Lífræn framleiðsla á Íslandi er talsverð en mætti vera meiri.
Þegar litið er til nágrannalanda okkar og þeirra landa sem við kjósum að bera okkur saman við sýnir tölfræðin það svart á hvítu að eftirspurn eftir lífrænt vottuðum vörum fer mjög ört vaxandi og eykst framleiðslan í takt við það. Kannanir sýna að helstu ástæður þess að neytendur velja lífrænt eru fyrst og fremst umhverfismál, gæði, hollusta og dýravernd.
Verkefninu Lífrænt Ísland var ýtt úr vör vorið 2020. Viðbrögðin hafa verið góð og ljóst að eftirspurn eftir lífrænni framleiðslu eykst hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Markmið Lífræns Íslands er að vekja athygli á lífrænni framleiðslu og fræða neytendur um kosti hennar.
Lífræn framleiðsla er vottuð af þriðja aðila. Evrópulaufið er alþjóðlegt vottunarmerki sem staðfestir að staðli um lífræna framleiðslu, samkvæmt reglum, sé fylgt. Hún vottar til dæmis það að framleiðandi:
Noti lífrænt áburðarefni úr nærumhverfi
Gefi búfé lífrænt fóður
Tryggi að aðföng standist markmið um sjálfbærni
Noti náttúrulegar varnir í stað eiturefna gegn skordýrum og illgresi
Tryggi að öll aukaefni sem notuð er í vinnsluna séu af lífrænum uppruna
Á Íslandi eru um 60 framleiðendur með lífræna vottun. Á heimasíðu verkefnisins lifraentisland.is má sjá lista yfir framleiðendur