1 minute read

Grænn heilsudrykkur - Góð byrjun á deginum

Birgitta Líf er markaðs- og samfélagsmiðlastjóri hjá World Class og Laugum Spa. Hún hefur brennandi áhuga á líkamsrækt og heilbrigðum lífsstíl. Henni finnst að góð byrjun á deginum innihaldi grænan heilsudrykk.

Þegar ég er í góðri rútínu byrja ég alla daga á þessum drykk en ég læt blanda hann fyrir mig á boostbarnum í World Class Laugum þar sem ég vinn. Drykkurinn er stútfullur af góðri næringu, orkumikill og mettandi. Persónulega á ég oft erfitt með fyrstu máltíð dagsins og finnst því gott að fá mér eitthvað ákveðið sem er einfalt að útbúa en á sama tíma mjög hollt og leggur grunninn að góðum degi. Ef dagurinn byrjar á góðri og hollri næringu eru mun meiri líkur á að restin verði góð og líkaminn fullur af orku til að taka góða æfingu!

Einnig getur verið gott að bæta vanillupróteini frá NOW við drykkinn en það fer eftir smekk. Próteinið gerir drykkinn örlítið sætari og finnst mér það einföld leið til að fá inn meira prótein í daginn minn þar sem ég æfi mikið. Heilsudrykkur Dísu 100 g frosið mangó 50 g spínat 20 g engiferrót 20 g sellerí 230 ml pressuð epli 30 g kollagen duft frá Vital Proteins

Heilsudrykkur Dísu

100 g frosið mangó

50 g spínat

20 g engiferrót

20 g sellerí

230 ml pressuð epli

30 g kollagen duft frá Vital Proteins

This article is from: