1 minute read
Rakel Sif Sigurðardóttir
Guli miðinn stendur fyrir gæði og gott verð
Vörulína Gula miðans er sérhönnuð fyrir fólk sem býr á norðlægum slóðum og er framleidd án allra óæskilegra aukaefna eins og til dæmis rotvarnarefna, uppfylliefna eða bragðefna.
Vörur Gula miðans eru í brúnum glerglösum sem varðveita gæði og verja innihaldið fyrir sólarljósi. Umhverfið spilar stóran þátt í vali Gula miðans á umbúðum en þær eru úr gleri og endurvinnanlegar. Lokið og innsiglið má einnig endurvinna.
Guli miðinn er framleiddur í samvinnu við alþjóðlega framleiðendur sem starfa samkvæmt ströngustu gæðakröfum. Vörur Gula miðans eru GMP vottaðar en GMP stendur fyrir góða framleiðsluhætti og er ákveðinn gæðastimpill fyrir vörumerki í matvælaiðnaði.
Umfram allt skiptir máli að velja sér holla fæðu og forgangsraða í átt að heilbrigðum lífsstíl. Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir næringarríka fæðu. Góð næring, dagleg hreyfing (einhver hreyfing er alltaf betri en engin), jafnvægi á sál og líkama í bland við félagslega heilsu ætti að vera í forgangi. Svo er hægt að nota bætiefni til að bæta upp það sem fæðan getur stundum ekki uppfyllt.
Rakel Sif Sigurðardóttir Heilsuráðgjafi og Pilates kennari