Heilsudagar september 2024

Page 1


29. ágúst - 8. september 2024

Jana heilsukokkur

Allir geta eldað

Bls. 11

Krista ketó Bls. 6

Góð næring breytir öllu

AFSLÁTTUR ALLT AÐ OG APPTILBOÐ Á HVERJUM DEGI

Þorsteinn Roy og

Marteinn Urbancic

Nálægt náttúrunni

Stolt af íslenskri framleiðslu

MUNA vítamína

Bls. 47
Bls. 39

Gleðilega uppskeru!

Nú er uppskerutími hjá íslenskum bændum og við fögnum honum á Heilsu- og lífsstílsdögum með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval af fersku grænmeti. Í Nettó ríkir alltaf mikil tilhlökkun fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum –þetta er okkar hátíð!

Við bjóðum upp á allt að 25% afslátt af yfir 3.000 heilsuog lífsstílsvörum þessa daga. Einnig erum við með appdagatal þar sem ákveðin heilsuvara, ásamt tegund af ávexti eða grænmeti, er á ofurapptilboði hvern dag sem Heilsu- og lífsstílsdagar standa yfir. Ég hvet lesendur til að skoða appdagatal Heilsudaga og kynna sér hvaða vörur verða á apptilboði hvern dag fyrir sig.

Sumir líta á haustin sem nýtt upphaf, margir eru að koma sér úr sumarfrísgírnum og jafnvel taka fyrstu skrefin í átt að bættum lífsstíl. Við hjá Nettó stöndum með ykkur. Hjá okkur fást heilsusamlegar og næringarríkar vörur á góðu verði, m.a. lífrænu vörurnar frá Änglamark, svo nú er tilvalið að fylla á skápa og frysta.

Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á hollari valkosti í öllum deildum hjá okkur. Til dæmis bjóðum við nú upp á gæludýrafóður í gæðaflokki – því við viljum einnig geta fundið hollari valkosti fyrir dýrin okkar.

Í blaðinu finnið þið fróðlegar greinar, girnilegar uppskriftir og freistandi tilboð. Ekki gleyma að sækja

appið – ef þið notið það ekki nú þegar – því þá fáið þið enn meiri afslátt í formi inneignar.

Við óskum gleðilegrar uppskeruhátíðar og bjóðum ykkur velkomin á Heilsu- og lífsstílsdaga.

Þið eruð í góðum málum í Nettó!

Helga Dís Jakobsdóttir

Markaðs- og upplifunarstjóri Nettó

Reiknaðu innkaupin til enda!

Hvernig virkar appið?

Notaðu appið til að skanna QR-kóðann við kassann þegar þú borgar. Þá færð þú alltaf 2% afslátt í formi inneignar og meira þegar vörur eru á apptilboði. Þegar þú hefur safnað nægri inneign getur þú borgað með appinu.

Hér sést inneignin þín.

Nánari upplýsingar.

Pantaðu í netverslun.

Skannaðu þegar þú borgar til að safna inneign.

Afslátturinn birtist sem inneign í Samkaupaappinu. Þú getur notað appið í öllum verslunum Nettó og á netto.is.

Innkaupalistinn þinn.

Yfirlit yfir innkaupin þín.

Hvað er á tilboði núna?

Allir geta eldað

Eldamennska vex mörgum í augum en þótt eldað sé frá grunni þarf það ekki að vera flókið, segir Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt sem Jana heilsukokkur.

Það má taka sér tvo tíma á viku til að undirbúa og eiga til, húmmus, pestó, dressingar, bakað grænmeti og fleira, og þá er miklu minna mál að henda í kvöldmat. Ef þú átt bakað grænmeti ertu enga stund að gera súpu, það er bara að bæta við vatni og grænmetiskrafti og lofa aðeins að sjóða saman,“ útskýrir Jana.

Vel samsettar máltíðir

Jana leggur mikið upp úr vel samsettum máltíðum sem eru uppfullar af helstu næringarefnum. „Mikilvægt er að fá trefjar, prótein, fitu og holl og góð kolvetni, sem sagt vel samsetta máltíð, sem stendur lengi með þér en ekki bara kolvetnadisk sem ruglar í blóðsykrinum. Það þarf að fá helstu næringarefni úr öllum máltíðum. Ef þú borðar vel samsetta máltíð er mun líklegra að þú finnir ekki fyrir svengd í nokkra klukkutíma. Ef þú færð þér góðan morgunmat áttu ekki að þurfa að næra þig aftur fyrr en um hádegi.“

Ef fólk hefur þörf fyrir millimáltíð mælir Jana ekki með tilbúnum orkustykkjum. „Þá skaltu frekar búa til þitt eigið múslístykki. Það sparar pening og þá veistu nákvæmlega hvað fer í það.“ Svo er einfalt að grípa sér ávöxt og hnetur. „Mér finnst eins og fólk hræðist ávexti vegna ávaxtasykursins. Vissulega er ávaxtasykur í ávöxtum en einnig trefjar, vítamín og steinefni, og gott er að para þá með hnetum sem innihalda prótein og fitu.“

Góður undirbúningur

Fólk er oft að flýta sér á morgnana. Hvernig vinnst tími til að útbúa vel samsettan morgunmat með öllum næringarefum? „Ég er mikið í því að preppa, til dæmis þegar ég er að ganga frá eftir kvöldmatinn. Þá hendi ég í kaldan graut með hnetum, fræjum og jurtamjólk sem ég get gripið með mér og bætt með skyri eða öðru próteinríku. Það er hægt að eiga til krukku með blönduðum fræjum, þá þarf ekki alltaf finna þau öll til í hvert skipti.“ Jana útskýrir að oft þarf að breyta litlu til að bæta lífsstílinn og ef hægt er að koma nýjum venjum inn í rútínuna er auðveldara festa þær í sessi.

Notum hugmyndaflugið

Jana rekur sig oft á það á matreiðslunámskeiðunum sínum að fólk telur sig ekki geta eldað. „Þegar þú hefur prófað þig áfram í smá tíma áttar þú þig á því að allir geta eldað. Þú mátt leika þér og bara gera eitthvað, skoða uppskriftir, fá hugmyndir og smakka til. Ég legg áherslu á grænmeti, hnetur og ávexti. Hreint og gott hráefni. Ég kenni fólki að bæta meiru af því í líf sitt. Margir eru svo takmarkaðir og borða til dæmis tómata alltaf á sama hátt. Ég hvet fólk til að gera bara eitthvað! Verið óhrædd við að prófa ykkur áfram með framandi og nýjum kryddum.“ Hún bendir á að við erum öll mismunandi. „Það sem hentar mér hentar kannski ekki þér. Ekki fylgja einhverju sem aðrir eru að borða. Kannaðu hvað þér finnst gott og notaðu í alls konar uppskriftir.“

Ferskt er best Þegar Jana bjó í Lúxemborg kynntist hún árstíðarbundnum mat. „Ég var svo hissa þegar ég sá þriggja kílóa búnt með púrrulauk – ég hafði alltaf bara keypt einn og einn og notað einstaka sinnum. En þá var hann einmitt í uppskeru og fólk notaði hann í öll mál því hann var ferskastur þá. Íslendingar eru kannski ekki nógu tengdir þessu – nema kannski að kartöflur séu bestar á haustin – því hér er grænmeti ekki ræktað utandyra í eins stórum stíl og erlendis. Aspas er til dæmis aldrei ferskur í desember; hann ætti ekki að vera í jólamatinn!“

Á Íslandi er þó alltaf hægt að fá ferskan fisk og Jana og fjölskylda borða mikið af honum. „Það er svo einfalt að henda grænmeti á fisk, krydda og setja inn í ofn.“ Hún mælir með því að sanka að sér fersku íslensku grænmeti á haustin, skera niður, frysta og eiga fram eftir vetri. Íslenskt grænmeti er gott hráefni í súpur, pottrétti og fiskrétti. „Það er ekkert að því að kaupa frosið grænmeti, eins og brokkolí og blómkál, og nota í súpur því það er einmitt fryst þegar það er ferskast. Ég nota vörurnar frá Änglamark mikið. Þú getur treyst merkinu.“

Gulrótar„kaka“ í morgunmat

• 1 bolli haframjöl

• ½ bolli fínt rifin gulrót

• 1 tsk. kanill

• 1 msk. kollagenduft (valfrjálst)

• 1 msk. chia-fræ

• 1 msk. hörfræ

• 3 steinlausar döðlur, skornar í bita

• 1 tsk. vanilla

• 2 bollar hafrajógúrt með vanillu og kókos eða önnur góð jógúrt

Hrærið öllu saman í skál og geymið í kæli í nokkra klukkutíma. Stráið síðan ristuðum kókosflögum og jafnvel rifnum gulrótum yfir. Hentar einnig sem millimál, í hádegismat eða kvöldmat.

Grískur fiskréttur

• 800 g lönguhnakkar eða þorskhnakkar

• 1 sítróna, skorin í grófa bita

• 5 hvítlauksrif, skorin í tvennt

• Nokkrar matskeiðar steinlausar ólífur

• 4 tómatar, gróft skornir

• ½ rauðlaukur, gróft skorinn

• 1 askja steinselja, gróft söxuð

• Ólífuolía

• Salt og pipar

• 1 msk. marrokósk kryddblanda frá Kryddhúsinu

• 1 krukka laktósalaus salatostur frá Örnu

Blandið öllu saman í eldföstu móti og bakið í ofni við 200°C í 20–25 mínútur. Verið óhrædd við að prófa ykkur áfram og nota annað grænmeti. Berið fram með hrísgrjónum, bankabyggi eða nýjum íslenskum kartöflum og fersku salati.

Orkuríkir nammibitar

• 1½ bolli steinlausar döðlur (auk 1–2 msk. vatn ef döðlurnar eru mjög þurrar)

• 2 msk. möndlusmjör

• 1 bolli hnetur að eigin vali (t.d. möndlur, valhnetur og kasjúhnetur)

• ½ bolli kókosmjöl og svolítið aukalega til að strá yfir

• 1 tsk. vanilla

• 2 msk. hampfræ

• 2 msk. kakóduft

• ¼ tsk. salt

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið þar til innihaldið hefur breyst í þykkt deig. Mögulega þarf að skafa hliðarnar nokkrum sinnum. Einnig gæti þurft að bæta við 1–2 msk. af vatni en deigið má þó ekki vera of blautt. Fletjið út á bökunarpappír og setjið á fat sem kemst inn í frysti. Dreifið kókosmjöli yfir og frystið í um 30 mínútur. Skerið síðan í hæfilega stóra bita. Gott að geyma í boxi í frysti og geta nælt sér í bita.

efla ónæmiskerfið

góðan nætursvefn

Íslenskt grænmeti

– þú veist hvaðan

það kemur

Góð næring gjörbreytir öllu

Forðumst gjörunninn mat

Það skiptir ótrúlega miklu máli hvernig við byrjum daginn

því blóðsykur getur haft áhrif á hvernig við borðum og hvað líkaminn kallar á. Ég fókusa á góðar fitur, prótein, trefjar úr grænu grænmeti og að flókin kolvetni séu í lágmarki,“ segir María

Krista Hreiðarsdóttir, eða Krista ketó, eins og hún er oft kölluð. Krista held úti síðunni mariakrista. com með uppskriftum og fróðleik um mataræði án glútens og sykurs en þetta tvennt getur valdið bólgum.

„Með því að næra líkamann rétt fell ég ekki þetta jójó með blóðsykurinn og er ekki sísvöng. Lágkolvetnalífsstíll snýst um að forðast gjörunninn mat, sem er allt of algengur, og innihaldslýsingar sem eru allt of flóknar og langar,“ segir Krista. Samkvæmt hennar reynslu minnkar sykurlöngun og naslþörf til muna með því nota fitu sem orkugjafa í stað kolvetna. „Nærum okkur vel með næringarríkum mat, ekki rusli, og það mun gjörbreyta öllu.“

Krista kaupir lífrænar matvörur, eins og frá Änglamark sem fást í Nettó, eins oft og kostur er. „Uppruni vörunnar er líka mikilvægur og þegar íslenska grænmetið mætir í kælinn þá er gaman hjá mér. Íslenskt brakandi hvítkál í ofni með smjöri, salti og pipar er best í heimi. Ofnþurrkað grænkál –namm – og íslenskar safaríkar paprikur í salatið og tómatar í mozzarella caprese ... þetta er svo mikið best!“

Allt helst þetta í hendur

Krista bendir á til að bæta heilsuna þarf að huga að öllum grunnþáttum heilsusamlegs lífernis, mataræði, hreyfingu og svefni. „Allt helst þetta í hendur. Ef þú borðar heilsusamlegan mat langar þig í ræktina, ef þú ferð í ræktina eða stundar einhvers konar hreyfingu langar þig síður í ruslmat, ef þú borðar rétt þá sefur þú betur, ef þú sefur betur þá hefur þú meiri orku til að hreyfa þig og svo koll af kolli.“ Hún segir líkamann kvarta um leið og hún fer út af sporinu. „Ég er sjálf komin á breytingaskeiðið góða og það allra versta sem við konur gerum á þessum tímapunkti er að detta í ruslfæði og hætta að hreyfa okkur.“

Uppáhaldsvörur Kristu

• Funksjonell í bakstur, t.d. kókoshveiti og sykurlaus sæta úr erýtrítól og stevíu.

• EAT ME: Avókadó, jarðarber og bláber í chia-grauta.

• Isola BIO möndlumjólk án sykurs til að að flóa út í kaffið og nota í chia-graut.

• Olifa: Ég nota ólífuolíurnar bæði sem steikingarolíu og í matseld, t.d. í majónes. Tómatvörurnar og kryddin eru líka æði.

• Änglamark, t.d. frosnir ávextir og blómkálsgrjón.

• MUNA: Chia-fræ, döðlur, kókosflögur, kókosolíur og fleira.

• NOW stevíudropa nota ég í chia-grauta og kakóbollann ómissandi sem er stútfullur af magnesíum og andoxunarefnum.

• Á Heilsu- og lífsstílsdögum birgir Krista sig upp af vítamínum, kollageni, baksturs- og frystivörum.

Glútenlaust fræbrauð Þessi uppskrift er ægilega góð og einföld og tilvalin sem smørrebrød með góðu próteini, salati og heimagerðu majónesi. Það er gott að frysta sneiðarnar og rista öðru hvoru.

• 280 g möndlumjöl, ljóst

• 35 g hörfræ (ég mala þau í matvinnsluvél)

• 60 g sólblómafræ

• 30 g hampfræ

• 60 g graskersfræ

• 1 tsk. salt

• 1 tsk. lyftiduft

• 3 stór egg

• 500 g kotasæla

Malið hörfræ og blandið síðan öllum þurrefnum saman og setið til hliðar. Setjið kotasælu og egg í blandara og maukið þar til blandan er laus við kekki. Blandið saman við þurrefnin og setjið í brauðform; gott er að klæða það að innan með bökunarpappír. Bakið í 60 mín. við 180°C. Ágætt er að setja álpappír yfir brauðið undir lok bökunartímans, síðustu 10 mín.

Látið kólna alveg og skerið svo niður. Á mínu smurbrauði er t.d. íslenskt smjör, hangikjöt, skinka eða roast beef og síðan skreyti ég með salati, spírum, kryddplöntum og soðnum eggjum. Hentar jafnt í veisluna sem og í hádeginu.

25% AFSLÁTTUR

10% AFSLÁTTUR

15% AFSLÁTTUR

100% gerðar úr ávöxtum Innhalda engan viðbættan sykur

HÁGÆÐA LÍFRÆN JURTAMJÓLK

25% AFSLÁTTUR

Fimm leiðir til að lágmarka streitu

í daglegu lífi

hröðu og krefjandi nútímasamfélagi getur streita auðveldlega smeygt sér inn í daglegt líf okkar. Það er mikilvægt að finna leiðir til að lágmarka álag og stuðla að betri andlegri og líkamlegri vellíðan. Kolbrún Pálína Helgadóttir, talskona MUNA, markaðskona, markþjálfi og Yin Yoga kennari, tók saman nokkur góð ráð til þess að draga úr streitu.

1. Hugleiðsla og djúpöndun

Hugleiðsla og djúpöndun eru áhrifaríkar aðferðir til að róa hugann og draga úr streitu.

Daglegar hugleiðsluæfingar, jafnvel bara í 5-10 mínútur, geta hjálpað til við að endurstilla hugann og auka einbeitingu til muna. Djúpöndun, eða svokölluð kassaöndun, einnig þekkt sem Box Breathing, er til dæmis einföld aðferð til þess að róa hugann og líkamann, draga úr stressi og bæta einbeitingu.

Kassaöndun (Box Breathing)

1. Innöndun (4 sekúndur)

• Andaðu djúpt inn í gegnum nefið og teldu upp að fjórum.

2. Halda andanum (4 sekúndur)

• Haltu andanum niðri og teldu upp að fjórum.

3. Útöndun (4 sekúndur)

• Andaðu rólega út í gegnum munninn og teldu upp að fjórum.

4. Halda andanum (4 sekúndur)

• Haltu aftur niðri í þér andanum og teldu upp að fjórum.

• Endurtaktu nokkrum sinnum.

2. Regluleg hreyfing

Hreyfing er frábær leið til að losa um stress og bæta andlega líðan. Regluleg líkamleg hreyfing, eins og gönguferðir, hlaup, jóga eða þolfimi, eykur framleiðslu endorfína í líkamanum sem getur lyft lundinni og dregið úr streitu. Reyndu að stunda hreyfingu að minnsta kosti 30 mínútur á dag, nokkrum sinnum í viku.

3. Skipulagning og forgangsröðun

Gott skipulag getur hjálpað til við að minnka álag og streitu í daglegu lífi. Búðu til lista yfir verkefni sem þarf að vinna og forgangsraðaðu þeim með því að brjóta stór verkefni

Kolbrún mælir með MUNA vítamínlínunni fyrir alla fjölskylduna.

niður í smærri og viðráðanlegar einingar. Þannig getur þú minnkað tilfinningu fyrir ofurálagi. Að hafa skipulagða daglega rútínu getur einnig hjálpað til við að viðhalda jafnvægi og auka framleiðni.

4. Tímastjórnun og hlé

Að stjórna tíma sínum vel er lykilatriði til að draga úr streitu. Settu þér raunhæf markmið fyrir daginn og gættu þess að taka regluleg hlé. Stutt hlé, jafnvel bara í 5-10 mínútur, geta hjálpað til við að endurhlaða orkuna og auka einbeitingu. Í þessum hléum getur þú gert stuttar teygjuæfingar, farið í stuttan göngutúr, tekið nokkra djúpa andardrætti eða iðkað kassaöndun.

5. Góð næring og svefn

Heilbrigt mataræði og nægur svefn eru grundvallaratriði fyrir andlega og líkamlega heilsu. Forðastu ofneyslu á koffíni og sykri sem getur aukið streitustig. Reyndu að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat, eins og grænmeti, ávexti, heilkorn og próteinríka fæðu. Gakktu úr skugga um að fá nægan svefn á hverri nóttu, helst 7-9 klukkustundir, til að gefa líkamanum og huganum tækifæri til að endurheimta sig. Raðaðu saman þinni fullkomnu blöndu af MUNA vítamínum til þess að fullkomna daglegu rútínuna þína.

Að draga úr streitu krefst ekki stórra breytinga á lífsstíl. Með því að innleiða þessar einföldu og árangursríku aðferðir í daglegt líf getur þú stuðlað að betri andlegri og líkamlegri líðan. Mundu að hver lítil breyting getur haft mikil áhrif á heilsu og hamingju til langs tíma litið.

Kolbrún á Instagram: instagram.com/kolbrunpalina

25% AFSLÁTTUR

Fáðu jafnvægi í morgunmat

Lífrænir hafrar og dass af dásemdar kókos, möndlu & döðlusmjöri

15% AFSLÁTTUR

20% AFSLÁTTUR

Dekra við líkama og sál á

Heilsu- og lífsstílsdögum

Þríeykið úr hlaðvarpinu Undirmönnuðum, Eydís Ýr Jónsdóttir, Rakel Jana Arnfjörð og Andrea Ósk Þorkelsdóttir, sjá fram á að fylla á skápana á Heilsu- og lífsstílsdögum Nettó.

Ávextirnir frá Eat Me eru í miklu uppáhaldi þessa dagana og aukahlutirnir sem fylgja þeim. En svo er mjög gaman að skoða allt úrvalið, öll tilboðin og prufa eitthvað nýtt,“ segir Andrea. „Ég ætla að fylla vel á bleyjur, blautþurrkur, ýmiss konar krem og snyrtivörur – og þurrvöru sem endist lengi í skápunum og gott er að eiga,“ bætir Eydís við. Rakel tekur undir þetta með bleyjur, blautþurrkur og þurrvörur. „Ég kaupi líka alltaf vel af frosnum ávöxtum og frosnu grænmeti frá Änglamark. Svo hugsa ég að ég grípi Änglamark kuldakremið og intensekremið.“

Änglamark í uppáhaldi

„Við mælum einfaldlega með öllu frá Änglamark,“ segja þær. „Við notum allar, og mælum heilshugar með, kuldakreminu, intense-kreminu, bómullarskífunum, eyrnapinnunum, handsápunni, sturtusápunni, handaáburðinum, naglalakkseyðinum, sólarvörnunum og öllum barnavörunum frá Änglamark.“ Þær eru lífrænar og Svansvottaðar, lausar við ofnæmisvalda og á viðráðanlegu verði, segja þær. „Við eigum litla viðkvæma kroppa og það þarf að hugsa vel um þá með góðum vörum.“

Þær kjósa alltaf matvörurnar frá Änglamark þegar það er hægt. Eydís kaupir oft döðlur, apríkósur, fíkjur og aðra þurrkaða ávexti. Hún segir fjölskylduna einnig halda upp á kjúklingabaunirnar. „Við höfum verið að vinna með að setja þær í air fryer sem gerir gott snakk, búa til húmmus og einnig að nota safann úr dósinni til að gera marengskökur.“

Andrea segist oft kaupa frosið grænmeti fyrir matargerð en einnig ólífuolíu, pasta, pastasósur, pestó, litlu safaríku eplin og kínóa. Rakel notir Samkaupaappið mikið þegar hún verslar í matinn. „Ég slæ alltaf inn „Änglamark“ eða fer í „Mínar topp 100 vörur“ og kaupi alla matvöru sem ég get frá Änglamark. Vinsælast á mínu heimili er dýrapastað, pastasósurnar, frosnu berin, tortilla-kökurnar, haframjölið, ólífuolían og síðast en ekki síst, döðlurnar.“

Einfalt er best

Lífið getur verið flókið með mörg ung börn – en vinkonurnar eiga allar tvíbura – og þá kemur gott skipulag sér vel. Eydís segir þau hjónin reyna að elda hollan og góðan mat frá grunni. „Það hefur reynst okkur vel að kíkja vikulega, yfirleitt

um helgar, í gegnum ísskáp, frysti og skápa til að kanna hvað er til og nýta það til að búa til matseðil fyrir næstu viku og setja jafnóðum í körfuna í appinu.“ Hún bætir þó við að þetta gengur ekki alltaf upp og þá er gott að grípa til einfaldra lausna eða jafnvel skyndibita.

„Einfalt er alltaf best með börn,“ segir Andrea. „Það er ekkert leiðinlegra en að vera búin að vera í eldhúsinu í langan tíma að útbúa mat sem síðan enginn vill borða.“ Dýrapasta frá Änglamark er oft á boðstólum hjá henni auk ávaxta og grænmetis. Rakel tekur undir það að einfalt er best. „Við eldum langoftast frá grunni – og þegar ég segi við, þá er það maðurinn minn, en hann sér um eldamennskuna á okkar heimili. Okkar „go to“ á krefjandi dögum er Änglamark-pasta, pastasósa og grænmeti.“

Finna jafnvægi í lífinu Í hlaðvarpinu segja Andrea, Eydís og Rakel frá áskorunum í lífi sínu og gefa hlustendum góð ráð. Það mikilvægasta er að ætla sér ekki um of, sýna sér skilning, biðja um aðstoð og finna jafnvægi í lífinu. „Allt er gott í hófi en um að gera að dekra við líkama og sál á Heilsu- og lífsstíldögunum,“ segja þær. Andrea bætir við: „Það er mikilvægt að reyna lifa í núinu og muna að hlæja og hafa gaman. Eydís tekur undir það og hvetur fólk til þess að hugsa um andlega og líkamlega heilsu, „því án hennar kemst maður ekki langt!“ Rakel segir það einnig nauðsynlegt að hafa gaman. „Gerðu það sem þér finnst skemmtilegt. Ekki eyða orku í óþarfa og settu þig í fyrsta sæti.“

Eydís, Andrea og Rakel mæla með öllu frá Änglamark.

ÄNGLAMARK BARNAVÖRURNAR ERU ALLAR ÁN ASTMA- OG

OFNÆMISVALDANDI EFNA

Þær innihalda ekki litarefni, lyktarefni eða efni sem raska hormónabúskapnum.

Þær eru án parabena og framleiddar úr fáum völdum innihaldsefnum til að lágmarka hættuna á ofnæmisviðbrögðum.

Að auki eru þær Svansvottaðar.

25% AFSLÁTTUR

Kynorka

Maca rótin er talin auka kynlöngun hjá öllum kynjum. Einnig er maca rótin talin styðja við hormónakerfið og hjálpa til við breytingaskeiðið.

Gæði - Hreinleiki - Virkni

20% AFSLÁTTUR

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til

Maca

20% AFSLÁTTUR

Maca (Lepidium meyenii) er lækningajurt sem hefur lengi verið notuð sem fæða og lyf í Perú þar sem hún vex upp til fjalla. Macarótin tilheyrir krossblómaætt og er skyld brokkolíi, blómkáli og hvítkáli. Til eru mismunandi tegundir af maca-rótinni en ræturnar geta verið rauðar, svartar, fjólubláar eða gular.

Efnainnihald og virkni geta verið breytileg milli tegunda. Maca er næringarrík rót og inniheldur m.a. trefjar, sterkju, nauðsynlegar amínósýrur, járn, joð, kalk, önnur steinefni og vítamín ásamt fjölda virkra plöntuefna. Maca-rótin hefur hlotið mikla athygli undanfarið þó að rannsóknir á virkni hennar séu á byrjunarstigi.

Heilsa kvenna

Rannsóknir benda til þess að maca-rótin geti aukið kynhvöt, dregið úr einkennum breytingaskeiðs, s.s. hitakófum og svefnvanda, stuðlað að bættu skapi og aukinni orku. Ein rannsókn sýndi að konur sem tóku tvær töflur sem innihéldu maca tvisvar á dag eftir tíðahvörf upplifðu að dregið hafði úr einkennum, eins og hitakófi og nætursvita. Maca inniheldur engin jurtaestrógen, eða undanfara þeirra, og er virkni maca rakin til plöntusteróla og alkalóíða, efnasambanda sem eru þekkt fyrir að örva hormónastarfsemi í gegnum HPA-ásinn (undirstúkuheiladingul-nýrnahettuásinn). Maca virtist sýna sértaka virkni sem einkennir aðlögunarjurtir (e. adaptogens) með því að hafa hormónastillandi áhrif í gegnum HPA-ásinn og gæti þannig verið valkostur án hormóna fyrir konur á breytingaskeiði og í tíðahvörfum.

Heilsa karla

Sögulega hefur notkun maca verið tengd jákvæðum áhrifum á æxlunarheilbrigði karlmanna, þ.e. aukinni kynhvöt, frjósemi og sæðisframleiðslu, og rótin hefur víða verið notuð til að auka frjósemi. Í yfirlitsgrein frá 2016 var sýnt fram á að maca-rót virðist geta aukið gæði sæðis hjá bæði frjósömum körlum og þeim sem glíma við ófrjósemi. Einnig eru vísbendingar um að maca geti aukið kynhvöt hjá körlum.

Maca og aukin orka Algengt er að fólk noti maca til þess að vinna bug á þreytu og upplifa aukna orku. Maca virðist m.a. hafa áhrif á hvatberavirkni og auka ATP-orkuefni sem skýrir orkuáhrif maca. Lítil rannsókn frá 2016 með 175 þátttakendum bendir til að það séu tengsl milli notkunar á maca og aukinnar orku en í rannsókninni sögðust þau sem tóku 3 g af maca í 12 vikur upplifa meiri orku en þau sem neyttu ekki maca.

Maca hefur margvíslega mögulega heilsufarslega ávinninga, sérstaklega fyrir æxlunar- og kynheilbrigði. Hins vegar er frekari rannsókna þörf til þess að ákvarða virkni og ávinning af notkun maca enn frekar þar sem margar rannsóknir notuðu lítil úrtök eða dýralíkön. Flestir þola maca vel og geta tekið efnið inn án þess að fá aukaverkanir. Vegna mögulegra orkuaukandi áhrifa er best að neyta maca fyrri part dags.

HEIMILDIR:

1. Chemical composition and health effects of maca (Lepidium meyenii)

- ScienceDirect

2. Use of Gelatinized Maca (Lepidium Peruvianum) in Early Postmenopausal Women - PMC (nih.gov)

3. Hormone-Balancing Effect of Pre-Gelatinized Organic Maca (Lepidium peruvianum Chacon): (III) Clinical responses of early-postmenopausal women to Maca in double blind, randomized, Placebo-controlled, crossover configuration, outpatient study - PMC (nih.gov)

4. The use of maca (Lepidium meyenii) to improve semen quality: A systematic review - PubMed (nih.gov)

5. Exploring the chemical and pharmacological variability of Lepidium meyenii: a comprehensive review of the effects of maca - PMC (nih.gov)

6. Acceptability, Safety, and Efficacy of Oral Administration of Extracts of Black or Red Maca (Lepidium meyenii) in Adult Human Subjects: A Randomized, Double-Blind, Placebo-Controlled Study - PubMed (nih.gov)

Veldu virkni

Freyðitöflurnar frá NOW innihalda steinefnasölt sem eru líkamanum mikilvæg og tapast þegar við svitnum. Henta t.d. mjög vel eftir erfiðar æfingar, hlaup, hjól og æfingar í heitum sal.

Freyðitöflurnar frá NOW eru með stimplana “Informed choice” og “Informed Sports” og standast því ströngustu gæðastaðla um hreinleika vöru og innihalda þær engin efni sem eru á bannlista WADA. Það virkar vel að velja NOW.

Steinefnasölt freyðitöflur

20% AFSLÁTTUR

Vertu viss, veldu NOW

Vörurnar frá NOW innihalda einungis hráefni í hæsta gæðaflokki fyrir hámarks virkni. Við leggjum mikinn metnað í rannsóknir og öryggisprófanir til að tryggja þér vörur sem virka. Fjölbreytt úrval náttúrulegra vítamína og bætiefna með öflugum innihaldsefnum fyrir þína heilsu.

Gæði - Hreinleiki - Virkni

20% AFSLÁTTUR

Það breyttist allt – til hins betra

Birgitta Líf Björnsdóttir nýtur lífsins eftir að sonur hennar, Birnir Boði, kom í heiminn.

Móðurhlutverkið hefur umbreytt öllu, segir Birgitta Líf, og gert tilveruna ennþá betri. „Hann er dásamlegur og gerir alla daga gleði- og hamingjuríkari.“

Nýtur hverrar stundar

Birgitta Líf hefur alltaf verið dugleg að hreyfa sig og hugsa um heilsuna og það hefur ekki breyst þótt hún taki lífinu meira með ró en áður. „Þegar ég varð ólétt og eftir að Birnir Boði fæddist hægðist einhvern veginn á öllu hjá mér – sem var kannski tímabært – og nú næ ég mun betur að njóta hverrar stundar.“ Henni finnst best að fara í heita tíma í ræktinni en hefur líka prófað mömmutíma í WorldFit og pilates-tíma þar sem börnin eru með. Hreyfingin og félagsskapurinn skipta hana miklu máli. „Mér líður betur og er betri mamma fyrir vikið!“

Hún mælir með því við aðrar nýbakaðar mæður að fara rólega af stað og finna sér skemmtilegar æfingar sem henta þeim, annaðhvort án barna og njóta þess að fá smá „mömmufrí“ eða taka börnin með á námskeið. „Það gerir svo mikið fyrir mann á þessum tíma að fara út úr húsi, hitta fólk og kynnast öðrum mömmum sem eru í svipuðum sporum.“

Með færri verkefnum og meiri frítíma hefur Birgitta Líf meiri tíma til að versla í matinn og elda heimatilbúinn mat í staðinn fyrir að grípa eitthvað fljótlegt á hlaupum. Hún ætlar að reyna að halda því áfram eftir að fæðingarorlofinu lýkur. „Máltíðirnar eru hollari þegar maður útbýr þær sjálfur. Það þarf að leggja áherslu á góða næringu þegar á að sjá um lítinn einstakling og sérstaklega í brjóstagjöfinni.“ Vörukarfan inniheldur oft kjöt, egg, avókadó og próteindrykki.

Lífrænar og Svansvottaðar barnavörur

Svo kaupir hún auðvitað bleyjur og blautþurrkur. „Ég veit ekki hvar við værum án Änglamark blautþurrkanna! Þær eru einfaldlega langbestar, svo hreinar og góðar. Svo elska ég líka bleyjurnar og hef heyrt góða hluti um kuldakremið sem við munum klárlega prófa í vetur.“

Birgitta Líf vandaði valið á fyrsta grautnum fyrir soninn. „Birnir er nýlega farinn að smakka graut og völdum við hirsigrautinn frá Holle sem hann borðar af bestu lyst og er úr hágæða hráefnum.“

Góð kaup á vítamínum

Birgitta Líf sér fram á að gera góð kaup á Heilsu- og lífsstílsdögum. „Mér finnst gott að nýta Heilsudagana í að taka til í vítamínskápnum og koma mér aftur upp rútínu við að taka vítamín og jafnvel breyta til í þeim efnum. Ég hef verið að prófa vítamínspreyin frá BetterYou, bæði fyrir mig og Birni, sem eru mjög þægileg. Ég þarf klárlega að birgja okkur upp af þeim.“

Hún verslar mikið á netto.is í gegnum appið og nýtir sér það að fá vörurnar sendar heim, sérstaklega fyrst eftir að Birnir fæddist. „Þvílík lífsgæði sem það voru á fyrstu vikunum!“ Öll tilboðin á Heilsu- og lífsstílsdögum gilda einnig í Netverslun Nettó.

Aukin áhersla á heimatilbúinn mat

Sterk, sterkari, sterkust

NOW EVE er einstök fjölvítamín blanda fyrir konur sem inniheldur mikilvæg vítamín og steinefni, sérsniðið að kvenheilsu.

Gæði - Hreinleiki - Virkni

20% AFSLÁTTUR

Próteindrykkir

Án laktósa

30 g prótein

ENGIN VIÐBÆTTUR SYKUR

ÄNGLAMARK SÆLGÆTI

Þyngdar stjórnun*

Vísindalega prófað

bætt melting 20% AFSLÁTTUR

Vísindamennirnir sem uppgötvuðu hinn byltingarkennda Akkermansia góðgeril árið 2004 stofnuðu The Akkermansia Company. Þeir hafa síðan helgað líf sitt því að útbúa fæðubótarefni sem leyfir fólki að njóta góðra áhrifa gerilsins á meltingu og þarmaheilsu. Nánari upplýsingar á www.akkermansia.is.

Akkermansia – Næsta

kynslóð góðgerla

Akkermansia muciniphila er baktería sem var fyrst einangruð árið 2004 á rannsóknarstofu Dr. Willem

M. de Vos og teymi hans í Hollandi. Eftir margra ára rannsóknir hönnuðu þeir gerilsneytt Akkermansia, lífvirkasta og klínískt rannsakaða form stofnsins. Akkermansia er náttúrulega til staðar í þörmunum en getur minnkað með aldri og lífsstílsbreytingum.

Akkermansia getur bætt heilsuna Á síðustu tíu árum hafa margar vísindalegar rannsóknir stutt þá kenningu að Akkermansia geti verið heilsubætandi. Sýnt hefur verið fram á jákvæð tengsl Akkermansia við:

• Heilbrigða slímhúð í þörmum

• Lægri tíðni efnaskiptakvilla

• Lægri tíðni vægrar bólgu

Þessi byltingarkenndi bakteríustofn hjálpar til við að styrkja þarmavegginn og mótstöðu fólks gegn meltingar-, efnaskipta- og ónæmissjúkdómum, þar á meðal offitu, sykursýki og vægum bólgum.

Þyngdarstjórnun og jafnari blóðsykur Rannsóknir á dýrum hafa sýnt að inntaka Akkermansia sem fæðubótarefnis getur komið í veg fyrir offitu og efnaskiptavandamál af völdum fituríkrar fæðu. Við inntöku Akkermansia minnkuðu líkamsþyngd og líkamsfita eftir ýmsum leiðum. Einnig batnaði starfsemi þarmaveggjarins og orkunotkun og orkutap með hægðum jukust.

Microbes4U var fyrsta slembiraðaða, tvíblinda könnunarrannsóknin með samanburði við lyfleysu sem lagði mat á áhrif Akkermansiabaktería á menn.

hjálpar til við að hægja á bólguviðbrögðum í líkamanum og hámarka heilbrigði á heildrænan hátt.

Þarmaveggurinn stjórnar því hvað fer inn í þarmana eða út úr þeim. Þegar starfsemi þarmaveggjarins raskast (t.d. vegna raskaðrar örveruflóru í meltingarvegi), getur það aukið gegndræpi þarmaveggjarins. Við það kemst innihald þarmanna, s.s. niðurbrotsefni og sameindir frá bakteríum og bakteríurnar sjálfar, í gegnum þarmavegginn og út í blóðrásina. Aukið gegndræpi í þörmum er einnig nefnt þarmaleki. Þarmaleki tengist ýmsum meltingarfærakvillum auk annarra kvilla í öðrum líffærum, þar með talið bólgusjúkdómum í meltingarvegi, iðraólgu, glútenóþoli og fæðuofnæmi.

Einn helsti eiginleiki Akkermansia er geta til að lifa í slímhúð og nýta sér hana. Bakterían framleiðir fjölda ensíma sem eru sérstaklega gerð til að brjóta niður slím. Vegna þessara ensíma er bakterían ekki háð því að fá næringu úr fæðu. Þar sem Akkermansia notar eingöngu slím til næringar er stundum litið á hana sem slímsundrandi bakteríu. Í þörmum hjá heilbrigðu fólki viðheldur bakterían myndun og þykkt slímlagsins sem hindrar íferð sjúkdómsvaldandi baktería. Þar sem Akkermansia sér öðrum bakteríum í þörmum fyrir næringu má líta á hana sem lykiltegund sem stendur vörð um starfsemi þarmaveggjarins.

• Aðalmarkmið rannsóknarinnar voru að ákvarða öryggi, þolun og breytingar á efnaskiptaþáttum (þ.e. insúlínviðnámi, fituefnum í blóði, söfnun iðrafitu og líkamsþyngd) eftir daglega inntöku í þrjá mánuði hjá einstaklingum í yfirþyngd eða offitu sem voru með efnaskiptaheilkenni og insúlínviðnám.

• Rannsóknin sýndi að fólk þoldi vel að taka inn gerilsneydda Akkermansia-bakteríur daglega í þrjá mánuði og að það gat dregið úr áhættuþáttum fyrir hjarta- og efnaskiptakvilla hjá einstaklingum í ofþyngd/ offitu og með forstig sykursýki.

Heilbrigð þarmaflóra og melting

Með því að styrkja þarmavegginn eflir Akkermansia viðnám ónæmiskerfisins gegn óæskilegum bakteríum sem

HEIMILDIR:

Byltingarkenndir góðgerlar

Healthy Weight with Glucose Control er gert úr Akkermansia og er algjör nýjung góðgerla. Fæðurbótarefnið er afrakstur áratugaþróunar og byggir á klínískum rannsóknum. Í þessari góðgerlavöru er meðal annars að finna grænt te, B2-vítamín og D-vítamín. Mælt er með því að taka eina töflu á dag með mat.

Metabolic endotoxemia initiates obesity and insulin resistance - PubMed (nih.gov)

Gut microbiome and health: mechanistic insights - PubMed (nih.gov)

Next-Generation Beneficial Microbes: The Case of Akkermansia muciniphila - PubMed (nih.gov)

Human gut microbiome: hopes, threats and promises - PubMed (nih.gov)

Akkermansia muciniphila and its role in regulating host functionsPubMed (nih.gov)

Akkermansia muciniphila gen. nov., sp. nov., a human intestinal mucindegrading bacterium - PubMed (nih.gov)

Akkermansia muciniphila: paradigm for next-generation beneficial microorganisms - PubMed (nih.gov)

Mucus barrier, mucins and gut microbiota: the expected slimy partners? - PubMed (nih.gov)

A purified membrane protein from Akkermansia muciniphila or the pasteurized bacterium improves metabolism in obese and diabetic mice - PubMed (nih.gov)

Supplementation with Akkermansia muciniphila in overweight and obese human volunteers: a proof-of-concept exploratory study - PubMed (nih. gov)

að njóta með vinum

Tilvalið í nestið 

25% AFSLÁTTUR

Foreldrar vilja góða næringu fyrir börnin sín

Þegar Silvia Wulff varð móðir og

keypti tilbúinn barnamat í fyrsta skipti kom það henni á óvart hversu lítil gæði hans voru.

Ég vildi ekki borða hann sjálf. Það væri því skrítið ef ég gæfi barninu mínu hann. Ég taldi að foreldrar ættu að eiga þess kost að velja næringarríka tilbúna máltíð fyrir börnin sín sem væri jafn góður valkostur og heimagerður matur. Fólk ætti ekki að fá samviskubit yfir því að útbúa ekki matinn sjálft frá grunni.

