Heilsublað Nettó september 2021

Page 78

uppbygging

Arnar Pétursson

Hreyfing ætti ekki að vera val Ég hef stundað langhlaup lengi og lagt mig fram um að fræðast sem mest um hvernig er best að ná árangri. Það sem flestir hlauparar sem ná árangri eiga sameiginlegt er að þeir hafa náð að forðast meiðsli. Þetta er því lykilþáttur í allri minni nálgun á hlaup og hreyfingu yfirleitt. Það sem skiptir gríðarlega miklu máli er að líða vel með það sem við erum að gera og helst að hafa gaman af því. Ef okkur finnst gaman þá aukum við líkurnar á að við höldum áfram og þau sem halda áfram eru líka þau sem ná mestum árangri.

Ég hef 42 sinnum orðið Íslandsmeistari í hlaupum og verið svo heppinn að þjálfa aðra hlaupara til þess að verða Íslandsmeistarar líka og komast í landsliðið.

78


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.