2 minute read

Arnar Pétursson

Hreyfing ætti ekki að vera val

Ég hef stundað langhlaup lengi og lagt mig fram um að fræðast sem mest um hvernig er best að ná árangri. Það sem flestir hlauparar sem ná árangri eiga sameiginlegt er að þeir hafa náð að forðast meiðsli. Þetta er því lykilþáttur í allri minni nálgun á hlaup og hreyfingu yfirleitt. Það sem skiptir gríðarlega miklu máli er að líða vel með það sem við erum að gera og helst að hafa gaman af því. Ef okkur finnst gaman þá aukum við líkurnar á að við höldum áfram og þau sem halda áfram eru líka þau sem ná mestum árangri.

Ég hef 42 sinnum orðið Íslandsmeistari í hlaupum og verið svo heppinn að þjálfa aðra hlaupara til þess að verða Íslandsmeistarar líka og komast í landsliðið.

Ég hef 42 sinnum orðið Íslandsmeistari í hlaupum og verið svo heppinn að þjálfa aðra hlaupara til þess að verða Íslandsmeistarar líka og komast í landsliðið. Það sem mér finnst samt skemmtilegast er að fá fólk sem hefur ekki verið mikið í hlaupum til að smitast af hlaupabakteríunni og sjá hversu jákvæð áhrif það hefur á líf fólks. Hreyfing ætti ekki að vera val, heldur miklu frekar eitthvað sem fylgir okkur alla ævi. Þetta snýst því um að finna hreyfingu sem við höfum gaman af og getum stundað til lengri tíma. Hlaupin henta einkar vel allan ársins hring og eru svo miklu fjölbreyttari en við höldum. Hér eru þrjú atriði sem þú getur gert til að láta hlaupin verða skemmtilegri og til að forðast meiðsli.

1. Hlauptu hægar en hægt. Það er aldrei hægt að fara of hægt en það krefst svakalegs viljastyrks að fara nógu hægt þegar fyrirmælin segja rólegt skokk. Reyndu að hlaupa eins hægt og þú getur og hægðu svo á þér um 20%, þá ertu kannski að fara nógu hægt.

2. Taktu nokkra 20 sekúndna stílspretti inni í rólega skokkinu eða eftir það. Stílsprettir eru í rauninni bara hraðaaukning þar sem við förum úr rólegu skokki og aukum hraðann hægt og bítandi í 20 sekúndur. Síðustu 3-4 sekúndurnar eru á góðum hraða en samt þannig að við gætum alveg farið hraðar ef við viljum. Gott er að hafa 1-2 mínútur á milli.

3. Eftir æfingu, taktu þrisvar sinnum tuttugu sinnum tályftur. Þá byrjarðu bara standandi og svo lyftirðu þér í hægri hreyfingu upp á tábergið og svo ferðu rólega niður og stoppar á milli áður en þú ferð í næstu. Gott er að standa við vegg til að halda jafnvæginu.

Að fara hægt, hafa stílspretti inni í æfingum og að taka léttar styrktaræfingar getur hjálpað mikið en svo eru fæðubótarefni líka eitthvað sem er gott að hafa í huga. Þessa dagana eru mín uppáhalds NOW bætiefni Omega-3, B-12 Ultra og Iron Complex. Ef ég ætti svo að bæta einu við í kaupbæti, væri það Adam eða Evu fjölvítamínið. Við viljum alltaf hafa fæðuna sem fjölbreyttasta og svo geta fæðubótarefni hjálpað til við að halda okkur örugglega réttu megin við línuna.

This article is from: