3 minute read

Heilsudrykkir Ásdísar grasalæknis

Heilsuvegferð mín hófst með Vitamixer blandara fyrir ansi mörgum árum og fram til dagsins í dag finnst mér fátt betra en að byrja daginn á bragðgóðum heilsudrykk sem gefur saðsama næringu og kröftuga orku inn í daginn.

Að mínu mati eru heilsudrykkir einn af betri kostum þegar kemur að morgunmat því þeir gefa líkamanum færi á að hreinsa sig eftir nóttina, stuðla að jafnvægi blóðsykurs og létta á meltingunni. Heilsudrykkir eru fljótgerðir, stútfullir af næringarefnum, auðvelt að taka þá með sér og eitthvað sem allir geta gert. Með því að nota heilsudrykki reglulega nýtum við betur næringarefni og önnur virk efni sem eru nauðsynleg líkamanum til uppbyggingar og endurnýjunar. Það er líka mjög auðvelt að auka neyslu okkar á grænmeti, ávöxtum og annarri ofurhollri fæðu úr jurtaríkinu með því að skutla því út í heilsudrykkinn og stuðla þannig að meiri inntöku á andoxunarefnum og næringarefnum sem efla heilsuna okkar. Jafnvel einn grænn heilsudrykkur á dag er skref í rétta átt í að skapa sér góðar heilsuvenjur sem skila sér í bættri líðan. Vel nærður líkami er fullur af orku!

Það er snjallt að eiga ákveðin grunn hráefni þegar við gerum heilsudrykki s.s. gæða próteinduft, fræ og hnetur, ofurfæðisduft, trefjar, frosin ber og ávexti, góða fitu/olíu, möndlumjólk, krydd, stevíu o.fl. Þið getið leikið ykkur að vild með hráefnin en ég mæli með að þið komið ykkur upp góðum hráefnum sem þið getið notað til að auka fjölbreytnina og næringuna í drykkjunum ykkar.

4 trix að góðum heilsudrykk:

Prótein:

Hreint próteinduft, hnetur, fræ, kollagen, hreint jógúrt

Trefjar:

Grænmeti, ávextir, chia fræ, hörfræ, acacia trefjar, psyllium husk

Góð fita:

Avókadó, kókósolía, hörfræolía, hnetu & möndlusmjör, hampfræ, MCT olía

Grænt:

Spínat, grænkál, hveitigrasduft, brokkolí, mynta, grænt næringaduft, spirulina duft

Þessi samsetning á próteini, trefjum og góðri fitu heldur blóðsykri í jafnvægi, veitir stöðuga orku og slekkur á hungurhormónum og gefur okkur góða mettun til lengri tíma. Ég mæli með að bæta við ávöxtum eða grænmeti ef vill og nota vökva að eigin vali svo úr verði vel samsettur nærandi drykkur. Góð regla er að bæta regulega einhverju grænu út í drykkina til að auka magn trefja og plöntuefna. Ég nota lífræna sykurlausa möndlumjólk frá Isola í alla drykkina og stundum kókósmjólk eða kókósvatn. Fyrir þá sem vilja sæta og bragðbæta drykkina enn frekar má bæta við smá sætu ef vill s.s. lífrænu hunangi, vanilludufti eða stevíu.

Rocket Fuel latte

Þetta er kvenútgáfan af Bulletproof drykk því það er mun betra fyrir okkur konur að nota smávegis af próteini til móts við fituna og koffínið til að halda hormónakerfinu í betra jafnvægi.

1 b heitt kaffi eða te

1 msk MCT oil frá Now

1 msk kakósmjör eða íslenskt smjör

1 msk hampfræ frá Himnesk Hollusta

1 msk Collagen peptides frá Now

2-3 dr English Toffee stevia frá Now

Blandið öllu í blandara (nema kollageni) í ca 1 mínútu á hæsta hraða. Bætið kollagen dufti út í á síðustu 10 sek. Þið getið notað 1 msk af kókósolíu í stað MCT olíu ef viljið eða kakósmjör.

Matcha Lime drykkur

6-8 stk kasjúhnetur frá Himnesk Hollusta

2 msk hampfræ frá Himnesk Hollusta

1-2 döðlur frá Himnesk Hollusta

2 msk hörfræ frá Himnesk Hollusta

½ tsk engiferduft

1 tsk matcha teduft

3 msk limesafi

Dass sjávarsalt

½ stk avókadó

1 ½ bolli vatn

1 bolli spínat

Hægt að bæta við 1 skeið af hreinu próteini ef vill.

Hindberja & Kardimommu drykkur

1 ½ b möndlumjólk frá Isola

1 dl frosin lífræn hindber frá COOP

1 stk frosinn banani (eða ½ frosið avókadó)

2-3 dr French vanilla stevia frá Now

½-1 tsk kardimommuduft

1 msk chia fræ frá Himnesk Hollusta

2 msk Collagen peptides frá Now

Sniðugt að lauma ýmsum kryddum í drykki en kardimommur, engiferduft, kanill og vanilla eru í uppáhaldi hjá mér og ég nota þessi krydd daglega í drykkina mína.

This article is from: