Skrásetning á varðveislu verka Gísla B. Björnssonar
Narfi Þorsteinsson Listaháskóli Íslands Varðveisla GRA224-03H 19.-30.Sept. 2011
Merki • 7 Bláar bréfbindi möppur – Merki • 1 Rauð bréfbindi mappa – Yfirlit af merkjum Skissur • 7 Bláar bréfbindi möppur – Skissur af merkjum • 1 Rauð bréfbindi mappa – Ýmis merki (Skyssur og hugmyndir) • 3 A4 pappamöppur – Slidemyndir af merkjum • 1 Blá smellumappa Auglýsingar • 2 Bláar smellumöppur Ljósmyndir • 1 Blá smellumappa - Myndir af skiltum • 1 Blá smellumappa - Myndir af áhugaverðum Ársskýslur • 1 Blá smellumappa Fánar • 1 Blá smellumappa Merkimiðar • 1 Blá smellumappa Bókakápur • 1 Blá smellumappa • 4 pappakassar Bæklingar • 3 Bláar smellumöppur Fréttablöð / Tímarit • 2 Bláar smellumöppur • 12 Skjalabox • 4 Plast skjalabox Sýningarskrár • 1 Blá smellumappa Úrklippur af auglýsingum • 10 A3 pappamöppur • 1 A4 pappamappa Skólaárin • 1 A1 Trékassi • 2 A2 Vínrauðar taumöppur • 1 A3 Vínrauð taumappa Ferðadagbækur • 5 A5 Svartar skissubækur
Gísli er fæddur 1938 og hefur unnið ötullega að framgangi hönnunar á Íslandi allar götur. Hann er einn af örfáum upp hafsmönnum módernisma í hönnun á Íslandi en eftir nám í Hagnýt myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands (1956–1959) hélt Gísli — með fyrstu grafískra hönnuða — til Þýskalands í framhaldsnám við Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttgart. Þegar heim kom (1961) hófst Gísli handa við að koma á fót námsbraut í grafískri hönnun sem þá hét „auglýsinga-deild“. Gísli gegndi forstöðu við deildina um árabil (–1973) og aftur síðar á ferlinum (1976–87), og var skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Íslands (1973–1975). Gísli stofnaði auglýsingastofu (GBB) snemma (1961) og lagði grunn, að þessari áður óþektu, starfsgrein hér á landi. Gísli starfaði á GBB í áratugi (–1987) og stóð, ásamt fleirum, að stofnun Hér og nú auglýsingastofu (1990–1991) þar til hann hóf störf sem einyrki. Allan þennan tíma og fram til dagsins í dag hefur hann starfað markvisst í greininni sem og að framgangi hennar með þátttöku í starfi fagfélaga, galleríreksturs, með kennslu og með verkum sínum. Aðkoma Gísla að námsbraut í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands hefur verið ómetanleg og innan skólans er mikill vilji til að leggja því lið að koma í veg fyrir að saga þessa merkilega hönnuðar glatist, jafnframt því að viðhalda þeim hefðum sem hann hefur komið á í kennslu. Saga og verk Gísla B. eru verðmæt fyrir grafíska hönnun samtímans, Gísli var, eins og áður segir, með þeim fyrstu sem sækja nám í grafískri hönnun og sá fyrsti til að stýra námsbraut í greininni („auglýsingadeild“ sem síðar varð grafísk hönnun, e. Visual Communication) á Íslandi. Gísli hefur einnig verið stunda-kennari við námsbrautina allar götur. Þannig hefur Gísli komið að menntun nánast allra nemenda í grafískri hönnun á Íslandi. Hönnun Gísla ber sterk einkenni snemm-módernisma og hefur alla tíð verið undir áhrifum þeirrar stefnu sem hann sótti til Þýskalands ungur að árum. Þau áhrif eru sérlega greinileg í verkum hans fyrstu árin og áhrifunum á nemendur hans á þeim tíma og allar götur síðan. Menningarflóran á Íslandi væri ekki söm án Gísla. Fyrstu verkefni Gísla, eftir að heim er komið, eru því einkar áhugaverð þar sem hann er að berbast við vanþróað landslag í hönnun hér á landi, því er hann gífurlegur frömuður, leiðtogi og ekki síst menntamaður í hönnun íslensks samfélags. Merki Gísla þekkja allir, en breiddina í verkum hans, söguna, þróunar- og hugmyndavinnuna og ferlið sem hann hefur tileinkað sér er mikilvæg þekking sem nauðsynlegt er að komi upp á yfirborðið. Módernískur formheimur og formfræði er sterkur hluti af hans merkjum en sá heimur teygir sig yfir í öll verk Gísla svo sem myndskreytingar, auglýsingar, bókakápur o.s.frv. Leturfræði er annar þáttur sem er ráðandi í verkum Gísla allt frá minimalísku uppsetningum á smáaletri yfir í gáskafull myndgerð orð á bókakápur, fyrir auglýsingar eða í merkjum. Nú er mikil vakning og framþróun í leturfræði hér á landi og því mikilvægt að saga greinarinnar komi fram í dagsljósið svo taka megi mið af henni, viðhalda þekkingunni og þróa. Þeir prentgripir sem Gísli hefur skapað hafa mikla breidd og í þeim sést tíðarandi hvers tíma vel. Margir þeirra eru tímamótaverk
Gísli B. Björnsson
og gefa tóninn fyrir það sem á eftir kom í útgáfu hér á landi. Þar má meðal annars nefna tímarit eins og Iceland Review (1963), bækurnar Landið þitt (1966), Reykjavík (1969) og fyrstu íslensku bók-ina sem fellur undir skilgreiningu módernisma; Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn (1961). Saga grafískrar hönnunar (og auðvitað hönnunar almennt) á Íslandi er í mótun; gagnasöfnun og skráning mun skapa og varðveita merkilegar heimildir, verk og frásagnir, um menningu Íslands og sjónlistaarf. Ferill Gísla er ómissandi hluti af þeirri sögu og þeim arfi, ekki síst vegna þeirrar miklu og óeigingjörnu vinnu sem Gísli hefur lagt á sig til að safna, miðla og viðhalda þekkingu í sinni sérgrein hönnunar og sífelldrar viðleitni hans til að mennta sjálfan sig og miðla nýrri þekkingu.
Gísli B. Björnsson Valdir þættir úr ferli Gísla: 1956–59 1959–61 1961 1962 1962–73 1973–75 1974 1976–87 1982 1990 1991 1994
Nám við MHÍ (hagnýt myndlist) Nám við Staatliche Akademie Der Bildenden Künste, Stuttgart Stofnar Auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar Tekur þátt í stofnun Auglýsingardeildar innan MHÍ Deildarstjóri MHÍ (fyrra tímabil) Skólastjóri MHÍ Boðin aðild að AEI (Alliance Graphique Internationale) Deildarstjóri MHÍ (seinna tímabil) Heiðursfélagi FÍT Einn stofnenda auglýsingarstofunar Hér & Nú Sjálfstætt starfandi hönnuður Heiðursviðurkenning Icograda (International Council of Graphic Design Associations)
19. September 2011 skaut maður að nafni Ármann Agnarsson upp kollinum í vinnurími mínu, á þriðju hæð Skipholti 1, þar sem hönnunardeildir Listaháskóla Íslands voru til húsa um þær mundir. Ármann glottir og við förum í göngutúr. Göngu þessari lýkur fljótlega eða nánar tiltekið í Úthlíð 1. Þar hefur maður að nafni Gísli B. Björssonar heimkynni sín til húsa. Grafískur hönnuður og sköllóttur maður mikill. Fer þar fram stund er Gísli tjáir sig og segir nemendum á 2. ári í grafískri hönnun hvað gera skal. Þeir sáttmálar sem gerir voru voru þess á hljóðandi „Verkefni áfangans er að setja saman katalóg með verkum Gísla. Nú á eftir förum við með öll verkin upp í skóla og hver og einn velur sér viðfangsefni. Áfanginn er tvískiptur, 1. vikan verður gagnasöfnun sem felur í sér skönnun og ljósmyndun verka Gísla og vikuna á eftir notum við í að setja katalóginn upp. Lokaskil eru á föstudaginn 30. Sept. Let's go!“
Niðurstaða
Gísli þykir til fyrir myndar þegar kemur að verðveislu verka sinna og skipulægni. En hefur hann flokkað verkin sín í fjöbreittar möppur svo kleift sé að hýsa þennan gríðar pappamssa á snirtilegna hátt í hillusamstæðu og/eða í skáp. Þegar komið var með verkin upp í skóla var dreift úr þeim og skipulagið ekki eins sjáanlegt. Velja þurfti ég viðfangsefni til varðveislu úr verkum Gísla. Mikið var um verkin og þurfti ég að njörfa hluta þeirra niður í 16-40 blaðsíðna skruddu á þessum stutta tíma. Andlegt víðáttubrjálæði og flettidellan runnu saman í eitt og áður en ég vissi tviemur dögum seinna var ég búinn að þröngva mér gróflega í gegnum ævistarf skapandi Íslendings. Tími var kominn á að velja mér viðfangsefni en engu var ég nær og þess þá heldur s.s. fjær. Þó, eftir að hafa sett hausinn ofan í bala undir skinnfeld, þóttist ég vera kominn með það viðfangsefni sem mér var kærast. Fólst það í setningum eða nánar tiltekið letri með séreinkennum sem hann hafið gefið því. Þ.e.a.s. tengingar stafa, skraut sem hann hafði búið þeim, handskrifaðar fyrirsagnir o.s.frv. Þessi stórbrotna niðurstaða á rannsókn á viðfangsefni til varðveislu varð þó alldrei af veruleika því daginn eftir laust niður í mig sá hausverkur að skrásetja skipulega uppsettan verk bunka Gísla eða „document-era document-eringu hans“. Eins skipulega og Gísli verðveitti verk sín taldi þessi hausverkur mér trú um það að einhver þyrfti að gera einhverskonar yfirlit yfir þau. Eitthvað sem segði manni hvað væri í hverri möppu og einnig til þess að sýna fjölbreytnina í þeim. Það var liðið vel á vikuna og þótti þetta ekki sá besti tími til nýrra hugmynda, taldi ég mig þó hafa meiri metnað fyrir þessari hugmynd þar sem hún var bæði frumlegri og skemtilegri. Með hröðum höndum þurfti að vinna verkið og hóf ég rannsóknina. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að um væri að ræða 7 tegundir geymslu aðferða. Þá ber helst að nefna bréfbindi möppur en eru þær algengasti geymslumáti Gísla. Um er að ræða sautján stykki í heildina og hýsa þær merki, skissur og yfirlit af þeim. Þessar möppur fyrirfinnast í bláum, rauðum og svörtum lit. Þar fast á eftir bréfbindi möppunum eru smellumöppur eða sextán talsins. Eru þær keimlíkar bréfbindimöpponum en í stað þess að vera með litla vogarstöng til þess að opna klemmuna í miðri möppuni eru þær opnaðar með handafli. Opna þarf smellumöppuna með ítrustu varfærni og því aðvelt er að klemma sig á klemmunni.
Smellumöppurnar hýsa ýmiskonar gögn t.d. Ljósmyndir, auglýsingar, bæklinga og bókakápur sem Gísli hefur hannað eða komið að. Eru þær einungis bláar að lit og eina sem einkennir þær frá hvor annari er hvítur miði með mismunandi rithandar sýni frá Gísla. Eins og fram hefur komið lumar Gísli á fjölbreytnu safni hirslna en ellefu pappamöppur afstærðunum A3 og A4 hefur hann undir úrklippur af auglýsingum úr dagblöðum. Þessar möppur eru vel pakkaðar gul-leitum dagblaða pappír sem mynda myndarlegt myndefni sem og ég myndaði. Fleiri möppur bættust í fjölskylduna við nánari rannsóknar störf en hirslur Gísla frá verkum fyrri ára eru ekki síður merkilegri. Þrjár vínrauðar taumöppur í stærðunum rúmlega A2 og rúmlega A3 ásamt vel úthöggnum trékassa í stærðinni sirka A1 eiga það sameiginlegt að halda utan um skólaverk Gísla frá 1956-61. Gísli situr á fleiri hirslum en einhverskonar möppu. Fimmtán skjalabox, tólf úr pappa og þrjú úr plasti, geyma tímarita bunka m.a. um hesta o.fl. sem hann hefur sett saman á ýmsum skeiðum ævi sinnar. Þar sem urmullur bóka kom í pappakössum beint ofan úr bókaskápnum hans ber ekki að telja þann stað upp sem varanlega hirslu þó að í þessari skýrslu komi þær framm í þeirri mynd. Pappakassarnir voru fimm talsins. Gísli hefur nú stungið tánum í hvað flest sem kemur við hönnun en einnig hefur hann mikið dálæti af myndlist og teikningum. Á ferð minni í gegnum verk hanns rakst ég á fleiri teikningar
Narfi Þorsteinsson
gerðar á hörð pappírsspjöld með 0.1 svörtum túspenna að ég tel. Spjöldin eru myndir af náttúrunni, byggingum og dýrum. Einnig heldur hann utanum ferðadagbækur sem hafa komið við um víðan völl. Þessar bækur tekur hann með sér við hvert tækifæri þegar haldið er út í heim. Dagbækurnar eru vel útilátnar teikningum og eru fimm talsins. Engin málverk eftir Gísla rötuðu í hús Listaháskólans en hef ég heimildir sjáaldra minna um tilvist þeirra. Ekki verður fari þann kafla í þessum bók enda er það saga útaf fyrir sig.
Merki Merkja möppur Gísla eru átta talsins. Sjö bláar bréfbindimöppur með merkjum og ein rauð bréfbindi mappa með yfirliti yfir merkin. RÚV merkið ættu nú allir að kannast við en þetta merki er best þekkt á uppljómuðum sjónvarpsskjá Íslendings en einnig á t.d. gervihnattadiskum og sendiferðabílum.
Skyssur af merkjum
Möppur með skissum af merkjum eru ellefu. Sjö bláar bréfbindimöppur, ein rauð bréfbindimappa og 3 pappamöppur í stærðinni A4. Hér má sjá merkja þróun á grunnstigi sem seina meiri. Leitaði ég af RUV skyssunni en án árangus.
Slidemyndir af merkjum
Slide mynda mappan er bara stökk. Hún er blá smellu mappa og geymir slides myndir af merkjum Gísla. Old School...
Auglýsingar
Tveimur smelli möppum hefur Gísli útdeilt undir Auglýsingar. Fletti ég í gegnum þær og fann margt skemtilegt en skar þessi sig út með minimal blæbragði sínu.
Ljósmyndir af skiltum Tvær smelli möppur hefur hann undir ljósmyndir sem hann hefur tekið hér og þar af skiltum, fánum, lógóum og ýmsum útfærslum fyrirtækja. bæði hér lendis og erlendis. Óvenjulegar ljósmyndir af hlutum sem maður kannast svo vel við en óvanur að sjá sem aðalatriði á ljósmynd.
Árskýslur
Setja þarf upp árskýslur eins og hvern annan texta og ekki skemmir að hafa smá hönnun í uppsetningu eða gæða skýsluna lífi með ljósmyndum. Gísli hefur gerst sekur um allt þetta og hefur hann eina möppu undir verknaðinn. Mappan er að smellu möppu gerð og blá að vana.
Fánar Fánamappan, stútfull af allskonar fánum mismunand stærðum og gerðum. Þetta er eitthvað sem Gísli hefur verið að dýfa tánum í við og við yfir æfina. Þetta eru aðalega fánar fyrir hesta félög en þó einn og einn sem stendur fyrir annað. Smellu mappa, blá.
Merkimiðar
Ein blá smellu mappa borin undir urmul af merkimiðum. Hér glittir í helminginn af límiða sem Gísli notar mikið fyrir sjálfan sig t.d. merkja möppur, umslög og kassa. “Gísli B. Björnsson - Teiknari FÍT Grafískur hönnuður, Auglýsinga- og Markaðsráðgjöf”
Bókakápur
Bókakápur Brot af þeim bókakápum sem Gísli hefur hannað. En hann hefur hannað eða komið að að minstakosti einni bók á ári sýðan 1964. Oft fleiri. Þetta eru ekki þær hirslur sem bækurnar fá að dúsa í dags daglega heldur er þeim raðað upp lárétt í eikar litaðri hillu á skrifstofu Gísla.
Bæklingar
Marga bæklinga hefur hann hannað og hér er einn myndarlegur í alþjóðlegu blaðastærðinni A5. Algengast er þó að þeir séu A4 að stærð. Þá geymir hann í blárri smellu möppu.
Fréttablöð og Tímarit Hér er lítið brot af öllum þeim tímaritum sem Gísli hefur hannað, sett upp eða komið að en þetta eru 2 kassar... ...af 15 + tvær bláar smellu möppur.
Sýningarskrár
Ein blá smellu mappa fyrir sýningaskrár. Sýningaskrárnar eru umvafðar mattglærum plast vösum með A4 blaði í miðju svo báðar hliðar plastvasans nýtist. Þarafleiðandi nýtist A4 blaðið einig sem hvítur bakgrunnur fyrir sýningaskrárnar, fyrirvaralaust.
Úrklippur af auglýsingum Gamlar dagblaða úrklippur með fréttagreinum og auglýsinga myndmáli frá því í gamladaga. Tíu A3 pappa möppur og 1 A4.
Skólaárin
Þetta eru hirslur skóla verkefna Gísla frá árunum 1956 til 1961. Þarna eru þrykk verk, teikninga, málverk, plaköt, handgerð stafróf o.fl. Einn trékassi sirka A1 Þrjár vínrauðar taumöppur, ein rúmlega A3 og tvær rúmlega A2.