. Ekki eftir líkamlegt erfiði heldur var Jón búinn að segja honum sögur fyrir lífstíð. Um kvöldið slítur einn í hópnum blóm og viti menn, hann fær ræðuna sem Sveinbjörn varaði mig við. Við lítum á hvorn annan og kæfum hláturinn. Þetta er ástæðan fyrir því að maður eins og Jón er fullkominn landvörður. Frönsk kveikja „ Það sem kveikti í mér er að ég var að vinna með farþegabátum sem voru að fara á svæðið. Ég var að fara með franskan ljósmyndara sem vildi taka myndir af Hornbjargi en þegar komið var á svæðið ofbauð honum þetta svo og fór að taka myndir af ruslinu. Hann endaði á að fara með sýningu heim til Frakklands þar sem áherslan var á ruslið. Þá vaknaði sú hugmynd að gera eitthvað í þessu,” segir Gauti. „ Það var ekkert endilega

mikilvægast að tryggja líffræðilegan fjölbreytileika og búa um vistkerfið þar sem plastagnir voru að brotna niður. Lykillinn var stolt, að gera sér grein fyrir því að við værum með allt niður um okkur og þyrftum að gera eitthvað í því. Það þurfti útlending til að opna augu manns fyrir þessu, maður var orðinn samdauna ástandinu. Það voru breiðurnar af rekavið og plasti þarna en maður vissi ekki annað en að þetta væri allt í góðu.” Frakkinn kveikti hugmyndina að fyrstu ferðinni en hún vatt upp á sig. „Við höfum reynt að vekja athygli á vandamálinu. Plast í hafinu er stórt vandamál, sérstaklega fyrir fiskveiðiþjóð eins og Ísland. Plastagnir eru komnar inn í fiskinn sem við erum svo að flytja út. Hver vill borða fisk sem er fullur af plasti?,” bætir Gauti við. „ Svo er þetta líka persónuleg hvatning. Tuttugu ára einstaklingur sem vill gera eitthvað í málunum á bara að kýla á það, ekki bíða eftir að einhver annar geri það. Ef allir leggja sitt af mörkum í baráttunni, þá

41


Iceland Review

þarf hver og einn ekki að gera mikið.” Ruslað og rænt Það er skrýtin tilfinning að horfa á plastbút í fjörunum á svæðinu. Að hugsa með sér að minnsta plastögn verði þarna út ævi mina ef ég týni hana ekki upp. Kannski eru þetta leifar af gömlum Fisher Price kastala eða jafnvel restin af fagurgrænni Underberg flösku. Ég hugsa um allt ruslið í heiminum. Hvert einasta gramm finnur sér einhvern hvíldarstað. Hér er samankomið rusl hvaðan sem er sem endaði á Hornströndum. Jafnt Vals tómatsósa sem tannhvítunarpakkning frá Rússlandi. Við færum okkur yfir á næsta hreinsunarstað, Bjarnarnes. Það er þoka bróðurpartinn af ferðinni og svæðið er sveipað dulúð. „ Það er aldrei sól hérna, það hefur ekkert breyst í því,” segir Hæi. “Það er nefnilega málið að þú ert aldrei hérna á jólunum. Þá skín hún,” svarar Jón um hæl.

Göngustígurinn er meðfram þverhníptum björgunum. Hér fór fólk áður fyrr niður á reipi að næla sér í svartfuglsegg. Maður trúir því varla. Hér fara fossar beint niður af björgum niður í fjöru. Svæðið er þakið gróðri, enda hefur því verið hlíft fyrir sauðfjárbeit síðan að byggðin lagðist í eyði. Við komum að tættum eggjum og fjaðrahaug. Hérna hefur heimskautarefurinn komist í það feitt. Hornstrandir eru ein helstu heimkynni refsins, sem hefur verið friðaður síðan 1993. Næsta morgun eftir fer flokkur af fuglum af stað snemma um morguninn, sennilega um 600 fuglar. Það er eins og við séum stödd í senu sem að ljúf rödd David Attenborough ómar yfir. Þetta er eitt af síðustu víðernum landsins. Það fyndna hins vegar við Ísland er að sama hversu fjarri þú virðist heimkynnum þínum, þá tekur það ekki ýkja langan tíma að komast heim. Allt í rusli Ruslið virðist leynast alls staðar. Í stórgrýttum fjörum festist það milli steina. Í sléttum sandinum grefur það sig niður í sandinn. Heildarafli ferðarinnar í ár var 2.6 tonn sem 20 manna hópur fiskaði úr fjörunum. Þrátt fyrir að það hljómi mikið er metið 9 tonn sem 50 manna hópur tíndi saman árið 2018. „ Já, þetta er fínt. 2,6 tonn. Maður á að vera ánægður með að það sé ekki meira en það. En þetta voru litlar víkur sem við tókum í ár. Það er auðvitað markmiðið að þetta minnki, og að svæðið

Enn um langa framtíð munu blasa við þessi sýnilegu

tákn um mannabyggð fyrri tíðar. Að líkindum verður þess langt að bíða að nýjar kynslóðir með nýja tækni nemi aftur land í hinum fornu byggðum þar sem Norðurhafið veltir nú keflum upp á auðar strendur.” Heimildamyndin Hornstrandir, 1954.

42

verði hreinna. Við erum samt sem áður bara að kroppa í toppinn á ísjakanum. Yfirborðið á strandlengjunum er eitt, en undir er búið að grafast ótrúlega mikið af rusli í gegnum árin,” segir Gauti. Ég var einungis á ruslaveiðum á Hornströndum í tvo sólarhringa en upplifunin situr í mér. Það er ekki eins og ég hafi verið að fleygja Kókómjólkurfernum á víðavangi áður en meðvitund mín um rusl hefur breyst. Ég sé það allt í kringum mig. Bjórdósinni sem fleygt er í jörðina í miðbæ Reykjavíkur endar í einhverri af fjörum landsins ef ein vindhviða feykir henni út í sjó. Ruslvandamálið virðist óyfirstíganlegt. En það er enn von. Þau sem taka þátt í Hreinni Hornströndum gera sitt. Þeim er annt um friðlandið, það er þeirra svæði. Ég þarf að sjá um minn eigin bakgarð til að ruslið endi ekki í annarra manna. „ Ég vil hvetja fólk til að gera það sem það getur. Bæði í daglegri neyslu og í sinni umgengni – og hreinsa líka. Það þarf ekki að vera einhver margra daga hreinsunarleiðangur með varðskipi. Það er alveg jafn áhrifamikið að hreinsa tíu kíló af rusli úr fjörunni í nærumhverfi þínu og á Hornströndum,” segir Gauti.


hefur starfað við Byggðasafn Árnesinga frá árinu 1993. Hann undirbýr nú fyrstu sýningu sumarsins í samstarfi við Ásgerði Júníusdóttur.

Fyrir líkama og sál www.itr.is


Iceland Review

SKÖPUNA R M I Ð S T Ö Ð V A R F J Ö R Ð U R Texti: Jóhann Páll Ástvaldsson Ljósmyndir: Golli

44


Iceland Review

Á Stöðvarfirði búa 181 manns. Árið 2011 var gamla fiskvinnslan, sem eitt sinn hafði verið hjarta atvinnulífs í bænum, að hruni komin og til stóð að rífa hana. Það var þá sem skapandi teymi með stórar hugmyndir steig fram og fékk nánast ónýta bygginguna á spottprís, 101.000 kr.

45


Iceland Review

Í fermetrum talið er þetta veglegasta bygging bæjarins en á þessum tímapunkti var hún varla fokheld. Það var ekkert rafmagn og enginn hiti. Iðnaðarúrgangur lá á víð og dreif um þessa 2.800 fermetra – vitnisburður um fyrra hlutverk hússins. Í dag er enginn fiskur í fiskvinnslunni, en engu að síður hefur starfinu þar tekist að blása nýju lífi í plássið við Stöðvarfjörð með Sköpunarmiðstöðinni. Una Sigurðardóttir, Vincent Wood og Rósa Valtingojer slitu sér út í fimbulkulda við að gera bygginguna upp. „Það var ekkert heitt vatn þegar við fluttum hingað. Það var fagnaðardagur þegar við fengum ketil fyrir baðherbergin,“ segir Vincent. Hann leiðsegir okkur um tröllstóra bygginguna, og fer með okkur um hvert rýmið á fætur öðru. Hópurinn hefur gert við gamalt efni, allt upp á eigin spýtur eins og kostur er. Það er allt til alls fyrir listamenn, timburverkstæði, málm og keramikvinnsla, tónleikasalur og meira að segja upptökurými. Þau komu með hlýju inn í hið kalda frystihús sem í dag laðar að sér listamenn hvaðanæva úr heiminum. Lífæð fyrir smæð Lífið í litlum bæ er viðkvæmt. Það eru margir smábæir á landinu en Stöðvarfjörður er lítill. Hver manneskja og hvert starf skiptir máli. Þegar frystihúsinu var lokað 2005, var það reiðarslag fyrir bæinn og ekki var útséð um hvort það væri rothöggið. Þetta var stærsta fyrirtækið í bænum og 32 manns misstu vinnuna. Þjónusta hvarf úr bænum um þetta leiti, bankinn lokaði og pósthúsið skellti í lás. Netagerðin hætti rekstri og kaupfélagið lagði upp laupana. Jafnvel endurvinnslustöðin gafst upp á verunni í Stöðvarfirði sem virtist deyjandi. Rósa, sem er fædd og uppalin á Stöðvarfirði, var harðákveðin að hún myndi ekki láta samfélagið deyja á sinni vakt. Þær Rósa og Una höfðu verið í sumarvinnu í frystihúsinu sem unglingar. „Það átti að rífa þetta og þau höfðu góða ástæðu til. Ekki allir hefðu hugsað ,já, ég hef trú á þessari stelpu.‘ Það eru alltaf einhverjir sem efast um að svona gangi upp. En á heildina litið hefur fólk í bænum verið ótrúlega jákvætt.“ Eftir því sem tíminn líður hafa Stöðfirðingar komist að raun um mikilvægi Sköpunarmiðstöðvarinnar. „Hugmyndin

46

er að nota menningu sem leið til að styrkja þróun í bænum, bæði þegar kemur að samfélaginu og atvinnutækifærum, en líka til þess að gera lífið hér meira spennandi,“ bætir Una við. Atvinnutækifæri á Austurlandi eru oftar en ekki verkamannastörf. „Fólk er alltaf að tala um að skapa ‚eitthvað annað‘. En ættu allir að vera að endurvekja gamlar hefðir og safna fjallagrösum? Við erum þetta ‚eitthvað annað‘,“ segir Rósa. „Fólk er að verða meðvitaðra um að það er ekki nóg að fá stórfyrirtæki í bæinn og hefja stóriðju. Það heldur fólki ekki í bænum og lokkar fólk ekki á staðinn. Hvað er það sem gerir samfélag heillandi? Aðgengi að menntun, menningu og félagslífi, þó svo atvinna sé auðvitað mikilvæg líka. En það þarf að vera meira en stóriðja eða frystihús. Það er eitthvað sem ekki allir áttuðu sig á fyrir 10 árum síðan en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.“ Stúdíó Síló Stúdíó Síló er nýjasta viðbótin í vopnabúr Sköpunarmiðstöðvarinnar. Stúdíóið var byggt úr timbri, smíðað á verkstæðinu á staðnum. Í gegnum hnausþykka tvöfalda glugga má sjá fjörðinn í öllu sínu veldi. Þegar við göngum inn í stúdíóið er það kyrrlát sýn sem tekur á móti okkur. Sólin skín á Súlurnar, tindana tvo sem þjóðsögurnar segja að geymi kistil af gulli. Stuttu áður var þó talsvert meira fjör í stúdíóinu, færeyska metalbandið Joe and the Shitboys var að klára upptökur. Upptökutækin í stúdíóinu myndu annars sóma sér vel á tónlistarsafni, þar sem flest þeirra eru nokkurra áratuga gömul. Það gerir þó ekkert til að tækin séu gömul, það er einmitt helsta aðdráttaraflið. Ekkert er tekið upp á stafrænan máta í Stúdíó Síló, allt er analóg. „Það gerir okkur einstök á Íslandi. Að taka upp á tölvu er mjög einfalt þessa dagana. Þú getur tekið upp plötu í svefnherberginu þínu og það er að sjálfsögðu geggjað. En ég er haldinn þráhyggju um þessa gömlu tækni, að taka upp á segulband,“ segir Vincent. Vincent er rafmagnsverkfræðingur og notaði þekkingu sína til að gera við allan búnaðinn og koma byggingunni í stand. „Rafmagnsvinnan ein og sér var næstum ár. Þetta var rosaleg vinna,“ segir hann en það örlar á stolti í röddinni. Hvert

smáatriði er ætlað til þess að skapa fullkomið umhverfi til að taka upp hljóð, en rýmið var upphaflega byggt sem ísgeymsla. „Það var bara 90 fm box, engir gluggar, ekki neitt. Bara fullt, fullt af ís. Það var svo vel einangrað til að koma í veg fyrir að ísinn bráðni. Veggirnir og gólfið eru hnausþykk, sem er mjög gott fyrir stúdíó. Við héldum meira að segja upprunalegu hurðinni,“ segir Vincent og bendir á rammgerðar dyrnar sem við höfðum nýlega lokið upp. Stúdíóið opnaði í júní 2019 og hefur nú þegar verið nýtt af velþekktum íslenskum tónlistarmönnum á borð við Hjálma og Mugison. Blessuð börnin En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Stöðvarfjörð og Sköpunarmiðstöðina? Börn eru hjarta hvers samfélags og það þarf ekki mörg til að kveikja von í brjósti bæjarbúa. „Hér er mitt,“ grínast Una sem er komin á steypirinn. „Það eru ekki mörg börn í bænum en við vonumst eftir fleirum,“ bætir Rósa við. „Skólarnir hér og á Breiðdalsvík voru nýlega sameinaðir og við vonumst til að það verði 30 nemendur þar. Fimm ung pör hafa keypt hús hér nýlega – öll á barneignaraldri.“ Þríeykið í Sköpunarmiðstöðinni vinnur mestmegnis í sjálfboðavinnu. Á nokkurra mánaða fresti halda þau vinnubúðir þar sem þau handmála styttur af fuglum í nágrenninu. Þegar við heimsækjum menningarmiðstöðina eru þau að undirbúa sendingu sem á að fara til forsetans. Allur hagnaður af fuglunum fer í að betrumbæta Sköpunarmiðstöðina. Vinnan er aldrei langt undan, og virkar endalaus, en þannig vilja þau hafa það. „Þetta barn þarf að vera ansi öflugt ef það þarf að hafa meira fyrir því en Sköpunarmiðstöðinni,“ grínast Una. Borgarbörn Sex skapandi einstaklingar eru í listamannadvöl í frystihúsinu þegar við heimsækjum þau. Um 70 listamenn koma hingað á hverju ári til að fá innblástur frá svæðinu, en ekki síður til að njóta góðs af vel útbúinni aðstöðunni. Á Stöðvarfirði eru engar bílflautur eða sírenur. Helstu truflanirnar eru þögnin, sem er aðeins rofin af stöku stormi. „Ef þú vilt vera virkilega skapandi og geta einbeitt þér fullkomlega þá er gott að draga sig út úr borgarlífinu. Stundum sýnist okkur


Iceland Review

Lífið í litlum bæ er viðkvæmt. Hver manneskja og hvert starf skiptir máli.