Ég stofnaði LoveMade ásamt Mikkel Maarbjerg og Nikolaj Kirk sem eru þekktir Michelin-kokkar. Þeir höfðu sömu framtíðarsýn og löngun og ég til að þróa barnamat sem foreldrar gætu stoltir gefið börnunum sínum. Markmið okkar var að bjóða upp á mat sem væri bæði lífrænn og náttúrulegur en bragðaðist líka vel, ilmaði vel og innihéldi góða næringu sem efldi þroska barna. Markmiðið er frekar einfalt. Við viljum taka bragðupplifun barna alvarlega og koma í veg fyrir að fólk fitji upp á nefið yfir barnamat. Það ætti ekki að vera þannig.

Hvers vegna finnst þér mikilvægt að draga úr sykurmagni í barnamat?

Vegna þess að mér finnst mauk í skvísum og barnamatur almennt ekki innihalda nógu góða næringu. Í dag er sjaldnast viðbættur sykur í barnamat. Hins vegar er mikið af ávöxtum í mest seldu vöruflokkunum á barnamarkaði, grautum og mauki í skvísum, og innihalda þeir því óhóflegt magn af ávaxtasykri. Þessar vörur eru oft seldar og markaðssettar sem barnamatur en samkvæmt dönsku matvælastofnuninni eru þær sambærilegar söfum og gosi og henta ekki sem millimál fyrir börn. Ég tel að það ætti að leggja meiri áherslu á hollt snarl fyrir börn. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst því yfir að sykurinnihald í barnamat sé almennt of hátt og danska heilbrigðiseftirlitið hvetur fólk beinlínis til að takmarka kaup á tilbúnum skvísum vegna mikils sykurinnihalds. Við viljum búa til næringarríkari valkost því við vitum að foreldrar vilja góða næringu fyrir börnin sín.

Hvað er svona slæmt við að hafa mikinn náttúrulegan ávaxtasykur í vörum fyrir börn?

Ung börn þurfa ótrúlega mikla orku og mörg næringarefni, sérstaklega á fyrsta aldursári, því líkami þeirra og heili ganga í gegnum gífurlegan þroska og vöxt. Þess vegna þurfa allar máltíðir, og sérstaklega millimál, að innihalda góða næringu. Ofneysla af sætum matvælum kemur í veg fyrir að börn fái nægilega mikið af vítamínum, steinefnum og öðrum næringarefnum úr fjölbreyttari kosti. Einnig er mikilvægt að börn kynnist öðrum bragðtegundum en sætu og læri að borða hollt og fjölbreytt frá upphafi. Margt af því

sem hægt er að kaupa fyrir ung börn bragðast jafn sætt og sulta og það stuðlar ekki að þroska barnsins á jákvæðan hátt.

Hvað hafið þið hjá LoveMade gert til að draga úr sykurinnihaldi eða magni ávaxtasykurs?

Fyrst og fremst notum við minna af ávöxtum og meira af næringarríkari hráefnum. Við höfum þróað uppskriftir sem innihalda einnig grænmeti, korn og kínóa. Teymið okkar, en í því eru m.a. framleiðendur, matreiðslumenn og klínískur næringarfræðingur, hefur lagt metnað sinn í að finna jafnvægi í uppskriftum þannig að bæði næringarinnihald og bragð séu sem best.

Hvernig þróuðuð þið „barnvænt“ bragð úr blöndu ávaxta og grænmetis?

Við prófuðum matinn á hópi barna meðan á ferlinu stóð. En fyrst og fremst þróðum við vörur sem við sem foreldrar og matreiðslumenn gátum verið stolt af og vildum gefa okkar eigin börnum. Ef við hefðum viljað örugga sölu hefðu við gert matinn eins sætan og allt annað á markaðnum.

En þetta snýst um að taka ábyrgð og kynna hollan og næringarríkan mat fyrir börnunum okkar og kenna þeim góðar matarvenjur. Það erum við, foreldrarnir, sem veljum fyrir börnin okkar og við erum ábyrg fyrir því að móta og þróa bragðskyn þeirra og óskir.

Hverju vildir þú áorka með nýja barnamatnum?

Ég vona að við getum hjálpað til við að endurskilgreina skvísuhugtakið og vekja athygli á ókostum vöruflokksins.

Við viljum varpa fram spurningunni hvort það sé ásættanlegt að ávaxtamauk sé kallað og markaðssett sem „barnamatur“ eða „hollt snarl“.

Ég hóf þessa vegferð með hugmynd, viðskiptaáætlun og nokkrar uppskriftir, sem tveir af bestu Michelin-kokkum Danmerkur þróuðu, í farteskinu. Þetta hefur verið heilmikið ferðalag en í dag fást vörur LoveMade í 4.000 verslunum víðsvegar um Evrópu, þar á meðal Nettó á Íslandi.

TORQ GEL TORQ GEL

Einstaklega virk blanda sem inniheldur náttúruleg bragðefni, engin gervi sætuefni eða litarefni 2:1

Maltodextrin: frúktósa blanda ásamt því að innihalda öll 5 lykilsteinefnin 30 grömm af auðuppteknum kolvetnum

30%

AFSLÁTTUR

MELTING MELTING & ORKA & ORKA

,,Ég hef notað þessar vörur í langan tíma, þær hafa hjálpað mér að fá auka orku, meiri fókus, minni sætulöngun Umfram vökvasöfnun hefur minnkað og meltingin er miklu betri.

ANTI-BLOAT ANTI-BLOAT FATBURNER FATBURNER

30%

AFSLÁTTUR

ÄNGLAMARK SNYRTIVÖRUR – Engin

25%

AFSLÁTTUR

aukaefni!

Allar Änglamark vörurnar eru án astma- og ofnæmisvaldandi efna. Þær innihalda ekki litarefni, lyktarefni eða efni sem raska hormónabúskapnum. Þær eru án parabena og framleiddar úr fáum völdum innihaldsefnum til að lágmarka hættuna á ofnæmisviðbrögðum.

20% AFSLÁTTUR

fóðraðu af ást og

20% AFSLÁTTUR

Stolt af íslenskri framleiðslu

MUNA vítamína

Okkur hjá MUNA er annt um

heilsuna og við viljum auðvelda fleirum að lifa heilbrigðu lífi.

Við erum mjög stolt af nýrri vítamínlínu MUNA sem kom á markað við mikinn fögnuð fyrr á árinu. Um er að ræða fjölbreytt vítamín fyrir alla fjölskylduna. MUNA vítamínin eru framleidd á Íslandi eftir ströngustu gæðakröfum.

Grenivík er þekkt fyrir náttúrufegurð, hreint loft og óspillta náttúru en einmitt þar er Pharmarctica, framleiðandi MUNA vítamínanna staðsettur, í litlu sveitarfélagi á Norðurlandi eystra. Óhætt er að segja að staðsetningin veiti fyrirtækinu einstaka aðstöðu til að framleiða hreinar og náttúrulegar vörur.

Ör vöxtur í íslenskri framleiðslu

Pharmarctica hóf starfsemi sína árið 2003 með framleiðslu á forskriftarlyfjum lækna og snyrtivörum og hefur verið í örum vexti síðan. Í dag er Parmarctica leiðandi í framleiðslu á fjölbreyttum húðvörum og heilsuvörum. Vörurnar þeirra eru oft unnar úr náttúrulegum hráefnum sem eru rík af næringarefnum og hafa jákvæð áhrif á húð og almenna heilsu.

Pharmarctica leggur mikla áherslu á gæði og öryggi vara sinna. Allar vörur eru framleiddar í samræmi við stranga alþjóðlega gæðastjórnunarstaðla og eru háðar reglulegum gæðaskoðunum. Fyrirtækið notar eingöngu hágæða hráefni og fylgir framleiðsluferli sem tryggir að vörurnar séu öruggar og áhrifaríkar.

Mikilvæg starfsemi fyrir sveitarfélagið Sigurbjörn Þór Jakobsson, framkvæmdastjóri Pharmarctica, segir starfsemina mjög mikilvæga fyrir sveitarfélagið þar

sem starfssviðið sé mjög breitt en hjá fyrirtækinu starfa sautján manns sem flestir búa í nærumhverfi Grenivíkur. „Það er sömuleiðis mikilvægt fyrir starfsemi okkar að fá verkefni eins og að framleiða MUNA vítamínlínuna þar sem öll okkar þekking og tækni fær að njóta sín.“

Pharmarctica er framarlega í rannsóknum og þróun nýrra vara. Fyrirtækið vinnur oft með vísindamönnum og sérfræðingum að þróun nýrra og endurbættra vara sem mæta þörfum viðskiptavina. Þetta tryggir að vörurnar séu ávallt í takt við nýjustu vísindalegu þekkingu og þróun á sviði húðvara og heilsuvara eins og MUNA vítamína.

Bragðgottnasl

Prinsbiti

Lífrænt

25% AFSLÁTTUR

Kreatín

20%

AFSLÁTTUR

Kreatín er meðal mest rannsökuðu og áhrifaríkustu fæðubótarefna á markaðnum. Það bætir frammistöðu á æfingum með því að auka orku við líkamlega áreynslu. Kreatín gegnir mikilvægu hlutverki í vöðvauppbyggingu og orkumyndun líkamans. Kreatín getur einnig haft möguleg jákvæð áhrif fyrir konur á breytingaskeiði og fyrir heilavirkni.

Kreatín er framleitt náttúrulega í líkamanum sem amínósýra og er að finna í sumum fæðutegundum, svo sem rauðu kjöti og sjávarfangi. Megnið af kreatíni líkamans er geymt í vöðvum, aðallega í formi fosfókreatíns. Hlutverk kreatíns er að útvega ATP (adenósínþrífosfat), orkuefni sem allar frumur nota. Birgðir líkamans af kreatíni skapa forða af auðfengnu ATP fyrir orku sem er nauðsynlegt til þess að knýja sprengikraft og efla styrk.

Kreatín og íþróttir

Ein af helstu ástæðum þess að íþróttafólk tekur kreatín er að efla uppbyggingu vöðva, fá meiri orku og hraða endurheimt. Kreatín er talið hjálpa til við að viðhalda núverandi vöðvamassa og auka vöðvastyrk samfara auknu úthaldi og betri endurheimt styrks eftir æfingar. Rannsóknir benda til að kreatín geti stuðlað að hámarksárangri í íþróttum, sérstaklega við stutta og snarpa áreynslu. Kreatín er áhrifaríkt, bæði fyrir skammtíma- og langtímavöxt vöðva. Það getur gagnast mörgum, fólki sem stundar líkamsrækt reglulega, kyrrsetufólki, eldra fólki og afreksíþróttafólki. Ein yfirlitsgrein leiddi í ljós að kreatín reyndist áhrifaríkt við uppbyggingu vöðva hjá heilbrigðu ungu fólki. Í annarri yfirlitsgrein var niðurstaðan sú að kreatín getur bætt vöðvamassa og styrk hjá eldra fólki, hvort sem það stundar styrktarþjálfun eða ekki. Kreatín er talið eitt áhrifaríkasta fæðubótarefnið til að bæta vöðvamassa.

Kreatín og breytingaskeiðið Nokkrar rannsóknir sýna fram á heilsufarslegan ávinning af því að taka inn kreatín á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf. Kreatín virðist hjálpa til við að auka orku og frammistöðu meðan á styrktarþjálfun stendur, byggja upp vöðvamassa og styrkja bein. Tíðahvörfum fylgir aukin hætta á beinþynningu og beinbrotum og því mikilvægt að tileinka sér daglegar venjur sem styrkja beinin, eins og að stunda styrktarþjálfun og taka inn kreatín sem fæðubótarefni samhliða heilsusamlegu mataræði.

Þegar líkaminn fer í gegnum tíðahvörf minnkar estrógen og testósterón sem á stóran þátt í tapi á vöðvamassa, beinþéttni og styrk í formi vöðvarýrnunar. Rannsóknir sýna að þegar styrktarþjálfun er stunduð reglulega samhliða kreatíninntöku, eykst vöðvamassinn.

Annar ávinningur inntöku kreatíns er aukin beinþéttni.

Sýnt hefur verið fram á að kreatín getur dregið úr bólgum og oxunarálagi ásamt því að auka beinmyndun. Ein rannsókn sýndi að eftir 12 mánaða alhliða styrktarþjálfun og kreatíninntöku meðal kvenna, sem upplifðu einkenni tíðahvarfa, dró úr beinþéttnitapi og styrkur í efri hluta líkamans jókst.

Kreatín og heilavirkni

Tengsl kreatíns og heilavirkni hafa ekki verið rannsökuð til hlítar en nýlegar rannsóknir gefa til kynna að kreatín geti verið mikilvægt fyrir heilavirkni, bætt minni, hafi áhrif á skap og vitræna getu. Rannsóknum fer fjölgandi sem sýna að kreatín sem fæðubótarefni geti haft jákvæð áhrif á heilavirkni. Kreatíninntaka virðist geta aukið kreatínmagn í heila sem að hluta til gæti útskýrt ávinning kreatíns á vitræna getu og líðan. Kreatín er talið geta bætt suma þætti minnis, sérstaklega fyrir fólk með lágt kreatínmagn, eins og t.d. grænmetisætur og eldra fólk. Það eru líka einhverjar vísbendingar um að kreatín geti dregið úr einkennum þunglyndis hjá einstaklingum sem þjást af því. Frekari rannsókna er þörf á þessu sviði áður en hægt er að slá því föstu hvort kreatín sé árangursríkt fyrir vitræna getu og geðheilsu en núverandi rannsóknir lofa góðu.

Notkun

Sem fæðubótarefni er kreatín fáanlegt í hylkja- og duftformi. Mikilvægt er að drekka vel af vatni með inntöku kreatíns. Ef markmiðið er að auka árangur í íþróttum er áhrifaríkast að taka það rétt eftir æfingu. Margir sem taka kreatín byrja með hleðslufasa sem leiðir til hraðrari aukningar á kreatínbirgðum í vöðvunum. Til að hlaða með kreatíni er mælt með 20–25 g á dag í 5–7 daga, skipt í fjóra 5 g skammta yfir daginn. Eftir hleðslufasann er hægt að taka um 3–5 g á dag til að viðhalda háu magni í vöðvunum. Einnig er hægt að sleppa hleðslufasanum og taka 3–5 g á dag. Kreatín er talið öruggt til inntöku og flestir þola það vel en einstaklingum með undirliggjandi nýrnasjúkdóma er ráðlagt að ráðfæra sig við fagaðila.

Hámarks árangur á æfingum

Kreatín gegnir mikilvægu hlutverki í vöðvauppbyggingu og orkumyndun líkamans.

Kreatín er talið bæta líkamlega frammistöðu þegar kemur að stuttum og snörpum æfingum.

Gæði - Hreinleiki - Virkni

20% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

Áttu harðfisk?

25% AFSLÁTTUR

voniceland.is

84% PRÓTEIN

99,2%

FISKUR

NÆRING FRÁ Ö TIL Ö

Þrefaldaðu efnaupptöku líkamans með Omega-3 beint úr smáþörungum

Omega-3 styrkir heilann, hjartað, liðina og ónæmiskerfið. Leyfðu sjálfbærasta þörungabætiefni í heimi að hjálpa þér að verða kraftmesta útgáfan af þér. orlonutrition.is

Nálægt náttúrunni

Hlaupararnir Þorsteinn Roy Jóhannsson og Marteinn Urbancic njóta nálægðar við náttúruna, hvort sem þeir eru uppi á fjöllum eða í eldhúsinu heima hjá sér.

Við erum báðir mjög meðvitaðir um að borða eins hreinar afurðir og kostur er, til dæmis lífrænu vörurnar frá Änglamark, Biona og MUNA,“ segja hlaupararnir og vinirnir Þorsteinn Roy Jóhannsson og Marteinn Urbancic. „Svo er alltaf mikilvægt að vera með nóg af ávöxtum og grænmeti í körfunni – nóg af litum. Við erum mjög meðvitaðir um innihaldsefni í vörum og erum þakklátir fyrir úrvalið í Nettó því þar er auðvelt að versla vörur sem eru nálægt náttúrunni og lítið unnar.“

Bætiefni fyrir hlaupara

„Það er alltaf mikilvægt að hafa steinefni og sölt í góðu jafnvægi og þar notum við freyðitöflur frá Nuun Hydration. Einnig eru önnur vítamín og steinefni mikilvæg, eins og magnesíum, járn og D-vítamín á veturna,“ segja Þorsteinn og Marteinn en benda jafnframt á að þarfir fólks eru mismunandi. „Við hvetjum fólk til að vera meðvitað um líkama sinn og kerfið sem við ætlumst svo mikils til af á hlaupum. En eitt er víst að allt sem mann vantar er í vítamínhillum Nettó!“

Bara taka fyrsta skrefið

Félagarnir hvetja þau sem vilja byrja að hlaupa til að fara rólega af stað. „Fara út að labba og bæta svo við stuttum röskum göngutúrum til að æfa hjartað að pumpa. Svo er hægt að skokka milli ljósastaura, labba að næsta og koll af kolli. Alltaf miða við að 70–80% af hlaupum vikunnar séu á spjallhraða.“ Þeir mæla með hvíldardögum til að keyra sig ekki út, fá ekki leiða á hlaupum eða hætta á meiðsli. „Svo að hafa eins gaman af þessu og mögulegt er, koma sér í hlaupahóp eða góðan félagsskap.“

Í hlaðvarpinu Út að hlaupa veita Þorsteinn og Marteinn öllum hlaupurum, byrjendum og lengra komnum, góð ráð.

Hreyfing allt árið Nú eru dimmustu og köldustu mánuðurnir í nánd og erfiðara fyrir marga að drífa sig út. Þorsteinn og Marteinn hlaupa þó úti allan ársins hring. „Veður er eitthvað sem við getum ekki haft áhrif á. Við getum hins vegar haft áhrif á hugarfarið okkar og klætt okkur vel. Það er fátt jafn gefandi og að fara út í vonda veðrið að leika sér.“

Einnig er hægt að hlaupa inni á hlaupabretti eða taka sér hlaupafrí og gera eitthvað annað í mesta skammdeginu. Félagarnir æfa styrk meðfram hlaupum og svo benda þeir á að hægt sé að koma meiri hreyfingu inn í rútínu

hversdagsins. „Til dæmis að leggja í bílastæðið fjærst Nettó og ganga aðeins lengri spöl í búðina; allt svona skiptir máli.“

Frelsi frá amstri dagsins

En hvað er svona heillandi við hlaup? „Þetta er ákveðið frelsi frá amstri dagsins. Maður upplifir ákveðna núvitund og getur gleymt sér í nokkra tíma í náttúrunni. Það er ekkert áreiti, bara þú með sjálfum þér eða góðum félögum að hlaupa.“ Þorsteinn og Marteinn segja okkur vera hönnuð til að hreyfa okkur úti. „Þróunarsagan sýnir okkur að maðurinn hefur verið hlaupandi um berfættur frá örófi alda. Þetta er í DNA-inu okkar.“

Ávinningurinn er bæði líkamlegur og andlegur. „Hlaup setja fullt af jákvæðum ferlum af stað. Við dælum gleðihormónum um æðarnar, komum blóðflæði um allan líkamann og þjálfum líkama og sál.“

Fljótlegt túnfiskpasta

Félögunum finnst báðum skemmtilegt að elda góðan mat frá grunni og bjóða fjölskyldum hvors annars í mat. Hér er uppskrift sem Þorsteinn notar gjarnan þegar hann er í tímaþröng.

• Rummo spagettí eða annað pasta

• Túnfiskur í krukku frá Olifa

• Laukur

• Parmesan-ostur

• Salt og pipar

• Lífræn ólífuolía frá Olifa

Steikið niðurskorinn lauk í olíu við lágan hita. Bætið túnfiskbitum út á pönnuna. Sjóðið pasta, síið vatnið frá og hellið út á pönnuna. Saltið og piprið eftir smekk, hellið meiri olíu yfir ef vill, blandið vel og rífið Parmesan yfir. Einnig er gott er bæta við svörtum ólífum frá Olifa.

Marteinn og Þorsteinn með dætrum sínum sem eru jafngamlar – upp á dag!

FERSK PRÓTEIN UPPLIFUN

25% AFSLÁTTUR

LÍ F RÆN T

Þ ARAS N AK K

25% AFSLÁTTUR

16gr Prótein
Trefjar
Geggjað Gott

Hugsar þú vel um þig og þína?

Náttúrulegar tíðavörur sem innihalda engin eiturefni eða klór.

„Umræðan um blæðingar hefur galopnast með tilkomu samfélagsmiðla og fræðslunni sem þar fer fram. Túr er ekki lengur tabú heldur hluti af því að þroskast og breytast og nú er meira pláss fyrir ólíkar raddir og upplifanir af blæðingum.“

Sigga Dögg kynfræðingur hefur sinnt kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum um land allt um árabil og segir blæðingar alltaf jafn vinsælt umræðuefni.

„Þessi umræða er engan veginn kynjuð því hún snertir líkamann og þegar kemur að fræðslu um píkuna, þá leggja flestir unglingar við hlustir og koma með frábærar spurningar, eins og: „Er hægt að pissa og vera með tappa í leggöngunum?“

Flest grunnskólabörn fá fræðslu um blæðingar frá skólahjúkrunarfræðingi í sjötta bekk auk þess sem fjölmargir skólar og félagsmiðstöðvar bjóða upp á ókeypis bindi á salernum eða hjá ritara.

„Píkan er sjálfhreinsandi og þarf hvorki klór né önnur ertandi hreinsiefni þótt hún sé á blæðingum. Þá á alls ekki að baða píkuna í lyktareyðandi efnum og ertandi sápum sem eyðileggja náttúrulega sýklaflóru og geta komið af stað vítahring sveppasýkinga. Við þurfum því að tala um píkuna á nýjan hátt og um hvað sé eðlilegt í þeim efnum,“ segir Sigga Dögg en hún hefur sjálf notað Natracare í áraraðir.

„Túrverur eru sem betur fer kröfuharðir neytendur sem er annt um píkuna sína og láta ekki bjóða sér hvað sem er; nú er rík krafa um hreinar vörur sem bæði taka tillit til líkamans en einnig umhverfisins. Og þar er Natracare fremst í flokki. Natracare er betra fyrir líkama okkar og umhverfið. Þetta tvennt spilar saman því allar viljum við skilja eftir okkur lítil umhverfisfótspor. Mörg önnur tíðabindi innihalda plast, klór og óæskileg auka- og rotvarnarefni sem alið geta á alls kyns veseni og sýkingum. Með Natracare er það vandamál úr sögunni því Natracare tappar og bindi eru klórlaus, gerð úr lífrænt vottaðri bómull og náttúrulegum efnum.“

Sigga Dögg segir brýnt að foreldrar stýri unglingunum sínum þegar þeir taka sín fyrstu skref í notkun tíðabinda.

„Miklu skiptir hvað notað er frá upphafi því við erum að tala um langtímanotkun á bindum og töppum í hverjum einasta mánuði í áratugi. Við þurfum að kynna fyrir þeim

heilnæmustu og umhverfisvænstu vörurnar og kenna þeim að takmarka notkun rotvarnarefna í öllu því vöruvali sem nota þarf fyrir líkamann. Tíðabindi og tappar liggja þétt að þeirra viðkvæmasta svæði sem er beintengt blóðrásinni og píkan er þar sérstaklega viðkvæm þar sem óæskileg efni eiga greiða leið inn í líkamann.“

Natracare fyrir náttúruna

Margir kvensjúkdómalæknar ráðleggja túrverum með viðkvæma húð að nota Natracare bindi til að draga úr snertingu við klórbleikjuð efni og vörur sem innihalda gerviefni, latex og rakadræg efni úr jarðolíu. Notkun á bindum og töppum úr lífrænni bómull minnka líkur á sýkingum eða eitrun sem fólk verður fyrir á hverju ári.

„Við þurfum að leyfa píkunni að sjá um sig sjálfa. Þannig er aldrei mælt með því að skola inn í leggöng og alltaf þarf að passa upp á að skipta reglulega um túrtappa. Ellegar súrna þeir og geta aukið hættu á alvarlegum sýkingum. Þá þarf að brýna fyrir túrverum að tappar fáist í mismunandi stærðum eftir magni blóðs,“ segir Sigga Dögg.

Hún finnur mikinn mun á því að nota Natracare bindi og tappa.

„Það hafði mikil áhrif á mig að lesa um öll þau rotvarnar- og aukaefni sem mörg tíðabindi innihalda og því fór ég að lesa utan á pakkningarnar þeirra, rétt eins og ég les mér til um innihald matvæla. Öll þessi aukaefni eru ekki boðleg okkur túrverum, af nógu er víst að taka í matvælum, andrúmslofti og snyrtivörum. Hvað þá að bæta við dömubindum með klór og plasti; þá erum við farnar að ofbjóða líkama okkar með stórum pakka af skaðlegri efnasamsuðu sem drepur eðlilega sýklaflóru. Með Natracare veljum við rétt og getum á sama tíma treyst því að reisa ekki heilu verslunarmiðstöðvarnar af tíðabindaúrgangi. Allar vörur Natracare eru yfir 99 prósent vistvænar, án plasts, ilm- og bleikiefna og innihalda lífræna bómull sem brotnar eðlilega niður í náttúrunni og verður að frjósamri moltu. Við það bætist svo næringarrík efnasamsetning tíðablóðs fyrir jarðveginn.“

Allar upplýsingar um Natracare er að finna á natracare.is.

20%

AFSLÁTTUR

Vissir þú að...

...það er gott að læra inn á tíðahringinn sinn til að skilja hvað er að gerast í andlegri og líkamlegri heilsu

...blæðingar hefjast oft um 13 ára og lýkur um 50 ára

...blæðingar geta haft áhrif á meltinguna. Þannig getur þú upplifað hægðalosun rétt fyrir blæðingar en svo hægðatregðu nokkrum dögum síðar þegar blæðingar eru hafnar

...meðallengd blæðinga eru 3-7 dagar

...að meðaltali notar hver túrvera um 11.000 dömubindiogtúrtappa álífsleiðinni–mikilvægt er að nota 100% hreinar vörurápikusvæðiðþví þaðerbestaleiðinfyrir eiturefni að komast inn í blóðrásina

...blæðingar eru misjafnar á túrveramilli

20%

...það er algengt að tveir til þrír tíðahringir séu nokkrum dögum seinir á hverju ári

...þaðblæðirlíkaá nóttunni

....þaðgeturtekið alltaðtvöárfyrir tíðahringinnaðverða reglulegan

...tíðaverkir geta hafist nokkrum dögum áður en blæðingar byrja

....efþúglímirviðmikla vanlíðanog/eðaverkiá blæðingumþáervissara aðleitatillæknis

...ilm-oglitarefnieru óþarfiítíðavörur. Þaugetavaldiðertingu, eðahúðofnæmni,eymslum kláða. Natracare notar100%lífrænabómullog eruvörurnarþvílausarvið öll aukaefni

25% AFSLÁTTUR

næra hugann

20% AFSLÁTTUR

Eigðu heilbrigðan dag með MUNA vítamínum

Þegar haustið skellur á er alltaf gott að skerpa á rútínunni, taka upp góðar venjur og hlúa vel að andlegri og líkamlegri heilsu. Meðfylgjandi eru hugmyndir að því hvernig blanda má saman heilbrigðum lífsstíl og vítamíninntöku til þess að hámarka árangurinn.

Morgunrútína

Byrjaðu daginn með glasi af vatni með sítrónu til að vökva líkamann og virkja meltinguna. Taktu fjölvítamín sem inniheldur B-vítamín, C-vítamín og D-vítamín til að gefa þér orku og styðja við ónæmiskerfið. B-stress getur einnig verið góður kostur í morgunsárið.

Næringarríkur morgunverður er mikilvægur til að hefja daginn rétt. Haframjöl með berjum og chia-fræjum er frábær kostur. Haframjöl er ríkt af trefjum og B-vítamínum, berin innihalda C-vítamín og chia-fræin veita omega-3 fitusýrur og magnesíum. Acidophilus fyrir fyrstu máltíð dagsins stuðlar að góðu jafnvægi fyrir meltinguna inn í daginn.

Morgunstund

Hreyfing

Þegar þú ert á leið í

ræktina eða út að hlaupa getur verið gott að taka magnesíumviðbót. Magnesíum hjálpar til við vöðvasamdrátt og dregur úr vöðvakrömpum. Ef þú ferð út í sólarljós, þá er það frábær leið til að auka D-vítamínframleiðslu í líkamanum ásamt því að taka reglulega inn D-vítamín.

Eftir morgunmat og hreyfingu er tími til að setjast niður við vinnu eða í skóla. C-vítamín stuðlar að góðri ónæmisvörn og getur hjálpað þér að vera orkumeiri í gegnum morguninn.

Hádegi

Hugaðu að fjölbreyttum hádegismat sem inniheldur grænmeti, prótein og heilkorn. Spínat og aðrir laufgrænir grænmetisréttir eru frábær uppspretta fólínsýru og járns. Fiskur eins og lax eða túnfiskur inniheldur omega-3 fitusýrur sem eru góðar fyrir heilann og hjartað.

Miðdegi Þegar orkuleysi læðist að þér seinni part dagsins getur lítið millimál hjálpað. Hnetur og fræ eru góð uppspretta E-vítamíns og magnesíums. Skammtur af dökku súkkulaði getur líka gefið smá orku og andoxunarefni.

Kvöldrútína Í kvöldmat er gott að hafa fjölbreytta máltíð sem inniheldur bæði grænmeti og prótein. Brokkolí, gulrætur og sætar kartöflur eru ríkar af A-vítamíni sem er gott fyrir sjónina og húðina.

Eftir kvöldmat er tími til að slaka á. Stuttur göngutúr eða róleg jógaæfing getur hjálpað til við að róa hugann. Taktu kalk og D-vítamínviðbót til að styðja við beinheilsu.

Svefninn

Lokaðu deginum með róandi rútínu. Lestur, heitt bað og rólegir tónar geta spilað þar gott hlutverk. Taktu magnesíumviðbót til að stuðla að slökun og betri svefni. Bolli af heitu kamillutei getur einnig hjálpað þér að slaka á áður en þú ferð í háttinn. Melatónín frá MUNA getur sömuleiðis stuðlað að djúpum og góðum svefni fyrir þau sem þurfa extra góða hvíld.

Ávinningur vítamína og heilbrigðs lífsstíls

Vítamín gegna mikilvægu hlutverki fyrir heilsu okkar og vellíðan. Með því að taka inn fjölvítamín og önnur vítamín sem þú þarft, ásamt því að hafa fjölbreytt og næringarríkt mataræði, getur þú stuðlað að betri heilsu og meiri orku. Hreyfing, góður svefn og streitustjórnun eru einnig lykilatriði í heilbrigðum lífsstíl.

25%

AFSLÁTTUR

Þín eigin áfyllingarstöð heima

Einfaldaðu þér lífið með 10L brúsa af Sonett og hugsaðu um umhverfið. Eins er hægt að pumpa beint í þvottakúlu og setja í vélina.

Sonett hreingerningarvörurnar brotna 100% niður í náttúrunni.

Lífrænar

„Ég þurfti að horfast í augu við vanlíðanina“

Orka Kristinsdóttir (34) starfar við ástríðu sína sem þjálfari hjá

World Class og stundar mikla og fjölbreytta hreyfingu. Í fyrrasumar

gekk Orka í gegnum erfiða lífsreynslu sem varð til þess að hún missti mátt og þrótt og svefninn fór úr skorðum.

Ég er svo lánsöm að vinna við það sem ég elska en það er að hitta og þjálfa duglegt og frábært fólk. Enginn dagur er eins og ég kynnist nýju og skemmtilegu fólki á hverjum degi sem gerir vinnuna svo skemmtilega. Ég hef alltaf verið orkumikil og ber nafn mitt með réttu. Ég er algjört fiðrildi; er mikið úti um allt og finn að hreyfing á hverjum degi gerir mikið fyrir mig. Hreyfing er eitt besta úrræðið til að líða vel bæði í líkama og sál,“ segir Orka. Hún nýtur einnig samveru með eiginmanni sínum, vinkonum og fjölskyldu.

