Páskablað Nettó

Page 1

Páskamaturinn í Nettó – frábært úrval og góð tilboð

Gleðilega páska Tilboðin gilda 7.-18. apríl 2022

Páskahefðir Eyþórsbarna Vor og fallegar samverustundir

Nærumst og njótum um páskana með Önnu Sigríði

Grillað páskalamb Hjörvars Hafliða Simmi Vill fagnar með fjölskyldunni

Lægra verð – léttari innkaup


Góðmeti og gæðastundir Kæru lesendur. Gleðilega páska! Nú er þessi yndislegi tími genginn í garð þegar veturinn er á undanhaldi, dagsbirtan færir okkur orku og gleði og páskafríið kærkomna hvíld frá amstri hversdagsins. Það er um að gera að nýta frítímann í gæðastundir, með fjölskyldu, vinum eða sjálfum sér. Margir kjósa að stunda útiveru, fara á skíði eða á hestbak, ganga eða hjóla. Síðan er tilvalið að gera sér dagamun, elda góðan mat og narta í páskaegg eða annað góðgæti. Með páskablaðinu langar okkur að veita ykkur innblástur fyrir matseld og afþreyingu um páskana. Í Nettó má finna allskonar steikur – hefðbundnar og villibráð, sjávarfang, grænmeti og auðvitað páskaegg af öllum tegundum, einnig hollari útgáfu. Auk þess seljum við fallegan borðbúnað, skraut, spil og fleira sem kemur sér vel um páskahátíðina. Skoðið úrvalið, tilboðin, uppskriftirnar og búið til ykkar eigin uppskrift að fullkomnu páskafríi. Þegar við snúum endurnærð aftur til hversdagsins líður okkur eins og sönnum sigurvegurum! Njótið páskana, starfsfólk Nettó.

samkaup.is/app

2

Mundu eftir fjölnota pokanum


25%

AFSLÁTTUR

25%

AFSLÁTTUR

3


Spennandi kjöt um páskana Verslanir Nettó bjóða upp á fjölbreytt úrval af framandi kjöti. Fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og spennandi um páskana. Kengúru-fillet

Nauta-ribeye

Andabringa

Dádýrasteik

Krónhjartarsteik

Hreindýralund

4


Andalæri confit

Kalkúnn, heill

Gæsabringa

Gæs, heil

Elgur

Andaleggir

Carpaccio

Kalkúnaskip

5


I SÍRÍUS

VARÚÐ! Á

VANABINDANDI

A U K AV E R K A N OF SA GL EÐ I OG

Sígildir sigurvegarar

Risa Eitt Sett var nýlega valið besti nýliðinn á Nammitips. Eitt Sett er að sjálfsögðu líka til sem unaðslegt páskaegg. Annar sigurvegari er okkar sígilda og ómótstæðilega Nóa Kropp sem var valið mest ávanabindandi nammið á Nammitips. Hvort eggið ætlar þú að fá þér? 6

IR

OF SA HL ÁT UR


FYRIR UMHVERFIÐ Í SÁTT VIÐ SAMFÉLAGIÐ

BETRI HEIMUR

AUGLJÓS UPPRUNI

ÁBYRG FRAMLEIÐSLA

Gerum gott saman til framtíðar! Ábyrg framleiðsla Við hjá Nóa Síríusi erum það lánsöm að hafa verið samferða þjóðinni í rúm hundrað ár og súkkulaðið okkar hefur löngum verið hluti af gleðistundum hennar. En þar sem það er víst ekki heiglum hent að rækta kakóbaunir hér á

á að tryggja okkar eigin starfsfólki gott vinnuumhverfi, þá viljum við stuðla að bættum lífskjörum kakóbænda og kakóræktarsamfélaga. Með því erum við hluti af því verkefni að tryggja sjálfbærni kakóræktunar til framtíðar og komum í veg fyrir beiskt eftirbragð misnotkunar á vinnuafli og slæmrar umgengni við náttúruna.

Betri heimur með hverjum bita Þannig gleður þú ekki bara bragðlaukana þegar þú færð þér uppáhalds Síríus súkkulaðið þitt, þú bætir líka heiminn örlítið með hverjum bita. Frá árinu 2013 hefur uppáhalds Bændum er hjálpað við það verkefni að auka fjölbreytileika uppskerunnar og nýta land sitt betur.

Kakóhráefnin í súkkulaðið frá Nóa Síríus eru ræktuð með sjálfbærum hætti á Fílabeinsströndinni.

Síríus súkkulaðið þitt nefnilega verið vottað af samtökum sem nefnast Cocoa Horizons. Það þýðir að kakóhráefnið í súkkulaðið er ræktað á ábyrgan hátt með sjálfbærni að leiðarljósi.

Enn betra súkkulaði

norðurhveli jarðar þá eru kakóbaunirnar sem verða að uppáhalds súkkulaðinu þínu ræktaðar á Fílabeinsströndinni. Framleiðslu í fjarlægum heimshluta fylgir mikil ábyrgð og rétt eins og við leggjum kapp Cocoa Horizons samtökin hafa staðið að valdeflingu kvenna á þeim svæðum þar sem þær stunda kakórækt.

Þú átt þá kröfu að það hráefni sem fer í uppáhalds súkkulaðið þitt sé ræktað við mannúðlegar aðstæður sem ógna ekki lífríki jarðar. Hafðu það í huga næst þegar þú færð þér bita af gómsætu Síríus súkkulaði – við erum sannfærð um að það muni smakkast jafnvel enn betur.

7


8


11. – 13. apríl

Appsláttur:

50% inneign í appinu!

Páskablöndur

9


Grillað páskalamb Hjörvars Hafliða Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður, álitsgjafi og íþróttastjóri Viaplay, heldur fast í páskahefðirnar og heldur gjarnan upp á páskahátíðina með grilluðu lambalæri.

É

g held fast í hefðir og horfi nánast á alla leiki sem eru í sjónvarpinu um páskana,“ segir Hjörvar. „Í gamla daga var alltaf farið í Hveragerði á páskadag. Við fórum í Eden og svo í blómabúð og brunuðum síðan beint heim.“ Hjörvar nýtur frítímans með fjölskyldunni. „Við reynum að fara kannski eitthvað í burtu til útlanda því páskafríið býr til flesta frídaga.“ Grillað lambalæri með beini Þú setur brennara á fullt á grillinu en hefur slökkt í miðjunni. Síðan setur þú lambalærið í miðjuna þar sem er slökkt en passar að nota ekki álpappír. Það er best að snúa lærinu reglulega. Þegar kjöthitamælirinn sýnir 58 gráður ferðu með lærið inn í eldhús og lætur standa í 7 mínútur. Sósan fer eftir smekk en ég er hrifinn af öllum brúnum sósum. Ég mæli með að krydda lambið með óreganó og kaupa tilbúið kartöflusalat sem meðlæti.

10


VIÐ PÁSKA EGG

MEÐ FREYJU

11


Girnileg páskatilboð Tilboð gilda 7.-18. apríl

12


13


Á að prófa eitthvað nýtt um páskana? Tilboð gilda 7.-18. apríl

14


15


Nærumst og njótum um páskana Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands og stjórnandi þáttanna Nærumst og njótum, leggur mikið upp úr fallegu skrauti, útiveru og góðum mat um páskana.

É

g bjó í Svíþjóð sem barn og mér finnst páskaskrautið sem fylgdi æskunni algjörlega nauðsynlegt. Skreyttar trjágreinar með eggjum og fjöðrum og páskaliljur skipta mig meira máli en súkkulaðið,“ segir Anna Sigríður. „Það er samt ekki þannig að ég fúlsi við súkkulaði – mér finnst það gott í hófi – en ég kýs frekar góðan konfektmola en páskaeggin. En lítið egg til að fá málshátt gleður samt alltaf! Svo er góður páskadögurður, eða -bröns, uppáhalds máltíðin mín um páska – og hænueggin eru þá alltaf hluti af því sem er borið á borð ásamt góðu úrvali af ferskum ávöxtum.“ Anna Sigríður nýtir páskafríið gjarnan til að stunda útivist í góðum félagsskap og helst fer hún á skíði. „Það er kostur hvað páskafríið er langt, auk þess sem árstíminn, með hækkandi sól, fuglasöng og gróðri sem er að vakna til lífsins, gefur mér aukna orku. Ég nýti því tækifærið til að vera dugleg að stunda útiveru og hreyfa mig og fer gjarnan á einhvers konar skíði – svig, fjalla eða göngu – í góðum félagsskap vina og fjölskyldu.

Ljósmyndari: Kristinn Ingvarsson

í matargerð yfir páskana,“ segir Anna Sigríður. Hún nýtur þess að dunda sér í eldhúsinu í rólegheitum og finnst skemmtilegast að gera tilraunir með grænmeti af ýmsu tagi. „Einhvern tímann hef ég verið kölluð meðlætisæta – en í dag myndu líklega fleiri kalla það vistkerafæði. Það er okkur öllum hollt, bæði heilsunnar vegna og fyrir plánetuna að auka hlut jurtafæðis á kostnað dýraafurða, að borða meira og fjölbreyttara meðlæti – líka sem aðalrétt!“ Páskasteikin á þó sinn sjálfsagða sess á veisluborðinu. „Steikin má alveg vera á sínum stað en það er fínt að huga að hlutföllunum á disknum og fækka kjötmáltíðunum svona almennt,“ segir Anna Sigríður. „Það skiptir þó ekki síður máli að huga að matarumhverfinu og því hvernig, hvar og hvers vegna við nærumst.“ Hún er ekki hlynnt boðum og bönnum. „Það er svo mikilvægt að finna ánægjuna af því að borða, njóta félagsskapar og umfram allt gefa sér tíma til að nærast og njóta. Það eru ágætis gildi óháð því hvort við erum að keppast við að halda okkur gangandi í hversdagsleikanum eða erum að skipuleggja frídagana okkar.“

Hvernig er best að njóta páskanna? „Matur er í mínum huga órjúfanlegur hluti af hefðum okkar og menningu og ég ver sjálf talsverðum tíma

16

Í því samhengi bendir Anna Sigríður á sjónvarpsþættina Nærumst og njótum sem hún


hafði umsjón með og skrifaði handritið fyrir. Þeir voru framleiddir af Sagafilm fyrir RÚV í vetur og verða aðgengilegir í Sarpinum fram á sumar. „Þar má finna ýmsar einfaldar lausnir við vandamálum sem vilja fylgja matarlífi margra, jafnt einstaklinga sem samsettra stórfjölskyldna.“ Tilraunaeldhúsið Anna Sigríður er lítið fyrir að fylgja uppskriftum. „Dass eða dreitill, hnefi og þumall eru algengari mælieiningar en grömm og desilítrar í mínum orðaforða. Ég vann samt á rannsóknarstofu á námsárunum og þurfti þá jafnvel að mæla upp á míkrógramm – en sem betur fer gildir slík nákvæmni ekki um mat.“ Anna Sigríður hélt fermingarveislu fyrir fimmtíu manns skömmu fyrir páska. „Það var indverskt þema að ósk fermingarbarnsins og þá las ég líklega tugi uppskrifta að hinum og þessum réttum og endaði svo á því að búa til mína eigin útgáfu af tikka masala út frá því sem mér fannst hljóma vel. Það heppnaðist frábærlega, en vandinn er að ég get líklega aldrei hent í sama réttinn aftur!“

Uppskrift Önnu Sigríðar er því páskaföndur með krökkunum í eldhúsinu. „Ein slík hugmynd er að fara saman og velja fjölbreyttar tegundir af fallegum ávöxtum, gjarnan einhverjar tegundir sem þið hafið ekki smakkað áður. Hugið að litavalinu og, þegar heim er komið, farið í gegnum formin, áferðina og bragðið. Skerið í mismunandi form og raðið eftir litum, annað hvort í fallegt mynstur á disk, búið til ávaxtaspjót eða jafnvel ávaxtasalat.“ Það er í uppáhaldi hjá Önnu Sigríði að skera innan úr stórri melónu. „Hana má nota eins og páskaegg sem er fyllt með fallegum ávaxtabitum í stað sælgætis – listugt, næringarríkt og fallegt í senn. Prófið ykkur áfram og eigið skemmtilega samverustund þar sem þið undirbúið eitthvað gott.“ Það er jafnvel hægt að búa til smá samkeppni úr þessu: „Hver í fjölskyldunni er með frumlegustu eða bestu útgáfuna?“

Það er mikilvægt að prófa sig áfram, nýta hráefnin sem eru til og geta beitt hugmyndafluginu ásamt skynfærunum til að búa til það sem fellur að eigin smekk, útskýrir Anna Sigríður. „Að horfa, þefa, þreifa, hlusta og smakka – eins og við gerum í bragðlaukaþjálfun sem er eitt af þeim rannsóknaverkefnum sem ég hef verið að vinna að með mínu frábæra samstarfsfólki – til að draga úr matvendni og auka ánægjuna af því að borða alls konar mat. Slíkt kemur um leið í veg fyrir matarsóun.“ Uppskrift að ætu páskaföndri Anna Sigríður vill leggja meiri áherslu á að kenna færni tengda fæðuvali, hráefnisþekkingu og vinna með sjálfstraust og sjálfstæði þegar kemur að matargerð. „Hluti af því er að leyfa börnunum að leika sér með matinn og gefa þeim tækifæri til að takast á við matarundirbúninginn án of mikilla afskipta en þó með stuðningi. Slíkt bætir fæðuvalið og gerir matarlífið ánægjulegra.“

17


Frábært úrval páskaeggja

*Úrvalið 18 getur verið mismunandi eftir verslunum.


*Úrvalið getur verið mismunandi eftir verslunum.

19


Hollari páskaegg

*Úrvalið 20 getur verið mismunandi eftir verslunum.


Fjölskyldufrí og góður matur Sjónvarps- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eða Simmi Vill eins og landsmenn þekkja hann, nýtur þess að verja páskafríinu með fjölskyldunni í rólegheitum og elda góðan mat.

S

immi segir engar sérstakar hefðir hafa myndast hjá fjölskyldunni um páskana, aðrar en fjölskylduboð og páskaeggjaleit. „Páskaeggjaleitin varð nú bara til í seinni tíð og eftir því sem synirnir verða eldri, því erfiðari felustaðir eru fundnir. Ég er alveg búinn að skipuleggja felustaði þessa árs og hlakka til að sjá hvernig þeir munu leysa verkefnið!“ Það er misjafnt hvernig fjölskyldan nýtir frítímann um páskana. „Eins og oft hér á landi þá þarf að haga seglum eftir vindi – eða veðri. Páskarnir einkennast þó alltaf af góðum mat, göngutúrum og spilum.“ Páskalambið tilheyrir um páskana og Simmi ætlar að deila girnilegri uppskrift að lambahrygg með lesendum.

Fyrir 6-8

með skorpunni og takið hrygginn út þegar hún er orðin stökk (það tekur um 15 mínútur).

• Lambahryggur (um 3 kg) • Salt og/eða annað krydd að eigin vali • 1 msk. ólífuolía • 1 eða fleiri hvítlaukar • 300-600 ml vatn

Látið hrygginn standa í að minnsta kosti 15 mínútur áður en hann er skorinn. Það er mjög mikilvægt að leyfa öllu kjöti að jafna sig eftir eldun.

Lambahryggur með hvítlauk

Hitið ofninn í 150°C. Byrjið á að skera lundirnar, sem eru undir hryggnum, frá og setja til hliðar. Þær er gott að geyma í aðra máltíð eða léttsteikja á pönnu og nota sem „kokkakropp“ yfir sósugerðinni. Þurrkið af hryggnum með rakri tusku og berið síðan á hann olíu. Notið hníf til að stinga göt á hrygginn og setjið heila hvítlauksgeira ofan í. Magnið er smekksatriði. Kryddið vel með salti og/eða öðru kryddi. Saltið gerir skorpuna sérstaklega stökka. Setjið hrygginn í stóran steikarpott með botnfylli af vatni. Leyfið hryggnum að malla í ofninum í u.þ.b. eina klukkustund fyrir hvert kíló (eða þar til hann hefur náð kjarnhitanum 60-65°C). Hækkið hitann í 200°C eða setjið á grillstillingu (200°C) og takið lokið af pottinum. Fylgist vel

Meðlætið með þessu má vera klassískar, brúnaðar kartöflur, baunir og rauðkál og sveppasósa. Einnig er gott að skera sætar kartöflur niður í tenginga og setja í eldfast mót með olíu. Kryddið þær með salti, pipar, hvítlauk og timjan og steikið í ofni í 30-35 mínútur við 200°C. Annað meðlæti sem er gott með hryggnum er léttsteiktur, heill aspas, smjörsteiktir perlulaukar og baunaspírur. Best er að sjóða spírurnar í söltu vatni ásamt aspasinum í tvær mínútur til að fá fram græna litinn og smjörsteikja síðan allt saman og salta. Annars er klassíska útgáfan alltaf heimilislegust.

21


Páskahefðir Eyþórsbarna Vor og fallegar samverustundir Systkinin og Eurovision-fararnir Sigríður, Elísabet, Elín og Eyþór Ingi Eyþórsbörn ólust upp við notalegar fjölskyldustundir um páskana. Í ár ætla systurnar að fagna í Madrid með öðrum flytjendum en fljúga svo heim í páskamatinn til mömmu og pabba.

P

áskarnir voru alltaf hátíðlegir, fjölskyldan saman komin að borða góðan páskamat og páskaegg, auðvitað! Mamma skreytti húsið með fallegu páskaskrauti og páskaandinn var yfir öllu. Það er ennþá þannig í dag,“ segir Elísabet. „Pabbi faldi páskaeggin,“ tekur Elín fram. Elísabet bætir við: „Það sem er eftirminnilegast hjá mér er þegar amma Sísý gaf okkur alltaf svo falleg pappapáskaegg með allskonar páskaskrauti og páskanammi!“ Gott veður og fjölskyldustundir eru efst í huga Eyþórs. Systkinin tala öll um heimsóknir til móðurbróður þeirra á Seyðisfirði um páskana og Sigríður segir að páskarnir 2009 á Seyðisfirði hafi verið sérstaklega eftirminnilegir. „Við vorum öll stórfjölskyldan saman hjá móðurbróður mínum og fjölskyldunni hans

22

sem býr þar, spiluðum á tónleikum og höfðum það yndislegt saman. Við fórum líka 2012 en þá kom John Grant, vinur okkar, með. Það var líka geggjað.“ Páskaegg og fjölskyldustundir Systkinin halda í páskahefðirnar á sínum heimilum. „Við kaupum gulan páskavönd og felum páskaegg,“ segir Eyþór. Elín er byrjuð að undirbúa með syni sínum: „Ég og strákurinn minn erum búin að vera að mála egg til að skreyta heima og ég mun sannarlega hafa páskaeggjaleit.“ Sigríður tekur í sama streng: „Ég fel alltaf páskaeggin á páskadagsmorgun og allir þurfa að leita. Ég kaupi helst páskaliljur eða gula túlípana. Við erum ekki miklir föndrarar heima, ég set lím út um allt ef ég kem nálægt því. En okkur finnst


gaman að mála egg og við höfum gert það nokkrum sinnum.“ Elísabet nefnir einnig þetta með feluleikinn. „Páskaeggin eru alltaf falin á okkur heimili. Það er mjög gaman! Svo hittumst við öll saman fjölskyldan og borðum geggjaðan páskamat í boði pabba og mömmu.“ Öll vilja þau helst slaka á og njóta þess að vera saman um páskana. „Fyrir mér eru páskarnir svolítið mikið „chill“ og fjölskyldusamvera. Hanga inni og borða páskaegg, kíkja í göngutúr ef veður leyfir og borða svo góðan mat,“ segir Elín. Sigríður rifjar upp: „Þegar ég var yngri var gjörsamlega allt lokað yfir páskana sem þýddi frí og að öll fjölskyldan varð bara að vera saman, sem var yndislegt. Það var mikið leikið og farið í heimsóknir. Í dag eru páskarnir tenging við lengri daga og komandi vor og fallegar samverustundir með fjölskyldu og vinum.“ Undirbúningur fyrir Torino Elín segir frá því að páskarnir í ár verði öðruvísi en vanalega. „Heldur betur! Við systur verðum í Madrid í Eurovision partýi!“ Elísabet bætir við að þær fljúgi heim á páskadag, „og förum svo líklegast bara beint af flugvellinum til mömmu og pabba í páskaveislu!“ Þær eru einnig önnum kafnar við að undirbúa sig fyrir keppnina í Torino í maí ásamt bróður sínum. „Við erum að byrja að æfa lagið og sviðsframkomu á fullu. Spá og spekúlera í öllu. Svo erum við í World Class að æfa hjá frábærum einkaþjálfara sem heitir Teitur. Einnig leggjum við áherslu á andlega heilsu, t.d. með hugleiðslu,“ útskýrir Elín. Eyþór segir ýmislegt vera á döfinni. „Það eru miklar æfingar framundan og ýmsar pælingar varðandi hvaða föt myndu henta best á sviði.“

Þau tala öll um hversu mikill heiður það sé hafa unnið söngvakeppnina á Íslandi og að vera fulltrúar Íslands í Eurovision. „Þetta er náttúrulega stærsti sjónvarpsviðburður í heimi og ótrúlegt tækifæri fyrir okkur. Við viljum gera þetta mjög vel og erum stolt af því að fá að syngja fyrir Íslands hönd,“ segir Eyþór. „Það er ótrúlegur heiður að vera valinn sem fulltrúi landsins síns í því sem maður elskar að gera,“ ítrekar Sigríður. „Við erum ekki íþróttafólk, því miður, þannig að það eru ekki mörg tækifæri fyrir okkur að keppa fyrir Íslands hönd.“ Uppskriftin að hamingju Aðspurð að því hvaða uppskrift þau vilji deila með lesendum, segir Eyþór: „Uppskriftin að hamingju: Elska, brosa, hlæja og hjálpa.“ En systkinin eiga sér einnig uppáhalds páskameðlæti. „Þessi réttur er orðinn ómissandi um páska og jól og þá sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni,“ segir Elín. Sætar kartöflur með sykurpúðum • • • • • •

2 sætar kartöflur, soðnar 200 g vegan smjör (eða venjulegt) 50 g valhnetur 50 g pekanhnetur Salt og pipar 1 pk. litlir sykurpúðar

Skerið sætu kartöflurnar í teninga. Saltið, piprið og blandið hnetum saman við. Bræðið smjörið og hellið yfir. Setjið í eldfast mót. Dreifið sykurpúðum yfir og setjið í ofn á 180°C þar til sykurpúðarnir byrja að brúnast og bráðna.

Systkinin eru öll mjög spennt fyrir því að fara til Torino. „Ég er fáránlega spennt! Ég get ekki beðið eftir að hitta alla sem verða þarna og flytja lagið aftur,“ segir Elín. Sigríður hlakkar til þess að hitta aðra keppendur, kynnast nýju fólki og menningu og, „að borða ítalskan mat. Spagettí er uppáhalds maturinn minn – vegan.“ Hún hlakkar líka til að sjá Torino, „og njóta þess að upplifa vorið á nýjum stað.“ Elísabet segist vera ótrúlega spennt. „Að hitta allt þetta frábæra tónlistarfólk og bara fá að kynnast þessum geggjaða Eurovision heimi! Ég get ekki beðið!!“ Eyþór nefnir að hann langi til að kynna sér borgina og sögu hennar. „Torino er söguleg, rómversk borg og það verður gaman, ef við höfum frítíma, að svipast um og skoða borgina.“

23


Skipulagður snæðingur

er lykillinn að árangri

Eldhúsbox Tritan Ultra 460ml Eldhúsbox Tritan Ultra 700ml Eldhúsbox Tritan Ultra 920ml Eldhúsbox Tritan Ultra 1,3L Eldhúsbox Tritan Ultra 1,4L Eldhúsbox Tritan Ultra 2,75L Eldhúsbox Tritan Ultra 4L

24

999 1.299 1.499 1.999 1.999 2.999 3.999


Þú færð allt fyrir páskana í Nettó! Hjá okkur er opið allan sólarhringinn á Granda og í Mjódd – allan ársins hring – og í netverslun er hægt að versla heima í stofu og fá vörur sendar heim eða í næstu verslun á landsbyggðinni.

Athugið að allar verslanir verða lokaðar á páskadag. Það verður hefðbundin opnun á skírdag. Sumar verslanir verða opnar á föstudaginn langa og allar annan í páskum en utan höfuðborgarsvæðisins lokar kl. 18 í stað 19.

Kynnið ykkur afgreiðslutíma um páskana á netto.is/verslanir.

25


Nettó gefur

200 egg

Dagana 7. og 8. apríl verða 100 páskaegg gefin með fyrstu pöntunum dagsins í netverslun - báða dagana. Gerðu páskainnkaupin í netverslun Nettó á netto.is. Opið allan sólarhringinn.

26

Lægra verð – léttari innkaup


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.