47 47


Iceland Review

Nola Boyle, bandarískur leirlistamaður frá Fíladelfíu.

48


Iceland Review

Írinn og Stöðfirðingurinn Vincent Wood við stjórnvölinn á upptökuborði Stúdíó Síló.

49


Iceland Review

svo að gestir hefðu notið sín betur í sumarbirtunni en aðrir kunna virkilega vel að meta myrkrið og upplifunina sem vetrarstormarnir eru. Við getum boðið upp á báðar öfgarnar,“ segir Vincent mér. Listamennirnir koma hvaðanæva að úr heiminum, Portúgal, Rússlandi, Taívan, Suður-Afríku, svo örfá dæmi séu nefnd. Einu sinni í viku fer allur hópurinn yfir í næsta bæ til að versla í matinn. „Einn eða tveir hafa fengið dálítið sjokk. Bara ‚Vá, það er í alvörunni ekkert að gera hér.‘ En það rjátlast fljótt af þeim og eftir viku eða svo er þetta skapandi fólk farið að sökkva sér í skapandi vinnu. Það kom ein kona frá New York sem var rosalega þögul fyrstu vikuna, mér fannst þetta fá á hana. En í lok dvalarinnar vilja fæstir yfirgefa staðinn,“ segir Vincent.

Svo var það fyrir átta árum Þau í Sköpunarmiðstöðinni hafa nýverið lagt lokahönd á viðgerðir á þakinu sem lak stanslaust, enda 40 ára gamalt og þakið sprungum. Því verður hægt að taka hina stóru efri hæð hússins í notkun, sem opnar á endalausa möguleika fyrir teymið. Þá verður rýmið á neðri hæðinni að kennslustofum fyrir listkennslu á svæðinu, sem mun enn frekar styrkja tengslin milli fólksins í Stöðvarfirði og Sköpunarmiðstöðvarinnar. Þegar ég geng út úr byggingunni horfi ég á litríkar veggmyndirnar sem prýða gamla frystihúsið. Fyrir átta árum síðan var þetta lýti á bænum, kumbaldi í niðurníðslu, en með samstilltu átaki fólks með framsýn tókst þeim að skapa eitthvað úr engu.

Um 70 listamenn dvelja í Sköpunarmiðstöðinni á hverju ári og sækja innblástur í kyrrðina.

50


YETI ER MÁLIÐ Taktu YETI með í ferðalagið, veiðiferðina, garðveisluna og góða veðrið í sumar.

5 ÁRA ÁBYRGÐ FRAMLEIÐANDA

TRAUST FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI FRÁ 1998

SÍÐUMÚLA 8 108 REYKJAVÍK SÍMI 568 8410 VEIDIHORNID.IS


Iceland Review

Anna Marsibil Clausen starfar á Rás 1 og hefur vakið athygli fyrir þáttaraðir um efni á borð við minningagreinar og ástarsögur.

52


Iceland Review

E

RTU

Texti: Gréta Sigríður Einarsdóttir Ljósmyndir: Golli

A H

Ð

L

S

U T

A

? 53


Iceland Review

Það eru meira en 40 ár síðan the Bugles sungu um dauða útvarpsstjörnunnar. Þá taldi fólk að gullöld útvarpsins væri að líða undir lok og að sjónvarpið næði yfirhöndinni innan skamms. Þegar internetið gerbreytti því hvernig við hlustum á tónlist nokkrum árum seinna þótti fólk ljóst að þetta væri síðast naglinn í líkkistuna. Í nokkra áratugi er búið að gera ráð fyrir því að ungt fólk hætti að hlusta á útvarp og að síðasti hlustandinn hljóti að fara að deyja. Enn sem komið er hafa sögusagnir um dauða útvarpsins reynst stórlega ýktar. Útvarpið er ekki dáið en eins og áður vofir dauðdaginn yfir. Nýjasta ógnin kemur ekki að utan, frá nýjum miðli, heldur hlaðvarpinu, útvarpi í nýjum búningi. Eftir sem áður stendur spurningin: Þegar við höfum allar upplýsingar sem hugurinn girnist í símanum, getum náð okkur í ótæmandi magn af afþreyingu, sjónvarpsþáttum, tónlist og fleiru samstundis, af hverju erum við ennþá að hlusta? Sögustund „Það er eitthvað við það hvernig útvarp virkar,“ segir Anna Marsibil Clausen, dagskrárgerðarkona á Rás 1. „Ímyndunaraflið fær miklu meira lausan tauminn þegar þú hlustar á útvarp. Þegar þú horfir á sjónvarp er verið að mata þig af upplýsingum, þú bæði heyrir og sérð. Þegar þú hlustar þarftu að treysta á ímyndunaraflið og upplýsingarnar verða til í líkamanum og heilanum. Þess vegna tekur fólk oft betur inn upplýsingar á þennan hátt, ef það er í virkri hlustun.“ Anna Marsibil heillaðist af miðlinum þegar hún lærði blaðamennsku í Bandaríkjunum. „Ég hafði unnið sem blaðamaður og fór út til að læra að verða betri penni. Þegar ég gerði fyrsta verkefnið mitt fyrir útvarp lærði ég að segja sögu ekki bara með orðum heldur með hljóðum og ég heillaðist af forminu. Að vinna með söguþráð, ekki bara að segja frá heldur að segja sögur.“ Í þáttunum sem Anna Marsibil hefur unnið fyrir Rás 1, svo sem Minningargreinar og Ástarsögur, notar hún viðtöl en þau eru tekin upp fyrirfram og klippt til svo að á þáttunum sé framvinda. Dagskrárgerð Rásar 1 er send út í

54

línulegri dagskrá en á í raun margt sameiginlegt með hlaðvarpsþáttum enda hentar dagskráin vel nýjum hlustendum hlaðvarpa. Besta dæmið um þetta eru Í ljósi sögunnar í umsjón Veru Illugadóttur sem notið hafa mikilla vinsælda á hlaðvarpsveitum sem og í útvarpi. Slík dagskrárgerð hentar Önnu Marsibil vel, „Mig hefur aldrei langað að vera í beinni. Það er gaman að ræða málefni en það er skemmtilegra að segja sögur.“ Þegar þú hugsar um útvarp í sinni einföldustu mynd er það ekkert annað en að segja sögur. Skyndilega verður langlífi útvarps mun skiljanlegra þegar mér verður ljóst að þetta er allra elsta sagnaformið, kjarni upplýsingamiðlunar. Nýjar lendur Með auknum vinsældum hlaðvarpa eru margir hlustendur að uppgötva formið upp á nýtt. Hjörvar Hafliðason hefur verið í útvarpi og sjónvarpi en stjórnar í dag einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Dr. Football. Hann tók upp hljóðnemann þegar Ísland komst á heimsmeistaramótið í fótbolta. „Ísland var að keppa í fyrsta skipti og það var svo margt sem mig langaði að segja. Ég bara ýtti á REC. Okkur langaði að kryfja fleiri hluti en hægt er að gera í sjónvarpi eða útvarpi.“ Hefðbundnar útvarpsútsendingar eru einfaldari í framleiðslu en sjónvarpsefni en hvorugt er jafn aðgengilegt og hlaðvarpið. Útvarpsstöðvar eru rótgrónar og eiga sér fastan hlustendahóp, útvarpsleyfi kosta sitt og til þess að reka útvarpsstöð þurfa allir að vera á sömu bylgjulengd. „Það er ákveðinn uppreisnarandi í hlaðvarpi, þú getur leyft þér ýmislegt sem þú getur ekki gert á þessum stærri útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Hlaðvarpið hefur leyft manni að fara þarna inn og vera engum háður.“ Hjörvar er stórtækur, sendir út fjóra þætti á viku og kann að meta sveigjanleikann sem formið veitir honum. „Ef eitthvað stórt gerist, þá getur hlaðvarpið brugðist við því. Segjum að landsliðsþjálfari Íslands segði af sér. Það tæki mig þrjár mínútur að hóa saman genginu og gjamma um það og 50 mínútum seinna væri greiningin komin út. Við þyrftum ekki að

„Maður hélt að maður væri gamall þegar maður var að fletta á milli útvarpsstöðva og fór að stoppa þarsem var verið að tala, en svo kemur í ljós að yngri kynslóðin vill þetta líka.“


Iceland Review

Hjรถrvar Hafliรฐason stjรณrnar einu vinsรฆlasta hlaรฐvarpi landsins, Dr. Football 55


Iceland Review

Kristján Ingi Gunnarsson, deildarstjóri auglýsinga hjá Bylgjunni, FM 95.7 og X-inu 56


Iceland Review

„Það er alltaf eitthvað sérstakt við beina útsendingu.“

bíða í þrjá daga eftir að sjónvarpsþáttur væri á dagskrá.“ Munurinn á hlustun á útvarpi og hlaðvarpi liggur ekki í magni heldur gæðum. „Það sem er svo fallegt við hlaðvarpið er að sá sem ýtir á play, hann ætlar að hlusta,“ segir Hjörvar. Það að hafa minni en áhugasamari hlustendahóp þýðir að hlaðvarpsstjórnendur geta leyft sér að fjalla um efni sem ekki höfða til allra. „Við getum kafað djúpt og tekið langlokur sem myndu kæfa sjónvarpsþátt úr leiðindum. Við getum farið í hluti sem yrði annars aldrei loftað um.“ Í útvarpi má oft finna ítarefni sem sjónvarp og dagblöð koma ekki að í sinni dagskrá. Íþróttafréttir má finna í flestum miðlum en í flestum tilvikum eru það fréttir og úrslit, en minna um greiningu og fréttaskýringar. „Við erum ekkert mikið í úrslitum, viðtali eftir leik og búið. Við erum að ræða af hverju þessi er góður og þetta lið lélegt. Við förum í af hverju kvennalið Hauka er að búa til bestu fótboltakonur landsins og hvað er í gangi í neðri deildunum. Við finnum einhverja svona vinkla á umræðunni sem fá ekki plass annars staðar.“ Þó hlustunin sé virk og sé stöðugt að aukast finnur Hjörvar að það sjá ekki allir kostina við hlaðvarpið. „Það er alltaf verið að ýta manni í að fara á YouTube eða fara út í einhverja vídjóframleiðslu.“ Að hans sögn sjá margir það sem rökrétt næsta skref en Hjörvar er ekki endilega á því máli. Hann ber fyrir sig háan kostnað við förðunardeild sem hann þyrfti að ráða til að áhorfið yrði bærilegt en kjarninn er þessi: Hverju myndi það bæta við sem fæst ekki nú þegar úr hljóðrásinni? Eins og Hjörvar orðar það, „Hvað er gaman við að horfa á ljóta kalla tala? Er ekki alveg jafn gott að hafa þá bara í eyrunum?“ Vinsældir hlaðvarpsins hafa komið Hjörvari á óvart. „Ég hélt að þetta yrði bara útvarp án tónlistar, en það er eitthvað annað og meira. Þegar ég var að vinna í útvarpi fékk maður stundum á tilfinninguna að maður væri að ergja fólk með því að vera með eitthvað gjamm þegar fólk vill hlusta á lag. Maður hélt að maður væri gamall þegar maður var að fletta á milli útvarpsstöðva og fór

að stoppa þar sem var verið að tala, en svo kemur í ljós að yngri kynslóðin vill þetta líka. Það hefur bara enginn verið að segja neitt nógu aðgengilegt við þau. Ef þú upplifir raunverulegan áhuga og þekkingu frá þeim sem er að tala þá ósjálfrátt fer maður sjálfur að vilja að vera með.“ Útvarpið ekki á útleið Hlaðvarpið er í sókn og hlustendur verða sífellt fleiri. Útvarpið heldur þó enn velli og meira til. Gallup birtir vikulegar tölur yfir hlustun á útvarp og meðalhlustun á viku hjá einstaklingum á aldrinum 12-80 ára er meira en 10 tímar. Samkvæmt Kristjáni Inga Gunnarssyni, deildarstjóri auglýsinga á Bylgjunni, FM 95,7, X-inu og öðrum miðlum, breyttust gögnin þegar hætt var að reiða sig á að fólk skráði niður útvarpshlustun sína sjálft. „Út frá þeim gögnum mætti ætla að það væri toppur í hlustun á morgnana þegar fólk væri á leið til vinnu, aðeins í hádeginu og svo aftur þegar fólk færi heim til sín. Þegar kannanir fóru að byggjast á rafrænum mælum kom í ljós að fæstir voru meðvitaðir um hversu mikið útvarp þeir hlustuðu á. Raunin er sú að það er nánast samfelld hlustun frá 7 á morgnana til 7 á kvöldin.“ Kristján ítrekar að allar sögusagnir um dauða útvarpsins séu stórlega ýktar ekki síst á tímum þegar margir hefðbundnir fjölmiðlar berjast í bökkum. „Tekjulega hefur verið stöðugur vöxtur síðustu ár. Útvarpið stendur alltaf fyrir sínu og virðist, 7, 9, 13, standa af sér alls kyns áhlaup. Það er margbúið að spá endalokum útvarps en ég held að útvarpið verði alltaf til staðar. Þetta er vanmetinn miðill.“ Streymisveitur á sjónvarpsefni njóta sífellt meiri vinsælda. Ég spyr Kristján hvað hann haldi að útvarpið geti lært af umskiptum á sjónvarpsmarkaði. Hann bendir á að notkunin er mjög ólík. „Í hlaðvarp sæki ég fróðleik, kannski uppistand.“ Útvarpið býður þess í stað upp á þetta almenna, tónlist og þjóðfélagsumræðu. Hann bendir á að öll dagskrá á Bylgjunni fari fram í beinni útsendingu. Ólíkt hlaðvarpinu þar sem þættir eru teknir upp fyrirfram er bein útsending í útvarpi miðill líðandi stundar, umræðu um daginn og veginn.

57


Iceland Review

„Krakkar í dag nenna ekki að hlusta á 2 mínútna frétt en eru samt til í að hlusta á 102 mínútna fréttaskýringu.“

„Það er alltaf eitthvað sérstakt við beina útsendingu.“ Spurður að því hvað fólk sæki í útvarpið ár eftir ár nefnir Kristján nokkrar ástæður. Ein þeirra er persónulega tengingin sem fólk hefur við útvarpsfólkið á sinni uppáhaldsútvarpsstöð. „Hver stöð er með sinn karakter, tónlist, útvarpsmenn og almennt flæði á stöðinni.“ Hann segir fólk ekki jafn nýjungagjarnt og margir vildu vera láta. „Fólk vill stöðugleika.“ Á Bylgjunni verða menn líka varir við að hlustendahópurinn er virkur þátttakandi. Þegar vinsæll útvarpsmaður hætti með regluleg innslög söknuðu hlustendur gamalkunnugs efnisins. „Það rigndi yfir okkur e-mailum þegar Gissur Sigurðsson heitinn hætti, sem var með innslög í Bítinu. Fólk vill þessa rútínu.“ Með hlustendum í liði Allir viðmælendur mínir minntust sérstaklega á að þegar um útvarp væri að ræða mynduðust öðruvísi tengsl við hlustendur en gengur og gerist í fjölmiðlun. Útvarpsstöðvarnar fá mikið af pósti um efni þáttanna og eiga jafnvel í beinu samtali við hlustendur þegar þeir hringja inn. Það kom þó Hjörvari á óvart hvað samskipti við hlustendur og fótboltaáhugamenn urðu fljótt stór hluti af hlaðvarpsvinnunni. Hjörvar hefur samskipti við hlustendur gegnum tölvupóst og samfélagsmiðla og ummæli þeirra eiga það til að skila sér í útsendinguna. Hann segir oft myndast

58

líflegar umræður í hóp á Facebook. Kosturinn við hlaðvarp er að það er mjög auðvelt að fá upplýsingar um hlustun. „Það er eitt sem hefur komið mér á óvart og það er hversu margir eldri karlar hafa tileinkað sér hlaðvarpstæknina. Ég taldi það vera hóp sem ég myndi aldrei ná til á þennan hátt. Ég er að tala um eldri karla, allt upp í sjötugt.“ Anna Marsibil bendir einnig á að þetta sé einmitt kjarninn í stöðu útvarps sem fjölmiðils, „Ef þú hugsar út í hvernig við myndum okkur skoðanir, þá er það út frá fólkinu í kringum okkur, samtölum sem við eigum við þau. Ef þú ert alltaf að „hanga“ með útvarpsfólkinu og líður hálfpartinn eins og þau séu vinir þínir, þá ertu ómeðvitað að taka inn þeirra skoðanir og hugðarefni.“ Útvarp er að einhverju leyti gleymdi fjölmiðillinn en hlutverk þess í samfélagsumræðu er stórt. „Útvarp getur verið skoðanamótandi á allt annan hátt en aðrir fjölmiðlar og ábyrgð fjölmiðlamanna er mikil þegar kemur að því hverja við setjum fram, hverjum við gefum færi á að tala.“ Framtíðin er björt Það hafa staðið yfir miklar breytingar á fjölmiðlalandslagi hérlendis og erlendis síðustu ár og engrar lognmollu heldur að vænta á næstu árum. Hjörvar er á sama máli, „Fjölmiðlar, sjónvarp og útvarp eru á krossgötum. Það veit enginn hvað er að fara að gerast. Við erum allt í einu komin með miklu meiri erlenda samkeppni. Disney og Viaplay.

Við vitum ekki hvað er að fara að gerast í fjölmiðlalandslaginu. Gæti enska úrvalsdeildin verið á leiðinni í app í umsjá erlendra aðila? Verður fljótlega enginn íslenskur aðili á bak við eitt eða neitt?“ Þangað til það kemur í ljós er dr. Football í stöðugum vexti og Hjörvar sér möguleika á að auka framleiðsluna og jafnvel gefa út aðra þætti. Erlendis má sjá framleiðslufyrirtæki kringum hlaðvörp stækka og styrkjast og til verða eins konar hlaðvarpsstöðvar. Hér á landi höfum við séð vísi að þeirri þróun sem gera má ráð fyrir að eflist á komandi árum. Hlaðvarpsmarkaðurinn á Íslandi er enn mjög lítill en sífellt fleiri eru að sjá möguleikana sem fólgnir eru í hlaðvarpi, jafnvel svo að margir séu kallaðir en fáir útvaldir. Anna Marsibil nefnir líkindi við vinsældir bloggsins á sínum tíma. „Það fóru allir að blogga um aldamótin. En fæstir höfðu úthaldið í að gera það til lengdar þegar þeir áttuðu sig á því hvað það er mikil vinna að gera það vel.“ Anna Marsibil telur ekki að útvarpinu sé ógnað af vinsældum hlaðvarpsins, heldur þvert á móti að útvarpsstöðvarnar geti hagnast af sambýlinu við hlaðvarpið. „Ég hef verið að heyra það á ungu fólki að þegar ég er að segja frá minni vinnu eru bara „Já ókei, er það?!“ Fólk sem hefur mikinn áhuga á efninu, en þau eru ekki að fara að kveikja á útvarpinu klukkan 5 þegar Lestin er í gangi. En þau finna okkur kannski á hlaðvarpinu.“


Kristall er tannvĂŚnn drykkur


R E Y K J Iceland Review

Manneskjan ferðast aldrei nema hálfa leið. Sama hvert manneskjan fer er hún sjálf það kennileiti sem verkar hvað sterkast á umhverfið. Sérhver gata, sérhvert hús og þegn er litaður af reynslu manneskjunnar – er gegnsýrt af manneskjunni sjálfri. Reykjavík dætranna er frábrugðin Reykjavík annarra borgarbúa – og með augum Dætranna er ýmislegt að sjá (heimurinn sér manninn sem sér heiminn með eigin augum).

Ljósmyndir: Golli og Sunna Ben

60

Texti: Ragnar Tómas Hallgrímsson


J AV Í K Iceland Review

MEÐ

AUGUM

DÆTRANNA 61


Iceland Review

Sumarið 2013 efndu Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Kolfinna Nikulásdóttir til Rappkonukvölds á Bar 11 í Reykjavík. Tilgangurinn: að skapa pláss fyrir konur í íslensku rappsenunni. Fyrsta kvöldið gekk hófstilltum vonum framar – konur þyrptust hvaðanæva að úr borginni í kjallara skemmtistaðarins. Í ljósi aðsóknarinnar var blásið til fleiri kvölda og í viðleitninni til þess að auglýsa þriðja kvöld seríunnar ákváðu þátttakendur að semja lag, sem fékk heitið Reykjavíkurdætur. Við tökur myndbandsins gengu forvitnir blaðamenn framhjá. „Hvað eruð þið að gera?“ spurðu þeir. „Við erum að skjóta myndband,“ svöruðu þær. „Og hvað heitir hljómsveitin?“ „Reykjavíkurdætur!“ öskraði ein kvennanna. Og þar með var það komið. „Við heitum þá víst Reykjavíkurdætur,“ sögðu þær er þær ráku augun í greinina nokkrum dögum síðar.

Katrín Helga Andrésdóttir tók upp myndband við lagið Quest to Impress í Rauðhólum undir áhrifum frá Halldóri Gylfasyni úr Stundinni okkar.

62


Iceland Review

„Íslandsklámið“ á Rauðhólum Í Rauðhólum við Heiðmörk er liturinn í berginu svo djúprauður og seiðandi að það er næstum of klisjulegt að minnast á hann. „Þetta er of mikið Íslandsklám,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir, Special-K, sem snéri nýverið aftur til Reykjavíkur frá Berlín (hún flutti fyrst til Reykjavíkur 10 ára gömul frá Osló). Hún upplifir nú hveitibrauðsdaga með borginni í annað sinn og er því naumast dómbær á ágæti Reykjavíkur, eins og hún segir sjálf. Þó virðist hún nokkuð viss í sinni sök að Rauðhólar séu prýðilegasti staður. „Þetta er innan við bæjarmörkin en samt á annarri plánetu.“ Katrín byrjaði snemma í hestamennskunni og starfaði um tíma hjá Íslenska hestinum, steinsnar frá Rauðhólum, hinum megin við Þjóðveginn. Hún fer þó sjaldan á bak lengur þar sem hún þekkir engan sem á hesta. Eftirlætis fararskjóti hennar í borginni í dag er HOPP hjólið, sem á þó lítið sameiginlegt með íslenska hestinum, fyrir utan það að gera litlar kröfur til fóðurs eða húsaskjóls.

Ástarsorg og mozzarellastangir Salka Valsdóttir viðurkennir að hún er eins og „gangandi auglýsing fyrir Aktu Taktu,“ án þess þó að hafa fengið umbun fyrir (hún vill helst ekki gera FoodCo hátt undir höfði). „Ég er svo mikill smábæjarrúntari,“ segir hún. Í hvert sinn sem Salka lendir í ástarsorg gerir hún sér leið á Aktu Taktu, pantar sér máltíð og rúntar svo niður á höfn, þar sem hún hlustar á tónlist og grætur. Hún og Jóhanna Rakel – sem mynda hljómsveitina CYBER ásamt Þuru Stínu – skutu meira að segja myndband við lagið Psycho á þessum rómaða skyndibitastað. Þær unnu þar nánast heilan vinnudag á meðan á tökum stóð. „Þetta er alger stemningsstaður – en þeir gleyma alltaf kaffinu mínu. Ég panta mér eitthvað ógeðslegt, eins og mozzarellastangir og kaffi, en fæ aldrei kaffið. Þarf alltaf að keyra annan hring og biðja um bollann minn.“ Salka segist þó reiðubúin að sýna starfsmönnum fyrirtækisins mikinn skilning. „Það eru mismunandi hringingar fyrir hverja lúgu (lúgurnar eru fjórar talsins). „Þetta er óbærilegt hljóð. Ég er bara sátt ef ég fæ eitthvað út úr þessari lúgu.“

Aktu Taktu opnaði fyrst dyr sínar í ágústmánuði árið 1993, tveimur árum áður en Salka Valsdóttir fæddist. Þar skaut hún myndband við lagið Psycho (með hljómsveitinni CYBER). Salka smíðaði rjómann af töktunum á nýjustu plötu Reykjavíkurdætra, Soft Spot.

63


Iceland Review

Steinunn Jónsdóttir hefur umsjón með rappsmiðju í Kramhúsinu ásamt Kött Grá Pje. „Ég naut ákveðins forskots í rappinu þar sem maðurinn minn er rappari (Gnúsi Yones, Amaba Dama). Mig langaði að veita krökkunum sambærilegt forskot.“

„Sumir hvæsa jafnvel“ Á horni Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs, hliðina á Rauða kross búðinni, eru tvískipt undirgöng. Austanmegin er búið að mála mynd af tignarlegu ljóni og fuglalegri konu, umvafin fjöðrum, en meðfram myndunum liggur leiðin inn í Kramhúsið. Kramhúsið opnaði dyr sínar árið 1984 og í árdaga hússins naut námskeiðið Dansspuni mikilla vinsælda. Um miðbik níunda áratugarins fangaði blaðamaður Vísis stemninguna vel: „Plötu er skellt á fóninn og dansarar tínast út á gólfið ... eftir nokkrar mínútur kemur Hafdís út á gólfið með trommu í hendinni og byrjar að gefa dönsurunum hugmyndir til að vinna með: ,Hreyfið ykkur eins og kettir. Tileinkið ykkur mýkt kattarins.‘ Allir reyna þetta, sumir hvæsa jafnvel.“ Í Kramhúsinu hefur Steinunn Jónsdóttir umsjón með rappsmiðju fyrir börn og unglinga. Það eru nokkrar góðar ástæður fyrir því að hún var fengin í

64

verkefnið; ásamt því að rappa með Dætrunum semur hún rímur fyrir Amaba Dama og „ólst upp í Kramhúsinu að einhverju leyti,“ að eigin sögn. Hún kom hingað fyrst sem ungabarn, á þeim tíma sem móðir hennar starfaði í móttökunni. Í augum Steinunnar er Kramhúsið „falinn gimsteinn“ í hjarta borgarinnar þar sem hver sem er getur stokkið inn í námskeið. Rappsmiðjunni stýrir hún ásamt rímnasmiðnum Kött Grá Pje, sem hefur einnig tileinkað sér mýkt kattarins – og hvæsir sjaldnast á börnin. Í sundi stoppar blóðið Steiney Skúladóttir gekk í Austurbæjarskóla og stundaði skólasund í Sundhöllinni. „Svo var það í 7. eða 8. bekk þegar allir voru að byrja á blæðingum að ég stóð hér í klefanum. Einhver hafði þá sagt við mig ,Þegar þú ferð í sund, þá stoppar blóðið‘ – en svo var ekki.“ Steiney getur hlegið að þessu í dag en trúir blaðamanni fyrir


Iceland Review

Leik- og tónlistarkonan Steiney Skúladóttir hefur sérstakt dálæti á Sundhöllinni. Hún er dóttir Skúla Gautasonar, sem samdi lagið Jólahjól.

því, svolítið kímin á svip, að hún sé í raun komin á stað sem lék hana mjög grátt í æsku (hún talar um trauma). „Það fór einn blóðdropi á gólfið hérna inni í Sundhöll og ég verð aldrei söm.“ Aðspurð hvað það sé við Sundhöllina sem heillar segir Steiney að það sé einna helst formfegurð hússins og sagan. „Þetta er the O.G. pool,“ segir hún og bætir því við að í Höllinni er bæði stökkbretti og innilaug, sem henti vel í gluggaveðri. „Bretarnir fara á pöbbinn en Íslendingar fara í sund. Það er svolítið lýsandi í samkomubanninu að fólk var gersamlega að missa sig vegna þess að það komst ekki í laugina. Fólk pantaði sér hótelherbergi ekki til þess að sofa heldur til þess að komast í pottinn. Ég var ein af þeim sem fór í affallið af Reykjanesvirkjun. Ég bara þurfti að komast í sund. Svo las ég nokkrum dögum síðar að vatnið gæti skyndilega rokið upp í 100 gráður. Ég var í stórhættu.“

„Við elskum Karítas!“ Á fimmtudagseftirmiðdegi geng ég inn á Prikið en þar stendur Geoffrey við barborðið. „Sælir, við ætluðum að fá að smella af nokkrum ljósmyndum,“ segi ég. „Það er eins gott að þú hittir á mig, því annars væri það stranglega bannað.“ „Já, þess vegna kem ég að máli við þig. Við ætlum að spjalla við Karítas.“ „Við elskum Karítas!“ segir Geoff og biður bróðir sinn, Húbert, að bjóða mér í bolla. Prikið hét upprunalega Adlon og er eitt elsta kaffihús Reykjavíkur. Það opnaði árið 1951. Við hliðina á mér situr Helgi Hafnar Gestsson, fastagestur á Prikinu síðan 1970. Þúsundþjalasmiðurinn Magnea B. Valdimarsdóttir – sem skaut stuttmyndina Helgi á Prikinu – hefur sagt um Helga að hann geisli beinlínis af góðmennsku og kærleika. Hún hefur ýmislegt til síns máls. Þegar ég er um það bil hálfnaður með bollann

65


Iceland Review

Karítas Óðinsdóttir hreifst af fjölskyldustemningunni á Prikinu. Sjálf hætti hún þó að drekka fyrir um sjö árum síðan. Karítas er systir tónlistarkonunnar Soffíu Bjargar Óðinsdóttur (þau eru alls átta systkinin).

gengur plötusnúðurinn DJ Karítas inn um dyrnar. Hún segir mér að hún hafi byrjað að þeyta skífum árið 2015, fyrst á skemmtistaðnum Brooklyn heitnum og síðar á Dúfnahólum 10 sálugum. Það var svo ári seinna sem Karítas öðlaðist kjark til að senda Geoffrey fyrirspurn um að spila á Prikinu. Henni að óvörum tók Geoff vel í þessa hugmynd. Aðspurð út í aðdráttarafl Priksins segir Karítas að það eigi mikið með Geoff að gera. „Það er þetta fjölskyldu vibe sem maður fær.“ Svo sýpur Helgi úr bollanum. „Karlskömminn hann Davíð“ Fáir hafa lýst Perlunni jafn vel og rithöfundurinn Vilborg Dagbjartsdóttir: „Perlan (minnir) mig á nýja öld – á geiminn. Það er eitthvað hnattrænt við hana … karlskömmin hann Davíð er búinn að ergja okkur nóg. En þetta hefur hann vel gert. Og hugsaðu þér, útsýnispallurinn er eini staðurinn í Reykjavík þar sem Hallgrímskirkja er ekki skökk.“ Útvarpskonan og rapparinn Ragga Holm kann

66

ágætlega við sig í Perlunni. Hingað kom hún gjarnan með afa sínum sem barn. „Minningarnar renna allar saman í eitt. Það þurfti víst lítið til að gleðja mann. Það var nóg að fara niður og sjá gosbrunninn gjósa.“ Afi hennar sálaðist þegar Ragga var í 9. bekk (hann starfaði sem blikksmiður og smíðaði m.a. tröppurnar í Exodus). Þau voru bestu vinir. Ragga rifjar það upp fyrir blaðamanni þegar afi hennar og hún sóttu alla skyndibitastaðina í Skeifunni með stuttu millibili. „Hann var frekar þykkur. Við fórum á McDonald’s, Subway og svo enduðum við á Kentucky. Ég var 12 ára gömul. Það var hægt að plata hann í allt.“ „Og ef þú gætir sagt eitthvað við afa þinn í dag?“ „Vá hvað ég sakna þín. Takk fyrir allar góðu stundirnar,“ segir hún, einlægnin uppmáluð. Ragga bætir því svo við að hún hafi alist að hluta til upp hjá ömmu sinni og afa. „Og nú býr amma hjá mér. Ég er svolítið að endurgjalda henni greiðann.“


LJÓSMYNDUN Í SINNI TÆRUSTU MYND

Golli ljósmyndari Iceland Review notar Fujifilm myndavélar og langflestar myndir í þessu blaði eru teknar á XPro2 og XPro3

fujifilm.is | Skipholti 31 105 Reykjavik | Tel. +354 568 0450


My Bucket List Jรถkulsarlรณn Geysir ร ingvellir Langjรถkull

www.mountaineers.is ice@mountaineers.is +354 580 9900


Iceland Review

Ragga Holm á góðar minningar af afa sínum í Perlunni. Hún byrjaði að semja tónlist árið 2010 í samstarfi við Margréti Rán Magnúsdóttur, sem hefur síðan gert það gott með hljómsveitinni Vök.

69


Iceland Review

Rapparinn og leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir féll snemma fyrir Nauthólsvíkinni, hleypur hér og stundar sjósund. Kuldann þolir hún vel og kemur það kannski ekki á óvart þar sem Þórdís er rödd Önnu í Frozen.

70


UPPÁHALDSKAFFI ÍSLENDINGA Takk fyrir að leyfa okkur að vera með þér á hverjum degi. *Samkvæmt könnun Zenter

AÐALSTRÆTI · LÆKJARTORG · LAUGAVEGUR · HLEMMUR · BORGARTÚN · SUÐURLANDSBRAUT · KRINGLAN · HAMRABORG · SMÁRALIND


Iceland Review

„Það var gott að alast hér upp. Það var enginn með síma. Maður náði aldrei í neinn – var alltaf læstur úti. Þetta voru allt önnur vandamál en börn takast á við í dag,“ segir Þura Stína sem þykir afskaplega vænt um Elliðaárdalinn.

Bolabíturinn Bóas „Hann er svolítið greindarskertur, greyið,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og bendir á Bóas, franskan bolabít sem tekur sér kjaftfylli af sandi. Þórdís ólst upp í Fossvoginum og féll snemma fyrir Nauthólsvíkinni. „Ég hleyp hérna mikið og geng með hundinn. Svo var það sjálfseyðingarhvötin sem dró mig í sjósund. Þetta byrjaði allt í kalda pottinum.“ Þórdís býr í Kópavoginum og saknar miðbæjarins ekkert sérstaklega. „Ég bjó í 101 í nokkur ár og hélt að ég væri 101 manneskja. Ég er hins vegar að komast að því að ég er það sennilega ekki,“ segir hún. Ég spyr hana út í aðrar birtingarmyndir sjálfseyðingarhvatarinnar og hún skilgreinir hneigðina betur. „Ég er ekkert að drekka mig í hel eða neitt þannig. Þetta hefur meira með það að gera að ögra sjálfri mér. Sjósundinu fylgir svo mikil vellíðan. Þeir kalla þetta organic blaze.“ Á meðan Þórdís stillir sér upp fyrir ljósmyndarann kem ég að máli við rauðbirkinn ungan mann sem gætir þess að menn fari sér ekki að voða í sjónum. Blessunarlega er lítið um slys í víkinni. „Það var þó í fyrra þar sem maður hneig niður eftir sjósundið. Vinir hans báru hann inn í hús þar sem bróðir minn tók á móti honum og mundaði stuðtækið. Fyrir tilviljun voru hér hjón, sérfræðingar í skyndihjálp, sem báðu bróður minn að víkja. Þau höfðu ekki komið í Nauthólsvíkina í nítján ár.“ Endurlífgunartilraunir báru sem betur fer árangur.

72

„Með náttúruna í bakgarðinum“ Hönnuðurinn og tónlistarkonan Þura Stína Kristleifsdóttir ólst upp í Vestmannaeyjum. Þar var hún svo frjáls og umvafin náttúrufegurð að það voru mikil viðbrigði að flytja til Reykjavíkur. „En hérna er maður með náttúruna í bakgarðinum,“ segir hún og lítur yfir Elliðaárdalinn. Með henni í för er dóttir hennar, sem lúrir í kerrunni, og tröllvaxinn hundur að nafni Flóki. Hann er með Tupac klút um hálsinn, hálfur Husky, hálfur Rottweiler. Eftirminnilegasta atvikið í dalnum tengist að öllum líkindum fótbolta, segir Þura. „Ég styð ÍBV og það var því svolítið erfitt að byrja spila með Fylki. Liturinn er samt svo fallegur. Það voru ákveðnar sárabætur.“ Íþróttafélagið Fylkir hét upprunalega Knattspyrnufélag Seláss og Árbæjar og var stofnað árið 1967. Fótboltaferill Þuru Stínu lauk í 9. bekk á fremi dramatískan máta. „Ég átti ekki samleið með þjálfaranum. Það var snemma um sumarið sem ég fór úr ökklalið og var frá í nokkrar vikur. Svo loks þegar ég var búin að ná bata og tilbúin í slaginn þá var ég sett á bekkinn. Svo ákvað þjálfarinn að skipta mér inn á – á síðustu mínútunni. Það fór svo í mig að ég neitaði að fara inn á völlinn. Ég rauk inn í búningsklefa, tók dótið mitt og fór heim. Ég mætti aldrei aftur á æfingu.“



Iceland Review

LTASAR 74

HALDA


S

Ljósmyndir: Golli

Texti: Ragnar Tómas Hallgrímsson

J

Ó

Árið 2002 stóð Baltasar Kormákur á rauða dreglinum í San Sebastian á Spáni. Í sínum fínustu viðhafnarfötum brosti hann framan í myndavélarnar, nýbúinn að selja sýningarréttinn á Hafinu til Bandaríkjanna og Bretlands. Þetta var stærsti dreifingarsamningur sem gerður hafði verið vegna íslenskrar kvikmyndar. Hann var 36 ára gamall. Eftirsóttur – og vansæll.

KORMÁKU


Iceland Review

Á meðan myndavélarnar smelltu af velti hann því fyrir sér hvort að fólki í Hollywood liði alltaf svona – hvort að það væri þess vegna sem það var alltaf svona ýkt og afskræmt. Hann hafði lítið álit á því, fannst það skorta trúverðugleika, og fann það á þessari stundu að ef hann héldi þessu áfram yrði trúverðugleikinn eitthvað sem hann myndi glata sömuleiðis. Og þannig var það að Baltasar Kormákur – sem hafði hægt og bítandi orðið samgróinn þekktasta bar Reykjavíkur (hann keypti barinn ásamt fyrrum bankaræningja og seldi síðar hlut í staðnum til Damon Albarn) – sagði loks skilið við flöskuna. Tvær götur skárust í gulum skógi Baltasar Kormákur Samper fæddist 27. febrúar árið 1966. Hann ólst upp í Kópavogi, annar þriggja systkina, sonur katalónska listmálarans Baltasar Samper og listakonunnar Kristjönu Guðnadóttur. Í MR gekk hann til liðs við leikfélagið Herranótt að hvatningu Þórhildar Þorleifsdóttur leikstjóra og daðraði lauslega við bernskudraum um að gerast dýralæknir. Þegar hann var ungur maður hafði hann safnað blaðagreinum um afrísk ljón og aðrar framandi skepnur og hafði, líkt og æskuvinur hans orðaði það seinna meir, „óbilandi áhuga á hestum.“ Við Listaháskóla Íslands nam Baltasar leiklist og ritaði undir samning við Þjóðleikhúsið stuttu eftir útskrift. Umtalaður sökum fríðleika og skaphita varð hann fljótt einn eftirsóttasti leikari landsins. „Það kemur kannski mörgum á

76

óvart,“ sagði Stefán Baldursson, fyrrum Þjóðleikhússtjóri, að „Baltasar er líka skapgóður og skemmtilegur í vinnu.“ Um það leyti sem Baltasar steig sín fyrstu skref í leiklistinni byrjaði hann að efast um starfssviðið. „Ég hef sennilega verið eitthvað í kringum 24 ára gamall þegar ég kem að máli við samnemanda minn (kannski Hilmir eða Ingvar).“ „Segjum svo að við fáum helling af verkefnum. En svo þegar við verðum þrítugur – hvað þá?“

EN SVO ÞEGAR VIÐ VERÐUM ÞRÍTUGIR – HVAÐ ÞÁ?

Baltasar í Sumarhúsum Það eru tvö, kannski þrjú, mótandi atvik í lífi Baltasars sem sannfærðu hann um að gefa leiklistina upp á bátinn og gerast leikstjóri. Hið fyrra átti sér stað árið 1994 þegar Baltasar leikstýrði Hárinu aðeins 28 ára gamall. Í aðdraganda frumsýningarinnar (þegar hann átti ekki bót fyrir boruna á sér, bara „bakpoka og draum“) áttaði hann sig á því að um gervallan bæinn unnu næstum 80 manns hörðum höndum – við

að hljóðrita tónlist, smíða leikmyndir, o.s.frv. – til þess eins að gera hugmynd hans að veruleika. Tilfinningin var að öllum líkindum ekki frábrugðin þeirri sem Bjartur í Sumarhúsum upplifir, er hann stendur við hlið gulu tíkinnar og rennir stoltum augum yfir dalinn: „hlær honum hugur í brjósti sökum máttar síns … einsog hjá herforíngja sem skoðar óvígan her sinn og veit að hann getur sigað honum.“ Eftir gauraganginn í kringum frumsýninguna átti Baltasar það stundum til að fylgjast með áhorfendum á kvöldin, sem hlógu, grétu og klöppuðu, og varð hann alltaf jafn uppnumin; hann hafði fært þeim þessa kvöldstund að gjöf. Ólíkt fyrsta atvikinu var hið síðara fest á filmu, svona næstum því. Í upphafi 101 Reykjavík – frumraun Baltasars á stóra skjánum – svífur myndavélin yfir íbúð söguhetjunnar, fylgir gervihnattakaplinum frá þakinu og inn í svefnherbergið. Hinum megin við linsuna liggur Baltasar á bakinu í hrörlegum krana, búinn að gleyma bæði stað og stund. Svo segir einhver „Dagurinn er búinn!“ „Ha? Er dagurinn búinn?“ hugsar hann. Hann langaði ekkert heim. Og á þessari stundu ákvað hann að helga lífi sínu leikstjórn. Um það leyti sem 101 Reykjavík jók hylli Kaffibarsins á alþjóðavísu var Baltasar byrjaður að fjarlægjast staðinn. Eftir útskriftina úr MR hafði hann varið nánast hverri einustu helgi augafullur á barnum. Dagblöð 10. áratugarins eru uppfull af slúðurdálkum („Hver var hvar hvenær“) þar sem einni eða tveim setningum er reglulega


Iceland Review

Baltasar við tökur á Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem fullfjármögnuð er af erlendum aðila. 77


Iceland Review

ÉG HELD AÐ MENN ÁTTI SIG EKKI ALVEG Á ÞVÍ HVAÐ ÞETTA ER MERKILEGT; ÞETTA ER Í FYRSTA SKIPTIÐ SEM ÍSLENSK SJÓNVARPSSERÍA ER FULLFJÁRMÖGNUÐ AF ERLENDUM AÐILA.

tileinkað Baltasar á Kaffibarnum. Til þess að auðvelda sér drykkjuna hafði hann stofnað til reiknings á barnum sem hann gerði upp fyrsta hvers mánaðar. Dag einn virti hann reikninginn fyrir sér og þá rann það upp fyrir honum að þessi mánaðarlega upphæð færi líklega langleiðina með útborgun, ef nægur tími myndi líða. Ákvað hann þá að kaupa Kaffibarinn – og drakk þar framvegis frítt. „Þetta var fyrsta farsæla fjárfestingin,“ segir hann (en að öllum líkindum ekki sú heilsusamlegasta). „Balti er ekki kominn.“ „Balti er ekki kominn,“ segir konan við skrifborðið. „En má bjóða þér kaffi?“ „Já,“ segi ég og gengst við því að nota mjólk. Er ég klæði mig úr regnkápunni og tylli mér í sófann í RVK Studios, virði ég fyrir mér plakötin á veggjunum. 101 Reykjavík. Ófærð. Djúpið. Kem ég þá auga á handrit Kötlu á skrifborðinu andspænis mér og velti því fyrir mér hvort að ég eigi að troða mörk mannlegrar velsæmis og hnýsast í ritið – en held aftur af mér. Í gegnum gráa siffon gardínu heyri ég kunnuglega rödd, svo snörp að hún er nánast óskiljanleg. „Ég er kominn með eitthvað tak í bakið,“ segir röddin. Ég sötra síðustu dropana úr bollanum og Baltasar birtist á bak við gardínuna. Hann heilsar mér með hraustu handartaki og vingjarnlegu brosi, svo vísar hann mér í átt að skrifstofunni á meðan hann grípur sér bolla. Ég glugga í bókahilluna og renni yfir þann aragrúa spurninga sem svífa um í höfuðskelinni.

78

„Ég er að drepast í bakinu,“ segir hann og sest andspænis mér. „Var á hestbaki í gær.“ „Þú varst að kaupa þér hestabúgarð?“ svara ég og vísa í nýlega grein á Smartlandi. „Nei, það er nú eitthvað síðan – og þetta er varla búgarður! Bara hús með aðstöðu fyrir hesta. „Rándýr hestabúgarður!“ segir hann og þylur háðslega upp yfirskrift greinarinnar . Ég spyr hann út í eftirlætiskvikmyndina: Come and See eftir Elem Klimov. Myndin var tekin á níunda áratugnum í Sóvétríkjunum og segir frá innrás nasista

ÉG VERÐ ÖRUGGLEGA ÞEKKTARI FYRIR COVID HELDUR EN KVIKMYNDAGERÐ

í Hvítarússland árið 1943. Að mati Roger Ebert er Come and See „ein átakanlegasta kvikmynd sem gerð hefur verið.“ Ég er innilega sammála. „Ég sá Come and See um það leyti sem ég sá Ran eftir Kurosawa,“ segir Baltasar, „en hin fyrrnefnda hafði mun meiri áhrif á mig. Í seinni tíð hef ég velt því fyrir mér hvers vegna. Þetta hefur eitthvað með það að gera þegar manneskja er komin svo langt í einhverju ástandi að það verður existential. Hvað er manneskja? Hvað er dýr?“ spyr Baltasar, svolítið heimspekilegur á svip. Í fyrri viðtölum hefur Baltasar lýst

aðdáun sinni á kvikmyndum sem orka svo sterkt á skynfærin að viðbrögðin eru líkamleg (visceral) – þar sem náttúran sviptir söguhetjurnar hégóma, titla og sýndarmennsku. Það er ekki laust við það að hugljómun Baltasars í San Sebastian hafi eitthvað að gera með þessa þráhyggju: rauði dregillinn er eins langt frá hrárri náttúru og mannskepnan kemst. „Ég sá Come and See svo aftur þegar ég var að kynna Hafið í Rússlandi. Þá hafði hún ekki sömu áhrif.“ Það er bankað á dyrnar og ung kona gægist inn fyrir. Hún kemur færandi hendi. Kótelettur og bernaise sósa. „Er þér sama þó að ég gúffi í mig nokkrum kótelettum? Er nefnilega að fasta.“ „Vírusinn er ekkert að fara.“ Tökur á sjónvarpsseríunni Kötlu voru vart hafnar í kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi þegar framleiðslan var stöðvuð sökum faraldursins. Umvafinn börnum sínum, sem voru kannski ekki eins ákveðinn í því að hlýða Víði eins og hann („það hefði verið erfitt að stoppa mig á þesssum aldri“), velti Baltasar því fyrir sér hvort að það væri í raun skynsamlegra að einangra sig heima fyrir eða hvort hann gæti innleitt sérsniðið eftirlitskerfi í Gufunesi. Staðráðinn í því að finna lausn, þróaði leikstjórinn litakerfi sem gerði tökuliðinu kleift að snúa aftur til vinnu þegar faraldurinn fór í rénun. Á meðan lá kvikmyndabransinn alls staðar í heiminum í lamasessi. „Ég verð örugglega þekktari fyrir COVID heldur en kvikmyndagerð,“ segir Baltasar og brosir. Þegar tökuliðið snéri aftur til vinnu var


— Kræsingar við gömlu höfnina í Reykjavík —

Nýlendugata 14, 101 Reykjavík Borðapantanir: 517-1800 |

www.fo r re t t a b a r i n n . i s


Iceland Review

settið vandlega sótthreinsað; hitamælingar voru framkvæmdar sérhvern morgun; förðunarfræðingar og leikmyndahönnuðir voru með hanska; og flest allir, að leikurunum undanskildum, gengu um grímuklæddir. Í ljósi þessara ráðstafana voru tveir einkennalausir einstaklingar greindir með COVID-19 í Gufunesi – áður en þeir smituðu nokkurn annan. „Þá gerði ég mér grein fyrir því að ábyrg fyrirtæki gætu gengt síunarhlutverki innan samfélagsins, þ.e.a.s. þegar heilbrigðiskerfið greinir ekki smitin.“ Hugmyndin á bak við Kötlu, vísindaskáldskaparþáttaröð í átta hlutum sem gerist í Vík í Mýrdal á meðan á Kötlugosi stendur fæddist um það leyti sem Baltasar leikstýrði kvikmyndinni 2 Guns (Denzel Washington, Mark Wahlberg) í Bandaríkjunum. Baltasar þróaði handritið í samstarfi við Sigurjón Kjartansson og í kjölfarið sýndu nokkur alþjóðleg framleiðslufyrirtæki áhuga (þ.á.m. Bad Robot sem bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn J. J. Abrams stofnaði árið 2001). Baltasar var svo staðráðinn í því að skjóta þættina á íslensku, á Íslandi, með íslenskum leikurum að hann hafnaði öllum tilboðum, þar til að fyrrum samstarfsmaður – sem hafði nýverið hafið störf hjá Netflix – bað hann um að senda sér handritið. „Svo fékk ég símtal síðasta sumar: ,Gerum þetta!' Þá fór þessi vél af stað. Ég held að menn átti sig ekki alveg á því hvað þetta er merkilegt; þetta er í fyrsta skiptið sem íslensk sjónvarpssería er fullfjármögnuð af erlendum aðila.“

80

Sögur af sænum „Mér var sagt að þú bjargaðir eitt sinn manni frá drukknun,“ segi ég – „að þú hafir verið að skemmta þér í miðbæ Reykjavíkur og ákveðið að skella þér í siglingu með vini þínum. Og svo hvolfdi bátnum.“ „Hmmmm ...“ svarar Baltasar hugsi. „Ég á tvær þannig sögur. Önnur er sú að við vorum að skjóta Brúðgumann í Flatey. Eftir langan tökudag kemur bátur að sækja okkur. Við höfðum rétt ýtt úr vör þegar ég tek eftir því að við erum á leiðinni til Grænlands. Ég hef uppi á skipstjóranum, sem er augafullur við stýrishjólið – hafði komið beint af djamminu til að sækja okkur. Ég aðstoðaði hann við að taka stefnu í land.

MAÐUR VEIT EKKERT HVAÐ MÓTAR MANN

Og svo hélt ég henni. Þetta var þvílíkur sjávarháski – ég var allur blóðugur í framan,“ segir Baltasar sem í veltingnum hlaut minniháttar áverka. Fyrra atvikið átti sér stað þegar Baltasar var unglingur, á þeim tíma þegar hann stundaði siglingar af miklu kappi. Hann og vinur hans fóru út á sjó við Kársnesið en bátnum hvolfdi við erfiðar aðstæður. „Maður býr yfir einhverri getu til að bregðast við hættulegum aðstæðum. Í stað þess að frjósa, þá kafaði ég undir bátinn í ógeðslegu veðri.“ Samræðurnar halda áfram í hartnær níutíu mínútur. Við ræðum GDRN, söngkonuna ungu sem gegnir

lykilhlutverki í Kötlu þrátt fyrir litla reynslu; hroðvirknislega blaðamennsku; og uppbyggilega gagnrýni. Þegar tíminn hleypur loks frá okkur þakka ég Baltasar fyrir og geng út úr skrifstofunni. „Þessi maður sem þú bjargaðir,“ segi ég og lít aftur í áttina að Baltasar. „Hvað heitir hann?“ „Gerði ráð fyrir því að þetta væri mitt síðasta.“ Það er eftirmiðdagur föstudags og ég hef varið bróðurpart dagsins að hafa uppi á manni að nafni Guðjón, sem „starfaði með Pétri,“ og sem „tengdist einhvern tímann framleiðslufyrirtækinu ON/PRODUCTIONS.“ Með slíka ofgnótt upplýsinga er maður feginn því að búa á Íslandi. Í kjölfar nokkurra símtala, fáeinna einkaskilaboða og með atbeina Google næ ég loks í Guðjón Hauksson, manninn sem Baltasar á að hafa bjargað frá drukknun sem unglingur. Guðjón er á leiðinni norður og segist reiðubúinn að deila reynslu sinni með lesendum – en þó aðeins með samþykki Baltasars. Eins og allir heiðvirðir menn er Guðjón tortrygginn í garð blaðamanna og biður mig um að hringja eftir helgi. „Guðjón?“ „Sæll,“ segir hann og hefur sig til máls. „Það var sumarið 1979 ...“ Guðjón var tíu ára gamall, Baltasar þrettán. Þrátt fyrir ungan aldur voru vinirnir reyndir siglingamenn, höfðu varið drjúgum tíma á sænum við Kársnesið. Þá hafði Guðjón lengi reynt að sannfæra Baltasar um að leigja öflugan tveggja manna seglbát (af gerðinni Flipper) og halda með sér út á voginn við Kársnes. Þegar Baltasar féllst loks á tillöguna var veðrið óheillavænlegt.


Iceland Review

HVAÐ ER MANNESKJA? HVAÐ ER DÝR?

Tökur á Kötlu voru vart hafnar í kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi faraldurinn skall á. Staðráðinn í að finna lausn, þróaði leikstjórinn litakerfi sem gerði tökuliðinu kleift að snúa aftur til vinnu þegar faraldurinn fór í rénun. Á meðan lá kvikmyndabransinn alls staðar í heiminum niðri. 81


Guðjón Hauksson hefði ekki lifað sitt ellefta aldursár ef ekki hefði verið fyrir snarráðan 13 ára Baltasar.


Iceland Review

Í STAÐ ÞESS AÐ FRJÓSA, ÞÁ KAFAÐI ÉG UNDIR BÁTINN Í ÓGEÐSLEGU VEÐRI.

„Þetta var týpískur íslenskur dagur,“ segir Guðjón. „Grár. Þungbúinn. Hvass.“ Á meðan Guðjón hékk í trapisu, sérstökum búnaði til að hanga út fyrir bátinn, stýrði Baltasar. Í ölduganginum kom snögg hviða sem setti bátinn á hliðina. Slíkt átti þó ekki að vera neitt tiltökumál; sá sem hangir í trapisunni losar einfaldlega beltið frá járnkróknum og klifrar upp á kjöl bátsins. „En af einhverjum ástæðum var búið að skipta járnkróknum út fyrir hnút. Ég stend því upp á bátsbrúninni og get með engu móti losað mig frá trapisunni. Svo dett ég framfyrir mig á seglin.“ Á meðan stendur Baltasar upp á kili og reynir með vogaraflinu að halda bátnum á hliðinni. En báturinn færir sig hægt og rólega á hvolf – og öldurnar hjálpa til. Guðjón, fastur í stæðinu, dregst óumflýjanlega ofan í hafið. „Ég gerði ráð fyrir því að þetta yrði mitt síðasta. Mér fannst það þó svolitið ósanngjarnt – að deyja aðeins tíu ára gamall. En þá stekkur Baltasar ofan í sjóinn og byrjar að hamast. Hann fer gersamlega hamförum. Með viljann einan að vopni tekst honum loks að losa mig frá bátnum en þetta var hrikalega tæpt; andlitið var komið ofan í sjóinn.“

Í kjölfar sjávarháskans siglir björgunarbátur frá siglingaklúbbnum til Baltasars og Guðjóns. Einn bátsverjanna lætur Baltasar hafa það óþvegið. „Hann var nýbúinn að bjarga mannslífi,“ segir Guðjón, „og þá er hann bara húðskammaður. Mér fannst það fremur ósanngjarnt … ég sagði foreldrum mínum ekki þessa sögu fyrr en mörgum árum seinna.“ Eftirmáli „… var þetta mótandi atvik?“ Baltasar hikar. „Það er erfitt að segja. Maður veit ekkert hvað mótar mann – en þetta er eftirminnilegt. Og það er líklega það sem mótar mann. Ég hugsaði ekki: ,Já‘ ég þarf að gera svona kvikmyndir vegna þessa að ég lenti í þessu. ,En auðvitað helgast efniviðurinn af reynslunni. Ég hefði getað skotið kvikmyndir um Balta litla í Þinghólsskóla, að skoða fyrsta klámblaðið, en þess í stað hef ég valið að segja mína sögu í gegnum sögur annarra. Maður er alltaf að segja sína sögu. Það er það eina sem maður hefur.‘

83


S K ÝJ A Ljósmyndir: Golli

Texti: Gréta Sigríður Einarsdóttir

Á afviknum fjallstindi fyrir vestan húktu hundruðir erlendra manna í átta ár – útverðir að fylgjast með ferðum óvinarins. Þeir byggðu sér þorp á stærð við litla verslunarmiðstöð og skildu eftir fingrafar í snortinni náttúru.


B

O

R

G


Iceland Review

Bandaríski herinn byggði mannvirki víðsvegar um landið á árunum eftir seinna stríð, þar á meðal ratsjárstöðina á Straumnesfjalli. Kalda stríðið var í fullum gangi og ef Rússar hefðu reynt að þvera Atlantshafið norðan við Ísland hefðu þeir aldrei komist óséðir framhjá vaktmönnunum á Hornströndum. En árásin kom aldrei. Í næstum tíu ár var hver hópurinn af bandarískum hermönnum á fætur öðrum sendur norður á heimsenda til að standa vaktina gagnvart ógn sem aldrei lét á sér kræla. Þangað komu nokkur hundruð hermanna, ungir menn sem vanir voru mildara loftslagi en því sem finnst nyrst á Vestjfarðakjálkanum. Vont hefur verið að venjast kuldanum en verri þó voru einangrunin og myrkrið. Næsta þéttbýli var á Ísafirði en þó þangað séu eingöngu 40 km í loftlínu tók ferðalagið marga klukkutíma og var háð veðri. Á sumrin er svæðið ægifagurt og útsýnið óviðjafnanlegt en á veturna voru stormarnir svo erfiðir og svo snjóþungir að göng voru byggð á milli húsanna svo hermennirnir kæmust ferða

86

sinna. Það hefur verið léttir að þurfa ekki að grafa sig gegnum skafla til að komast á milli húsa en þýddi þó líka að mennirnir sáu varla sólina yfir allan dimmasta tíma ársins. Hinir hermennirnir voru eini félagsskapurinn sem þeir gátu vænst meðan þeir þreyðu þorrann og góuna fjarri fjölskyldu og vinum. Þeir þoldu enda margir hverjir dvölina fyrir vestan illa, fyrir þeim var ratsjárstöðin fangelsi líkust og vinnan tilgangslítil og einhæf. Sögur segja að vistin hafi reynst mönnunum svo erfið að sumir þeirra hafi kastað sér fram af veðurbörnum hömrunum þó ekki finnist margar heimildir til að styðja þær sögur. Ofan á vanlíðanina var fjárhagslegur kostnaður af stöðinni töluverður. Eini vegurinn sem lagður hefur verið á svæðinu er sex kílómetra slóði frá sjó og upp fjallið en þó var hér byggð meira en tylft bygginga - meira að segja leikfimisalur. Vinnan hófst árið 1953 og allt byggingarefni var flutt frá Ísafirði. Þangað var þriggja tíma sigling og að henni lokinni var efninu hlaðið á pramma, ferjað í land og hlaðið á trukka sem keyrðu upp á brúnina eftir grófum

slóðanum. Allar vistir fóru sömu leið. Fréttir frá þessum tíma herma að milljónum króna hafi verið varið í ratsjárstöðina en árið 1961 var hún engu að síður yfirgefin. Þegar gengið er um rústirnar virðist stærð ratsjárstöðvarinnar á þessum eyðilega stað fjarstæðukennd. En byggingarnar voru ekki rifnar. Eignarhald á svæðinu er óljóst og þrátt fyrir að málið hafi öðru hvoru verið tekið upp á þingi hafa engar ákvarðanir þaðan náð alla leið upp á fjallsbrúnina yfir Aðalvík. Farinn var hreinsunarleiðangur árið 1991 og flest allt sem hættulegt gat talist fjarlægt, en kostnaður við niðurrif þótti of mikill. Byggingarnar fengu því að standa enn um sinn. Næstum þremur áratugum síðar eru margar þeirra að hruni komnar og einhverjar þeirra gætu verið hættulegar ferðamönnum sem sækja svæðið heim. Framtíð rústanna er óljós, sumir vilja losna við hættuna áður en slys verða á fólki en aðrir vilja varðveita menningarleifarnar sem þarna finnast. Þangað til hrörna byggingarnar hægt og rólega, minnisvarði um stríð sem aldrei varð.


Iceland Review

„Það er fátt betra en að vera úti á sjó í góðu veðri.“

Í víkum Hornstranda geta tófur frjálst um höfuð strokið og fjallstoppar eru eini staðurinn þar sem rjúpunni finnst hún örugg.

87


Iceland Review

Eini vegurinn sem lagður hefur verið á fjallinu er sex kílómetra slóði frá sjónum en þó var hér byggð meira en tylft bygginga

88


Iceland Review

- meira að segja íþróttasalur.

89


Það þarf enginn að vera svangur á ferðalagi um Ísland!


Iceland Review

Rústirnar standa á flötum vestfirskum kolli Straumnesfjalls. Umhverfis þær eru þverhníptir hamrar og háar hlíðar - útsýnið er stórfenglegt.

91


Iceland Review

Um leið og toppnum er náð sést fyrsta byggingin. Grár varðturn - framandi í landslaginu, framandi í herlausu landi.

92


Iceland Review

Bjálkar og steypa, slóðar og stéttir, spýtnabrak og rústir. Þeir sem þekkja til segja ástandið á svæðinu versna með hverju sumri.

93


Iceland Review

Ósnortin náttúra – allt þar til gengið er inn í þorpið. Skáli eftir skála, annað hvort að hruni komnar eða þegar komnir þangað.

94


... ef gottiรฐ er gott, heitir gottiรฐ Freyja


Iceland Review

SPOR

Á

Ljósmyndir Ari Magg

G Ö M L U M 96


Iceland Review

Það var kannski alltaf skrifað í skýin að Ari Magg yrði ljósmyndari. Einn þekktasti ljósmyndari Íslands var þó ekki spenntur fyrir því sem krakki þegar pabbi hans, Magnús Hjörleifsson ljósmyndari, lét hann hjálpa til, bera ljós og myndavélatöskur og aðstoða við myndatökur. „Ég var notaður meira og meira eftir því sem ég stækkaði og gat borið meira.“ segir Ari og brosir. „ Ég ætlaði samt aldrei að verða ljósmyndari. Ég tók að vísu myndavél með mér í skólaferð í grunnskóla og tók svarthvítar myndir. Rakst á þær myndir fyrir nokkrum árum og sé nú að það var strax kominn einhver fílingur og stíll, eitthvað auga hjá mér.“ Ari fylgdi vinum sínum í Versló en námið átti ekki við hann. „Það var rosa gaman en námið heillaði mig ekki. Þarna var mikið félagslíf, skemmtilegt fólk og fullt að gerast. Þá fór ég að hugsa meir og meir um að taka upp myndavélina.“ Að lokum hætti hann í skólanum og fór að vinna í stúdíóinu með pabba sínum sem deildi með honum þekkingu og reynslu. Ari var líka duglegur að prófa nýja hluti. Myndir Ara fóru fljótlega að birtast í blöðum og tímaritum og vöktu strax athygli. „Ég náði að koma inn á markaðinn í lok gullaldar tímarita á Íslandi. Auglýsingastofurnar voru fljótar að spotta eitthvað nýtt. Hálfu ári eftir að ég hætti í skóla og byrjaði að mynda, bara 18 ára gamall, var ég farinn að vinna stór auglýsingaverkefni.“ Þá hófst annasamt tímabil þar sem Ari hefði getað verið í vinnu allan sólarhringinn, bak við myndavélina á daginn og í myrkraherberginu á nóttunni. Allt var unnið á filmu í þá daga. Fyrsta stóra verkefnið var auglýsingaherferð fyrir Tal, eitt nýstofnaðra símafyrirtækja sem þá voru að spretta upp eins og gorkúlur. Sú herferð vakti gríðarlega athygli. „Ég hugsa oft um þennan unga dreng sem var óhræddur við allt. Maður hugsar alltof mikið núorðið,“ segir hann örlítið dreyminn. Segja má að með Ara hafi orðið kynslóðaskipti í auglýsingaljósmyndun á Íslandi. Um tvítugt var hann orðinn stærsta nafnið á þeim vettvangi. „Ég hef alltaf talið mig góðan stílista sem er mikilvægt. Stærsti hluti ljósmyndunar er þitt auga, hvað þú sérð í kringum þig og hvernig þú rammar inn þitt umhverfi. Ég kom alltaf inn í verkefni með útpældar hugmyndir, það var kannski nýtt á markaðnum.“ Ari ferðast mikið um landið í tengslum við ljósmyndaverkefni. „Ég er alltaf að horfa í kringum mig og alltaf að leita að flottum stöðum. Stoppa oft bílinn og smelli af.“ Hann segir þó landslag í myndum sínum

Texti Kjartan Þorbjörnsson

yfirleitt tengjast portrettum. „Þegar ég mynda landslag vil ég helst sjá eitthvað manngert í því. Einhver spor eftir manneskjur, eitthvað sérkennilegt eða skrýtið, það heillar mig. Ég er ekki að leita að þessu ósnerta, mér finnst það minna spennandi.“ Margir kúnnar Ara vilja myndir með tengingu við náttúruna og lífið á Íslandi. Því fór Ari að keyra hringinn í kringum landið og um Vestfirði til að leita uppi litla bæi. Hann reynir að finna sjónarhorn sem tengjast mannlífinu og hvernig það sé að búa þar. „Maður keyrir jafnvel framhjá mjög túristavænum fossi á leiðinni en ég er ekki að leita að slíku.“ Hann segist fá mikið út úr því að ganga um þessa litlu bæi með myndavélina og safna umhverfinu á myndir. „Ég hef komið svo oft á þessa staði og þeir eru einhvern veginn aldrei eins. Maður hefur kannski aldrei séð neitt sérstakt við fjölfarinn stað en svo kemur augnablik þar sem birtir til eða snjórinn í fjöllunum teiknar eitthvað upp og þá virkar það! Svo hafa þessir bæir verið að breytast mjög mikið síðastliðin tíu ár, búið að gera upp mikið af húsum og jafnvel gera að sumarhúsum. Sjarminn af gamla Íslandi er því miður aðeins að hverfa á sumum þessara staða.“ Gönguferð um hálendi Íslands hefur verið einn af hápunktum sumarsins hjá Ara síðastliðin ár. „Þetta eru fimm daga ferðir þar sem við göngum með allt sem við þurfum á bakinu. Þetta er alger þerapía fyrir mann. Eftir sólarhring í svona göngu nær maður vissum takti og fer að líða ótrúlega vel. Það er ekkert til sem er betra fyrir sálina en að komast uppá hálendið að labba.“ Þó huga beri að hverju grammi þegar pakkað er í slíka ferð er Ari alltaf með myndavél meðferðis og segist elska að ferðast einn með myndavélina. Það sé eins og að vera í fríi. „Það er alveg nauðsynlegt inn á milli, að trappa sig niður á milli stóru framleiðsluverkefnanna.“ Hann segist fylgjast vel með veðurspám í undirbúningi þannig ferða. „Mér er frekar illa við sólríka daga.“ segir hann og brosir. „Þessi birta sem kemur á haustin, október og nóvember þegar þú færð öll veður á einum degi, þetta flotta skýjafar haustsins - það er minn uppáhalds tími. Á sumrin vil ég helst mynda á nóttunni eða seint í ágúst þegar kemur hreyfing á birtuna. Svo finnst mér veturnir geðveikir sérstaklega þegar maður er að ferðast í þessi litlu þorp út á landi, það verður allt mikla flottara. Ég hata grænt gras á ljósmyndum, grænt gras og tré. Ég vil helst svartar auðnir, hraun, mosa og vera nálægt sjó og fjöllum,“ segir Ari og brosir.

Portrettmynd Golli

G R U N N I 97


Í S A F J A R Ð A D J Ú P

Iceland Review

98


Iceland Review

99


Æ G I S S Í Ð A

Iceland Review

100


I L L A H R A U N

Iceland Review

101


Iceland Review

102


B J A R N A R D A L U R

Iceland Review

103


U R R I Ð A Á

Í

B J A R N A R F I R Ð I

Iceland Review

104


C o m m u n i t y, C u l t u r e , N a t u r e - S i n c e 1 9 6 3

Iceland Review er tímarit á ensku um íslenska menningu, samfélag og náttúru og hefur komið út óslitið frá 1963. Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu og fá vandaða umfjöllun um Ísland í máli og myndum senda heim að dyrum eða til vina og kunningja á erlendri grundu.

www.icelandreview.com

|

subscriptions@icelandreview.com


Iceland Review

S K Á L AVAT N

106

VI Ð

VEI ÐI VÖT N


Iceland Review

HOLUHR AUN

107


Gefðu gjöf frá frægustu hönnuðum heims Harpa + Skeifan 6 + Kringlan + Laugavegur 70 + 5687733 + www.epal.is


DR ANG AR

Iceland Review

V I Ð

S V Í N A F E L L S J Ö K U L

109


F L Ú Ð I R

Iceland Review

110


Iceland Review

111


Iceland Review

112


H R A F N T I N N U S K E R

Iceland Review

113


HVER E VIÐ? K á r i S te f á n s s o n , f o r s t j ó r i Í s l e n s k r a r E r fð a g r e i n i n g a r

Iceland Review

Ljósmyndir: Golli

114

Texti: Miriam Petra Ómarsdóttir Awad


ERUM Iceland Review

Sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar er lituð af þeirri hugmynd að hér búi norræn þjóð, komin af víkingum. Þjóð sem lengi vel var einangruð frá samskiptum við útlönd. Einsleitni þjóðarinnar hefur verið notuð í pólitískum tilgangi síðan á tímum sjálfstæðisbaráttunnar, sem útskýring á því hvers vegna ákveðnir hlutir eigi við um Ísland, eða eigi ekki við ólíkt því sem gerist í öðrum löndum. Fyrir sumum verður einsleitnin jafnvel eitthvað sem fólk vill standa vörð um. – En sagan er aldrei jafn einföld og „almenn vitneskja“ vill vera láta.

115


Iceland Review

K r i s t í n L o f t s d ó t t i r, m a n n f r æ ð i n g u r.

Þegar fjallað er um okkur sem þjóð, með vísan í sameiginlegan uppruna á landnámsöld, glæstar sögur fornra kappa og þjóðhetja - lenda þeir sem geta ekki rakið ættir sínar þangað oft utan fyrir mengið.

116


Iceland Review

Hvaðan komum við? Þegar kemur að rannsóknum á erfðamengi Íslendinga kemst enginn með tærnar þar sem Kári Stefánsson og Íslensk Erfðagreining hafa hælana. Kári segir mér að rannsóknir á Y-litningum og hvatberum íslenskra nútímamanna bendi til þess að Íslendingar í dag eigi ættir að rekja til annars vegar norskra manna og hins vegar keltneskra kvenna. „Það lítur út fyrir að Ísland hafi verið numið af norskum strákum sem stoppuðu við á Bretlandseyjum, náðu sér í konur og fóru til Íslands“. Þetta er sagan sem við þekkjum úr Landnámabók. Nýlegar rannsóknir á erfðamengi beinagrinda frá landnámstíma sýna að hópurinn sem hér settist að við landnám hafi verið blandaður, norrænn og keltneskur. Þó er ekki öll sagan sögð. Kári bætir við að aðrar nýlegar rannsóknir sem Íslensk Erfðagreining hefur unnið í samstarfi við norska kollega hafi varpað ljósi á að Íslendingar eigi að mestu leiti rætur sínar til syðsta odda Noregs, en ekki til vesturhluta Noregs eins og Landnáma og fleiri hafa haldið fram. „Af hverju er það athyglisvert?” veltir Kári fyrir sér „jú, vegna þess að þessi syðsti hluti Noregs er afskaplega fátækur, og hefur alltaf verið mjög fátækur, þannig að kannski voru þessir Norðmenn sem námu land hér ekki í uppreisn gegn Haraldi Hárfagra, kannski voru þeir bara að leita sér að mat. Kannski erum við afkomendur hungraðra, fátækra bænda í Ögðum sem að fóru til Íslands af því að þeir héldu að hér væri feitari kött að flá og þess vegna höfum við soltið hér í þúsund ár.“ Norskir höfðingjar í uppreisn gegn yfirvaldinu var saga sem hentaði vel að segja meðan á sjálfstæðisbaráttu stóð en það er fleira sem bendir til að það hafi verið einföldun á raunveruleikanum. Fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði hafa rennt stoðum undir þá kenningu að byggð hafi verið á Íslandi fyrir 874, mögulega tengt veiðum á sérstakri tegund af rostungum sem nú er útdauð. Hvernig þróuðumst við? Kári Stefánsson segir mér að við

samanburð á DNA úr beinagrindum frá landnámstíð og erfðamengi Íslendinga, Norðmanna og Breta í dag kom í ljós að það er meiri munur á nútíma Íslendinga og landnámsmanna, heldur en er á erfðamengi landnámsmanna og nútíma Norðmanna og Breta. Það hefði mátt ætla að við ættum að vera einhvers konar blanda af Norðmönnum og Keltum í dag, en við höfum breyst meira á þessum 1100 árum en aðrar þjóðir með svipaðan bakgrunn. Kári segir ástæðuna líklega vera áföll. „Það á rætur sínar í þeim hörmungum sem við fórum í gegnum, t.d. svartadauða, móðuharðindum og í þessum augnablikum þar sem okkur fækkaði svona mikið. Þegar það verður flöskuháls í sögu þjóðar þá týnist töluvert af breytanleika.“ Íslendingar hafa því lengi vel haft fábrotnara erfðamengi en gengur og gerist. Kári vill þó ekki meina að íslenska þjóðin sé einsleit. Hún sé þvert á móti afar fjölbreytt innbyrðis. „Ef þú horfir á Íslendinga og ferð að grafa ofan í uppruna okkar sem einstaklinga innan þessa þjóðar, getum við enn séð þess merki í erfðamengi þínu hvort að forfeður þínir, foreldrar, afar, ömmur, o.s.frv, komi frá Austurlandi, Vesturlandi, Norðurlandi eða Suðurlandi og þú þarft ekkert að grafa mjög djúpt ofan í erfðamengið til þess að finna þessi merki sem einkenna landfræðilegan uppruna.“ Hann bætir við að hér sé jafn hátt hlutfall algengra sjúkdóma og gengur og gerist annars staðar, en hins vegar hafi tiltölulega fáir forfeður verið ábyrgir fyrir stórum hundraðshlutum í íslenskri þjóð sem þýðir ef þeir báru með sér einhverjar fábreyttar stökkbreytingar í erfðamengi sínu, þá séu þær tiltölulega algengar á Íslandi. „En við erum ekkert sérstaklega einsleit þjóð. Við erum bara það sem við erum.“ Hversu einangruð vorum við? En hvað gerðist eftir landnámsöld? Almenn vitneskja segir okkur að þjóðin hafi verið einangruð í margar aldir og ekki látið umheiminn sig miklu skipta. Eins og áður segir almenn vitneskja þó ekki nema

hálfa söguna. Árið 2016 var sýningin Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi sett upp í Þjóðminjasafninu. Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands var ein af þeim sem unnu að sýningunni: „Sýningin Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi hafði að markmiði að sýna að Ísland hefur lengi einkennst af hreyfanleika fólks til og frá landsins sem og að kynþáttafordómar hafi verið hluti af íslensku samfélagi mjög lengi.” Þeir séu m.a. samofnir mótun þeirra hugmynda sem spruttu fram um Íslendinga sem þjóð á tímum sjálfstæðisbaráttu. Þessar hugmyndir voru að mörgu leiti innblásnar af evrópskri þjóðernishyggju þess tíma og skilgreiningu Evrópumanna á hvítum þjóðum sem siðmenntuðum, í andstöðu við ósiðmenntaðar nýlenduþjóðir. Kristín nefnir að hugmyndin um einsleitni Íslendinga hafi alltaf verið mjög sterk og „megi lýsa sem ákveðinni goðsögu um land og þjóð, sem kynslóðir síðustu aldar hafa alist upp við.“ Kristín segir einnig að í umræðu um hversu margir séu af erlendum uppruna á Íslandi þurfi að hafa í huga að það sé ekki einungis fjöldinn sem skiptir máli heldur þarf að „horfa gagnrýnum augum til þess hvaða uppruni er látinn skipta máli á ákveðnum tíma og af hverju.“ Hún tekur dæmi úr eigin fjölskyldu. Afi mannsins hennar var Austurrískur en þó hafi hún aldrei heyrt talað um að maður hennar eða tengdafaðir væru taldir af erlendum uppruna. „Mér fannst mikilvægt að Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi væri sett upp í Þjóðminjasafni Íslands, einmitt vegna þess að fordómar og fólksflutningar eru hluti af sögu lands og þjóðar,“ segir Kristín. „Þegar ég hóf rannsóknir á kynþáttafordómum á Íslandi fyrir meira en áratug var sú sýn mjög mikilvæg að Ísland hefði ekkert haft með kynþáttafordóma að gera og ef þeir væru til þá væri það nýlega vegna aukins fjölda erlends fólks. Ég hef lagt áherslu á að skoða hvernig kynþáttafordómar á Íslandi hafa eins og annarstaðar breyst að einhverju leiti í gegnum söguna með breyttu samfélagi, þar sem við höfum séð mjög svipaða þróun hér eins og erlendis,

117


Anton Örn Karlsson , deildarstjóri hjá Hagstofunni .

Iceland Review

S t æ r s t u r h l u t i i n n f l y t j e n d a á Í s l a n d i í d a g ke m u r f r á P ó l l a n d i , e n n æ s t á e f t i r ko m a e i n s t a k l i n g a r f r á L i t h á e n o g F i l i p p s e y j u m . Þ e g a r t e k n a r e r u s a m a n þ æ r t ö l u r s e m s ý n a f ó l k s e m á e i n hve r j a r æ t t i r a ð r e k j a ú t f y r i r l a n d s t e i n a n a , hvo r t s e m þ a ð e r í a n n a n l e g g i n n e ð a b á ð a , e r h l u t f a l l i ð 2 1 % þ e i r r a s e m h é r b ú a . Þ a ð e r u þ v í h a r t n æ r 7 3 . 0 0 0 e i n s t a k l i n g a r.

118


Iceland Review

kynþáttafordómarnir sjálfir sem fyrirbæri eru þannig einnig á hreyfingu.“ Kristín hefur til dæmis rannsakað viðhorf fólks á Íslandi gagnvart endurútgáfu bókarinnar Tíu Litlir Negrastrákar árið 2007. Íslendingar voru í samskiptum við ýmsar þjóðir í tengslum við fiskveiðar hér við land. Fyrr á öldum komust Íslendingar á framandi slóðir í gegnum nýlenduverslun Dana, en einnig höfðu margir Frakkar, auk Hollendinga og Baska, viðveru hér í tengslum við veiðar og viðskipti. Íslendingar fluttu til Vesturheims eins og þekkt er og sköpuðu þannig tengsl milli Íslands og Norður-Ameríku. Færri vita þó að hópur Íslendinga flutti alla leið til Brasilíu og því má ætla að einangrun Íslendinga frá heiminum hafi verið orðum aukin. Á tímum einangrunarverslunarinnar voru viðskipti við aðra en Dani stranglega bönnuð. Íslendingar höfðu þó oft góða reynslu af viðskiptum við þá erlendu aðila sem hingað komu með varning. Þessi viðskipti ógnuðu hagsmunum ákveðinna aðila, og voru jú bönnuð með lögum, og því var þeim ekki hampað opinberlega. Þau enduðu jafnvel með ósköpum eins og í Spánverjavígunum árið 1615. Ljóst að franskir sjómenn hafa eytt mörgum vikum í íslenskum þorpum á milli fiskveiðitúra eða á meðan þeir biðu þess að komast úr landi eftir skipskaða. Það þekktist að vinskapur hafi skapast á milli aðkomumannanna og innlendra. Sögusagnir um frönsk börn á Austfjörðum hafa lengi þekkst en heimildir um samskipti íslenskra kvenna og franskra sjómanna sýna að fá börn voru eignuð frönskum sjómönnum. Þó er allskostar óvíst að konur hefðu opinberlega gengist við því að eiga barn með frönskum sjómanni, enda fordómar gegn því að íslenskar konur væru með erlendum mönnum einnig til á þeim tíma, eins og lengi hefur verið hérlendis. Kári benti á að jafnvel þó að hér finnist mögulega einhverjir Íslendingar sem geta rakið ættir sínar til erlendra sjómanna frá fyrri öldum þá hefur það lítil áhrif haft á erfðamengi þjóðarinnar í dag. „Það breytir því ekki að þetta var algeng saga”. Hverjir eru ‚af erlendum uppruna?‘ Á síðustu áratugum hefur samsetning þjóðarinnar breyst mikið. Stærstur

hluti innflytjenda á Íslandi í dag kemur frá Póllandi, en næst á eftir koma einstaklingar frá Litháen og Filippseyjum. Þegar teknar eru saman þær tölur sem sýna fólk sem á einhverjar ættir að rekja út fyrir landsteinana, hvort sem það er í annan legginn eða báða, er hlutfallið 21% þeirra sem hér búa. Það eru því hartnær 73.000 einstaklingar. Sýnileiki fólks af erlendum uppruna í íslensku samfélagi er ekki í samræmi við fjölda þeirra. Skilgreiningar Hagstofunnar á bakgrunni þeirra sem teljast til íslensks samfélags hafa tekið breytingum í gegnum tíðina. Áður fyrr var skilgreiningin „erlendur uppruni“ notuð jafnt yfir þá sem áttu ættir að rekja til erlendra landa og þá sem höfðu fæðst erlendis en áttu íslensk foreldri. Í dag greina skilgreiningarnar þar á milli og varpa því betur ljósi á mismunandi aðstæður hópa. Anton Örn Karlsson deildarstjóri hjá Hagstofunni útskýrir að þær skilgreiningar sem eru notaðar í dag komu til sögunnar um 2009. Mannfjöldaþróun á Íslandi breyttist hratt á síðustu árum 20. aldar og í byrjun þeirrar 21. og skilgreiningarnar sem áður voru notaðar gáfu ekki nægilega skýra mynd af samsetningu samfélagsins. Skilgreiningar sem eru byggðar á kerfi norsku hagstofunnar voru teknar upp sem varpa skýrara ljósi á mannfjöldaþróun íslensks samfélags og auðveldi greiningu á henni. „Nýju skilgreiningarnar sýna hvernig samfélagið þróast og breytist frá einum tíma til annars.“ Hér hafi fjöldi fólks af erlendum uppruna fjölgað mjög á skömmum tíma, á meðan þróunin erlendis hafi verið jafnari yfir lengri tíma. „Svona kerfum fylgir alltaf ákveðin einföldun en til þess er leikurinn gerður, að geta á einfaldan hátt gefið upp skýra mynd sem er samanburðarhæf við önnur lönd.“

einkennt framþróun á Íslandi. Hvers vegna ættum við að stæra okkur einsleitni og ófjölbreyttu genamengi sem markast hefur af erfiðleikum síðustu 1100 ára, og þar með hampa þeirri einangrun og vosbúð sem þjóðin þurfti að þrauka? Fyrir Kára Stefánsson er sú staða að rúmlega 20% íbúa landsins hafi einhvern erlendan bakgrunn bara jákvæð. „Ég held að það sé ekkert nema blessun fyrir íslenska þjóð,“ segir Kári. „Það eina sem gæti komið af því er gott, það hjálpar okkur við að aðlaga okkur að hugsunum annarra og aðferðum annarra og mér finnst það bara fallegt og flott,“ en að það brenni á Íslendingum að hlúa þurfi betur að fólki af erlendum uppruna. Kári hefur fulla trú á að ef íslenska þjóðin taki sig á í þessum efnum þá sé það henni til blessunar. „Fjölbreytileiki er alltaf góður”.

Hvaða erindi á uppruni við framtíðina? Þessi hugmynd um einsleitnina er byggð á því að hér hafi þjóðin lifað við fátækt og gengið í gegnum ýmis áföll. Það sé órökrétt að lofsyngja einsleitnina og óttast erlend áhrif, en eins og Kristín Loftsdóttir segir, að þó að hlutfall fólks af erlendum uppruna hafi verið lægra en í nágrannaríkjum okkar þá hafi „fólksflutningar af ýmsu tagi einkennt sögu landsins.“ Viðskipti við útlönd og kynni við nýjar hugmyndir sem bárust yfir hafið hafa gjarnan

119


Iceland Review

120


Iceland Review

SMÁSAGA

ÉG HUGSA BARA UM ÞIG Í LÖNGUM SETNINGUM

Höfundur Dagur Hjartarson Teikningar Elín Elísabet Einarsdóttir

Þegar þú sagðir mér upp var lægð í efnahagslífinu. Þú varst nýbúin að missa vinnuna á auglýsingastofunni. Þú sagðist þurfa að gera róttæka breytingu á lífi þínu, þú hefðir siglt í strand, þetta væri búið, en samt, sagðirðu, ég vil skilja í góðu, og áður en ég gat hugsað hvort ég vildi skilja í góðu eða illu hafðir þú tekið utan um mig með allri hlýjunni í líkamanum þínum, ég fann hana eins og straum og mér fannst hún ekki strönduð, mér fannst hún algjör, þú hafðir svo mikið að gefa og ég vildi þiggja það allt en áður en ég náði að segja að mér fyndist hlýjan frá þér ekki kalla á róttækar breytingar hafðir þú kysst mig á ennið og endurtekið að þú vildir skilja í góðu. Þegar ég rifja þetta upp í dag, mörgum árum seinna, gerist það enn í þessari löngu setningu. Það er alveg ljóst: Ég get ekki hugsað um þig öðruvísi en í löngum setningum. Þess vegna hef ég forðast það, langar setningar gera mann sjóveikan. * Hér eru nokkrar stuttar setningar: Þú slepptir á mér takinu. Ég fór næstum því að gráta.

Þú sagðir: Þetta er best fyrir okkur bæði. Og svo varstu farin og þú skildir eftir holrúm í hjartanu á mér. * Við vorum bæði að vinna á auglýsingastofu. Samt ekki sömu stofunni. Við kynntumst á árlegri verðlaunahátíð í bransanum. Við vorum tilnefnd í sama flokknum. Ég hafði skrifað auglýsingu fyrir Landsbankann. Þú hafðir skrifað auglýsingu fyrir Íslandsbanka. Báðar sýndu ungt fólk í fasteignahugleiðingum. Hvorugt okkar, höfunda auglýsinganna, var í fasteignahugleiðingum. Svo þú dróst þetta líka út úr rassgatinu á þér? spurðir þú og það kom mér á óvart hvað orðfærið var óheflað. Eftir á að hyggja hafði ég íhaldssamar hugmyndir um konur, þótt allt yfirbragð mitt á þeim tíma, klæðnaður, skeggvöxtur og playlistar, gæfu vísbendingu um annað. Heldur betur, svaraði ég og leyfði mér, kannski því ég var á fjórða bjór, að horfa ekki bara í augun á þér heldur inn í þau. Þetta var hæfileiki sem ég virtist aðeins búa yfir eftir fjórða bjór.

121


Iceland Review

Mér leið eins og geimfara í augunum á þér. Bláminn var svo djúpur, ég held það hafi ekki bara verið áfengið, tilfinningin var eins og að falla ofan í draum. Þegar þú tíndir fötin þín af gólfinu í herberginu mínu sagðir þú upp úr þurru: Heldurðu að pörin í þessum bankaauglýsingum ríði einhvern tíma? Þau eru eitthvað svo gervileg, eins og vélmenni. Ég horfði á mjúka línuna sem bakið myndaði þegar þú smeygðir höndunum í ermarnar á kjólnum. Örugglega ekki, sagði ég. Er það okkur að kenna? sagðir þú. Erum við svona lélegir höfundar? Þú varst komin í kjólinn og horfðir nú í fyrsta skipti í augun á mér eftir að við höfðum sofið saman. Þetta er leikstjórunum að kenna, sagði ég og fann skyndilegan söknuð eftir nekt þinni hellast yfir mig. Ég heyrði blóðið pumpast í eyrunum. Værirðu samt ekki til í að skrifa eitthvað meira lifandi? sagðir þú og nú beindirðu spurningunni beint að mér. Eitthvað órætt? Eitthvað sem er ekki bara dauður kapítalismi? Ég veit það ekki, sagði ég og fannst ég samstundis hafa klúðrað þessu. Eða jú, bætti ég við en andartakið var gufað upp; þetta yrðu okkar hinstu kynni. Jæja, sagðir þú í svo kærulausum tóni að tilfinningarnar sem bærðust innra með mér urðu á einu augabragði hjákátlegar. Takk fyrir nóttina. Sömuleiðis, svaraði ég. Þú beygðir þig snöggt yfir mig og smelltir kveðjukossi á ennið. * Kannski kysstirðu mig bara kveðjukossum. Kannski voru þeir allir hinsti kossinn. Við hittumst aftur þremur dögum seinna, sváfum saman, svo koll af kolli, þannig þróaðist þetta eða þróaðist ekki næstu mánuði þar til þú varst komin í strand. Kannski meinaðirðu aldrei neitt með þessu. Kannski – svona hengdi ég mig upp á þetta eina orð eins og krók og á honum spriklaði ég í margar vikur. *

122

Þegar þú fórst skildirðu eftir holrúm í hjartanu á mér. Sambandið hafði bara enst í fjóra mánuði – ef það var þá samband – en samt, ég var í lausu lofti næstu daga og vikur. Ég var eirðarlaus, lá flatur í sófanum, horfði á gamlar Gettu betur keppnir, stundum fór ég í gegnum heila keppni án þess að vita eitt svar, ég leysti krossgátur, fór í göngutúra í leit að næsta rafhlaupahjóli bara til að hafa eitthvað til að leita að – ég vissi aldrei hvert ég átti að fara þegar ég fann hjól, fór oftast bara hringi í hverfinu, marga hringi. Krafturinn fjaraði úr mér, eins og hann væri vatnið í líkamanum að gufa upp, þar til loks að ég nennti engu, ekki einu sinni að sakna þín. Þannig komst ég yfir þig. Ég lá bara alveg kyrr í sófanum og hugsaði: Jæja, þar fór það. Og þá datt mér í hug að gægjast inn í holrúmið sem þú skildir eftir þig. Þótt ég hefði fundið greinilega fyrir því – dálítið eins og bergmáli – hafði mér aldrei dottið í hug að opna dyrnar að hjartanu og gægjast þangað inn. Ég fór varlega, ég var hræddur um að sjá eitthvað sem ég vildi ekki sjá, að þarna leyndist eitthvað sem kallaði á læknisheimsókn og ég var hræddur við lækna. En um leið og ég sá holrúmið berum augum varð undrunin öðrum tilfinningum yfirsterkari. Ég hafði ekki gert mér nokkra grein fyrir hvað rýmið var rúmgott, og raunar snyrtilegt – vistlegt. Hér mætti auðveldlega innrétta stúdíóíbúð án of mikillar fyrirhafnar – það var það fyrsta sem ég hugsaði. Þetta var á þeim tímum sem leiguhúsnæði var af mjög skornum skammti, það var lægð í efnahagslífinu og þótt ég hefði ekki enn misst vinnuna á auglýsingastofunni höfðu afköst mín hrapað síðustu vikurnar – það var ekki á vísan að róa. Þótt ég hefði þarna ákveðið að gerast leigusali er ég langt í frá einhver gróðafíkill. Hér lagðist einfaldlega allt á eitt, þessa augljósu tekjulind gat ég ekki látið liggja ónýtta í hjartanu á mér. Eftir á að hyggja var þetta auðvitað líka leið til að flýja tilhugsunina um þig. Ég sökkti mér í vinnu, fékk frænda minn, húsasmíðameistara, með mér í lið og tók út uppsafnað sumarfrí. Við unnum dag og nótt í heila viku og tveimur vikum seinna var ég búinn að auglýsa íbúðina á netinu.

* Bankaauglýsingin þín var fyndnari en mín. Ótrúlega myndarlegt par, kannski tuttugu og fimm ára, býr í foreldrahúsum. Þau koma heim úr ræktinni, kasta töskunum sínum á gólfið – hér er leikið á væntingar áhorfenda sem búast við því að parið sé að æra foreldrana – en þegar þau ganga inn úr forstofunni frjósa þau stjörf. Við sjáum undrunarsvipinn á þeim, jafnvel viðbjóðssvip sem ég held að ég hafi aldrei áður séð í auglýsingu, en við sjáum ekki hvað þau eru að horfa á. Hér tekst leikstjóranum vel upp því skotið fær að lifa nógu lengi til að verða næstum óbærilegt. Þá er klippt á foreldrana sem standa vandræðalegir inni í fallegri stássstofu með Kjarvalsteikningum á veggjunum. Þau eru í leður-bondage-klæðnaði. Mamman heldur á leðursvipu. Aftur klippt á unga parið sem horfist í augu, vandræðaleg. Kankvís karlmannsrödd spyr áhorfendur: Er kannski kominn tími til að taka stóra stökkið? Auglýsingin fór í loftið strax eftir undankeppni Eurovision hér heima. Þetta árið var framlag Íslendinga einhvers konar BDSM-leður-metal. Auglýsingin vakti mikið umtal, sem er draumur hverrar auglýsingastofu. Einhverjum þótti hún ósmekkleg, myndbandinu var dreift um alla samfélagsmiðla, fólk skiptist í fylkingar. En fljótt á eftir stukku svo gott sem öll fyrirtæki landsins á þennan BDSM-vagn, allar vörur voru klæddar upp í leður og þeir sem höfðu fordæmt auglýsinguna þína litu nú út eins og risaeðlur. Þú varst fyrst til að kveikja á perunni, þú varst sigurvegarinn. * Ég auglýsti stúdíóíbúðina í hjartanu á mér til leigu í þremur mismunandi hópum á samfélagsmiðlum. Umsóknirnar hrúguðust inn. Mér leist langbest á stelpu sem var tveimur árum yngri en ég. Hún hét Anna og var að læra jarðfræði. Hún var rauðhærð og tók fast í höndina á mér þegar hún kom að skoða. Ég hef alltaf verið veikur fyrir rauðhærðum stelpum. Hún bankaði í ofnana og veggina, horfði inn í glerið á gluggunum og spurði út í lagnir. Sem unglingur hafði hún verið í smíðavinnu nokkur sumur og tók vel í að kíkja á skáp sem hafði brotnað inni á baðherbergi í


Iceland Review

íbúðinni minni. Ég var strax hrifinn af henni. Það heillaði mig hvernig hún bar sig, hún var svo bein í baki, svo áhyggjulaus. Fljótlega eftir að hún flutti inn þróaðist kurteisishjalið á milli okkar yfir í daður. Eðli málsins samkvæmt hittumst við oft. Anna var þægilegur nágranni, tillitssöm og hláturmild. Stundum, þegar ég lá andvaka heyrði ég hana hlæja yfir einhverju og það var alltaf jafnnotalegt að finna bergmálið af hlátrinum í hjartanu. Ég fékk gæsahúð þegar þetta gerðist. Það kom reyndar líka fyrir að ég heyrði hana rífast í símann, hún hlaut að vera að tala við fyrrverandi kærasta sinn, ég reyndi að vera ekki að hlera samtöl sem komu mér ekki við en stundum komst ég ekki hjá því og þá var ég strax farinn að halda með Önnu. Hún var ákveðin en sanngjörn og það kom fyrir að hún grét eftir þessi símtöl. Að heyra aðra manneskju gráta þarna inni var alveg jafnhræðileg upplifun og það var notalegt að heyra hana hlæja. Þegar Anna hafði leigt íbúðina í rúman mánuð rakst ég á hana niðri í bæ – þetta var sumarkvöld rétt undir miðnætti – við deildum hlaupahjóli heim. Hún hélt utan um axlirnar á mér. Þegar ég sneri mér við sá ég rauða hárið hennar flaksa í vindinum. Það var eins og í einni af þessum auglýsingum sem er ómögulegt að skrifa því hún stendur svo algjörlega og fellur með leikstjóranum – það var ótrúlega fallegt. Anna hafði virkað dálítið döpur síðustu daga og þegar við stigum af hlaupahjólinu spurði ég hvort það væri allt í lagi. Ég hélt að hún ætlaði að fara að gráta en hún harkaði af sér og þakkaði mér fyrir að leigja sér íbúðina, verðið væri svo sanngjarnt, ég hefði alveg reddað henni, hún hefði verið að ganga í gegnum leiðinleg sambandsslit og verið alveg týnd. Þegar við komum inn til mín kysstumst við í nokkrar mínútur og sváfum svo saman. Ég var eitt augnablik hræddur um að Anna væri að gera þetta af greiða við mig, eins

og upp í skuld, en svo runnu þau ónot af mér. Hún fékk kröftuga fullnægingu og sofnaði á eftir í fanginu á mér. Hárið á henni flæddi yfir bringuna á mér eins og bálköstur í miðnætursólinni sem braust inn um gluggann. * Bankaauglýsingin mín var mjög hefðbundin, þess vegna kom mér á óvart þegar yfirmaðurinn minn klappaði mér á öxlina og tilkynnti mér að ég hefði verið

árum eldri, eru að opna saman litla gjöf, í henni er sónarmynd, þau faðma foreldra sína og þegar faðmlaginu lýkur standa þau í tómri, nýrri íbúð, mamman ólétt og krakkarnir á hlaupum, spenntir yfir nýju heimkynnunum sem eru mun rýmri en þau gömlu. Vinaleg kvenrödd segir: Við vöxum með þér – Landsbankinn. Þegar ég sýndi Önnu auglýsinguna táraðist hún. Hún sagðist muna vel eftir þessu, hún hefði líka tárást þegar hún sá hana fyrst. *

tilnefndur til einhverra verðlauna fyrir hana. Fallegt par í kringum þrítugt skoðar tóma íbúð, konan er ólétt, þau ganga úr einu herbergi yfir í annað og þá eru þau þremur árum eldri, búin að koma sér fyrir, í eltingarleik við tveggja ára ljóshærða dóttur sína og þegar þau koma hlaupandi yfir í stofuna er stelpan orðin sex ára og í hópinn hefur bæst krullhærður þriggja ára strákur, þau halda eltingarleiknum áfram út úr herberginu og inn í eldhús þar sem þau birtast spariklædd, það eru jól, þau hafa lokið við að borða og krakkarnir, nú tveimur

Þarna á verðlaunahátíðinni, þar sem við kynntumst, hrósaði ég þér fyrir auglýsinguna þína. Sú sem hafði fengið verðlaunin í okkar flokki var keimlík minni, bara fyrir Arion-banka, en mér fannst þín betri, sagði ég. Ekki þessi væmna vella í þúsundasta skipti. Ég átti von á að þú segðir takk en þú fórst bara að hlæja. Pældu í því, sagðir þú, að vera í þannig rekstri að manni finnist vænlegast að græta fólk til að fá það í viðskipti. Svo sagðirðu mér frá Ghandi-taugafrumunum. Þær heita þetta ekki í alvöru, sagðir þú, en við erum samt með svona töfra-taugafrumur, því við getum skynjað það sem við sjáum. Þetta er ótrúlegur hæfileiki. Þegar við horfum erum við ekki bara að horfa, við erum líka að breyta okkur í það sem við horfum á. Magnað, sagði ég. Já, eða hræðilegt, sagðir þú og þá fórum við einhverra hluta vegna bæði að hlæja. Við vorum auðvitað full. * Þegar við Anna höfðum verið kærustupar í tæpt ár rakst ég á þig í sundi. Ég var á leiðinni ofan í og þú upp úr svo að við töluðum ekkert saman. Ég nikkaði til þín, þú brostir til baka. Mér leið hálfundarlega, við mættumst svo skyndilega og vorum dálítið vandræðaleg, og þegar ég fór yfir

123


Iceland Review

þetta í huganum þar sem ég lá í heita pottinum áttaði ég mig á að brosið sem þú sendir mér var samúðarbros, eins og bros í auglýsingu sem ég hafði skrifað fyrir tryggingafélag. Þegar ég kom heim til Önnu seinna þennan dag hafði íbúðin í hjartanu á mér stækkað. Hún var orðin nógu stór fyrir okkur tvö. Anna var alsæl með breytingarnar og um kvöldið eldaði hún fyrir mig indverskan baunarétt, það var uppáhaldsrétturinn minn. Hingað til höfðum við oftast hangið heima hjá mér en búið í sitt hvoru lagi. En úr þessu var lítið vit í öðru en ég flytti inn með Önnu. Við vorum eins og parið í bankaauglýsingunni minni, nú höfðum við fært okkur úr einu herbergi yfir í það næsta. Við komum okkur vel fyrir. Íbúðin var meira en mátuleg. Einu ári seinna kláraði Anna jarðfræðinámið og morguninn fyrir útskriftarveisluna sagðist hún elska mig, hún hafði sagt það áður en það var öðruvísi núna. Og hún sagðist vera tilbúin. Í barneignir? spurði ég þótt það væri augljóst. Mér fannst ég sjálfur vera tilbúinn. Íbúðin hafði líka stækkað hægt og rólega síðustu vikurnar og var orðin nógu stór fyrir að minnsta kosti fjögurra manna fjölskyldu. Við héldum útskriftarveisluna þína þar.

Og uppskriftin virkaði. Verkefnin hrönnuðust inn og stofan fékk stór alþjóðleg verðlaun fyrir auglýsingaherferð gegn heimilisofbeldi. Anna grét þegar ég tók við styttunni og þegar við komum heim sagði hún mér frá fyrrverandi kærastanum og andlega ofbeldinu sem hann hafði beitt hana. Ég vissi af flestu sem hún sagði mér, ég hafði hlerað símtölin þegar hún var nýflutt í íbúðina, og áttaði mig á að ég hafði ómeðvitað notað þau sem kjarnann

*

* Við tók yndislegur tími. Hálfu ári eftir útskriftina varð Anna ólétt og þegar litla stelpan kom í heiminn var í leiðinni eins og það fæddist kjarkur innra með mér, loksins þorði ég að taka stökkið. Ég stofnaði mína eigin auglýsingastofu. Horfurnar í efnahagslífinu voru miklu betri en þegar við Anna byrjuðum saman, þetta var tími tækifæranna. Ég réð inn ungt og efnilegt fólk, eflaust var ég að leita að mér og þér í augunum á því – ég vildi fólk sem gat verið sniðugt og hlýtt, það var uppskriftin að öllu sem ég gerði.

Um höfundinn

124

gestaherberginu á efri hæðinni (nú er íbúðin búin að fylla upp í svo gott sem allt hjartað í mér) og ég rakst á þig við blöndunartækin. Þú ætlaðir ekki að þekkja mig – þú hefur heldur ekkert fylgst með auglýsingabransanum frá því þú misstir vinnuna á stofunni þarna um árið. En samtalið var ekkert vandræðalegt, það var um of langt liðið, ég hafði ekki hugsað um þig svo lengi. Ég spurði þig frétta úr þínu lífi og ég sagði þér frá auglýsingastofunni og baðherberginu sem ég var að innrétta, flísunum sem ég hafði valið og börnunum mínum tveimur og allt í einu fannst mér þú dálítið döpur á svipinn og ég var ekki viss hvort það væri út af þínu eigin barnleysi eða mín vegna, út af því hvernig ég hefði lifað lífi mínu, það var óræð depurð í andlitinu, svo til að segja eitthvað sagði ég þér frá Önnu og að það væri dálítið merkilegt að ég hefði hitt konuna mína svona stuttu eftir að ég og þú hættum saman. Ég hefði raunar kynnst henni í holrúminu sem þú skildir eftir í hjartanu á mér.

í teymisvinnu stofunnar. Í eitt andartak óttaðist ég að Önnu grunaði hvernig í pottinn væri búið en samtalið færði okkur bara nær hvort öðru. Þremur vikum seinna varð Anna aftur ólétt. *

Nú ligg ég með höfuðið inni í vaskaskáp. Ég legg skiptilykilinn frá mér, loka augunum og geri það sama og ég gerði um leið og þú hvarfst fyrir horn þarna í blöndunartækjadeildinni: Ég spila samtalið aftur í höfðinu og ég sé fyrir mér augun þín þegar þú sagðist þurfa að gera róttæka breytingu á lífi þínu, ég sé fyrir mér bláa litinn sem var svo djúpur að hann virtist fela í sér fjarlægðirnar á milli tveggja stjarnkerfa, ég finn fallið sem ég hafði fundið öllum þessum árum fyrr, fallið sem breytir mér í geimfara og ég sé stjarnkerfin í kringum mig, þau snúast í hringi í geimnum og raða sér upp í eina langa setningu og þótt mannsævin sé of stutt til að ég nái að lesa setninguna á enda grunar mig að hún fjalli um þig og eiginlega ekkert nema þig.

Svo hitti ég þig í morgun í Húsasmiðjunni. Ég er að innrétta baðherbergið út frá

Dagur Hjartarson (f. 1986) stundaði nám í bókmenntum og ritlist við Háskóla Íslands. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir sína fyrstu bók og nýrræktarstyrk MÍB sama ár. Árið 2016 hlaut hann Ljóðstaf Jóns úr Vör og hans fyrsta skáldsaga var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins árið 2017. Ljóð hans hafa birst í þýðingu á ýmsum tungumálum og skáldsagan Síðasta ástarjátningin kom út í Frakklandi og Kanada árið 2019. Skáldsaga hans Við erum ekki morðingjar kom út hjá Forlaginu haustið 2019.



Iceland Review

Ljósmynd Golli

Texti Gréta Sigríður Einarsdóttir

Í ár eru það innlendir ferðamenn sem gera strandhögg í sjávarplássum landsins.

126


Sumarjazzinn á sínum stað.

Alla laugardaga í júní, júlí og ágúst milli 15-17. Opið alla daga 11:00 - 22:00 | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | jomfruin.is


KOLEFNISJAFNAÐU

FRÍTT Í Lykil- og korthafar Olís og ÓB sem skrá sig fyrir kolefnisjöfnun á olis.is eru sjálfkrafa þátttakendur í átakinu með okkur. Aðrir viðskiptavinir geta óskað eftir kolefnisjöfnun við kassa. Gildir út ágúst.


Skrá

ðu þ

olis.i

ig á

s

SUMAR

Keyrðu um landið með góðri samvisku í sumar.

Við sjáum um að kolefnisjafna aksturinn fyrir þig, þér að kostnaðarlausu til 1. september.

Olís – í samstarfi við Landgræðsluna


Vertu með það sem þú þarft í sumar Fátt er eins gagnlegt á ferðalögum og tæki sem leysa mörg ólík verkefni. Gott dæmi er Arion appið, besta íslenska bankaappið fjórða árið í röð skv. könnun MMR. hafðu það með þér hvert sem þú ferð.

arionbanki.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.