Ólík sjálfri sér í kjölfar áfalls

Orka missti móður sína í júní 2023 og glímdi í kjölfarið við kvíða og svefnleysi. Góður svefn er lífsnauðsynlegur og er ein af meginundirstöðum góðrar líkamlegrar og andlegrar heilsu. Flestir upplifa svefnvandamál einhvern tíma á lífsleiðinni og geta ástæðurnar verið ýmsar.

„Eftir að ég lenti í stærsta áfalli sem ég hef orðið fyrir, fyrir um það bil ári síðan, þá var ég orðin svo ótrúlega ólík sjálfri mér. Ég upplifði mikinn kvíða, var svefnvana, orku- og úthaldslaus. Ég þjáðist af mikilli þreytu, þróttleysi, minnisleysi með heilaþoku, einbeitingarskorti, höfuðkvillum, vöðvaslappleika og stoðkerfisverkjum. Ég átti oft og tíðum erfitt með öndun og var með meltingartruflanir og lystarleysi,“ segir Orka sem ákvað að taka málin í sínar hendur.

„Ég þurfti að horfast í augu við vanlíðanina, taka þetta í mínar eigin hendur, standa upp og hugsa vel um sjálfa mig,“ útskýrir Orka og segir að á þessum tíma hafi hún hnotið um auglýsingu frá Iceherbs og ákveðið að prófa vörurnar.

Slökunartvennan reyndist Orku vel á erfiðum tímum.

Magnesíum og Sofðu rótt „Ég byrjaði fyrir um það bil ári síðan að taka inn Magnesíum og Sofðu rótt frá Iceherbs, sem ég tek inn á kvöldin. Bætiefnin hjálpa mér við að upplifa náttúrulega slökun, ró og bæta eðlilegan og samfelldan svefn ásamt bættri almennri líðan. Auk Magnesíums og Sofðu rótt tek ég inn D-vítamín sem inniheldur hámarksskammt af D-vítamíni og íslenskri burnirót. Burnirótin er talin auka einbeitingu, bæta almenna andlega líðan, líkamlegt og andlegt úthald.“

Aðspurð hversu langan tíma það tók að finna mun á svefninum, segir Orka: „Ég fann fyrir breytingum eftir fyrstu tvær til fjórar vikurnar. Ég hætti að vísu alveg óvart að taka bætiefnin inn á tímabili, í um það bil þrjár vikur, og fann þá mikinn mun á mér svo ég byrjaði strax að taka þau inn aftur og mun pottþétt halda því áfram.“

Fótaóeirð

Frá því að Orka var táningur hefur hún glímt við fótaóeirð, sem gerir helst vart við sig á kvöldin eða rétt fyrir svefninn, og segir hún að regluleg inntaka Magnesíums frá Iceherbs hafi slegið á einkenni óeirðarinnar. „Magnesíum tel ég vera nauðsynlegt fyrir heilbrigt taugakerfi, eðlilega vöðvaslökun, fótaóeirð og til þess að róa og koma jafnvægi á meltinguna,“ útskýrir Orka. „Bætiefnin frá Iceherbs voru svo sannarlega skref að bættri líðan.“

Bætt þrek

Eins og fram hefur komið hreyfir Orka sig mikið. Aðspurð hvort hún taki inn fleiri fæðubótarefni, svarar hún: „Astaxanthin er talið geta minnkað bólgur, bætt þrek og hraðað endurheimt eftir æfingar og þannig stuðlað að auknum árangri. Þannig hefur það hjálpað mér.“ Orka bætir við glaðbeitt: „Auk þess er ég að fara út í sólina og þá er gott að vera búin að undirbúa húðina vel.“

Iceherbs er íslenskt fyrirtæki sem leggur ríka áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni. Lögð er gríðarleg áhersla á að vörur Iceherbs nýtist viðskiptavininum vel, að virknin skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Mikilvægi hreinna innihaldsefna er í hávegum haft og engin óþarfa fylliefni eru í vörum Iceherbs. Íslensk framleiðsla.

AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

95% MINNI SYKUR HÁTT TREFJAINNIHALD

þær, eftir það þá var ekki aftur snúið. Ég byrjaði að finna mikinn mun á mér strax, en ég finn aðallega fyrir að ég verð léttari í maganum eftir máltíðir, finn ekki fyrir þessari uppþembu og líður almennt mun betur en það skiptir mig ótrúlega miklu máli."

Lína Birgitta - 33 ára áhrifavaldur og eigandi

Define The Line fatalínunnar

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

25%

15% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

20%

20% AFSLÁTTUR

25%

AFSLÁTTUR

HAFA SETT VIÐMIÐ UM BRAGÐ SÍÐAN 1881

Mest selda liðbætiefni á Íslandi!

Sífellt bætist í hóp þeirra einstaklinga sem hafa náð frábærum árangri með

NUTRILENK

„Nutrilenk Gold hefur hjálpað mér mikið með liðeymsli eftir öll hlaupin í gegnum tíðina.“

Mari Jaersk

„Ég fæ yfirleitt mikil óþægindi í liðina í kringum álagstímabil þegar ég æfi mikið en eftir að ég fór að taka inn Nutrilenk hef ég fundið mikinn mun á mér.“

Kristinn Pálsson

„Ég elska að hreyfa mig en liðirnir mínir voru byrjaðir að kvarta aðeins. Það er snilld að eiga Nutrilenk upp í erminni til að koma mér ferskri aftur út að hlaupa og leika.“

Silja Úlfarsdóttir

„Á hverjum degi í 10+ ár hef ég tekið undra liðbætiefnið Nutrilenk Gold með frábærum árangri “

Þórunn Högnadóttir

Innihaldsefni NUTRILENK:

Kondrótín sem unnið er úr fiskibeinum, aðallega frá hákörlum.

Kalk sem er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina.

Mangan sem stuðlar að viðhaldi beina.

D-vítamín sem stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og vöðvastarfsemi.

C vítamín sem stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina og brjósks og er þekkt fyrir að draga úr þreytu og lúa.

„Ég upplifi engin eymsli í dag og er aftur farinn að njóta þess að styðja við heilsu mína með hreyfingu, þökk sé Nutrilnek.“

Kristófer Valdimarsson

Skipulagður

25% AFSLÁTTUR

20% AFSLÁTTUR

Ég vil bara vera sprækur

Einar Bárðarson var farinn að finna fyrir verkjum í hnjám við áreynslu, til dæmis þegar hann gekk upp tröppur. Hann segir að Active JOINTS hafi hjálpað sér frá fyrsta degi og hann hafi því mikla trú á virkni þess.

Hrein íslensk gæðahráefni, framleitt á Grenivík www.eylif.is

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

25%

25% AFSLÁTTUR

Lífrænar vörur frá Santa Maria

25%

ÁN KOFFÍNS & KOLVETNA

15% AFSLÁTTUR

Innri ró og einbeiting

L-Theanine er einstök amínósýra sem finnst náttúrulega í grænu tei og talin draga úr streitu og stuðla að slökun.

Magtein inniheldur Magnesíum L-Threonite sem er talið styðja við eðlilega starfsemi heila- og taugakerfis og stuðla að vitrænni virkni.

Gæði - Hreinleiki - Virkni

20% AFSLÁTTUR

Ljósið í myrkrinu

Frá NOW finnur þú fjölbreytt úrval af D-vítamíni sem hjálpar þér að mæta vetrinum með bros á vör. D-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfis og stuðlar að vexti og viðhaldi beina.

D-vítamín

Captain Kombucha er ferskur og svalandi

drykkur sem inniheldur aðeins 100% náttúruleg hráefni; lífrænt grænt te, góðgerla, andoxunarefni og vítamín.

Mest selda Kombucha í Evrópu

Án allra aukaefna

Nýtt í Nettó

WATER KEFIR

is a symbiotic culture of gut friendly bacteria and yeast.

7 KCAL per can. NO ADDED SUGAR and we use organic Irish apple juice for fermentation.

14 DAYS FERMENTATION in the can to create the fizz.

ORGANIC certification from Irish Organic Association.

UNFILTERED & UNPASTEURISED ensuring that you get all the natural goodness.

PLANT-BASED & GLUTEN-FREE

ZERO EMULSIFIERS zero preservatives, zero stabilisers.

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

15% AFSLÁTTUR

Lífrænt þvottaefni

brotna 100% niður í náttúrunni

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

VELDU HEILNÆMARI KOSTINN

Þú færð lífrænar hreinsivörur frá Änglamark í Nettó. 25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

ÄNGLAMARK PESTÓ

25% AFSLÁTTUR

Virkur styrkur

20% AFSLÁTTUR

NOW ADAM er einstök fjölvítamín blanda fyrir karla sem inniheldur mikilvæg vítamín og steinefni, sérhannað fyrir karlmenn.

Gæði - Hreinleiki - Virkni

Magnaðir vítamín munnúðar – Frábært verð!

D-Vítamín

fyrir alla fjölskylduna

D3 400iu + Góðgerlar

0-12 ára

Dropar

D3 400iu | 3-12 ára

200 dagskammtar

D3 400iu með MCT

úr kókos olíu | 0-3 ára

200 dagskammtar

Kostir vítamína í munnúðaformi

frásogast beint í gegnum slímhúð munnhols og út í blóðrásina

Sleep Aid

Melatónín 1mg.

200 dagskammtar

Liposomal Járn

100 dagskammtar

D3 400iu fyrir fullorðna

200 dagskammtar

Beauty Vegan

Húð, hár og neglur

40 dagskammtar

Omega + D3

40 dagskammtar

K2+D3 Vegan

50 dagskammtar

Nánar upplýsingar um vörurnar er hægt

skanna kóðann

20% AFSLÁTTUR

Góðgæti fyrir öll lífsins tilefni

Deliciously Ella heilsuvörulínan hefur heldur betur sigrað heiminn með gómsætu heilsufæði.

Vörurnar eru glútenlausar og einstaklega bragðgóðar ásamt því að henta þeim sem fylgja veganog plöntumiðuðu mataræði.

15% AFSLÁTTUR

Laus við

15% AFSLÁTTUR

20% AFSLÁTTUR

HAMINGJAN ER Í HOLLUSTUNNI

25% AFSLÁTTUR

Úrval raftækja

tilboði

25-35%

AFSLÁTTUR

ekta safar og eðalgos

Úrvalið er mismunandi eftir stærð verslana.

– SYKURLAUST OG VEGAN –15% AFSLÁTTUR

20% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.